Tíminn

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmaí 1939næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    30123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Tíminn - 16.05.1939, Blaðsíða 1

Tíminn - 16.05.1939, Blaðsíða 1
RITSTJÓRAR: GÍSLI GUÐMUNDSSON (ábm.) ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR: JÓNAS JÓNSSON. ÚTGEFANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. RITSTJÓRNARSKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI, Lindargötu lD. SÍMAR: 4373 og 2353. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 1». Sími 2323. PRENTSMIÐJAN EDDA h. f. Símar 3948 og 3720. 23. árg. Reykjavík, þriðjndagiim 16. maí 1939 56. blað Hafnargerðir oglendíngabæt ur, sem unnar verða í sumar Frásögn vitamálasljóra Brezku konungshjónin lögðu af stað í hina u>rirhuguðu Amerikuför slna í síöastl. viku. Tóku þau sér far með kanadiska stórskipinu „Empress of Australia", og hafa tvö ensk lierskip fylgt því vestur. Norðan við New- foundland lenti skipið í mikilli þoku, en þar er jafnan hafísreki mikill, og hélt skipið því lengi kyrru fyrir. Hefir það seinkað för þess um tvo daga, og kemur það ekki til hafnar í Kanada fyrr en á morgun. Aðalerindi kon- ungshjónanna er að ferðast um Kanada, sem er brezkt samveldisland. En jafnframt munu þau þiggja heimboð hjá Roosevelt Bandaríkjaforseta. — Myndin er frá svœði, þar sem skipið hélt kyrru fyrir, og gefur hugmynd um stœrð ísj akanna þar. Skipaskurður yfir Frakkland í stað Gíbraltarsundsins Merkilegt frumvarp í franska þinginu Tíðindamaður Tímans hefir leitað upplýsinga hjá Emil JónSsyni vitamála- stjóra um hafnargerðir þær og lendingarbætur, sem fyr- irhugað er að vinna að á þessu ári. Fer frásögn vita- málastjórans hér á eftir: — Af hinum stærstu hafnar- mannvirkjum, sem unnið verður að, er fyrst að telja Sauðár- krókshöfn, er verður fullgerð í ár. Mun það kosta um 100 þús- undir króna, og hefir þá alls verið varið um 750 þús. kr. til þess hafnarmannvirkis. í Dalvík verður hafin hafnar- gerð. Er áætlað, að höfnin kosti um 450 þús. kr., og verði unnið fyrir um 100 þús. kr. í ár. Á Suðureyri við Súgandafjörð verður haldið áfram hafnarbót- um, sem byrjað var á í fyrra. Var þá varið til þeirra 20—30 þús. kr. og verður unnið fyrir viðlíka háa upphæð að þessu sinni. í Siglufirði verður haldið á- fram við byggingu öldubrjóts- ins, sem unnið hefir verið að undanfarin ár. Á því verki að vera lokið næsta vor og er á- ætlað, áð heildarkostnaðurinn nemi um 650 þús. kr. Á Skagaströnd verður unnið að og gengið frá lengingu hafn- argarðs, sem einnig var í smlð- um i fyrra. Á Þórshöfn verður bryggja lengd fram, þannig að hún standi á þriggja metra dýpi um fjöru. Er kostnaður við þetta verk ráðgerður 40 þús. kr. í Bolungavík fer fram viðgerð á brimbrjótnum og verður 25 þús. kr. varið til þessa. í Salthólmavík á að gera bryggju. Á Hvammstanga verður reist bryggja. Auk þeirra hafnarbóta, sem hafa verið taldar, er talað um, en þó eigi fastráðið, að reisa Frjáls mnflufningur á nokkrum vörum Breytíng á reglugerð- ínni um gjaldeyris- verzlun o. il. Viðskiptamálaráðuneytið hef- ir nýlega gert breytingu á reglu- gerð um gjaldeyrisverzlun o. fl., sem gefin var út síðastliðið sum- ar. Samkvæmt þeirri breytingu er gefinn frjáls innflutningur á rúgi, rúgmjöli, hveiti, hveiti- mjöli, hafragrjónum, hrísgrjón- um, bankabyggi, kolum, salti, brennsluolíum, smurningsolíum, benzíni, hessian, tómum pokum, prentuðum bókum, blöðum og tímaritum. Þessar tilslakanir eru gerðar samkvæmt umtali milli stjórn- málaflókkanna í sambandi við stjórnarmyndunina í vetur. Ættu þær ekki að koma að sök, þar sem hér er um að ræða nauðsynjavörur, sem lítið hefir verið takmarkaður innflutn- ingur á undanfarin ár, þótt heimild hafi verið til þess. Framsóknarflokkurinn hefir jafnan lýst yfir því, að hann liti á innflutningshöftin sem nauð- synlega ráðstöfun vegna við- skiptaástandsins eins og það er og hefir verið, en hinsvegar ætti að létta þeim af strax og ástæð- ur leyfðu. Með því að taka þátt í framangreindum tilslökunum hefir flokkurinn viðurkennt þessa afstöðu í verki. nýja bryggju á Kópaskeri, gera við og breikka bryggju í Ólafs- firði og gera stóra uppfyllingu og hefja smíði nýrrar bryggju vestan fjarðarins, smíða bryggju á Blönduósi, lengja bryggju í Grafarnesi í Grundarfirði, reisa bryggju og sjóvarnargarð i Grindavík, lengja bryggju í Grímsey, lengja bryggju á Staf- nesi, byggja bátabryggju í Hafnarfirði, byggja bryggju á Hvalnesi í Miðneshreppi, lengja bryggju og sjóvarnargarð í Gerðum og lengja bryggju í Suðurvör í Þorlákshöfn, auk nokkurra smærri lendingarbóta, sem ekki er enn vitað, hvort úr verður í þetta skipti. Verðhækkun á sykri Kommúnistablaðið hefir ný- lega haldið því fram að verð- hækkun sú, sem orðið hafi á sykri í bænum, stafi af gengis- lækkuninni. í tilefni af því hef- ir Tíminn aflað sér þeirra upp- lýsinga, sem hér fara á eftir: Um miðjan marz s. 1. var verð á molasykri í Englandi 10/% d. per cwt. í Vi ks., en fyrir nokkr- um dögum var verðið komið upp í 12/10 y2 d. per cwt í Vi ks. Um miðjan marz var verð á strausykri í Englandi 7/8% d. per cwt. í Vi sk., en fyrir nokkr- um dögum var verðið komið upp í 10/6 d. per cwt. í J/i sk. Verð- hækkunin er 2/9% d. per cwt. og nemur það á verði molasyk- ursins 28% og á verði strau- sykurs 37%. Vegna þess hvað tollur og annar þungakostnaður er mik- ill hluti af verði sykurs, sem seldur er hér innanlands, kemur ekki ofangreind verðhækkun eins áberandi fram á útsöluverð- inu hér. Matvörukaupmenn í Reykja- vík, sem voru orðnir sykur- lausir, hafa orðið að kaupa á hækkuðu verði og hækka út- söluverð sitt um leið sem hér (Framh. á 4. síðu) Nokkur veiðiskip hafa undanfarna daga fengið dágóðan afla á Hornbanka. Tóku togararnir, er lágu hér inni, að búast á veiðar í gœr, er fiskisagan barst. Póru fjórir Kveldúlfstogarar og tveir Alliancetogarar út í gœr. í dag fara væntanlega flestir togaranna, sem enn eru inni, svo að ekki verða nema tveir eða þrir eftir í höfn. t t t Sauðburður er nú að hefjast, og er veður venju fremur hlýtt um allt land og hagstætt með tilliti til hans. Sauð- gróður er alstaðar kominn og sumstað- ar fyrir löngu. Nokkuð er misjafnt, hve snemma ær byrja að bera, eftir landshlutum og staðháttum og bú- skaparvenjum í hinum ýmsu sveitum. Þar, sem tíðkanlegt er að hleypa til ánna um jól eða litlu eftir þau, eiga ærnar að byrja að bera um miðjan maí eða laust eftir miðjan mánuðinn. í ýmsum byggðarlögum er venja að byrja að hleypa til fyrir jól, en annars staðar er það aftur á móti ekki gert fyrr en um nýár og jafnvel ekki fyrr en fyrstu dagana i janúar. Þegar tíð er svo stillt og góð og gróður svo mikill sem nú, má gera ráð fyrir að minnsta kosti fullorðnar ær hafi nokkra daga yfir. t t t Samkvæmt fréttum, er Tíminn hefir haft utan af landi, eru skógar og kjarr nú að lauígast og stendur enda víða í fullum blóma nú þegar. Má gera ráð fyrir, að hinir þróttmeiri skógar beri Eftírlít með manna- haldí og starfskjörum hjá opinberum stofnunum Eins og áður hefir verið skýrt frá, lét fjármálaráðherra á síð- astliðnum vetri undirbúa frum- varp til laga um starfsmenn opinberra stofnana, þar sem á- kvæði voru sett um skyldur manna og réttindi. Samdi Sig- urvin Einarsson kennari frum- varpið, en hann er orðinn þess- um málum kunnugur sökum formennsku sinnar í rekstra- ráði nr. 1. Fjárveitinganefnd at- hugaði frumvarpið á nokkrum fundum sínum og gerði við það breytingartillögur. Var ætlunin að fjárhagsnefnd neðri deildar Alþingis flytti það, þar sem fjárveitinganefnd getur ekki flutt frumvarp. Vegna frestunar Alþingis varð ekki af flutningi þessa frum- varps nú, en það mun koma fyr- ir haustþingið. Aftur á móti samþykki fjárveitinganefnd á- skorun til ríkisstjórnarinnar um það, að ráðinn yrði, fram til næstu áramóta, eftirlitsmaður með öllum stofnunum og starfs- greinum rikisins i Reykjavík, er fylgist með vinnubrögðum og rekstri þeirra. Ríkisstjórnin réði Siguxvin Einarsson til þessa starfa. Samkvæmt tillögu eftirlits- mannsins, hefir fjármálaráð- herra nú þegar, lagt fyrir allar stofnanir ríkisins í Reykjavík: Að senda eftirlitsmanni mán- aðarlega nákvæma skrá yfir launagreiðslur, hverskonar sem þær eru. Að því aðeins megi gera breyt- ingu á starfsmannahaldi svo sem um fækkun eða fjölgun starfs- manna, laun, vinnutíma og önn- ur starfskjör, að ráðuneytið fall- ist á hana, að fenginni umsögn ef tirlitsmannsins. Má vænta þess, að nýbreytni þessi beri góðan árangur og þingið taki þessi mál til ítarlegr- ar meðferðar. Gilda engar reglur um mörg þessara atriða og er full ástæða til úrbóta og sam- ræmingar á ýmsum sviðum. vel þroskað fræ í ár, ef enginn áföll verða þeim til skaða í vor eða sumar, er gróðrartíminn hefst svo snemma og áfallalaust. t t t Gunnar Bóasson útgerðarmaður á Reyðarfirði er á ferð hér í bænum um þessar mundir og hefir tíðindamaður Tímans hitt hann að máli. Gunnar stundaði í vetur útgerð frá Sandgerði og lætur dável af veiðibrögðum. Öfl- uðust um 620 skippund fiskjar á bát hans, Stuðlafoss, og varð hásetahlutur um 1250 krónur. Alls voru um 25 bátar gerðir út frá Sandgerði í vetur og voru 9 þeirra austfirzkir, 6 úr Neskaupstað I Norðfirði, 2 frá Eskifirði og 1, bátur Gunnars, frá Reyðarfirði. Auk þess höfðu 6 bátar frá Seyðisfirði bækistöð sína í Keflavík. Allmikill aðstöðumunur er að leggja upp afla í Keflavík og Sandgerði. Verður hver bátur, sem út- gerð stundar frá Sandgerði, að greiða nær 3000 krónur á vertíð í flutnings- kostnað, bæði á salti og fiski, sem flutt er frá og til Keflavíkur. Er leiðin um 14 km. Vakið hefir verið máls á því, að úr þessum kostnaði mætti draga mikið, með því að leggja veg beint yfir skaganrt miili Sandgerðis og Kefla- vikur, og losna á þann hátt við krókinn út í Garð. Styttist leiðin með því um nær helming og kostnaðurinn minnk- aði að sama skapi. Afla sinn hafa aust- firzku bátarnir selt eins og bezt hefir gengið, en nokkuð hefir þó verið flutt austur til verkunar. Frá Sandgerði í heimsblöðunum hefir oft verið um það rætt undanfarnar vikur, hvort Bretum geti heppn- ast í næstu styrjöld að halda Gibraltarvíginu, ef Spánverjar væru í andstæðingaliði þeirra. Telja margir það vafasamt, en slíkt gæti haft höfuðþýðingu, þar sem Gibraltar veitir Bretum nú aðstöðu til að ráða yfir sigl- ingaleiðinni milli Atlantshafsins og Miðjarðarhafsins. Jafnframt þessu hafa heims- blöðin birt ýmsar fregnir um það, að Spánverjar hefðu leyft ítölum og Þjóðverjum að reisa svo rammbyggileg vígi beggja megin Gibraltarsundsins, að þeir geti nú engu síður hindrað siglingar um það en Bretar. Vegna þessara umræðna um þýðingu Gibraltarsundsins og vígbúnaðinn við það, hefir frumvarp, sem tveir þingmenn lögðu nýlega fram í franska þinginu um skipaskurð, sem grafinn væri í gegnum Frakk- voru um 350 skippund send til Reyðar- fjarðar, 800 skippund til Eskifjarðar og álíka mikið til Neskaupstaðar í Norðfirði. Hinir austfirzku bátar hættu veiðum um lokin, eftir fjögurra mán- aða vertíð, og eru nú á förum austur. í Hornaíirði voru á vertíðinni 20—30 Austfjarðabátar. Öfluðu þeir báglega, um 50—80 skippund hver á nær þrem mánuðum. Hinsvegar er útgerðarkostn- aður þar mun minni en við Faxaflóa. t t r Steingrimur Steinþórsson búnaðar- málastjóri var í síðastliðinni viku norður á Hvammstanga, til þess að kynna sér möguleika þorpsbúa á að fá til umráða og hagnýtingar hentugt land. Þorpið sjálft stendur í landi tveggja jarða, sem eru í einkaeign. Þorpsbúar eiga talsvert af kúm og hafa mjög mikla þörf á að fá greiðan aðgang að landi, bæði til nýyrkju og beitar. — Tvö snotur nýbýli hafa verið reist í grennd við þorpið og hið þriðja er verið að byggja. r r r Æskumenn í Borgarfirði hafa borið fram þá hugmynd að mynda friðreit á einhverjum fögrum skógivöxnum stað í héraðinu. Halldór Sigurðsson í Borg- arnesi skrifar um þetta mál í nýút- komnu riti ungmennasambands Borg- arfjarðar og leggur til að skógurinn og hraunið umhverfis Hreðavatn verði valið til slíkrar friðunar. Á aðalfundi ungmennasambandsins, sem haldinn (Framh. á 4. siðu) land og tengdi saman Atlants- hafið og Miðjarðarhafið, vakið mikla athygli. Skurði þessum er ætlað að liggja frá hafnarborg- inni Bordeaux við Garonne- fljótið og þaðan greiðfærustu leið yfir til Miðjarðarhafs- strandarinnar. Þessi hugmynd er enganveg- in ný. Henni hefir verið hreyft öðru hvoru síðan á miðöldum. Árið 1928 var sérstakri verk- fræðinganefnd falið að athuga þetta mál og byggja flutnings- mennirnir frumvarpið á niður- stöðum hennar. Samkvæmt þeim myndi skurðurinn verða um 450 km. langur, yfirborðs- breidd hans 250 m., botnsbreidd 120 m. og meðaldýpt 13 m. — Á einum stað þyrfti að gera 72 m. háan skipastiga, sem myndi verða 13 tröppur. Gert er ráð fyrir að skipin geti siglt eftir meginhluta hans á fullri ferð. Nefndinni reiknast til, að þessi framkvæmd myndi skapa at- vinnu fyrir 200.000 manns í sex ár. Leggja flutningsmenn frv. til að frönskum atvinnuleysingj - um og spönskum flóttamönnum verði falin þessi vinna. Telja má víst, ef skurður þessi yrði gerður, myndi meginhluti allra siglinga milli Miðjarðar- hafsins og Atlantshafsins fær- ast þangað og umferðin verða mjög litil um Gibraltarsund. Yrði þessi nýja leið stórum styttri og fljótfarnari. En jafn- framt myndi hún gerbreyta valdaaðstöðunni við Miðjarðar- hafið. Aðstaða Frakka styrktist verulega, en hernaðarleg þýð- ing Gibraltar og annarra vígja við Gibraltarsundið hyrfi að mestu leyti úr sögunni. Bretar hafa því fram til þessa tíma litið þessa hugmynd óhýru auga, en ýmsir telja að nú sé það við- horf þeirra breytt. Það er ekki talið vist, að frum- varp þetta muni ná samþykki franska þingsins að sinni. En verði einhver breyting á valda- afstöðu Breta og Frakka við Gibraltarsundið, má fullyrða, að þessi hugmynd fái byr. Þá hefir einnig komið fram önnur hugmynd, sem gengur í svipaða átt. Hún er þessi: Skip- in sigla beint af hafi inn í stór- ar vatnsþrær, sem eru á hjól- um. Þær eru síðan dregnar á land, vatninu hleypt burtu, og í þessu farartæki eru skipin flutt milli Atlantshafsins og Miðjarðarhafsins. Þá þyrfti ekki að gera neinn skurð, en í þess stað óvenjulega breiðan bílveg eða járnbraut. Er það franskur verkfræðingur, sem hefir hreyft þessari tillögu. A víðavangi Sú skemmtilega nýjung gerð- ist nýlega í háskóla íslands, að um 20 stúdentar stofnuðu félag Framsóknarstúdenta, en það lýðir, að nokkur hluti af nem- endum þessarar stofnunar skil- ur tákn tímans og gengur hik- laust út í baráttuna að lyfta ójóðinni til frelsis og menning- ar, en byggir á þúsund ára gam- alli menningu íslenzkra bænda. Kommúnistar, studdir með er- lendu fé, höfðu um allmörg undanfarin ár reynt að draga alla frjálslynda stúdenta inn í skugga erlendrar stefnu. Þótti óað undarleg sjón, að sjá tæp- lega í háskólanum sjálfstætt æskufjör, nema hjá þeim náms- mönnum, sem hneigðust að óeim tveim öfgastefnum, sem engan hljómgrunn eiga hjá iislendingum. En nú eru þeir dagar liðnir. íslenzku lýðræðis- flokkarnir þrír munu nú hver um sig fá sinn eðlilega liðsauka í háskólanum, og æskumenn leirrar stofnunar hætta að líta á sig, eins og útlaga í því þjóð- félagi, sem gerir sitt til að koma þeim til manns. * * * Það er gott að íþróttalíf og hófsemi um eiturnautnir vex í báðum menntaskólunum. Eh ekki er vel að verið, nema þær þjóðlegu hreyfingar, sem starfa í landinu, hiti og þroski hugi nemenda. Svo var á hinni pólitísku baráttutíð við Dani, að menn eins og Arnljótur Ólafs- son, Benedikt Sveinsson eldri, Skúli Thoroddsen, Benedikt Sveinsson yngri, Sigurður Guð- mundsson, Gísli Sveinsson, Ari Arnalds og fjölmargir aðrir menntaskólanemendur, sýndu forustuhæfileika á unga aldri. Annaðhvort er æska landsins þróttminni nú en þá eða að menntaskóla- og háskólapiltar eiga enn að hafa skapandi mátt til að ganga inn í hinar lifrænu fylkingar lýðræðisflokkanna. Stofnun Framsóknarfélags í há- skólanum er frá þessu sjónar- miði þýðingarmikill atburður. * * * Laxá í Þingeyj arsýslu er feg- urst fljót á landinu og þó víðar sé leitað. Sennilega eru þar betri skilyrði til mikillar lax- göngu en í nokkurri annarri ís- lenzkri á. En um langan tíma hafa fossarnir hjá Laxamýri með ýmsum óhöppum, sem snert hafa þá, dregið svo úr hinni náttúrlegu klakstarfsemi, að áin var í þessum efnum beinlín- is að þorna. En nú eru að hefj- ast tvær framkvæmdir við Laxá. Annarsvegar virkjun Akureyrar, sem seinna meir gæti leitt ljós og yl á hvert heimili í Þingeyj- arsýslu og Eyjafirði. Hitt er klakstöð mikil, sem ríkið rekuT og hefir nú starfað í tvo vetur. Þaðan er byrjað að flytja laxa- seiði í allar ár í Suður-Þingeyj- arsýslu og nokkrar ár í Eyja- firði. Kaupfélag Eyfirðinga ætl- ar að fá 100—200 þús. seiði í Eyjafjarðará, árlega, og gera þar stórfellda veiði, sem stunduð verður sameiginlega til hags- muna fyrir alla bændur, sem land eiga að ánni. Merkur Eng- lendingur, kennari við Eton- skóla, hefir tekið að sér að gera Fnjóská að mikilli laxveiðaelfu á tuttugu árum. Kaupmaður á Akureyri, Tómas Björnsson, tek- ur Djúpá í Ljósavatnsskarði sömu tökum. Sjálf Laxá verður fyllt af laxi, og kynstofninn það- an fluttur í allar ár í tveim sýslum. Eftir þessu og ýmsu öðru að dæma virðist það engin fjar- stæða að gera ráð fyrir því, að þessar hugmyndir um samgöng- ur milli Atlantshafsins og Mið- jarðarhafsins komist á einn eða annan hátt í framkvæmd áður en varir, og hafi í för með sér gerbreytingu á siglingum um Miðjarðarhafið og valdaaðstöðu landanna við það. A. KROSSGÖTUM Aflahrota á Hornbanka. — Sauðburðurinn að hefjast. — Skóggróðurinn. — Austfjarðabátarnir. — Ræktunarmöguleikar Hvammstangabúa. — Friðreitur við Hreðavatn.

x

Tíminn

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-8459
Tungumál:
Árgangar:
79
Fjöldi tölublaða/hefta:
17873
Gefið út:
1917-1996
Myndað til:
28.08.1996
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað: 56. tölublað (16.05.1939)
https://timarit.is/issue/56225

Tengja á þessa síðu: 221
https://timarit.is/page/998663

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

56. tölublað (16.05.1939)

Aðgerðir: