Tíminn - 25.04.1939, Blaðsíða 4
188
TÍMPny, i>riðjjndaglnm 25. aprfl 1939
47. blað
Kveldúlfur fyr og nú
(Framh. af 2. síOu)
stæðisflokkinn var ástandið líka
óþolandi. Óstjórnin í fram-
kvæmdum Héðins og Gísla Hall-
dórssonar snerti atvinnurekstur
margra Sjálfstæðismanna til-
finnanlega. Auk þess hafði
Sjálfstæðismönnum verið með
öllu bolað úr stjórn verksmiðj-
anna, þar sem Framsóknar-
flokkurinn hafði eindregið lagt
til að Mbl. ætti einn af þrem
fulltrúum í stjórn verksmiðj-
anna, en ekki fengið því fram-
gengt.
Það var þessvegna algerlega
ómögulegt fyrir okkur Ólaf
Thors, sem formenn tveggja
flokka sem hér höfðu verið
beittir órétti, annað en reyna í
félagi að leysa þessa verksmiðju-
þraut. Og með fylgi margra
manna úr báðum þessum flokk-
um tókst að koma á friði og
reglu í verksmiðjunum. Þar
komst á hin fyrsta samstjórn
núverandi stjórnarflokka. Gísli
Halldórsson sá sinn kost vænst-
an að hverfa hljóðalaust til
Danmerkur, og áhrif „órólegu
deildarinnar" hurfu úr stjórn
verksmiðjanna. Gamlir and-
stæðingar úr öllum þrem lýð-
ræðisflokkunum hófu nú frið-
samlegt samstarf að nýju. Öll
sérhagsmunabarátta flokkanna
var lögð niður í verksmiðju-
stjórninni og hugsað um gagn
allrar þjóðarinnar. Árangurinn
kom fljótt í Ijós. í stað þess að
„órólegu deild“ Héðins hafði
tekizt að skapa mörg hundruð
þúsund króna tap á rekstri verk-
smiðjanna í sérstöku góðæri,
varð gróði hennar síðastliðið ár
um hálfa miljón króna, þótt ár-
ferði væri ekki nema í meðal-
lagi.
XI.
Saga síldarverksmiðjanna á
Siglufirði sýndi að Framsóknar-
menn og Sj álfstæðismenn gátu
unnið saman með góðum á-
rangri, þegar alþjóðarnauðsyn
krafist. En skilyrði fyrir viðun-
anlegum árangri virtist þó vera
það að hin ábyrgðarlausu og
byltingarkendu öfl í verka-
mannahreyfingunni væru svift
öllú áhrifavaldi. Átökin um síld-
arverksmiðjurnar bentu áhuga-
mönnum lýðræðisflokkanna inn
á nýjar brautir. Veittu menn
þessu meiri og meiri eftirtekt í
sambandi við vaxandi erfiðleika
útgerðarinnar og afkomunnar í
kaupstöðum og kauptúnum.
Hver vertíðin hafði verið annari
verri fyrir stórútgerðina. Mark-
aðurinn þrengdist í Suðurlönd-
um. Norðmenn gáfu æ meira og
meira fé úr ríkissjóði í verðlaun
á sinn útflutta fisk. Sveita-
þyngsli og atvinnuleysi varð
meira og meira áberandi við
sjávarsíðuna. Ástand kaupstaða
og kauptúna var smátt og smátt
að verða sviplíkt og ríkisverk-
smiðjanna undir stjórn Gísla
Halldórssonar.
Erfiðleikar atvinnuveganna
bitna að síðustu á þjóðbankan-
um. Töp hans eru ósigrar at-
vinnulífsins, yfirfærðir í pen-
inga. Eftir að sýnilegt var um
afkomu stórútgerðarinnar, var
bankaráði Landsbankans ljóst,
að mikill hluti togaranna var
rekinn með stórfelldu tapi. Var
talið, að um 20 veiðiskip ættu
ekki fyrir skuldum. í þeim hóp
voru flest hin stærri togarafé-
lög, bæjarútgerðir þær, sem
verkamenn höfðu rekið í þrem
kaupstöðum, og nokkur minni
félög.
Kveldúlfur var með sín skip
í þessum hóp. Svo stórfellt var
þetta tjón útvegsins, að á tveim
árum hafði þurkazt út öll sú
mikla eign, sem fjölskylda Thor
Jensen hafði lagt fram 1937.
Ekki var hægt að gera ráð fyrir
öðru en að forstjórar Kveldúlfs
legðu sig alla fram við að láta
fyrirtækið bera sig, þar sem svo
miklu var hætt. Auk þess var
vitanlegt, að forráðamenn fyrir-
tækisins stóðu að reynslu og
þekkingu í meðferð þessara
mála í röð fremstu manna í
landinu. Éins og þar stóð á, var
ómögulegt að deila um að for-
ráðamenn Kveldúlfs höfðu hætt
öllu sínu í fyrirtækið og lagt sig
fram að láta sjást árangur.
Fyrir áramót í vetur lýsti Jón
Árnason yfir í bankaráðinu
þessum athugunum, og að ekki
yrði við svo búið unað, ef meg-
inhluti togaranna í landinu ætti
að halda áfram á þeirri braut,
þá hefði hvorugur bankinn efni
á að standa undir tapi þeirra.
Allsherjaraðgerðir hlytu að
koma til greina, sem næðu til
allrar útgerðar í landinu.
Skoðun þessari varð ekki mót-
mælt. Meginhluti stórútgerðar-
innar var gersamlega að þrot-
um kominn. Kveldúlfur var að-
eins einn hlekkur í þeirri keðju.
En tap hans var mest áberandi
af því hann átti mestan skipa-
stól, úr því að rekstrarhalli var
á hverju skipi
Eins og nú var komið gat
Landsbankinn vitaskuld tekið
við eignum og rekstri Kveld-
úlfs. En það er ekki hlutverk
banka á íslandi að reka fram-
leiðslustarfsemi fyrir eigin
reikning. Hvorki bankastjórn
né bankaráð vildi fara þessa
leið. í stað þess varð samkomu-
lag við forráðamenn Kveldúlfs
um að fyrst um sinn skyldu vera
trúnaðarmenn fyrir Landsbank-
ann í stjórn fyrirtækisins. Með-
an á því stæði skyldi selja, vegna
Landsbankans, þær af eignum
Kveldúlfs, sem ekki koma við
útgerðinni. Eftir verða þá skip
félagsins, síldarverksmiðjurnar
báðar, fiskhús og fiskreitar.
Sama breyting hefir verið
gerð á stjórn hins stórútgerð-
arfélagsins, Alliance. Smátt og
smátt mun hið nýja bráða-
birgðaskipulag ná til flestallra
togarafyrirtækj a á landinu.
Að því er Kveldúlf snertir
mun verulega léttast skulda-
byrði hans við sölu hinna marg-
háttuðu fasteigna, sem ekki
koma við útgerðinni. Ef stór-
lega breyttust markaðsskilyrði
til bóta erlendis, mætti svo fara
að Kveldúlfur og þá vitanlega
hin útgerðarfélögin, fengju stór-
lega bættan hag. Um leið og svo
væri komið, myndi Landsbank-
inn sleppa beinni íhlutun um
rekstur þess fyrirtækis og ann-
arra, sem líkt eru sett.
En ef markaðsskilyrði batna
ekki verulega, þá hygg ég að öll
stórútgerð verði á næstu miss-
irum að komast á þann grund-
völl, sem byrjað var að nálgast
með hásetadeilunni 1916. Ef sjó-
menn hefðu fengið að selja
sjálfir lifrarhlut sinn, þá voru
þeir orðnir hluthafar og með
nokkrum hætti meðeigendur í
fyrirtækinu. Og þá voru skil-
yrði fyrir eðlilegri og friðsam-
legri þróun.
Menn fóru þá aðra leið, veg
stríðsins milli atvinnurekenda
og verkamanna. Það skeið er nú
í bili runnið til enda, og nú sem
stendur munu fáir gera sér
miklar vonir um nálæga sigra
á þeirri braut. Þá er sennilegt
að horfið verði aftur að sam-
vinnu og samstarfsleiðinni. Að
því er snertir Kveldúlf, myndi
þá á næstu missirum félaginu
verða skipt í minni fyrirtæki,
sem öll væru í nánu samstarfi.
Það er ekki hægt að skilja
veiðiskipin endanlega frá síld-
arverksmiðjunum, fiskþurrkun-
arhúsum eða , fiskreitum. En
undir þeim kringumstæðum
ynnu allir fyrir hlut, bæði þeir,
sem störfuðu á sjónum, í síld-
arverksmiðjunum, eða á skrif-
stofum við stjórn á fyrirtækjum
þessum eða sölu á framleiðslu
þess.
Kveldúlfur er aðeins einn lið-
ur í keðju íslenzkra útgerðar-
fyrirtækja. Þau græddu öll á
stríðsárunum, og einstaka sinn-
um síðan. Þau voru öll lömuð
með gengisbreytingunni 1924—
25. Þau hafa öll barizt upp á líf
og dauða fyrir tilveru sinni síð-
an verðfallið mikla skall á 1930.
Þau hafa öll fengið nokkra rétt-
ingu sinna mála með hinni ný-
legu gengisbreytingu. Reynslan
sker úr þvi hvort sú breyting
bætir öll þeirra mein eða aðeins
sum þeirra. Eigendur þeirra
vona eins lengi og hægt er, að
fyrirtækin rétti nú öll við, og að
niður falli um leið öll íhlutun
bankanna um rekstur þeirra. En
það getur líka farið svo að þetta
takmark náist ekki að sinni. En
þá byrjar líka nýr kapituli í sögu
atvinnulífsins í bæjunum. Hin
gamla íslenzka hlutarráðning er
aftur sett í hásætið. Fólkið, sem
vinnur að framleiðslunni á sjón-
um, finnur að það hefir sam-
eiginlegra hagsmuna að gæta.
Menn byrja að vinna saman að
framleiðslunni af góðum og vin-
samlegum hug, í stað þess að
gera ráð fyrir, að þar eigist
fjandmenn við. Árið 1916 gátu
eigendur skipanna ekki sætt
sig við að sjómenn hefðu
fullan eignar- og sölurétt á
lifrinni úr þorskinum. Síðan
þá hefir margt komið á daginn,
sem bendir á að þessi eignar-
réttarkenning hafi ekki verið
óbreytanleg sannindi. Ef til vill
sé hitt alveg jafnfullkomið
skipulag, að þeir, sem starfa að
framleiðslunni, beri sömu byrð-
arnar og skipti ágóðanum.
Þegar Framsóknarflokkurinn
hóf göngu sína 1916, var Kveld-
úlfur stærsta og mesta útgerð-
arfyrirtækið og stærsta fyrir-
tæki einstakrar ættar. Veldi
hans virtist fara vaxandi eftir
því sem árin liðu. Meðan út-
tJR BÆNUM
U. M. F. Velvakandi
hefir aðalfund sinn í Kaupþingssaln.
um í kvöld. Hefst hann klukkan 8.
K. R.-stúlkurnar,
sem sýnt hafa leikfimi í Danmörku
og Svíþjóð, komu heim með Gullfossi
á laugardagskvöldið. Kvenflokkurinn
hefir getið sér hinn bezta orðstír í för-
inni og eiga bæði stúlkurnar og stjórn-
andi þeirra og kennari, Benedikt
Jakobsson, hinn mesta heiður skilið.
Kappleikar
milli Vals og K. R. fóru fram á
íþróttavellinum á sunnudaginn. Var
keppt í þrem flokkum. Meistaraflokk-
ur Vals sigraði meistaraflokka K. R.
með 3:1, 2. flokkur Vals sigraði K. R,-
inga með 2:0 og 3. flokkur K. R. sigraði
Valsmenn með 1:0.
Leikfélag Reykjavíkur
hefir á morgun frumsýningu á
sænskum gamanleik, sem heitir
Tengdapabbi. Þessi gamanleikur var
sýndur hér fyrst 1916 og fékk þá hinar
beztu viðtökur.
Gestir í bænum.
Sigurður Sigurðsson hreppstjóri í
Lambhaga í Skilamannahreppi, Ingi-
mundur Ólafsson kennari, Hannes Jón-
asson bóksali á Siglufirði, Jón Þorleifs-
son, kaupfélagsstjóri i Búðardal, séra
Marínó Kristinsson i Vallanesi.
gerðin var í blóma sínum, virt-
ist Framsóknarmönnum að út-
vegsmannastéttin íslenzka gengi
í atvinnurekstri og stjórnmálum
hiklaust braut auðvaldsstefn-
unnar. Sjómanna- og verka-
mannastéttin fylkti sér í and-
stæða sveit. Baráttan um skipt-
ingu auðsins var stöðugt og sí-
endurtekið ófriðarefni milli hins
unga auðvalds og hins unga
verkamannavalds. í deilunni
1916 hafði ég sýnt minn hug.
Ég taldi hollast til frambúðar,
að verkamenn og útgerðarmenn
hefðu með sér réttlátt samstarf
um framleiðsluna og byggðu á
skipulegum hlutaskiptum. Sú
stefna hafði þá ekkert fylgi og
lítínn stuðning eftir nálega ald-
arfjórðung. Þó er þar sennilega
sú lausnin, sem koma skal.
Á þessum gömlu góðu tímum
útvegsins var Kveldúlfur ekki
aðeins fyrirferðarmikill í at-
vinnurekstri, heldur einnig
sterkasta flokksvígi. — Ungir
menn úr fyrirtækinu voru að
byrja að leggja undir sig hvert
kjördæmið af öðru. Hin mikla
ræktun á Korpúlfsstöðum varð
líka á vegi venjulegra bænda.
Þetta eina bú seldi jafnmikla
mjólk á markað í Reykjavík eins
og allir bændur i tveim eða
þrem hreppum gátu framleitt.
í sjálfu sér var ekki hægt að
segja að það væri brot við
mannfélagið að gera mýrar i
Mosfellssveit að túni. En rétti-
lega eða ranglega gat þessi
framkvæmd orðið ófriðarefni
eins og líka kom á daginn.
En það íslenzka útvegsauð-
vald var ungt, veikt og lítið
skipulagt. Það gerði eins og
flestir aðrir, ýmiskonar yfir-
sjónir í meðferð fjármuna. Það
fékk á sig holskeflu. gengis-
hækkunar 1924—25. Það varð
síðan fyrir lokun og tapi mark-
aða, innflutningshömlum og
mjög hörðum og vaxandi kaup-
kröfum, sem voru eðlilegar í
góðæri, en komu illa við tap-
rekstur.
Kveldúlfur fylgist með í allri
þessari þróun. Frá því að vera
ríkt fyrirtæki, var hann orðinn
fátæk stofnun. Erfiðleikar út-
gerðarinnar þrengdu að sínum
mönnum eins og fjárpestin, sem
lamaði atvinnu landbænda í
mörgum héruðum. Sameigin-
legir erfiðleikar þokuðu hægt og
hægt framleiðendum til sjávar
og sveita meir og meir til sam-
eiginlegra átaka um þýðingar-
mikil vandamál. Að lokum kem-
ur sú stund, að stofnandi
Kveldúlfs og frændur hans
verða fyrir byltingarsókn Héð-
ins og félaga hans 1937. Um
sama leyti gefur formaður
bankaTáðs Landsbankans þeim
kost á eðlilegum og öfgalausum
skilyrðum. Þeim er boðið að
tryggj a framtíð Kveldúlfs á
samkeppnisgrundvellinum, með-
an fært var, ef þeir leggi allar
eignir sínar í áhættuna. Þessi
raun var nokkurskonar járn-
burður að fornum sið. Thor
Jensen átti veglegasta íbúðar-
hús á íslandi, mesta stórbú í
sveit og mestu laxá á íslandi,
þeirra, sem bættar hafa verið
með mannlegri vinnu. Það hlaut
á venjulega mannlega vísu að
I. KAFLI.
Fyrstu stundir flóttans urðu að löng-
um dögum og dagarnir að vikum. Hann
var harðger og vanur hnakknum frá
barnæsku, en samt fannst honum þreyt-
an ætla að vinna bug á sér og hann hafa
ferðazt hálfan mannsaldur. Stálviljinn
einn hélt honum uppi.
Flóttinn hafði verið sem martröð, frá
þeirri stund, er hann þeysti út í auðnina
með mannaveiðarana á hælum sér. Sótt-
hitinn ætlaði stundum að steikja hann,
en stundum saug k.uldinn merginn úr
beinunum. Hann var gersamlega úttaug-
aður, en hélt sig þó við hnakkinn, því
að hann var svo þrár, að hann vildi ekki
með nokkru móti gefast upp. Hann hafði
þjáðzt af hitaveiki, kvölum og lúa, og nú
síðast af sulti, eftir að sárið fór að gróa
.... Kyrrðin ætlaði að æra hann....
Óttinn nagaði jafnt og þétt.... Hér
norður frá, þar sem hann var núna,
var ekkert að sjá nema hvíta, óendan-
lega auðnina. Snjórinn virtist hylja allt.
Hann var kominn langt, langt að, og
OAMLA BÍÓ“°—°~>*
Saklansa skrif-
stofustúlkan
(Easy Living)
Afar fjörug og bráð-
skemmtileg amerísk gam-
anmynd, eftir
VERA CASPARY
Aðalhlutv. leika: hin
fagra og fjöruga
JEAN ARTHUR og
RAY MILLAND.
Aukamynd:
TALMYNDAFRÉTTIR.
Bökunardropar
Á. V. R.
Rommdropar
V anillutlr opar
Citrondropar
Möndludropar
Cardemommudropar
Smásöluverð er tilgreint á hverju glasi.
öll glös eru nieð áskrúfaðri hettu.
Áiengisverzluu ríkísíns.
°*~-K>"NÝJA BÍÓ**—"
HVÍTAR
AMRÁTTIR
Amerísk stórmynd frá
Warner Bros, er sýnir á ó-
gleymanlegan hátt skugga-
hliðar stórborgarlífsins.
Aðalhlutverkið 1 e i k u r
frægasta „karakter“-leik-
kona Ameríku:
BETTE DAVIS.
Börn fá ekki aðgang.
Til auglýsenda.
Tíminn er gefinn út í fleiri eintökum
en nokkurt annað blað á íslandi. Gildi
almennra auglýsinga er í hlutfalli við
þann fjölda manna, er les þœr. Tíminn er
öruggasta boðleiðin til flestra neytend-
anna í landinu. — Þeir, sem vilja kynna
vörur sínar sém flestum, auglýsa þœr
þess vegna í Tímanum. —
vera nokkur freisting fyrir þá,
sem höfðu séð útgerðina stór-
tapa hvert ár, að kasta „ryð-
kláfunum" og skuldunum í
bankana og eiga eftir hinar álit-
legu eignir. En eigendur Kveld-
úlfs stóðust raunina. í sömu
mund, sem Héðinn Valdimars-
son seig af mannlegri eðlis-
þyngd úr samfélagi við Jón
Baldvinsson niður til manna,
sem taka við skipunum erlendra
valdhafa, lögðu eigendur Kveld-
úlfs hinar góðu fasteignir sínar
í áhættuna með tapskuldum
sínum í bönkunum. Og á nokkr-
um missirum voru þessar eignir
sokknar líka. Hver togari dró
með sér 30 þúsund kr. í árlegt
tap að meðaltali.
Sjálfstæðismenn höfðu orðið
undrandi, þegar á reyndi og í
ljós kom, að Framsóknarmenn
voru móti byltingu. Framsókn-
armenn urðu á sama hátt fyrir
því, sem kalla mætti „gleðileg
vonbrigði“, þegar það kom í ljós,
að Kveldúlfsmenn voru ekki ein-
göngu hinir harðsnúnu auð-
valdsforkólfar, sem komnir
voru frá baráttu uppgangsár-
anna, heldur gátu þeir líka bor-
íð járn mótgangsins án þess
að brenna.
Eftir löng og margháttuð á-
tök um skiptingu hinna ný-
fengnu veraldlegu gæða á ís-
landi, stóðu samvinnubændur
og útvegsmenn hlið við hlið í
baráttunni fyrir lífi sínu og
framtíð barna sinna á íslandi.
Gróði stríðsáranna hafði borizt
burtu eins og frostreykur á
haustdegi. Gamlir andstæðing-
ar fundu, að þrátt fyrir fortíð-
ardeilur um útrædd mál, áttu
þeir sameiginleg ýms verkefni,
að minnsta kosti um stund. Ef
til vill er það verkefnið stærst
að taka upp aftur vandamálið
frá 1916, og fylkja öllum, sem
starfa að framleiðslunni, í eina
heild um að gera gæði landsins
hagnýt fyrir þjóðina og skipta
arðinum réttlátlega milli þeirra,
sem koma og vilja vinna.
J. J.
9<4llllf08Né
fer héffan í kvöld til Vestfjarffa
og Breiffaf jarffar.
Kemur viff á Arnarfirffi, Súg-
andafirði og Bolungarvík í
vesturleið, ef veffur leyfir.
LEIKFÉLAG
REYKJAVÍKVR
„Tengdapabbi“
Sænskur gamanleikur í 4 þátt-
um eftir Gustaf Geijerstam.
Frnmsýning á morgun
kl. 8.
Aðgöngumiðar seldir frá kl.
4—7 i dag og eftir kl. 1 á morg-
un. —
Þorbergur Þorleifsson
(Framh. af 1. síðu)
með þjóðinni og vildi hlynna að
þeim á allan hátt.
Þorbergur Þorleifsson var
hrekklaus maður, glaðvær og
góðviljaður. Slíkir menn verðá
jafnan vinsælir hvar sem þeir
fara.
Ég vil biðja háttvirta deildar-
menn að minnast þessa látna
þingbróður vors, sem nú er fall-
inn frá á bezta aldri, með því að
rísa úr sætum sínum. Vér snú-
um hugum vorum til hins aldr-
aða föður hans og annara ást-
vina og vottum þeim innilega
samúð.“