Tíminn - 10.06.1939, Blaðsíða 1

Tíminn - 10.06.1939, Blaðsíða 1
RITSTJÓRAR: GÍSLI GUÐMUNDSSON (ábm.) ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR: JÓNAS JÓNSSON. ÚTGEFANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. RITSTJÓRNARSKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI, Lindargötu 1d. SÍMAR: 4373 og 2353. AFGRBIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 1ð. Sími 2323. PRENTSMIÐJAN EDDA h. f. Símar 3948 og 3720. 23. árg. BLeykjavík, laugardagiim 10. júsií 1939 Verdur ræktaður til nytja hér á Frásögn af tilraunum frú Rakelar Þorleífsson Frú Rakel P. Þorleifsson hef ir um nokkurra ára skeið haft með höndum ræktun margvíslegra nytjajurta og skrúðplantna að heimili sínu, Blátúni við Kapla- skjólsveg í Reykjavík. Meðal annars hefir hún gert til- raunir með ræktun ýmissa jurta, sem ekki hafa verið ræktaðar hér áður, þar á meðal hör, hamp, soyabaun ir og fleira. Tíðindamaður Tímans brá sér nýlega vestur að Blátúni til þess að kynna sér tilraunir þær, er frú Rakel hefir gert þar með ræktun hörs. Hina fyrstu tilraun sína gerði hún sumarið 1937, og nai'Öi þá enginn annar reynt að rækta hör hér á landi á seinni árum. Náði hún þegar sæmileg- um árangri, og varð vöxtur hörs- ins í Blátúni svipaður og sams- konar tegundir ná erlendis. Úr hör þeim, er frú Rakel ræktaði sumurin 1937 og 1938, hefir hún spunnið þráð og unnið dálitlar dúkræmur og virðist hörinn að öllu leyti vera fínn og góður. Sumt af hörfræinu náði góðum þroska þessi ár. Síðastl. haust réðist frú Rakel til utanfarar og naut til þess nokkurs opinbers styrks. Dvaldi hún við allmargar stofnanir í Danmörku, þar sem hún kynnt- ist ræktun hörs, hagnytingu og vinnsluaðferðum. Skoðaði hún meðal annars danskar hörekrur, hörbleytistöðvar og verksmiðjur <og naut góðra ráða hjá þekktum mönnum á þessu sviði. Verzlunar- jöínuðurínn éhagstæður um 5,708 j»ús. kr. fyrstu 5 mán- uði ársins. Hagstofan hefir nú gert bráðabirgðayfirlit um út- og innflutning fyrstu fimm mán- uði yfirstandandi árs. Sam- kvæmt því er verzlunarjöfnuð- urinn óhagstæður um 5,708 þús- und krónur. Útflutningur hefir alls num- ið kr. 16,868,440, en innflutning- ur kr. 22,576,920. Síðastliðið ár nam útflutningur á sama tíma kr. 15,785,900, en innflutningur kr. 21.466.120. Verzlunarjöfnuð- urinn var þá óhagstæður um kr. 5,680 þús. Er útkoman þess vegna mjög svipuð í ár og í fyrra. Sakir hinnar óvenju miklu þátttöku i síldveiðunum, og einnig vegna ófriðarótta, hefir innflutningur orðið sérstaklega mikill í maímánuði, eða 7,643 þús., en útflutningur í maí hins- vegar ekki nema 3.801 þús. Hefir því verzlunarjöfnuðurinn aflag- ast um ca 3.8 miljónír í þessum eina mánuði. Nú í ár hefir hún sáð fimm tegundum hörs. Er það gert í síðara hluta apríl eða byrjun maí. Allar eru hörtegundirnar komnar vel upp og gerir hún sér nú von um enn betri árang- ur en fyrr. Átti hún nú völ nýrra og heppilegra frætegunda. Fáeinir menn hafa orðið til þess að fá fræ til reynslu hjá frúnni, og hefir að minnsta kosti sumum þeirra heppnast ræktun hörsins. Hörplantan er hávaxin, ein til hálf önnur alin á hæð, eftir því um hvaða tegund er að ræða. Hún ber himinblá blóm. Vaxtar- tíminn er fremur stuttur, um hálfan fjórða mánuð. Jarðvegur þarf að vera hreinn og laus við illgresi, þar sem hör er ræktað- ur, og nokkuð rakur. Sjaldnast er hentugt að rækta hör til lengdar á sama bletti. Hör er ræktaður vegna tvennskonar nytja, annarsvegax fræjanna, hins vegar hörþráðarins. Úr fræjum er unnin olía, efni í lyfjavörur og fóðurkökur. En þó gefa hörþræðirnir plöntunni mest gildi. Þeir liggja innan í leggnum og verður að fletta eða mylja límvefinn utan af þráðn- um. Algengasta aðferðin er sú, að bleyta stráið og feyja það og mylja síðan. Síðan er hörinn kembdur, spunninn og ofinn. Ef takast mætti að rækta héf hör í allstórum stíl, og fá svipaða eða litlu minni eftirtekju heldur en í nágrannalöndunum, virðist ótvirætt að hér sé um að ræða nytjaplöntu, sem gefa á fullan gaum. Þá er forganga frú Rak- elar Þorleifsson í þessu efni merkilegur þáttur í þeirri við- leitni, að skapa sem fjölbreytt- ast atvinnulíf í landinu. Auk þeirra tilrauna, sem Rak- el hefir gert um ræktun hörs, munu samskonar tillraunir vera framkvæmdar í sumar á til- raunastöðvunum á Sámsstöðum og Akureyri og ef til vill víðar. Ætti því í haust að fást sú reynsla, sem á má byggja, um það, hve miklum þroska hör geti náð hér á landi. AðalSundui Kaup- félags Héraðsbúa Viðskiptavoltan nani 1 milj. 110 þús. sl. ár. Aðalfundur Kaupfélags Hér- aðsbúa var haldinn á Reyðar- firði dagana 15. og 16. maí s. 1. Á fundinum mættu, auk stjórn- ar, framkvæmdarstjóra, slátur- hússtjóra og endurskoðenda, 24 fulltrúar og deildarstjórar úr 10 deildum félagsins í Héraði og Reyðarfirði. Formaður, Björn Hallsson á Rangá, setti fundinn og stýrði honum. Áður en gengið var til dagskrár, minntist hann látinna félagssystkina og þá m. a. Benedikts Blöndals stjórnar- nfendarmanns félagsins um 18 ára skeið. Ákvað fundurinn 3 þúsund króna minningargjöf í sambandi við nafri hans. Skýrsla framkvæmdarstjóra, Þorsteins Jónssonar, um hag og rekstur félagsins, var að vanda fróðleg og ýtarleg. Félagið átti við árslok 1938 fasteignir fyrir 176 þús. kr. að loknum afskriftum, er fyrning- arsjóður stendur straum af. Sameignarsjóðir nema 248 þús. kr., en stofnsjóður félagsmanna er nálega 90 pús. kr. Sala aðfluttra vara 1938 varð 560 þúsund, en innlendra 550 þús., og hefir því umsetningin öll orðið rúmar 1 milj. og 100 þús. kr. Tekjuafgangur ársins varð 11% af útlendri vöru, þar af3% í stofnsjóð. Fundurinn samþykkti reglu- gerð fyrir bústofnslánadeild er félagið hefir starfrækt innan vébanda sinna um nokkurt ára- bil. Fundurinn samþykkti 5 þús. kr. framlag í skuldtryggingar- sjóð, 4 þús. í fyrningarsjóð. Þá 1 þús. kr. til sundlaugar á Eið- um. Þá var og samþykkt að láta fara fram stækkun og endur- bætur á frystihúsinu svo fljótt sem við yrði komið, og nauðsyn- leg vélakaup þess vegna. Umbætur, er félagið hefir framkvæmt á síðustu tveim ár- um, eru þessar: Byggt hefir verið nýtt tvílyft verzlunarhús með nýtízku búð- um, vörugeymslum á neðri hæð, skrifstofum, fundarsal og ámj- *xX- Jm» Norsk sfcip að selveiðum í Grœnlandshafi. Sjá neðanmálsgrein Sigurjónsonar í blaðinu í dag. Markúsar Afstaða Estlendinga og Letta Meðal þess, sem talið er valda því, að ekki hefir enn náðst samkomulag milli Breta og Rússa um bandalag gegn yfir- gangi fasistaríkjanna, er af- staða Eystrasaltsríkjanna Est- lands, Letlands og Lithauen. Rússar hafa sett fram það skil- yrði, að þessum löndum væri heitið samskonar aðstoð og Pól- landi, Rúmeníu og Grikklandi, ef á þau væri ráðizt. Færa þeir fram þau rök, að það væri mjög hættulegt fyrir Rússland, ef fjandsamlegt stórveldi leggði þessi ríki undir sig eða næði þar yfirráðum á einn eða annan hátt. Hinsvegar hafa þessi ríki verið treg til þess að þiggja lof- orð um slíkan stuðning, og Bret- ar hafa ekki viljað gefa neina slíka yfirlýsingu, án samþykkis þeirra. Ástæðan til þess að Eystra- saltsríkin hafa ekki óskað eftir þessu loforði, er vafalaust ótti við það, að slíkt yrði skilið á þann veg, að þau væru í banda- lagi við Breta og Frakka og þau yrðu þess vegna fyrir fjandskap Þjóðverja. En utnaríkisstefna saumastofu, sem nýlega er tekin til starfa, á efri hæð. Þá er senn að verða lokið uppsetningu á kembi- og lopavélum, sem komið hefir verið fyrir í gamla verzl- (Framh. á 4. siðu) 66. MafS JL IKHROSSa-ÖTTTlsÆ Byggingar barnaskóla. — Ostaveiki í unglömbum. — Aðalfundur S. U. F. Frá Vestmannaeyjum. — Grasspretta á Austfjörðum. Slys Siðastliðinn fimmtudag vildi það slys til á vélbátnum Hulda frá Þingeyri, að Jón Jónsson stýrimaður féll útbyrðis og drukknaði. Var hann á vakt og urðu bátverjar ekki varir þess að hann félli útbyrðis, en sökn- uðu hans þó fljótlega. Leituðu þeir hans um skipið en fundu ekki. Snéru þeir þá við nokkurn spöl. Skaut honum þá upp skammt undan, svo hann náðist, en- lífgunartilraunir báru engan árangur. Á þessu ári er 65 þúsund krónum úr ríkissjóði varið til styrktar barnaskóla- byggingum utan kaupstaða og gengur það fé ýmist til barnaskóla, sem þegar hafa verið byggðir, en ekki hafa enn notið lögákveðins fjárframlags frá rík- inu, eða til skóla, sem eru i smíðum. Samkvæmt upplýsingum fræðslumála- skrifstofunnar eru nú í smíðum eftir- taldir barnaskólar: í Sandgerði er ver- ið að byggja stóran skóla, sem áætlað er að kosti 64 þúsund krónur. Á Snæ- fjallaströnd er verið að byggja heiman- gönguskóla, sem kostar um 7500 krón- ur. Skammt frá Hellu á Árskógsströnd er heimavistarskóli í smíðum, áætlaður byggigarkostnaður 32 þúsund krónur. í Höfn í Hornafirði á að reisa í sumar heimangönguskóla með tveim kennslu- stofum. í Ólafsfirði, frammi í sveitinni, á að byggja heimangönguskóla, er síð- ar verði breytt í héimavistarskóla, á- ætlað er, að sá hluti byggingarinnar, sem reistur verði í ár, kosti um 10500 krónur. í Borgarfirði eystra á að reisa heimangönguskóla með einni kennslu- stofu í stað skólahúss, er eyðilagðist í ofviðri síðastliðið ár. í Gaulverjabæ á að byggja stóran heimavistarskóla, er áætlað að kosti 40 þúsund krónur. Munu Stokkseyringar sennilega eiga hlut að þeim skóla, ásamt Gaulverja- bæjarhreppnum. Auk þess er í smiðum leikfimishús á Flateyri við Önundar- fjörð. Þessar skólabyggingar njóta all- ar nokkurs byggingarstyrks í ár, nema Gaulverjabæjarskólinn og ef til vill skólinn í Borgarfirði eystra. Verða þeir að bíða útborgunar á styrknum til næsta árs.'Miklu fleiri aðilar hafa orð- ið til að leita eftir styrk til skólabygg- ingar heldur en hægt hefir verið að sinna að nokkru, og til engra skóla, sem nú eru í smíðum, verður styrkurinn greiddur að fullu i ár, að fráskildu leikfimishúsinu á Flateyri. t t t Priðgeir Ólason læknir að Breiðumýri í Reykjadal í Þingeyjarsýslu hefir tvö undanfarin vor lagt stund á að rann- saka unglambasjúkdóma, er gert hafa vart við sig þar um slóðir, einkum svo- nefnda ostaveiki. Hefir sá sjúkdómur oft valdið stórtjóni þar í sveitum og stundum drepið allt að 20—30 unglömb á bæ, og víðar um land hefir þessi lambasjúkdómur valdið skaða. Drepast lömbin oftast á öðrum eða þriðja degi. Orsökin virðist sú, að á fyrsta degi, sem lambið lifir, myndast í maga þess harður og seigur ostur, sem aldrei meltist. Friðgeir læknir bjó í fyrra vor til meðal, er hann reyndi gegn veikinni, og virtist að sögn bænda, þar nyrðra, vera mjög til hjálpar. í vor hefir Frið- geir haldið rannsóknum og lækninga- tilraunum áf ram og virðist kominn vel á rekspöl að vinna bug á þessum skað- valdi. t t I Samband ungra Framsóknarmanna heldur aðalfund sinn á Akureyri að þessu sinni. Eiga 27 fulltrúar rétt til sóknar á fundinn með atkvæðisrétti, en auk þess munu allmargir ungir Framsóknarmenn á Akureyri og nær- sveitum taka þátt í störfum fundarins. Fer aðalstjórn sambandsins og full- trúar af Suðurlandi norður í dag. Fóru þeir með Laxfossi til Akraness, en það- an með hraðferðarbifreiðum. Verður aðalfundurinn settur á morgun kl. 10, en upp úr hádegi hefst héraðssamkoma Framsóknarmanna í Eyjafirði að Hrafnagili. Þar flytja m. a. ræður Jónas Jónsson formaður Framsóknar- flokksins og Eysteinn Jónsson við- skiptamálaráðherra. En aðalfundar- störfum verður síðan haldið áfram á mánudag, og munu þau standa yfir alla næstu viku. t t I Fra Vestmannaeyjum eru þegar farnir 13 bátar á síldveiðar, en samtals munu fara þaðan um 40 bátar að þessu sinni. Er það margfalt meiri þátttaka en nokkru sinni áður úr þessari veiði- stöð. t t I Á Austurlandi hefir tíðin verið með afbrigðum góð, og grasvöxtur svo mik- jll, að það «má fara að slá, eins og heimildarmaðurinn orðaði það í sím- tali í morgun. Gildir þetta bæði um Fljótsdalshérað. og fjörðuna austan- lands, og hefir gras svo menn muni aldrei verið jafn snemmsprottið þar um slóðir. þeirra hefir á undanförnum ár- um verið næstum hin sama og Norðurlanda eða sú, að halda sér utan við öll samtök og bandalög stórveldanna. Með þeim hætti telja þau hlutleysi sínu bezt borgið og helzt verði komizt hjá þátttöku í styrjöld. Ýmsir telja það því brot á þessari stefnu þeirra, að tvö af þeim, Letland og Estland, hafa nú nýlega gert öryggissáttmála við Þýzkaland. Bauð þýzka stjórnin þeim slíkan sáttmála um líkt leyti og hún sendi stjórnum Norðurlanda sams- konar tilboð. í nokkrum heims- blöðunum hefir þetta jafnvel verið talið merki þess, að þau væru að hneigjást á sveif með Þýzkalandi. En vafalaust er það rangt. Hitt er sennilegra, að þau telji sig nauðbeygð til þess að þiggja loforð Breta og Rússa um hjálp, ef samningar takast milli þeirra, og þess vegna sé hyggi- legra að hafa gert slíka sátt- mála við Þýzkaland áður, sem sönnun þess, að þau vilji vera vinur beggja og halda sér utan við átök stórveldanna. Virð- ist því miklu frekar ástæða til þess fyrir þau en Danmörku að gera öryggissáttmála við Þýzka- land, þar sem Rússar og Bret- ar hafa ekki boðið henni stuðn- ing. Það mun líka valda nokkru um þessa afstöðu Estlands og Letlands, að þeim stendur ekki síður stuggur af Rússum en Þjóðverjum, þótt meiri hætta virðist stafa af þeim síðarnefndu í bili. Þau hafa til skamms tíma verið undir rússneskum yfir- ráðum og hafa ljóta sögu af þeim að segja. Þegar þau reyndu að grundvalla sjálfstæði sitt eftir fall rússnesku keisara- stjórnarinnar, gerðu kommún- istar sitt ítrasta til að halda þeim áfram undir rússneskum yfirráðum. Sjálfstæði sitt fengu þau ekki viðurkennt fyrr en eftir harða og blóðuga baráttu við hersveitir kommúnista. Bæði Estlendingum og Lettum er þetta enn vel minnisstætt og eru því tortryggnir á loforð þess- ara voldugu nábúa sinna, þótt þeir hafi eftir megni reynt að hafa sambúðina við þá sem bezta seinustu árin. Hinsvegar hafa Lettar og Est- lendingar jafnan átt mjög vin- gott við England, enda eiga þeir sjálfstæði sitt Bretum að miklu leyti að þakka, því þeir veittu þeim mikilsverðan stuðning í frelsisbaráttunni. England og Þýzkaland eru líka helztu við- skiptalönd þeirra. Saga Estlendinga og Letta er fyrir margra hluta sakir merkileg. Þeir hafa furðanlega verndað þjóðareinkenni sín, þrátt fyrir margra alda undir- okun.Menning þeirra og atvinnu líf er í frekar góðu lagi. Land- búnaðurinn er helzti atvinnu- vegur beggja. íbúar Lettlands eru nú um tvær milj. og íbúar Estlands um 1,1 milj. A. víðavangi íslendingum, sem ferðast hafa% um sveitir annarra landa, mun hafa orðið ráðgáta, hinar ein- kennilegu, stundum slitróttu, trjáraðir á ræktarlöndum jarð- anna. En þetta munu langoft- ast vera skjóltré. Hér eigum við merkilegt úrræði. Og í þessu á hin almenna þátttaká og æfing í hinni vaknandi skógræktar- bylgju að vera fólgin, allir, bók- staflega allir, hversu litla jörð sem þeir fást við að rækta, allir eiga þeir að koma sér upp skjól- beltum. þreföld röð af víði- stiklingum næst gaddavírsgirð- ingu er ágæt byrjun. Víðirinn er harðger og vex ört. Ræktunar- aðferðin einföld, stiklingunum stungið á ská ofan í moldina. Síðan má planta birki, reyniviði og öðrum trjátegundum í skjól- ið, en síðar, þegar þetta belti er vaxið úr grasi, nýtur túngróður eða matjurtagróður sívaxandi skjóls af þessum útvörðum, sem svara mun árvissum arði af fyrirhöfninni. * * * Vorið kom snemma. Verði sumarið áfallalaust, nær allur gróður fyllsta þroska, sem hér þrýfst á annað borð. Ungu trén í görðum Reykvíkinga fengu gott ár í fyrra, laufin oröin gul og alla vega brún áður en haust- frostin komu til sögunnar. Svona mun þetta hafa verið um allt land. Nú, þegar skílningur og á- hugi á hverskonar ræktun er að færast í aukana, þykir rétt að benda á, hversu sjálfsagt er og nauðsynlegt að safnað sé fræi af þeim trjátegundum, sem hér bera fullþroskað fræ. Er þar fyrst og fremst um birki og reynivið að ræða, en gætu þó verið fleiri tegundir. Innlent fræ er öruggast. Sjálfsagt er að sækjast fyrst og fremst eftir fræi af þroskavænlegustu trján- um. Til þessa kann að þurfa margt fólk. En mundi ekki völ nægra sjálfboðaliða til dæmis úr nágrenni Vaglaskógar. Og mundu ekki einhverskonar „far- fuglar" fáanlegir til hjálpar í Bæjarstaða- og Hallormsstaða- skóg. Og svona gæti þetta verið víðar, þar sem um þroskavæn- leg tré er að ræða. Skógræktar- stjórinn notar blöðin og útvarp- ið til leiðbeininga- og verk- stjórnarstarfsemi sinnar um þetta sjálfsagða mál. Er sárt að sjá t. d. allt fræið af fallegustu reyniviðartrjánum fara í fugl- ana á hverju ári, án þess að almenningur reyni að keppa við þá um þennan nytjagróður. * * * Morgunblaðiö hefir tekið und- ir þá tillögu, sem nýlega var hreyft hér í blaðinu, að Far- fuglahreyfingin tæki sér það verkefni fyrir hendur, að gera bílfært yfir Sprengisand. Segir blaðið réttilega, að slíkt starf væri ólíkt hollara og skemmti- legra en ferðalög, enda þótt þau gætu verið gagnleg. Leggur það til, að byrjað verði samtímis á veginum að norðan og sunnan, þannig, að Farfuglar nyrðra byrji sín megin og Farfuglar syðra hinumegin. Væri þetta fyrirkomulag hið skemmtileg- asta, og myndi skapa heppilega keppni. Vill Tíminn endurnýja þá áskorun til forráðamanna Farfuglanna, að þeir taki þetta mál til meðferðar og láti verða úr framkvæmdum. * * * Neyðin kennir —. Aldrei hefir verið fitjað upp á jafnmörgum nýjungum í atvinnuháttum til sjós og lands hér á landi, eins og síðan markaðurinn fyrir salt- fisk gekk okkur jafn eftirminni- lega og fyrirvaralaust úr greip- um. Og þó er hér aðeins um byrjun að ræða. Þjóð, sem í þúsund ár hefir búið við ein- hæfa atvinnuháttu og hrörn- andi, sakir skorts á sjálfsfor- ræði, á að vonum ekki fjörugt ímyndunarafl né næmt auga fyrir úrræðum í atvinnumálum, (Framh. á 4. síðu},

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.