Tíminn - 27.05.1939, Blaðsíða 1

Tíminn - 27.05.1939, Blaðsíða 1
RITSTJÓRAR: GÍSLI GUÐMUNDSSON (ábm.) ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR: JÓNAS JÓNSSON. ÚTGEFANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. RITSTJÓRNARSKRIFSTOFVR: EDDUHÚSI, Lindargötu 1B. SÍMAR: 4373 og 2353. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Llndargötu 1D. Simi 2323. PRENTSMIÐJAN EDDA h. f. Símar 3948 og 3720. 23. árg. Reykjjavík, laugardaginn 27. maí 1939 60. bla» HitaTeltaReykfaTÍkur Tílboðíð frá Hojgaard & Schultz og breyt íngar, sem þurfa að fást á því Mynd þessi var tekin af krónprinshjónunum, Ingiríði og Friðrik, þegar þau • lögðu af stað frá Englandi í Ameríkuför sina. ,wma> Norðurlönd og Þýzkaland - Sérstaða Danmerkur - Allir munu sammála um að mjög æskilegt sé að geta komið í framkvæmd hitun R e y k j a v í kurbæjar með leiðslu á heitu vatni þangað frá jarðhitasvæðunum í ná- grenninu, svo að hægt verði að losna við kaup á kolum til þeirra hluta. Getur þetta sérstaklega verið mikið hagsmunamál, efófriður eða aðrar óviðráðanlegar or- sakir torvelda aðflutninga á erlendum hitagjafa eða gera hann óhæfilega dýran. Frá því, er tillögur um hita- veitu bæjarins komu fyrst fram, hefir Framsóknarflokkurinn sýnt því máli fullan skilning og velvilja, og nægir í þvi efni að vísa til framkomu flokksins á Alþingi í þessu máli. Síðan á árinu 1937 hefir ver- ið leitað eftir lánsfé erlendis til þess að koma hitaveitunni í framkvæmd. Hefir nú loks komið tilboð frá firmanu Höj- gaard & Schultz í Kaupmanna- höfn um framkvæmd verksins og lán í því sambandi. Tilboð þetta er í höfuðatrið- um þannig: 1. Gert er ráð fyrir að leggja tvöfalda hitavatnsleiðslu frá Reykjum í Mosfellssveit til Reykjavíkur. Séu pípurnar gerðar úr járnbentri steinsteypu, með járnþynnu í miðju. í Reykjavík sé vatninu safnað í 5 hitavatnsgeyma og það leitt þaðan um bæinn, en hitaveitu- svæðið í bænum takmarkast við svæðið innan Hringbrautar, á- samt Norðurmýri og Melum. 2. Firmað hefir, í samráði við verkfræðinga bæjarins, áætlað kostnaðinn við slíka hitaveitu 6,8 milj. danskar krónur eða 8 milj. 160 þús. ísl. krónur. Þar með er þó eigi talið tollar og gjöld, 400 þús. kr., boranir og hitaréttindi, 500 þús. kr., og aukalagningar vegna heim- leiðslu, 900 þús. kr. Hitaveitan myndi því kosta, þegar þessir liðir eru meðtaldir, um 10 milj- ónir íslenzkra króna. 3. Firmað hefir ekki gefið fast verðtilboð í framkvæmd alls verksins eða efni til þess. Þó er nokkurnveginn fast verð- tilboð í aðalleiðslur frá Reykj- um, lagningu þeirra, hitavatns- geymana og dælustöð, sem sam- tals er um 2 milj. 486 þús. dansk- ar krónur. f öðru lagi hefir firm- að áætlað að ýmsir liðir, svo sem efni í bæjarkerfið, vinna við það o. s. frv., nemi 2 milj. 207 þús. dönskum kr., en verði unn- ið fyrir reikning Reykjavíkur- bæjar, og því alveg á áhættu bæjarins, hvað verð á efni og kostnað við lagninguna snertir, og áskilur firmað sér 7y2% af öllum þessum kostnaði í þóknun fyrir að gera innkaup á efni og stjórna verkinu. Er sú þóknun innifalin í fyrrnefndri áætlun- arupphæð. í þriðja lagi áætlar firmað, að vatnsmælar, áfram- haldandi boranir o. fl., sem að bærinn á sjálfur að sjá um framkvæmd á, kosti um 750 þús. danskar krónur. Mismunurinn á þessum þrem- ur framantöldu liðum og þeirri heildarupphæð, 6 milj. 800 þús. dönskum kr., sem áður var nefnd, liggur í þessum liðum: Vextir meðan á byggingu stendur d.kr. 300.000,00 Áætlun hækkun vinnulauna .... — 200.000,00 Ófyrirséður kostnaður ..... — 457.000,00 5% þóknun til danska ríkisins fyrir að ábyrgj- ast lánið gagn- vart firmanu . . — 340.000,00 Þóknun,sem firm- að áskilur sér fyrir að gera ná- kvæmt „project“ af hitaveitunni — 60.000,00 4. Firmað býðst til að veita lán í sambandi við bygginguna, að upphæð 6 millj. 800 þús. danskar krónur, með 4x/2—5y2% vöxtum á ári. Vextirnir reiknast J/2% hærri en forvextir þjóðbankans danska, þó aldrei lægri en 4y2% og aldrei hærri en 5y2%. Lánið endurgreiðist með jöfnum af- borgunum á næstu 8 árum eftir að framkvæmd verksins er lokið, og er upphæð vaxta og afborg- ana talin verða 1 milj. 40 þús. danskar kr. á ári, eða rúml. iy4 milj. ísl. krónur með núverandi gengi. 5. Sem tryggingu fyrir þessu láni til Reykjavíkurbæjar, er krafizt að firmað fái 1. veðrétt í hitaveitunni með öllu sem henni tilheyrir, og ennfremur veð í vatnsréttindum bæjarins, þeim, sem hann á og eignast kann. Ennfremur er krafizt ábyrgðar íslenzka ríkisins og að Landsbanki íslands takist á hendur að ábyrgjast allar yfir- færslur á erlendum gjaldeyri í sambandi við hitaveitulánið á réttum gjalddögum. 6. Það er gert að skilyrði fyrir láninu, að öll kaup á efni til hitaveitunnar verði fyrst og fremst gerð í Danmörku, en þar næst í Þýzkalandi í gegnum dansk-þýzkan vöruskiptareikn- ing. 7. í tilboðinu er svo ákveðið, að lánveitandi geti tekið rekst- ur hitaveitunnar í sínar hendur, ef vanskil verða á greiðslum af láninu, en ákvæði vantaði um að bærinn hefði rétt til að leysa fyrirtækið til sín með greiðslu á vangoldnum upphæðum. Upp- lýsingar hafa borizt um að ákvæði um þetta muni fást sett í væntanlega samninga. Eftir að hafa athugað þetta í júlímánuði í sumar verður byrjað að grafa í gamlar bæjarrústir i Þjórsár- dal í rannsóknarskyni. Verður verkið unnið undir stjórn Matthíasar Þórðar- sonar þjóðmínjavarðar, en auk hans mun einn eða tveir Svíar, einn Pinni og einn Dani fást við þessar rann- sóknir. í Þjórsárdal eru 20—30 fornar bæjarrústir og býst Matthías við að komist verði yfir að grafa i allflestar þeirra, ef vel gengur. Verður unnið að þessum uppgrefti í nokkrar vikur og að minnsta kosti eitthvað fram í á- gústmánuð. Meðal þeirra bæjarrústa, sem grafið verður i, eru Skeljungsstað- ir, bær Hjalta Skeggjasonar. — Þýzkir fræðimenn hafa hug á að kynnast fornum hofrústum hér á landi og verði af íslandsför Þjóðverja, er ráðgert hafa að koma hingað í sumar í þeim erind- um, verður einnig grafin upp hofrúst einhversstaðar á þessum slóðum, í Ár- nes- eða Rangárvallasýslu. t t t Jón Pálsson, fyrrum bankagjaldkeri, hefir nýlega afhent forsætisráðherra 20 þús. króna gjöf til drykkjumanna- hælis. Er féð gefið til minningar um foreldra þeirra Jóns og Önnu konu hans. Skal fénu varið til að byggja drykkjumannahæli, svo fljótt, sem mögulegt er. Alþingi og rikisstjórn er falið að velja og ákveða þann stað, er byggja skal hælið á, en ósk gefendanna er sú, að það verði staðsett í Árnessýslu. Jón Pálsson hefir starfað í góðtempl- tilboð, sem hér er gerð grein fyr- ir í aðalatriðum, skal á það bent, að óhjákvæmilegt er að krefj- ast breytinga á því í einstökum atriðum, til þess að fært geti talizt að ganga að tilboðinu. Skal hér í stuttu máli gerð grein fyrir nokkrum helztu atriðun- um, sem nauðsynlegt er að fá breytt, og öðru, sem snertir þetta mál. 1. Lánstíminn virðist vera allt of stuttur. Til þess að inna af höndum áskildar ársgreiðslur er viðbúið að þurfi að leggja fram mikinn erlendan gjaldeyri um- fram það, sem sparast við minni kolakaup eftir að hitaveitan er komin. En auk árlegra vaxta og afhorgana af þessu fasta láni barf að sjá fyrir allmiklum er- lendum gjaldeyri í sambandi við lagningu heimtauga frá veit- unni, og ennfremur hefir verið áætlað að efni í hitunarkerfi í þau hús á hitaveitusvæðinu, sem nú hafa ekki miðstöðvar, kosti um 650 þús. kr. Einnig má gera ráð fyrir einhverjum kostnaði í erlendum gjaldeyri vegna nauð- synlegra breytinga á miðstöðv- um í húsum í bænum. Er því sýnilegt að af gjaldeyr- isástæðum einum saman er þess mikil þörf að fá lánstímann lengdan. 2. Fé til lánveitingarinnar mun firmað aðallega fá fyrir milligöngu útflutningslánadeild- ar (Exportkreditinstitution) danska ríkisins. Af slíkum lán- um, sem aðallega munu vera veitt einkafirmum, tekur þessi lánadeild 5% þóknun. Lán það, sem hér er um að ræða, er tryggt með ábyrgð íslenzka ríkisins, og ætti því eigi að vera sama á- stæða fyrir danska ríkið til að krefjast þessarar háu þóknunar af því eins og.af lánum, sem ekki eru tryggð með ríkisábyrgð. Það virðist því sjálfsögð krafa að breyting fáist á þessu skilyrði. 3. Til viðbótar þeim veðum, sem heimtuð eru ásamt ábyrgð Reykjavíkurbæjar og ábyrgð) ríkissjóðs, fer firmað líka fram á ábyrgð Landsbanka íslands fyrir yfirfærslu á greiðslum af láninu. 4. Mjög óaðgengilegt verður að telja fyrir Reykjavíkurbæ að þurfa að veðsetja öll þau vatns- (Framh. á 4. slðu) arareglunni í meira en hálfa öld og ávallt verið skeleggur í baráttunni gegn áfenginu. t t r Síðastliðið haust var hafizt handa um byggingu sundlaugar við barna- skóla Skeiðamanna, Brautarholt. Ei- ríkur Jónsson bóndi í Vorsabæ, hefir skrifað Tímanum um sundlaugarbygg- inguna á þessa leið: Sundlaug þessi er gerð úr steinsteypu, 13,3x8 metrar að stærð, með tveimur búningsklefum. Um fimmtíu stiga heitt vatn fannst í grennd við skólann, eftir að mikil leit hafði verið að því gerð síðastliðið vor, og var það leitt um 160 metra veg í laugina. Þóttu líkur benda til, að þarna gæti leynzt heitt vatn í jörðu, því víða eru þar volgrur. Ungmennafélag hreppsins stóð fyrir framkvæmdum og var mestöll vinna með frjálsum fram- lögum án endurgjalds, bæði af bændum og ungmennafélögum. Mannvirkið kostaði um 8—9 þúsund krónur full- gert. Þótt ekki sé með öllu lokið að ganga frá lauginni, hefir hún verið í notkun fyrir skólabörnin, auk þess sem unglingar, er voru á leikfiminámskeiði í skólanum í vetur æfðu þar sund. Á- kveðið hefir verið að halda sundnám- skeið við laugina í vor. Áður höfðu Skeiðamenn lagt fram um 780 dags- verk f frjálsum framlögum við bygg- ingu skóla síns. Er þetta til marks um samhuga þeirra og þau afrek, sem hægt er að leysa af hendi, þar sem ein- í lok seinasta mánaöar barst stjórnum Norðurlandanna fjögurra, Danmerkur, Noregs, Svíþjóðar og Finnlands, tilboð frá þýzku stjórninni um ör- yggissáttmála milli Þýzkalands og þessara landa hvers um sig. Það hefir verið venju undan- farin ár að utanríkismálaráð- herrar þessara landa ræddu saman öðru hvoru um utanrík- ismálin með það fyrir augum, að þau kæmi fram sem einn aðili út á við. Strax og kunnugt varð um þetta tilboö, var þvi á- kveðið, að ráðherrarnir hittust í Stokkhólmi og ræddu um, hvernig bæri að svara þvi. Á fundi þessum náðist ekki samkomulag um sameiginlegt svar. Noregur, Svíþjóð og Finn- land vildu ekki gera neinn samning, en Danmörk taldi rétt að gera „samning til þess að staðfesta enn frekar hina vin- samlegu sambúð milli Danmerk- ur og Þýzkalands“. Hins vegar komu ráðherrarnir sér saman um að lýsa yfir fullkomnu hlut- leysi Norðurlanda og einlæg- um ásetningi þeirra í því, að taka ekki þátt í neinum ríkja- samböndum, er gætu neytt þau til þátttöku í styrjöld. Sérstaða Danmerkur hefir vakið talsverða athygli og telja ýmsir, að hún beri þess vott, að Danir óttist Þjóðverja og vilji drægni og góð samtök ríkja. Veturinn 1938 fauk heyhlaða og geymsluhús í ofsaveðri hjá fátækum einyrkjabónda á Skeiðum.Hreppsbúar hlupu undir bagga og lögðu fram endurgjaldslausa vinnu við gröft og steypu, svo að búandanum varð kleift að endurbyggja hlöðu sína án mikils kostnaðar. Fleiri dæmi mætti nefna um þroskað samstarf Skeiða- manna. t t t Samkvæmt upplýsingum, sem Tlminn hefir fengið frá H. J. Hólmjárn loð- dýraræktarráðunaut, hefir gotið heppnazt betur að þessu sinni í flestum refabúum hér, heldur en nokkru sinni áður. Tæmandi skýrslur liggja ekki fyrir enn, en svo lítur út, sem að refa- eigendur í nágrenni Reykjavíkur hafi fengið 3—4 yrðlinga eftir kvendýr, sem þeir eiga. Meðaltal Norðmanna hefir aldrei orðið hærra en 2% yrðlingur á hvert kvendýr. Einnig virðist hafa tek- izt afar vel með gotið í Borgarfirði, Dölum, Húnavatnssýslu og Stranda- sýslu. í Skaftafellssýslum virðast ýmsir refaeigendur hafa orðið fyrir óhöpp- um í þessu efni, þótt sumum hafi vel farnast. Yfirleitt er lakari útkoma hjá nýbyrjendum, bæði vegna skorts á reynslu og kunnáttu í meðferð dýr- anna, og eins vegna þess, að oftast eru refabú stofnuð með hvolpum einvörð- ungu. vera þeim sem mest að skapi. Hefir þetta m. a. komið fram í öðru aðalblaði danska íhalds- flokksins, Nationaltidende, þar sem það er harmað, að Danir skuli hafa skorizt úr leik með hinum Norðurlandaþjóðunum og kunni ef til vill að verða þannig litið á það, að Danir séu ekki fullkomlega frjálsir. Hins- vegar hefir því verið haldið fram, að það sé ekkert athuga- verðara við það, að Danir geri slíkan sáttmála við Þjóðverja en að Finnar hafi gert samskon- ar samning við Rússa fyrir nokkrum árum. í blöðum hinna Norðurlandanna er afstaða Dana yfirleitt túlkuð mjög vin- samlega og einkum vakin at hygli á því, að það skiptir mestu, að Danmörk hafi lýst yfir fullu hlutleysi með hinum löndunum og ætli ekki að taka þátt í nein- um samtökum, sem geti leitt hana inn í styrjöld. Norðmenn, Svíar og Finnar færa þau rök fyrir þeirri af- stöðu, að vilja ekki gera neinn samning, að yfirleitt sé orðið litið á slíka samninga sem eins- konar bandalag og verði því hlutleysi, sem nái jafnt til allra, lýst bezt með því, að gera engan þvílíkan samning. í enskum blöðum hefir af- stöðu þessara landa verið fagn- að. Manchester Guardian og fleiri blöð höfðu fært rök að því, að tilgangur Þjóðverja með slíkum samningum væri að tryggja sér yfirráð yfir Eystra- salti og óheftan flutning á járn- málmum frá Svíþjóð. Ef Svíþjóð ætlaði t. d. að fylgja hlutleysis- stefnu sinni í styrjöld með því að minnka járnflutninga til Þýzkalands, myndu Þjóðverjar hafa talið það brot á öryggis- sáttmálanum. Slíkir samningar gætu þannig lagt talsverð höft á frjálsræði þessara þjóða til að framfylgja hlutleysisstefn- unni út í yztu æsar. ÚR BÆIVUM Messur um hátíðina. í dómkirkjunni á hvítasunnudag kl. 11, séra Bjarni Jónsson, kl. 5, séra Frið- rik Hallgrímsson. Á annan hvítasunnu- dag: kl. 11, séra Friðrik Hallgrímsson, kl. 5 séra Garðar Svavarsson. í kapellu kirkjugarðsins, á hvítasunnudag kl. 9, Sigurbjörn Á. Gíslason cand. theol. — í fríkirkjunni, á hvítasunnudag kl. 2, sr. Árnl Sigurðsson, á 2. í hvítasunnu kl. 5, Ragnar Benediktsson cand. theol. í Laugarnesskóla á hvítasunnudag kl. 2, séra Garðar Svavarsson. — í Hafnar- arfjarðarkirkju á hvítasunnudag kl. 11, síra Garðar Þorsteinsson. í fríkirkjunni í Hafnarfirði á hvitasunnudag kl. 2, sr. Garðar Þorsteinsson. Á Bessastöðum á 2. hvítasunnudag kl. 2, séra Garðar Þorsteinsson. Nils Ramselius, sænskur prestur, er dvalið hefir nokkrum sinnum hér á landi. m. a. í Vestmannaeyjum, og nú býr á Akur- evri, hefir skrifað grein um ísland í sænskt, kristilegt tímarit, er heitir Sommer. Fylgja þessari grein sænska prestsins nokkrar ágætar myndir héð- an. — m A víðavangi Horfur eru nú fyrir að mó- vinnsla í stærri stíl verði hafin hér á landi i náinni framtið. Á nýafstöðnum aðalfundi Kaup- félags Vestur-Húnvetninga á Hvammstanga var rætt um möguleika til framleiðslu á elti- mó til eldsneytis. Fékk kaupfé- lagið síðan Sigurlinna Péturs- son byggingameistara í Reykja- vík, sem sérstaklega hefir kynnt sér þessi efni, til að rannsaka mólönd í sýslunni. Fann hann víða mó í jörðu á þeim stöðum, sem hann athug- aði. Á tveim af þeim stöðum taldi hann allgóð skilyrði til mó- vinnslu. Eru þau svæði mjög ná- lægt þjóðvegi. Kaupfélagið er nú að athuga möguleika til út- vegunar á móvinnslutækjum. * * * För sunnlenzkra bænda til Norðurlands síðastliðið sumar tókst mjög vel og var þátttak- endum til mikillar ánægju. Ber að vænta þess, að slíkum ferða- lögum verði haldið áfram. Ein slík för hefir verið ákveðin i sumar og er það Búnaðarsam- band Dala- og Snæfellsnessýslu, sem fyrir henni gengst. Er henni heitið um Borgarfjörð og Suður- land og mun hún hefjast um miðjan júní. Fyrirkomulag far- arinnar hefir enn ekki verið á- kveðið til fullnustu, en vafalaust verður reynt til þess eftir föng- um, að hún verði bæði ferða- fólkinu og þeim, sem sóttir eru heim, til gagns og ánægju. * * . * Fyrir marga bændur og hús- freyjur, sem gjarnan vildu taka þátt i slíkum ferðalögum, er það miklum erfiðleikum bund- ið, þar sem þau geta aldrei far- ið að heiman, nema einhver að- stoð komi í staðinn. Ættu bún- aðarfélögin og jafnvel ung- mennafélögin, að athuga, hvort þau gætu ekki verið til hjálpar í þessum efnum, t. d. með útveg- un sjálfboðaliða, sem tækju að sér að gera hin nauðsynlegu störf, meðan húsbændurnir væru í ferðalaginu. * 'I' •í' Íslandsglíman verður háð á miðvikudaginn kemur, en ekki 8. júní eins og fyr hafði verið á- kveðið. Enn er ekki fullvíst um nema þrjá þátttakendur utan af landi og eru þeir frá Vest- mannaeyjum. Er þar talsverður áhugi fyrir glímuíþróttinni og hefir hinn góðkunni íþróttamað- ur, Þorsteinn Einarsson, komið þeirri hreyfingu af stað. Er leitt til þess að vita, hversu lítill á- hugi skuli vera fyrir glímunni annarsstaðar úti á landi, eins og sjá má á þátttökunni í íslands- glímunni og ættu íþrótta- og ungmennafélög þar að taka það mál til nánari athugunar og framkvæmda. * * * Þegar Þykkvbæingar höfðu bjargað Safamýri með fyrir- hleðslunni í Djúpós, snerust þeir við annarri hættu, sem bygðar- lagi þeirra og búskap var búin. En það var sandfokshættan af hinni víðáttumiklu sandsléttu framan við byggðina. Á eyði- mörk þessari var lítilsháttar melgT’óður,sem fénaður sótti í,og náði þvi engri teljandi út- breiðslu. Girtu þeir með grösum alla leið frá Háfsós austur að Hólmsá, nutu aðstoðar og ráða Gunnlaugs Kristmundssonar. Nokkur sáning á melfræi hefir kominn mjög útbreiddur mel- gróður um allt þetta víðáttu- mikla svæði, sem allt mun engu minna en hin fræga Safamýri, sem er víðlendasta samfellt engjaland hérlendis. Sandfoks- hættan er talin úr sögunni. Gömul melalönd eru að verða valllendisgróin; milli melstang- arinnar ber mikið á elftingu, og áður en margir áratugir líða, mun þarna koma til sögunnar eitt glæsilegasta nytjaland, sem mannshöndin hefir hjálpað náttúrunni að skapa hér á landi. Gæti þetta orðið mönnum til eftirbreytrii. Á KROSSG-ÖTIJM Fornminjarannsóknir. — Gjöf til drykkjumannahælis. — Sundlaug Skeiða- manna að Brautarholti. — Frá refaræktinni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.