Tíminn - 27.04.1939, Blaðsíða 1

Tíminn - 27.04.1939, Blaðsíða 1
RITSTJÓRAR: GÍSLI GUÐMUNDSSON (ábm.) ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR: JÓNAS JÓNSSON. ÚTGEFANDI: FR AMSÓKN ARPLOKKURINN. RITSTJÓRNARSKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI, Lindargötu 1d. SÍMAR: 4373 og 2353. AFGREIDSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 1d. . Sími 2323. PRENTSMIÐJAN EDDA h. f. Símar 3948 og 3720. 23. árg. Rcykjjavík, finuutudagmit 27. apríl 1939 48. blað Islaiidskvikniyiid S.I.S. Víðtal víð Sígíús Halldórs irá Höínum í tilefni af hinum miklu skrifum um „íslandskvik- mynd“ P. D a m, höfuðs- manns í sjóliði Dana, þótti Tímanum vert að afla sér upplýsinga um aðra kvik- mynd, sem óhætt mun að fullyrða um, að verði a. m. k. ekki síður umgetningarverð, þar sem hún er innlend að öllu leyti, en það er kvik- mynd S. í. S. af búnaðar- háttum og menningu ís- lenzkrar bændastéttar. í þessu skyni vék blaðið sér til Sigfúsar Halldórs frá Höfnum, sem S. í. S. fékk til að gera handritið að þessari kvikmynd og segja fyrir um töku hennar. — Hver eru tildrög þess, að Samband íslenzkra samvinnu- félaga réðist í það stórræði, að láta gera kvikmynd af búnaðar- högum landsmanna? — Upphaflega komu tilmæli frá Fiskimálanefnd til Sam- bands íslenzkra samvinnufélaga um að taka þátt í íslandskvik- mynd. Sambandið var ekki á- nægt með fyrirkomulag og und- irbúning og vildi því ekki ger- ast þátttakandi, en þetta kom hreyfingu á málið. Fiskimála- nefnd fékk Kamban til þess að semja handrit og leiðbeina við myndtökuna. En sú mynd, sem þarna var gerð, var álitin alger- lega ófullnægjandi. Þá tók Ferðaskrifstofan upp ráðagerð- ina um íslandskvikmynd og fór fram á að S. í. S. legði fram um lauslega áætlaðs kostnaðar, eða um 5000.00 kr., til jafns við aðra aðilja. Átti þá sambandið að standa straum af landbúnað- arþættinum; Fiskimálanefnd af sjávarþætti sjávarútvegsins; Iðnsambandið af iðnaðarþætt- inum og svo ríkið að standa straum af þeim hluta myndar- innar, er sérstaklega væri til þess fallinn að laða hingað erlenda ferðamenn. Sambandið greiddi skjót og góð svör við þessari málaleitun. Lofaði það framlaginu gegn því, að það fengi eftirprentun af landbúnaðarþætti íslandsmynd- arinnar til afnota og fengi sjálft að segja fyrir um upptökuna. Var forstöðumönnum Sam- Hítaveítan Borgarstjórinn í Reykjavík hefir sent til blaðanna eftirfar- andi tilkynningu um hitaveit- una: „Svo sem kunnugt er, leiddu tilraunir þær, sem á fyrra ári voru gerðar til útvegunar láns- fjár erlendis til hitaveitu Reykjavíkur, að þeirri niður- stöðu í bili, að ekki væri þá hagkvæmir tímar til útboðs á láni til framkvæmdanna. Þau atriði, sem þá voru láns- útboði til fyrirstöðu, hafa að ýmsu leyti reynzt óbreytt til þessa, og vexður ekki með vissu séð hve lengi svo kann að verða. Hinsvegar hefir jafnframt verið athugað, hvort hefja mætti framkvæmdir í málinu nú í vor eða sumar, án undan- gengins lánsfjárútboðs. Forystu fyrir tilraunum til að koma málinu fram með þess- um hætti hefir Knud Höjgaard verkfræðingur í Kaupmanna- höfn haft og er nú vissa fengin um að tilboð muni koma um framkvæmd verksins á þessum grundvelli frá verkfræðinga- firmanu Höjgaard & Schultz A. S., er byggði rafmagnsstöðina Við Ljósafoss í ákvæðisvinnu." bandsins ljóst, að til þess að hún tækist vel, þyrfti að segja fyrir um hana kunnugur maður öllum greinum þessa forna undirstöðu- atvinnuvegs landsmanna. Bað Sambandið mig síðan að gera handritið að upptökunni. Gerði ég þegar uppkast að slíku hand- riti. En þegar allt drógst á lang- inn að því loknu og engin ákveð- in svör fengust, þrátt fyrir ítrek- aðar eftirgrenslanir um það, hvenær yrði hafist handa eða hvort úr þessu yrði á annað borð, þá afréði Sambandið að taka málið í sínar hendur og kosta sjálft alla myndatöku landbúnaðarþáttarins. Var Vig- fús Sigurgeirsson, sem viður- kendur var fyrir hinar ágætu landslagsmyndir sínar, ráðinn til myndatökunnar, enda hafði hann dvalið sérstaklega í Þýzka- landi til þess að kynna sér kvik- myndatöku. — — Hve víðtæk er þessi kvik- mynd? — — Upphaflega var markmiðið aðeins það að auglýsa afurðir landbúnaðarins. En um leið og Sambandið tekur myndina al- veg í sínar hendur, er ákveðið að gera hana viðtækari svo að hún gefi sem gleggsta og rétt- asta hugmynd um fólkið, sem framleiðir þessar vörur, landið sjálft og skilyrðin, sem það býr við, vinnubrögð þess og búnað- arkunnáttu alla, með öllum þeim hlunnindum, sem bóndi til sjáv- ar og sveita færir sér í nyt, að undanteknum sjófiski, sem sjáv- arútvegsmyndin auðvitað sýnir. Með þessu verður myndin jafn- gild innanlands sem utan, enda hefi ég ávallt verið þeirrar skoð- unar að einmitt okkur fslend- ingum sé hin mesta nauðsyn á því, að taka kvikmyndirnar í þágu uppeldismálanna. Engin leið er í þeim efnum sjálfsagð- ari, auðveldari og afkastameiri fyrir svo fámenna og fátæka þjöð. Kvikmyndir, sem sýna land og lýð og líf og stríð, geymast betur i minni en fyrirlestrar ótal kennslustunda. — — Þetta verður þá gríðarstór mynd? — — Auðvitað kemst ekki allt Sigfús Halldórs frá Höfnum. þetta svipað því í eina kvik- mynd. En áætlað var, að gera eina, 1—1 y2 klst. aðalmynd, og svo nokkrar myndir fyrir styttri sýningar; 15—20 mínútur. — — Er myndin tekin á breið- filmu? — — Nei, hún er tekin á mjó- filmu. Það fer nú mjög í vöxt og þykir oft hentugra og ódýrara. Slíkar myndir má sýna hvar sem er án eldshættu, en það er ekki hægt, ef um breiðfilmu er að ræða. Mjófilman hefir líka þann kost, að henni má auðveldlega breyta í breiðfilmu, án þess að myndirnar óskýrist, en erfiðara að breyta breiðfilmu í mjó- filmu, svo að vel fari. — Hvenær var myndatakan hafin? — — Það var byrjað haustið 1936. Vorið og sumarið 1937 voru myndir teknar af vorönnum og heyskap. Veturinn 1937—38 voru teknar myndir af ýmsum vetrar- störfum, bæði úti við og inni. Sumarið 1938 var haldið áfram, þar sem frá var horfið hið fyrra sumarið. í haust eð leið fór Vil- hjálmur Þór með filmuna vestur um haf til framköllunar, en þar skyldi velja úr henni kafla til þess að fella inn í íslandskvik- myndina á heimssýningunni. Er rétt að geta þess hér, að nokkru eftir að S.Í.S. hóf kvikmynda- töku sina ákvað sýningarráðið hér, að efna til sýningar íslands- (Framh. á 4. síðu) Frá kappreiðum í Englandi. Þœr eru ein helzta þjóSaríþrótt Englendinga og eru kappreiðamót þar jajn- an mjög fjölsótt og þeim stœrstu fylgt með mikilli athygli um landið allt. Loíflagsbreyting síðari ára og áhrif hennar Norski fræðimaðurinn, Adolf Hoel, flutti nýlega á fundi Norsk Polarklubb í Oslo erindi um loftslagsbreytingar síðari ára. Vakti erindi þetta mikla at- hygli og var þess rækilega getið í norskum blöðum. Fer hér á eftir stuttur útdráttur úr frá- sögn „Nationen" af erindinu: VeðurfarsTannsóknir síðari ára hafa sýnt, að lofthitinn hef- ir farið vaxandi á öllu megin- landi jarðar, -nema á mjórri ræmu, sem nær frá Svartahaf- inu til Norður-Kína og á litlum hluta á Labrador og Ástralíu. í fyrstu steig lofthitinn aðeins yfir vetrarmánuöina, en síðan 1930 hefir hann einnig vaxið yfir sumarmánuðina. Mest hefir hitaaukningin orðið í nyrztu löndum Evrópu og á pólarsvæð- inu. Á Spitzbergen var meðal- talshitinn næstum 9 stigum meiri yfir tímabilið nóvember— marz 1930—38 en hann var á sama tíma 1911—20. Mun mega segja, að slík aukning lofthit- ans sé einsdæmi. Sá hluti golfstraumsins, sem fellur milli Noregs og Spitz- bergen inn í íshafið, hefir verulega hlýnað á sama tíma. Rannsóknir á því svæði, þar A. KROSSGÖTITM Flugvél nauðlendir á Rauðamelsheiði. — Frá Laugarvatni. — Bændaskólinn á Hvanneyri. — Ungmennafélögin í Dalasýslu. — Bændafundir í Skagafirði. Flugvélin Örn fór í gær frá Akureyri nokkru eftir hádegi, áleiðis til Reykja- víkur. Vakti það nokkurn ótta, er leið á daginn, að flugvélin kom ekki hingað suður. Hafði síðast sézt til hennar um sexleytið yfir Hvamms- firði. Seint í gærkvöldi kom sú fregn, að hún hefði orðið að nauðlenda vegna þoku á svonefndu Svínavatni á Rauða- melsheiði í Hnappadalssýslu. Farþegar voru tveir í flugvélinni, Jón Helgason kaupmaður og Steindór Hjaltalín út- gerðarmaður. Gistu þeir, ásamt flug- manninum, Agnari Kofoed-Hansen, þar vestra í nótt, að Oddastöðum í Kolbeinsstaðahreppi. Þegar blaðið fór í prentun, var flugvélin enn ekki komin, en væntanleg, þegar birti i lofti. r t t Laugarvatnsskóla var sagt upp 30. marz. Var þar 171 nemandi 1 vetur. Bergsteinn Kristjónsson gegndi skóla- stjórastörfum í vetur, eftir að Bjarni Bjarnason fór til þings, um miðjan febrúarmánuð. Húsmæðranámskeið og garðyrkjunámskeið hefst að Laugar- vatni með maíkomu. Til sundnáms koma þangað í vor um 150 börn úr Hafnarfirði og Gullbringusýslu. Gest- um er þegar veitt móttaka, en gistihús- ið verður þó ekki opnað fyrr en í júní. Sýslufundur Árnessýslu stendur nú yfir að Laugarvatni. t t t Bændaskólanum á Hvanneyri var slitið hinn 23. apríl. Luku 24 nem- endur burtfararprófi, en 31 lauk prófi upp í aðra deild. Fæðiskostnaður pilt- anna, ásamt þjónustugjaldi, var í vetur kr. 1,36 á dag. Verklega námið er nú þegar byrjað og er farið að vinna að kornyrkju og í matjurtagörðum. Hinn 24. og 25. júní í sumar verða hátíðahöld að Hvanneyri, til minningar um fimm- tíu ára starfsemi bændaskólans. Verður Hvanneyringamót háð fyrri daginn, en seinni daginn verður haldinn almenn hátíð. — Gott veður hefir verið undan- farið í Borgarfirði, en fremur kalt oft, svo að heldur lítið er farið að gróa. t t t í Dalasýslu eru starfandi sex ung- mennafélög, auk Sundfélags Hörðdæla, sem nýlega hefir byggt opna sundlaug úr steinsteypu við volga uppsprettu í Laugardal þar í hreppnum. — Er við laugina timburskáli til þess að hafa fataskipti í. Fimm af ungmenna- félögunum eiga samkomuhús. Skammt frá kauptúninu Búðardal er samkomu- húsið Sólvangur, sem er félagsheimili stærsta og elzta ungmennafélagsins í sýslunni, Ólafs páa í Laxárdal. Var það reist á síðastliðnu ári og nemur kostn- aðarverð þess eins og það er nú um tíu þúsundum króna. Innti meiri hluti félagsmanna mikla gjafavinnu af höndum við bygginguna. Mörg ung- mennafélagshúsanna í sýslunni væru vel til þess fallin að nota þau sem sumargistihús og dvalarstaði, þegar ferðamenn hafa komið auga á hina miklu og sérstæðu fegurð Breiða- fjarðardalanna og kaupstaðarfólk fer að tíðka þangað ferðir í sumarleyfum sínum. Þarf heldur ekki að seilast um hurð til lokunnar, þar eð aðeins er hálf dagleið í bifreið frá Reykjavík vestur í Dali. r r t Ólafur Jónsson, ráðunautur búnað- arsambands Skagfirðinga, og Kristján Karlsson, skólastjóri á Hólum, hafa fyrir nokkru haldið fundi í öllum hreppabúnaðarfélögum í Skagafjarðar- sýslu. Á þessum fundum hafa þeir flutt erindi um fóðrun búpenings og garðyrkju, auk þess, sem umræður hafa farið fram, þar sem sumstaðar hefir margt borið á góma, er búskap snertir, svo sem geymsla á verkfærum og jarðyrkjuvélum, bygging salerna, þrifnaður í umgengni í fjárhúsum og hlöðum og heystæðum, svo að nokkur atriði séu nefnd. Á einum þessara funda upplýsti Gísli bóndi í Eyhildar- holti í sambandi við umræður; er spunnust út af hugvekju Péturs Bein- tinssonar frá Grafardal í Tímanum, að hann gengi aldrei á sömu skóm um heyhlöðu og garða og hann notaði endranær. Á þessum sama fundi var að uppástungu Ólafs Sigurðssonar á (Framh. á 4. síðu) sem golfstraumurinn hefir upp- tök sín, hafa leitt það sama í ljós. Rannsóknir á yfirborði Ermarsunds, Norðursjávarins og írska hafsins, hafa og sýnt svipaða niðurstöðu. Það er því staðreynd, að golfstraumurinn hefir flutt með sér meiri hita á seinustu árum en áður og þess- vegna hefir vetrarveðráttan hlýnað í Norður-Evrópu. Hitaaukningin í loftinu og sjónum hefir margvísleg áhrif, einkum í íshafslöndunum. Jökl- arnir minnka og rekísinn berst skemmra suður. Firði og ár brýtur fyr upp á vorin og legg- ur síðar á haustin. Hefir þetta mjög torveldað selveiðarnar í norðurhöfum, einkum í Hvíta- hafinu. Fuglarnir byrja að verpa fyr á vorin og sumir þeirra, sem fóru til suðlægari landa á haust- in, dvelja nú allan ársins hring á norðurleiðum. Ýms dýr, sem ekki hafa áður getað hafzt við í íshafslöndunum, hafa þrifizt þar á síðari árum. T. d. komu mýflugur til Spitzbergen 1918 og hafa dafnað þar síðan. Gras- vöxtur byrjar fyr en áður, skóg- gróðurinn hefir færzt norðar og korn er nú ræktað á ýmsum stöðum, þar sem ekki var viðlit að rækta það áður. Ný fiskimið hafa fundizt í norðurhöfum, þar sem ætilegs fisks var tæpast vart áður, eins og t. d. sumstað- ar við Vestur-Grænland, Bjarn- areyjar og Vestur-Spitzbergen. En það nær ekki aðeins til ís- hafslandanna, að loftslagsbreyt- ingin hafi haft áhrif á dýra- lífið og fiskveiðarnar. Það sama gildir einnig vestur- og norður strönd Noregs. Lund fiskveiða ráðunautur hefir nýlega lýst í blaðagrein, hversu víðtækar af- leiðingar þetta hefir haft á fisk- veiðarnar á þann hátt, að ýms- ar fisktegundir hafa flutt sig norðar og gildir það einkum um þorskinn og vorsíldina. Er þorskur t. d. hættur að ganga inn í ýmsa firði í Norður-Nor- egi, þar sem hann veiddist mik ið áður og þarf að sækja mjög langt undan landi til að kom- ast úr því hitabelti, sem hann vill ekki halda sig í. Hefir þetta mjög ýtt undir kröfur um það að stunda yrði fiskveiðarnar á stærri skipum en áður. Má fullyrða, að aukning loft- hitans síðari árin er stærsta loftlagsbreytingin, sem dæmi eru til síðan veðurfarsrann- sóknir hófust, og að hún hefir mjög þýðingarmiklar afleiðing- ar fyrir atvinnulíf vort, fisk- veiðar, dýraveiðar, landbúnað og skógarhögg. Takist það smá- saman, með áframhaldandi og fullkomnari sólar- og veður- farsrannsóknum, að geta séð fyrirfram, hversu lengi hin heitu og köldu tímabil vara, myndi það hafa ómetanlega efnahagslega þýðingu. A víðavangi Frammistaða kommúnista í umræðunum um vantraustið þótti heldur bágborin. Aðalræð- una hélt Einar Olgeirsson. Hefði hitt þó verið eðlilegra, að hún hefði verið flutt af öðrumhvor- um formanninum, „út á við“ eða „inn á við“. Alþýðublaðið gefur þá skýringu, að þeir Héð- inn og Brynjólfur hafi báðir ir viljað flytja ræðuna, en sam- komulag hafi svo názt um, að hvorugur skyldi gera það. Ý Aðeins tveir af ráðherrunum, forsætisráðherra og félagsmála- ráðherra, svöruðu kommúnist- um, og aðeins stuttlega. Benti forsætisráðherra á að helzt til snemmt væri að bera fram van- traust á stjórnina áður en nokkur reynsla væri fengin um störf hennar. Hann minnti líka á það, að vantraust á ráðuneyti Framsóknarflokksins hefði verið fellt í þinginu fyrir fáum dög- um, og myndu kommúnistar varla geta gert sér vonir um, að fylgi stjórnarinnar væri minna nú en þá. — Alls stóð umræð- an um vantraustið tæplega þrjá klukkutíma, og mun það vera einsdæmi, að svo stuttar umræður hafi orðið um van- traust. * * * Kröfuganga verkamanna í Rvík 1. maí verður í þrennu lagi að þessu sinni, eftir þvi sem heyrzt hefir. Hafa Alþýðu- flokksmenn og kommúnistar hvorir sína kröfugöngu eins og verið hefir síðan klofningsstarf- semi kommúnista hófst. En auk þess stofnar nú Sjálfstæðis- flokkurinn til sérstakra hátíða- haldÁ fyrir verkamenn þennan dag, og segir Mbl., að hann sé nú fjölmennasti verkamanna- flokkurinn! í kröfugöngu Sjálf- stæðismanna verður Ólafur Thors aðal ræðumaður, en for- maður l.-maí nefndar Sjálf- stæðisflokksins mun vera Gunn- ar Thoroddsen. Margur maður myndi hafa hlegið fyrir svo sem 10 árum, ef því hefði verið spáð bá, að slíkt ætti fram að koma. Aum er sú útreið, sem samtök verkamanna hafa hlotið af völdum kommúnista og Héðins Valdimarssonar. * * * Vísir segir, að skipun Jóns Eyþórssonar sem formanns í út- varpsráði muni mælast illa fyr- ir meðal almennings. Blaðtetrið "ii’ðist hafa gleymt því, að út- •ai psnotendur hafa hvað eftir annað kosið Jón sem fulltrúa sinn í útvarpsráði, og að róg- burður sá, er uppi hefir verið haldið gegn honum í einu ó- merkasta blaði landsins, hefir í engu skert vinsældir hans. — Hitt stæði Vísi nær að íhuga, að sú framkoma Sjálfstæðis- flokksins að sparka Árna Frið- rikssyni úr útvarpsráði og kjósa Árna frá Múla í hans stað, mun um allt land verða skoðuð sem reginhneyksli — og að það bæt- ir ekkert úr skák, þó að Árni frá Múla endurgreiði bitlinginn með því að skrifa ritstjórnar- greinar í Vísi. * * * Seinasta málið, sem þingið af- greiddi að þessu sinni, var á- byrgðarheimild handa ríkis- stjórninni vegna rafveitu í kauptúni einu norðanlands. Var mál þetta sótt af miklu ofur- kappi, einkum af kommúnistum og Garðari Þorsteinssyni, er vildu brjóta þá venju, er skap- azt hefir á síðari árum, að þing- ið veitti ekki ríkisábyrgð, nema málið væri áður vandlega at- hugað af fjárveitinganefnd og brýnar ástæður fyrir hendi. Það vakti sérstaka athygli, að hinn nýi fjármálaráðherra gekk í lið með þeim, sem vildu afnema bessa venju og færði hann fram þau rök, að hér væri aðeins um 50 þús. kr. að ræða! Þorsteinn Dalasýslumaður benti á, að bessi framkoma færi tæplega vel þeim mönnum, sem prédikað (Framh. á 4. síðui

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.