Tíminn - 10.06.1939, Blaðsíða 3

Tíminn - 10.06.1939, Blaðsíða 3
66. Mað TtMIÍVX, laugardaginn 10. júní 1939 263 A N N A L L Afmæli. Matthías Einarsson læknir við Landakotsspítala átti sextugs- afmæli 7. júni. Hann er einn af allra færustu læknum landsins og einn þeirra, sem nýtur allra mests trausts fólks sem afburða- slyngur læknir. Eru ótalin þau mannslíf, sem hann hefir bjarg- að. Guðmundur Bergsson póst- meistari í Reykjavík átti sjö- tugsafmæli 25. maí síðastliðinn. Quðmundur fór ungur til náms í Ólafsdal til Torfa Bjarnason- ar, en síðar gekk hann í Möðru- vallaskóla og útskrifaðist þaðan. Dvaldi hann síðan um hríð á ísafirði og gegndi þar meðal annars skólastjórastörfum, en hvarf þaðan til Reykjavikur. Gullbrúðkaup. Guðmundur Jónsson bóndi og Ása Þorkelsdóttir húsfreyja í Miðfelli í Þingvallasveit áttu gullbrúðkaup 8. júní. Voru þau hjónin heimsótt af mörgum vinum og vandamönnum þenna dag. Eiga þau þrettán börn á lífi, auk margra barna-barna. Dánardægur. Guðbjörg Gunnarsdóttir frá Kirkjubæ á Rangárvöllum and- aðist 25. maí, hær áttræð að aldri. Guðbjörg bjó búi sinu í Kirkjubæ í fjóra áratugi, en dvaldi síðustu fimmtán árin í Reykjavík. Hún giftist ung Hirti Oddssyni, er andaðist fyrir nær tuttugu árum. Eru þrjú börn þeirra hjóna nú á lífi, Elín hús- freyja á Rauðnefsstöðum, Odd- geir rafvirki í Vestmannaeyjum og Sigríður kennslukona í Reykjavík. Kristján Kristjánsson járn- smiður, Lindargötu 28, andað- ist 25. maí. Hann var fæddur á Vatnsleysuströnd, en upp alinn í Borgarfirði. Hann kvæntist Ingunni Knútsdóttur, konu ætt- aðri úr Höfnum, og áttu eina dóttur barna, er andaðist upp- kSomin. Kona hans er einnig látin. Kristján lét eftir sig erfðaskrá, þar sem hann ákvað, að eftirlátnar eigur sínar skyldi nota til þess að styrkja fátæk, fÞRÓTTIR Róðraríþróttir og bátaskýli Ármanns Víða erlendis er róðraríþrótt- in mjög mikið stunduð og þykir hún meðal skemmtilegustu í- þrótta. Róðrarkeppnin milli stúdentanna í ensku háskóla- bæjunum Oxford og Camrbidge er meðal þeirra föstu árlegu í- þróttaviðburða, sem vekja einna mesta eftirtekt víða um heim. Þykja róðrar sérstaklega holl og tilvalin íþrótt fyrir þá, sem hafa innisetur og tiltölulega litla hreyfingu, en vitanlega er hún engu síður gagnleg fyrir marga fleiri. Hér í bænum mun Glímufé- lagið Ármann vera eina íþrótta- félagið, sem lætur sig róðrarí- þróttina nokkru skipta. Hefir fé- lagið lagt á sig talsvert erfiði fyrir hana á undanförnum árum og haldið uppi stöðugum æfing- um. Hefir það oft átt í hrakn- ingum með báta sína og var því ráðizt í það á siðastliðnu ári að byggja allstórt bátaskýli við Skerjafjörð, en þar mun vera einna bezt aðstaða til róðrar- æfinga í nágrenni Reykjavíkur. Hafa félagsmenn Ármanns unn- ið að skálabyggingunni í tóm- stundum sínum og er verkinu nú svo langt komið, að skálinn mun bráðlega verða tekinn til afnota. Hefir ekki þurft að greiða nein vinnulaun og er þetta framtak félagsmannanna mjög til fyrirmyndar. Skálinn er 8X15 m. að stærð og mun rúma 10—12 báta, þegar hann er fullgerður. Pélagið á nú tvo kappróðrarbáta og þyrfti því að geta aukið bátaeign sína á næst- unni. Vafalaust verður þetta fram- tak Ármanns til að skapa auk- inn áhuga fyrir róðraríþróttinni og hvetja önnur íþróttafélög bæjarins til að taka hana upp. í ýmsum kaupstöðum og kaup- túnum landsins eru ágæt skil- yrði til róðraræfinga og ætti að vinna kappsamlega að því að vekja áhuga fyrir þessari hollu og skemmtilegu íþrótt. SSS^SMgShul :ijW^*-*i*«»*Wtí»*5íí*«^Wi\ Mest og bezt fyrir krónuna, raeð því að nota þvotta- duftið PERLA munaðarlaus börn til vistar á dvalarheimili. Hraðferðír B, S» A. Alla daga nema mánudaga um Akranes og Borgarnes. — M.s. Laxfoss annast sjóleiðina. Afgreiðslan í Beykjavík á Bifreiðastöð íslands, sími 1540. Rifreiðastöð Akureyrar. TRYGGINGARSTOFNUN RIKISINS Tílkynnír: Öllum þeim, er reka tryggingarskylda at- vinnu, ber að tilkynna það til slysatrygging- arinnar, og greiða iðgjöld fyrirfram, sam- kvæmt aætlun. Er því hér með skorað á alla þá, er hafa með höndum tryggingarskylda starfrækslu innan lögsagnarumdæmis Reykjavíkur, að tilkynna það tafarlaust til aðalskrifstofunn- ar, ef það hefir ekki verið þegar gert. Lög og reglugerðir fást á aðalskrifstof- unni. — Yanræksla varðar sektnm. TRYGGINGARSTOFNUN RfKISINS SLYSATRYGGINGARDEILD Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu.-----Sími 1074. Vér bendum hérmeð eigendum Bolindersvéla hér á landi á það, að þeim ber að snúa sér til vor ef þá vantar varahluti í þessa mótara. Skipasmiðastöð Reykjavíkur. (Magnús Guðmundsson). Símar 1076 og 4076. T í M I N N er víðlesnasta auglýsingablaðið! W Utvegsbankí w Islands Aðalfundur Útvegsbanka íslands h. f. verður haldinn í Kaup- þingssalnum, Pósthússtræti 2 í Beykjavík, föstudagrnn 16. júní 1939, kl. 2 e. h. DAGSKRA: 1. Skýrsla fulltrúaráðsins um starfsemi Útvegsbankans síð- astliðið starfsár. 2. Framlögð endurskoðuð reikningsuppgerð fyrir árið 1938. 3. Tillaga um kvittun 'til framkvæmdarstjórnarinnar fyrir reikningsskil. 4. Kosning tveggja endurskoðunarmanna. 5i Tillögur um breytingar á samþykktum félagsins. 6. Önnur mál. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentír í skrifstofu bank- ans frá 10. júní 1939 og verða að vera sóttir í síðastá lagi daginn fyrir fundinn. Aðgöngumiðar verða ekki afhentir nema hluta- bréfin séu sýnd. Beykjavík, 11. mal 1939. F. h. fulltrúaráðsins. Stefán Jóh. Stefánsson hefðu komið aftur með nálega 15 þús. seli samanlagt, eða yfir 7 þús. seli hvort. Verðmæti svona farms mun ekki vera undir 140 þús. krónum, því að varla mun það vera ofmetið, að virða hvern sel á kr. 20.00. Þessi skip eru um 150 smálestir að stærð með mót- orvélum. Nú í vetur munu fleiri norsk skip stunda veiðar við New Foundland. Engum sem kynnir sér þetta mál, dylst það, að aðstaða okk- ar íslendinga til þess að stunda selveiðar, er í engu lakari en Norðmanna, en að mörgu leyti mun betri. Frá Álasundi til Jan Mayen veiðisvæðisins eru um 660 sjómílur, en frá norðanverðu íslandi um 430 sjómílur. Frá Álasundi á veiðisvæðið í Græn- landshafi eru rúmlega 1000 sjó- mílur, en frá Reykjavík um 300 sjómílur og frá Vestfjörðum að- eins um 200 sjómilur. Til New Foundlands-svæðisins eru um 2080 sjómílur frá Álasundi, en frá Reykjavík er vegalengdin um 1250 sjómílur. Til samanburðar má geta þess, að vegalengdin frá Álasundi í Hvítahafið er um 1150 sjómílur. Á Jan Mayen-svæðinu byrjar kópaveiðin í febrúar eða marz, og stendur fram í apríl eða maí. Veiðarnar við New Foundland hafa hingað til nær eingöngu verið stundaðar af mönnum frá New Foundland sjálfu, og voru áður notuð til þess um 400 smá- lesta tréskip með fremur litlum vélum. Nú hafa þau skip verið lögð niður, en í staðinn hafa komið 3—4 þús. smálesta stál- skip, með um 300 manna áhöfn. Veiðin byrjar um miðjan marz- mánuð og geta þessi stóru skip fyllt sig á nokkrum vikum ef þau hitta í selagöngurnar, en þann tíma, sem selveiðin ekki stendur yfir, eru skipin notuð til vöruflutninga. Kunnugir menn telja, að 1—2 milj. sela komi árlega á kæp- ingasvæðið við New Foundland, og að um 200 þús. kópar séu veiddir, og er það ekki nema brot af viðkomunni. Það er þess- vegna langt frá því, að selnum fækki eins og margir halda, þvert á móti fjölgar honum, og þyldi stofninn því talsvert aukna veiði. Svæði það, sem næst okk- ur liggur, er í Grænlandsísnum, beint í vestur frá Vestfjörðum, og tekur það aðeins sólarhring að sigla þar á milli á sæmilega ganggóðu skipi, og frá Reykjavík tekur ferðin hálfan annan sól- arhring. Ef það borgar sig fyrir Norð- menn að sigla rúmlega 1000 sjó- milur til þess að veiða á þessu svæði, þá ætti það ekki síður að borga sig fyrir okkur íslendinga, sem ekki þurfum nema að rétta út hendina eftir þessari veiði. Norðmenn eru 2—3 mánuði í ferðinni, og hirða þeir að jafn- aði ekkert af selnum nema spik- ið og skinnin, og fer vitanlega mjög mikið verðmæti forgörð- um í því kjöti og beinum sem fleygt er. Auk þess tapast mik- ið við að geyma spikið eins lengi og Norðmenn verða að gera, áð- ur en bræðsla fer fram. Fyrir íslendingum horfir þetta allt öðruvísi við. Með þvi að hafa vinnslustöð á hentugum stað á Vestfjörðum, mætti vinna fyrsta flokks lýsi úr spikinu, og einnig væri hægt að hagnýta allt það af selnum, sem nú er fleygt. Á ekki lengri leið en hér um ræðir, gæti með- alstórt selveiðaskip haft litla flugvél innanborðs, sem notuð væri til þess að leita uppi selina, og mundi það geta flýtt fyrir veiðinni og aukið hana að mikl- um mun. Jafnvel mætti fljúga frá Vestfjörðum yfir svæðið og til baka aftur á skömmum tíma. Flugvélin TF-Örn mundi t. d. geta flogið þessa vegalengd á tveimur klukkustundum hvora leið. Þó að selveiðaskipin séu fyrst og fremst byggð fyrir ishafssigl- ingar, þá má auðvitað líka nota þau til fiskiveiða, eða hvers annars sem vera skal, þann tíma, sem þau eru ekki á selveið- um, enda nota Norðmenn sel- veiðaskipin til síldveiða við strendur Noregs á veturna, áður en selveiði byrjar. Með því að fá selveiðiskip hingað, mundu þvi sterk og góð skip bætast við skipastól lands- ins, með víðtækara verksviði heldur en skip þau hafa, sem fyrir eru. Markús F. Sigurjónsson Hreinar léreftstnskur kaupir PBENTSMIÐJAN EDDA H.F. Lindargötu 1 D. ÞER ættuð að reyna kolin og koksið frá Kolaverzlnn Sigurðar Ólafssonar. Símar 1360 og 1933. LOGTAK Eftir kröfu Sjúkrasamlags Reykja- víkur og að undangengnum úrskurði, uppkveðnum í dag, og með tilvísan til 88. gr. laga um alþýðutryggingar nr. 74, 31. des. 1937, sbr. 86. gr. og 42. gr. sömu laga, sbr. lög nr. 29,16. des. 1885, verðnr án frekari fyrirvara lögtak látið fram fara fyrir öllum ógreiddum iðgjöldum til Sjúkrasamlagsins, þeim er féllu í gjalddaga 1. apríl og 1. maí s. 1. að átta dögum liðnum f rá birtingu þessarar auglýsingar, verði þau eigi greidd innan þess tíma. Lögmaðnrinn í Reykjavík, 8. júní 1939. BJÖRN ÞÓRÐARSON Héraðsmót Framsóknarmanna verður haldið í Botnsskógi í Dýrafirði sunnudaginn 16. júlí næstk. Ræðumenn, aðkomnir og úr héraði, verða auglýstir síðar. — Engin veitingasala. — Félag nngra Framsóknarmanna í Vestur-fsafjarðarsýslu. ÚTBREIÐIÐ TÍMANN 80 William McLeod Raine: Flóttamaöurinn frá Texas 77 — Hvers vegna að eyða öllum þessum orðum á mig, fyrst ég reynist ekki vera Clem Oakland? Er ég þess virði? Kinnar hennar sveipuðust léttum roða er hún svaraði: — Láttu þér ekki detta i hug að ég virði þig þess að hata þig, ég fyrirlít Þig! — Það er nú ekki satt, leiðrétti hann. — Þú vildir það gjarna, af því þú ert mér reið, en það gengur ekki. Þú verður að komast að því að maður sé ódrengur áður en þú fyrirlítur hann. — Og það ert þú ekki, sagði hún ögr- andi. — Hvað heldur þú, svaraði hann háðs- lega. — Getur þú borið á móti því að þú sért annaðhvort þjófur að hestinum, eða njósnari Clem Oaklands? Biturt bros lék um varir hans er hann svaraði: — Við skulum ekki fara út í þá sálma. Það er með mig, eins og prinsinn af Wales, þegar hann ferðaðist undir nafn- inu herra Windsor. Úr því ég geng ekki undir réttu nafni, þá er mér illa við nærgöngular spurningar. — Ég býst við því. — Þú fellir dóm án þess að blða eftir vitnaleiðslunum, sagði hann. hann sé að gera hér, og þess háttar laun- ung á ekki við mig. Walsh hristi höfuðið. — Og þetta á að sanna að hann sé einn af mönnum Clem Oaklands. Nei, Clint. Ég held ekki, að þetta sé svona einfalt. í fyrsta lagi er þetta hestur Clems sjálfs. Ég hefi séð hann oft, og alltaf hefir Clem riðið honum. Tökum Blakk þinn sem dæmi. Lætur þú nokkurn af piltunum hafa hann til langferða? — Nei, lagsmaður, hvorki langt eða stutt. — Clem myndi ekki f remur lána nein- um sinn eigin hest, en þú Blakk. — Hvernig komst hann þá yfir klár- inn? spurði Clint óþolinmóður. — Hann benti okkur á þrjár leiðir, að hann hefði getað fengið hann að láni, keypt hann eða stolið honum. Það er auðséð, að hann hef ir hvorki f engið hann að láni né keypt hann. Prescott rétti sig i stólnum. — Þú heldur, að hann hafi stolið hon- um? — Ég veit það ekki. Hann er enginn venjulegur hrossaþjófur, það er meira í hann spunnið en svo. Eg get ekki lesið hann niður í kjölinn, hann gæti verið vandræðamaður. Hann er harður sem stál, en sterkur og liðugur. Ég myndi hiklaust velja hann úr heilu þúsundi til

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.