Tíminn - 13.04.1939, Blaðsíða 1
KITSTJÓRAR:
GÍSLI GUÐMUNDSSON (ábm.)
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON.
FORMAÐUR BLADSTJÓRNAR:
JÓNAS JÓNSSON.
ÚTGEFANDI:
FRAMSÓKNARPLOKKURINN.
RITSTJÓRNARSKRIFSTOFUR:
EDDUHÚSI, Llndargötu 1d.
SÍMAR: 4373 og 2353.
AFGREIÐSLA, INNHEIMTA
OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA:
EDDUHÚSI, Llndargötu 1D.
Slmi 2323.
PRENTSMIÐJAN EDDA h. f.
Símar 3948 og 3720.
23. árg.
Reykjavík, fimmludagiim 13. apríl 1939
HaltflikialaD
Hún hefir verið svipuð á pessu ári
og á sama tíma í fyrra
Eins og sakir standa
gengur saltfiskssalan frekar
treglega og hefir verðið far-
ið lítið eitt lækkandi á sum-
um mörkuðum seinustu vik-
urnar.
Samkvæmt heimild Sölusam-
bands íslenzkra fiskframleið-
enda, mun vera búið að selja
um 3000 smál. af framleiðslu
þessa árs, en hún var orðin um
14.000 smál. í lok síðasta mán-
aðar, miðað við fullverkaðan
fisk. Auk þess er nú verið að
ferma tvö skip, sem taka að
nokkru leyti leifarnar af fyri'a
árs framleiðslu og að noklrru
leyti nýja framleiðslu. Fiskbirgð-
irnar, sem voru hér um seinustu
áramót, eru seldar.
Hefir salan, það sem af er
þessu ári, verið mjög svipuð því,
sem var í fyrra, og var um þetta
leyti þá ekki búið að selja öllu
meira af hinni nýju framleiðslu
en nú. Verðið var einnig svipað.
Salan glæddist í fyrra, þegar leið
á árið.
Til Englands hefir farið megn-
ið af þeim hluta þessa árs fram-
Maður drukknar
Á páskadag vildi til það slys,
að unglingsmaður, Bjarni M.
Jónsson frá Flögu í Skaftár-
tungu, drukknaði í Kúðafljóti.
Var hann í póstferð suður í
Álftaver og austur í Meðalland,
er slysið bar að. Fór hann frá
Leiðvelli í Meðallandi á leið upp
í Skaftártungu síðdegis á páska-
dag. Á mánudagsmorgun sáust
hestar Bjarna frá Hrífunesi í
Skaftártungu og var þá hafin
leit að honum. Hafði hans eigi
fyrr verið saknað, þar eð ekki
hafði verið ráð fyrir gert að
hann kæmi heim fyrr en á
mánudag. Fannst líkið við Kúða-
fljót, vestan við Leiðvelli. Fljótið
var vatnslítið þessa daga.
Bjarni var rösklega tvítugur
að aldri, ættaður úr Reykjavík,
en hefir lengi dvalið að Flögu.
Siliurrefaverð
í London
Á silfurrefaskinnauppboði I
London í síðastl. mánuði, varð
útkoman þessi (reiknað með
núv. gengi íslenzkrar krónu):
Svört og ofurlítið silfruð skinn
seldust alls 138. Meðalverð kr.
66,00.
y4 silfur skinn seldust alls
413. Meðalverð kr. 72,00.
i/2 silfur skinn seldust alls
2.799. Meðalverð kr. 86,00.
% silfur skinn seldust alls
6.442. Meðalverð kr. 98,00.
Heil silfur skinn seldust alls
8.136. Meðalverð kr. 115,00.
Lélegrl skinn seldust alls
2.039. Meðalverð kr. 48,00.
Kölluð heim
Franska herskipið Ailette og þýzka
herskipið Emden hafa bæði verið
kvödd heim og lögðu þau af stað
í fyrradag. Um Emden hafði verið
tilkynnt, að skipið ætti að vera hér til
eftirlits með þýzku togurunum, en
snögglega var þeirri ákvörðun breytt og
skipið hélt beina leið til Þýzkalands.
Ailette átti að vera hér fram yfir miðj -
an mánuðinn. Var í fyrradag byrjað að
gera við skipsbát, er bilað hafði, en allt
í einu var því hætt og skipið búið til
farar. Var guðsþjónusta flutt áður en
skipið lét úr höfn. Almennt er álitið, að
hin skyndilega brottkvaðning hinna út-
lendu herskipa standi í sambandi við
yfirvofandi stríðshættu.
leiðslu, sem búið er að selja. Sala
hefir verið treg þangað að und-
anförnu og verðið farið heldur
lækkandi. í vertíðarbyrjun var
verðið þar á einni smál. óverkaðs
saltfiskjar um 14 sterl.pd., en er
nú um 13 sterl.pd.
Til Grikklands er nú verið að
f erma skip, sem tekur ' þangað
um 1200 smál. Til Grikklands var
ekkert selt í fyrra og er langt
síðan að selt hefir verið þangað
í svo stórum stíl.
Til Ítalíu er nú verið að ferma
skip, sem tekur þangað um 1700
smál. Er markaðurinn þar svip-
aður og í fyrra.
Til Spánar hefir enn ekki ver-
ið selt neitt. Enn mun ekki full-
séð, hver verða erindislok ís-
lenzku samningamannanna, sem
þangað voru sendir, en heyrzt
hefir að Franco-stjórnin vilji
ekki kaupa fisk, nema í skiptum
fyrir ávexti og vín.
Til Portúguls hefir ekkert ver-
ið selt ennþá. Norðmenn hafa
selt þangað talsvert mikið fyrir
lágt verð.
Til Suður-Ameríku gengur sal-
an treglega og er fiskverðið þar
lítið eitt fallandi.
Seinasta hálfan mánuðinn
hefir yfirleitt verið góður afli í
flestum verstöðvunum hér. Afli
togaranna hefir hinsvegar verið
frekar tregur.
Afli Norðmanna.
Fiskframleiðsla Norðmanna er
nú orðin talsvert meiri en á
sama tíma í fyrra. Allur afli
þeirra 8. þ. m. var 165.107 smál.
miðað við flattan fisk. Af þessum
afla höfðu þeir saltað 110.147
smál. og hert 47,862 smál. Um
svipað leyti í fyrra var allur afii
þeirra 118.879 smál., saltað
76.549 smál. og hert 34.750 smál.
Nemur saltfiskframleiðsla Norð-
manna þvi orðið 30 þús. smál.,
miðað við verkaðan fisk, og er
hún því næstum því helmingi
meiri en framleiðsla okkar hefir
verið orðin á sama tima.
Indríði Eínarsson
:
Jarðarför Indriða Einarssonar rithöf-
undar fór fram í gær að viðstöddu
miklu ffölmenni og með mikilli viö-
höfn. Á öðrum stað i blaðinu birtist
grein eftir Jónas Jónsson um Indriða
og afskipti hans af Þjóðleikhúsmálinu.
Lebrun forseti og frú hans fóru nýlega i opinbert heimboð til ensku kon-
ungshjónanna. Myndin er tekin þegar þau voru að fara frá London. Le-
brun og Chamberlain sjást á miðri myndinni, en til vinstri sézt for-
setafrúin vera aö kveðja Elizabethu drottningu. Georg konungur stendur
bak við Chamberlain.
Forsetakjörið og viðreísnin
í Frakklandi
í byrjun þessa mánaðar fór
fram forsetakjör í Frakklandi.
Hinn fráfarandi forseti, Albert
Lebrun, var endurkosinn með
miklum meirahluta atkvæða, en
forsetinn er kosinn af báðum
þingdeildum í sameiningu.
Það hefir verið talin sjálfsögð
venja í Frakklandi, að fráfar-
ándi forseti gæfi ekki kost á sér
til endurkjörs. Lebrun ætlaði að
fylgja þessari venju, og hafði
gert ráðstafanir til þess að setj-
ast í helgan stein. Hinsvegar gaf
enginn maður kost á sér, sem
flokkarnir voru líklegir til að
sameinast um, og gekkst því
Daladier forseti fyrir því, að
ýmsir helztu áhrifamenn þjóð-
arinnar skoruðu á Lebrun að
gefa kost á sér aftur. Lét hann
að lokum undan þrabeiðni þess-
ara manna. Endurkosning hans
sætti þó harðri mótspyrnu frá
kommúnistum og sosíalistum,
sökum þess að Lebrun hefir
jafnan veitt Daladier öruggan
stuðning.
Á venjulegum tímum vekur
forsetakjörið í Frakklandi litla
athygli. Frakkar telja að verk-
efni forsetans sé það helzt að
undirrita skjöl, opna sýningar,
afhjúpa minnismerki, taka á
móti opinberum gestum o. s. frv.,
en hann eigi ekki að skipta sér
af stjórnmálum. Einu frönsku
blaði reiknast svo til, að Lebrun
hafi opnað 350 sýningar, tekið
á móti 7000 opinberum gestum,
A.
Flannsóknir á matarhæfi íslendinga. — Ný síldarverksmiðja. — Úr Súg-
andafirði. - Saumanámskeið kvennasambands A.-Húnavatnssýslu. — Veiting
--------- íslenzks ríkisborgararéttar ---------
Skúli Guðjónsson prófessor var með-
al farþega á Dronning Alexandrine,
er kom hingað á mánudaginnn. Mun
hann aðeins hafa hér skamma við-
dvöl og fara utan að nýju innan fárra
daga. Erindi hans er að leggja á ráð-
in um rannsóknlr á matarhæfi ís-
lenzku þjóðarinnar, sem fyrirhugað
hefir verið að hefja bráðlega. Hefir
hann þegar haldið fundi með nefnd
þeirri, sem skipuð hefir verið til þess
að hafa með höndum stjórn og um-
sjón þessara mála.
t t t
Innan skamms tíma verður senni-
lega hafizt handa um nýbyggingu á
síldarverksmiðju, f stað hinnar svo-
nefndu „rauðu verksmiðju" í Siglu-
firði, er verður rifin. Hefir norskt fyrir-
tæki, A. S. Myrens Verksted í Ósló,
boðizt til þess að lána allt erlent efni,
sem til verksmiðjunnar þarf gegn
ábyrgð íslenzks banka á greiðslu. Vextir
verði 6%. Gert er ráð fyrir, að í þessari
nýju verksmiðju verði hægt að vinna
úr 5000—6000 málum sfldar á sólar-
hring. „Rauða verksmiðjan" er eign
Siglufjarðarbæjar. Var hún keypt árið
1934, ásamt öðrum svonefndum Goos-
eignum á Siglufirði. Hún var um skeið
leigð Steindóri Hjaltalín á Siglufirði,
en síðastliðið sumar starfrækt af Siglu-
fjarðarbæ. Verksmiðjan er mjög úr sér
gengin og þótt rekstur hennar hafi
gengið sæmilega, hefir verksmiðju-
stjórnin hallazt að því, að fá því fram-
gengt að ný verksmiðja verði reist í
hennar stað.
Kristján B. Eiríksson trésmiður frá
Suðureyri í Súgandafirði dvelur hér
í bænum þessa dagana. Blaðið hefir
haft tal af honum og spurt hann frétta
að vestan. Sagðist honum frá á þessa
leið: — Veturinn byrjaði snemma á
Vestfjörðum, og hjá okkur í Súganda-
firði hefir verið meiri snjókoma og
fannkyngi en dæmi eru til í mörg ár.
Um hátíðarnar leysti nokkuð, en i
febrúar og fram eftir marz kyngdi
aftur niður þeim ódæmum af snjó,
að slíks eru fá dæmi. Skepnuhöld hafa
verið með erfiðasta móti í vetur. Afla-
brögð voru með bezta móti í haust
og fram eftir vetri, eða til Janúar-
loka, en ógæftir voru um miðjan vet-
ur um sex vikna tíma, eða fram yfir
miðjan marz, en þá gerði góðviðri,
sem hélzt til páska. Var róið því nær
daglega og aflaðist sæmilega, en þó
nokkuð misjafnt. Steinbítsgengd er
mikil á grunnmiðunum, en sjómenn
forðast að veiða hann, sökum sölu-
erfiðleika á þeirri fisktegund, og sækja
því til dýpri miða. Væri full þörf á
því, að reynt væri að bæta úr um
sölu steinbítsins á einhvern hátt, því
að af honum má oft veiða ógrynni á
Vestfjörðum, þegar líður á vetur og
á vorin. — Líklegt er að framhald
verði á hafnarbótum í Súgandafirði,
sem byrjað var á síðastliðið sumar
með byggingu hafnargarðs. Horfir það
til stórbóta fyrir þorpið, þar sem Súg-
andafjörður hefir skilyrði til þess að
vera ein af fengsælustu veiðistöðvum
á Vestfjörðum, vegna legu sinnar ná-
lægt ágætum fiskimiðum. Við hafnar-
bætur skapast þarna möguleikar til
fjölbreyttari hagnýtingar fisktegunda
en fyrr hefir verið, og þyrfti þar því
að rísa upp hraðfrystihús og önnur
fyrirtæki til fiskiðnaðar. — Vegabætur
eru áformaðar nokkrar í sumar eins
og undanfarið, og verður þess vonandi
ekki langt að bíða, að Súgandafjörður
komist í bílfært vegasamband við ísa-
fjörð.
t t t
Kvennasamband Austur-Húnavatns-
sýslu hefir á undanförnum vetrum
gengizt fyrir saumanámskeiðum fyrir
ungar stúlkur. Var slíkt námskeið
einnig haldið í vetur. Stóð það í sex
vikna tíma og voru nemendur fimmtán
alls. Kennslukonur á námskeiðinu voru
Björg Jóhannesdóttir frá Móbergi og
Guðrún Jónasdóttir frá Litladal.
r r r
Allsherjamefnd neðri deildar alþing
is flytur frumvarp um að þremur út-
lendinum verði veittur íslenzkur rikis-
borgararéttur. Eru það Jentoft Korne-
lius Kristiansen, kaupmaður á Seyðis-
firði, fæddur í Noregi, Hans Kornelius
Pedersen Stangeland, kaupmaður
á Fáskrúðsfirði, fæddur í Noregi, og
Bruno Victor Paul Georg Weber, verzl.
unarmaður á Hellu á Rangárvöllum,
fæddur í Þýzkalandi. Menn þessir hafa
allir sótt rnn að fá íslenzkan ríkisborg
ararétt og fullnægja allir skilyrðum
þar að lútandi laga.
farið 1300 stærri og smærri
ferðalög í opinberum erindum
og skrifað nafn sitt undir 200
þús. opinber skjöl eða lög.
Þótt vald forsetans sé ekki
meira á venjulegum tímum,
getur þetta breytzt verulega, ef
t. d. kemur til styrjaldar og rík-
isstjórninni verður falið ein-
ræðisvald um lengri eða
skemmri tíma. Það er þá hlut-
verk forsetans að gæta réttar
þingsins, því þrátt fyrir einræð-
isvald stjórnarinnar getur engin
tilsklpun hennar öðlazt laga-
gildi, án undirskriftar forsetans.
Þess vegna fannst Frökkum
forsetakosningin nú öllu meira
skipta en nokkuru sinni fyr.
Bæði er ófriður nú almennt
talinn yfirvofandi og auk þess
hefir þingið nú veitt Daladier
alræðisvald í landvarnarmálum
til sex mánaða og verður sjálft
sent heim innan skamms. And
stæðingum hans fannst því
miklu skipta, að hinn nýi for-
seti yrði ekki neitt háður Dala-
dier, en hann lagði hinsvegar
mikið kapp á endurkosningu
Lebrun. Kosning Lebruns er því
talinn mikilvægur sigur fyrir
Daladier.
Það er nú liðið rúmt ár síðan
að Daladier myndaði núverandi
stjórn sína. Er aldur hennar því
orðið talsvert langur, miðað við
fyrri stjórnir og auk þess hefir
hún nú fengið alræðisvald til
sex mánaða. Daladier hefir lika
auðnazt meira en að halda
völdunum. Þrátt fyrir hina ó-
heppilegu flokkaskipun í þing-
inu og andstöðu kommúnista og
nokkurs hluta verkalýðssam
takanna hefir honum tekizt að
koma fjárhag landsins á traust-
ari grunn og treysta varnir þess
og hergagnaframleiðslu. Tekju
hallinn á ríkisrekstrinum
hverfur óðum, gengi frankans
hefir verið stöðugt um nokkurt
skeið, atvinnuleysið hefir
minnkað, ýmsir þættir atvinnu-
lífsins og útflutningsverzlunin
hefir örvazt og framleiðsla hern
aðartækja, sem hafði hrakaö
hjá Blumstjórninni, hefir stór
aukizt. Frakkland er miklu
sterkara í dag en það var 10
apríl 1938, þegar Daladier kom
til valda.
Á valdaferil Daladiers hefir
þó fallið einn svartur blettur
Það er Múnchensáttmálinn. En
þar hefir hann þær málsbætur
að hnignun hergagnafram-
leislunnar vegna 40 klst. vinnu-
vikunnar átti meginþáttinn
undanhaldi Frakka í Múnchen;
og sú ráðstöfun skrifast á reikn
ing Blumstjórnarinnar og
verkalýðsfélaganna. Seinustu
43. blað
W
A víðavangi
Síðan forystugrein þessa blaðs
var rituð, hefir Vísir (í gær)
birt í aðalatriðum útvarps-
ræðu Ólafs Thors i gengismál-
inu. En ritstjórinn gerir þá at-
hugasemd við ræðuna, að skoð-
anir Ólafs séu, að dómi blaðsins,
rangar, og að þeim fylgi minni
hluti Sjálfstæðisflokksins að
málum. Var sú afstaða blaðsins
raunar alkunn áður af skrifum
úess um málið.
* * *
Nú þegar Alþingi hefir ráðið
gengismálinu til lykta, er al-
mennt spurt: Hvernig fer um
tilraun þá til þjóðstjórnarmynd-
unar, sem um hefir verið rætt
um allt land? Þeirri spurningu
getur Tíminn enn eigi svarað
til hlítar. En eins og kunnugt er
orðið, hafa farið fram viðræður
um slíka samvinnu milli aðal-
flokkanna síðan í þingbyrjun.
Og fyrir liggja nú allmörg bréf,
er farið hafa milli flokkanna um
Dessi mál. Viðræður munu að
vísu hafa fallið að mestu niður
í páskavikunni. En Tímanum er
kunnugt um að fulltrúar Fram-
sóknarflokksins hafa tvo síðustu
daga rætt bæði við Alþýðuflokk-
inn og Sj álfstæðisflokkinn um
jessi efni.
* * *
Það liggur í augum uppi, að
samþykkt gengislaganna hefir á
engan hátt dregið úr rökum
þeim er áður voru fyrir myndun
þjóðstjórnar. Tíminn hefir ávallt
haldið því fram, að á bak við
framkvæmd svo róttækrar ráð-
stöfunar sem gengisbreytingin
er, yrði, ef vel væri, að standa
mjög sterkur meirihluti þings
og þjóðar. Ella væri ekki tryggt,
að sú ráðstöfun kæmi að fullu
gagni, það er því tvímælalaust
siðferðileg skylda allra þeirra,
sem gengislögunum hafa greitt
atkvæði, að standa saman um að
styðja stjórn, sem fer með fram-
kvæmd þeirra.
* * *
En það er fleira en fram-
kvæmd gengislaganna, sem nú
mælir með því, að stefnt verði
til meiri einingar með þjóðinni
en verið hefir. Heimsstyrjöld
getur skollið yfir á hverju
augnabliM, ef svo mætti segja.
Hvarvetna úr umheiminum ber-
ast nú fregnir um það að áður
andstæðir flokkar hinna ein-
stöku landa taki höndum saman
og láti deilur niður falla um
stundarsakir. Og það er óeðlilegt,
að samlendir menn geti ekki
snúið bökum saman, þegar utan
að komandi hætta steðjar að.
vikurnar, eða eftir að Daladiers
tókst að koma hergagnaiðnað-
inum á réttan kjöl aftur, hefir
framkoma hans í utanríkismál-
um verið mun ákveðnari. Sér-
staklega hefir þess gætt í af-
stöðu hans til landakrafa ít-
ala. Hann hefir hafnað þeim af-
dráttarlaust og sýnt vilja sinn i
verki með ferðalagi sinu til
Tunis og Korsika. í ræðu, sem
hann flutti 29. f. m. og var raun-
verulega svarræða til Mussolinis,
endurtók hann þá fyrri yfirlýs-
ingu sína, að Frakkar myndi
ekki láta einn þumlung af landi.
Þessi ræða Daladiers var í
heimsblöðunum talin taka fram
öllum þeim ræðum, sem hátt-
settir stjórnmálamenn höfðu
flutt um langt skeið. Hún var
flutt án alls æsings eða stórra
orða, en með slíkri festu og
virðuleik, að hún hafðj. djúp á-
hrif. Öll frönsku blöðin tóku
einróma undir hana og er talið
að hún hafi mjög styrkt af-
stöðu Daladiers í Frakklandi.
Stjórnmálaritarar margra er-
lendra blaða telja að hún hafi
fullkomlega ruglað Mussolini,
því hann hefði að vanda búist
við einhverri undanlátssemi, en
í þess stað hafi hann mætt hinni
fyllstu einbeittni og festu. Hefir
líka verið mun hljóðara um
þessar landakröfur ítala síðan.
í þessari ræðu sinni lét Dala-
(Framh. á 4. stðu)