Tíminn - 11.05.1939, Blaðsíða 2
214
TtMEVlV, fimmtndagmn 11. maí 1939
54. blað
Verðlag á sílfurreíaskínnum
Vaxandí örðugleikar refaræktarínnar
í Noregí
^ímirtn
Fimmtudaginn 11. maí
Síðferðilegt uppeldi
Um þessar mundir er mikið
um það rætt, að auka íþrótta-
nám og verklega kennslu meðal
yngra fólksins. Hafa líka verið
gerðar ýmsar ráðstafanir, sem
stefna að þvi marki.
Það er vissulega nauðsynlegt,
að menn kunni sem bezt þau
verk, sem þeir velja sér að lífs-
starfi. Jafn sjálfsagt er það
einnig, að menn stuðli að auk-
inni líkamshreysti sinni með
íþróttaiðkunum og öðru slíku.
En þótt þetta hvorttveggja sé
nauðsynlegt mega menn samt
ekki festa hugann alveg við það
og telja það allra meina bót.
Er í þeim efnum holt að minn-
ast álits ýmsra hernaðarsér-
fræðinga. Þeir segja að í styrj-
öldum velti oftast meira á hin-
um andlega styrkleika, viljafest-
unni, en líkamshreystinni. Sama
regla gildir vitanlega einnig í
hinu venjulega lífi. Það er ekki
alveg nóg að menn séu hraustir
og kunni að vinna. Þeir þurfa
jafnframt að hafa viljann til að
hagnýta sér kraftana og kunn-
áttuna. Og þeir þurfa helzt að
vilja gera það á þann hátt, að
það komi ekki aðeins þeim sjálf-
um, heldur einnig öðrum, að sem
mestum notum.
Þessvegna er hinn siðferðilegi
þáttur uppeldisins, sem æskunni
ex veíttur, ekki síður þýðingar-
mikill. Hann má vissulega ekki
gleymast í allri orðgnóttinni um
verklega námið og íþróttirnar.
Þeir, sem eru ungir, heyra oft
þær raddir frá eldri kynslóðinni,
að sjálfsbjargarhvöt unga fólks-
ins nú sé ekki jafnmikil og 1
ungdæmi hennar. Unga fólkinu
sé orðið gjarnara áð gera meiri
kröfur til annarra en sjálfs sín.
Keppikefli þess sé að losna við
allt erfiði og umstang og ná í
fyrirhafnarlítil störf. Það hugsi
yfirleitt lítið um heill og afkomu
heildarinnar, en þeim mun
meira um eigin hag.
Vafalaust eru þessar ásakanir
nokkuð ýktar, þegar talað er um
æskuna í heild. En því miður er
talsvert til af ungu fólki, sem
verðskuldar þennan dóm.
Ýmsir nefna þetta sorglegt öf-
ugstreymi, þar sem skólum og
uppeldisstofnunum hefir stór-
fjölgað á undanförnum árum og
þjóðin ver nú hundrað sinnum
meira fé'til uppeldismálanna en
fyrir fáum áratugum siðan.
En er rétt að tala um skólana
í þessu sambandi? Hefir þeim
ekki hingað til verið að mestu
leyti helgaður annar vettvangur
en siðferðilegur þroski æskulýðs-
ins og heilbrigður skilningur
hans á þeim kröfum, sem góður
þjóðfélagsþegn verður að full-
nægja, ýmist vegna sjálfs síns
eða heildarinnar? Sú fræðsla
næst ekki með því að læra
landafræði, náttúrufræði eða
einhverjar af hinum lögboðnu
skyldunámsgreinum skólanna.
Þessum þætti uppeldisins hefir
ekki verið sá sómi sýndur að
telja hann meðal hinna sjálf-
sögðustu námsgreina og þó er
hann vafalaust mikilvægastur af
þeim öllum.
Það efar enginn, að með
auknu verklegu námi og íþrótta-
kennslu, sé stefnt í rétta átt.
En það þarf engu síður að
auka hið siðferðilega uppeldi
skólanna. í skólunum á æsku-
maðurinn að læra að þekkja
skyldurnar við sjálfan sig og
þjóðfélagið. Með þeim hætti
vinna skólarnir bezt að þvi, að
gera æskumennina að góðum og
gegnum þjóðfélagsþegnum.
Þeir munu vera flestir, sem
láta sig dreyma um það, að engu
síður sé hægt að auka hið and-
lega mannsgildi en líkams-
hreystina. Þeir trúa því, að í
framtíðinni muni ríkja meira
réttlæti, jafnrétti og friður í
heiminum. En til þess að slíkt
geti orðið, þurfa ýmsar aðstæður
og m. a. uppeldið að breytast.
Það ætti að vera eitt mikilvæg-
asta hlutverk skólanna að hjálpa
til að láta þessa drauma rætast.
í ársskýrslu frá Landbrukets
Priscentral í Noregi birtist m. a.
yfirlit um framleiðslu og sölu
refaskinna síðastliðið ár. Eru
eftirfarandi upplýsingar teknar
þaðan:
Á árinu 1938—39 voru alls
framleidd í heiminum næstum
1,250 þúsund silfurrefaskinn. Af
þessari framleiðslu voru 350.000
skinn framleidd í Noregi eða
um það bil einn þriðji hluti
allrar heimsframleiðslunnar.
Verðmæti norsku framleiðsl-
unnar nemur 34 miljónum
króna, eða litlu meir en á síð-
astliðnu ári, en þá voru um 330
þús. skinn framleidd í Noregi.
Skinnaframleiðslan i Banda-
ríkjunum nemur væntanlega
nálægt 300.000 skinnum, í Kan-
ada 250.000, Svíþjóð 100.000, í
Þýzkalandi, Japan, Rússlandi og
Finnlandi um 30.000 skinn í
hverju landi. Önnur lönd fram-
leiða ekki slik skinn, svo að
máli skipti með tilliti til heims-
markaðarins.
Vegna verðfalls, einnig nú
upp á síðkastið, er markaðs-
verðið orðið svo lágt, að silfur-
refaræktin á við mikla erfið-
leika að búa, víða um lönd,
einkum í Noregi, Kanada og Sví-
þjóð, en þessi lönd til samans
framleiða meira en helming
allra silfurrefaskinna, er til fall-
ast í heiminum.
Útflutningur Norðmanna á
silfurrefaskinnum jókst enn
stórkostlega árið 1938 og nam
alls 348.070 skinnum, en var
281,369 átið 1937. Aukningin er
þvi 23,7%. Er það mjög mikið,
þótt ekki sé eins mikið og und-
anfarin ár. Af þessum skinnum
voru 198.618 send til Englands,
en 152,724 í fyrra, en mest-
megnis voru þau skinn aftur
seld til annarra landa á upp-
boðum í London, til Frakklands
52.207, en í fyrra 29.193, til
Þýzkalands 33.997, en 45.493 í
fyrra, til Belgíu og Luxemburg
23.433, en 17.665 í fyrra. Til
annarra landa hafa ekki verið
seld yfir 10.000 silfurrefaskinn.
Englendingar hafa því keypt
NIÐURLAQ
Til þessa liggur ein megin á-
stæða, og hún er þessi: Börnin,
sem alast upp nú um sinn á
sjávarmöl lands vors, eru
frumbyggjaböm. Sú kynslóð,
sem nú getur og fæðir og elur
upp börn hér í Reykjavík, er
fyrsta kynslóðin, sem fóstrar ís-
lenzk borgarbörn. Sjálf er hún
að miklum hluta fóstruð í sveit,
en að öðrum hluta í smáþorpi.
Meira að segja Reykvíkingarnir
fram 1 ættir hafa ekki verið
borgarbúar nema 2—3 tugi ára.
Þessi kynslóð —■ þetta fólk úr
sveítinni og strjálbýlinu —
hvorki veit um né þekkir né
skilur þann reginmun, sem er á
uppeldisskilyrðum og uppeldis-
þörfum í borg og í sveit. Þess
vegna lætur það eins og sá mikli
munur sé ekki til og gerir eng-
ar frekari uppeldisráðstafanir
börnum sínum til handa en
þær, sem sveitalífið heimtar.
Því er komið sem komið er ung-
viði borgarinnar.
Og borgin sjálf — sú félags-
lega heild, sem nefna má því
nafni — veit ekki, fremur en
einstaklingarnir, hvað til henn-
ar friðaT heyrir í þessu efni.
Reykjavík, fyrsta og eina borgin
57%, eða lítið eitt stærri hluta
framleiðslunnar en í fyrra.
Fyrir norsk silfurrefaskinn,
er flutt voru til Þýzkalands ár-
ið 1937—38, var greitt um 1.9
miljónir ríkismarka í handbær-
um gjaldeyri, og er það um 80%
af því, er fékkst árið 1933. Hinn
frjálsi gjaldeyrir, sem fékkst í
Þýzkalandi, mun nema andvirði
27.000 skinna, en afgangurinn,
um 7000 skinn, hafa verið seld
í vöruskiptum. Af því fé,’ sem
Þjóðverjar vörðu til skinna-
kaupa, varð að nota helming-
inn í Leipzig, en hinn helming-
inn annaðhvort í Leipzig eða
Osló. Hafa því verið vaxandi
kröfur um skinnakaup í Leipzig.
Margir eru þó hikandi við að
senda skinn sín til Leipzig,
vegna gj aldeyrisástandsins í
landinu.
Á meðfylgjandi línuriti sést
verðið á silfurrefaskinnum á
uppboðum í Osló frá því í des-
ember 1932 og fram til seinustu
áramóta.
Eins og línuritið ber með sér,
hefir verðlagið enn farið lækk-
andi síðastliðið ár, þó sérstak-
lega á al-silfurskinnum .En
einnig er það bersýnilegt, að
framleiðsla ljósu skinnanna
færist sífellt í aukana. Hér
standa Norðmenn öðrum betur
að vígi.
Fyrir skinn seld á uppboðum
í Osló árið 1937—38 fengu fram-
leiðendur í sínar hendur um
kr. 97.71 fyrir silfurrefaskinn,
75.36 fyrir skinn af norskum
blárefum, 151.44 fyrir skinn af
grænlenzkum blárefum, 23.82
fyrir rauðrefaskinn, 69.42 fyrir
hvítrefaskinn og 64.67 fyrir
krossrefaskinn. Tilsvarandi
verðtölur fyrir síðastliðið ár
hafa enn ekki verið reiknaðar
út, svo að að fullu sé á þeim
byggjandi, en svo virðist sem
verðið hafi lækkað nokkuð á
silfurrefaskinnum, hækkað dá-
lítið á skinnum af norskum blá-
refum og hækkað allmikið á
skinnum af grænlenzkum blá-
refum. Rauðrefaskinnin eru af-
ar verðlítil, en aðrar skinnateg-
í landi, sem enga borgamenn-
ingu á, — gerir ekkert til þess
— sýnir ekki einu sinni lit á að
reyna að skapa uppeldismenn-
ingu við sitt hæfi. Hún gleymir
því að mestu leyti, að börnin
séu til, nema þar sem lög um
skólaskyldu barna knýja hana
til að muna það. Utan þröngra
heimila sinna eiga börnin eng-
an samastað, frá því þau fæðast
og þar til þau eru vaxin, nema
skólana um takmarkað skeið.
Og þar er ekki rausnarlegar
veitt en svo, að börnum borg-
arinnar er þjappað í skólahús-
næði, sem ætlað er þriðjungi
þeirra.
Athugum nú stuttlega upp-
eldisskilyrði og uppeldisþarfir í
sveit og í borg, hvor fyrir sig,
til þess að glöggva oss á munin-
um á þessu tvennu, og á því,
hvaða afleiðingar hefir að gæta
ekki þess munar. Verð ég þó að
fara næsta fljótt yfir sögu,
rúmsins vegna, og aðeins leitast
við að beina athygli yðar að
nokkrum meginatriðum.
Móðirin í sveitinni getur á-
hyggjulaust sleppt barninu sínu
eftirlitslausu út, undir eins og
það getur hreyft sig um og leik-
ið sér. Því er óhætt og það get-
/9J2 /yjj-m /sjhjjs /sjf/sjt v /sji/sjr isjj-mi irni-
Aðalstelnn Sigmnndsson:
Borgarborn
Hrærttnnna
fyrir liestsifli
Steinsteypuvinna þykir mjög
erfið vinna, og því er ekki hægt
að neita, að svo er, en það er
óþarfi að þessi vinna sé eins
erfið og nú tíðkast, minnsta
kosti út um sveitir landsins.
Drýgstur vinnuléttir mun vera
að hræritunnunni. Henni hefir
verið lýst í „Tímanum“ áður, en
það er langt frá því að þetta á-
hald sé notað almennt. Skal því
lýst hér lauslega:
Þegar ekki er smíðuð sérstök
tunna, sem engin nauðsyn er,
þá er tekið olíufat eða önnur
stór tunna, slegnir í hana báðir
botnarnir og girt með tveim
sterkum gjörðum, sinni á hvorn
enda, þá eru tveir stafir sagað-
ir úr tunnunni milli innri gjarð-
anna. Þeir festir saman með
tveim klömpum innan á og bú-
ið svo um, að festa megi þessu
loki með hægu móti aftur, það
má t. d. með þvi að reka innri
gjörðina öðru megin nokkuð
lengra, svo hún standi inn af
endabrún opsins, svo hægt sé að
smeygja lokinu undir hana.
Hinu megin má svo búa út
rennilokur undir gjörðina, sem
renna má inn á lokið, þegar á
að festa því, en til baka aftur,
þegar það á að vera laust. Þessu
næst er svo fenginn öxull; þarf
hann helzt að vera nokkuð gild-
ur, (helzt 2 þumlungar, má vera
pípa). Hann er settur í gegn um
báða botna tunnunnar miðja og
þarf hann að standa svo sem 10
þumlunga út úr hvoru megin.
Þá er eftir að festa tunnuna.
Það má bæði með því að smíða
stól undir hana, sem er heppi-
legra, ef færa þarf tunnuna til'
undir í svipuðu verði og áður.
Samkvæmt hagskýrslum fyrir
árið 1938, er Det statistiske
Centralbyrá hefir aflað sér,
hefir skinnaútflutningur Norð-
manna verið sem hér segir:
Tala Verðkr. Meðalt.
Rauðrefir 5543 228.377 41.20
Krossrefir 344 34.675 100.80
Silfurrefir 348.070 38.299.899 110.04
Hvítrefir 1243 99.323 79.91
Blárefir 6243 698.820 111.94
Minkar 7530 301.684 40.06
Þetta verðlag er miðað við
skinnin flutt um borð og er ör-
lítið hærra en það, sem kaup-
endurnir hafa greitt fyrir þau í
Noregi. Ef finna skal það verð,
sem ætla má að framleiðend-
urnir hafi fengið í sínar hendur,
er hæfilegt að draga 15% frá
þessum upphæðum. Blárefa-
skinn hafa til uppjafnaðar
selzt betra verði en silfurrefa-
skinn. Þetta er þó vegna þess,
að skinn af grænlenzkum og
norskum refum, er fært undir
einn og sama lið. Verðlag á
norskum blárefaskinnum er all-
nokkuð oft. Annars má reka nið-
ur tvo staura með rúmlega
tunnulengdinni á milli, gjöra
far ofan í efri enda þeirra, svo
að hægt sé að láta tunnuöxul-
inn leika þar í. Lítinn pall þarf
að hafa, sem sé fast að staur-
um þeim, sem tunnan hvílir á,
og útskot úr honum undir tunn-
una, sem hallist vel að aðal-
pallinum. Síðan er 40 m. langur
kaðall látinn liggja skammt frá
og öðrum enda hans brugðið
tvisvar utan um tunnuna. Þeg-
ar tunnan er notuð, er steypu-
efnið sett í hana: sandurinn,
mölin, steinlímið og vatnið, allt
í einu, lokið sett fyrir og hestur
spenntur fyrir þann enda kað-
alsins, sem brugðið hafði verið
utan um tunnuna, hesturinn
síðan teymdur á stað frá tunn-
unni, svo langt sem kaðallinn
leyfir, þangað til brögðin fara
af tunnunni. Við það snýst
tunnan og steypan hrærist. Þá
er hvolft úr tunnunni ofan á
pallinn og steypublandan borin
í mótin.
Mestur vandi við notkun
tunnunnar, er að vatnið sé
hæfilega mikið í hrærunni. Er
því einna bezt að sami maður-
inn láti alltaf í hana.
Með þessari aðferð vinnst það,
að hin eiginlega steypuhræring
er færð yfir á hestana og verð-
ur þeim létt verk. Líka sparar
þetta vinnukraft og gengur
fljótara, því alltaf er hægt að
halda áfram að láta í tunnuna,
þó verið sé að losa pallinn.
Er slíks ekki vanþörf í sveit-
um landsins nú. T.
miklu lægra en á silfurrefa-
skinnum.
Norsk blaðaummæli, sem Tím-
anum hafa borizt, bera það meö
sér, að verð silfurrefaskinna
hefir stórfallið fyrstu mánuði
þessa árs og að refaeigendur í
Noregi búast við miklum erfið-
leikum.
Skulu hér tilgreind ummæli
nokkurra blaða:
„Nationen“ segir 13. f. m.:
„Eftir því, sem formaðurinn í
loðdýrafélagi Vestur-Agða, Aa-
nen Rejersdal, segir í dag við
„Fædrelandsvennen“, lítur út
fyrir að leggja verði niður mest-
an hluta af silfurrefabúunum á
Suðurlandinu. — Skinnaverðið
hefir lækkað stórlega. í fyrra
féll það um 30% og útlit er fyr-
ir að svipað verðfall verði lika
í ár. Eftir skýrslum, sem fyrir
liggja frá síðustu uppboðum í
London, var meðalverðið fyrir
silfurrefaskinn kr. 67.11. í fyrra
var verðið kr. 100.00 fyrir skinn
og það fannst okkur mjög lé-
legt, þar sem það kostar nú kr.
110.00 til kr. 115.00 að fram-
S. TJ. ZF1.
Nýtt félag. Á sumardaginn
fyrsta var stofnað Félag ungra
Framsóknarmanna í Grímsnesi.
Voru stofnendur þess seytján.
Formaður var kosinn Jón
Bjarnason í Öndverðarnesi og
Sigurjón Þorkelsson á Brjáns-
stöðum og Guðmundur Bene-
diktsson í Miðengi meðstjórn-
endur.
Samkoma í skíðaskálanum á
Hellisheiði. Félag ungra Fram-
sóknarmanna í Ölfusi og Félag
ungra Framsóknarmanna í
Reykjavík héldu sameiginlega
skemmtun í skíðaskálanum á
Hellisheiði. Sóttu hana nær
hundrað manns, flestir úr
Reykjavík og Ölfusi, en nokkrir
frá Selfossi og nágrenni.
Samkoman hófst með sam-
eiginlegri kaffidrykkju. Ræður
fluttu Eysteinn Jónsson ráð-
herra og Jón Emil Guðjónsson
kennari. Síðan voru borð upp
tekin og stiginn dans til klukk-
an hálf fjögur um nóttina, að
hver hélt heim til sín. Skemmt-
unin fór vel fram og skemmti
fólk sér prýðilega.
leiða eitt silfurrefaskinn. Salan
er erfið. Á síðasta uppboði í
London vóru boðin 39.000 skinn,
en aðeins seld 6500 skinn. Mik-
ill hluti, ef til vill flest, refabú
verða vafalaust lögð niður, og
þykir þetta stórkostlegt fjár-
hagslegt tap fyrir Suðurlandið.
í einu héraði á Austur-Ögðum,
Vegaardshei, hafa eignir refa-
búanna lækkað um kr. 300.000
og tekjurnar um kr. 90.000,
vegna hrunsins á refaskinna-
markaðnum. Þetta verður til-
finnanlegt tap í mörgum byggð-
arlögum í Vestur-Agðafylki, þar
sem talið er að í fylkinu séu um
15.000 silfurrefir. Platinurefirn-
ir bjarga sjálfsagt einhverju,
en nokkuð er það óvíst ennþá.“
„Sunnmörsposten" hefir þau
ummæli eftir formanninum í
Möre reveavleslag, að verðfallið
sé eðlileg afleiðing offramleiðslu
Niðurstaðan muni verða sú, að
ýmsir refaeigendur verði að
leggja árar í bát eða takmarka
framleiðsluna til muna. Aðeins
þeir, sem hafi minnstan fram-
leiðslukostnað, muni þola af-
leiðingu verðfallsins.
„Bergens Tidende" hefir það
eftir ritaranum í Norges Sölv-
reveavleslag, að í nóvember síð-
astliðnum hafi meðalverðið á
Oslo-uppboðunum verið kr.
110.38, í desember kr. 102.91, í
janúar kr. 97.79 og í febrúar kr.
82.16. í nóvember voru ekki tal-
in með skinn, sem seldust neðan
við 50 kr„ en hina mánuðina
voru ekki talin með skinn, sem
seldust innan við 40 kr. Á upp-
boðunum i London segir hann
að verðið hafi verið mun lægra,
því að kanadisku skinnin hafi
(Framh. á 4. síðuj
ur séð um sig sjálft, ef ekki er
djúpur bæjarlækur, opinn
brunnur eða aðrar slíkar hætt-
ur á seiði. Og slíkar hættur
læ.rir það fljótt að varast.
Sveitabarnið hefir mikla við-
áttu, þar sem það getur verið að
leikum sínum í friði ,og næði.
Það er aldrei í meira fjölmenni,
né í meiri ys og hraða og há-
vaða en svo, að það hefir kyrrð
og næði til að athuga og rann-
saka það, sem vekur athygli
þess í umhverfinu. Og um-
hverfi þess er fjölbreytt, en þó
ekki mjög breytilegt. Það vekur
til fjölbreyttrar athugunar, en
veitir jafnframt festu og ró til
rækilegrar athugunar, skilnings
og svölunar forvitni barnsins.
Samlíf sveitabarnanna við
skepnurnar hefir stórfellda upp-
eldisþýðingu fyrir þau. Um-
gengnismenning sveitanna er
einföld og krefst fábreyttrar
siðakunnáttu. Fámennið gerir
einstaklinginn meira áberandi
og knýr hann til meiri ábyrgð-
artilfinningar um eigin fram-
komu. Því fylgir, að ókunnir
menn eru tiltölulega sjaldgæf-
ir, og af því leiðir óframfærni
barnsins og hún verður hemill
á framgöngu þess og gerir hana
prúðmannlegri. — Foreldrar
barnsins og aðrir heimamenn
vinna verk sín á heimilinu, og
þau verk eru mjög margþætt og
breytileg, frumstæð og náttúr-
leg, — sjálf framleiðsla lífs-
nauðsynjanna og verðmætanna
úr skauti náttúrunnar. Börnin
sjá þessi störf fyrir sér frá því
þau eru fyrst þroskuð til eftir-
tektar. Og þau taka þátt í þeim
og læra að skilja þau, jafri-
skjótt og jafnóðum og geta
þeirra leyfir. Þetta veitir hæfi-
leikum barnanna margbreytta
æfingu. Fjölbreytni náttúr-
unnar og starfanna, og samvist
og samvinna með fullorðnu
fólki verður móðurmálskenn-
ari, sem enginn annar getur
jafnazt við.
Sveitin með víðáttu sinni, ó-
snortinni náttúru og næði til
leiks og athugunar, og með
margþætt framleiðslustörf
heimilanna, veitir ungum börn-
um hin æskilegustu uppeldis-
skilyrði.
Öðru máli og gagnstæðu
gegnir um borgina. Borgin, hvað
sem hún heitir og hvar í heimi,
sem hún er, getur varla boðið
ungum börnum sínum eðlilegt,
heppilegt uppeldisumhverfi. Þar
sem uppeldismálum er vel á veg
komið, er slíkt umhverfi og slík
skilyrði tilgert, og getur heppn-
azt vel. En þar sem borgin er í
sköpun, borgarmenningin öll á
fálmandi gelgjuskeiði, og ekkert
gert til að skapa smábörnum
uppeldisumhverfi, er engin von
að vel fari.
Móðirin, sem nú er að ala upp
börn hér í höfuðborg konungs-
ríkisins íslands, og er sjálf, svo
sem algengast er, alin upp í
sveit eða smáþorpi, hagar upp-
eldisstarfi sinu eftir hefðbund-
inni venju sveitanna, en það
er eina uppeldisvenja, sem hún
þekkir. Hún sleppir börnunum
lausum út úr þröngri íbúðinni,
jafnskjótt og þau geta borizt
um á eigin fótum. Hún veit ekki
það, sem reynsla kynslóðanna
hefir kennt mæðrunum, þar
sem borgamenning er gömul, að
barn í borg má aldrei vera eft-
irlitslaust úti. Litli anginn, sem
sleppt er sjálfráðum út á'göt-
una, á sér hvergi friðland, þar
sem hann getur verið í næði
að leikum sínum og athugun
tilverunnar. Hann getur hvergi
verið nema á götunni, þar sem
háskinn er við hvert fótmál og
bílar ausa hann for, þegar
blautt er, og ryki, þegar þurrt er.
í hreinleik slíks umhverfis mót-
ast barnssálin. Þarna er fjöldi
jafnaldra og hver reynir að
yfirgnæfa raddir hinna, til þess
að láta bera á sér. Þannig læra
börnin málið og háreystina, og
þarna skapa þau sér sína eigin
umgengnissiði, sem þau nota
hvert við annað og við allan
þann sæg ókunnugra manna,
sem sífellt angra þau með nær-
veru sinni og líta niður á þau í
tvöföldum skilningi, um leið og
þeir ganga hjá. Gatan veitir fátt
viðráðanlegra, náttúrlegra efna
til athugunar, og sjaldan næði
til að ráða gátur. Borgarbarnið
er lítið með fullorðum, og sízt
að fjölbreyttu starfi, því að
störfin eru þar unnin utan