Tíminn - 25.04.1939, Síða 1

Tíminn - 25.04.1939, Síða 1
RITSTJÓRNARSKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI, Lindargötu 1d. SÍMAR: 4373 og 2353. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 1d. Sími 2323. PRENTSMIÐJAN EDDA h. f. Símar 3948 og 3720. 23. árg. Reykjavik, þriðjndagiim 25. apríl 1939 47. blað Þorbergur Þorleífsson alþingismaður í Hólum Þorbergur Þorleifsson al- þingismaður andaðist að heimili sínu, Hólum í Hornafirði, síðastl. sunnu- dag. Banamein hans var krabbamein. Þorbergur kenndi fyrst að ráði síðastliðið sumar sjúkdóms þess, sem dró hann til bana. Kom hann hingað til lækningar síð- astl. haust og var tekinn til upp- skurðar, en það bar engan á- rangur og töldu læknar von- laust um bata. Hann fór heim aftur nokkru fyrir nýjár og lá lengstum xúmfastur eftir það. Hinn erfiða sjúkdóm sinn bar hann með mikilli hreysti og mun hafa reynt að gera sér vonir um bata í lengstu lög. Timinn mun geta þessa merka manns nánar síðar. Sökum fráfalls hans var öllum þingfundum frestað í gær, en fundir höfðu verið boðaðir í báðum deildum og sameinuðu þingi. Báðar deildirnar komu þó saman á stuttan fund, þar sem forsetar minntust hins látna þingmanns og þingmenn vott- uðu minningu hans virðingu sína með því að rísa úr sætum. í neðri deild, en þar átti Þor- bergur sæti, flutti forsetinn, Jörundur Brynjólfsson, eftirfar- andi ræðu: „Ég hefi þá sorgarfregn að flytja háttvirtum deildarmönn- um, að Þorbergur Þorleifsson al- þingismaður í Hólum andaðist í gær eftir þunga legu, tæplega 49 ára að aldri. Á síðasta hausti kom hann hingað suður sjúkur til þess að leita sér heilsubótar, lagðist í sjúkrahús til uppskurð- ar, en sjúkdómurinn reyndist illkynjuð meinsemd, er svo hafði grafið um sig, að vonlaust var um lækningu. Hann fór heim aftur i desembermánuði, lagðist rúmfastur og var orðinn svo þungt haldinn, þegar Al- þingi kom saman í febrúar, að hann gat ekki farið til þings, þótt hann hefði á því fullan hug. Og nú hefir hann hlotið þá hvíld, sem ein fékk létt honum þrautirnar, eins og komið var. Þorbergur Þorleifsson fæddist 18. júní 1890 að Hólum í Horna- firði, sonur Þorleifs Jónssonar bónda og alþingismanns og konu hans Sigurborgar Sigurðardótt- ur bónda í Krossbæ í Hornafirði Þórarinssonar. Hann ólst upp í Víðskíptavelta K. E. A. nær 9 millj. kr. á síðastl. ári Aðalfundur Kaupfélags Ey- firðinga var haldinn í síðastlið- inni viku. Öll viðskiptavelta félagsins á síðastl. ári nam nálægt 9 milj. króna. í stjórn félagsins voru endur- kosnir Einar Árnason alþm. og Ingimar Eydal ritstjóri til þriggja ára. í stað Benedikts heit. Guðjónssonar var Kristján Sigurðsson á Dagverðará kosinn í stjórnina til eins árs. Endurskoðandi var endurkos- intn Hólmgeir Þorsteinsson á Hrafnagili og varaendurskoð- andi var endurkosinn Einar Tómasson oddviti. Fulltrúar á aðalfund S. í. S. voru kosnir: Jakob Frímannsson Akureyri, Ari Bjarnason Grýtu- bakka, Stefán Sigurjónsson Blómsturvöllum, Halldór Ás- geirson, Akureyri, Árni Jóhanns- son gjaldkeri Akureyri, Baldvin Jóhannsson, Dalvík, Halldór Sig- urgeirsson, Öngulsstöðum og Ólafur Magnússon, Akureyri. Nánari frásögn af starfsemi KEA birtist í næsta blaði. foreldrahúsum, en sat í Flens- borgarskóla veturinn 1905—1906 og þrem árum síðar einn vetur í gagnfræðaskólanum á Akureyri, tók við bústjórn hjá föður sínum 1910, en reisti sjálfur bú í Hól- um 1930. Má því heita, að hann hafi alið allan aldur sinn i föð- urgarði. Hann átti snemma þátt í félagslífi sveitunga sinna, var einn af stofnendum ungmenna- félags austur þar 1907 og í stjórn þess jafnan síðan. í margvísleg- um félagsmálum öðrum átti hann og drjúgan þátt. Hann var formaður hrossaræktarfélags og hestamannafélags Hornfirðinga frá stofnun þeirra, enda var hann mikill hestamaður, átti sjálfur marga góðhesta og hafði orð á sér sem tamningamaður. í skólanefnd átti hann sæti frá 1926 og í hreppsnefnd frá 1929. Meðan faðir hans, Þorleifur Jónsson, sat á þingi, 1908—1933, gengdi Þorbergur fyrir hann hreppsstjórn og öðrum trúnað- arstörfum. Þegar faðir hans lét af þingmennsku 1934, var Þor- bergur kosinn í hans stað og átti síðan sæti á Alþingi, hér í þess- ari deild. Þorbergur Þorleifsson var frjálslyndur í skoðunum, ötull bóndi, áhugasamur um mál stéttar sinnar og ódeigur að Frestun Alþíngis Forsætisráðherra hefir lagt fram þingsályktunartillögu í sameinuðu þingi um frestun Al- þingis þar til síðar á árinu, þó ekki lengur en til 1. nóv. 1939. Tillagan verður rædd á fundi sameinaðs Alþingis í dag og má telja víst að hún verði samþykkt og þinginu frestað í dag eða á morgun. í greinargerð tillögunnar seg- ir að fyrir þinginu liggi svo mörg stór mál, að nauðsynlegt sé að þingmönnum gefist kostur á að athuga þau sem bezt. Með þing- frestun fái þeir slíkt tækifæri, án þess að það tefji störf þings- ins eða auki kostnað. Vegna hinnar miklu óvissu í alþjóða- málum og fleiri ástæðna sé það líka heppilegast að þurfa ekki að ganga frá fjárlögum næsta árs fyr en seint á þessu ári. Þau stórmál, sem fyrir þing- inu liggja, eru m. a. frv. um til- raunastarfsemi i þágu landbún- aðarins, hegningarlögin, frv. um meðferð opinberra mála, ný toll- skrá, frv. um hlutaskiptaútgerð, frv. um eftirlit með bönkum og frv. um sparisjóði Þá hefir fjár- hagsnefnd neðri deildar haft til meðferðar ýms frv. frá stjórn- skipaðri nefnd um víðtækar breytingar á fátækramálunum. Kristján konungur er vanur að dvelja í jiskibœnum Skagen á Jótlandi nokkurn tíma árlega. Nýtur hann mikilla vinsœlda meðal íbúanna, enda er hann málkunnugur mörgum þeirra. Mynd þessi er tekin fyrir nokkrum dög- um, þegar konungshjónin komu til Skagen í hina árlegu dvöl sina þar, og er þeim fagnað af miklum mannfjölda. leggja inn á nýjar brautir, sem hann taldi horfa til nytsemdar og fjölbreytni í framleiðslu sveitanna og til styrktar afkomu manna þar. Má þar nefna loð- dýrarækt, sem hann tók upp fyrstur manna í sýslu sinni og með góðum árangri. Það mál lét> hann og mjög til sín taka á Al- þingi og beittist þar fyrir bættri löggjöf á því sviði. Önnur mál, sem honum voru einkum hug- fólgin, voru samgöngumálin og byggingamál sveitanna. Hann flutti frumvarp um strandferða- sjóð og annað um byggingasjóði í sveitum. En hann einblindi þó engan veginn á þau verðmæti, sem í askana eru látin. Skáld og listamenn áttu þar eindreginn málsvara, sem hann var. Hann trúði á hlutverk þeirra manna (Framh. á 4. síðu) Verdun eða Miinchen Nokkru eftir að Múnchensátt- málinn var gerður síðastliðið haust, lét merkur blaðamaður svo ummælt, að Bretar og Frakkar hefðu um tvennt að velja: Verdun eða Múnchen. Það var við Verdun, sem mannskæðustu orustur heims- styrjaldarinnar 1914—18 voru háðar. Skoðun þessa manns var m. ö. o. sú, að Bretar og Frakkar hefðu ekki annað að gera en velja á milli heimsstyr j aldar eða nýs afsláttar eins og Mún- chensáttmálans. Innlimun Tékkóslóvakíu virð- ist hafa sannfært stjórnir Bret- lands og Frakklands um að þetta sé rétt. Allur viðbúnaður þeirra síðan bendir í þá átt, að þær telji að fyr eða seinna verði ekki nýtt Verdun umflúið og þess vegna sé hyggilegast að búa sig sem bezt undir það strax og gera ekki áður nema einn Múnchensáttmála. Þessi stefnubreyting stjórn- Kornræktin í ár. — Varzlan vegna mæðiveikinnar. — Fagranesið endurbætt. — Fóðurbirgðafélagið í Rípurhreppi. — Fiskirækt í Laxá í Dölum. — Út- ----------- breiðsla mæðiveikinnar í Staðarhreppi. ---------- í allmörgum sýslum landsins er nú kornrækt stunduð af einstökum bændum. Hafa sumir þeirra ræktað korn óslitið í nokkur ár og dágóður árangur náðst og sæmilega árviss, þar sem alúð hefir verið lögð víð þessa yrkju. í Árnessýslu verður korn ræktað á 12—14 bæjum í sumar, og í allstórum stíl að minnsta kosti í einum stað, Birtingaholti. Hefir Sigurður Ágústsson bóndi þar, ræktað korn í sex ár og nema nú kornakrar hans tíu dagslátt- um lands. Sækja ungir piltar og áhuga- samir um kornyrkju þangað til náms í þeim efnum. Einnig er sumsstaðar tals- verð kornrækt í Eyjafirði, t. d. að Klauf og í gróðrarstöðinni á Akureyri og víð- ar. Auk þess er korn ræktað á nokkrum bæjum á Vestfjörðum, í Suður-Þing- eyjarsýslu, Skaftafellssýslum, Rangár- vallasýslu, Dalasýslu og ef til vill viðar. Frá kornræktarstöðinni á Sámsstöðum í Fljótshlíð hafa verið seldar um sex smálestir korns til útsæðis í ár. Nægir það sáðkorn 1 30 hektara lands. En auk þess mun Samband íslenzkra sam- vinnufélaga, Kaupfélag Eyfirðinga og Sigurður bóndi í Birtingaholti hafa selt eitthvað af útsæðiskomi. t t t Sennilega verða í sumar um 90—100 manns við vörzlu vegna mæðiveikinnar. Verða aðalvarðlínurnar við Þjórsá og Héraðsvötn, milli Þorskafjarðar og Steingrímsfjarðar og Kollafjarðar og ísafjarðar. Aukavarðlínur verða senni- lega við Blöndu og Hvítá í Árnessýslu og Jökulfallið. Álíka margir varðmenn voru á vegum mæðiveikivarnanna í fyrrasumar. r r t Að undanförnu hefir verið unnið að stækkun flóabátsins Fagraness í skipa- smíðastöðinni á Akranesi. Var skipið lengt talsvert og auk þess gerðar á því margháttaðar aðrar endurbætur. En nú hægt að koma 2—3 bifreiðum fyrir á þilfarinu. Skipinu var rennt í sjó á föstudag og í gær fór það fyrstu ferð sína milli Akraness og Reykjavíkur, að endurbótunum loknum. Þykir Akur- nesingum mikils um vert þessa endur- bót, og ekki hvað sízt vegna þess, að hún var framkvæmd heima í þorpinu sjálfu. t r r í Rípurhreppi i Skagafirði er fóður- birgðafélag starfandi og er Gísli Magn- ússon bóndi í Eyhildarholti formaður þess og eftirlitsmaður. Á eftirlitsferð- um sínum hefir Gísli vegið hverja kind í hreppnum tvívegis, í fyrra skiptið í desember, en á einmánuði í seinna sinnið. Þetta hefir sýnt mjög misjafna útkomu. Á sumum bæjum hefir féð létzt um allt að átta pund að meðal- tali hver kind. En á nokkrum bæjum hefir féð þyngst, sumstaðar 8—12 pund að meðaltali. Fóðurbirgðafélagið virð- ist ætla að blessast vel, en það er fyrir skömmu stofnað, og fyrir nákvæmt starf eftirlitsmannsins hefir ýmsum hlaupið kapp í kinn um fóðrun fénað- ar sins. r r r Laxá í Dölum, en svo er Laxá í Laxr árdal nú tíðast nefnd, hefir lengst af verið ein bezta veiðiá 1 Dalasýslu. Eru 1 henni yfir tuttugu ágæt veiðifljót. Ár- ið 1935 stofnuðu eigendur allra jarða, er liggja að ánni, með sér fiskiræktar- og veiðifélag. Aðalforgöngumaður um stofnun þess og formaður frá upphafi er Guðmundur Guöbrandsson bóndi á Leiðólfsstöðum. Hefir félagið rekið laxaklak við ána og er fyrir nokkru tekið að leigja ána fyrir stangaveiði að sumrinu. Þykir áin veiðisæl. Á síð- astliðnu vori byggði félagið nýja og vandaða klakstöð nálægt miðri ánni, við veiðihylinn Kristnapoll, í landi Leiðólfsstaða. En í þeim hyl eru dæmi til hefir náðzt hafi 64 stórlaxar í einum ádrætti, meðan net voru notuð. Klak- stöðvarhúsið er 4 x 8 metrar að gólffleti, byggt úr torfi, timbri og járni. Er unnt að klekja þar út um hálfri miljón seiða árlega. Áhöld og útbúnaður allur er af hinni svonefndu Kaliforníu-gerð. Hefir Ólafur Sigurðsson fiskiræktar- ráðunautur haft eftirlit með frágangi stöðvarinnar, sem er hin langfull- komnasta í sýslunni. r r r Jón Tómasson bóndi í Hrútatungu var fyrir skömmu á ferð hér í bænum og hitti fréttamaður Tímans hann að máli. Mæðiveikin er nú á hverjum ein- asta bæ í Staðarhreppi, við Hrúta- fjörð austanverðan. Eru þrjú ár síðan hún byrjaði að stinga sér niður, en tvö ár hefir hún verið útbreidd i sveit- inni. Drepst enn úr fénu, víðasthvar. Víða á bæjum er ekki lifandi nema um einn þriðji hluti ærstofnsins og hefir þó fáu verið fargað, nema því, er á hefir séð, en lömb ekki sett á, þar til síðastliðið haust. anna hefir einkum birzt á tvennan hátt: í stórkostlega auknum vígbúnaði og loforðum um að veita öðrum ríkjum stuðning, ef á þau væri ráðizt. Þau ríki, sem þessi loforð hafa fengið, eru Pólland, Rúmenía og Grikkland og að líkindum verð- ur Tyrklandi einnig heitið sams- konar hjálp. Þegar kunnugt varð um þess- ar skuldbindingar Breta, sem þeir hafa helzt aldrei viljað veita neinu ríki áður og sýndi því glöggt, hversu alvarlegt þeir töldu ástandið, gerðu þýzku blöðin gys að þessum loforðum og töldu þau markleysu eina, þar sem Bretar gætu ekki veitt þessum ríkjum neina teljandi hernaðarlega hjálp. Eins og nú er ástatt, er þessi röksemd þýzku blaðanna að verulegu leyti rétt. Bretar hafa líka gert sér það ljóst. Þess vegna leggja þeir nú mikið kapp á, að fá Rússland inn i samtökin gegn yfirgangi fasistaríkjanna. Með tilstyrk Rússlands ættu þessi ríki að geta veitt Þjóð- verjum viðnám, þegar þeir þyrftu jafnframt að verjast Bretum og Frökkum að vestan. Jafnhliða þessu hefir það al- varlega komið til tals, að enska stjórnin fyrirskipaði almenna herskyldu. Almenn herskylda hefir jafnan verið eitur í beinum Englendinga og hún var ekki fyrirskipuð fyrr en mjög seint á heimsstyrjaldarárunum. — Ef Bretar fyrirskipa almenna her skyldu og gera einskonar hern- aðarbandalag við Rússland, sem þeim hefir þó verið mjög fjarri skapi, sakir hinna kommnúnist isku stjórnar þar, hafa þeir sýnt eins greinilega og hægt er, að þeim er full alvara að stöðva yfirgang fasistaríkjanna. Þessi viðbúnaður ensku stjórnarinnar hefir þegar haft áhrif á einræðisherrana. Telja má fullvíst, að Þjóðverjar hafi vegna þessara ráðstafana frest- að hernámi Danzigborgar og hætt við að setja Pólverjum úr slitakosti. Það sem Þjóðverjast óttast mest, er að þurfa að verjast samtímis óvinum að austan og vestan.Bismarck sagði að vonlítið væri fyrir Þjóðverja að heyja styrjöld undir slíkum kringumstæðum. Síðan Hitler kom til valda, hefir hann fylgt þessari stefnu Bismarcks. Hann reyndi fyrst með samningum við Pólverja, að tryggja sér frið að austan, en í haust mun hafa hvarflað að honum að tryggja sér frið að vestan og snúa sér þá frekar í austurátt. Þess vegna var gerður hinn svonefndi frið arsáttmáli við Frakka. ítalir og Þjóðverjar eru nú líkt og Bretar að leita sér að bandamönnum. Sennilega ganga r A víðavangi Tillaga kommúnista um van- traust á þjóðstjórnina var á dagskrá í sameinuðu þingi í dag. En ekki voru umræður byrjaðar, iegar blaðið fór í prentun. Gera má rá® fyrir, að með stjórninni verði greidd 43 atkvæði, en ein- göngu kommúnistaatkvæðin 4 á móti. Forseti sameinaðs þings hefir verið svo miskunsamur við kommúnista, að ákveða að út- varpsumræður skyldu ekki fara fram um vantraustið, enda hefði leirra útreið sjálfsagt orðið í ömurlegasta lagi, þar sem þeir hafa ekki nema fimmta hluta af ræðutímanum — og málstaðinn eins og hann er. Ákveðið hefir verið að fresta Alþingi til haustsins og mun hafa verið ætlast til að þing- fundum lyki í dag að þessu sinni. Þingfresturinn verður, eins og sakir standa, að teljast mjög eðlilegur. Ástandið bæði innan- lands og utan er óvíst. Ekki verður vitað með vissu, hvaða áhrif gengislækkunin heflr á næstu mánuðum. Styrjöld getur brotizt út þá og þegar og þörf orðið á að kalla saman þing í sumar eða haust af þeim ástæð- um. Loks er þess að geta, að þrír af ráðherrunum eru nýir í embættum sínum, og æskilegt að þeim gefist tími til að kynn- ast verkefnum sínum áður en þingið ræður til lykta ýmsum þeim málum, er undir ráðuneyti þeirra heyra. * * * Það kemur úr hörðustu átt, þegar blöð Sjálfstæðismanna í Rvík fjargviðrast út af þvi, ásamt kommúnistum, hve þingið sé orðið langt og að því hafi orðið lítið úr verki. Mikinn hluta þingtímans var beðið eftir svari Sjálfstæðismanna um það, hvert þeir vildu greiða atkvæði með bjargráðaráðstöfunum fyrir sjávarútveginn og taka þátt í myndun þjóðstjórnar. Ef Sjálf- stæðisflokkurinn hefði verið fljótari að hugsa sig um, hefði þingtíminn orðið styttri. * * * Annars hefir þingið alls ekki verið svo lítilsvirkt, sem sumir vilja vera láta. Undirbúningur gengislaganna — þótt eigi væri annað — er ærið verk. Eins og kunnugir vita bíður fullnaðar- afgreiðsla flestra mála æfinlega fram á síðustu vikur þingsins. * * * Bændaflokkinn svokallaða langar til að vera með þjóð- stjórninni. En enginn hefir við hann talað né kvatt hann ráða á nokkurn hátt. í öngum sínum út af þessari ömurlegu tilveru, heldur málgagn þessa „flokks“ áfram klaufaspörkum sínum í Framsóknarmenn. Tveir af þing- mönnum Framsóknarflokksins, Eysteinn Jónsson xáðherra og Páll Zophoniasson, verða eink- um fyrir spörkum þessum, og munu báðir láta sér vel líka. Ungverjar og Búlgarar, sökum landakrafa sinna, í lið með þeim. Vafasamara er með Júgóslava, sem kjósa tvímælalaust frekar að fylgja Bretum og Frökkum, en stendur hinsvegar stuggur af nábýlinu við einræðisríkin. Seinustu vikurnar hafa því verið að myndast í Evrópu tvær fylk- ingar í væntanlegri styrjöld. Annarsvegar England, Frakk- land, Rússland, Pólland, Rú- menía, Grikkland, Tyrkland, hinsvegar Þýskaland, Ítalía, Ungverjaland, Búlgaría og sennilega Spánn og Júgóslavía. Ef til vill geta þessar fylkingar ryðlast eitthvað enn, en aðeins eitt virðist geta hindrað það, að þeim lendi saman. Það er að sú fylkingin, sem vill frið, sé það sterk að hin treystist ekki til að ráðast á hana. Telji einræðis- herrarnir sig hinsvegar hæfilega öfluga megnar enginn máttur að afstýra ófriði, því lýðræðisþjóð- unum virðist loksins orðið ljóst að þrátt fyrir allt sé æskilegra að kjósa Verdun en Munchen.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.