Tíminn - 13.06.1939, Blaðsíða 4
268
TtMM, frrigjjwdagmn 13. jiiní 1939
67. blað
MOLAR
Mikið var um hátlðahöld í
Þýzkalandi 20. apríl síðastliðinn,
þeffar Hitl&r varð fimmtugur.
Meðal annars var gefið út póst-
kort með vangamynd af Hitler
og á það voru skráðir allir stór-
viðburðir í sögu Þýzkalands síð-
ustu ár, sem helzt mætti þakka
,foringjanum‘. Þjóðverjar keppt-
ust um að halda daginn hátíð-
legan á sem allra mest áberandi
hátt.
Öðruvísi var þessu varið með
ítali, þegar Mussolini varð
fimmtugur, en það var 29. júlí
1933. Sá dagur var mjög hvers-
dagslegur í ítaliu, enda voru all-
ar hamingjuóskir bannaðar. —
Mönnum kann að þykja þetta
kynlegt, en ásœðan er þessi:
11 Duce er í augum fasistanna,
likamning hinnar eilífu œsku,
og ekki má láta neitt það koma
fram opinberlega, sem getur
bent á að tíminn vinni á II Duce
á nokkurn hátt. Þegar Edda,
kona Ciano greifa og dóttir Mus-
solinis, eignaðist son sinn, hér
um árið, sendi útbreiðslumála-
ráðuneytið tilkynningu um þetta
í trúnaðarbréfi til allra blaða og
varaði um leið við því að nefna
Mussolini afa.
Balkaiiríkin.
Framh. af 1. síðu.
bandalagsins og Balkanbanda-
lagsins og ítölsk blöð halda því
fast fram, að ekkert geti komið
í veg fyrix endurskipun landa-
mæranna í Dónárdalnum. Rúm-
enía yrði þurrkuð út, í sinni nú-
verandi mynd, ef stefna ítala í
utanríkismálum næði fram að
ganga. Gafencu hélt samt mjög
á lofti vinfengi milli Ítalíu og
Rúmeníu, meðan hann dvaldi
í Róm. Hann sýndi rómversku
öxinni virðingu, þótt hinni
beittu egg hennar hafi oft verið
beitt gegn föðurlandi hans.
Rúmenska stjórnin er jafn
vingjarnleg við Ítalíu og Þýzka-
land og Frakkland og England.
Gafencu er látinn halda jafn
vingjarnlegar ræður í höfuð-
borgum allra þessara landa í
hringferð sinni. Þetta virðist ó-
réttlátt og jafnvel óskynsam-
legt, en er það ekki í xaun og
veru. í Bukarest, Sofía og Bel-
grad er litið öðrum augum á
hlutleysið, en t. d. í London eða
New York.
Gerum ráð fyrir að Ungverja-
land og Þýzkaland ákvæðu að
ráðast á Rúmeníu til þess að
skipta henni upp. Hversu lengi
fengi hún vaxizt? Hún hefir of
lítið af skotvopnum, skotfærum
og flugvélum. Auk þess gætu
England og Frakkland litla að-
stoð veitt í fljótu bragði. Rúm-
enum mundi virðast hjálp Rússa
jafn hættuleg og árás Þjóðverja.
En Rúmenía yrði orustuvöllur,
hvað sem yrði uppi á teningnum
um aðstoð annarra ríkja. Rúm-
enskar borgir yrðu sprengdar í
loft upp, borgararnir drepnir
hópum saman og ekrurnar eyði-
lagðar.
Þetta er ægileg staðreynd, sem
einnig á við um Jugoslavíu og
Bulgaríu. Þæx ættu það sama í
tR BÆXUM
Kálflugan
er nú byrjuö að verpa hér í Reykja-
vík, eftir því sem Ingólfur Davíðsson
upplýsir. Eggin eru hvít að lit, aflöng
og örsmá, en þó vel sýnileg með berum
augum. Líkjast þau nokkuð víum í
fiski. Leitið að eggjunum kringum kál-
stönglana, rétt neðan við yfirborð
moldarinnar og vökvið sem fyrst með
sublímatvatni ef eggin sjást og helzt
aftur að viku liðinni. Eitt gramm af
sublimati leyst upp í einum lítra af
vatni nægir til að vökva kring um 10—
12 jurtir. Moldin á að blotna alveg inn
að stönglinum, en vökvinn má ekki
koma á blöðin sjálf. Bezt er að leysa
sublimatið upp í heitu vatni. Það er
mjög eitrað og má ekki vera í málm-
íláti. Carbokrimp má einnig nota til
vökvunar, en það tefur stundum vöxt
jurtanna dálítið. Tjörupappaplötur,
naftalín og sót verja jurtirnar talsvert
gegn flugunum. En þessar vamir verð-
ur að framkvæma áður en flugan verp-
ir eða strax eftir að vökvað hefir verið
með sublimatvatninu.
Jónas Sveinsson læknir
er nýkominn heim eftir skamma dvöl
erlendis.
Sumargistihúsið Garður
hefir nú verið opnað. Jónas Lárus-
son bryti hefir rekið þarna sumargisti-
hús í fjögur ár og hefir það verið ávallt
velsótt, enda er staðurinn ákjósanlegur
og vandað til aðbúnaðar. Nokkrir er-
lendir gestir eru þegar komnir að
Garði.
vændum og æskja þess ekki að
ófriður hefjist innan sinna
landamæra. Þessar þjóðir vilja
ekki taka á sínar herðar fyrstu
ógnir styrjaldarinnar. Þetta eru
heitar tilfinningar, en ekki skoð-
anir, og þær eru ákaflega mann-
legar, en ekki sprottnar af
stjórnkænsku. Mennirnir hugsa
um börn sín og heimili. Mæð-
urnar horfa til himins og biðja
þess til guðs, að hann láti aldrei
óvinaflugvélar, stráandi eldi og
eimyrju, byrgja sól sína.
Balkanríkin væru, hvert í
sínu lagi, sem næst hjálparvana
gegn þýzk-ítalskri árás. Þau
geta ekki sameinast, til þess eru
þau allt of sundurleit. Grikk-
land leitar skjóls hjá ensk-
tyrkneska öryggissamningnum
og Rúmenía kýs fremur að hall-
ast þar að en einræðisríkjunum.
Búlgaría bíður átekta og lætur
hvergi á sér bæra. Ungverja-
land og Jugoslavía hallast að
einræðisríkjunum í þeirri von
að þeim verði hlíft. Þess vegna
segja stjórnir þessara landa:
„Gerum ekkert það, sem geti
leitt til slíkrar árásar. Gerum
það, sem við getum til þess að
vernda líf vort og eignir. Lát-
um stórveldin, hin vígbúnu stór-
veldi, taka á sig hættuna og
baráttuna."
Þetta þýðir hlutleysi Balkan-
ríkjanna, og við hverju Öðru er
hægt að búast? Rúmenía gæti
ekkert öryggi veitt Englandi,
fremur en Jugoslavía eða Búlg-
aría. Slíku samábyrgðaröryggi
verður ekki við komið.
En verði ráðizt á þessi ríki, þá
munu þau berjast. Það hefir
Rúmenía sýnt, fyrir sitt leyti,
með eflingu hersins. Og enginn
dirfist að draga hugrekki og
frelsisást Serba í efa. Balkan-
ríkin reyna að vera hlutlaus unz
á þau er ráðist, en þegar að því
kemur, þá leggja þau ótrauð til
orustu.
Danmerknrskip —
Ameríkusklp.
(Framh. af 3. síðu)
skipasmíðastöð, annaðhvort fyrir
farþegaskip eða vöruflutninga-
skip.
En þegar hér var komið sög-
unni, tók þingið að láta mikið
til sín taka. Fjárveitinganefnd
bauð stjóm Eimskipafélagsins á
sinn fund, til að ræða um málið.
Kom þá í ljós, að því er virtist,
að allir Sjálfstæðismenn í stjórn
félagsins virtust vera mjög
hlynntir Danmerkurskipinu, en
Jón Árnason eindreginn á móti,
og hélt í þess stað fram þörfinni
að auka vöruskipaflotann. Taldi
hann landsmönnum hentast að
hafa fleiri skip og smærri sökum
strjálbýlis og mannfæðar.
í fjárveitinganefnd voru sex
menn hlynntir því að ríkið styddi
Eimskipafélagið til að koma sér
upp myndarlegu vélskipi til Am-
eríkuferða, þar sem lestarúm
væri mikið, en farþegar aðeins í
klefum á þilfari, til að minnka
ekki flutningarúmiö. Þessir sex
þingmenn voru Bernharð Stef-
ánsson, Bjarni Bjarnason, Helgi
Jónasson, Jónas Jónsson, Pétur
Ottesen og Þorsteinn Þorsteins-
son. Jón á Akri var mótfallinn
öllum stuðningi bæði til Dan-
merkur- og Ameríkuskips.
Eftir þennan fund lögðu sex-
menningarnir fram tillögu í
sameinuðu þingi um að heimila
ríkisstjórninni að heita Eim-
skipafélaginu nokkrum styrk, ef
það bygði vélskip til Ameríku-
ferða, með farþegarúm á þilfari.
Styrkurinn var þó bundinn við
töp á Ameríkuferðum, því að
þinginu þótti að vonum lítil á-
stæða til að styrkja úr ríkissjóði
skip til flutninga milli íslands
og næstu landa í Norðurálfunni.
Allmiklar umræður urðu um
þessa tillögu í sameinuðu alþingi.
Þeir menn, sem báru hlýjan hug
til farþegaskipsins, reyndu að
granda Ameríkuskipinu með
dagskrá. En hún var felld og til-
lagan um styrk til Ameríkuskips
samþykkt. Eftir neitun Skúla
Guðmundssonar og samþykkt
tillögunnar frá fjárveitinga-
nefnd, var algerlega skotið loku
fyrir að ríkisstjórnin gæti heitið
Eimskipafélaginu nokkrum fríð-
indum í Danmerkurskip. All-
löngu síðar kom Guðmundur
Vilhjálmsson heim. Vissu menn
lítt um erindislok hans, nema
það, að ýmsir áhrifamenn í Eim-
skipafélaginu vildu enn halda
áfram með stóra skipið, þrátt
fyrir bersýnilegan mótþróa al-
þingis að styðja það mál. En að
líkindum verður málið rætt á
aðalfundi eftir nokkra daga.
Getur þá brugðizt til beggja vona
hvort félagið horfir í ákvörðun-
um sínum vestur um haf eða til
sambandsþjóðarinnar við Eyrar-
sund.
Framh.
Hreinar
léreftstnsknr’
kaupir
PRENTSMIÐJAN EDDA H.F.
Lindargötu 1D.
82
William McLeod Raine:
FlóttamaSurinn frá Texas
83
„Lagarfoss“
fer annað kvöld, 14. júnf, til
Austfjarffa og Kaupmanna-
hafnar.
Útbreiðið TÍMANN
Foriimeiija-
prófessorúm.
Sprenghlægileg og framúr-
skarandi spennandi ame-
rísk gamanmynd, frá Para-
mount-Harold Lloyd Pro-
duction. — Aðalhlutverkið
leikur hinn ódauðlegi
skopleikari
HAROLD LLOYD,
er síðastl. 20 ár hefir verið
vinsælasti gamanleikari
heimsins, og er þetta 500.
hlutverkið hans og um leið
það langskemmtilegasta!
—'-NÝJA BÍÓ*—"
„Alexauder’s
Ragtime Band“
Stórfengleg og hrífandi
skemmtileg músikmynd frá
FOX FILM, þar sem á-
horfendum gefst kostur á
að heyra 27 af vinsælustu
lögum eftir frægasta tízku-
skáld veraldarinnar IR-
VING BERLIN. — Myndin
gerist á árunum 1911—
1939. — Aðalhluv. leika:
■i
TYRONE POWER,
ALICE FAYE og
DON AMECHE.
„Hefur þú reynt þvottaduítíð PERLA,
sem allír lofa svo mikið“
„Já, ég’ held það nú, það er hrelnt það
bczta þvottaduft, sem ég nokkurn-
tíma hefi notað. Þii ættlr að nota það
I næsta þvott“.
Á krossgötnm.
Kominn heim
(Framh. af 1. síðu1
ungra Framsóknarmanna. Danzað var
af miklu fjöri. Vín sást ekki á nokkr-
um manni. — Á aðalfundi ungra Fram-
sóknarmanna eru mættir 20 fulltrúar
af 28, sem rétt áttu til fundarsóknar.
Eru þeir úr 12 sýslum og 4 kaupstöð-
um. — Eysteinn Jónsson ráðgerði að
fljúga í dag til Egilstaða og ferðast sið-
ar um kjördæmi sitt, en J. J. dvelur
nokkra daga á Akureyri, en ferðast
síðan um sitt kjördæmi.
Jónas Sveínsson, læknir
/
Nú hlakka ég til aff fá kaffi-
sopa með Freyjukaffibætis-
ViitzUanfgiiiiar.
ACCUMULATOREN-FABRIK,
DR. TH. SONNENCHEIN.
hvítu tönnum, þegar reiðin hefir bloss-
að upp í þér. Þú getur sagt mér að þú
hatir að sjá mig, og ég skal trúa því.
En láttu þér ekki detta í hug að telja
mér trú um, að þér sé alveg sama um
mig, eftir að ég hefi farið með þig eins
og ég hefi gert. Nei, ekki þér!
Molly undraðist hvað þessi lýsing hans
var sönn og hún hætti að látast. Rödd
hennar titraði lítið eitt, er hún svaraði:
— Jæja, látum svo vera. Ég hata þig og
við skulum láta það nægja. Er svo nokk-
uð meira um það að segja, nema ef þú
ert ennþá svo fifldjarfur, að láta þér
detta í hug, að þú getir leikið Petruchio
gagnvart mér.
Að svo mæltu snerist hún á hæli og
hvarf inn í húsið.
Fimmtán mínútum seinna var barið
að dyrum á herbergi því, er þær Molly
og Jane frænka hennar sátu oft í við
handavinnu sína. Molly sagði „kom
inn,“ og inn kom ungur maður, sem þó
stóð hikandi fram við dyr og sleppti
ekki handfanginu á hurðinni. Hann
virtist ekki vera viss um að hann væri
velkominn.
— Ó, ert það þú, sagði Molly kulda-
lega.
Hann var ungur, heldur lítill, en vel
vaxinn og snotur, ef maður sleppti
veikgerðum dráttum um munninn og
hökuna, sem gaf til kynna að hann væri
óákveðinn. Hárið var svart og hrokkið.
Á andliti hans brá fyrir ólundarsvip.
— Ég hefi ekki haft tækifæri til að
hitta þig eina, síðan —------
— Síðan þú hleyptir í burtu, greip
hún fram í kuldalega.
— Það er nú ekki rétt hjá þér, Molly.
Hvernig átti ég að vita, að þú værir ekki
rétt á eftir mér?
— Ég skil. Þú hleyptir ekki burtu,
heldur fórst.
— Þú mátt kalla það hvað sem þú
vilt, og þú gerir það hvort sem er, sagði
hann önugur. — Ég hefi aldrei kynnst
jafn einþykkri stúlku og þér. Þegar ég
komst að því að þú varst ekki á eftir
mér, fór ég til baka, en þú varst hvergi
sjáanleg.
— Það er þá eins og það á að vera,
sagði hún gremjulega.
— Það láta allir svona, eins og ég hafi
skilið þig eftir af ásettu ráði, sagði Jim
Haley reiðilega. — Strákarnir urðu allir
reiðir í skálanum. Ég sagði þeim að þú
hefðir týnst í bylnum. Satt að segja var
ég hræddur við pabba þinn, hann varð
svo reiður. Eða Bob------
Hann þagnaði og strauk með hendinni
um hruflaða kinnina. Hann var of hé-
gómlegur til að segja nákvæmlega frá
iff hressir míg
Hafiff þér athugaff þaff, aff
T í M IIV IV er víðlesnasta auglýsmgablaðið!
Fréttabréf til Tímans.
Tímanum er mjög kærkomið
að menn úti á landi skrifi blað-
inu fréttabréf öðru hvoru, þar
sem skilmerkilega er sagt frá
ýmsum nýmælum, framförum
og umbótum, einkum því er
varðar atvinnulífið. Allar upp-
lýsingar þurfa að vera sem
fyllstar og gleggstar, svo að ó-
kunnugir geti fyllilega áttað sig
á atburðum, fyrirtækjum og
staðháttum, sem lýst er.
Mörgum m%n ef til vill finn-
ast fátt til frásagnar úr fá-
mennum og strjálum byggðum.
En þó mun mála sannast, að í
hverju byggðarlagi gerist nokk-
uð það, sem tíðindum sæti, sé
vel að gætt.
Freyju-kaffibætisduft inni-
heldur ekkert vatn, og er
því 15% ódýrara en kaffi-
bætir í stöngum
REYNIÐ FREYJU-DUFT