Tíminn - 02.05.1939, Qupperneq 1
RITSTJÓRAR:
GÍSLI GUÐMUNDSSON (ábm.)
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON.
FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR:
JÓNAS JÓNSSON.
ÚTGEFANDI:
FRAMSÓKNARFLOKKURINN.
RITSTJÓRNARSKRIFSTOFUR:
EDDUHÚSI, Llndargötu 1D.
SÍMAR: 4373 og 2353.
AFGREIÐSLA, INNHEIMTA
OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA:
EDDUHÚSI, Lindargötu 1d.
Sími 2323.
PRENTSMIÐJAN EDDA h. f.
Símar 3948 og 3720.
23. árg.
Reykjavík, þriðjudagmit 2. mai 1939
Fáránleg saga um að ,mann-
úð sé bönnuð á íslandi*
Fröken Katrín Thoroddsen og aðrlr efnaðri
borgarar Iiafa næga möguleika til að sýna
fátækum börnum mannúð.
50. blað
/ úthverfum Parísar er unnið að því af miklu kappi að grafa einskonar skotgrafir, og verður þar komið
fyrir gas- og skotlieldum skýlum. Lengd grafanna skiptir tugum km. Á almenningur að flytja þangað, ef loft-
árásir ber að höndum. Myndin gefur nokkra hugmund um þetta verk.
Kommúnistar hafa að
undanförnu lagt Hermann
Jónasson forsætisráðherra
sérstaklega í einelti í blöð-
um sínum og eru árásar-
efnin að jafnaði hin fárán-
legustu. Eitt seinasta árás-
arefnið er það, að forsæt-
isráðherra hafi „bannað
mannúð á íslandi“, þar sem
ekki hafi verið leyfður inn-
flutningur á Gyðingabörn-
um til landsins!
í þetta skiptið hefir blaðið
notið hjálpar eins af læknum
bæjarins, frk. Katrínar Thor-
oddsen, sem í langri blaðagrein
í kommúnistablaðinu 28. f. m.
reynir að ófrægja forsætisráð-
herann sem mest fyrir afskipti
hans af þessu máli. Segist hún
hafa ætlað að taka austurrískt
Gyðingabarn til fósturs í 1—2
ár, en forsætisráðherra hafi
neitað þvi um innflutningsleyfi
eftir að hafa dregið svarið all-
lengi. Telur hún þetta benda til
þess að hann „sé eitthvað af-
vegaleiddur andlega af dikta-
torsdýrkun“ og ber sig mjög
aumlega yfir því, að hafa misst
aðstöðu til að svala mannúð
sinni og hjálpfýsi við þá, sem
illa eru staddir.
Vegna þess að kommúnistar
hafa reynt að koma ýmiskonar
umtali af stað í sambandi við
þessi skrif frk. Katrínar, hefir
Aðalíundur Kaupfé-
lags Þíngeyínga
Viðskiptavelftan 1,4
millj. kr. síðasftl. ár
Aðalfundur Kaupfélags Þing-
eyinga var haldinn í Húsavík
dagana 2. til 4. apríl. Pundinn
sátu 43 fulltrúar frá 22 deildum,
ásamt stjórn og endurskoðend-
um.
í upphafi fundarins var hins
nýlátna öldungs Benedikts Jóns-
sonar frá Auðnum minnst. Hann
hafði nálega undantekningar-
laust mætt á aðalfundum fé-
lagsins frá stoínun þess 1882 og
verið ritari þeirra alla þá stund.
Setið í stjórn félagsins í 40 ár,
unnið félaginu og unnað því —
og félagsmenn unnað honum, og
gert hann að heiðursfélaga. —
Vörusala félagsins árið 1938
var 733 þús. kr. og hafði aukizt
frá fyrra ári um 76 þús. kr.
Vöruveltan öll nam 1460 þús kr.
Pélagið lækkaði skuldir sínar
út á við um 27 þús. kr. á árinu.
Sjóðir jukust um 63 þús. kr.
Skuldir viðskiptamanna lækk-
uðu um 18 þús. kr.
Tekjuafgangur ársins varð kr.
56,165.69. Fundurinn ákvað að
úthluta 10% til félagsmanna af
ágóðaskyldum vörum, eða um 32
þús. kr., 5% af því leggjast í
stofnsjóð, en 5% verða útborg-
að. Yfirfært til næsta árs 24 þús.
kr.
í félaginu eru nú 700 félagar.
Sameiginleg kaffidrykkja var
fundardagana fyrir fundarmenn
og fundargesti og var undir
borðum skemmt með ræðuhöld-
um, kvæðalestri og söng. Auk
þess hélt félagið tvö Skemti-
kvöld fyrir félagsmenn og gesti
þeirra. Sótti þau mikill mann-
fjöldi. Þar var til skemmtunar:
Kvikmyndasýningar, erindi og
upplestur skáldsögu og kvæða.
Tíminn aflað sér upplýsinga um,
hvernig máli þessu væri varið:
Skömmu fyrir seinustu ára-
mót snéri Friðarvinafélagði sér
til ríkisstjórnarinnar og bað
um leyfi til að mega flytja hing-
að nokkur Gyðingabörn (ekki
10 eins og frk. Katrín segir) frá
Þýzkalandi, og hafa þau hér
„um stundarsakir“. Forsætis-
ráðherra sendi þá skeyti til
sendiherra íslands í Kaup-
mannahöfn og óskaði eftir vitn-
eskju um afstöðu hinna Norð-
urlandaríkjanna. í svari sendi-
herrans kom það fram, að þessi
mál væru yfirleitt i höndum
einstakra félaga, sem sæju um
móttöku barnanna, en innflutn-
ingur þeirra væri af hálfu hins
opinbera þeim takmörkunum
bundinn, að aðeins væri um
bráðabirgðadvöl að ræða og að
börnunum væri tryggt innflutn-
ingsleyfi til annars lands innan
ákveðins tíma.
Forsætisráðherra taldi sjálf-
sagt, að ísland fylgdi í þessum
efnum samskonar varúðarregl-
um og hin Norðurlöndin. Hann
lét því Friðarvinafélagið vita,
að innflutningur á þýzkum Gyð-
ingabörnum hingað yrði bund-
inn þessum skilyrðum. Mun
Friðarvinafélagið ekkert hafa
gert til þess að reyna að full-
nægja þessum skilyrðum og
þegar það endurnýjaði umsókn
sína, án þess að hafa gert nokk-
uð til að fullnægja þeim, svar-
aði forsætisráðherra henni auð-
vitað neitandi.
Barn það, sem Katrin Thor-
oddsen ætlaði að taka, var með-
al þeirra, sem Friðarvinafélagið
óskaði eftir að mega flytja hing-
að. Þegar athuguð eru bréfa-
skiptin milli Friðarvinafélags-
ins og forsætisráðherra, sézt að
það er með öllu rangt, að nokk-
ur dráttur hafi verið á svörum
forsætisráðherra.
Má bezt af þessu marka,
hversu fjarri lagi eru þær á-
sakanir, sem forsætisráðherra
hefir orðið fyrir í þessu máli.
Hann hefir gert það eitt, að
fylgja þeim reglum, sem nábúa-
Guðmundur Pálsson á Oddsflöt 1
Grunnavík skrifar Tímanum meðal
annars: Vorvertíð hófst hér eftir pásk-
ana. Gera menn sér vonir um bætta
afkomu sjávarútvegsins vegna gengis-
lækkunarinnar, en sumir sjómenn ótt-
ast þó, að talsverður hluti hagnaðar-
ins lenti hjá fiskkaupmönnum, þar eð
fiskurinn er seldur blautur hér við
Djúp, og vonast eftir, að ríkisstjórnin
hafi eftirlit með því að slíkt hendi
ekki. Fimm hreyfilbátar eru gerðir út
í Grunnavíkurhreppi, og hefir verið
tekið upp útræði frá Grunnavík, sem
er yzti hluti hreppsins. Hefir það gefizt
! vel, þrátt fyrir illa aðstöðu til þess
að landa fiski. Hefir enn engin lend-
ingarbót verið gerð hér eins og í flest-
um öðrum verstöðvum. Hafa ýms
verðmæti farið hér forgörðum, svo
sem lifur og gota. Þrátt fyrir erfiðleika
hafa hlutir Grunnvíkinga sízt verið
lægri en annarra við Djúp. Áður
fyrr var farið til vers í Hnífsdal eða
Bolungarvík á vori hverju og hafði
það tíðkazt frá ómunatíð. Fyrir aldar-
fjórðungi áttu útvegsbændur í Grunna-
víkurhreppi sjálfir verbúðir vestur í
Kálfadal, undir miðri Óshlíð, milli Bol-
ungarvíkur og Hnífsdal. Var sótt það-
an til fiskjar á árabátum, bæði vetur
og vor. — Sími var á síðastliðnu ári
lagður um nokkurn hluta hreppsins
þjóðir okkar hafa sett, en þær
eru taldar víðsýnni og frjáls-
lyndari í þessum málum en
flestar þjóðir aðrar. Innflutn-
ingur barnanna hefir hinsveg-
ar strandað á því, að Friðar-
vinafélagið hefir ekki fullnægt
þeim skilyrðum, sem hliðstæð
félög hafa uppfyllt annarsstað-
ar á Norðurlöndum.
Og svo að lokum þetta:
Um það geta vissulega allir
verið sammála, að þýzkir Gyð-
ingar hafa verið miklu harð-
ræði beittir og hafa fulla þörf
fyrir hjálp. Alveg sérstaklega
gildir þetta um börnin, sem verst
þola erfiðleikana og hafa
minnsta getu til að bjarga sér.
En hins verður jafnframt að
minnast, að möguleikar okkar
til aðstoðar eru þeim takmörk-
um bundnir, að hjálpin verði
ekki á kostnað þeirra einstakl-
inga hjá okkur, sem ekki eru
síður þurfandi fyrir aðstoð. Þótt
það sé gott og göfugmannlegt
að hjálpa útlendu fólki, stend-
ur hitt samt vafalaust nær, að
hjálpa fyrst þeim, sem eru þess
þurfandi hér.
Það vill því miður stundum
henda, þegar menn sýna mann-
úð, a$ þeim sé það nokkurt á-
nægjuefni að því sé veitt at-
(Framh. á 4. síðu)
og voru þá tuttugu og þrjú ár liðin
síðan sú símalagning kom fjrst til tals
á Alþingi.
r r r
Þegar fiskimálanefnd úthlutaði í
vetur ríkisstyrkjunum til vélbátasmíða,
hlaut Þorleifur Þorleifsson útgerðar-
maður í Dalvík styrk til byggingar 24
smálesta vélbát. Er bátur sá nú í smíð-
um hjá Gunnari Jónssyni á Akur-
eyri. Auk þessa báts má gera ráð fyrir,
að fengnir verði til verstöðvarinnar
tveir aðrir bátar áður en sfldveiðar
hefjast.
r r r
Refaeldi er víða stundað í Dölum
og fer vaxandi Eru silfurrefir lang-
algengastir, en nokkuð er einnig af
blárefum og Alaskarefum. í Laxárdals-
hreppi einum eru nú fimmtán refabú
og eru 4—12 dýr í hverjum refagarði,
auk refagarðsins í Ljárskógum, sem
lengi hefir verið rekinn af sérfróðum
mönnum, fyrst Jóni Guðmundssyni og
síðan Guðmundi syni hans, og þeim
bræðrum. Á síðastliðnu hausti var
stofnað Loðdýraræktarfélag Laxdæla.
Rekur það félagsbú. Var því valinn
staður að Sauðhúsum og byrjað með
sex dýr. Formaður félagsins er Sig-
tryggur Jónsson hreppstjóri á Hrapps-
stöðum.
Gibralftar
Seinustu vikurnar hafa
heimsblöðin næstum daglega
flutt fréttir um stórfelldan vig-
búnað Breta í Gibraltar. Er engu
líkara en enska stjórnin geri
sér far um að láta birtast' sem
greinilegastar frásagnir um her-
varnir Breta þar.
Það er enn ekki fullkomlega
kunnugt, hvað veldur þessum
opinskáa fréttaflutningi um við-
búnað Breta í Gibraltar. En
mörg blöðin setja hann í sam-
band við heimför Petain mar-
skálks frá Spáni. Eins og kunn-
ugt er, skipaði franska stjórnin
þennan frægasta núlifandi
hershöfðingja Frakka sendi-
herra sinn þar. Var hann m. a.
valinn fyrir þá sök, að hann var
persónulegur vinur Francos. En
hann hvarf heim eftir skamma
dvöl á Spáni og hefir ekki farið
þangað aftur. Þykjast blöðin
hafa komizt á snoðir um, að
hann hafi flutt frönsku stjórn-
inni þau tíðindi, að ótrúlega
mikill herafli væri hafður við
landamæri Frakklands og Gi-
braltar. Jaxnframt hefði hann
talið, að vonlaust væri um að
Spánn fengist til fylgis við
Breta og Frakka.
Búnaðarfélagið í Gaulverjabæjar-
hreppi átti fimmtíu ára starfs að
minnast í vetur og var það gert i byrj-
un aprílmánaðar með samkomu í ung-
mennafélagshúsinu hjá Gaulverjabæ.
Þegar félagið var stofnað, var ákveðið,
að hver félagsmaður skyldi árlega
leggja 25 aura í sjóð, sem yrði síðar
meir varið til verðlauna þeim, er fram
úr sköruðu í einni eða annarri grein
búnaðar. Nú eru ársvextir sjóðsins
orðnir 70 krónur á árl og upphæðin öll
um 1600 krónur. Á afmælishátíðinni
var fimm mönnum veitt 25 króna verð-
laun úr sjóðnum, ásamt heiðursskjali.
Jafnframt var ársgjaldið til sjóðsins
hækkað í 50 aura. Heiðursverðlaunin
hlutu: Halldór Jónsson bóndi i Króki
fyrir hænsnarækt, Sturla Jónsson
bóndi í Fljótshólum fyrir grænmetis-
rækt, Jón Jónsson bóndi á Vestri-
Loftsstöðum fyrir kartöflurækt, ungfrú
Guðbjörg Jónsdóttir á Syðra-Velli fyrir
að kenna fólki matreiðslu og neyzlu
grænmetis og fyrir vefnaðarkennslu og
Jason Steinþórsson bóndi í Vorsabæ
fyrir lagningu Vorsabæjarvegar og bú-
hyggindi alla tíð. Stjórn búnaðarfélags-
ins skipa Dagur Brynjólfsson hrepp-
stjóri í Gaulverjabæ, Jason í Vorsabæ
og Guðmundur Jónsson bóndi á Syðra-
Velli.
og Spánn
Strax eftir þessa heimkomu
Petains marskálks byrjuðu frá-
sagnirnar um viðbúnað Breta í
Gibraltar. Herstyrkur Breta þar
hefir einnig verið stórum auk-
inn.
Sum blöðin telja, að Bretar
hafi fengið fregnir um þær
ráðagerðir ítala, að reynt yrði
að taka Gibraltar með skyndi-
árás áður en ítalska herliðið
færi heim frá Spáni. Hvað, sem
hæft kann að vera í því, er hitt
víst, að bæði í ítölskum og þýzk-
um blöðum hafa komið fram
raddir um það, að Gibraltar ætti
að tilheyra Spánverjum og það
væri blettur á sjálfstæði þeirra,
að þessi þýðingarmikli staður
væri í höndum erlendrar þjóðar.
Gibraltar er eitt þýðingar-
mesta vígi enska heimsveldis-
ins. Sökum yfirráða sinna þar
og við Suezskurðinn geta Bretar
lokað Miðjarðarhafinu hvenær,
sem þeim þóknast. Það væri því
engin furða þó keppinautar
þeirra vildu ná Gibraltar úr
höndum þeirra.
Þótt Gibraltar sé ekki við
mjósta hluta sundsins, er tengir
Miðjarðarhafið og Atlanzhafið,
er þaðan langbezt aðstaða til að
hindra umferðina. Frá Gibralt-
ar til stranda Afríku, er um 23
km. Gibraltar er hálend kletta-
eyja, um 5 ferkm. að ummáli,
og er tengd við meginlandið með
mjóum granda. Það er því til-
tölulega auðvelt að verjast það-
an, hvort heldur, sem þangað er
sótt af sjó eða landi. Gibraltar
hefir lotið yfirráðum Breta síð-
að 1704 og hafa Spánverjar gert
margar árangurslausar tilraun-
ir til að hrekja Breta þaðan,
einkum á 18. öld. Bretar hafa
byggt þar öflug hafnarmann-
virki, bæði fyrir herskip og
verzlunarflota. Er Gibraltarhöfn
mikið notuð af verzlunarskipum
Englendinga. íbúar Gibraltar
eru um 20 þús.
Það eru einkum loftvarnirnar,
sem Bretar hafa eflt á Gibralt-
ar seinustu vikurnar.
í mörgum heimsblöðum er
viðbúnaður Breta á Gibraltar
einkum túlkaður á þann hátt,
að hann stafi ekki fyrst og
fremst af ófriðarhættunni, held-
ur af breyttu viðhorfi á Spáni.
Hingað til hefir verið góð sam-
búð milli Breta og Spánverja
og margir áratugir liðnir síðan,
að Spánverjar hreyfðu seinast
kröfunni um Gibraltar. Nú hef-
ir ný stjórn, sem á keppinautum
Breta völd sín að þakka, hafizt
til yfirráða á Spáni. Bretar hafa
að vísu sótt eftir vinfengi henn-
ar og treyst í þeim efnum á
fjármagn sitt. Viðbúnaður
þeirra á Gibraltar virðist á ýms-
(Framh. á 4. siðu)
w
A víðavangi
Blöð Sj álfstæðisflokksins og
ýmsir af foringjum hans hafa
undanfarið rætt það af tals-
verðri alvöru að berjast þurfi
gegn dýrtíðinni. í því sambandi
þykir rétt að minna á tillögu,
sem Jónas Jónsson flutti í bæj-
arstjórn Reykjavíkur á síðast-
liðnum vetri. Hún var um bygg-
ingu fisksölustöðvar hér í bæn-
um. Með þeim móti ætti að vera
hægt að tryggja bæjarbúum ó-
dýrari og betri fisk, án þess að
hlutur framleiðendanna þyrfti
að minnka. Máli þessu mun
hafa verið vísað til bæjarráðs
og það óskað eftir áliti hafnar-
nefndar. Síðan hefir ekkert um
það heyrzt. Vonandi láta nú
forvígismenn Sjálfstæðisflokks-
ins ekki staðar numið við orðin
tóm, heldur taka þetta mál og
fleiri, sem miða að minni dýr-
tíð í bænum, til athugunar og
framkvæmda.
* * *
Bæjarflokkarnir, Sjálfstæðis-
flokkurinn, Alþýðuflokkurinn og
Kommúnistaflokkurinn, reyndu
eftir megni að hagnýta sér há-
tíðisdag verkamanna í gær til
að þykjast hver um sig vera
hinn eini sanni velunnari verka-
manna. En í öllum blöðunum,
sem þeir gáfu út, og öllum ræð-
um, sem þeir létu flytja, virt-
ist gengið út frá því, að verka-
menn ættu alltaf að vera þjón-
ar, annaðhvort hjá einkafyrir-
tækjum eða ríkinu, en aldrei
sínir eigin húsbændur. Þessum
mönnum virtist alls ekki geta
dottið í hug, að verkamenn gætu
orðið eigendur þeirra fyrirtækja,
sem þeir ynnu við, og þyrftu
þess vegna ekki að deila stöðugt
um sitt daglega brauð við mis-
jafnlega góðgjarna jxfirboðara.
Getur þetta virkilega stafað af
því, að þessir stjórnmálafor-
ingjar séu enn haldnir af þeim
fordómi, að verkamannastéttin
sé einhver undirmálsstétt, sem
ekki geti þrifizt nema í þjóns-
aðstöðu? Hvort, sem svo er, og
hvað sem þessir flokksleiðtogar
kunna á annað borð að hugsa,
ættu verkamenn að reyna að
skapa sér þann metnað, að
hætta að vilja hlíta því hlut-
skipti að vera stöðugt þjónar, en
stefna hinsvegar að því marki,
að gerast sjálfstæðir þátttak-
endur og meðeigendur í at-
vinnurekstrinum og afnema
þannig það skipulag, sem við-
heldur stöðugum deilum milli
atvinnuveitenda og verka-
manna.
* * *
Formaður bifreiðastjórafé-
lagsins Hreyfill, Hjörtur B.
Helgason, skrifar grein í komm-
únistablaðið, þar sem hann
kvartar sáran undan þrælatök-
um olíuhringanna. En allir vita
hver er aðalfulltrúi þessara út-
lendu auðhringa hér á landi.
Lýsir formaður Hreyfils baráttu
og örðugleikum Nafta við að
halda benzínverðinu niðri og
viðurkennir að ríkið hafi verið
þar einn bezti aðilinn. Helzta
vonin nú sé að samvinnufélögin
geti eitthvað reist rönd við
græðgí hinna erlendu auðkónga
og leppa þeirra hér á landi. Eft-
ir þessu að dæma virðast ekki
allir kommúnistar vera jafn-
blindir á heppilega handleiðslu
olíukóngsins í hagsmunamálum
fátækra alþýðumanna.
* * *
Garðar Þorsteinsson hefir ekki
þótt neitt sérstaklega þinglegur
í framkomu sinni á Alþingi.
Þetta keyrði þó svo úr hófi fram
seinasta þingdaginn, að Pétur
Ottesen, sem hefir setið lengst
af sj álfstæðismönnum á þingi,
fann sig tilknúðan að rísa á
fætur og veita Garðari áminn-
ingu fyrir óþinglega framkomu.
Lét hann m. a. ummælt á þá
leið, að framkoma Garðars hefði
verið með þeim hætti, að það
væri blettur á þessari virðuleg-
ustu stofnun þjóðarinnar að
(Framh. á 4. siðu)
A KROSSGÖTUM
Úr Grunnavíkurhreppi. — Aukning á bátastóli Dalvíkinga. — Refaeldi í Döl-
um. — Búnaðarfélagið í Gaulverjabæjarhreppi.