Tíminn - 10.06.1939, Blaðsíða 2

Tíminn - 10.06.1939, Blaðsíða 2
262 TÍMlNrV, langardaginn 10. júní 1939 66. Iilað Laugardaginn 10. jfúní. Vestmannadagwínn á Þíngvöllum Fyrir nokkru ritaði Steingrím- ur Arason kennari grein í Mtal. um að vakinn væri áhugi fyrir því að halda hátíðlegan Vest- mannadag á Þingvöllum snemma í sumar. Það mun nú vera fullráðið, að þessi hátíð verði haldin sunnudaginn 2. júlí í sumar. Þann sama dag er bú- izt við að Thor Thors alþingis- maður flytji að Gimli löndum í Vesturheimi þakkir íslendinga í gamla landinu fyrir hina marg- háttuðu óg mikilsverðu aðstoð þeirra i heimssýningarmálinu. En mánuði síðar mun á sama stað, í miðju landnáminu í Nýja- íslandi verða stórfelld hátíða- höld af hálfu íslendinga í Vest- urheimi. Þá munu þeir minnast þess, að í undangengin 50 ár hafa þeir á þessum stað haldið afmæli íslands og íslenzks þjóð- ernis. Á íslendingadaginn í Vesturheimi hefir sú grein hins íslenzka þjóðstofns, sem flutti vestur um haf, túlkað innilegar tilfinningar sínar til ættlands- ins gamla og frænda og vina sem byggja það. Og nú eftir hálfa öld hefja Austur-íslendingar þann sið að halda Vestmannadag til að minnast með þakklæti og aðdá- un starfs og fremdar þess hluta þjóðarinnar, sem býr í Ameríku. Ef gifta verður með, mun þetta festast sem varanlegur siður á íslandi. Og enginn staður er bet- ur fallinn fyrir slíka minningar- hátíð heldur en Þingvellir. Sá siður var upptekinn í fyrra- sumar af hálfu Alþingis og rík- isstjórnar að bjóða heim einum merkum Vestur-íslendingi ár hvert í fyrra var boðið skáld- inu Guttormi J. Guttormssyni. Nú hefir ríkisstjórnin boðið einum hinum elzta af skörung- um í hópi landa, en það er Gunnar Björnsson fyrrum rit- stjóri og þingmaður i Minne- sota-ríki í Bandaríkjunum. — Gunnar er fæddur á Austur- landi en fór ungur vestur. Var hann um langa stund ritstjóri að ensku blaði og mikilsvirtur stjórnmálamaður, en hefir nú dregið sig í hlé frá flestum op- inberum störfum. Gunnar er ræðuskörungur mikill og höfuð- kempa bæði í sjón og raun. Skipulag á Vestmannadegin- um mun verða að sumu leyti með nýju sniði. Fimm manna nefnd undirbýr málið. Auk þess hefir mótið fjölmenna sveit svo- kallaðra stuðningsmanna eða verndara, og muh tala þeirra skipta tugum. í þeim hóp verða merkir íslendingar, sem fæddir eru vestra eða hafa dvalið þar lengi. Þá koma margir landar, sem farið hafa vestur skyndi- ferðir. Þá koma forráðamenn blaðanna og forstöðumenn hinna merkustu stofnana. Bisk- up mun halda stutta messu í Almannagjá. Þar kemur fram Fjallkonan I íslenzkum búningi, með ungfrú Canada og ungfrú Ameríku sína til hvorrar handar. Þá verða flutt mörg stutt ávörp, sungið og leikið á hljóðfæri. En um kvöldið verður stiginn dans í Valhöll. Þess má vænta, að mót þetta verði fjölsótt. Með því má bezt bæta úr því, að hálf öld er liðin síðan átt hefði að hef ja þá venju að halda Vestmannadag á ís- landi. J. J. Um innhMstur Gjaldflagi Tímans er fyrsta júní ár hvert. Greiðið blaðið sem fyrst til innheimtu blaðsins í Reykjavík, Lindargötu 1 D eða til innheimtumanna út um land. Innheimtumenn! Vinnið ötullega að innheimtu og útbreiðslu Timans í ykkar sveit. Svarið fljótt bréfum frá innheimtu blaðsins í Reykjavík, og gerið skil til hennar svo fljótt sem möguleikar leyfa. Tíminn er ódýrasta blaðið, sem gefið er út á íslandi. Allir Framsóknar- menn eiga að kaupa, lesa og borga Tímann. Ungmennafélögin eru ein- kennileg hreyfing. Þau eiga að baki sér glæsilega sögu um að hafa verið einhver áhrifamesta æskumannastefna á íslandi. En um þessa sögu hefir maður að nafni Geir Jónasson skrifað árið sem leið lélegustu sagn- fræðibókina sem komið hefir út á þessari öld, ef frá er tekin bindindissaga Brynleifs Tobías- sonar. Þessara mótsetninga gætir enn á fleiri vegu í ungmenna- félögunum. Enn eru til mörg fé- lög í hinum dreifðu byggðum, þar sem hinn forni andi lifir, þar sem æskumenn eru reglu- samir, sparsamir og hugkvæmir um merkilegar nýjungar. Tím- inn hefir alveg nýlega sagt frá ánægjulegri framkvæmd af þessu tagi, þar sem ungmenna- félag í Mýrdal kemur upp hag- legri gufutaaðstofu með sjálf- boðavinnu. Þannig lifir víða eld- ur í gömlum glæðum, þó að andi styrjaldartímanna, háa kaupið, dýrtíðin, braskið og vaxandi samfærsla í þéttbýli hafi í yms- um öðrum efnum haft nokkuð lamandi áhrif á þann félags- skap, sem fyrir heimsstyrjöld- ina vakti líf í heilli þjóð. Enn gætir þessa mismunar svo að segja hlið við hlið, líkt og þar sem skriða hefir fallið um skógi- vaxna fjallshlíð. í mörgum byggðum fylgja einstök ung- mennafélög vegum fyrirrennar- anna. Annarsstaðar hefir ófull- komleiki nýrra tíma lamað hinn gamla þrótt. Einn af þess- um hnignunarblettum hefir gefið tilefni til umræðu í blöð- unum, sem áreiðanlega mun verða þessum fornfræga félags- skap til gagns. II. Á hinni heitu blómaöld ung- mennafélaga var bindindi lög- boðið I félögunum og sambandi þeirra. Félögin voru mjög starf- andi í baráttu við áfengið. Þau gerbreyttu viðhorfi ungra manna víða um land að því er snertir áfengismálin. í barátt- unni við að halda bannlögum í gildi voru margir ungmenna- félagar meðal hinna ötulustu. Sú orka og þróttur, sem ein- kenndi félögin framan af árum, var algerlega andstæð drykkju- skap og linkind við óreglu. En smátt og smátt kemur nýr andi yfir æsku landsins. Vín- nautn fer vaxandi. Margt æsku- fólk fékk hátt kaup og mikið fé milli handa. Þeir menn urðu sárir á að gefa sína vinnu eða vera sjálfboðaliðar. Þeir voru of eigingjarnir til að geta verið ungmennafélagar nema að nafni til. Undir þessum áhrifum slepptu ungmennafélögin bindindisheit- inu. Margt af bezta fólkinu hélt sér frá verulegri vínnautn, en aðrir, þeir lingerðari, slepptu af sér taumnum. Sú staðreynd, að bindindinu var skipulagslega fleygt fyrir borð, sýndi hina innri breytingu, sem orðin var í hreyfingunni. Og þegar bindindið var farið, byrjaði vínnautn og það ekki í smáum stíl, einkum á hinum stóru samkomum ungmennafé- laganna við Hvítá og Þjórsár- brú. Á afskekktari stöðum og víða heima í byggðum var hald- ið fast við gamla reglusemi. Tveir af leiðtogum í ung- mennafélögum hér á Suður- landi hafa nýlega skrifað nokk- uð yfirlætiskenndar greinar um drykkjuslarkið á þessum tveim almennu hátíðum, og hafa beint örvum til mín, svo sem væri ég valdur að hneyksliframkomu sumra gesta á þessum samkom- um. Mér fannst þessi háværi á- sökunartónn í minn garð ekki nægilega rökstuddur. Mér finnst að það þyrfti töluverða ógætni frá hálfu þessara eftirmanna minna til að hefja slíkan áróður á mig. Meðan ég var ritstjóri Skinfaxa, var fylking ung- mennafélaganna órofin í sókn fyrir bindindi og banni. Þegar Spánarvínin voru leyfð, var ég annar af þeim tveim þingmönn- um, sem greiddi atkvæði gegn undanhaldinu við Spánverja. Og árið 1928 undirbjó ég hina síðustu sókn, sem Alþingi gerði í löggjöf um áfengismálin. Með tilstyrk þeirrar löggjafar var læknatarennivínið og skipa- brennivínið upprætt. En þjóðin þoldi ekki þetta aðhald. Jafnvel ungmennafélögin höfðu afnum- ið bindindisheitið, og tvær stærstu hátíðir félaganna voru orðnar landskunnar fyrir opin- bera stórdrykkju. Þjóðin vildi hafa vín og sterk vín. Þegar tekið var fyrir sterk vín frá útlöndum með skipuleg- um stjórnarframkvæmdum, dafnaði bruggið víða í sveitum þessa lands. Eftir nokkur ár gafst Alþingi upp og hleypti sterka víninu inn til að forðast bruggið og skaðsamlegar afleið- ingar þess. Vínbannið á íslandi var drepið af nautnasýki nokk- urs hluta þjóðarinnar, þar með talinn verulegur hluti þeirrar æsku, sem mótaðist á stríðsár- unum. Afnám bindindis í ung- mennafélögum og almennt brugg í mörgum sveitum syndi aldarandann. III. Þeir tveir höfundar, sem töldu sig þurfa að deila á mig í sam- bandi við þetta mál, tóku sér það tilefni, að ég hafði sagt frá þeim gleðilega atburði, að í vor sem leið kom sjálfboðalögregla til skjalanna á hinu svokallaða íþróttamóti ungmennafélaga við Hvítá, og drykkjuskapur hvarf að mestu í það sinn. Ég rómaði það, að tekin hefði verið upp aðferð Vökumanna og þessi orð- ið árangurinn. Hinir ágætu rit- höfundar virðast alls ekki hafa móðgast af drykkjuslarkinu á íþróttamótunum. En þeir þoldu ekki að gamall ungmennafélagi lýsti gleði sinni yfir að byrjað var að vinna ý, móti þessari þjóðarskömm. Ég verð að játa, að mér hefði fundizt eðlilegra, að rithöfundar úr þeim ung- mennafélögum, sem stóðu svo höllum fæti að halda slíkar samkomur, hefðu fundið nauð- synlegra verkefni innan félags- skaparins heldur en ritdeilur um áfengismál við mig. Annars er bezt að geta þess, að báðir þessir höfundar eru svo sann- leikselskandi, að þeir játa und- andráttarlaust að ég hafi haft á réttu að standa um slarkið á íþróttamótunum. Annar þeirra játar ennfremur, að hann hafi svo árum skipti átt þátt í að mót sunnlenzku félaganna var flutt á rólegri og betri stað frá Þjórsárbrú. Hann játar hiklaust, að þessi flutningur var flótti frá vínaustrinum við Þjórsár- brú. Bæði þessi forráðamaður félaganna og aðrir reglusamir menn í stjórn félaganna hafa bersýnilega ekki séð neitt ráð til að halda áfenginu í skefjum. Þeir flýja með mótið af sömu á- stæðu og allir menn flýja þegar þeir eru yfirbugaðir af ofurefli. Hinn félagsbróðirinn, sem heima á í Borgarnesi, segist vera ný- lega fluttur í héraðið. Þegar hann sá þessa hryggðarmynd af æskulýðsfundi, varð honum svo mikið um, að hann hafði við orð, að bezt myndi aö leggja „í- þróttamótið" niður. Þegar hann er með þessar flóttahugrenn- ingar, er hann bersýnilega von- laus um að geta reist rönd við þessari spillingu aldarfarsins. Og í það sinn virðist hann ekki hafa séð svo mikið sem bjarma af degi. IV. Nú gerast þau tíðindi, að all- margir menn,bæði eldri og yngri, voru orðnir leiðir á hinum al- menna stórdrykkjuskap í land- inu. Mynduðust þá samtök með- al nokkurra slíkra manna um að styðja nýbyrjaða vakningu æskumanna, Vökumannahreyf- inguna. Eitt af verkefnum þess- arar nýju hreyfingar var að vinna á móti hinni opinberu ofdrykkju bæði karla og kvenna. Allmikill drykkjuskapur hafði dafnað í nánd við Hvanneyri. Þótti Runólfi Sveinssyni illt undir þessu að búa. Hann skipu- lagði fyrst hina nýju aðferð með því að fá alla pilta til að mynda sjálfboðasveit undir forustu hans í því skyni að hreinsa burtu af staðnum samskonar fólk og það, sem sett hafði smánarblett á flestallar opinber- ar samkomur í nánd við kaup- staði og kauptún. Þessi tilraun gafst vel. Drykkjuslarkarar sáu enga ástæðu til að koma á þann stað, þar sem von var á skipu- legri sveit sjálfboðaliða undir öruggri forustu. V. Atburðirnir á Hvanneyri urðu að sjálfsögðu héraðsfleygir. Auk þess var þá um veturinn alloft minnst á úrræði Vökumanna i blöðum. Mun mega telja full- víst, að allir læsir menn hafi næsta vor verið búnir að heyra um nýjung þá, sem var í uppsiglingu: Skipuleg sam- tök ungra karlmanna að vinna undir yfirstjórn lögreglunnar að því að hreinsa drukkna menn burtu af almennum samkomum og skipuleg samtök ungra kvenna um að neita að umgang- ast karlmenn, sem voru undir á- hrifum áfengis. Annar af andmælendum mínum í þessu áfengismáli tel- ur fjarstæðu, bæði að ég hafi haft bein áhrif á, að vorið eftir Hvanneyrarbardagann var tek- inn upp sá nýi siður á Hvítár- mótinu, að hafa þar marga sjálfboðaliða til að halda drukknum mönnum í skefjum. Hann telur það líka fjarstæðu, að Hvanneyrarfordæmið hafi haft nokkur áhrif á forgöngu- menn iþróttamótsins. Greinar- höfundur vill auðsýnilega láta fólk trúa því, að hér hafi verið um innblástur að ræða.Nyjungin hafi verið alveg fersk, eins og heimabakað brauð á góðum sveitabæ. Áður en hér var komið sögu höfðu leiðtogar ungmennasam- bandsins í Borgarfirði oftar en einu sinni farið þess á leit að Alþingi breytti lögum um skemmtanaskatt, svo að sam- koman við Hvítá hefði meiri tekjur en ella. Þetta mál strand- aði í efri deild á því, að mörg önnur félög komu og báðu um sömu hlunnindi. Var hér um erfiða og óvinsæla tilraun að ræða, því að erfitt er að undan- þiggja vissa menn og viss fé- lög frá almennum landslögum. Greinarhöf. skilur þetta ekki. Hann veit víst mjög lítið um hve erfitt er að gera slíka und- antekningu. Og honum virðist alls ekki hafa verið ljóst, að mjög lítil almenn virðing lá ut- an héraðs á þeirri samkomu, sem greinarhöf. sjálfur hafði búizt við að yrði að leggja niður í þágu almenns velsæmis. Áhugasamir og dugandi menn úr héraðinu leituðu sér liðs í þessu máli í þinginu og komu líka til mín. Ég sagði þeim, sem við mig töluðu, að mér væri að fornu fari hlýtt til ungmenna- félaganna. Sambandið í Borgar- firði hefði auk þess lagt mynd- arlegan hlut í Reykholtsskóla. En þrátt fyrir þessa verðleika sagði ég þeim, að ég gæti ekki beðið um óvinsæla og sérstaka undanþágu þeirra vegna, nema þeir hreinsuðu af sér drykkju- skapar óorðið. Ég tók enga kvitt- un með undirskriftum þessara manna. Ég svara á sama hátt málum manna úr ymsum lands- hlutum, án þess að taka skrif- legar sannanir. Þessvegna vill annar af hinum mætu greinar- höfundum helzt gefa í skyn, að engin vakning hafi komið frá mér í þessu skyni. Sjálfur er hann þó búinn að játa, að hann hafði nákvæmlega sömu óbeit og ég á hinum drykkfeldu há- tíðagestum við Hvítá. VI. Hinir háttvirtu andstæðingar mínir vilja reyna að sanna það, að hreyfing Vökumanna hafi á engan hátt „vakið" þá. í hug þeirra er það aðalatriðið, að þeir hafi orðið fyrir óskilj anlegum og kraftaverkakenndum innblæstri, svipuðum þeim, sem oft er sagt frá í gamla testamentinu. Það er meira en mögulegt, að hér hafi gerzt kraftaverk, og að þeir forgöngumenn íþróttamál- anna, sem höfðu sumpart flutt æskumót sín f rá Bakkusi, líkt og þegar Gyðingar flúðu með sátt- málaörkina undan ofbeldi Fili- stea, eða verið að búa sig undir að leggja þau niður í hreinu vonleysi um viðréttingu tíðar- andans. Til að vera viss um, að þetta sé skýringin og engin önn- ur, verður að byggja á því, að hlutaðeigendur hafi lokað vand- lega öllum gluggum sálarinnar í heilan vetur. Forgöngumennirn- ir í Borgarfirði máttu þá ekki hafa hugmynd um sjálfboðalið- ana á Hvanneyri, og ekki um auglysingu skólastjórans í út- varpinu um að enginn ölvaður maður fengi þar dvalarleyfi. Sömuleiðis mættu þessir menn ekki hafa séð eða heyrt neitt af þvi, sem skrifað var um málið í blöðin þá um veturinn. Þá verða þeir menn, sem töluðu við mig um skattaundanþáguna, að hafa gleymt þeirri áheyrn, sem þeir höfðu fengið, um leið og ég tilkynnti þeim, að eg myndi styðja mál þeirra, ef bindindi yrði aftur í heiðri haft á sam- komum ungmennafélaga. í sjálfu sér er ekki hægt að segja, að það sé stórmál hvort viðréttingin við Hvítá hefir gerzt með yfirnáttúrlegum innblæstri eða fyrir hreina eftirlíkingu. Ég játa, að ég er ekki trúaður á innblásturskenninguna. Mér finnst mjög ósennilegt, að þeir leiðtogar, sem höfðu sýnt svo lítil skapandi úrræði í mörg ár, gegn áfengisbölinu, hefðu allt í (Framh. á 4. síðu) Markús F. Sigurjónsson Selveiðar Selveiðaflotinn frá Álasundi í Noregi leggur í haf um mánaða- mótin maí og júni ár hvert. Þá hefir hann haft stutta dvöl í höfn eftir kópaveiðarnar í Hvítahafinu eða vesturísnum. Nú leggur hann leið sína upp að norðausturströnd íslands, fyrir Norðurland og frá Vestfjörðum yfir hafið að ströndum Græn- lnads. Tilgangurinn með þessu langa ferðalagi, er að veiða blöðrusel, sem á þessum tíma árs heldur sig í stórum hópum á ísnum í Grænlandshafi. Ég hafði lengi haft hug á að kynnast þessum veiðum af eigin reynd, og síðastliðið sumar réði ég mig; á selveiðiskip, sem Frit- hiof heitir. Það er gamalt skip, með afllitla vél og gengur að- eins 1—6 sjómílur á klukku- stund. Mörg hinna nýrri skipa eru búin nytízkutækjum, svo sem sterkri mótorvél, yélstýri, radio- miðunarstöð og langdrægri tal- stöð. Ekkert af þessu hafði Frit- hiof, en þeim mun betra tæki- færi gafst mér á því, að kynnast erfiðleikum þeim, sem selveið- inni eru samfara. Fyrsta júní lögðum við af stað frá Álasundi. Vegna veðurs, sem við lágum af okkur á Aðal- vík, töfðumst við nokkuð og komumst ekki á veiðisvæðið fyr en eftir tíu daga frá því ferðin byrjaði. Veiðin hófst um 13. júní, en varð þetta sumar með minnsta móti. Það stafaði þó ekki af því, að selurinn sýndi sig ekki, held- ur af því, hvað ísinn var óvenju- lega mikill og þéttur. Þegar ver- ið er að brjótast gegn um þétt- an ís, eru venjulega mörg skip í röð, hvert á eftir öðru. Þau skip, sem hafa aflmestar vélar, eru fremst og hin sigla svo í kjölfarið. Þannig voru í sumar oft átta til tíu skip í halarófu og var fremsta skipið venjulega mótorskip, en þau skip hafa mikið sterkari vélar heldur en gufuskipin og einnig eldsneytis- forða til miklu lengri tíma. Ef tir að í isinn er komið, er alltaf einhver yfirmannanna í tunnunni á framsiglu, og skipar þaðan fyrir hvernig stýra skuli. í heiðskýru veðri sást oft svo mikill selur úr tunnunni, að ís- inn var svartdílóttur yfir að sjá, eins langt og augað eygði. Ef ís- inn hefði verið sæmilega greið- fær, hefði verið hægt að fá mikla veiði á skömmum tíma, en að þessu sinni var oftast«ýnd veiði, en ekki gefin. Einu sinni fórum við gangandi langan veg frá skipinu, en veiddum þó lítið, því selurinn fælist mannaferðina á ísnum meira heldur en skipin. f lausum ís er aðstaðan allt önn- ur. Þá eru bátar settir út, og eru hásetarnir í þeim. Síðan heldur skipið leiðar sinnar í ísn- um, en bátarnir koma á eftir. Selaskyttan er fram í stafni skipsins, og skýtur þaðan selina á ísnum jafnót og skipið skríður áfram, en bátverjar flá síðan selskrokkana þar sem þéir liggja, og fylgir spikið skinninu. Það er auðlært verk að losa þessa kápu af selnum, og fljót- gert af þeim, sem æfingu hafa, en þegar veiði er mikil stendur þó oft á því, að bátverjar hafi undan. Þegar hlé verður á veið- inni eða þilfar skipsins orðið fullt, er byrjað á því, að flá spikið frá skinninu. Skinnin eru söltuð, en spikinu er fleygt nið- ur í stóra járngeyma, sem taka nærri því allt rúm í lestinni. Þar er það látið eiga sig þangað til ferðinni er lokið. Veiðin byrjar venjulega á móts við Ingólfsfjall, fyrir norðan Angmagsalik eða norðanvert við það, en það er hæsta f jallið á þessum slóðum, 7300 fet. Eftir því, sem líður á veiði- tímann, berst leikurinn lengra norður og austur í ísnum. Undir lok júlímánaðar fer selveiðin að minnka og er þá farið að undirbúa hákarlaveiðarnar, sem áður fyrr voru ekki stundaðar, en gefa nú talsverðar tekjur til viðbótar selveiðinni. Hákarlinn er veiddur nálægt ströndum Grænlands frá 64° n. br., norður á móts við Storfjorden, sem Norðmenn kalla svo. Síðastliðið sumar varð lítið úr hákarlaveið- inni eins og selveiðinni, vegna þess hve ísinn var óvenjulega þéttur. Það reyndist ókleyft að komast gegn um hann á há- karlamiðin, og voru allir reynd- ustu skipstjórar og aðrir sel- veiðimenn sammála um það, að þeir myndu varla eftir svona þéttum ís á þessum tíma árs. í leitinni að leið í gegn um ís- inn færðist flotinn smátt og smátt austur og norður meðfram ísröndinni, en ísinn var svo mik- ill og lá svo langt út á haf, að allar tilraunir reyndust árang- urslausar. Þó sagði skipstjórinn á Frithiof það, að ef siglt væri aftur vestur á móts við Ang- magsalik mundu vera miklar líkur til þess, að hægt væri að komast þaðan norður með ströndinni, því að þegar að ís- inn lægi svona langt frá landi, væri oft íslítið við ströndina. En við vorum komnir svo langt austur á bóginn og eldsneytis- forðinn var orðinn af svo skorn- um skammti, að ókleyft þótti að reyna það. í byrjun ágústmán- aðar vorum við komnir norður fyrir 69° n. br. og þar eð ísinn hafði engum breytingum tekið, var talið vonlaust að bíða leng- ur. Þann 6. ágúst var lagt af stað heimleiðis. Fyrst var haldið að norðurströnd íslands og síðan fyrir Langanes til Álasunds, og komum við þangað 13. ágúst eft- ir 74 daga útivist. Þegar að lokin voru tekin af spikgeymunum í lestinni, var mikill hluti þess runninn og orð- inn að gulleitri, þykkri olíu. Var sterkjan í lestinni svo megn, að hana setti fyrir vit á mönnum. Má nærri geta.að úr svona olíu fæst ekki fyrsta flokks lýsi, sem á að vera glært eins og vatn, og lyktarlaust. Skinnin reyndust 540 talsins, og er það ekki nema hluti af því, sem talið er meðalveiði. Sum- arið 1937 veiddi Frithiof 1400 séli í Grænlandshafi og fékk auk þess 60 föt af hákarlalýsi. Við hákarlaveiðarnar var hann að- eins 3 daga, því að þá var skip- ið orðið fullhlaðið. Síðastliðinn vetur veiddi Frithiof í Hvítahaf- inu 2600 seli, og var veiðin þar almennt 2 og 3 þús. selir á skip. í Hvítahafinu er aðstaða Norðmanna síðustu árin að verða æ erfiðari, sökum vaxandi veiði Rússa, en þeir telja allt veiðisvæði þar innan rússneskr- ar landhelgi og verða Norðmenn að greiða stórfé árlega, til þess að fá að veiða þar. Upphaflega stunduðu Rússar selveiðar sínar á samskönar skipum og Norðmenn, en nú nota þeir nær eingöngu hina frægu ísbrjóta sina til veiðanna. Eru þau skip 4—5 þús. smálestir að stærð með mörg hundruð manna áhöfn, og nemur fjöldi veiddra sela mörgum tugum þúsunda á skip. Sökum þess, hve kostur Norð- manna hefir verið þrengdur í Hvítahafinu, eru þeir nú farnir að leita til selveiða við New Foundland. Síðastliðinn vetur voru gerð út þangað nokkur skip til reynslu, og ^ nutu þau ríkisstyrks til þess. Árangurinn af þessari reynsluför var öllum vonum fremri, því að skipin fylltu sig á skömmum tima. Mér vár sagt, að tvö skip frá Álasundi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.