Tíminn - 04.05.1939, Blaðsíða 1
RITSTJÓRNARSKRIFSTOFUR:
EDDUHÚSI, Lindargötu 1 u.
SÍMAR: 4373 og 2353.
AFGREIÐSLA, INNHEIMTA
OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA:
EDDUHÚSI, Lindargötu 1».
Sími 2323.
PRENTSMIÐJAN EDDA h. f.
Simar 3948 og 3720.
23. árg.
Reykjavfk, fimmtudagtun 4. maí 1939
Skilyrði fyrir stórfellda
vinnslu hér á landi
Viðtal við Guðjón Samúelsson
húsameistara ríkisíns
íslendingar kaupa kol ár-
lega fyrir um 3 milljónir
króna, umfram það, sem fer
til skipa, og eiga þó óþrjót-
andi nothæft eldsneyti í mó,
áþekkum þeim, sem gagn-
auðugar þjóðir, sem nær
liggja kolalöndum, telja sér
hag í að vinna til eldsneytis.
Tíðindamaður blaðsins hefir
nýlega átt tal við Guðjón Samú-
elsson húsameistara, sem mik-
inn áhuga hefir haft á því að
tekið yrði að vinna mó í stórum
stíl hér á landi, í stað þess að
flytja að langmestu leyti frá út-
löndum allt það eldsneyti sem
landið notar.
— Það var sumarið 1936, að
ég tók að kynna mér móvinnslu
í Danmörku, segir Guðjón. Her-
mann Jónasson forsætisráð-
herra var þá staddur I Dan-
mörku, skýrði ég honum frá
vitneskju minni um þetta at-
hyglisverða mál, og hefir ráð-
herrann síðan haft á því hinn
mesta áhuga og greitt fyrir
nauðsynlegum athugunum á
málinu með fjárframlögum og á
annan hátt.
Rússland er mesta móvinnslu-
land í Evrópu. Eitt af stærstu
raforkuverum þar í landi er t.
d. knúið með mó sem eldsneyti.
írar hafa um langan tíma
notað mó sem aðal-eldsneyti, að
kalla undir bæjarveggnum á
sjálfum ensku kolanámunum.
í Danmörku var á síðasta ári
unninn mór fyrir um 20 milj-
ónir króna.
Það sem gert hefir verið til
undirbúnings móvinnslu hér
heima, er í stuttu máli þetta:
Guðm. Jónsson kennari á
Hvanneyri hefir framkvæmt at-
huganir á mómýrum við norð-
anverðan Faxaflóa, víðáttu
þeirra og módýpt. Beztur er
mórinn á Búðum, en einnig
fundust góð mósvæði víðar í
Staðarsveit, við Akranes og á
Kjalarnesi. Samtals tók G. J.
40 sýnishorn af mó á þessum
Samvínnuskólínn
Samvinnuskólanum var sagt
upp síðastliðinn laugardag og
útskrifuðust 29 nemendur. Fara
hér á eftir nöfn þeirra:
Aðalsteinn Halldórsson, Nes-
kaupstað í Norðfirði.
Ágúst Hólm Valdemarsson,
Vestmannaeyj um.
Bjarni Bjarnason, Reykjavík.
Björn Guðmundsson, Vopna-
firði.
Björn Pétursson frá Höfnum,
N.-Múlasýslu.
Hallgeir Elíasson, Siglufirði.
Hallgrímur Jónasson, Reyðar-
firði.
Ingibjörg Erlendsdóttir,
Brandagili, Hrútafirði.
Ingibjörg Þórðardóttir, Firði,
A.-Barðastrandarsýslu.
Jóhanna Stefánsdóttir, Ey-
vindarstöðum, Álftanesi.
Jón G. Ólafsson, Þingeyri í
Dýrafirði.
Kristín Jónsdóttir, Reykjavík.
Loftur Jónsson, Dalvík.
Magnús Hallgrlmsson, Pat-
reksfirði.
Númi Kristjánsson, Húsavík.
Óskar Rafn Magnússon,
Reykjavik.
Páll Gunnarsson, Reyðarfirði.
Ragnar Kristjánsson, Reykja-
vík.
(Framh. á 4. síOuJ
stöðum og hefir Rannsóknar-
stofa atvinnuveganna athugað
hitagildi þeirra. Reyndist Búða-
mórinn hitameiri en góður
danskur mór. Á Búðum og að-
liggjandi jörðum telst svo til að
vinna megi iy2 milj. smálesta af
þurrum mó.
Samkvæmt útreikningum
Hagstofunnar notum við 154
þús. smál. af kolum árlega. Af
því fara 54 þús. smál. í skip. Til
eldsneytis í landi þurfa því 100
þús. smál. af kolum, eða 200
þús. smál. af mó, þar eð mór
hefir, varlega reiknað, helmings
hitagildi á við kol.
Lauslegar athuganir benda til
að með 200 þús. smál. notkun
á ári, mundu íslenzkar mómýr-
ar endast í 6 þúsund ár.
Á síðastliðnum vetri var Sig-
urlinni Pétursson sendur til
Danmerkur, Noregs og Svíþjóð-
ar, til þess að kynna sér rekstur
og fyrirkomulag móvinnslu í
þessum löndum.
Loks var fenginn hingað verk-
fræðingur frá Mýrafélaginu
norska, Ording að nafni, sem
framkvæmdi hér margskonar
athuganir, og samið hefir ítar-
lega skýrslu og sent ríkisstjórn-
inni. Hafði verkfræðingurinn
með sér mó héðan og lét búa til
úr honum þviti (brikettur).
Þessu þviti hefir verið brennt
í algengri miðstöð, og varð nið-
urstaðan af þeirri athugun sú,
að til þess að halda jöfnu á-
kveðnu hitastigi í venjulegri í-
búð með 10 kl.st. kyndingu á
dag, þurfti:
af góðum kolum 35 kg.
þviti úr mjög lél. mó 62 —
þviti úr góðum mó 55 —
í Danmörku eru kol mun ó-
dýrari en hér, og þó verður þar
ekki fullnægt eftirspurninni eft-
ir vélunnum mó.
Til eru margskonar mó-
vinnslutæki. En framleiðslan af
vélunnum mó er annaðhvort
þviti eða eltimór. Stofnkostnað-
ur er minni við eltimóvinnsl-
Guöjón Samúelsson
una, en framleiðslukostnaður
verður að jafnaði minni með
dýrari tækjunum.
í Vejen í Danmörku, skammt
frá Askov, var mór unninn með
þrem vélum, sem kostuðu 1300,
1500 og 10.000 krónur. Við
vinnsluna unnu 6 menn, afköst-
in voru 30 þús. kögglar á dag.
Þarna kostaði smál. af þurrk-
uðum mó 17—18 kr., enda hag-
ar vel til.
í Noregi telur Ording verk-
fræðingur að framleiðslukostn-
aður á eltimó sé 6—7 kr. á smál.,
en með þvitiaðferð 8—13 kr.
Hvorutveggj a án dreifingar-
kostnaðar.
Sementsverksmiðj a í Álaborg
hefir verið rekin með mókynd-
ingu, einnig eru verksmiðjur í
Noregi reknar með sama afl-
gjafa. Telur Ording, að starf-
rækja mætti síldarverksmiðjur
með mókyndingu, en breyta
þyrfti ef til vill eldhólfum
þeirra.
Til þess að reka móvinnslu-
vélar, er að jafnaði notaður mó-
úrgangur, ef ódýrt rafmagn ekki
er fyrir hendi.
Regnmælingar þrjá sumar-
mánuðina, þegar aðallega er
unnið að móvinnslu, sýna að úr-
koma er minni við Faxaflóa en
á móvinnslusvæðum í Dan-
mörku. Hinsvegar er meðalhit-
inn lægri hér. í Danmörku er
þríþurrkað á sama landinu sam-
sumars.
Því miður er hér ekki rúm til
(Framh. á 4. slöu)
Sir John Simon fjármálaráðherra.
Brezkn fjarlögiu
w
Utgjöldin áætluð rúmar 800 kr. á mann
Fyrir fáum dögum lagði enski
fjármálaráðherrann, John Sim-
on, fram í neðri málstofu þings-
ins fjárlög fyrir næsta fjárhags-
tímabil. Eru það hæstu fjárlög,
sem brezka þingið hefir haft til
meðferðar á friðartimum.
Samkvæmt fjárlagafrv. eru
útgjöld ríkisins áætluð 1.322
milj. sterlingspund. íbúar Bret-
lands (Englands, Wales og
Skotlands) eru tæpar 44 milj.
og eru því útgjöldin rúmlega
30 sterl.pd. á íbúa eða 810 kr.
Til samanburðar má geta þess,
að rekstrarútgjöld íslenzka rík-
isins á síðastl. ári munu hafa
numið um 160 kr. á íbúa. Fjár-
hagsárið 1934—1935 námu út-
gjöld enska ríkisins 688 milj.
sterl.pd. eða voru næstum því
helmingi lægri en þau eru áætl-
uð nú.
í frv. er gert ráð fyrir, að
tekjur ríkisins á fjárhagsárinu
verði 942 milj. sterl.pd., en 380
milj. sterl.pd. verði teknar að
lání
Þar sem núverandi tekju-
stofnar ríkisins hrökkva hvergi
nærri til að ná þeirri upphæð,
sem tekjurnar eru áætlaðar i
fjárlögunum, er lagt til að
hækka ýmsa skatta og tolla.
Meðal annars verður viðbótar-
tekjuskatturinn hækkaður um
5% á tekjum neðan við 8000
sterl.pd. og um 10% á hærri
tekjum. Meðal tolla, sem hækka,
er tollur á sykri og tóbaki. Við-
A.
Kartöfluræktunin. — Þorskfiski í Reyðarfirði. — Fénaðarhöld — Mildurvetur
austanlands. — Sumarferðir bifreiðanna hefjast senn. — Afli samvinnu-
---------- félagsbátanna ísfirzku. ----------
í Reykjavík eru eigendur kartöflu-
garða sem óðast að búa þá undir sán-
ingu og munu margir hafa notað
sunnudaginn síðasta og það frí, er gafst
frá venjulegum störfum 1. maí, til þess
að stinga þá upp og vinna í þeim að
öðru leyti. Sumir munu jafnvel byrjaðir
að sá kartöflunum en aðrir byrja á
því næstu dagana. Víðast sunnan
lands og suðvestan og víðar um
land er eða verður byrjað að
vinna í kartöflugörðum á næstunni,
þegar moldin er orðin nægilega þurr,
og ef ekki kólnar því meira að. Telja má
víst að sáð verði í ár mun meira af
kartöflum, en verið hefir, enda er kart-
öflurækt áreiðanlega ekki síður vænleg
til ábata í þeim sveitum, sem hafa góð
skilyrði til garðyrkju, en aðrar greinar
búnaður.
t I t
Ásmundur Helgason, bóndi á Bjargi
við Reyðarfjörð hefir skrifað Tímanum
fréttir úr byggðarlagi sinu. Segir þar
meðal annars á þessa leið: Hér í
hreppnum, Helgastaðahreppi, eru 23
bæir og víða fleirbýli. Hafa þorskveið-
ar veriö stundaðar jafnhliða landbú-
skapnum frá ómunatið. En síðan drag-
nótaveiðar tóku að tíðkast hér, hefir
þorskfiskur horfið af miðunum að
heita má. Er hálfgert vandræðaútlit
með afkomu þeirra, er ásamt smáu
landbúi hafa með litlum tilkostnaði
aflað sér lífsviðurværis úr sjónum.
t t t
Sauðfé er hér um slóðir mun kvilla-
minna en var, að fráskildu því, er tekur
til hinnar nýju fjárpestar, garnaveik-
innar. Ormaveiki geisaði hér fyrir 3
—4 árum og virtist ætla að eyðileggja
fjárstofn bænda. Nú er útlit fyrir að
fyrir hana hafi tekið með notkun
ormalyfs frá rannsóknarstofu háskól-
ans. Auk þess sem holdafar fjárins
hefir breytzt til batnaðar. Bráðafár
er nær alveg úr sögunni, en olli nokkru
tjóni áður en bólusetningarlyf Nielsar
Dungal kom til sögunnar og fyrrum
gerði það mikinn usla árlega.
t t t
Veturinn, sem nú er liðinn, hefir ver-
ið hér eystra einn með þeim beztu, er
aldraðir menn muna, síðan 1879—80.
Sá vetur var með afbrigðum góður
austanlands. Á eftir kom ísa- og frosta-
veturinn mikli 1880—81. Þá var hægt
að aka á ís um alla Austfirði og sum-
staðar út fyrir nesin milli fjarðanna.
Þá komu og bjamdýr að landi. í haust
festi ekki snjó í byggð fyrr en 29. des-
ember, en þá kom nokkur fönn með
9 stiga frosti mest. Með þorra hlánaði
aftur og jörð kom upp og tók ekki fyrir
útbeit eftir það, nema dag og dag
sökum veðurs.
t t t
Innan tiltölulega skamms tíma,
munu sumarferðir áætlunarbifreiða
hefjast á öllum langleiðum. Hefir að
undanförnu verið unnið að lagfæring-
um á vegunum víða um land. Vegir eru
yfirleitt orðnir færir, að undanskildum
nokkrum fjallavegum, þar sem enn er
fönn og aðrir farartálmar til hindrun-
ar. Gera má ráð fyrir, að Öxnadals-
heiði og Stóra-Vatnsskarð verði orðið
dável fært seint í þessum mánuði og
að áætlunarferðir hefjist milli Akur-
eyrar og Reykjavíkur fyrir maílok.
Yfir Holtavörðuheiði hefir bifreiða-
ferðum verið haldið uppi lengst af í
vetur. Vestur í Dali er og dágott færi
fyrir nokkru síðan. Nú um helgina fór
Guðmundur Jónasson frá Múla með
hlaðna vörubifreið úr Reykjavík norð-
ur á Borðeyri og Hvammstanga, fyrir
Hvalfjörð og Hafnarfjall. Eru vegir
þurrir og góðir sunnan Holtavörðu-
heiðar, en sumstaðar norðan heiðar-
innar er enn holklaki til dálítillar
hindrunar í vegum.
t t t
Samvinnufélagsbátarnir á ísafirði
höfðu 20. apríl lagt afla á land, sem hér
segir: Ásbjörn 137 smálestir, Auðbjörn
146 smál., Gunnbjörn 142 smál., ísbjörn
141 smál., Sæbjörn 177 smál., Valbjörn
203 smál. og Vébjörn 188 smálestir.
t t t
bótar-tekjuskatturinn nær að-
eins til hærri tekna og gaf hann
62 milj. st.pd. á siðastliðnu ári,
en hinn venjulegi tekjuskattur
366 milj. sterl.pd. Tolltekjurnar
námu 340 milj. sterl.pd.
Framlögin til vígbúnaðarins
eru næstum helmingur ríkisút-
gjaldanna eða 630 milj. sterl.pd.
Til samanburðar má geta þess,
að á yfirstandandi fjárhagsári
verða vígbúnaðarútgjöldin um
400 milj. sterl.pd. og á síðast-
liðnu fjárhagsári voru þau 265.5
milj. sterl.pd. Þrátt fyrir þessa
stórfelldu aukningu, taldi fjár-
málaráðherrann i framsögu-
ræðu sinni, að það væri meira
en líklegt, að fara þyrfti fram
á aukafjárveitingu til vígbúnað-
arins síðar á árinu.
Fjárlagafrv. hefir yfirleitt
verið vel tekið og ekki í einu
einasta blaði hefir komið fram
óánægjurödd yfir hækkun
þeirra, sem eingöngu stafar af
auknum framlögum til vígbún-
aðarins. Þær byrðar álíta Eng-
lendingar orðið svo sjálfsagðar,
að bera verði þær möglunar-
laust.
Geta má þess, að fyrir tveim
mánuðum voru vígbúnaðarút-
gjöld á næsta fjárhagsári ekki
áætluð nema 580 milj. sterl.pd.
Áætlunin hefir því verið hækk-
uð um 50 milj. sterl.pd. síðan.
7000 maiiiis hafa séð
íslandsdeildina.
Samkvæmt skeyti frá fram-
kvæmdanefnd íslandsdeildar
heimssýningarinnar í New York
skoðuðu krónprinshjónin, sem
hafa verið á ferðalagi í Ameríku,
íslandsdeildina í gær og sátu
síðan hádegisverð hjá fram-
kvæmdanefnd deildarinnar, á-
samt 50 manns, sem hafði verið
boðið.
Um 7000 manns höfðu skoðað
íslandsdeildina í gær, en hún
var opnuð síðastliðinn sunnu-
dag.
JVorðurlönd og Þýzka-
land.
Stjórn Þýzkalands hefir boð-
ið stj órnum Norðurlandanna,
Danmerkur, Noregs, Svíþjóðar
og Finnlands, að gera „ekki-á-
rásarsamning“ við þessi lönd,
þ. e. lofa því, að ráðast ekki á
þau gegn samskonar loforði frá
þeim. Stjórnir Norðurlandanna
hafa enn ekki ákveðið, hvernig
þessu tilboði skuli svarað, en
þau munu að líkindum taka
sameiginlega afstöðu. Hefir ver-
ið ákveðið, að utanríkisráðherr-
ar landanna hittist í byrjun
næstu viku, til að ræða þetta
mál.
Þetta tilboð þýzku stjórnar
innar á vafalaust rætur sínar
að rekja til boðskapar Roose-
velts, og mun eiga að sýna frið
arvilja Þjóðverja, einkum heima
fyrir.
51. blaB
Á víðavangi
Eins og áður hefir verið frá
skýrt í blaðinu, hefir Lands-
bankinn ákveðið að taka til upp-
gjörs útgerðarfyrirtæki, sem
ekki eiga fyrir skuldum. Rekstri
þeirra verður þó haldið áfram
meðan á uppgjörinu stendur,
svo ekki komi til atvinnustöðv-
unar, ný stjórn verður látin
annast rekstur þeirra og hefir
bankinn fulltrúa í henni. Jafn-
framt skipar hann trúnaðar-
mann til að fylgjast með dag-
legum rekstri. Hefir nú verið
gengið frá þessu fyrirkomulagi
viðkomandi Kveldúlfi og Alli-
ance. Stjórn Kveldúlfs skipa
Skúli Guðmundsson alþm., Jón
Maríasson aðalbókari Lands-
bankans, báðir tilnefndir af
bankanum, og Richard Thors,
tilnefndur af Kveldúlfi. Trún-
aðarmaður bankans, sem fylg-
ist með daglegum rekstri, verð-
ur Svanbjörn Frímannsson að-
alféhirðir Landsbankans. — í
stjórn Alliance verður Hannes
Jónsson fyrv. alþm., tilnefndur
af bankanum, og tveir menn
tilnefndir af fyrirtækinu. Trún-
aðarmaður bankans, sem fylgist
með daglegum rekstri, verður
Sigurjón Jónsson, fyrv. banka-
stjóri.
* * *
í grein J. J. um „Kveldúlf fyr
og nú“, sem nýlega birtist I
Tímanum, minnist hann ítar-
lega á hásetaverkfallið 1916. Or-
sök þess var sú, að útgerðar-
menn vildu að sjómenn hefðu
fast kaup, en laun þeirra færu
ekki neitt eftir aflamagni eða
verðlagi. Það var hagstætt fyrir
útgerðarmenn þá og þeim tókst
að bera sigur úr býtum. Flestar
vinnustyrjaldir við sjóinn síðan
eiga rætur sínar að rekja til
þessa sigurs útgerðarmanna.
Það hefði vissulega orðið af-
farasælla, að sjónarmið sjó-
manna, um að laun þeirra færu
eftir afla og verðlagi, hefði
sigrað þá og síðan verið haldið
áfram á þeirri braut.
* * *
Jónas Jónsson lauk framan-
nefndri grein sinni með þeim
ummælum, að gamlir andstæð-
ingar hefðu sameinast um sam-
eiginleg verkefni um stund og
„ef til væri það verkefnið stærst
að taka upp aftur vandamálið
frá 1916,“ og stefna að því skipu-
lagi, sem deilir arðinum rétt-
látlega milli þeirra, sem að
framleiðslunni vinna. Útgerðar-
mennirnir eiga að hafa lært, að
sú stefna, sem þeir völdu 1916,
er ekki rétt, þó þeir græði á
henni stundum. Sjómennirnir
ættu að hafa séð, að það er þeim
fyrir beztu, að gerast beinir
þátttakendur í rekstri og af-
komu útgerðarinnar, tryggja sér
þannig sinn rétta hlut og taka
upp þráðinn, þar sem þeir misstu
hann 1916. Hinir nýju stjórn-
endur Kveldúlfs og Alliance og
aðrir þeir, sem fjalla um hlið-
stæð fyrirtæki, ættu einkum að
hafa þetta markmið fyrir aug-
um, því annars næst engin var-
anleg lausn og án þess verður
enginn friður tryggður í þessum
þýðingarmikla atvinnurekstri.
* * *
Morgunblaðið í gær kvartar
yfir því, að „þjóðin hafi verið of
bjartsýn á góðu árunum og eytt
ofmiklu fé til opinberra þarfa.“
Það er meira en rétt, að þjóðin
hefir eytt ofmiklu á góðu árun-
um. En þessi óhófseyðsla er ekki
fólgin í þeim framlögum, sem
farið hafa til vega, brúa, hafn-
arbóta, mjólkurbúa, síldarverk-
smiðja, jarðræktarstyrkja, skóla,
eða annara hliðstæðra fram-
kvæmda. Hún er fólgin í tak-
markalitlum eyðslulifnaði ýmsra
manna, sem fengið hafa nokkur
fjárráð, og hefir m. a. birzt í
dýrum villubyggingum hér í
bænum, svo aðeins eitt atriði sé
nefnt. Síðan hefir allur fjöldinn
viljað taka þessa eyðslukonga
sér til fyrirmyndar. Það er þessi
eyðsla, sem verður að hætta, ef
þjóðin á að halda áfram fjár-
hagslegu sjálfstæði sínu.