Tíminn - 11.05.1939, Blaðsíða 1
RITSTJÓRAR:
GÍSLI GUÐMUNDSSON (ábm.)
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON.
FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR:
JÓNAS JÓNSSON.
ÚTGEFANDI:
FRAMSÓKNARFLOKKURINN.
23. árg.
RITSTJÓRNARSKRIFSTOFUR:
EDDUHÚSI, Lindargötu 1D.
SÍMAR: 4373 og 2353.
AFGREIÐSLA, INNHEIMTA
OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA:
EDDUHÚSI, Lindargötu 1d.
Sími 2323.
PRENTSMIÐJAN EDDA h. í.
Simar 3948 og 3720.
Reykjavík, finimtiidagmn 11. maí 1939
54. blað
RáðNtafanir vejsiia
Síldarverð
Herskyldan í Englandi
stríðshættnnnar
Víðtal víð Guðbrand Magnússon
varaformann stríðsnefndarínnar
Tíðindamaður Tímans
hefir snúið sér til Guð-
brands Magnússonar for-
stjóra, sem í forföllum Skúla
Guðmundssonar fyrrv. at-
vinnumálaráðherra gegnir
nú formannsstarfi í stríðs-
nefndinni, og bað hann að
skýra frá hver verkefni
nefndin hefði haft með
höndum undanfarið.
— Starf nefndarinnar er ein-
göngu ráögefandi. Tilgangurinn
með skipun hennar var sá, aö
hún yrði ríkisstjórninni til að-
stoðar og ráðuneytis um að-
gerðir, sem fært þætti að gera
með hliðsjón af yfirvofandi
stríðshættu.
En tillögur nefndarinnar tak-
markast að sjálfsögðu af gjald-
eyrisörðugleikum þjóðarinnar,
og hingað til hefir verið unnið á
þeim grundvelli að örfa inn-
flytjendur til þess að hraða inn-
flutningi á brýnustu nauðsynj-
um til framleiðslustarfseminn-
ar, að svo miklu leyti sem gjald-
eyrisnefndin og bankarnir hafa
séð fært.
Undantekning frá þessu eru
þó kolakaupin, sem ríkið fram-
kvæmdi í haust, þegar það
keypti 12 þúsund smálestir til
þess að auka kolaforðann.
í vor hefir starfsemi nefnd-
arinnar einkum beinzt að því að
hraðað yrði aðdráttum á olíu,
kolum og salti vegna síldarver-
tíðarinnar.
Eru nú olíubirgðir að kalla
jafnmiklar og olíugeymar rúma,
og þó eru það ekki nema 6—7
mánaða birgðir. Shell hefir að
vísu allt að ársbirgðum, en önn-
ur félög flytja í smærri förmum.
Kolaþörf, vegna síldarútvegs-
ins, bæði handa skipum og síld-
arverksmiðjum, er talin að vera
32.400 smálestir. Af þessu var í
birgðum 22. apríl eða keypt á
floti 10 þús. smál., 16.300 smál.
höfðu verið keyptar til hleðslu í
maí, 1800 smál. til hleðslu í júlí.
Afganginn skyldi kaupa, þegar
vitað yrði um starfrækslu síld-
arverksmiðjanna á Sólbakka og
Húsavík og svo jafnóðum og rúm
leyfði á móttökustöðum.
Saltbirgðir eru óvenju miklar
í landinu, einkum í Reykjavík,
Hafnarfirði, Patreksfirði og ísa-
firði. Saltfarmur er nýkominn
til syðri fjarðanna austanlands
Einar Jónsson
65 ára
Einar Jónsson myndhöggvari
er 65 ára í dag. í tilefni af því
mun Jónas Jónsson skrifa all-
itarlega um Einar og list hans
og mun sú grein birtast í Tím-
anum síðar.
og 1800 smál. farnar til ýmsra
smærri hafna á Norðurlandi.
Tveir stórir farmar eru væntan-
legir til Siglufjarðar og Eyja-
fjarðax í þessum mánuði, en til
Seyðisfjarðar, Norðfjarðar,
Breiðafjarðar og Bíldudals eru
væntanlegir tveir saltfarmar í
byrjun næsta mánaðar.
Um aðdrætti á ýmsum smærri
vörum, sem stríðsnefndin i
samráði við viðskiptamálaráð-
herra hafði farið fram á við
gjaldeyrisnefnd, að heimilaðir
yrðu, er gleggst að birta þá á-
kvörðun gjaldeyrisnefndarinn-
ar: „.... að ef innflytjendur
vilja og geta gert aukainnkaup
á netagarni, hampi til veiðar-
færagerðar, köðlum, vélareim-
um, önglum, síldarnetum og
nótum, grasfræi, baðlyfjum,
kjöttunnum eða efni í þær, ull-
arböllum, ljáum, ljáblöðum og
brýnum, ullarkömbum, band-
prjónum og hóffjöðrum, mun
nefndin veita þeim aukagjald-
eyris- og innflutningsleyfi til
þeirra kaupa eftir því, sem hún
telur hæfilegt, miðað við notk-
unarþörf á yfirstandandi ári.
Ennfremur mun nefndin, ef þess
er óskað, veita þeim innflytj-
endum, sem fengu leyfi fyxir
búsáhöldum, skófatnaði og
skotfærum við fyrstu úthlutun
þessa árs, sérstök leyfi til inn-
flutnings nú þegar fyrir olíu-
lömpum og tilheyrandi, sjóstíg-
vélum og skotfærum, enda skoð-
(Framh. á 4. síðuJ
ISigíús Einarsson I
tónskáld
Sigfús Einarsson tónskáld
varð bráðkvaddur í gær.
Verður þessa merka manns
getið nánar'. í blaðinu síðar.
Samkvœmt upplýsingum, sem Emil
Jónsson vitamálastjóri hefir veitt tið-
indamanni Tímans, verður talsvert um
nýbyggingar vita og endurbætur á
gömlum vitum í sumar. Verður alls
varið um 65 þúsund krónum til ný-
bygginga á þessu ári. Er um þessar
mundir verið að íullgera Knarrarós-
vita við Stokkseyri og verður kveikt á
honum í sumar. Var hann steyptur í
fyrra og er einn af hæstu vitunum hér
við land. Kostar hann 50 þúsund kr.
fullgerður. Vitanum á Brimnesi við
Seyðisfjörð og Hafnarnesi við Fá-
skrúðsfjörð verður breytt í gasvita, en
þeir hafa verið litlir olíuvitar. Á næst-
unni verður byrjað að byggja vita á
Þrídröngum við Vestmannaeyjar og að
því loknu verður hafin vitabygging á
Miðfjarðarskeri í mynni Borgarfjarðar.
Verða sennilega báðir fullgerðir í sum-
ar og eiga að lýsa 12—14 sjómílur. Tal-
að hefir verið um að reisa radiovita á
Hornbjargi, en eigi er enn að fullu
ráðið, hvort úr þeim framkvæmdum
verður í ár. Loks verður sett hljóð- og
ljósdufl við Sandgerðissund. Kostar
það um 20 þúsund krónur og á að
vera fullgert seinni hluta sumars. Auk
þess er að sjálfsögðu lagt til viðhalds
og smærri umbóta á gömlu vitunum.
t t t
Síðasta sunnudag í aprílmánuði var
sýning haldin á vefnaði og handa-
vinnu námsmeyja í Laugalandsskóla.
Var hún fjölsótt, ekki hvað sízt af
Akureyri, en þaðan fór margt bifreiða
ríkisverksmíðjanna
Síldveídiilotian verður
stærri en i fyrra
Stjórn síldarverksmiðju ríkis-
ins hefir undanfariö verið á
fundum hér í bænum og m. a.
haft til ákvörðunar kaupverð
síldarinnar, sem verksmiðj-
urnar taka til vinnslu í sumar.
Niðurstaðan af þeim athug-
unum hefir orðið sú, að stjórn-
in hefir lagt til við atvinnu-
málaráðherra að veita verk-
smiðjustjórninni heimild til
þess að kaupa síldina fyrir kr.
6.70 málið (135 kg.) af þeim, sem
óska frekar að selja hana en að
leggja hana inn til vinnslu.
Þeim, sem leggja síldina inn til
vinnslu, skulu greidd 85% af á-
ætlunarverðinu (kaupverðinu)
við afhendingu síldarinnar og
síðar sá hagnaður af rekstrar-
afgangi verksmiðjanna, sem
þeim hlutfallslega ber.
í þessu sambandi má geta
þess, að aðeins eitt skip, Stella
frá Norðfirði, valdi síðari leið-
ina í fyrra og mun það hafa
fengið nokkru hærra verð en hin
skipin.
Þetta verð, kr. 6.70 fyrir síld-
armálið, er með því hæsta, sem
verið hefir. í fyrra var verðið
ekki nema kr. 4.50.
Horfur um síldarsöluna eru
nú mun betri en þær voru í
fyrra. Verðið á síldarlýsinu er
nokkru hærra eða frá 13.10—
14 sterl.pd. á móti 12.10 sterl.pd.
þá. Verðið á síldarmjölinu er
svipað. Ríkisverksmiðjurnar eru
búnar að selja um 5000 smál. af
sildarlýsi og 4000 smál. af síld-
armjöli eða sem svarar 40—50%
af venjulegri framleiðslu. Svip-
að mun vera ástatt hjá hinum
verksmiðjunum.
Vegna gengislækkunarinnar
er líka hægt að greiða hærra
verð en i fyrra.
Gert er ráð fyrir að síldveiði-
flotinn íslenzki verði nokkru
stærri í sumar en í fyrra eða
sem svarar 10%.
Ríkisverksmiðjurnar munu
sennilega byrja að taka síld til
vinnslu um miðjan júní.
ingin þótti hin glæsilegasta og bar
bæði kennurum og nemendum góðan
vitnisburð. Meðal þeirra muna, sem á
sýningunni gat að líta, voru glugga-
tjöld, ábreiður, borðreflar, flosofnar
mottur, veggreflar, kjólaefni, borðdúk-
ar og þurrkur, allt ofið af námsmeyj-
um sjálfum; sumarkjólar, ísaumaðar
treyjur og kápur, saumað af náms-
meyjum, og efnin ofin af þeim. Auk
þess var sýndur margsháttar ísaumur,
allt úr íslenzku bandi og sumu lituðu
íslenzkum jurtalitum. Stíll og gerð
saumsins ramíslenzk.
t t t
Hafnfirðingar hafa sýnt mikinn
áhuga fyrir trjárækt og skógrækt, enda
náð undraverðum árangri. Fámennt
félag, sem upphaflega hafði allt annað
markmið, hefir komið upp í utanverð-
um bænum einum sérkennilegasta og
fegursta skrúðgarði, sem til er hér á
landi, Hellisgerði. Hafnfirðingar eiga
og tvær skóggirðingar, aðra í Undir-
hlíðum, en hina í Sléttuhlíðum. Auk
þess, sem hlúð er að kjarrinu, sem fyrir
er í þessum girðingum, eru á hverju
vori gróðursettar nýjar plöntur í skjóli
þess. í fyrra vor voru 2 þúsund plönt-
ur gróðursettar og störfuðu skólabörn
bæjarins í þrjá daga að þvi verki. í
vor verður að venju plantað allmiklu
í þessar girðingar, einkum í Sléttu-
hlíðagirðinguna, bæði greni og furu,
og nokkuð af birki. Verður byrjað á
þvi verki innan fárra daga. í Hellis-
Enska þingið hefir undan-
farið rætt frumvarp stjórnar-
inar um almenna herskyldu og
er það nú komið langt áleiðis.
Efni frv. er í stutu máli það,
að ríkisstjórninni er heimilt að
kveðja menn á aldrinum 20—21
árs (þ. e. tvo árganga i einu)
til sex mánaða herþjónustu. Að
þeim tíma loknum gefst þeim
tækifæri til að ganga í landher-
inn, ef þeir óska þess, og verða
þeir að vera þar í 3^/2 ár.
Eins og kunnugt er hafa Eng-
lendingar aldrei haft almenna
herskyldu, nema seinni ár
heimsstyrjaldarinnar 1914—18.
Skoðun þeirra hefir verið sú, að
það skapaði hollari hugsunar-
hátt meðal hersins, ef menn
gengu í hann af frjálsum vilja,
en væru ekki þvingaðir til þess.
Er þessi skoðun í góðu samræmi
við frelsishugsjónir Englend-
inga. Hún hefir heldur ekki orð-
ið þeim til neinna vonbrigða
fram á þennan dag, því alltaf
hafa gefið sig fram nægilega
margir sjálfboðaliðar á styrj-
aldar- og friðartímum. Ensk al-
þýða hefir síður en svo misnot-
að sér þetta frelsi. Hinsvegar
telja margir, að þetta frjálsræði
hafi skapað meðal hennar meiri
skyldutilfinningu og fórnarhug,
en þekkzt hafi annarsstaðar og
þessvegna hafi England aldrei
brostið sjálfboðaliða, þegar heill
þess og hagsmunir voru í hættu.
Það er þvi mjög eðlilegt að
skapazt hafi rótgróin andúð
gegn almennri herskyldu í Eng-
landi, einkum meðal verkafólks-
ins. Seinustu mánuðirnir hafa
heldur ekki leitt í ljós nein
hnignunarmerki, því aldrei hefir
framboð sjálfboðaliða verið jafn
mikið á friðartímum. Andstaða
verkamannaflokksins gegn her-
skyldulögunum er því á ýmsan
hátt skiljanleg. Ein mikilvæg-
asta röksemd hans er sú, að góð-
ur vilji hermannanna sé öllu
meira virði en viss hernaðar-
þekking og þvi sé hættulegt, að
gera nokkuð, sem getur lamað
áhuga þeirra og fórnarhug. Þá
heldur hann því fram að réttara
hafi verið að þyngja álögurnar á
auðmönnunum og til eflingar
vígbúnaðinum og auka hernað-
arstyrkleika Breta á þann hátt.
gerði er þessa dagana unnið að venju-
legum vorstörfum. Fá bæjarbúar það-
an talsvert af blómplöntum og dálítið
af trjáplöntum og ber bærinn þess ljós-
an vott, að svo hafi verið um nokk-
uð langa hríð.
t t t
Flensborgarskólanum i Hafnarfirði
var sagt upp í síðustu viku. í honum
stunduðu nám um 130 nemendur síð-
astliðinn vetur, en 23 luku burtfarar-
prófi. 24 nemendur voru í heimavist,
en auk þess borðuðu þar nokkrir fleiri.
Fæði, þvottar og þjónusta kostaði kr.
1.31 á dag fyrir pilta, en kr. 1.05 fyrir
stúlkur. Munu þess fá dæmi, að dval-
arkostnaður hafi orðið jafn lítill í
skólum, jafnvel sjaldan I fjölmenn-
um sveitaskólmn, sem eiga við góða
aðstöðu að búa. Viðurværi var þó
ágætt. Heimavistarráðskona var ung-
frú Margrét Auðunsdóttir úr Skafta-
fellssýslu.
t t r
Nemendaskipti milli ísl. og danskra
menntaskóla verða í sumar á líkan
hátt og áður hefir átt sér stað, síðast
1936. 1. júlí leggja nemendur frá Östre-
Borgerdyd-skóla í Kaupmannahöfn af
stað til íslands með Brúarfossi. Dvelja
þeir hér um tveggja vikna skeið. Um
20. júlí halda þeir heimleiðis og verður
þá einn íslendingur úr menntaskól-
unum á Akureyri eða í Reykjavík í
fylgd með hverjum Dana. íslenzku
nemendurnir verða í Kaupmannahöfn
til 9. ágúst.
Cecil lávarður,
aðalleiðtogi Jriðarsinna í Englandi
hefir mœlt með herskyldunni eins og
ástatt sé nú í heiminum.
Þegar athugað er þetta gamla
viðhorf Englendinga til her-
skyldunnar, vekur það mikla
furðu, hversu lítilli mótstöðu
herskyldufrumvarp stjórnarinn-
ar hefir sætt. Til þess liggja
ýmsar ástæður. Vegna aukinnar
tækni og meiri fjölbreytni hern-
aðartækjanna þarf lengri tíma
nú en áður til að geta gegnt her-
þjónustu svo að fullum notum
komi. Þessvegna getur maður,
sem gerist sjálfboðaliði í styrj-
aldarbyrjun, ekki gegnt her-
mennsku fyr en eftir nokkra
mánuði. En það, sem Bretar og
Frakkar hafa mest að óttast, er
að keppinautar þeirra muni
leggja aðaláherzluna á öfluga
skyndiárás, því langvinna styrj-
öld hafa þeir litlar vonir um að
vinna. Þessvegna er lýðræðis-
þjóðunum nauðsynlegt að ráða
yfir nægilega fjölmennum
mannafla, í styrjöldarbyrjun.
Sú ástæða, sem vafalaust hefir
orðið þyngst á metunum, var
vantrú bandaþjóða Breta á
hernaðarstyrkleika þeirra, sök-
um þess, að þeir höfðu ekki her-
skyldu og hinn fasti her þeirra
er tiltölulega fámennur. Einkum
hefir þetta vakið óhug meðal
Frakka og gert Bretum erfitt
fyrir í samningum þeirra við
önnur ríki seinustu vikurnar.
Með herskyldulögum er ekki
hvað sízt stefnt að því, að efla
þetta traust og sýna andstæð-
ingum Breta að þeim sé nú full
alvara. Eitt franska stórblaðið
hefir líka sagt „að herskyldu-
frv. ensku stjórnarinnar væri
stærsta sporið, sem enn hefði
verið stigið til verndar friðinum
í álfunni“.
Jarðaríör
Þorbcrgs Þorleif ssonar
Jarðarför Þorbergs Þorleifs-
sonar alþingismanns í Hólum fór
fram síðastliðinn mánudag. Var
athöfnin mjög virðuleg og há-
tíðleg. Um 400 manns fylgdu
hinum látna þingmanni til graf-
ar og hefir svo fjölmenn jarðar-
för eigi áður farið fram í hér-
aðinu. Af utanhéraðsmönnum
voru viðstaddir Páll Hermanns-
son alþingismaður á Eiðum og
Guðmundur Hlíðdal póst- og
símamálastjóri, er flaug austur.
til þess að vera viðstaddur at-
höfnina.
Húskveðju flutti heima í Hól-
um séra Eiríkur Helgason í
Bjarnanesi. Heiman frá Hólum
og til kirkju er um tveggja kíló-
metra vegur og skiptust ung-
mennafélagar og bændur á um
að bera kistuna þessa leið. Lík-
ræðu í kirkju flutti séra Eiríkur
Helgason, en auk þess töluðu þar
Páll Hermannsson, er flutti
kveðju alþingis og lagði blóm-
sveig á kistuna, Steinþór Þórð-
arson í Hala. Sigtryggur Davíðs-
son í Brekku í Lóni og Bjarni
Bjarnason i Brekku í Hornafirði.
A KROSSGÖTTTM
Vitabyggingar í sumar. — Handavinnusýning á Laugalandi. — Trjárækt og
skóggræðsla Hafnfirðinga. — Flensborgarskólinn.— Gagnkvæmar heimsóknir
fram að Laugalandi þenna dag. Sýn-
A víðavangi
í Mbl. segir í dag, að það hafi
verið fyrst nú í vor eftir myndun
þjóðstjórnarinnar, sem ríkið
hafi látið leita að fiskimiðum.
Þetta er ekki rétt. Þótt núver-
andi ríkisstjórn beri þakkir fyr-
ir þessa ráðstöfun hennar, er
rangt að eigna henni frum-
kvæði þessa máls. Slíkir leitar-
leiðangrar hafa á undanförnum
árum verið sem hér segir:
Haustið 1935 leitaði „Þór“ að
karfamiðum fyrir Norðurlandi.
Auk þess styrkti Fiskimálanefnd
þá leit að karfamiðum á togur-
um fyrir Norðvesturlandi. V/s.
„Þór“ var í rannsóknarleið-
angri á vegum Fiskimálanefnd-
ar 1936 frá 22. júní til 10. ágúst.
B/v. „Maí“ leitaði fiskimiða á
vegum Fiskimálanefndar út af
Faxaflóa 9 daga í febrúar 1937.
V/s. „Þór“ var í rannsóknarleið-
angri og fiskileit 1937, frá 23.
maí til 15. júlí. V/s. „Þór“ var í
rannsóknarleiðangri og fiskileit
1938 frá 22. júní til 20. júlí. Auk
þess hefir Fiskimálanefnd látið
framkvæma fiskirannsóknir
innanfjarða á minni skipum.
* * *
Kommúnistar vonuðu, að
breytingin á verðgildi krón-
unnar myndi skapa óánægju,
sem yrði þeim að liði flokkslega.
Þeir þóttust ennfremur fullvissir
um að samstjórnin myndi verða
óvinsæl, og að óánægðir menn
í öllum stj órnarflokkunum
myndu koma í hinar rauðu
herbúðir.
* * * »
En þessar vonir hafa ekki
orðið að veruleika. Vitaskuld
var í öllum stjórnarflokkunum
töluvert af fólki, sem ekki var
hrifið af nýjum nábúum. En
ekki er vitað um einn einasta
mann, sem taldi sér meinabót í
því að fara til olíukarlsins með
útlendu vikapiltana.
* * *
En tiltölulega fljótt sáu kom-
múnistar, að hér var meira á
seiði. Þeir höfðu hálfvegis búizt
við allskonar harðrétti, svip-
uðu því og þeir höfðu áður boð-
að öðrum — framtíðarríki bylt-
ingarmanna. Þeir sáu ekki bóla
á neinu píslarvætti, heldur á
rólegu og skipulegu álitsleysi.
Orka aðalflokkanna gekk 1 að
vinna nauðsynlega vinnu, og
kommúnistarnir biðu utan
garðs, eins og Héðinn Valdi-
marsson á stórbýlinu í Borgar-
firði.
* * *
Mbl. hefir sagt frá því, að
hinn nýi atvinnumálaráðherra,
Ólafur Thors, ætli að sjá um að
úrvalssaltfiskur frá sölusamlag-
inu verði jafnan til sölu innan-
lands, og hlutfallslega með sama
verði og fæst fyrir hann í Suð-
urlöndum. Þetta er skemmtileg
nýjung, og eins merkileg fyrir
íslendinga og þegar Sambandið
hefir hvarvetna á boðstólum sitt
góða hangikjöt af Hólsfjöllum.
Næsta spor ríkisstjórnarinnar
verður væntanlega í áframhaldi
af þessu að koma sölu á nýjum
fiski í bænum líka í gott horf.
Með bættu skipulagi má tryggja
betur afkomu sjómannanna,
fisksalanna og neytenda. Og
umfram allt ætti ekki lengur að
sýna erlendum og innlendum
gestum þá hörmulegu aðbúð,
sem fisksalarnir verða að þola
fram við höfnina.
* * *
Það er eitt af stærstu vel-
ferðarmálum Reykvíkinga og
margra annarra manna hér á
landi, að eiga kost á góðum og
vel með förnum fiski, nýjum og
söltuðum, með verði, sem er
sambærilegt við erlenda verðið
á þeirri vöru. Ef til vill er skipu-
lagning fisksölunnar eitthvert
bezta ráðið til að minnka dýr-
tíðina í höfuðstaðnum.
Séra Páll Þorleifsson á Skinna-
stað, bróðir Þorbergs, gat ekki
náð skipsferð suður og var því
fjarstaddur jarðarförina.