Tíminn - 27.05.1939, Blaðsíða 2
238
TÍMI\TV. lawgardaglim 27. maí 1939
60. blað
'gtminn
Laugardaginn 27. ntaí.
Fiamboðið í Austur-
Skaítafellssýslu
Eftir lát Þorbergs alþingis-
manns Þorleifssonar í Hólum
komu allmargir af stuðníngs-
mönnum hans saman á heimili
hans til að koma sér saman um
frambjóðanda í kjördæminu
fyrir hönd Framsóknarflokks-
ins. Sumum mönnum hafði
komið til hugar, að hinn reyndi
og vinsæli þingfulltrúi Skaft-
fellinga, Þorleifur í Hólum,
myndi taka að sér umboðið enn
einu sinni það sem eftir er af
kjörtímabilinu. Vel hefði Þor-
leifur Jónsson getað gert þetta,
því að hann er enn ern og
hraustur og myndi að öllu leyti
hafa verið vel fær til þingsetu í
mörg ár enn. Er þess skemmst
að minnast, að hann kom í
opinni flugvél á 2 y2 klukku-
stund, í kalsaveðri, austan frá
Hólum og til Reykjavíkur og
varð ekki um það ferðalag.
En Þorleifur Jónsson kaus
ekki að byrja að nýju lands-
málastarfsemi út á við. Þó að
honum væri fullkunnugt, að
hann myndi hvarvetna mæta
góðvild og viðurkenningu. Sömu
munu hafa verið svörin hjá
tveimur eða þremur landskunn-
um bændum á miðjum aldri,
sem álitlegir þóttu til fram-
boðs. í stað þess komu fulltrú-
ar flokksins í sýslunni sér sam-
an um að mæla með tiltölulega
ungum, en mjög efnilegum
manni, sem bæði er bóndi og
kennari í Öræfunum.
Páll Þorsteinsson var nem-
andi á Laugarvatni fyrsta árið,
sem þar var kennsla, veturinn
1928—29. Sr. Jakob Lárusson í
Holti var þá skólastjóri. Nem-
endur voru ekki nema rúmlega
20. Páll Þorsteinsson kom fyrst-
ur sinna samsýslunga á þennan
nýbyrjaða sveitaskóla, og er líka
fyrstur af Laugvetningum að
bjóða sig fram til þingsetu.
Munu þó margir af þeim stóra
skóla fara á þá braut, þegar
tímar líða.
Séra Jakob Lárusson hafði
miklar mætur á þessum efni-
lega unga manni úr Skaftafells-
sýslu. Hann var gæddur óvenju-
lega mikilli íhygli og festu.
Hann hafði skarpa greind, tal-
aði vel og rökfast og var óvenju-
lega fimur glímumaður. — Að
lokinni skólavist fór Páll heim
í sína sveit, og var fyrirvinna
hjá móður sinni á einni af hin-
um litlu en vel ræktuðu jörð-
um í því sem kalla mætti sam-
vinnubyggðir Öræfinga. Tiltölu-
lega fljótt varð hann einn af
forystumönnum byggðarinnar
og áhrifamaður í Pramsóknar-
flokknum í sýslunni. — Eldri
bændur í Öræfum tóku þennan
unga bónda og kennara í sitt
samvinnufélag. Þeir fundu að
hann hafði í einu það fjör, þá
stillingu og varfærni, sem eftir-
sóknarverð var í félagslegu
samstarfi. Óx honum þannig
traust og vinsæld í héraði, eins
og sjá má af því, að hann er
nú á svo ungum aldri kvaddur
til framboðs í því héraði, sem í
nálega aldarfjórðung hefir kos-
ið Framsóknarmenn á þing.
Það leiðír af sjálfu sér, að svo
ungur maður eins og Páll Þor-
steinsson, getur ekki við þetta
framboð látið „verkin tala“, um
forustu eða framkvæmdir, sem
veitt sé eftirtekt um land allt.
En hann hefir með sér öll þau
meðmæli, sem unnt er að hafa
fyrir mann á hans aldri. Hann
nýtur trausts þeirra, sem hann
þekkja og með honum hafa
starfað. Og þeir menn vænta
þess, að hann eigi eftir um langa
stund að verða öruggur liðsmað-
ur við að halda uppi andlegri og
efnalegri menningu í því merki-
lega héraði, sem meir en nokkur
önnur byggð er vafin í köldum,
en sólríkum faðmi mestu jökla-
breiðunnar, sem til er á íslandi.
J. J.
Frjáls yerzlun
Andl lampans
FRAMHALD
Höfðatölureglan hefir á und-
anförnum árum ekki valdið
verulegum tilfærslum á verzl-
unarsviðinu nema í Reykjavík
og í nokkrum sjóþorpum við
Faxaflóa. Alls staðar annars
staðar á landinu var áður meira
eða minna um samvinnufélög.
Þau héldu sínu og sum þeirra
sóttu nokkuð á. Reykjavík hafði,
eins og gerist í öllum löndum
um höfuðborgir, verið seinlát-
ust um að koma með verulegan
liðsafla. Þar höfðu verið gerðar
allmargar tilraunir með sam-
vinnufélagsskap, en oftast orðið
lítið úr. Hin reykvíska húsmóð-
ir keypti á næsta götuhorni, og
bar lítt saman verðið. Fram að
yfirstandandi kreppu leit út
fyrir að allir hefðu nóga peninga
og enginn þyrfti að spara. í því-
líku andrúmslofti eru sjaldan
stofnuð myndarleg kaupfélög.
En kreppan gerði fátækará
fólkið í Reykjavík að einskonar
samvinnumönnum. — Nokkrir
ungir verkamannasinnar stofn-
uðu pöntunarfélag og afgr. hver
um sig vöruna til tíu viðskipta-
manna, án þess að fá verulegt
kaup. Vörur í þessu pöntunar-
félagi urðu langt fyrir neðan
hið almenna búðarverð. Fremst
í flokki þessara ungu afgreiðslu-
manna var röskur maður, norsk-
ur kaupmannsson frá Eskifirði,
Jens Figved að nafni. Hann
hafði fram að þessum tíma ver-
ið heitur kommúnisti og bylt-
ingarsinni. En eftir því, sem
hann fékk meiri reynslu við
verzlunina, festi hann hugann
við lífsstarf sitt. Hvort hann er
kommúnisti enn, skal ekki fjöl-
yrt um hér. En í verki hefir hann
unnið móti byltingu og með
þróun og umbótum. Gömlu fé-
lagar hans ásaka hann um
stefnuhvörf og brigðmælgi við
byltingarstefnuna, en hann
virðist ekki láta það á sig fá.
Utan um þennan mann hef-
ir myndast allstórt kaup-
félag í Reykjavík. Vegna
höfðatölureglunnar hefir þaö
getað vaxið. Mikill hluti hinnar
fátæku verkamannastéttar hef-
ir flutt þangað sín viðskipti, til
að verjast dýrtíðinni. Og af
samkeppni þessa félags hafa
kaupmenn við Faxaflóa orðið að
halda hóflegu vöruverði, þar
sem samkeppni kaupfélagsins
hefir náð til. Á fáum árum hefir
„Kron“ þess vegna gert tvöfalt
gagn: Sannað, að kaupfélag
getur fest rætur í höfuðstað ís-
lands, og haldið vöruverðinu í
dýrasta stað landsins í skefjum.
Án höfðatölureglunnar og
stuðnings Framsóknarmanna og
Sambandsins myndi kaupfélagið
í Reykjavík hafa kramizt sund-
ur í greipum heildsalanna. Hjá
Sambandinu fékk félagið nokk-
urn, en þó mjög takmarkaðan
innflutning. Vegna höfðatölu-
reglunnar fékk kaupfélagið inn-
fluthingsleyfi sem fóru vaxandi
eftir því sem félagsmanna-
heimilum fjölgaði. Allt þetta
var með réttu eða röngu talið
Framsóknarmönnum til skuld-
ar. Af því allmikill hluti félags-
manna voru í kommúnista-
flokknum, var félagið oft í dag-
legu tali nefnt í sambandi við
byltingaráróður. Framsóknar-
menn vildu ógjarnan vega að
kommúnistum á þeim vettvangi,
þar sem þeir voru komnir inn á
þróunargrundvöll, þó að önnur
höndin væri enn með sterkum
roða. Oft lá við borð að kom-
múnistar næðu félaginu í sínar
hendur. En í hvert skipti urðu
friðsemdarmennirnir drýgstir í
átökunum. Ef byltingarmenn ná
félaginu í sínar hendur þá visn-
ar það upp og verður að engu.
Ef hinir hóglátu, þróunarfúsu
menn hafa framvegis undirtök-
in í félaginu, verður það mikið
og gott fyrirtæki. Enn getur
brugðið til beggja vona um
giftu þess. Framsóknarmenn
hafa stutt hina friðsömu menn
í félaginu með ráðum og dáð.
Þeirn hefir þótt mikil nauðsyn
til bera, að í Reykjavík væri
kaupfélag, sem tryggði almenn-
ingi sannvirði. En ef svo hrap-
arlega skyldi fara, að kommún-
istar næðu undirtökum í félag-
inu og settu frá störfum þar
alla dugandi menn, myndi fé-
lagið um leið tapa allri tiltrú
og leysast sundur eins og mjöll
á vordegi. Lá við borð í vor sem
leið, á aðalfundi, að það lenti í
nokkurri hættu, en var bjargað
með karlmannlegri sókn nokk-
urra áhrifamanna m. a. úr Fram-
sóknarflokknum, sem ekkl var
sársaukalaust, að sjá stofnun,
sem um nokkur misseri hefir átt
þátt í að hjálpa atvinnurekend-
um í Reykjavík með því að
draga úr dýrtíðinni, verða að
engu í höndum sendiboða frá
erlendri, og stórlega framandi
þjóð.
Framsóknarmenn hafa átt
þátt í að stofna nokkrar ríkis-
verzlanir. Þeir hafa stillt í hóf
aðgerðum i baráttu við keppi-
nauta sína, kaupmenn og stór-
kaupmenn. En þeir hafa verið
og eru með öllu ósveigj anlegir í
því efni að vernda frelsi borg-
aranna á íslandi að mega verzla
innanlands við þann kaupmann
eða það kaupfélag, sem þeim
hentar bezt. Þykir okkur Fram-
sóknarmönnum sennilegt, að
fylgismenn kaupmannastefn-
unnar sjái, að hér er rétt stefnt
og byggt á traustum grunni.
Framh. J. J.
I æsku las ég söguna um Ala-
dín og lampann. Ég trúði henni
bókstaflega. Mér fannst þá, að
slíkur lampi væri mesta ger-
semi, sem hér á jörð myndi finn-
ast,og ég hélt að slíkir kostagrip-
ir kynnu að vera til hér á landi
og hinn máttugi andi myndi
koma i ljós, ef rétt væri með þá
farið. Síðar hefi ég skilið það,
að töfralampinn hefir verið og
er til í eigu margra íslendinga.
En ekki er andi lampans ávallt
einn. Stundum hefir hann fært
eigandanum auð og allsnægtir,
en þó ekki fyrirhafnarlaust, en
miklu oftar hefir hann knúð
hann til að leita sannleikans,
þess sannleika, sem er „hvað
sem horfi mest til bóta og gerir
hverja göfga þrá að yndi.“
Viktor Zadi sagði að annar-
hver maður á íslandi væri skáld,
og gamalt orðtak segir: „að
margur sé skáld þó hann ekki
yrki.“ Flest skáld okkar hafa
orkt kvæði og sögur og sum
þeirra hafa orkt í verkum sínum
og athöfnum, slík skáld þarf
þjóðin að eignast bæði mörg og
stór. Á sviði framleiðslu, iðnaðar
og tækni ættu íslenzkir hug-
kvæmdarmenn að yrkja mörg og
stór verk og þjóðin á að kunna
að meta slíka andagift og þakka
að verðugu.
Fram að síðustu áratugum
var svo að segja enginn véla-
iðnaður til í landinu. Mestallar
fi’amleiðsluvörur landsmanna
voru fluttar út óunnar og í ó-
fremdarástandi og enn er það
vansæmdarástand viðvarandi
um margar framleiðsluvörur
okkar, svo sem ullina, sem gæti
fært landinu mikinn gjaldeyri
og veitt fjölda manna atvinnu
fram yfir það sem nú er, ef hún
væri unnin öll í landinu í heppi-
legar iðnaðarvörur, svo sem
dýrmæt gólfteppi og margt
fleira. Þar er aðkallandi verk-
efni fyrir hendi, sem Sambandi
íslenzkra samvinnufélaga væri
skyldast að leysa. Aðeins að
sambandið hafi þá menn í þjón-
ustu sinni, sem eiga þann lampa,
sem lýsir þeim á leið og andi
lampans láti þá ekki í friði fyr
en verkefnið er að fullu leyst.
Torfi í Ólafsdal flutti inn í
landið ensku ljáina, á þeim ár-
um, sem þjóðin var að flýja
landið í stórum hópum vegna
harðinda og heyleysis. Áreiðan-
lega hefðu Ameríkufararnir
orðið stórum fleiri, ef Torfi hefði
ekki bætt afkomu bændanna
með því að útvega þeim lítið og
notadrjúgt áhald, svo að hey-
fengurinn óx að stórum mun.
Torfi átti þann lampa, sem
alltaf logaði jafn skært og andi
lampans lét hann aldrei í friði,
fyrr en hann hafði slitið allri
orku sinni til þess að kenna
bændunum að bæta afkomu
sína. Torfi hugsaði lítið um
launin, enda urðu þau smá.
Fyrir nokkrum árum flutti
Árni Eylands og fleiri inn
norsku ljáina til landsins.
Framförin varð engu minni en
í fyrra skiptið, er breytt var um
þessi verkfæri. En nýlega hefi
ég heyrt, að sumir landshlutar
væru ekki ennþá farnir að nota
þessa góðu ljái, sem hafa þó
augljósa höfuðkosti fram yfir
ensku ljáina; er það óskiljan-
leg tregða til nýbreytni. En
tvennt vantar þó ennþá í þessu
sambandi: það eru traustar og
heppilegar hverfisteinsgrind-
ur, sem kaupfélög og verzlanir
þyrftu að hafa til sölu, því víða
er þessum tækjum mjög ábóta-
vant og í öðru lagi mýkri og
heppilegri brýni en Carborund-
um-brýnin. Ef þessi áhöld væru
öll í fullu samræmi hvert við
annað, þar sem ljáirnir eru not-
aðir, yrðu þeir að miklu betri
notum, en nú er hjá mörgum
bændum.
Sigfús Jónsson í „Fjölni“
fann upp að nota aluminium-
tinda í hrífur í staðinn fyrir
tré og var það mikil umbót og
að öllu leyti hefir hann gert
hrífuna betur úr garði en áður
var.
Ingólfur Espólín hefir fundið
upp fullkomna aðferð til þess
að frysta skyr til útflutnings
og mætti það verða íslenzkum
landbúnaði til mikilla nytja. En
hvað veldur, að tilraunir eru
ekki gerðar með slíkan útflutn-
ing?
Guðmundur Jónsson verk-
fræðingur hefir fundið upp að
breyta nýjum fiski í mjölvöru
og mætti það verða til þess, að
þjóðir langt inni í meginlönd-
unum og yztu heimsálfum, færu
að kaupa íslenzka fiskfram-
leiðslu og færu þá betri tímar í
hönd fyrir þjóðina en nú eru.
íslenzkir hugsjónamenn, sem
eiga töfralampann, mega ekki
láta staðar nema, þeir áttu að
finna upp bætt tæki og betri á-
höld, sem auka og örva fram-
leiðsluna og greiða götu iðnað-
ar og auka afköstin. En þjóðin
öll og stjórnarvöld hennar verða
að örva þessa menn til fram-
kvæmda, því þeir eru spámenn
þjóðarinnar ekki síður en þeir,
sem yrkja snjöll kvæði.
Breyting til bóta á einum
tækjum, eins og aluminium-
tindar, sem ekki þarf að um-
bæta í hrífunni, svo lengi, sem
hrífuhausinn endist, í staðinn
fyrir trétinda, sem þurfti að
endurnýja daglega og voru þó
verri á annan hátt, sýnast ekki
vera neitt stórvirki, en hver sú
umbót, sem eykur framleiðsluna
Yfiir landamærin
1. Fyrir nokkrum mánuðum lýsti
Einar Olgeirsson Héðni Valdemarssyni
sem mesta mannhraki og óþokka á
íslandi. Nú er Héðinn orðinn formaður
í flokki Einars Olgeirssonar.
2. Einn af helztu rithöfundum 1 liði
kommúnista sagði nýlega, að Þing-
vallakirkja og Víðimýrarkirkja vœru
fegurstu kirkjur íslands. Þó taldi þessi
rithöfundur að ýmsar hlöður og fjár-
hús í Skagafirði hefðu fallegri „víindi"
heldur en fornkirkjan á Víðimýri.
3. Sum Sjálfstseðisblöðin tala um
hitaveituna sem „sérmál" Mbl.flokksins.
Þetta er þó bundið annmörkum í fram-
kvæmdinni. Lánið fæst ekki nema gegn
tvöfaldri ábyrgð allra íslendinga, ríkis-
ábyrgð og Landsbankaábyrgð. Auk þess
verður að skylda alla andstæðinga
Sjálfstæðismanna í Rvík til að nota
heita vatnið. Annars fer fyrirtækið
strax á höfuðið.
4. Einn kostur fylgir því fyrir þá ís-
lendinga, sem ekki eru Sjálfstæðis-
menn að leyfa þessum flokki að hafa
allan heiður af hitaveitunni. Því að
sjálfsögðu verður sá flokkur líka að
taka við öllu vanþakklætinu og von-
brigðunum, sem því miöur munu gera
vart við sig eftir á.
x+y.
50 ára starfsafmæli
Bændaskólans
á Hvanneyri
Á þessu vori hefir Bændaskól-
inn á Hvanneyri starfa,S í 50 ár.
Nemendafélagið Hvanneyringur
hefir ákveðið að gangast fyrir
hátíðahöldum í tilefni af af-
mæli þessu og verða þau laug-
ardag og sunnudag 24. og 25.
júní n. k., að Hvanneyri. Hefir
það þegar verið auglýst í útvarpi,
en rétt þykir að gera nokkru
nánari grein fyrir þessu en þar
var gert.
Fyrri dagur hátíðahaldanna,
24. júní, verður eingöngu helg-
aður Hvanneyringum, þ. e.
kennurum og nemendumHvann-
eyrarskólans fyrr og síðar á-
samt konum þeirra. Verður þá
nemendamót og aðalfundur
Hvanneyrings, svo sem ákveðið
er í lögum nemendasambands-
ins. Þeir félagsmenn, sem vilja
leggja málefni fyrir fundinn,
þurfa að tilkynna það stjórn
Hvanneyrings fyrir 20. júní.
Ennfremur verða flutt stutt er-
indi og þátttakendum mótsins
gefið tækifæri til þess að skoða
staöinn. Er meðal annars í ráði
að koma fyrir dálítilli verkfæra-
sýningu. Værum við þakklátir
fyrir það að fá á sýninguna inn-
lendar nýungar í gerð verkfæra,
ekkert síður þótt smáar séu.
(Framh. á 4. síðu)
og léttir störfin, er þáttur í því
að þjóðinni geti liðið vel og hún
geti lifað sjálfstæðu lífi, í þessu
landi, sem býr yfir óþrjótandi
ónumdum gæðum.
Magnús F. Jónsson,
Torfastöðum.
Skúlí Guðmundsson:
Reykjavík
Á hverju ætla Reykvlkingar að lifa
I framtíðiimi?
Við manntalið 1920 reyndust
íbúar höfuðstaðarins 17679 að
tölu, sem var um 18,7% af fólks-
fjöldanum í landinu. Á þeim
rúmlega 18 árum, sem liðin eru
síðan, hefir íbúatala bæjarins
meira en tvöfaldazt, og mun láta
nærri að þriðji hluti þjóðarinnar
eigi nú heimili í Reykjavík.
Aðalatvinnuvegir bæjarbúa
eru sjávarútvegur og iðnaður
en um aðra framleiðslustarfsemi
er ekki að ræða, nema lítilshátt-
ar landbúnað. Auk þess lifa
allmargir bæjarbúar á verzlun
við aðra landsmenn. Skal nú far-
ið nokkrum orðum um þessa at-
vinnuvegi hvern um sig.
Sjávarútvegurinn
Fiskiskipafloti Reykvíkinga er
nú 18 togarar, 7 línuveiðagufu-
skip og 27 mótorbátar undir 100
rúml. hver. Til samanburðar má
geta þess, að árið 1920 var skipa-
stóllinn 23 togarar og 15 mótor-
skip, þar af 8 stórir „kútterar“
með 20—30 manna áhöfn hver.
Árið 1937 var saltfiskafli Reykja-
víkurskipanna 15% minni held-
ur en árið 1920, og var þó aflinn
það ár miklu minni heldur en
hann varð nokkrum árum síðar.
Útgerðin í Reykjavík, sem er
eina útflutningsframleiðslan,
sem þar er rekin, hefir dregizt
mikið saman á sama tíma sem
fólksfjöldinn i bænum hefir tvö-
faldazt.
Flestir togararnir eru orðnir
gamlir, viðhaldsfrekir og dýrir í
rekstri. Þeir eru auk þess að
mörgu leyti óhentugri en smærri
skip, eins og nú hagar til um
aflabrögð. Síldveiðarnar eru á
yfirstandandi tímum miklu
stærri og þýðingarmeiri þáttur í
útgerðinni heldur en áður var.
Er því nauðsynlegt að fiskiskip-
in séu hentug bæði til þorsk- og
síldveiða, en það eru togararnir
ekki. Til síldveiða eru þeir allt of
dýrir í rekstri, og standast þar
engan samanburð við smærri
skipin. Bendir því margt til þess,
að í stað gömlu togaranna, sem
hverfa úr notkun á næstu árum,
eigi að smíða smærri skip og
báta, með mótorvélum. Mótor-
báta- og mótorskipaútgerð verð-
ur því vafalaust hlutfallslega
stærri þáttur í útgerðinni hér
eftir en áður, þó að slík útgerð
sé að vísu betur sett á mörgum
öðrum stöðum heldur en í
Reykjavík. Ef ekki tekst að auka
sjávarútveginn í bænum, er ekki
sjáanlegt að bæjarbúar geti
framvegis keypt þær vörur frá
útlöndum, sem þeir þarfnast og
greitt þangað vexti og afborgan-
ir af skuldum, nema hafizt geti
framleiðsla á einhverjum öðr-
um verðmætum, sem hægt er að
selja út úr landinu.
Iðnaðurinn.
Þessi atvinnugrein hefir farið
ört vaxandi í Reykjavík á
undanförnum árum. Auk ann-
ars veldur þar miklu um sú tak-
mörkun, sem verið hefir á inn-
flutningi erlends iðnaðarvarn-
ings síðustu 7—8 árin. Ný iðnað-
arfyrirtæki hafa risið upp, sem
framleiða ýmiskonar varning úr
innlendum og erlendum efnum,
en þó fleiri úr erlendum. Margt
af þeirri iðnaðarframleiðslu hef-
ir orðið til nokkurs sparnaðar á
erlendum gjaldeyri og munu
ýmsar iðnaðarvörutegundir sam-
bærilegar við erlendar að gæð-
um, enda eru margir íslenzkir
iðnaðarmenn vel færir í sinni
grein. Hitt er þó víst, að mörgum
iðnaðarfyrirtækjum er hætt við
falli þegar hægt verður að af-
nema innflutningshöftin, þar
sem þá verður erfitt fyrir þau
að keppa, við erlendan iðnað,
sem hefir betri aðstöðu á marg-
an hátt, svo sem hagstæðari inn-
kaup á hráefnum, rýmri mark-
aði og þar með meiri viðskipta-
veltu. Má því gera ráð fyrir að
sumt af þeirri iðnaðarfram-
leiðslu, sem nú er í höfuðstaðn-
um, eigi mjög örðugt uppdráttar
og jafnvel hverfi úr sögunni,þeg-
ar viðskipti þjóða á milli verða
greiðari og frjálsari en þau hafa
verið nú um skeið, sem vonandi
verður áður en mörg ár líða.
Hér kemur einnig annað til
greina, sem bendir til þess að
valt sé að treysta á áfram-
haldandi eða aukinn markað
fyrir reykvískar iðnaðarvörur
annars staðar á landinu. í
Reykjavík er dýrara að fram-
fleyta lífinu heldur en víðast
annars staðar hér á landi. Þeir,
sem þar starfa, þurfa því að
hafa hærri tekjur heldur en
aðrir landsmenn, og gildir þetta
jafnt um iðnaðarmenn sem
aðra. Af þessum sökum hljóta
þær vörur, sem framleiddar eru
í Reykjavík, að verða dýrari
heldur en framleiðsla annars
staðar á landinu, þar sem hægt
er að lifa á lægri launum. Má
fastlega gera ráð’ fyrir, að iðn-
aðarstarfsemi aukist í öðrum
kaupstöðum og kauptúnum
landsins, og einnig í sveitum,
þar sem raforka og önnur skil-
yrði eru fyrir hendi. En um leið
minnka möguleikar reykvískra
iðnaðarmanna til þess að selja
framleiðsluvörur sínar til ann-
ara kaupstaða og héraða lands-
ins.
Verzlunin.
Árið 1937 nema verðmæti út-
lendrar vöru, sem var innflutt
til Reykjavíkur, um 33,9 milj.
króna, en verðmæti íslenzkra
útfluttra afurða frá Reykjavík
27,7 milj. kr. Þessar tölur gefa
þó ekki upplýsingar um notkun
Reykvíkinga á erlendum vörum,
né heldur um framleiðslu út-
flutningsverðmæta í höfuð-
staðnum. Mikið af þeim erlendu
vörum, sem fluttar eru til
Reykjavíkur, eru seldar þaðan
aftur til annarra verzlunar-
staða hér á landí. Heildarinn-
flutningurinn til landsins árið
1937 nam 53,3 milj. króna. —
Verður ekki sagt með nákvæmni
hve mikið Reykjavíkingar hafa
notað af þessum erlendu vör-
um, en þar sem vitað er, að þeir
nota hlutfallslega meira af
ýmsum innfluttum varningi,
heldur en aðrir landsmenn, er
vafalaust óhætt að telja, að
eigi minna en 22—25 milj. kr.
hafi farið til kaupa á vörum,
sem höfuðstaðarbúarnir hafa
notað árið 1937. Hinn hlutinn af
innflutningnum til Reykjavík-
ur hefir þá verið seldur þaðan
aftur til annarra landshluta.
Framleiðslu Reykvíkinga til
útflutnings er auðveldara að á-
ætla heldur en notkun þeirra á
innfluttum vörum. Eins og áð-
ur er getið, er heildarútflutn-
ingurinn frá Reykjavík árið
1937, samkvæmt verzlunar-
skýrslunum, 27,7 milj. króna,
en meiri hlutinn af þeim vörum
er framleiddur annars staðar á
landinu, þó að komi á útflutn-
ingsskýrslur í Reykjavík.
Af skýrslum Fiskifélags ís-
lands er hægt að sjá hve mik-
ill hluti af sjávarafurðunum
hefir aflazt á reykvisk skip, en
um aðra útflutningsstarfsemi er
ekki að ræða í höfuðstaðnum.
Mun láta nærri, að frá Reykja-
vík hafi útfluttar afurðir árið
1937 verið að verðmæti um 12
milj. króna.
Af því sem að framan greinir,
verður að telja líklegt, að verzl-
unarhalli Reykjavíkur árið 1937,
þ. e. a. s. verð innfluttrar vöru
til bæjarins umfram útflutn-
ing, sé eigi minni en 10—13