Tíminn - 04.05.1939, Blaðsíða 2
202
TÍMIM, fimmtiidagfim 4. mai 1939
Sl. bla»
‘gtmirtn
Fimmtudaginn 4. maí.
Fátækramálín
í Reykjavík
Innan skamms tíma verður
birt útsvarsskrá Reykjavíkur
fyrir yfirstandandi ár.
Samkvæmt því, sem Tíminn
hefir frétt, mun verða jafnað
niður um 5 milj. kr. að þessu
sinni eða hálfri miljón kr. meira
en í fyrra. Þar sem að öllum
líkindum verður jafnað niður
á minni tekjur en þá, má gera
ráð fyrir að útsvarsstiginn
hækki um 15—20%.
Þessar tölur tala um afkomu
bæjarfélagsins því máli, sem
ekki þarfnast skýringa.
Samkvæmt venju undanfar-
inna ára mun a. m. k. rúmur
helmingur þeirra tekna, sem
bærinn fær með útsvörunum,
renna til fátækraframfæris á
einn eða annan hátt. Styrk-
þegahópurinn í Reykjavík mun
nú ekki fámennari en íbúar
næststærsta kaupstaðar lands-
ins, Akureyrar, og stór hluti
hans er vinnufært fólk, sem
ætti að geta bjargað sér hjálp-
arlaust.
Reykvískum skattgreiðendum
mun það ljóst, að ekki verður
lengra gengið á þeirri braut að
afla tekna til fátækraframfær-
isins með hækkun útsvaranna.
Og hugsandi landsmönnum mun
yfirleitt ljóst, að fátt hjálpar
betur til að drepa sjálfsbjargar-
hvötina og skapa hverskonar ó-
menningu en stöðugt iðjuleysi
fólks, sem er fullkomlega heil-
brigt og vinnufært.
Hér er því þörf skjótra úr-
ræða, ef hinn mikli útsvara-
þungi á ekki að sliga skatt-
greiðendur og atvinnulíf höf-
uðstaðarins til fulls og hið ó-
heilbrigða fátækraframfæri
vinnufærs fólks á ekki að skapa
stórfellda hnignun í sjálfs-
bjargarviðleitni og siðferðislegu
lífi þjóðarinnar.
Framsóknarflokkurinn hefir
jafnan bent á þá hættu, sem af
því stafaði, ef fátækramálin
kæmust út í öfgar. Vafalaust
stafar fátækrafi-amfæri vinnu-
færs fólks að einhverju leyti af
því, að það fær ekki vinnu. En
hitt er þó vafalaust, að oft og
tíðum er ódugnaði og framtaks-
leysi um að kenna, og að þetta
fólk hirðir ekki eins mikið um
að bjaxga sér og sínum, sökum
þess hversu greiðan aðgang það
hefir að fátækrafé bæjanna.
Mætti nefna þess mörg dæmi.
Það, sem þarf að gera, er að
skapa slíkt aðhald um fátækra-
framfærið að öll fjársóun sé
útilokuð og að vinnufært fólk
kjósi að reyna að bjarga sér á
eigin spýtur, en leiti ekki strax
á náðir bæjarfélaganna, ef eitt-
hvað blæs á móti.
Strax í bæjarstjórnarkosning-
unum 1930, þegar Framsóknar-
flokkurinn hafði sitt fyrsta
framboð í Reykjavík, hóf Her-
mann Jónasson máls á þessu.
Hann sýndi fram á, að margt
vinnufært fólk væri þá þegar
komið á fátækraframfæri og
myndi áframhald þess leiða í
fullkomið öngþveiti, ef eitthvað
versnaði í ári. Þess vegna ætti
að krefjast vinnu af öllum
vinnufærum styrkþegum t. d.
við garðrækt. Iðulega síðan
hefir Framsóknarflokkurinn
borið fram tillögur í bæjarstjórn
Reykjavíkur um aukinn sparn-
að og aðhald í þessum efnum.
Má þar minna á sameiginleg
innkaup, saumastofu, almenn-
ingseldhús, opinbera skýrslu um
styrkþegana o. s. frv. í hinni
snjöllu ræðu sinni á stofnfundi
S. U. F. á Laugarvatni síðastl.
sumar, setti Hermann Jónasson
fram þá reglu, sem er í beinu
samræmi við ummæli hans 1930,
að það opinbera ætti gagn-
kvæma kröfu til þeirra, sem það
framfærði, og mætti skylda þá
til að dvelja og vinna þar, sem
þeim og þjóðfélaginu hentaði
bezt.
Umbótatillögur Framsóknar-
flokksins í bæjarstjórn Reykja-
víkur hafa hingað til strandað
á því, að hinir bæjarflokkarnir
hafa óttazt að allar breytingar í
þessum málum gætu reynzt ó-
heppilegar fyrir atkvæðaveiðar
„Eins og hvítir menn“
Þegar Jón Jónsson og Þor-
steinn Briem klufu Framsókn-
arflokkinn, sagði merkur sam-
flokksmaður við mig. „Það
flokksbrotið mun sigra, þar sem
leiðtogarnir hegða sér í barátt-
unni eins og hvítir menn“.
Hér er ekki staður né stund
til að rifja upp þá deilu nema
að geta þess eins, að aldrei hefir
meiri mannúð verið sýnd í
flokksklofningi, heldur en
Framsóknarmenn sýndu þeim
af leiðtogum Bændaflokksins,
sem mest voru verðir. Og aldrei
hefir flokkur á íslandi gróið
jafn fljótt sára sinna eftir
klofning eins og Framsóknár-
flokkurinn.
Nú er hafið samstarf milli
þriggja flokka um stjórnarsam-
vinnu. Þar geta komið til
greina tvær vinnuaðferðir: Að
flokkarnir gæti hófs í sambúð-
inni, ræði ágreiningsmál sín
með rökum, og hreyfi ekki ó-
leysanlegum deilumálum meðan
samstjórnin starfar, eða að
beita hörku og ósanngirni í
framkomu og blaðagreinum.
í sambúð Framsóknarmanna
og Alþýðuflokksmanna, sem
hófst 1934, réði Héðinn Valdi-
marsson því, að blað Alþýðu-
flokksins beitti stöðugt ill-
kynjuðum ádeilum á samstarfs-
flokkinn. Fyrsti þáttur í þeirri
sögu var sá, að blaðið hélt því
fram, að hvert einasta atriði í
málefnasamningi flokkanna
væri frá Alþýðuflokknum. Jafn-
hliða þessu hélt blaðið áfram
svo árum skipti tortryggnisá-
róðri gagnvart sumum af elztu
starfsmönnum Sambandsins.
Tilgangurinn var sá, að reyna
að koma inn illindum milli
samvinnufélaganna og Fram-
sóknarflokksins, og að reyna
að koma Framsóknarflokknum
fyrir pólitískan ætternisstapa.
Ef mannlund í framkomu
hafði bjargað Framsóknar-
flokknum í skiptum við Bænda-
flokkinn, þá er hitt fullvíst, að
framkoma Héðins Valdimars-
sonar við Framsóknarflokkinn
árin 1934—37 varð honum og
flokki hans til leiðinda og van-
sæmdar. Öllum betri mönnum
í Alþýðuflokknum þótti minnk-
un að þessum tilefnislausu ill-
indum við samstarfsflokkinn
og sýndi sinum Þjóstólfi það
þeirra meðal styrkþeganna. En
ástandið er nú orðið það í-
skyggilegt — og um það mun
útsvarsskráin vitna bezt — að
allir ábyrgir flokkar ættu að
geta komið sér saman um að hér
dugar ekkert hik lengur, heldur
verður nú að taka á þessum mál-
um með nauðsynlegri stjórnsemi
og festu.
með því að taka af honum 1000
atkvæði við kjörborðið næst á
eftir. Héðinn Valdimarsson fékk
þá að reyna sannleik þeirra
orða, að það borgar sig bezt að
koma fram eins og hvítur mað-
ur.
í sambúð þeirri, sem nú er
hafin, virðist fullur skilningur
á því hjá forráðamönnum Al-
þýðublaðsins, Mbl. og Tímans,
að ekki sé hægt að taka Héðinn
Valdimarsson til fyrirmyndar
um sambúðina. Ekki er hægt
enn að segja hið sama um Vísi.
Hefir orðbragð hans að öðru
hvoru verið því líkast, sem olíu-
karlinn væri kominn þar til
skjalanna. Þó er þar líka betra
til, því að ritstjóri blaðsins mun
m. a. vera sammála Tímanum
um að halda niðri byltingará-
róðri úr austurátt. Hitt er aftur
á móti miður viðkunnanlegt, að
þetta blað flytur nýlega auglýs-
ingu um flokksstofnun undir
merki eins af stórveldum álf-
unnar og lætur flaggið fylgja
með 1 auglýsingunni. Sennilega
er hér um vangá að ræða, því
að sjálfstæðistilfinning íslend-
inga er allt of mikil til þess,
að þeir muni sætta sig við að
fánar erlendra þjóða séu gerðir
að stjórnmálaeinkenni hér á
landi.
Sambúð flokka, sem þvingun-
ar- og undirhyggjulaust hafa
tekið upp samstarf um ríkis-
stjórn, verður að byggjast á því,
að ágreiningsmálin séu rædd ill-
indalaust og með fullum rökum.
Eitt slíkt mál mun verða rætt
mjög ítarlega og eingöngu með
rökum af hálfu þessa blaðs. Það
er skipting verzlunarinnar í
landinu milli kaupmanna og
kaupfélaga. Við Framsóknar-
menn álítum, að hver maður í
landinu eigi að vera frjáls að því
að verzla við kaupfélög eða
kaupmenn, eftir því hvað hent-
ar hverjum íslenzkum borgara.
Við álítum fjarstæðu að Héð-
inn Valdimarsson og Shell eigi
rétt á því að selja öllum íslenzk-
um útgerðarmönnum olíu þann-
ig, að útgerðarmenn séu með
nokkrum hætti fæddir í átt-
hagafjötri hjá þessum virðulegu
olíukaupmönnum. Vísir virðist
hallast að gagnstæðri skoðun,
og tel ég að hóflegar umræður
um þetta efni séu nauðsynlegar,
en að engum sé vinningur að þvi
að beita þar öðru en rökum.
Jafnframt vil ég þó geta þess,
að alveg eins og við Tímamenn
tókum ekki þegjandi áróðri
Héðins Valdimarssonar, meðan
hann átti að heita bandamað-
ur okkar, þá munum við heldur
ekki láta neinum áróðursmanni
haldast uppi að beita ójöfnuði í
sambúðinni, án þess að gripa til
varnarráðstafana. Teljum við
okkur enga viðvaninga í hörð-
um deilum, ef því er að skipta,
og mun það vera mál manna,
að í undanfarin tuttugu ár höf-
um við oft haft lag á að breyta
vörn í sókn, og mætti svo enn
fara, ef til þyrfti að taka.
En svo virðist, sem almenn-
ingur í landinu óski miklu frem-
ur eftir því, að kröftum þeirra
flokka, sem standa á íslenzkum
grundvelli, sé nú um stund var-
ið til sameiginlegra átaka fyrir
landið og þjóðina, og að í við-
búð flokkanna sé gætt hófs,
svo lengi sem málefni standa til.
Megum við Framsóknarmenn
vel við það una, því að okkur
hefir jafnan gefizt betur róleg
og margþætt umbótavinna,
heldur en Héðni Valdimarssyni
vinnuáróður hinna dökku kyn-
þátta. Má og öllum, sem að
landsmálum starfa, vera til við-
vörunar sorgarsaga þess manns,
sem var gæddur svo taumlausri
eiginhyggju, að hann stendur nú
varla upp úr skjaldborg brot-
ínna, pólitískra stólfóta.
Meðan við Framsóknarmenn
megum spara um stund nokkuð
af þeirri orku, sem gengið hefir
í baráttu við næstu nábúa, tök-
um við með því meiri áherzlu
upp baráttu fyrir innri umbót-
um. Uppeldismál þjóðarinnar
þarfnast stórlegra umbóta, og
við Framsóknarmenn höfum
bæði vilja og getu til að starfa
að þeim umbótum. Sjávarút-
vegurinn er staddur í þeim
hörmungum, að íslenzk veiði-
skip mega ekki koma að landi
með fiskinn, nema þá til að
senda hann sama og óverkaðan
til annarra landa. En ef íslend-
ingar vinna sjálfir að verkun-
inni, þá verður varan of dýr
fyrir heimsmarkaðinn. Ef svo er
haldið áfram stefnunni, kemur
að því innan tíðar, að lítið verð-
ur að borða í landinu, ef þjóðin
er of stórgerð í kröfum sínum
til að vilja lúta svo lágt að vinna
úr gæðum landsins. Þegar að því
kemur, að þeir sem á sjávar-
bakkanum búa, vilja læra að
sextíu ára reynsla bændanna í
sveitinni um hvaða framleiðslu-
hættir eiga við á íslandi, þá
mun aftur byrjað að flytja fisk-
inn á land á íslandi og sinna
veiðinni af þeim, sem í landinu
búa. Og við þessa breytingu
munu Framsóknarmenn fúsir
að styðja gamla og nýja sam-
starfsmenn.
Atvinnu- og iðjuleysi liggja
eins og mara á þjóðinni. Styrk-
þega-hugsunarhátturinn er orð-
in að þjóðarböli. í umróti at-
vinnubreytinganna hefir ró og
friður heimilanna raskast.
Mörgum íslendingum finnst
þeir vera á stöðugu ferðalagi og
aldrei heima. Meðan samstarf
aðalflokka landsins helzt, þarf
m. a. að byrja á margskonar
innri umbótum, efla sjálfbjarg-
arhvötina, gera heimilin aftur
róleg og styrkinn uppeldisstoð,
Bjarni Ásgeirssoni
Guðmundur Bjarnason
klæðskerameístarí
Guðmundur Bjarnason klæð-
skerameistari lézt eftir langa og
þunga legu að morgni sumar-
dagsins fyrsta og var jarðsung-
inn í Reykjavík síðastliðinn
fimmtudag.
Mig langar til að biðja Tím-
ann fyrir nokkur minningar-
orð um þann ágætismann.
Guðmundur var fæddur að
Haga í Hraunhreppi í Mýra-
sýslu 13. september 1878. For-
eldrar hans voru Bjarni Jónsson
bóndi þar, ættaður frá Svarf-
hóli í sama hreppi, og kona hans
Bj arndís Bj arnadóttir f rá
Straumfirði á Mýrum. Stóðu að
honum merkar bændaættir um
Mýrar og Borgarfjörð. Móðir
Guðmundar dó rétt eftir fæð-
ingu hans, en faðir hans kvong-
aðist aftur nokkru seinna Guð-
laugu Sigurðardóttur, er gekk
Guðmundi í móðurstað og unni
hann henni ætíð sem annarri
móður sinni.
Árin um 1880 voru annáluð
hafíss- og harðindaár. Missti þá
faðir Guðmundar mest allan bú-
stofn sinn, og flutti 1882 búferl-
um að Jaðri, sem var býli neðar í
sveitinni. Bæði eru nú býli þessi
í eyði, og hefir ekki byggð verið
í Haga síðan Bjarni faðir Guð-
mundar flutti þaðan. Eftir
Guömundur Bjarnason
tveggja ára dvöl á Jaðri og
tveggja ára dvöl á tveim Öðrum
stöðum, fluttu þau hjón vorið
1888 að Hjörsey í sama hreppi,
þar sem þau dvöldu það sem
eftir var æfinnar. Þar byggði
Bjarni sér bæ, er nefndur var
Bjarnabær. Bjó hann þar í hús-
mennsku sem kallað var til æfi-
loka. í Hjörsey ólst svo Guð-
mundur upp fram yfir ferming-
araldur. Nokkur næstu árin eftir
ferminguna, var hann heimilis-
fastur hjá föður sínum. Stund-
aði hann venjulega sveitavinnu
á sumrin hjá þeim Hjörseyjar-
bændum, en sjóróðra og skútu-
fiski á Suðurlandi á vetrum.
Nokkru innan við tvítugsald-
urinn hóf hann svo nám í klæð-
skeraiðn hjá Friðrik Eggerz
klæðskera í Reykjavík. Lauk
hann því um aldamótin, en árið
1903 fór hann utan til að full-
numa sig í iðninni. Eftir tveggja
ára dvöl í Danmörku, kom hann
aftur til Reykjavíkur og tók þá
nokkru síðar við forstöðu klæða-
saumastofu, er verzlunin Edin-
borg rak í Reykjavík. Veitti
hann henni forstöðu til 1913.
Keypti hann þá saumastofuna
af verzluninni, og rak hana eftir
það fyrir sjálfan sig. Nokkru
síðar keypti hann húseignina
Aðalstræti 6, og settist þar að
með saumastofu sína og klæð-
skeraverzlun, er hann rak sam-
hliða. 1919 seldi hann göml-
um starfsbróður sínum, Jóni
Fjeldsted klæðskera, hálfa
saumastofuna og ráku þeir hana
saman undir firmanafninu G.
Bjarnason og Fjeldsted, þar til
1931, að félagi hans dó. —
Keypti Guðmundur þá aftur
hluta Jóns Fjeldsted og rak þá
starfsemi eftir það einn til
dauðadags. Guðmundur var
mikill atorku- og reglumaður.
Rak hann fyrirtæki sitt af hag-
sýni og dugnaði og varð það
brátt mjög blómlegt í höndum
hans.
Guðmundur Bjarnason var í
hærra lagi meðalmaður, fríður
Hverjir eíga að ráða því?
Það er víst ekki mikill ágrein-
ingur um þörf á skemmtunum
fyrir fólkið. Þær geta verið
gagnlegar öllum. Þar er eigi þess
að vænta, að heyra sungið svo
undir taki í klettafjöllum:
„Nóg að gera og glaðan dag
gefðu mér, þá er ég ríkur“.
Þar vinna menn til þess að lifa
eða eins og það er orðað stund-
um, til þess að draga fram lífið,
en lifa ekki til þess að vinna,
eins og heilbrigðum manni er
eðli næst. Þar verður lífið vinna,
en vinnan ekki líf, því miður.
Þar fara menn á mis við „á-
reynslunnar unaðssæld“, fara á
mis við vinnugleðina, þessa dá-
samlegu lífshamingju, sem
greiðir öll gjöld fyrir störf og
strit lífsins, þegar hér á jörð og
að sjálfsögðu meira til. Og fyrir
þá sök að nú virðast alltaf færri
og færri eiga þessu láni að
fagna, þá komumst vér illa af
með skemmtanir af skornum
skammti. Með einhverjum ráð-
um verður nú að hafa þær svo
að segja í allan mat, ef fólkið á
ekki að látast úr leiðindum. Úr
því sem komið er, fyrir rás við-
burðanna, eru skemmtanir líka,
nú þegar, á dagskrá allra, frá
útvarpshæðum ofan á jafnsléttu
minnstu hverfa í landinu; allt
frá hádegisútvarpi og harmó-
nikulögum þar í sveit ofan í lág-
nættis- og ótturölt fólks á ýms-
um aldri, um allar jarðir.
Hjá þessu verður ekki komizt,
eins og sakir standa. Allar þess-
ar skemmtanir eru dýrar. Þær
eyða fé og tíma, að minnsta
kosti. í það er ekki að horfa né
um að sakast. En hins ber að
gæta, að þetta verði ekki sóun í
reyndinni, þegar allir reikning-
ar eru upp gerðir. Fólkið verður
að skemmta sér, svo að það hafi
gott af, en hvorki skaða né
skömm. Það á að vaxa við sam-
komurnar, en má ekki ganga
ofan í jörðina. Það á að sækja
þangað fræðslu, siðfágun, fé-
lagslyndi, festu og viljaþrótt og
um fram allt lífsgleði til fram-
búðar. Engum má líðast og því
síður leyfast að snúa snældum
gerbreyta uppeldinu í þjóðlega
átt, og efla samhjálp og sam-
vinnu í allri framleiðslu.
Alexander mikli felldi fögur
tár út af því, að faðir hans
hefði ekki skilið eftir sigur-
möguleika. íslenzka þjóðin mun
reyna eins og Alexander, að hún
hefir nóg efni I sigra í hinni
innri þróun, þó að aðalflokkar
þingsins geri um stund plóga
úr hinum gömlu pólitísku stól-
fótum. J. J.
sýnum og vel á sig kominn. Hann
var maður prýðilega gefinn og
þó að hann nyti lítillar mennt-
unar í æsku, efldist hann með
árunum að þekkingu og fróðleik,
bæði um íslenzk efni og alþjóð-
leg, svo að fágætt var um „ó-
lærðan“ mann. Hann aflaði sér
mikils safns úrvalsbóka og var
silesandi í frístundum sínum.
Hann hafði mikinn og vakandi
áhuga á almennum málum og
fylgdist með lifandi athygli með
öllu því, sem gerðist í landinu og
til framfara horfði. Hinsvegar
lét hann aldrei opinber mál til
sín taka. Á því sviði var hann
hlédrægur og óframgjarn. En
gæti hann veitt góðu máli lið, þá
gerði hann það í kyrrþey með
ráðum og dáð — og var þá
margra maki.
Skapgerð hans var sterk og
einlæg, og það var eitt, sem ein-
kenndi hann öllu öðru fremur,
tryggðin, órjúfandi tryggð við
menn og málefni, sem hann fékk
mætur á. Hann var strangur við
sjálfan sig og strangur við vini
sína. Hann sagði þeim hrein-
skilnislega og afdráttarlaust
til syndanna, þegar honum þótti
þess þörf. En svo var hann vin-
fastur, að glataði einhver vin-
áttu hans, sem hafði einhvern-
tíma öðlazt hana, þá var það
ekki sök Guðmundar. Og þá
reyndist hann vinum sínum
jafnan bezt, er mest lá við. En
það gjöra ekki nema góðir
drengir.
Þessi tryggð hans kom meðal
annars fram í því, hve sterkum
tengslum hann jafnan var
kyrrstöðu og afturkippa ofan í
hvirfil æskunnar.
Heilbrigð æska skemmtir sér
vel, ef hún fær að ráða. Og hver
á að ráða því, við hvað hún
hún skemmtir sér?
Hún á að ráða því sjálf, í sam-
ráði við foreldra og aðra vanda-
menn og mun þá vel fara.
Móti þessu mæla mjög fáir.
Allflestir haga sér eftir því eða
höguðu sér ef þeir fengju því
ráðið. En því er ekki alltaf að
fagna.
Á flestar samkomur, innan
fjögra veggja, koma örfáir
menn og konur, sem eiga enga
samleið með heilbrigðri æsku.
Þessi fámenni hópur lætur mik-
ið yfir sér og gerir sér allt far
um að láta sem mest á sér bera.
Hann fyllir samkomuhúsið með
reykjarsvælu og vínþef. Þessi
hópur er á sífelldum þönum,
ýmist inn í dansinn með vindl-
inginn rjúkandi eða út í dimm-
una við annan, sér líkan, eða
annan, er þeir hafa von um að
fáist til að íþætta sér við stút-
inn.
Þessar manneskjur eru mjög
óþarfar í skemmtanahóp æsk-
unnar og argasta landplága,
þegar þær gera það, sem í valdi
þeirra stendur til þess að leiða
þá, sem eru börn að aldri og
þroska, út á heljarþröm óregl-
unnar. Og um það eru þessar
manneskjur margar sekar. Er sá
áróður alþekktur. Drykkjumenn
hafa sjaldnast látið sér nægja
eigin eymd.
Fáist þessar manneskjur ekki
til þess að sjá að sér, fáist þær
ekki til þess að draga sig í hlé
og séu engin ráð til þess fyrir
samkomur æskulýðsins að losna
að fullu og öllu við yfirgang
þeirra og drykkjuhroka, þá hlýt-
ur æskulýður landsins, sem enn
er ósýktur, að flýja ófögnuðinn
og skemmta sér því betur úti á
víðavangi sumar og vetur, eftir
því sem veður leyfir og aðrar
aðstæður. Er nú tekið að rofa
fyrir í þeim efnum og ekki sízt
út frá kaupstöðum og á síðustu
dögum má segja, að ný alda
þeirrar ættar sé að renna yfir,
þar sem er „farfuglahreyfingin",
því engum kemur til hugar að
farfuglar komi með áfengi. Þeg-
ar svo þessir blessaðir land-
könnuðir allir, hvort sem er
átthaganna eða ættlandsins,
koma saman innan veggja, þá
mun sú verða raun á, að þeir
kunna betur við að anda þar að
sér lofti en ólofti. Og þótt ein-
hverjir „landa“-kotsbúar komi
þar og vilji koma þar á sínum
siðum, þá verður ekki til lengd-
ar spurt, hverjir eiga að ráða
því. Landkönnuðir ráða þá sín-
um samkomum einir og sjálfir.
Stefán Hannesson.
bundinn vinum sínum og kunn-
ingjum frá æskuárunum, og
skoðaði þá eins og bræður sína.
Var hann ætíð boðinn og búinn
að rétta þeim hjálparhönd, ef
með þurfti. Að nokkru kann
þetta að hafa stafað af því, að
hann mun hafa verið þess vel
minnugur, að föður hans, sem
var mjög vinsæll og vel látinn,
varð vel til um aðstoð nágranna
í fátækt sinni, er Guðmundur
var að alast upp. Þetta hefir
hann vafalaust viljað launa. En
það var meira á bak við þetta.
Einn af vinum hans þar efra
hefir sagt mér, að sér hefði ætíð
fundizt ást hans til átthaganna
svo sterk, að honum þætti sem
hann stæði alltaf í þakkarskuld
við þá, sem heima sátu, byggðu
upp býlin og ræktuðu jörðina —
að hann fengi þeim aldrei full-
launað.
Hann mun, er á æfina leið,
hafa saknað þess mest, að það
hafði ekki getað orðið hlutskipti
hans sjálfs, og viljað bæta úr
því sem bezt hann mátti.
Þó að Guðmundur gæfi sig
lítið að öðrum störfum en
þeim, er lutu að hans eigin
starfsgrein, þá var það þó
tvennskonar félagsstarfsemi, er
hann tók þátt í á æfinni með
lífi og sál.
Annað var ungmennafélags-
skapurinn, á þeim árum, sem
hann var í mestum blóma. Var
hann þá í Ungmennafélagi
Reykjavíkur og tók mikinn þátt
í störfum þess. Eitt af því, er það
beitti sér fyrir á þeim árum, var
að koma upp skíðabraut skammt