Tíminn - 25.04.1939, Blaðsíða 2

Tíminn - 25.04.1939, Blaðsíða 2
186 TlMM, frrigjndagimi 25. aprfl 1939 47. blað KTeldúlfur fyr og nú VI. Eins og fyrr er á drepið, höfð- um við Ólafur Thcrs oft og lengi átt í þrálátum útistöðum, með- an flokkum þeim, sem við vor- um i, kom tæplega saman um nokkurt mál. Eitt sinn taldi Ólafur Thors, að ég hefði talað svo ógætilega um hann í út- varpsumræðum, að hann stefndi fyrir meiðyrði. Málið féll þó niður, með því að orðin höfðu farið út í ljósvakann og urðu ekki mæld á vogarskál dómar- ans. Þegar áróðursmenn í and- stæðum stjórnmálaflokkum eru búnir að deila um málefni og menn í tuttugu ár á Alþingi, á mannfundum víða út um land og í blöðum, þá hafa málsaðilar geTt sér ljósa grein fyrir öllum ávöntunum og ávirðingum andstæðinganna. Hver slíkur baráttumaður er þá, frá sjón- armiði andstæðinga eins og klöpp, sem skriðjökull hefir gengið yfir og fægt um langan tíma. Allt, sem var laust eða hreyfanlegt, hefir verið numið burt. Undirstaðan ein er óhreyfð eftir. En þegar atvikin haga því svo til, að slíkir menn hittast síðar á æfinni og eiga samstöðu um á- hugamál, þá eru, þótt ótrúlegt sé, skilyrði fyrir allgóðu sam- starfi. Báðum málsaðilum er kunnugt allt, sem getur skilið þá, en allir kostir, sem koma fram í kynningunni, koma ó- vænt eins og góður hlutur úr happdrætti. Þar geta vonbrigði ekki komið til greina eins og í skyndisamstarfi manna, sem þekkjast lítið. Okkur Ólafi Thors fór á þennan veg. Við höfðum um langa stund unnið að því að móta tvo áhrifamestu flokkana í landinu. Við gátum í því starfi ekki fremur látið hjá liða að berjast, heldur en dátar í and- stæðum heTfylkingum, sem mætast á vígvelli. En að lokum fór þó svo, að með okkur tókst nokkur kynning. Og sá maður, sem skapaði undirstöðu þeirrar kynningar var skólabróðir Ól- afs Thors og fornkunningi minn, Héðinn Valdimarsson. Meðan bardagahitinn var mestur milli Framsóknar og sjálfstæðismanna eins og í kosn- ingunni eftir þingrofið, í kosn- ingunum 1934 og oft endranær, álitu margir af forráðamönn- um beggja flokka, að framtíð þjóðarinnar væri gersamlega eyðilögð, ef andstæðingarnir færu með stjórnarvaldið einir sér. Margir sjálfstæðismenn töldu Framsóknarflokkinn al- gerlega kommúnistiskan bylt- ingarflokk, og gerðu engan mun á stefnu Framsóknarmanna og Einars Olgeirssonar. Það var búizt við að Framsóknarmenn væru reiðubúnir „að taka allt af öllum“, og að svífast engra hörkubragða, ef með því væri hægt að koma leiðtogum Mbl,- manna á kné. VII. Á flokksþingi Alþýðuflokksins haustið 1936 hafði „órólega“ deildin með Héðinn Valdimars- son í broddi fylkingar, sent Framsóknarmönnum hinn svo- nefnda „þriggja mánaða víxil“, en það var skilyrðislaus krafa til Framsóknarmanna um að ganga hiklaust inn í þjóðnýt- ingar- og byltingarstefnu. Ef ekki væri gengið að þeim kost- um, skyldi samstarfi slitið. Framsóknramenn lögðu þriggja mánaða víxilinn til hliðar, ræddu aldrei það mál, og svör- uðu aldrei þessari fjarstæðu málaleitan. Þegar fram á þing kom, afréð Héðinn Valdimarsson að fylgja máli sínu eftir með því að heimta á Alþingi, að Kveld- úlfur skyldi hernuminn með al- þingissamþykkt og jafnaður við jörðu. Hin órólega sveit Héðins hugðist annaðhvort að beygja Framsóknarmenn undir slg með fylgi við þetta mál, og hafa á þann hátt náð takmarki sínu, eða knýja ella fram kosningar vorið 1937. í þeim kosnipgum vonuðu þeir að fá sigursæla aðstöðu með heitum æsingum í sambandi við það, að Kveldúlf- ur hafði ekki verið eyðilagður. Þingflokkur Framsóknar- manna tók þegar í stað þá á- kvörðun að láta hótanir „óró- legu deildarinnar" þjóta eins og vind um eyru. En þegar hér var komið málum, kom Framsókn- arflokknum óvæntur styrkur, eins og oft áður, frá einum af leiðtogum samvinnumanna, Jóni Árnasyni formanni í bankaráði Landsbankans. Hann hafði fylgzt nákvæmlega með erfið- leikum útgerðarinnar á undan- förnum árum, og þá ekki sízt Kveldúlfs, sem var stærsta fyr- irtækið. Hann skildi vel að um- bætur Thor Jensen á Korp- úlfsstöðum höfðu veikt félagið, og þó öllu meira hin mikla geng- isbreyting. Síðan kom verð- hrunið á Suðurlöndum, og sam- keppni Norðmanna, sem greiddu síhækkandi ríkisstyrk í með- gjöf með saltfiski sínum, þar sem þeir kepptu við íslendinga. Samhliða mörgum öðrum var- úðarráðstöfunum viðvíkjandi Hákon Bjarnason skógræktarstjóri: verkamannaflokkurinn gengi inn á braut byltinga og ofbeldis, myndi ég, ef til þeirra sviftinga kæmi, standa við hlið Ólafs Thors og annarra Mbl.manna. Mér var ljóst, að við Framsókn- armenn áttum eðlilega samleið með verkamannaflokknum, ef hann vildi, eins og hann gerði um langa stund, vinna að frið- samlegum umbótum,en að þeirri samvinnu yrði slitið um leið og verkamenn eða einhver hluti af flokki þeirra byrjaði byltingar- starfsemi að sið kommúnista. Framsóknarmenn og Mbl.- menn á þingi stóðu saman um að kveða niður byltingarlaunvíg Héðins Valdimarssonar. Fram- sóknarmenn studdu auk þess Kveldúlf til að fá leyfi til að reisa hina miklu síldarbræðslu- stöð á Hjalteyri. Með þeiTri framkvæmd var nokkur von um að sjö togarar Kveldúlfs gætu unnið fyrir sér og staðið undir skuldbindingum félagsins. Sjálfstæðismönnum kom mjög á óvart þessi framkoma Fram- sóknarmanna. Eftir öllum spá- dómum og lýsingum á Fram- sóknarmönnum í heitum blaða- greinum andstæðinganna, mátti búast við, að Jón Árnason og þingmenn Framsóknarflokksins myndu neyta góðs færis, taka tilboði „órólegu deildarinnar“ og ganga að Kveldúlfi með al- þingisdómi, í von um að geta jafnað þetta vígi Sjálfstæðis- manna við jörðu og eyðilagt þá forystumenn fyrirtækisins, sem framarlega stóðu í pólitík. En þegaT landsfólkið spurði um aðferð Jóns Árnasonar í bankaráðinu og framkomu þingflokks Framsóknarmanna á Alþingi, þá hafði sú frétt þýð- ingarmikla afleiðingu. Nú varð því ekki lengur haldið fram, að Framsóknarmenn væru bylting- arflokkur, og ef því væri að skipta, undir áhrifum Einars Ol- geirssonar. Nú kom í ljós, að forráðamenn Framsóknarflokks- ins tóku á vandamálum and- stæðinganna með því hlutleysi, sem við á í fjárhagsmálum. — Framsóknarflokkurinn hafði um leið og á reyndi árið 1937, tekið á byltingaTveikleika í Alþýðuflokknum alveg á þann hátt, sem gert hafði verið ráð fyrir í Tímanum haustið 1923. „Órólega deildin“ í Alþýðu- flokknum hafði gert ráð fyrir með ofsafengnu brölti sínu að skapa sér góðan kosninga- grundvöll vorið 1937 og að Framsóknarmenn hefðu hina mestu skömm og skaða af sinni framgöngu. En hér fór á annan veg. Framsóknarmenn höfðu ekki óskað kosninga þetta vor. Þeir höfðu heldur ekki lagt neinar veiðigildrur í þessu skyni. En þegar vandann bar að hönd- um höfðu Framsóknarmenn gengið með ró og festu að lausn- inni. Þegar Jón Árnason fékk tryggingar hjá aðstandendum Kveldúlfs bankanum til handa, var hann enganveginn að hugsa um kosningar, heldur að gera skyldu sína í vandasömu máli. Þegar þingflokkur Framsóknar- manna kúgaði „órólegu deild- ina“ svo að byggð varð verk- smiðja á Hjalteyri, var heldur ekki verið að hugsa um kosn- ingar, heldur að styðja fram- leiðsluna í landinu. En það traust, sem Framsóknarmenn hlutu af þessari framkomu, leiddi af sér hinn mikla og ó- vænta sigur í síðustu kosning- um. Og síðan þá hafa Fram- sóknarmenn og Sjálfstæðis- menn átt auðveldara með sam- starf en fyrr. „Órólega deildin" hafði skapað þetta breytta við- horf. X. Nú hafði samstarf tekizt með tveim aðalandstöðuflokkum þingsins, án þess að það væri fyrirfram undirbúið, og báðir aðilar haft sæmd af en ekki tjón. Á fyrsta þingi eftir kosn- ingar 1937, bættist við nýtt samstarf með okkur Ólafi Thors um síldarverksmiðjumar á Siglufirði. í stjórn þess fyrir- tækis höfðu frá byrjun geisað hinir mestu fellibyljir í sam- bandi við átök flokkanna. Höfðu þær deilur mjög staðið verksmiðjunni fyrir þrifum. En þó hafði fyrst keyrt um þver- bak, er „órólega deildin" i Al- þýðuflokknum hafði hafið þar meiriháttar ófrið á alla sóma- samlega menn, sem stóðu að fyrirtækinu. Hugmynd Héðins og félaga hans var sú, að ná verksmiðjunum á vald sitt og gera þær að pólitísku vígi. Efla liðskost sinn, fella Framsóknar- menn, sem þingmenn Eyfirðinga og lama þannig flokk þeirra. Héðinn og félagar hans flæmdu burtu duglegan og ráð- settan mann frá forstöðu verk- smiðjunnar, en settu snúninga- lipran viðvaning í staðinn. Eyddi maður sá á svipstundu i fáránlegar „tilraunir" á Siglu- firði og Sólbakka um 400 þús. kr. og tókst að hafa jafnmikinn tekjuhalla á rekstrinum bezta síldarárið sem lengi hefir kom- ið. Jafnframt þessu auglýsti þessi verkstjóri „órólegu deild- arinnar" stöðugt í útvarpinu „met“ í framleiðslu á Siglufirði; var allt hans athæfi því líkast sem tilætlunin væri að gera síldarverksmiðjurnar óþarfa eign fyrir landsmenn. Fyrir Framsóknarmenn, sem höfðu stofnsett þetta fyrirtæki sem almennt bjagráð var þetta ástand óviðunandi. Auk þess gátu þeir ekki þolað mönnum í samstarfsflokknum þann sið- lausa yfirgang sem beitt var við Framsóknarflokkinn með brölti Gísla Halldórssonar. Fyrir Sjálf- (Framh. á 4. síðu) ‘gtmtnrt Þriðjudaginn 25. apr. Merkilegt ný- mælí í skatta- málum Eysteinn Jónsson ráðherra hefir látið leggja fyrir Alþingi merkilegt nýmæli í skattamál- um. En það er frumv^rp um „innheimtu tekjuskatts og eignarskatts af vaxtafé". Hafði ráðherrann falið milliþinga- nefndinni í tolla- og skattamál- um að taka til athugunar, hvaða leiðir væri hægt að fara til þess að tryggja betur en nú er gert, framtal til tekju- og eignar- skatts af vaxtafé, eða koma á einhvern hátt í veg fyrir það, að verulegur hluti vaxtafjáreigna og vaxtatekna sleppi undan skattgreiðslu til ríkissjóðs. Við samanburð á framtölum og öðrum skýrslum, sem fyrir liggja, hefir það komið í ljós, að til eru tugir miljóna af inn- stæðufé í lánsstofnunum, sem ekki er talið fram, hvorki inn- stæðan til eignarskatts né vext- irnir til tekjuskatts. Hefir ver- ið talið, að hér væri um að ræða eigi minna en 40 milj. kr. í eignum og tilsvarandi í vaxta- tekjum, sem komið væri undan skatti á þennan hátt. Auk þess er í eigu manna svo að tugum miljóna skiptir af opinberum verðbréfum og skuldabréfum, sem tryggð eru með fasteigna- veði, og er meira og minna af þessu verðmæti aldrei talið fram til skatts. Það hefir verið ákaflega miklum örðugleikum bundið — og mjög oft algerlega ókleift — fyrir skattayfirvöld- in, að fá vitneskju um eigendur þessara verðmæta, hvort sem um innistæður eða verðbréf var að ræða. T. d. má nefna það að fjöldi af bankainnstæðum er í nafnlausum sparisj óðsbókum, og að allur þorri verðbréfanna er gefinn út á handhafa — en eigi nafn — svo að ekki er gott að vita, hvar þau eru niður komin í það og það skiptið (kreppulánabréf, veðdeildar- bréf o. s. frv.). Niðurstaðan er því sú, að hinir ráðvöndu og hirðusömu greiða skatt af vaxtafé sínu, en hinir ekki. Á þessu er ráðin bót með hinu nýja frumvarpi. Samkvæmt því ber hverjum þeim, er vexti á að greiða af innstæðu, verðbréfi eða skuldabréfi, að halda eftir einum fjórða hluta vaxtaupp- hæðarinnar og greiða þá upp- hæð til ríkissjóðs. Upphæð þessi nefnist vaxtaskattur. Sá, sem réttilega hefir til- greint vaxtafé i skattafram- tali sínu, fær vaxtaskattinn endurgreiddan. Hér er því ekki um nýjan skatt að ræða, held- ur ráðstöfun gegn því, að nú- gildandi skattalög séu brotin. Og allir þeir, sem samvizku- samlega hafa talið fram vaxta- fé sitt, mega fagna þessari end- urbót. Eins og margir munu minnast, hefir Páll Zophóníasson beitt sér fyrir því á Alþingi undan- farin ár, að vaxtaskattur yrði lögfestur. Voru tillögur hans að vísu nokkuð með öðrum hætti, enda vaxtaskatturinn þar hugsaður sem algerlega nýr skattur. Gera má ráð fyrir, að frum- varp þetta verði samþykkt á Alþingi. Móti því sýnast ekki vera nein frambærileg rök. Eitt af dagblöðum Reykjavíkur (Vísir) hefir raunar gert eina vesala tilraun til að verja hags- muni þeirra, sem lögin brjóta í þessu efni. En á því verður, vonandi, ekkert mark tekið. Skrlfstofa Framsóknarflokkslng í Reykjavík er á Lindargötu 1D Framsóknarmenn! Munið að koma á flokksskrifstofuna á Líndargötu 1 D. Hugleíðingar Fátt hefir glatt mig meira í vetur heldur en greinar þær, sem birzt hafa í Tímanum um skóggræðslu og skógrækt. — Fyrstur skrifaði Eysteinn Jóns- son fjármálaráðherra um nyt- semi skóga á Norðurlöndum og væntanlegar framtíðarnytjar af skógrækt hér á landi. Þá reit Jóhann Skaptason sýslumaður um nauðsynina á því að auka og efla skógrækt, og benti hann jafnframt á leið til þess að afla fjár til framkvæmdanna. Síðar kom grein eftir Jón Sigurðsson frá Yztafelli með ýmsum bend- ingum um framtíðarstörf á sviði skógræktar. Og loks skrifaði Sigurbjörn Snjólfsson frá Gils- árteigi um skógræktarfélags- skap þann, sem nú er að hefjast á Austurlandi. Af þvi að ég finn hjá mér löngun til þess að þakka mönn- um þessum fyrir hinar góðu greinar, og af því að mig langar jafnframt til þess að bæta ýmsu við, vil ég biðja Tímann að koma því, sem hér fer á eft- ir, fyrir almenningssjónir. Vík ég fyrst að grein Sigur- bjarnar. Stofnun Skógræktar- félags Austurlands er gleðileg- ur vottur hins almenna áhuga, sem nú er sem óðast að rísa hvarvetna um landið. Þegar eru til nokkur félög, er vinna að sama marki og Skógræktarfé- um skógrækt lag Austurlands. Fyrst þessara félaga ber að nefna Skógrækt- arfélag íslands, sem stofnað var á Þingvöllum árið 1930. Þótt fé- lag þetta kæmi fullburða í heiminn, var ærið hljótt um það hin tvö fyrstu ár á lífsferli þess. í raun og veru tók félagið ekki til starfa fyr en vorið 1933, og hefir það verið að smávaxa og dafna síðan. Félagið er nú kom- ið svo vel á legg, að engin líkindi eru til að það sálist héðan af. Aðalafrek félags þessa er friðun Bæjarstaðarskógar í Öræfum og rekstur trjáræktarstöðvar í Fossvogi við Rvík. FriðunBæjar- staðarskógar komst á fyrir ötula framgöngu núverandi formanns félagsins, Árna G. Eylands. Síð- an 1933 hefir félagið gefið út ársrit, og í því eru eingöngu rædd skógræktar- og trjárækt- armál. Fyrsta ritið var aðeins tvær arkir að stærð og á engan hátt merkilegt, en hið síðasta var sjö arkir og hið vandaðasta að öllum frágangi. í því riti er reyndar heil bók, þýðing á Skóg- urinn og æskulýðurinn í Noregi, eftir hinn kunna norska rithöf- und Chr. Gjerlöff. Sú bók á er- indi á hvert einasta heimili á landinu. Stefna Skógræktarfélagsins hefir tæpast verið nógu skýr til þessa, en i framtíðinni mun stefnt að því að gera það að útlánum bankans, gerði Jón Árnason yfirlit um ástæður Kveldúlfs, og komst að þeirri niðurstöðu, að taprekstur und- anfarandi ára hefði meir en eytt allri eign félagsins. Hann sagði forráðamönnum Kveldúlfs, að hann sæi sér ekki fært að mæla með að bankinn lánaði félaginu fé til útgerðar, nema ef unnt væri að auka tryggingar félags- ins, sem naumast væri hægt með öðru en þvi, ef Thor Jensen og synir hans vildu leggja fram séreign sina, sem viðbótarveð. Þær eignir voru metnar allt að einni miljón króna. vm. Eigendur Kveldúlfs stóðu nú á vegamótum. Þeir gátu neitað þessu boði, látið ganga að Kveldúlfi, en átt sjálfir eftir eignir Thor Jensens og byrjað atvinnulíf að nýju á þeim grundvelli. Ef þeir hefðu kosið þessa leið, var sókn „órólegu deildarinnar" í Alþýðuflokknum eins og himinsend hjálp. Ef gengið var að einu stærsta at- vinnufyrirtæki í landinu með byltingaraðferð á Alþingi, mátti segja, að þeim Kveldúlfsfrænd- um væri vorkunn, þó að þeir kæmu ekki með sveitáeignir sínar eins og rósablómvönd til að leggja í skaut þeirra óróa- seggja, sem sóttu þá utan lands- laga og réttaT, með svo fáheyrð- um tiltektum. Eigendum Kveldúlfs virðist ekki hafa komið til hugar að fara þessa leið. Þeim þótti vænt um skip sín og fyrirtæki. Þeir höfðu metnað af útgerðarstarf- inu. Þeir fundu, að Jón Árnason hafði fullkomlega réttmæta að- stöðu vegna bankans, og þeir vissu, að hjá honum gætti hvorki illvilja eða góðvildar í aðgerðum hans. Hann tók málið á öfgalausum og hellbrigðum fjármálagrundvelli. Eigendur Kveldúlfs mættu honum á miðri leið. Thor Jensen og kona hans lögðu umyrðalaust alla séreign sína í áhættu Kveldúlfs við tap- útgerð á íslandi. Síðan liðu tvö ár. Þá var taprekstur stórút- gerðarinnar búinn að gleypa allar jarðir, veiðiár og stór- byggingar Thor Jensens. IX. Klofningur Alþýðuflokksins varð ekki nema á yfirborðinu, þegar Héðni Valdimarssyni var vikið úr flokknum, og hann gekk í lið kommúnista. Hinn raun- verulegi klofningur varð þegar „órólega deildin“ sendi þriggja mánaða víxilinn, og hóf á Al- þingi baráttu um líf einstakra atvinnufyrirtækja.Héðinn og fé- lagar hans voru þá í verki orðn- ir byltingarmenn og gátu ekki átt samleið með Framsóknar- flokknum. Þá var komið að þeirri þróun, er ég hafði sagt um í Tímanum haustið 1923, að ef sambandsfélagi allra héraðs- skógræktarfélaga til þess að efla starfsemi þeirra á alla lund. Ársrit félagsins mun þá jafn- framt verða málgagn þeirra. Að sjálfsögðu mun félagið halda á- fram að reka stöð slna í Foss- vogi og beita sér fyrir öllum skógræktarmálum. Eins og nú standa sakir hafa þrjú skógræktarfélög starfað undanfarin nokkur ár hvert I sínu héraði. Þau eru skógrækt- arfélag Eyfirðinga, Skagfirðinga og Vestmannaeyinga. Af þeim er félag Eyfirðinga elzt og at- hafnamest. Það er hreint ekki lítið starf, sem Eyfirðingar hafa innt af höndum undanfarin 8 ár. Það hefir girt skóglaust land á Vöglum á Þelamörk, þar sem aðeins hattaði fyrir gömlum og þrautnöguðum bj arkarkvistum á stöku stað. Árangurinn af friðuninni er alveg undraverður. Víðsvegar innan girðingarinnar hefir þróttmiklum bjarkartein- ungum skotið úr jörðu, og víð- ast hvar um girðinguna eru teinungarnir svo þéttir, að víst er, að þarna mun vaxa upp fag- ur lundur er tímar líða. Þess ber að geta, að land þetta hefir verið talið skóglaust undanfar- in 100 ár. En þrátt fyrir mikla beit hafa rætur bjarkarinnar sofið „Þyrnirósarsvefni" í mjúkri moldinni og aðeins skotið nægi- lega miklu laufi og limi á ári hverju til þess að lífið treindist. í Vaðlaheiði, andspænis Akur- eyri, hefir þetta sama félag sett upp 1000 metra langa girðingu (um h. u. b. 10 ha. lands) og ætlar að gróðursetja þar skóg á næstu árum. Nú þegar hefir töluverðu af plöntum verið kom- ið þar fyrir. En það var eftir- tektarvert, að innan þessarar girðingar hafa fundizt nokkrar birkiplöntur, sem annaðhvort eru sjálfsánar eða vaxnar upp af gömlum rótum eins og bjarg- irnar á Þelamörk. Yzt í Garðsár- dal í Eyjafirði hefir félagið og girt ofurlítið land umhverfis nokkrar bjarkir, sem lifað hafa á gilbrún um langan aldur og bjargast þannig frá tortímingu. Eftir friðunina hefir birki teygt sig upp víðsvegar innan girðing- arinnar. Síðasta afrek og mesta þrekvirki Eyfirðinganna var að girða síðustu skógarleifarnar í Leyningshólum. Óhætt mun að fullyrða, að friðun hafi komizt þar á á elleftu stundu. í Leyn- ingi eru víða mjög fagrir lund- ar með óvenju beinvöxnum trjám, en milli lundanna eru grasigrónar grundir eða örfoka melar. Þó ber meira á melunum, sem ekki er að furða, því að sjálfsagt hefir skógur þessi sízt hlotið betri meðferð á undan- förnum öldum heldur en flestir skógar landsins. Enda eru þess- ar skógarleifar hinar síðustu í fjölbyggðu og frjósömu héraði, og má þá nærri geta, hvernig gengið hefir verið þar að verki í þann mund, er síðast var gert til kola hér á landi. Skógræktarfélag Skagfirðinga hefir hvergi nærri verið eins af- kastamikið og félagið í Eyjafirði. Framkvæmdaleysið stafar fyrst og fremst af vanefnum og lítilli þátttöku héraðsbúa í félags- skapnum. í þessu fjölmenna héraði eru ekki nema um 60 skráðir félagar, og talar það sinu máli. Þetta félag á dálítinn reit við Vörmuhlíð í Skagafirði, og hefir þegar verið gróðursett þar töluvert af trjám. Ekki er nokk- ur minnsti vafi á, að félag þetta gæti unnið margt þarfaverk 1 Skagafirði mun enginn draga I hver árangur verði af þvi starfi, þarf meir en 60 félaga. Að víða séu góð skógræktarskilyrði í Skagafirði mun enginn darga í efa, og hinn laglegi trjáreitur á Víðivöllum sýnir bezt hvað flestir bændur í því héraði gætu gert, ef viljinn væri nægur. Ég sé ekki ástæðu til þess að fjölyrða um félagið í Vest- mannaeyjum að sinni. Það hefir frá upphafi vega verið bæði fá- tækt og fámennt, en þó góð- mennt eins og gengur. Auk þessara félaga hafa nú risið upp tvö ný félög, Skóg- ræktarfélag Austurlands og Skógræktarfélag Borgfirðinga. Félagið í Borgarfirði hefir farið mjög vel á stað, og geri ég mér miklar vonir um starfsemi þess í framtíðinni. Sigurbjörn Snjólfsson hefir lýst tildrögum að stofnun Skógræktarfélags Austurlands, en hvernig því fé- lagi reiðir af í framtíðinni velt- ur eðlilega mest á því, hversu forystumenn þess verða giftu- ríkir í starfi sínu. Ég treysti þeim hið bezta og vona að þeir „láti verkin tala“. Áður en langt um líður munu fleiri skógræktarfélög rísa upp í sýslum landsins. Stofnun slíkra félaga er bæði réttmæt og sjálf- sögð. Það er á engan hátt nægi-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.