Tíminn - 02.05.1939, Page 3
50. blað
B Æ K U R
Hin hvítu skip.
Svo nefnist Ijóðabók eftir
Guðmund Böðvarsson, sem ný-
lega er komin út. Svo sem kunn-
ugt er, er þetta önnur kvæða-
bók hans. Skipaði hann sér
þegar með fyrri bók sinni í allra
fremstu röð hinna beztu skálda
ungu kynslóðarinnar. En áður
hafði hann getað sér mikinn
orðstír með ljóðum, er birzt
höfðu í tímaritum eða blöðum.
Kvæði hans báru þróttmikinn,
sérkennilegan blæ og oftast fór
hann eigin götur um form kvæð-
anna og framsetningu efnisins.
Hin nýja ljóðabók Guðmund-
ar, Hin hvítu skip, ber mjög hinn
sama svip og fyrri bók hans, en
þó eru sérkennin ef til vill öllu
skýrari og hafa náð að festast
betur en áður.
Guðmundur Böðvarsson er
fæddur nokkru eftir aldamótin
síðustu. Hann er Borgfirðingur
að ætt og uppeldi. Hann byrjaði
að yrkja þegar á mjög ungum
aldri og mun hafa komið fram
með fyrstu kvæði sín í ung-
mennafélagi Reykdæla fyrir sem
næst tuttugu árum, þá nýlega
fermdur. Fyrir nokkrum árum
reisti Guðmundur bú að Kirkju-
bóli í Hvítársíðu, en þar bjó fað-
ír hans á undan honum. Við
annríki bóndans yrkir hann hin
snjöllu kvæði sín.
Dvöl.
Útkomu Dvalar er ávallt biðið
með nokkurri óþreyju af lesend-
um hennar og unnendum, enda
er hún mjög merkilegt og ein-
stætt tímarit á vissu sviði bók-
mennta. Smásögur Dvalar er
hið langbezta og yfirgripsmesta
þess, sem til er af slíku tagi á
íslenzku.
Fyrsta hefti þessa árgangs
Dvalar kom út fyrir fáum dög-
um, að þessu sinni mun vand-
aðra að prentun og öllum ytra
frágangi heldur en verið hefir.
Mun ráðið, að Dvöl klæðist þeim
góða búningi framvegis, enda
samir henni tæpast annað en
snotur klæði.
í þessu hefti eru fimm þýddar
sögur, þar á meðal sögur eftir
Edgar Allan Poe, Sillanpáá og
Llon Feuchtwanger, og ein smá-
saga, frumsamin á íslenzku, eft-
ir Rósu Þorsteinsdóttur, unga
stúlku, er dvelur í Kaupmanna-
höfn. Kvæði eru eftir Pétur
Benteinsson frá Grafardal, Guð-
mund Böðvarsson á Kirkjubóli,
Ragnar Jóhannesson stúdent og
Sverri Áskelsson málara á Ak-
ureyri, auk lausavísna og staka.
Loks eru nokkrar greinar eða
ritgerðir um ýms efni, þ. á m.
eftir Jón Magnússon skáld um
íslenzka menningu og kaup-
staðafólk. Andmælir Jón þar
seiði fram á dal og veiða svo
fyrir neðan fossa. Þar eru nokk-
ur allgóð veiðifljót og hefir
veiðzt þar ofurlítið af vænum
sjóurriða.
Frá Hvalgröfum fór ég yfir i
Akureyjar og þaðan að Reyk-
hólum.
í Reykhólasveitinni skoðaði ég
nokkrar smáár. Af þeim er Laxá
langbezt. En illa hefir verið að
henni búið og fiskur upp veiddur
svo að ekki hefir svarað kostn-
aði að veiða þar lengur. En á
þeim hvíldartíma hafa nokkrir
fiskar aukið kyn sitt og þegar
þeir árgangar fóru að ganga í
ána, hófst sama sagan, allt var
veitt, sem náðist. í fyrra veidd-
ust um 400 göngusilungar (mest
bleikja) frá einum bæ, talsvert
minna í ár og að ári verður veið-
in sáralítil.
Nokkur hugur er í hlutaðeig-
andi bændum um stofnun félags
til laxræktar í Laxá.
Því miður gat ég ekki skoðað
árnar í Saurbænum að þessu
sinni. Um Saurbæjarárnar má
þó segja það, að þær hafa góð
skilyrði til að framfleyta fiski,
sérstaklega Hvolsáin. Geiradals-
áin var áður dágóð silungsá.
30. ágúst fór ég frá Kinnar-
stöðum hg skoðaði Þorskafjarð-
ará, Djúpadal-sá, Gufudalsá,
Múlaá og Skálmardalsá. Af
þessum ám er Gufudalsáin bezt
vegna vatnanna, sem hún renn-
ur í gegnum. í þeim öllum er dá-
lítil göngusilungsveiði, bæði
bleikja og urriði. Byrjar bleikjan
að ganga í maí og júní, en ur-
riðinn I ágúst.
í sumum þessum ám var mjög
A N N Á I L
Afmæli.
Stefán Kristjánsson verkstjóri
i Ólafsvík varð 55 ára 24. apríl.
Stefán er Snæfellingur að ætt,
bróðir Guðbjarts í Hj arðarfelli,
kvæntur Svanborgu Jónsdóttur.
Eiga þau sex vel gefin og efni-
leg börn. Stefán hefir verið sjó-
maður mestan hluta æfi sinnar
og haft á hendi hafnsögu í Ól-
afsvík. Nokkur undanfarin ár
hefir hann verið verkstjóri við
vegavinnu ríkisins þar vestra.
Hann er mikill dugnaðarmaður
og greindur vel, og þótti hið
mesta glæsimenni í. æskuárum
sínum.
Guðni Diðriksson, bóndi á
Gýgj arhóli í Biskupstungum,
varð 75 ára 11. marz síðastlið-
inn. Hann ólst upp í Auðsholti
hjá Kristjáni bónda Snorrasyni,
en fluttist ungur að Þjórsár-
holti í Gnúpverjahreppi og gerð-
ist ráðsmaður þar hjá ekkjunni
Helgu Gísladóttur, er hann gekk
að eiga skömmu síðac. Þaðan
fluttist hann að Gýgjarhóli
nokkru fyrir aldamótin og hefir
búið þar síðan. Guðni getur nú
litið yfir langt og farsælt æfi-
starf. Framan af búskaparár-
unum var hann fátækur með
fjölda barna. Þrálátir sjúkdóm-
ar voru tíðir á heimili þeirra
hjóna, og hjuggu stór skörð í
hinn mannvænlega fjölskyldu-
hóp. Alla þá erfiðleika stóð
Guðni af sér með æðrulausri
bjartsýnni karlmennsku, og
vann sig áfram með áræði og
dugnaði, svo að hann hefir nú
um áratugi setið á bekk
með stórbændum þessa lands,
enda mesti athafnamaður. Hef-
ir hann húsað jörð sína í bezta
lagi og brotið mikið land til ný-
ræktar. — Þrátt fyrir hinn háa
aldur, er athafnahugur hans og
hin bjartsýna trú á framtíð ís-
lenzks landbúnaðar, óbilandi,
heit og lifandi, svo að margir
hinna yngri bænda mættu öf-
unda hann af.
ýmsu því, er séra Páll Þorleifs-
son á Skinnastað setti fram í
næstsíðasta hefti Dvalar í rit-
gerð um svipað efni. Koma í
þessum tveim greinum, þeirra
séra Páls og Jóns, fram nokkuð
andstæð viðhorf gagnvart þvi
umróti, sem verið hefir í
íslenzku þjóðlífi hina síð-
ustu áratugi. Eiga skoðanir þær,
sem þessir tveir menn túlka,
sjálfsagt báðar mikinn rétt á
sér. Vigfús Guðmundsson, rit-
stjóri Dvalar, skrifar þjóðmála-
þætti. Drepux hann þar á ýms
þjóðmálaatriði, er úrlausnar
bíða og ekki verður á langinn
dregið að leysa úr, ef ekki á illa
(Framh. á 4. slðuj
mikil veiði fyrir 30—40 árum.
Var þá venjan að fara til dráttar
á hverju laugardagskvöldi, síðari
hluta sláttar og sópa öllu úr
ánni, sem náðist. Var veiðin
jafnan talin í hestburðum, í
hvert sinn 2—4 hestburðir og
stundum meira.
Bóndinn í Skálmárdal sagði
mér, að þegar hann var ung-
lingur þar fyrir 25 árum, hefði
það verið venjulegt seinni hluta
sumars að fara í ádrátt á laugar-
dögum og veiðin verið 200—500
silungar i hvert sinn. Nú er þar
sama sem engin veiði.
Eftir að komið er vestur yfir
Þingmannaheiði, þá sem Þor-
steinn Erlingsson kvað verst um,
tekur við Vatnsfjörður. í hann
renna Þingmannaá, Vatnsdalsá
og Penná. í Vatnsdalsá eru hin
ágætustu skilyrði, enda mikill
silungur í vatninu. Hér var það,
sem veiðin glapti Hrafna-Flóka,
svo að hann gætti ekki heyjanna
forðum.
Einn foss er í Vatnsdalsá, sem
þyrfti lítið eitt að laga. Rækta
þar svo lax og á þann hátt nota
hin ágætu skilyrði.
Á þessu ferðalagi sá ég engan
stað, sem væri eins kjörinn til
að lifa þar útilífi, eins og I
hinum fögru og miklu skógum
í Vatnsdal og umhverfis vatnið,
og stunda þar lax og silungs-
veiði. Eiðisskógur, milli Vatns-
dalsár og Þingmannaár, er einna
stórvaxnastur og fegurstur. Þar
skildi ég vísuorðið í Gunnars-
hólma Jónasar Hallgrímssonar:
„Skógar glymja, skreyttir reyni-
trjám,“ því Eiðisskógur e r mjög
skreyttur reynitrjám.
T]
h II
VIV, þrigjndaglnn 2. maí 1939
199
í Hagavaðalinn falla þrjár ár,
Móra, Arnarbýlisá og Hagaá. Er
nokkur silungur í þeim öllum,
einkum Móru. Meginhlutinn er
urriði, sem byrjar að ganga 1
júni. Þá renna tvær ár í Hauka-
bergsvaðalinn, Holtsá og Hauka-
bergsá. Er Holtsáin allálitleg
silungsá. Allar þessar ár voru
fyrir 30—50 árum góðar silungs-
veiðiár, en eru nú mjög að þrot-
um komnar, eins og svo viða
annars staðar, mest fyrir van-
þekkingu hlutaðeigenda á lífs-
skilyrðum og lifnaðarháttum
fiskitegunda þeirra, sem lifðu í
þessum ám. En þetta er sama
sagan um allt land. Örast hefir
gengið á veiðina síðustu fimm-
tán árin.
Fyrsta september fór ég yfr
Sandsheiði að Bæ á Rauðasandi.
Þar er Suðurfossá með nokkurri
veiði af góðum gönguurriða, en
uppvaxtarskilyrði eru mjög tak-
mörkuð. Það, sem gera ætti fyrir
þessa á, er fyrst og fremst að
hlífa riðsilungnum og sjá, hvort
veiðin færi ekki vaxandi.
Af Rauðasandinum fór ég yfir
að Sauðlauksdal. Sauðlauksdals-
áin og vatnið er mjög álitlegt til
fiskiræktar, enda er góð veiði í
vatninu af göngubleikju og ofur-
lítið er þar af vatnaurriða. Eng-
inn efi er á að þarna ætti að
gera tilraun með laxrækt hið
bráðasta.
Því miður gat ég ekki komið
við í Vatnsdal við Patreksfjörð,
en þar munu vera allgóð skilyrði
til að reyna ræktun á laxi.
í Mikladalsá, rétt við kaup-
túnið á Patreksfirði, er allgóð
silungsveiði. Hefir eigandinn
hug á að auka hana eða jafnvel
freista að koma þar til laxveiði.
Tel ég slíkt í alla staði vel til
fallið, þó skilyrði séu ekki þau
beztu, því að laxveiði við svona
kauptún eru mikils virði og holl
dægradvöl, ekki sízt kyrrsetu-
mönnum kauptúnanna.
Eg hefði kosið að halda lengra
norðureftir og skoða fleiri ár.
En ég þurfti að hraða mér norð-
ur að ríkisklakstöðinni við Laxá,
þar sem gera þurfti nokkrar
endurbætur á vatnsleiðslum og
símaútbúnaði og því að vera
lokið áður en klaktími byrjaði.
Eg tók mér því far með Súðinni
til Reykjavíkur og fór þaðan
norður að Laxá.
Þegar litið er yfir svæðið frá
Geiradalnum og vestur að Pat-
reksfirði, sést að þar eru milli
20 og 30 stærri og smærri sil-
ungsár, sem í tíð núlifandi
manna gáfu sumar að sér veiði,
sem talin var í hestburðum eða
hundruðum silunga í hverri
veiðiferð.
Fyrsta lágmarkskrafan hlýtur
að verða sú, að koma þeim sem
fyrst upp í það, sem þær voru
fyrir 30—50 árum. En takmarkið
verður að koma fiskimagninu
upp í það, sem það var fyrir
2—3 öldum, en það tel ég víst
að verið hafi langtum meira.
Þessu er hægt að koma í fram-
kvæmd með skynsamlegri friðun
og klaki.
Það kalla ég skynsamlega frlð-
un, ef bóndi eða bændur, sem
eiga eina slíka silungsá, gera
sér ljóst, að nokkurn hluta af
ánni ofanverðri, verður að friða
fyrir netum. Það er sá hluti, sem
á að halda veiðinni við. Til gam-
ans og til þess að gera þetta
enn ljósara, vil ég segja frá því,
hvernig Englendingar hafa það
við sínar smáár, og meira að
segja við eina laxá, sem þeir
leigja hér á landi. Þeir ganga
með ánni að haustinu, þegar
vatn er lítið og tært, og kasta
tölu á og gizka á, hve margir
fiskar muni vera í hverjum hyl.
Á þennan hátt komast þeir nærri
um, hve margir klakfiskar muni
vera í ánni. Samhliða góðu
skýrsluhaldi yfir veiðina, má
gera sér grein fyrir, hvort meira
þurfi að skilja eftir, eða hvort
meira megi veiða að skaðlausu
fyrir komandi ár.
Þetta hlýtir sama lögmáli og
kvikfénaðurinn. Þvl fleira, sem
sett er á, því meiri verður við-
koman, sé fóður nægilegt.
Eg vil taka Þorskafjarðará sem
dæmi. Þar var stunduð veiði
fyrir 30—40 árum á þann hátt,
að áin var gjörsópuð hvern laug
ardag seinnihluta sumars, og úr
henni teknir nokkrir hestburðir
af silungi í hvert sinn. Þetta var
gert ár eftir ár, þar til áin var
gjörsamlega tæmd af silungi,
svo að engum datt í hug að
reyna að veiða silung í henni
um marga ára skeið.
í sumar fór bifreiðarstjóri
sá, er hélt uppi ferðum milli
Kinnarstaða og Borgarness, að
reyna með stöng í Þorskafjarð-
ará og dró hana sjötíu silunga
á stöngina á stund úr degi. Þetta
kemur af því að undan hafa
komizt nokkrir silungar, sem
smámsaman hefir vaxið út af
nokkur stofn, en ekki stærri en
það, að ekki var tekið eftir því,
enda allir fyrir fram sannfærðir
um að áin væri silungslaus.
f sumar kemur svo silungs-
hópurinn, sem bílstjórinn upp-
götvar. Og fólkið segir: „Það er
farinn að ganga silungur í ána“.
Og gamla sagan endurtekur sig.
Það er mín skoðun, að sú góða
veiði, sem var í Þorskafjarðará
og fjöldamörgum öðrum ám
þessa lands, gæti haldizt þar
enn, ef einungis hefði verið það
mikið eftir,að nægði til viðhalds.
Það er þetta, sem veiðieigendur
á þessu landi verða að vita, og
þeir verða einnig að vita, að ein-
ungis sá lax og silungur, sem er
uppalinn í þeirra ám, kemur
þangað aftur. Hér er ekki um
neitt að ræða, sem kalla mætti
nokkurskonar hvalreka eða höpp
utan úr hinu dularfulla hafi.
Þetta er fyrra atriðið, sem
framkvæma þarf til veiðiaukn-
ingar. Hitt er klakið, sú þekkta
og reynda aðferð til hjálpar
náttúrunni, svo að fjölgun þeirra
fiskitegunda, sem í ám og vötn-
um lifa, verði að miklum mun
örari en ella.
Ég hefi áður ferðazt um milc-
inn hluta Vestfjarða. Skilyrði til
fiskiræktar eru þar víða góð og
sumstaðar ágæt eins og t. d. í
Önundarfirði, Bolungarvík og
Laugardal. Hafa Vestfirðingar
reynzt hinir ötulustu í tilraun-
um, um flutning laxaseiða í tals-
vert margar ár hjá sér. Er ég
þess fullviss, að árangurinn
kemur í ljós, þegar árin líða.
Hellulandi í desember 1938.
Ólafur Sigurðsson.
Hvað er kommúnismi ?
(Framh. af 2. síðu)
á friðsamlegan hátt. Þess vegna
verður að leiða verkalýðinn
fram í daglegri byltingasinnaðri
baráttu og forðast að láta hin-
ar sefandi raddir stéttafriðar-
ins blekkja hann með þing-
meirahlutaskrafi, því hinu ríkj-
andi stjórnskipulagi vexður „að-
eins steypt með valdi verka-
lýðsins". Á rústum hins fallna
stjórnskipulags ætla kommún-
istar síðan að byggja upp ríkis-
vald verkalýðsins og munu ekki
gefa hinum gömlu andstæðing-
um sínum neinn þátt í því.
Þessi túlkun hinna íslenzku
kommúnista er í fullu samræmi
við kenningar hinna erlendu
höfunda kommúnismans.
í næsta kafla verður brugðið
upp mynd af því, hvernig Bryn-
jólfur Bjarnason og Einar Ol-
geirsson hugsa sér líklegasta
möguleikann fyrir valdatöku
kommúnista á íslandi.
Framh. Þ. Þ.
I tbrriðiS XI M A \ \
Tón skáld
m
Islands
Sjómannadagsráðið hefir
ákveðið að efna til sam-
keppni meðal tónskálda um
sérstök göngulög (March)
við kvæði Magnúsar Stefánssonar (íslands Hrafnistu-
menn), sem hlaut 1. verðlaun í samkeppni meðal ljóð-
skálda og birtist á öðrum stað hér í blaðinu.
Fyrir bezta lagið verða veitt verðlaun kr. 300.00.
í dómnefnd verða:
Jón Halldórsson,
Árni Krlstjánsson og
Halldór Jónasson.
Þau tónskáld, sem vilja sinna þessu, sendi verk sín
til Sjómannadagsráðsins, Box 425, Ingólfshvoli, Reykja-
vík, fyrir 20. maí n. k.
Verkið og nafn tónskáldsins verður að vera sitt í
hvoru umslagi, auðkenndu með sama nafni.
STJÓRN SJÓMNXADAGSEVS.
Gula bandið
er bezta og ódýrasta smjörlíkið.
f heildsöln hjá
Samband ísl.samvínnufélaga
sími inno. .
Atvinnulevsisskýrslur
Samkvæmt lögum um atviunuleysisskýrslur
fcr fram skrániug atviimulausra sjómanna,
verkamanna, verkakvenna, iðnaðarmanna og
kvenna í Goodtcmplarahúsinu við Templara-
siuid 2., 3. og 4. maí n. k., kl. 10-8 að kvöldi.
Þeir, sem láta skrásetja sig, eru beðnir að
vera viðbiinir að gefa nákvæmar upplýsingar
um heimilisástæður sínar, eignir og skuldir,
atvinnudaga og tekjur á síðasta ársf jórðungi,
hve marga daga þeir hafi verið atvinnulausir
á síðasta ársfjórðungi vegna sjúkdóms, hvar
þeir hafi haft viimu, hvenær þeir hafi hætt
vinnu og af hvaða ástæðum, hvenær þeir hafi
flutt til bæjarins og hvaðan.
Ennfremur vérður spurt um aldur, hjúskap-
arstétt, ómagafjölda, styrki, opinber gjöld,
húsaleigu og um það í hvaða verklýðsfélagi
nieim séu. Loks verður spurt um tekjur manna
af eignum mánaðarlega og tekjur konu og
barna.
Borgarstjórinn í Reykjavík, 29. apríl 1939.
Pétur Halldórsson.
16 William McLeod Raine:
um sár hans með ræmum úr nærfötum
sínum.
Hann horfði íhugull á hana meðan
hún vann. Hún var ung og f jörug. Hreyf-
ingar hennar báru vott um að vöðvarnir
væru vanir að hlýða skjótum huga. Hann
sá í henni imynd heilbrigðisins. Hár
hennar var mjkið og liðað^ nokkru
dekkra en eirlitt. Augun voru blá sem
heiðavötn. Léttar freknur sáust á vei
löguðu nefinu. Þrátt fyrir samfestinginn,
háu leðurstigvélin og karlmannsskyrt-
una, sást vel, í hálfrökkri kofans, að
hún var ákaflega kvenleg.
— Þetta verður að nægja, sagði hún
og gretti sig, um leið og hún leit yfir
þessa bráðabirgðaaðgerð.
Hún dró skyrtuna varlega yíir umbúö-
irnar, hneppti henni og hjálpaði honum
síðan i vestið og jakkann.
Hann braut það, sem eftir var af rúm-
fjölunum, og kastaði þeim á eldinn.
Vindurinn skók kofann, og það hvein
i reykháfnum. Hann leit út um tveggja
rúðna gluggann, út í iðulausa hríðina.
— Ég vildi ekki vita af versta óvini
mínum úti í þessu veðri, sagði hann$
blátt áfram. Þetta er aftakaveður.
— Vildir þú ekki einu sinni vita af
Prescott úti í því, spurði hún biturt.
Hann sneri sér að henni og leit á
hana. Dimmt var I kofanum nema þar,
Flóttamaðurinn frá Texas 13
— Það er hlið hérna, nú skal ég ráða
ferðinni, ég veit hvar kofinn er.
Skömmu síðar stöðvaði hún hestinn og
fór af baki.
— Hér er hann. Við verðum að spretta
af hestunum og sleppa þeim, því að hér
er ekkert hesthús.
Kofinn var langur og með leirgólfi.
Sá, er síðast hafði dvalið þarna, hafði
skiliö eftir sig borð, tvo stóla og rúm-
stæði úr óhefluðum borðum, áfast við
vegginn.
— Við frjósum þó ekki í hel strax, úr
þvi að við erum komin hingað, sagði
hann.
Hann neri saman höndunum, unz dof-
inn fór úr fingrunum, kveikti síðan eld
og notaði rúmfjalirnar sem eldsneyti.
Þegar logarnir frá hlóðunum lýstu and-
lit hans, tók Molly að horfa undrandi á
hann.
Skeggjað andlitið bar það með sér,
að hann væri harðger maður, sem ætti
við mikla örðugleika að striða. Hann
virtist örmagna af þreytu. Sollin augun
voru að vísu mjög hörkuleg, en þau voru
ekki dýrsleg. Hún hafði ekki ímyndað
sér að Clem Oakland liti þannig út, hon-
um hafði verið lýst sem hégómagjörnum,
óskammfeilnum hrokagikki. Óskamm-
feilni þessa manns, sem hafði nefnt sig