Tíminn - 27.05.1939, Blaðsíða 3

Tíminn - 27.05.1939, Blaðsíða 3
60. blað v TÍMINN, langardaginn 37. maí 1939 339 A N N A L L Fáein kvoðjuorð. Fyrv. alþingismaðux, Guðjón Guðlaugsson, er fallinn frá. Nafn hans er fast mótað á minningarspjöld okkar, hinna eldri. Við minnumst þess, að Strandamenn hafa Guðjóni Guðlaugssyni mikið að þakka frá fyrri tímum. Hér átti hann mikið og heilladrjúgt starf að baki. Þegar hér fór að vakna ýmis- konar þróun til framfara, um og fyrir aldamótin, mátti heita að Guðjón Guðlaugsson væri þar alstaðar forustumaður. Hann unni sveitalífinu og bar menningu þess fyrir brjósti. Þess vegna gekk hann ótrauður að hverju starfi, er horfði til heillavænlegra framfara. Hann hafði mikinn áhuga á jarðrækt og landbúnaði, og taldi þá menningu þjóðhollasta, er sprytti upp af samstarfi við náttúruna. Ég efast um að hann hefði nokkurntíma flutt til Reykjavíkur, ef hann hefði ekki getað lifað þar af landbúnaði, öðrum þræði. Hann hætti aldrei að íhuga og leita svars gagn- vart erfiðum viðfangsefnum landbúnaðarins. Þau voru margþætt störfin, sem Guðjón Guðlaugsson vann að hér, enda var hann fjölhæf- ur maður. Menn báru traust til hans, sem hins réttsýna, vilja- sterka og velviljaða manns, er í engu vildi vamm sitt vita; hann vildi héraðsbúum vel, og hann brást aldrei því trausti, sem til hans var borið. Áreiðan- legri og samvizkusamari mann, að því er fjárreiður snerti, hefi ég aldrei þekkt. Trúnaðarstörf- in fyrir almenning voru falin honum bæði í sveit hans og hér- aði hans, það kom eins og af sjálfu sér, hér þurfti enga með- mælendur. Samvinnustefnan átti erfitt uppdráttar um aldamótin. Guð- jón Guðlaugsson var þar í far- arbroddi, hér um slóðii'. Þrek hans og viljafesta létu hann keppa að settu marki, og sækja á brekkuna, þótt oft stæði í fangið. Hann var skapfestumað- ur, traustur og trúr hverju því starfi, er hann gaf sig að. Hann vildi að hverskonar framfarir byggðust á traustum grundvelli þess, er þjóðhollt væri, þ. e. að framsóknin væri eðlileg og líf- ræn þróun þess, er fyrir var, en engin angurgapastökk út í framtíðina. íhugun, rannsókn og hófsemi, varð hér að vera á öllum hlutum. Um langt skeið var Guðjón Guðlaugsson þingmaður þessa kjördæmis. Hygg ég, að sagan muni skipa honum framarlega í flokk meðal þjóðnýtra þing- manna, og að hann hafi þar gert heiður stéttar sinnar meiri. Hann hvarf frá hversdagsstörf- um sveitalífsins að þingmennsk- unni. Hvort sem hann stóð að starfi við sláttinn eða skepnu- hirðinguna, vann í sölum Al- þingis að alþjóðarmálum eða sat til borðs við konungskomur, hvarvetna sómdi hann sér vel, brjóstvitið brást honum aldrei. Einu sinni átti Guðjón sál. í allskörpum erjum við annan merkan mann hér um slóðir. Báðir voru menn til þess, að taka höndum saman undir lok- in, höndum drengskapar og sáttfýsi. Ég kom nokkrum sinnum að Hlíðarenda til Guðjóns sáluga, einkum seinni árin. Mér fannst andrúmsloft kærleikans vera þar innan veggja, það var eins og ánægjubros hlýleika og ást- úðar léki um ásjónu öldungs- ins, ef talið barst að ástvinum hans. Blessuð sé þeim minning hans. Aldraður Strandamaður. leytíð hinna eggjahvítu-auðugu fiski- rétta: Fiskibuff, Fiskibollur, Fiskigratin, Fiskibúðingar, Fiskisúpur. Allt úr einum pakka af mann- eldismjöli. Fæst í öllum mat- vöruverzlunum. Heildsölubirgðir hjá Sími 5472. Símnefni: Fiskur. milj. króna, en auk þess er hluti bæjarins af þeim „duldu greiðslum“, sem árlega þarf að standa skil á til útlanda, svo sem vextir og afborganir lána, ferðakostnaður, námskostnaður o. m. fl. Það er því mjög stór fjárhæð í erlendum gjaldeyri, sem Reykvíkingar nota árlega, en sem greidd er með fram- leiðsluvörum annarra lands- manna. Það þarf út af fyrir sig ekki að vera athugavert þó að not- kun Reykjavíkur á erlendum gjaldeyri sé nokkru meiri en gjaldeyrisvöruframleiðsla bæj- arbúa, þegar þess er gætt, að flestir þeir, sem vinna ólíkam- lega vinnu hér á landi, og sem ekki er ætlað að stunda fram- leiðslustörf, svo sem embættis- menn ríkisins o. fl., eru búsettir í Reykjavík, én sá mikli munur, sem nú er á gj aldeyrisþörf bæj- arins og útflutningsframleiðslu hans er mjög óeðlilegur og get- ur eigi haldið svo áfram til lengdar. Reykvíkingar hafa miklar tekjur af sölu á erlendum vör- um til annarra landsmanna og hefir svo verið um langt skeið. Vafalaust hefir sú verzlun orðið meiri síðustu árin, vegna inn- flutningshaftanna, heldur en orðið hefði, ef verzlunin hefði verið frjáls. Viðskipti íslenzkra heildsala og umboðssala, sem undantekningarlítið eru búsett- ir í Reykjavík, hafa verið hlut- fallslega meiri en . áður, vegna viðskipta við lönd, sem erfitt er fyrir litlar verzlanir að skipta við milliliðalaust. Þegar hægt verður að létta af viðskipta- hömlum, má gera ráð fyrir, að á þessu verði nokkur breyting, þar sem verzlanir utan Reykja- vikur munu yfirleitt telja sér óhagstæðara að kaupa erlendar vörur frá Reykjavík heldur en beint frá útlöndum, vegna þess að allmikill aukakostnaður hlýtur alltaf að falla á þær vör- ur, sem fluttar eru til Reykja- víkur og þaðan aftur til verzlana víðsvegar um landið. Getur því svo farið, að ágóði reykvískra heildverzlana af viðskiptum við verzlanir annars staðar á land- inu fari þverrandi um leið og innflutningshöftin verða af- numin. Byggingarnar. Vegna þeirrar miklu fólks- fjölgunar, sem orðið hefir 1 bæn- um á undanförnum árum, og sem lýst var í upphafi þessar- ar greinar, hefir að sjálfsögðu verið byggt þar mjög mikið af íbúðarhúsum. Stór hverfi hafa verið byggð upp og miljónir króna lagðar í þær byggingar á hverju ári. Byggingariðnaðar- menn eru orðnir fjölmenn stétt í bænum og þeir vilja halda á- fram að byggja hús, því að sú atvinna gefur þeim háar tekjur. Kaupmennirnir í bænum, sem verzla með byggingarefni, óska þess einnig, að sem mest sé byggt á hverju ári og að áfram- hald verði á þeim framkvæmd- um, því að á meðan er von hagnaðar af verzlun með bygg- ingarefni. Þeir sem eiga pen- inga hafa líka verið fúsir til að leggja þá í hús í Reykjavík, því Gula bandið er bezto og ódýrasto smjörllklð. i heildsölu hjá Samband <sl. samvinnuf élaga Siml 108«. THE WORLD'S GOOD NEWS will come to your home every day through THE CHRISTIAN SCIENCE MONITOR An Intematiotial Daily Newspaper It records for you the world's clean, constructive doings. The Monltor does not exploit crime or sensation; neither does it lgnore them, but deals correctively with them Features for busy men and all the family, including the Weekly Magazine Section. The Christian Science Publishing Society One, Norway Street, Boston. Massachusetts Please enter my subscription to The Christian Science Monitor for a period of 1 year $12.00 6 months $6.00 3 months $3.00 1 month $1.00 Wednesday issue, including Magazine Section: 1 year $2.60. 6 issues 25c Name . Samþie Copy oti Request Tílkynning frá Gjaldeyris- og ínnflutníngsnefnd. I*eir innflytjeiidur, sein óska að flytja til landsins, á síðari helmingl yfirstandandi árs, vörur sem innflutningsleyfi þarf fyrir, saman- ber reglugerðir um gjaldeyrisverzlun o. fl. 14. júní 1938 og' 15. þ. m., þurfa að senda oss um- sóknir um gjaldeyris- og innflutningsleyfi fyr- ir 30. júní n. k. Lmsóknir um leyfi fyrir útgerðarvörur þarf þó ekki að senda fyrir tímabil þetta I einu lagi, heldur nægir að semla þær með hæfileg- um fyrirvara áður en kaup þarf að gera í liverju tilfelli. 1 þessu sambandi koma að sjáifsögðu ekki til greina þær vörur, sem þeg'ar hefir verið út- OL i 11 inðin austur um til Seyðisfjarðar þriðjudaglnn 30. þ. m. kl. 9. síðd. Flutningi sé skilað fyrir há- degi á laugardag. Pantaðir farseðlar óskast sótt- ir fyrir sama tíma. Happdrætti Skrúðgarðs Skallagríms Borgamesi. Eftirtaldra vinninga hefir ekki enn verið vitjað: Nr. 4, 6, 9, 11, 14, 15, 66, 205, 549, 964, 1208, 1952. Vinninganna sé vitjað til Skrúðgarðsnefndar Skallagrims- garðs, Borgarnesi. Hreinar léreftstuskur kaupir PRENTSMIÐJAN EDDA H.F. Lindargötu 1D. að þar hafa fjármunir þeirra gefið góðan arð. Og bankar og sjóðir hafa veitt stórfé að láni til húsabygginga í bænum. Hér hafa því mörg öfl verið að verki. Fólksfjölgunin hefir kallað á nýjar íbúðir, (nýju húsin kalla lika á fólkið), peningamenn og peningastofnanir hafa viljað leggja fram féð, kaupmennirn- ir hafa heimtað innflutning á byggingarefni til þess að geta hagnazt á sölu þess og iðnaðar- mennirnir hafa tekið undir þá kröfu til þess að geta haft at- vinnu við húsasmíði. Fyrir þessum sameinuðu öflum og háværum kröfum þeirra hefir athugun á því, hvað skynsam- legt væri í þessum efnum, oft orðið að víkja. Þeir aðilar, sem hér hafa verið nefndir, hafa ekki talið þess þörf að íhuga hvort þjóðin hefði efni á að leggja svo mikið fé i húsabygg- ingar í höfuðstaðnum og hvort það væri viturleg ráðstöfun. Þessum mönunm ætti þó að vera það ljóst, að t il þess að það mikla fé, sem lagt er í íbúðar- húsabyggingar geti gefið nokk- urn arð, þarf þaff fólk, sem býr í húsunum aff hafa atvinnu sem veitir því tekjur. Það væri a. m. k. ekki óskynsamlegt af einstök- um peningamönnum og stjórn- endum bankanna, sem leggja peningana í húsin í Reykjavík, að hugleiða það atriði hvernig leigan muni gjaldast og hve mikils virði þessi eign þeirra muni verða í framtíðinni, ef út- flutningsframleiðslan í bænum heldur áfram að dragast saman. (Framh. á 4. slðu) „Gullfoss” fer á sunnudagskvöld 28. maí kl. 10 til Breiðafjarffar og Vest- fjarffa. Pantaðir farsefflar óskast sóttir f DAG, verffa annars seldir öffrum. „Dettííoss“ fer á miðvikudagskvöld 31. maí um Vestmannaeyjar til Grims- by og Hamborgar. M.s. Dronning Alexandríne fer mánudaginn 29. þ. m. (ann- an hvítasunnudag) kl. 6 síffdeg- is til Kaupmannahafnar (um Vestmannaeyjar og Thorshavn). Þar eff skrifstofunni verffur lokaff kl. 12 á hádegi á laugar- dag, þurfa farþegar aff sækja farseffla fyrir þann tíma. Einnig þurfa vörur til útlanda og Vestmannaeyja aff koma fyr- ir hádegi í dag. Skipaafgreiðsla Jes Zimsen Tryggvagötu. Sími 3025. hlutað fyrir allt árið, en það eru vefnaðarvör- ur til verzlana og byggingavörur til verzlana utan Reykjavíkur. IJmsóknir, um leyfi til innflutnings á ofan- greindu tímabili, sem berast oss eftir liinn til- skilda tíma, verða yfirleitt ekki teknar til greina nema um sé að ræða nauðsynjar til útflutningsframleiðsluimar. IJmsóknum um leyfi fyrir vörum, öðrum en útgerðarvörum, sem þegar liafa borizt nefnd- inni og ekki hafa verið afgreiddar, verður ekki svarað fyrr en útlilutun fer fram. Reykjavík, 34. maí 1939. Gjaldeyris- og ínnflutníngsnefnd. Tilkynniné Til þess að fyrirbyg’gja misskilning og forða fólki frá óþörfu óinaki, skal það fram tckið, að engin smásala á sér stað í Sjóklæðagerð tslands h. f., Skerjafirði. — I»að fólk, sem ætl- ar að kaupa vörur framleiddar af Sjóklæða- gerð íslands h. f., er því vinsamlegast beðið að snúa sér til vciðarfæra- og vefnaðarvöru- verzlana bæjarins með kaup sín. Sjóklæðagerð Islands h.í. Skerjafirði. 56 William McLeoá Raine: ekki móðgað hana siðferðilega, það var Steve viss um af framferði hennar sjálfrar. En einhverra hluta vegna var henni áreiðanlega í nöp við hann. Steve langaði sem sýslumann að vita meira um mann þennan, sem, að því er virtist ástæðulaust, var að ferðast þarna um auðnirnar. Honum fannst hann af og til kannast við andlit mannsins. Hann hafði séð þetta andlit einhversstaðar, og það fyrir skömmu, en hann átti ómögulegt með að muna hvar. Þetta var allt i lausu lofti fyrir honum þessa stundina, en hann myndi bráðum, ef til vildi innan klukkustund- ar, muna það, og geta þá ráðið eitthvað af gátunni. Walsh fór aftur inn í kofann- — Þegar þú ert tilbúin, Molly, held ég að við ættum að fara að komast af stað. Við verðum að hafa hraðann á ef við eigum að ná til bæjar fyrir kvöld- verð. Ég hef sent Frank á undan, með orð til föður þíns, um að þú sért fundin. — Ég er þegar tilbúin. — Gott. Við komum með lausan hest handa þér. Við karlmennirnir verðum að skiptast á um að ganga. — Ég mun reyna að verða ykkur ekki til tafar, sagði Taylor. Sýslumaðurinn tók hatt af bekknum og setti hann upp. Hatturinn var ekki Flóttamaðurinn frá Texhs 53 # værð. Höfuðið var lítið og hárið hrokkið. Hann bar það tígullega, án þess að vera vitund hégómlegur. Slim Hodges var lengi vel önn- um kafinn við að dá eldamennsku Molly í verki. En loks gaf hann sér tíma til að spyrja Taylor einnar spurningar: — Ókunnugur, spurði hann, með fullan munninn af hrísgrjónagraut. Taylor leit snöggvast á kúrekann og sá undir eins allt, sem hann vildi um hann vita. Slim var toginleitur, stutt- nefjaður og varaþykkur. Það var hálf- gerður hundssvipur á andlitinu og ekki erfitt að sjá að maðurinn var flón. — Já, svaraði Taylor. — Verzlun? — Ég er að svipast um eftir stað til vetursetu. Peters rumdi. Slim vissi ekki almenni- lega hvernig hann átti að taka svarið. En hann lét á engu bera. — Þú finnur hann varla hér um slóðir, vinur. — Ef þú ert viss um það, hætti ég bara að svipast um eftir honum. — Það liggur í augum uppi, er ekki svo? Þessi snjór allur og------- Slim hætti, því að hann tók eftir því, að félagar hans glottu allir. Hann gat sér þess til, að hann hefði nú einu sinni ennþá gert sig að flóni. Skömmu seinna, þegar hann var kom-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.