Tíminn - 16.05.1939, Blaðsíða 4

Tíminn - 16.05.1939, Blaðsíða 4
224 TtMlM, frrigjudagiim 16. mal 1939 56. blað Yfir landamærín 1. Mbl. hefir nú gengið vel og há- tíðlega frá skottu þeirri, þjóðernissinn- um, sem sótti á að fylgja Sjálfstæðis- mönnum. Telur blaðið að sú útlenda og mjög óþjóðlega hreyfing sé nú dauö og molduð. Síðasta hervirki þeirra var að auglýsa jarðarför sína undir merki er- lends stórveldis. 2. Blað kommúnista hefir það sem höfuðsakarefni á ríkisstjórnina, að hún virðist eindregið mæla með því, að hjartagóð kona, sem vill taka sér fóst- urbarn, fái fremur lítinn íslending heldur en lítinn Gyðing. 3. í blaði, sem kommúnistar í háskóla íslands gáfu út fyrir skömmu, var mynd af stúdent frá góðu heimili í sveit, þar sem hann hangir niður líkt og útigangshestur með hálfbrenndan vindling við vangann sem menntunar- merki. Sú mynd minnir á stúdenta frá þeirri tíð, þegar sú þótti sæmdin mest fyrir þá stétt, að lötra veiklulega eftir götunni, dragast með göngustaf, og stúdentshúfu lafandi aftan á höfðinu. 4. í hinni almennu niðurlægingu kommúnista er einn maður, utan þeirra skipulagða hóps, sem stendur í vináttu- sambandi við þá. Það er Helgi Guð- mundsson, sem kallar sig aðalbanka- stjóra í Útvegsbankanum. Hefir hann fram að þessu getað veitt þeim ýmis- ÚR BÆIYtTM Tíminn kemur ekki út á fimmtudaginn, því vinna fellur þá niður í prentsmiðj- unni. Kvikmyndahúsin. Nýja Bíó sýnir nú franska stórmynd, „Perlur ensku krúnunnar". Hefir hún hlotið mikið lof erlendis og er af mörg- um talin bezta sögulega kvikmyndin, sem Frakkar hafa gert. Frægasti kvik- myndastjóri Frakka, Sacha Guitry, hefir stjórnað myndatökunni og leikur sjálfur þrjú hlutverk. — Gamla Bíó hefir sýnt hina frægu amerísku teikni- mynd „Mjallhvít", nokkuð á aðra viku, við mjög mikla aðsókn. Er hún vinsæl- asta teiknimyndin, sem enn hefir ver- ið gerð. Garðrækt Fræðslukvikmyndir um garðrækt og kornyrkju verða sýndar í Nýja Bíó kl. 6. Árni G. Eylands skýrir myndimar. Sjötíu ára er í dag Áslaug Torfadóttir á Ljóts- stöðum í Laxárdal. Gestir í bænum: Gunnar Bóasson útgerðarmaður á Reyðarfirði, Loftur Jakobsson bóndi í Neðra-Seli á Landi, Jón Þorkelsson í Litla-Botni við Hvalfjörð. Við þökkum af hjarta alla samúð og hjálp, sem okkur var veitt við fráfall og jarðarför Guðbjargar Þórðardóttur. Suðurgötu 30, Keflavík. Eiginmaður, foreldrar og systkini. Tennis- og Badmintonfélag Reykjavíkur T e n n i $ Félagar, sem ætla að iðka tennis í sumar, eru beðnir að gefa sig fram við Friðrik Sigurbjörnss'. tennismeistara, sími 2872, kl. 6—7 e. h. Byrjendum verður veitt kennsla. jt|B a djm i n t o n Kennsla í badminton byrjar í þessari viku. Allar nánari upp- lýsingar um fyrirkomulag kennslunnar og tíma gefur Jón Jó- hannesson, sími 4941, kl. 6—7 e. h. NB. Félagið leggur mönnum til spaða. Stjórn T. B. R. NÝJA BÍÓ" N,«—»GAMLA Eíó—0_0—o. Hin heimsfræga litskreytta æfintýrakvikmynd Mjallhvít Og dvergarnlr sjö eftir snillinginn WALT DISNEY sýnd í kvöld kl. 7 og Perlur ensku kninuimar. Stórmerkileg söguleg kvik- mynd, er gerist í Englandi, Frakklandi, Ítalíu, Abes- siníu, Austurríki og Þýzka- landi frá árinu 1518 til vorra daga. Hlutverkaskrá: Ermete Zacconi, SACHA GUITRY, Jacqueline Delubac, Lyn Harding, Emile Drain. konar greiða, en þeir launa á móti með því að styðja skrítna hugaróra hans. 5. Halldór Laxness hefir nýlega ritað grein í eitt af blöðum kommúnista, sem verkar á lesandann eins og væri þar samansafnaður allur hinn dauði og kaldi súr úr öllum óframræstum mýr- um á íslandi. Menn furðar á því, að hin stóra sál skáldsins skuli geta inni- byrgt svo mikinn súr og kulda. 6. Halldór Laxness telur óhugsandi að Gunnar á Hlíðarenda hafi verið svo tígulegt glæsimenni, eins og Njála hermir, þar sem hann hafi verið „bara bóndi". Telur hann að fyrirmyndin muni stafa frá riddaralífi Frakka. Ekki gætir Laxness þess, að „bara bændur" eins og Egill á Borg, Ari fróði, Snorri í Reykholti og margir aðrir gerðu ó- dauðleg ævarandi listaverk, sem standa himinhátt yfir allt, sem aðall Frakk- lands gerði á miðöldunum. X+Y. Verðhækkun á sykri (Framh. af 1. síðu) segir: Molasykur úr 70 aurum upp í 78 ura pr. kg., strausyk- ur úr 60 aurum upp í 68 aura pr. kg. — En kaup hafa nú verið fest á það miklum birgðum af sykri, að frekari verðhækkun ætti varla að þurfa að verða fram eftir sumrinu, enda þó er- lenda verðið hækki eitthvað enn. Annars er þess að vænta, ef stríðsóttinn minnkar, að verðið lækki aftur í eðlilegt horf. Á krossgötum. (Framh. af 1. síðu) var um síðastliðin mánaðamót var samþykkt að fela sambandsstjórninni að leita álits skógræktarstjóra um það, hvort ekki mundi fært að alfriða nokk- urn hluta þessa umrædda svæðis. Vill svo heppilega til, að skógrækt ríkisins hefir fyrir skömmu keypt nokkurn hluta landsins, er liggur að Hreðavatni. Auk þess myndú aðrir eigendur senni- lega verða tilhliðrunarsamir um af- hendingu skóglendisins við Hreðavatn, ef falað væri í þeim tilgangi að frið- lýsa það. Að sjálfsögðu verða bæði dýr og jurtir algerlega friðhelg innan girts svæðis, ef til kemur. Sveitapættir (Framh. af 3. síöu) Y. Niðurlagsorð. í þessum smáþáttum hefi ég tekið til meðferðar nokkur at- riði um menningarlíf sveitanna og íbúa þeirra. Að minni hyggju ber nú að leggja sérstaka áherzlu á það, að efla starfs- og menningarlíf dreifbýlisins. Slík hefir líka yfirleitt verið stefna síðustu ára. Það er stundum gert lítið úr þeim hlut, sem landbúnaðurinn leggur inn í þjóðarbúið. Þess er eigi gætt, að hann er stórum meiri en hagskýrslur sýna. — Menningarhlutverk sveitanna er þó eigi minna heldur en á at- vinnusviðinu. Þar á kjarni þjóð- menningar okkar að halda á- fram að vera. Þar mun íslenzk- ur andi njóta sín bezt við þá stórkostlegu tign, við þau hár- fínu blæbrigði og við þá óend- anlegu fjölbreytni, sem birtist í línum íslenzku sveitanna. Meiri samhygð — fleiri sam- eiginleg átök — á að vera svar sveitafólksins við hinu nýja við- horfi þess. — Flestar starfsheild- ir þjóðfélagsins hafa sín á- kveðnu samtök. Þau eiga ekki að vera til þess að skapa stéttar- baráttu, heldur til þess að auð- veldara sé um lausn viðfangs- efnanna. — Sérstaklega ætti bændastéttin að minnast þess, að á síðustu árum hefir tekizt að vinna mörg glæsileg afrek í sveitunum. Þau hafa fyrst og fremst verið unnin vegna þeirr- ar samheldni, sem þar hefir tek- izt að skapa í félags og menn- ingarlífinu. Sú samheldni þarf einungis að verða enn sterkari. Ekki til þess að þoka hinum at- vinnuvegunum í skuggann né bera fram ósanngjarnar kröfur á hendur þeim. Heldur til þess að finna betur samtakamáttinn og verða þannig hlutgengari á vettvangi starfs og dáða. í sveitunum er hin sameigin- Hallgrimskirkja (Framh. af 2. síðu) urssyni, hæfir því aðeins minn- ingu hans, að það verði byggt með það fyrir augum, að það um óbornar aldir verði höfuð- vígi kristninnar í landinu til út- breiðslu hennar og heiðurs. Vegna staðhátta gæti kirkja að Saurbæ aldrei orðið slíkt vígi, hversu mörgum 100 þús. krónum væri í hana sóað. En í Reykja- vík myndu ávextir þeirrar upp- hæðar verða þúsundfaldir til eflingar og viðhalds kristni landsins. Kirkja, þótt reist væri á gröf Hailgríms, sem stæði þögul og köld mest allt árið, í afskekktri byggð, yrði, hversu dýrðleg, sem hún annars kynni að vera, að eins ytra tákn hnignandi trúar- lífs borið saman við mikilleik þess minnisvarða, sem kynslóðir þjóðarinnar reistu Hallgrími Péturssyni á umliðnum öldum, þegar trúarljóð og sálmar hans lifðu á vörum fólksins í orði og söng, um gjörvallar byggðir landsins. í þregningu þess tíma reisti þjóðin, óafvitandi, trúarskáldinu mikla hinn veglegasta minnis- varða. Minnisvarða, sem varð þjóðinni meira virði í lífsbaráttu hennar í hallærum og áþján fyrri alda, heldur en köld og þögul kirkja, á löngu gróinni gröf skáldsins, getur orðið þeirri kynslóð, sem þann minnisvarða byggir. Jónas Þorvaldsson. lega arfleifð. Þar bíða líka ó- numdar víðáttur í skjóli hárra fjalla. Enn hlýtur vorönnin að móta starfslífið þar. Á morgni „nýrrar aldar“ er líka gott til þess að hyggja, að framundan sé bjartur starfsdagur og mikið það dagsverk, sem af hendi þarf að inna. Jón Emil Guðjónsson ,,Selíoss“ fer annað kvöld um Vestmanna- eyjar til Rotterdam og Ant- werpen. „Brúarfoss“ fer á fimmtudagskvöld 18. maí um Vestmannaeyjar til Leith og Kaupmannahafnar. Pantaðir farseðlar óskast sótt- ir i dag, verða annars seldir öðrum. ,,Dettifoss“ fer vestur og norður Iaugardag 20. maf. JB.S. Lyra fer væntanlega fimmtudags- kvöld 18. þ. m. til Bergen um Vestmannaeyjar og Thorshavn. Flutningi veitt móttaka til kl. 3 á miðvikudag. Farseðlar sæk- ist fyrir sama tima. P. Smith & Co. r Utborgun tekjuafgangs ACCUMULAT OREN-F ABRIK, DR. TH. SONNENCHEIN. Reykjavík. Sími 1249. Símnefni: Sláturfélag. Mðnrsuðnverksmiðja. — Bjúgnagerð. Reykhús. — Frystiluis. Framleiðir og selur í heildsölu og smásölu: Niðursoðið kjöt og fiskmeti, fjölbreytt úrval. Bjúgu og allskonar áskurð á brauð, mest og bezt úrval á landinu. Hangikjöt, ávalt nýreykt, viðurkennt fyrir gæði. Frosið kjöt allskonar, fryst og geymt í vélfrystihúsi, eftir fyllstu nútíma- kröfum. Egg frá Eggjasölusamlagi Reykjavíkur. Verðskrár sendar eftir óskum, og pantanir afgreiddar um allt land. Húðir og skinn. Ef bændur nota ekki til eigin þarfa allar BÉÐIR or' SKIiVN, sem falla til á heimilum þeirra, ættu þeir að biðja KAUPFÉLAG sitt að koma þessum vörum í verð. - SAMBAND ÍSL. SAMVINNUFÉLAGA selur JVAUTGRIPA- 38 William McLeod Raine: inn leikur að glíma við skaflana. Ég fer nú að hátta. Góða nótt. Hann dró af sér stígvélin, fór úr jakk- anum og vestinu og hengdi það á stól. Síðan smaug hann undir ábreiðurnar í öðru rúminu. Þrem mínútum seinna heyrði Molly á djúpum og jöfnum andar- drættinum, að hann var sofnaður. Hún bjó sig undir nóttina á svipaðan hátt og hann. Hún hafði búizt við því að liggja vakandi, trufluð og óróleg af nær- veru hans, en í þess stað sofnaði hún svo að segja undir eins. Þegar hún vaknaði, var kominn morg- un. Hann var kominn á fætur og var að líta eftir eldinum. V. KAFLI. Vindstaðan hafði breytzt um nóttina og var nú ekki lengur á hánorðan. Það var heldur ekki eins hvasst og áður, en hann var þykkur og útlitið ekki sem bezt. Molly virti hinn veðurbarða félaga sinn fyrir sér með svefnþrungnum augum, en smátt og smátt vaknaði hún til fulls. Henni fannst að hún yrði að fara á fætur og hjálpa honum. En það var svo notalegt undir teppunum, enda var lík- ami hennar ekki vaknaður til fulls enn, og hún fann til magnleysis, eins og mað- ur finnur æfinlega eftir langan og djúpan svefn. Hún teygði sig eins og Flóttamaðurinn frá Texas 39 köttur og fannst sér líða ákaflega vel. — Taktu lífinu með ró. Þú skalt ekki hreyfa þig fyrr en hlýtt er orðið inni og þá verður morgunmaturinn tilbúinn. Hún lá kyrr um stund, en uppástunga hans var samt á móti áætlun hennar. Hún hafði ákveðið að hafast ekkert það að, er minnti þau á að hann væri karl en hún kona. Þetta var auðvitað ekki hægt, það sá hún, en því færra, sem benti til þess, því betra. — Bylinn er að stytta upp, er það ekki? spurði hún. — Hann hvílir sig um stund, en við eigum eftir að verða betur vör við hann. Moily renndi sér fram úr rúminu og fór í háleistana, hún var í bláa samfest- ingnum um nóttina. Hún var ekki lengi að ljúka við klæðnaðinn og kom svo strax yfir að eldstónni. Er þau höfðu matazt, sagðist hann ætla að nota uppstyttuna til þess að ná í meiri við ofan úr hæðinni. Hann hafði fundið öxi og skóflu. Við vitum ekki, hve við verðum lengi veðurteppt, bætti hann við, og það er eins gott að búast við því versta. Ég fer því og dreg inn nokkrar klyfjar. — Á ég að fara með þér? — Nei, þú verður bústýran. Molly tók stöðuna alvarlega. Hún var alin upp á búgarðinum og var ekki ó- hcldur stöðugt áfram Þegar útborgað 50 þús. kr. HÚÐIR. HROSSHÚÐIR, KÁLFSKIM, LAMB- SKEVIV og SELSKEVIV til útlanda OG KAUPIR ÞESSAR VÖRUR TEL SÚTUIVAR. - IVAUT- GRIPAHÚÐER, HROSSHÚÐIR og KÁLFSKEVN eftir 34 þús. kr. Æskilegt að félagsmenn sæki tekjuafgang sinn sem fyrst. er bezt að salta, en gera verður það strax að lokinni slátrun. Fláningu verður að vanda sem bezt og þvo óhreinindi og blóð af skinn- unum, bæði úr holdrosa og hári, áður en salt- að er. Góð og hreinleg meðferð, á þessum vörum sem öðrum, borgar sig. V ortösknrnar Tusknr og VORHANZKARIVIR nýkomið. fljótt vegna Hvítasunnunnar. Komið Kaupum allar tegundir af tuskum og striga HLJÓÐFÆRAHÚSIÐ. Húsgagnavinnustofan Baldursg. 30 Sími 4166. ►o- Stofa við Eiríksgötu til leigu. Uppl. í síma 1247 kl. 6—8 í kvöld. Vinnið ötulleya fyrir Tímann.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.