Tíminn - 20.05.1939, Síða 1

Tíminn - 20.05.1939, Síða 1
RITSTJÓRAR: GÍSLI GUÐMUNDSSON (ábm.) ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR: JÓNAS JÓNSSON. ÚTGEFANDI: FR AMSÓKN ARFLOKKURINN. 23. árg. RITSTJÓRNARSKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI, Llndargötu ln. SÍMAR: 4373 og 2353. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 1D. Sími 2323. PRENTSMIÐJAN EDDA h. í. Símar 3948 og 3720. Reykjavík, laugardagmn 20. maí 1939 57. blatS Uppreisnin hjá Landssímanum Starfsfólk Landsímastöðvarinnar í Reykjavík brýtnr fyrirmæli reg’lugerðar um starfsskyld- ur sínar „í mótmælaskyni“ gegn frumvarpi, sem enn er ekki komið fram í þinginu! „Nú er það a 1 v a r a“ „Bretar eru ugfgvænlega rólegir** Hér í bænum hefir tals- vert verið rætt undanfarna daga um svonefnt „klukku- verkfall“, sem fastir starfs- menn landssímans í Reykja- vík hafa gert. Er það líka að vonum, þar sem verkfall þetta er einstætt í sinni röð og sýnir furðulegt agaleysi hjá starfsfólki við eina helztu stofnun ríkisins. Þykir Tímanum rétt að gefa nokkurt yfirlit um þetta mál, þar sem starfsháttum við opinberar stofnanir væri komið inn á mjög háskalega braut, ef slíkt fram- ferði fengi að haldast uppi af- skiptalaust og óátalið. Frásögn varaformannsins. Skal þá fyrst greina frá skýrslu, sem varaformaður Félags ísl. símamanna, Magnús Magnússon símaverkfræðingur, gefur Mbl,- skýrslu um málið sl. fimmtudag. Er hún í aðalatriðum þessi: Fyrir nokkru síðan fékk starfs- fólk Landssímans vitneskju nm, að í undirbúningi væri víðtæk breyting á starfsreglum síma- fólksins. Var „farið mjög dult með þetta” og átti „með leynd að svifta símafólkið réttindum, sem það loks fékk eftir 20 ára baráttu". Félagsstjórnin taldi nú komið í mikið óefni. Allmörg undanfarin ár hefir starfsfólkið notað klukkur, þar sem það stimplaði komu- og brottfarartíma sinn. „Til að hef jast nú handa og verja rétt sinn“, var með skriflegri at- kvæðagreiðslu í félaginu sam- þykkt, að „í mótmælaskyni gegn framkomnum tillögum um breytingu á starfsmannareglun- um, hætti félagsbundið starfs- fólk að nota stimpilklukkur stofnunarinnar fyrst um sinn, þar til öðruvísi verður ákveðið“. Jafnframt var samþykkt að fé- lagsstjórnin skyldi eftirleiðis fylgjast með stundvísi félags- manna. Þessari samþykkt hefir verið framfylgt síðan 11. þ. m. Er þetta í stuttu máli frásögn Magnúsar. Forsaga málsins. Tíminn hefir, frá öðrum aðil- um, sem eru m. a. fyrrv. fjár- málaráðherra og formaður fjár- veitinganefndar, aflað sér frek- ari upplýsinga um þetta mál og sést á þeim að Magnús skýrir al- gerlega rangt frá forsögu máls- ins. Er hún í stuttu máli þessi: Á alþingi 1938 samþykkti fjár- VINDICTIVE Brezkt skólaskip, Vindictive, kom til Reykjavíkur síðastl. miðvikudag og verður hér í viku. Vindictive er 9.996 smál., 600 fet á lengd og 58 á breidd. Það var fullbyggt sem herskip 1918, en var fyrir fáum árum breytt í skólaskip fyrir sjóliðsforingja- efni. Stunda 260—270 foringja- efni þar nám í einu og er náms- tíminn um borð sex mánuðir. Foringjaefnin eru flest á aldrin- um 17—19 ára. Auk þeirra er föst áhöfn á skipinu um 450 manns. Bæjarbúum var gefinn kostur á því að skoða skipið á fimmtu- daginn og þáðu um 3000—4000 manns boðið. Sýndu liðsfor- ingjaefnin og skipshöfnin gest- um mikla greiðvikni og velvild. í dag kl. 4—6 verður mönnum enn gefinn kostur á að skoða skipið. — í gær var boð í skipinu fyrir ýmsa embættismenn og sendiherra erlendra ríkja. veitinganefnd einróma áskorun til ríkisstjórnarinnar um ýms atriði varðandi starfskjör og starfsmannahald við opinberar stofnanir. Samkvæmt þessu fól fjármála- ráðherra Sigurvini Einarssyni kennara að semja uppkast að reglugerð um þessi efni. Skrifaði Sigurvin til allra ríkisstofnana um síðastl. áramót, skýrði þeim frá þessum fyrirætlunum og ósk- aði eftir ýmsum upplýsingum. Við nánari athugun kom í ljós, að reglugerð nægði ekki og yrði því að setja um þetta löggjöf. Var Sigurvini þá falið, að semja frumvarpið. Fékk fjármálaráð- herra það fjárveitnganefnd og fjárhagsnefnd neðri deildar til athugunar og var ætlunin að síð- ari nefndin flytti það í þinginu. Af því varð þó ekki, sökum þing- frestunarinnar, en fjárveitinga- nefnd hafði gert á því ýmsar breytingar. Frumvarpið mun verða flutt á haustþinginu. Frumvarpið nær vitanlega til landssímans eins og annarra rík- stofnana. Það hefir aldrei komið til tals, að gera neinar sérstakar breyt- ingar á reglugerðinni um starfs- kjör símafólksins. En vitanlega myndu starfskjör þess breytast í samræmi við hina fyrirhuguðu löggjöf og þau ákvæði núv. reglugerðar, sem væru á aðra leið en lögin, missa gildi sitt. Fulltrúar símamanna hafa engar tilraunir gert til að fá á- kvæðum frumvarpsins breytt hjá þeim aðilum, sem um þessi mál ráða, en slíkt hefði þó verið viðkunnanlegra áður en verk- fallið var hafið. Málið hefir heldur ekki verið sérstaklega borið undir þá frekar en starfs- menn annarra stofnana, enda eru þeir vitanlega ekkert rétt- hærri. Bæði þeir og aðrir, sem frv. nær til, hafa líka nægan tíma til að athuga frumvarpið Þorvaldur Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri niðursuðuverksmiðju S. í. F., hefir, ásamt dönskum manni, Carl Carlsen, hafið tilraunir um ála- veiðar í Skógtjörn á Álftanesi. Byrjuðu þeir veiðarnar um síðastliðin mánaða- mót og hafa alls lagt átta álagildrur, sem eru pokar, gerðir úr netum. Hafa þeir veitt allt að hundrað ála á sólar- hring og hefir veiðin heldur færzt í aukana upp á síðkastið. Álarnir eru misjafnir að stærð, og vega sumir allt að tvö pund. Þorvaldur reykir álinn og hefir selt þá þannig tilreidda hér í bænum. Markaður mun þó vera fyrir ál víða erlendis. Mikið mun vera hér af ál, sennilega kringum allt land, en þó einkum við strendurnar, þar sem sjór- inn er hlýjastur. Veiðitíminn ætti að geta varað fram í september og jafnvel fram í októbermánuð, að állinn heldur aftur til hafs. III Fréttamaður Tímans hefir nýlega hitt Ágúst B. Jónsson, bónda á Hofi í Vatnsdal og spurt hann frétta úr héraði sínu, m. a. um fjárskiptin í Heggstaðanesi og árangur þeirra til- rauna. — Þessi tilraun, segir Ágúst, var framkvæmd þannig, að haustið 1937 var beitlland fimm'bæja afgirt og sýkt fé, er þar hafði gengið, tekið burt. Mánuði síðar var flutt þangað um fimm hundruð fjár úr Norður-Þingeyj- arsýslu, flest lömb, og sleppt á hið af- girta land. Veturinh eftir gekk fremur illa að fóðra lömbin og urðu nokkur vanhöld i fénu til hausts 1938. Síðast- eftir að það er komið fram í þinginu. Með reglugerð, sem atvinnu- málaráðherra setti 1935, er starfsfólki símans í Reykjavík fyrirskipað að nota stimpil- klukkurnar, svo hægt sé á full- nægjandi hátt að fylgjast með stundvísi þess. Ósannindi varaformannsins. Framangreindar upplýsingar sýna að Magnús símaverkfræð- ingur hefir látið Mbl. hafa eftir sér vísvitandi ósannindi um ýms aðalatriði málsins. Hann segir, að breyta hafi átt starfskjörum símafólksins „með leynd“, vitandi það, að þessar breytingar, ef einhverjar verða, eiga eftir að koma fyrir Alþingi í frumvarpsformi og verða ræddar þar. Hann segir að reynt hafi verið að „fara dult með það“. Hefir þó öllum ríkisstofnunum verið tilkynnt fyrir um hálfu ári síðan, að slík ráðstöfun væri fyrirhuguð og tvær þingnefndir haft málið til athugunar. Frá efni þess var nokkuð skýrt í Tímanum snemma í marzmán- uði og má gleggst á því marka, hvort reynt hafi verið „að fara dult með“ frv. Annars er það vitanlega ekki venja að láta slík frv. koma fyrir almennings- sjónir fyrr en þau eru fullbúin til flutnings í þinginu. í blekkingaskyni reynir hann að láta líta svo út, að hér sé að- eins að ræða um breytingu á starfsháttum símafólksins, en ekki fyrirhugaða lagasetningu um skyldu og réttindi opinberra, st.arfsmanna yfirleitt, sem er ekkert sérmál símamanna. Má vel á þessum ósannindum og blekkingum Magnúsar greina það, að hann finnur til þess að málstaður uppreisnarfólksins er ekki sem beztur og þurfi því nokkurrar fegrunar við. Kjarni málsins. En þá er komið að þvi, sem telja verður aðalkjarna málsins: Starfsmenn einnar ríkisstofn- unar hlera það, að i undirbún- ingi séu reglur um starfskjör opinberra starfsmanna yfirleitt. (Framh. á 4. síðul liðinn vetur voru fjárhöldin hinsvegar ógæt; hefir heilsufar fénaðarins verið hið bezta og engin kind drepizt úr neinum kvilla. Hefir fjárskiptatilraun þessi sýnt, að ekki er við því hætt, að aðflutt fé fái mæðiveiki úr bithögum, þótt veikt fé hafi gengið þar áður. t t r Villtum refum virðist fara allmikið fjölgandi í grennd við Vatnsdal og þar um slóðir, síðan hætt var að eitra fyrir þá að vetrinum. Einnig á gott árferði drjúgan þátt í fjölguninni. Er þar hina sömu sögu að segja sem svo víða ann- ars staðar á landinu. Mörgum fjáreig- endum er þetta áhyggjuefni, enda hafa dýrbítir valdið stórtjóni, svo sem á síð- astliðnu vori í Norðurárdal í Vindhælis- hreppi og víðar. í Vatnsdal hefir tals- vert verið gert að því að skjóta refi að vetrarlagi, einkum úr skothúsum, er þeir ganga í æti á næturþeli. Um þess- ar veiðar er sætt færi, þegar ljóst er af tungli. Hafa 20—30 dýr veriö lögð þannig að velli yfir veturinn í sveit- inni. Einkum eru það ungir menn, er þetta stunda og eru ýmsir þeirra mjög kappsfullir. Við eitt skothús hafa stundum fengizt 10 refir á vetri. Hafa beztu skinnin selzt hátt á annað hundrað krónur, en hvít skinn eru hins vegar afar verðlítil. — Hröfnum og svartbak hefir einnig fjölgað mikið á þessum slóðum á sama tíma og refun- um og gera allmikinn skaða í varplönd- um og leggjast jafnvel á unglömb, eink- um ef veðráttan er óhagstæð um sauð- burðinn. Einnig er talið, að svartbak- Ragnar Vold, sem er utanrík- ismálaritstjóri við „Dagbladet“ norska, og oft hefir gagnrýnt Múnchen-sáttmálann og hæg- læti Breta, hefir undanfarið dvalið í Englandi og sent blaði sínu þaðan eftirfarandi grein: „Einn-tveir, einn-tveir, einn- tveir! Staðar nem! Áfram gakk! Viðbúnir! Axlið! Miðið! Alvarlegir, án þess að þeim stökkvi bros eða komi gaman í hug, en með öruggri festu, sem hefir næstum uggvænleg áhrif, æfa sjálfboðaliðarnir sig á ýms- um stöðum í London. Þeir sjást í miðri borginni, í hermanna- skálunum fast við Buckingham- Palace, í Kensington Garden og víða annarsstaðar. Þessu fer fram á kvöldin, eftir skrifstofu- tíma. Þannig er nú gengin her- ganga um þvert og endilangt England. Kenniorðið er: Áfram gakk! Það er uggvænlegt. Þetta er verra en allar fregnirnar, allur orðrómurinn. Nú er það alvara. England gengur hergöngu. í gluggum bókabúðanna eru hernaðarbókmenntirnar farnar að hafa yfirhöndina. — Well, það getur verið gott að vita svolítið um þessa hluti, eins og þú getur skilið, sagði enskur vinur minn við mig, þeg- ar ég hafði orð á þessu. í síðasta mánuði var hann friðflytjandi; nú sagði hann, um leið og hann brosti hálf-afsakandi: — Við erum ekki óðfúsir til þessa, en þegar það verður að vera svona, þá------ Á öllum götum gefur að líta stórar auglýsingar: — Innritist í herinn! — Herinn þarfnast þín! — Við verðum að viðbúast nú þegar! Þessi vígorð ásækja fólk alls- staðar: „We got to be prepared!“ Ég spurði mann einn í dag: — Er það rétt, að frumvarpið um almenna herskyldu mundi hafa komið Englandi, ef ekki á barm byltingarinnar — þá a. m. k. í óstjórnleg vandræði fyrir 2 mánuðum. — Sure! En tveir mánuðir — urinn sé til tjóns i veiðlvötnum og ám. Má ætla, að hin öra fjölgun þessara fugla eigi rót sína að rekja til sömu orsaka og refafjölgunin. t t t Ungmennasamband Borgarfjarðar hélt 17. héraðsþing sitt að Hvanneyri (en ekki í Borgarnesi, eins og mishermt var í blaðinu á dögunum) nú fyrir skömmu. Auk þeirra samþykkta fund- arins, er áður hefir verið skýrt frá, var m. a. samþykkt tillaga þess efnis, að skora á ungmennafélög sambandssvæð- isins að vinna að því að fólk staðfestist í byggðarlögum sínum og helgi þeim krafta sína, og að styrkja fólk, sem erfiða aðstöðu hefir, með endurgjalds- lausri vinnu við stofnun nýbýla, húsa- bætur og jarðrækt. í áfengismálum var samþykkt, að skora á þing og stjórn að láta fara fram þjóðaratkvæða- greiðslu, í sambandi við næstu þing- kostningar, um afnám á innflutningi áfengis og að takmarka innflutning á tóbaki og áfengi nú þegar. Farið var á leit við alþingi, að samþykkja frum- vörp um héraðabönn og skorað á rík- isstjórnina og vinnuveitendur í landinu að láta bindindismenn ganga fyrir störfum að öðru jöfnu. Stjóm sam- bandsins var endurkosin, en hana skipa Halldór Sigurðsson í Borgamesi, Gestur Kristjánsson á Hreðavatni og Ásmund- ur Jónsson í Deildartungu. t t r Steingrímur Samúelsson, bóndi að Heinabergi í Dölum hefir skrifað Tím- (Framh. á 4. síðu) — það var þá, fyrir langa-langa- löngu. Við leggjum ekki stund á sagnfræði núna. Við erum núna í London nokkrir norskir blaðamenn í boði „British Council", brezkrar fræðsluhreyfingar, sem byrjaði mjög yfirlætislaust fyrir tveim til þrem árum, en sem nú hefir mjög umfangsmikla starfsemi. Hún hefir hjálpað okkur til að kynnast fjölda áhrifamikilla stjórnmála- og blaðamanna af öllum flokkum, svo að við fáum að heyra hinar ýmsu skoðanir um vandamál Englands. En skoðanirnar eru ekki skiptar lengur, þegar um hinar stórvægilegu vigbúnaðarfyrir- ætlanir er að ræða. Við erum hér á tímum, þegar í myndun er, með slíkum geysihraða, að Bret- inn á erfitt með að ná andanum, einingarfylking í Englandi. — Hvarvetna gefst manni að tala við íhaldsmenn og frjálslynda, sem allir eru á einu máli. í hádegisboði, sem efnt var til fyrir blaðamenn, átti ég á dög- unum langt tal við hinn vel- þekkta stjórnmálaritara „Man- chester Guardian", Frederic Voigt. — Haldið þér, að mr. Cham- berlain sé alvara í þetta sinn? — Já. Og ég vil fullyrða, að seinustu vikurnar hafa erind- rekar Breta erlendis leyst mik- ilvægt verk af höndum, eftir að Chamberlain veitti þeim meira svigrúm til starfa. Almennings- álitið í Englandi er á einu máli um það, að nú verðum við að tryggj a hin nauðsynlegustu varnarsamtök til að mæta hin- um yfirvofandi hættum. — En herskyldan? — Mikill meirihluti þjóðar- innar fylgir henni, telur hana ó- hjákvæmilega. — Fær andstaðan gegn fyTir- komulagi herþjónustunnar nokkra þýðingu? — Nei. Svör Vernon Bartlett, sem er stjórnmálarítstjóri við News Chronicle, eru á sömu leið. Hann hefir nýlega ferðazt um kjör- dæmi sitt, en hann sigraði í aukakosningu síðastliðið haust. Hann kom á veitingahúsin og vinnustaðina, til að kynnast skoðunum kjósendanna og nið- urstaða hans varð á þessa leið: — Innrás Hitlers i Tékkosló- vakíu skapaði mikla ólgu, en hún kom ekki skriðunni af stað. Það gerði innrás Mussolini í Alban- íu. Fordæmingin var einróma: Nú varð að stöðva þetta. Þannig gat það ekki gengið lengur. — Ýmsir munu telja það undarlegt, að Albaníuinnrásin skyldi vekja meiri andúð. Það var held- ur ekki tilfellið, en hún var dropinn, sem yfirfyllti bikarinn. Ég talaði í gær við áhrifamann í íhaldsflokknuni og honum sagðist á þessa leið: Ég hefi alltaf verið sammála Chamberlain, og við höfum verið vinir í mörg ár. Ég er honum enn sammála. Við höfum fórnað og fórnað allan tímann — en hvað höfum við fengið fyrir það? Nú verður því að vera lokið. Cham- berlain var nauðbeygður til að velja þann kost, sem hann valdi í september. En það var eins og hann sagði við mig: Ég gat ekki sagt það opinberlega, sem af- staða mín byggðist á. Þetta geta verið afsakanir fyr- ir seinni tímann, en þær eru fullgildar. Ekki’einu sinni vinir Chamberlains hafa varið rétt- mæti M ú n c h e n-stefnunnar sjálfrar. En hún er ekki til leng- ur og við höfum ekki tíma til að deila um hana. England hefir enn ekki misst trúna á varðveizlu friðarins, en meginþorri þjóðarinnar hugsar á þessa leið: Fyrst verðum við að vera sterkir, hafa varnar- bandalög okkar í lagi og svo skulum við semja. Við viljum A víðavangi Bæjarstjórn Reykjavíkur hef- ir nú borizt tilboð frá danska firmanu Höjgaard & Schultz, um að firmað taki að sér byggingu hitaveitunnar frá Reykjum og láni fé til verksins. Lánsféð end- urgreiðist á 8 árum. Samkvæmt kostnaðaráætlun, mun allur kostnaður við hitaveituna (leiðslur í húsin meðtaldar) verða um 10 millj. ísl. króna, og er það miklu meira en hún þurfti að kosta, ef hægt hefði verið að bjóða út framkvæmd verksins og kaupa efni þaðan, sem það fékkst ódýrast. Sumt það efni, sem ætlast er til að nota (t. d. í rörin) er frekar lítið reynt og mun völ á betra. Krafizt er ríkis- ábyrgðar og yfirfærsluloforðs frá bönkunum.Vextir verða mun hærri en á lánum, sem ríkið hef- ir tekið eða ábyrgzt í seinni tíð. Verður tilboð þetta að teljast mjög óhagstætt, ef ekki fást á því verulegar breytingar. Hins- vegar er hitaveitan svo brýnt nauðsynjamál, að þrátt fyrir það þykir kannske — að öllu athug- uðu — rétt að taka þvi, ef allt annað bregst. Mun það verða at- hugað af ríkisstjórninni og bönkunum, þar sem báðir þessir aðilar verða að gefa ákveðnar tryggingar, og auk þess verður að gefa út bráðabirgðalög, ef úr framkvæmdum verður. Er eitt aðalefni þeirra það, að skylda menn til að taka heita vatnið. * * * Á bæjarstjórnarfundi síðastl. fimmtudag lagði borgarstjóri fram tillögu um að lánstilboðinu væri tekið. Urðu um það tals- verðar umræður. Einkum gagn- í’ýndi Sigurður Jónasson tilboðið og taldi málið lagt fyrir bæjar- stjórnina á ófullnægjandi hátt, þar sem ekki væri hægt að sjá til fullnustu, hvað mikið verkið ætti að kosta, hversu mikill reksturskostnaður yrði fyrstu árin, hvað heita vatnið myndi kosta húseigendur, hversu mikill yrði kostnaðurinn við breytingu miðstöðvarofna o. s. frv. Bar hann því fram tillögu, þar sem bæjarráði var falið að láta gera fullkonma skýrslu um málið, svo bæjarfulltrúar og aðrir bæjar- menn gætu kynnt sér það eftir föngum. Tillögu hans var vísað til bæjarráðs og verður fróðlegt að sjá, hvort það vill verða við þessum óskum um að veita bæj- armönnum fullkomnari upplýs- ingar um málið. Mun Tíminn bíða með nánari frásögn, þar til útséð er um það. * * * Mæðradagurinn er á morgun og verður mæðradagsblómið selt á götunum að vanda. Sölu- börn eiga að koma í Austur- bæjarskólann, Miðbæjarskólann eða í Ingólfsstræti kl. 10—6 og vitja blómanna. Að kvöldinu verða skemmtanir í helztu samkomuhúsum bæjarins. Öll- um ágóðanum af skemmtun- unum og blómasölunni verður varið til hvíldarviku að Laugar- vatni fyrir fátækar mæður, sem annars eiga engrar upplyfting- ar völ, og er þess vænzt, að Reykvíkingar bregðist vel við, nú eins og venjulega. vera svo sterkir að við getum raunverulega samið, en þurfum ekki að beygja okkur fyrir nein- um afarkostum. — Hitler talar um ,taugastríð‘, sagði einn stjórnmálamaður ný- lega. Well, við töpuðum seinasta taugastríðinu, hvernig getum við neitað því? En við ætlum ekki að tapa því næsta. í september var þjóðin æst og óróleg, í dag er hún róleg og ákveðin. Það, sem kemur, verður að koma .... Rólegir, já, uggvænlega rólegir eru Bretar í dag, þó þeim sé full- komlega ljóst, hversu hættulegt ástandið er fyrir þá. Engin hróp, enginn móðursjúkur ofsi, engin örvinglun. Nú skiptir það mestu, að gera hlutina fljótt og í sem mestri kyrrþey. We got to be prepared. A. KROSSGÖTIJM Álaveiðar á Álftanesi. — Fjárskiptin í Heggstaðanesi. — Villtir refir og varg- ur í fjölgun. — Héraðsþing borgfirzku ungmennafélaganna. — Athuganir um komu farfugla.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.