Tíminn - 13.06.1939, Blaðsíða 1

Tíminn - 13.06.1939, Blaðsíða 1
RITSTJÓRAR: GÍSLX GUÐMUNDSSON (ábm.) ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR: JÓNAS JÓNSSON. ÚTGEFANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. RITSTJÓRNARSKRIFSTOFUR: EDDUHÓSI, Llndargötu 1D. SÍMAR: 4373 og 2353. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÓSI, Llndargötu 1d. Síml 2323. PRENTSMIÐJAN EDDA h. í. Símar 3948 og 3720. 23. árjg. Reykjavík, þriðjudaglim 13. jiiní 1939 67. blað Á víðavangi Islancls-sýningiii í Yew-York Frásögn Ragnars Ólafssonar Mynd þessi er a) aðaltáknmynd landbúnaðarins á íslandssýningunni, Eru þar jremstar þrjár úttroðnar kindur í jullri stœrð, að öðru leyti er myndin mótuð og máluð. Balkanríkin og stjórn- málaafstaða þeirra Ragnar Ólafsson lögfræð- ingur er nýkominn heim, eftir alllanga dvöl í Banda- ríkjimum. Hittum vér hann að máli og spurðum hann ítarlega um íslenzku sýninguna á heimssýningunni í New York. Fer hér á eftir frásögn hans. Miðsvæðis á heimssýningunni í New-York, er Priðartorgið. Fyrir öðrum enda þess, er hin mikla sýningarhöll Bandaríkj- anna, en til beggja handa er röð af sýningarskálum, sem að- alsýningarnefndin lét reisa og leigir erlendum þjóðum. Þegar gengið er eftir torgi þessu í átt- ina til Bandaríkjahallarinnar, er íslenzka sýningin næst innst á hægri hönd. Úti fyrir skála- dyrum er afsteypa úr bronzi ef líkneski Leifs heppna, þvi er Bandaríkin gáfu íslandi 1930. Þegar inn er komið, blasir við sýningarsalurinn. Er hann í mildum, dökkbláum litum. Á miðjum vegg á vinstri hönd er mjög áberandi landabréf, sem sýnir hnattstöðu íslands, og hverja þýðingu lega þess hefir, sem tengiliður milli hins gamla og nýja heims. Landabréf þetta er málað á silki, en með ljósa- umbúnaði er sýnd sigling Leifs Eiríkssonar vestur um haf, og flug Lindbergs frá Ameríku til Reykjavíkur, og endurtekur sig hvorutveggj a með skömmu millibili. Til annarrar hliðar landa- bréfs þessa, er mótuð og máluð mynd af skipi Leifs, er hann sér til lands í Ameríku, en til hinn- ar hliðar samskonar mynd af komu Lindbergs til Reykjavíkur. Það sem þó setur aðalsvip á sýninguna, eru hinar mörgu mótuðu og máluðu myndir af ís- lenzku landslagi og atvinnu- háttum, sem flestum er komið fyrir í veggjum á tveimur boga- mynduðum stúkum til hægri handar þegar inn er komið. Myndir af þessari gerð eru alls 13 á sýningunni, og nefnast á alþjóðamáli „diarama". Eru þetta allt í senn mótaðar mynd- ir í náttúrlegum hlutföllum og málaðar eðlilegum litum, og komið fyrir í veggjunum, með þeim hætti, að svo virðist sem maður horfi á hina raunveru- legu fyrirmynd en ekki á gervi- mynd, sem í flestum tilfellum nær ekki nema einn til tvo metra ipn í vegginn. (Er hér á öðrum stað birt mynd af aðal- táknmynd landbúnaðarins á sýningunni. En þar eru fremst- ar þrjár úttroðnar kindur í fullri stærð). Myndir þessar eru gerðar eftir fyrirmyndum Jóns Þorleifsson- ar listmálara og undir umsjón hans. — Eftir endilöngum saln- um er 30 metra löng og 2 metra há svalabrún, skreytt mynd, sem táknar íslenzka landsýn. Mynd þessi er einnig gerð af Jóni Þorleifssyni. Á veggjunum er einnig mikið af mjög góðum ljósmyndum af landi og þjóð. Yfir hálfum salnum er loft og verður upp á það gengið úr báð- um salarendum. Á loftinu er baðstofa með útskornum hús- gögnum og glitofnum ábreiðum, eru þar sýndar Ijósprentanir af íslenzkum fornritum í útgáfu Einar Munkgaards. Ennfremur eru á loftinu íslenzk listaverk, aðallega höggmyndir og mál- verk, ennfremur hinar saumuðu veggmyndir frú Þuríðar Egils- dóttur, sem vekja mikla eftir- tekt. Einnig er kvikmynda- sýningunni komið fyrir þarna uppi. — Eru ekki sýndar íslenzkar útflutningsvörur? spyrjum vér. — Jú, í aðalsalnum eru tveir vörusýningarskápar, í öðrum þeirra eru sýnishorn af niður- suðuvörum Fisksölusamlagsins, en í hinum eru tvær sútaðar sauðargærur. Úti fyrir dyrum skálans, sem snúa frá Friðartorginu, er kom- ið fyrir afsteypu af líkneski Þor- finns karlsefnis, sem Einar Jónsson gerði á sínum tíma fyrir Ameríkumenn, en Reykjavíkur- bær kaupir afsteypuna og verð- ur hún sett upp í Reykjavík að sýningunni lokinni. — Hvernig virtist yður sýn- ingunni vera tekið? — Sýningin var vel sótt og virtust sýningargestir yfirleitt ánægðir með hana. — Urðuð þér ekki varir við höggmynd Ásmundar Sveins- sonar „af fyrstu hvítu móður Ameríku"? — Jú, hún er ekki í sambandi við íslenzku sýninguna, en heimssýningarnefndin lét setja hana upp á góðum stað á aðal- sýningarsvæðinu, og mun hún vera eina listaverkið eftir út- lending, sem þennan heiður hef- ir hlotið. Páll, rikisstjóri i Jugoslavíu fór fyrir skömmu til Berlínar og Róm og hlaut þar svo glæsilegar móttökur, að slíkt hefir ekki þekkst í hlutaðeigandi löndum, nema við innbyrðis heimsóknir einræðislandanna. Þetta þótti sumum undarlegt, þar sem Jugoslavía er ekki að- ili að andkommúnista-sáttmál- anum og ekki hefir komið fram uppástunga um að hún yrði það. En menn mun ekki furða svo mjög á þessu, ef þeir athuga hvert stefna Jugoslavíu hefir hneigst upp á síðkastið. Stefnubreyting Jugoslaviu í stjórnmálum hófst, er gengið var frá vináttusamningunum við Ítalíu 25. rnarz 1937. Stoyadin- ovic varð fyrir miklu aðkasti vegna þessa samnings í Aþenu, Bukarest, Prag og Ankara. Þar var því yfirleitt haldið fram, að hann væri upphaf að eyðilegg- ingu Litlabandalagsins og Bal- kanbandalagsins, enda kom það á daginn, að þær spár reyndust réttar. Á árinu 1938 fengu Þýzkaland og Jugoslavía sameiginleg landamæri við norðanverða Ju- goslavíu, er Þýzkaland tók Aust- urríki og Sudeta-héröðin. Þetta leiddi til þess, að Þjóðverjar þokuðu ítölum í utanríkisverzl- un Jugoslava. 1934 veitti Ítalía 15% af innflutningi Jugoslavíu en hlaut 20% af útflutningi hennar. Tilsvarandi tölur eru nú aðeins 7 og 8%. Þjóðverjar hafa að sama skapi fært sig upp á skaftið og hafa nú 40% bæði inn- og útflutnings Jugoslavíu, enda vita þeir, að Jugoslavía er helzta málmland Balkanskag- ans. Þessi viðskiptalegu tengsl hafa haft mikil áhrif á stjórn- málaafstöðuna, og ennfremur sá ógnandi herstyrkur, sem svo að segja umlykur landið. Þetta kom glöggt fram í ræð- um þeirra Hitlers og Páls ríkis- stjóra, við heimsókn hans til Berlín. Þá töluðu þeir báðir um hin „ævarandi" landamæri Þýzkalands og Jugoslavíu. Þetta er í fyrsta sinn að þessi landa- mæri eru viðurkennd sem „æ- varandi" af hálfu Þýzkalands og þar með hafnað kröfunum um ítök í norðaustur hluta Ju- goslavíu (Steiermark, Krain o. fl.). Engum dettur í hug, að fall- ið sé frá slíkum kröfum fyrir ekki neitt, enda sýna síðustu skref Jugoslavíu í utanríkismál- um, að Þjóðverjar hafa ekki unnið fyrir gýg. Jugoslavar hafa reynt, árangurslaust að vísu, að fá Tyrki til þess að forðast sáttmálagerð við England. Þessa var raunar farið að gæta áður og er í því sambandi hægt að nefna að Jugoslavar létu í ljós vel- þóknun sína á því, að ítalir tóku Albaníu herskyldi. Stjórnin gaf ótilkvödd út yfirlýsingu um að þetta snerti ekki Jugoslavíu, enda þótt það væri einmitt þessi hertaka, sem króaði hana endanlega inni milli einræðis- ríkjanna. Griegore Gafencu, hinn ungi utanríkisráðherra Rúmeníu, fór sína fyrstu „Evrópu-hringferð“ í fyrra mánuði og reyndist á- gætur fulltrúi síns lands. Hann ber í brjósti heita ættjarðarást og er hlutlaus í afstöðu sinni gagnvart öðrum ríkjum. Kunn- ur amerískur blaðamaður hefir sagt, að Gafencu mætti telja í- mynd rúmönsku stjórnarinnar, hann væri ungur, þróttmikill og ákveðinn, tæki við því sem að honum væri rétt, en léti ekkert af hendi rakna. Fljótt á litið virðist slík stefna ódrengileg. England tók á sig mikla áhættu með því að bjóða Rúmeníu gagnkvæman örygg- issáttmála, en rúmönsk stjórn- arvöld neituðu. Þau héldu því fram, að slíkur sáttmáli væri gagnslitill. í sumum blöðunum var jafnvel reynt að gera Eng- lendinga hlægilega fyrir að lofa Rúmeníu hjálp í ófriði. Þjóðverjar halda uppi stöð- ugri áleitni á hendur Rúmen- um og bandamönnum þeirra, Pólverjum. Þeir lögðu Tékka undir sig og þrengja mjög að Ju- goslövum, en hvorirtveggj a voru Hinn mildi vetur og hin snemmsprottna jörð hefir óefað skapað bændum nokkrar hey- fyrningar. Auk þess horfir nú betur um grasvöxt en nokkru sinni áður, síðan tekið var fyrir alvöru að stækka túnin. Hætt er við að fresta verði einhverju af vorframkvæmdum til þess að sláttur hefjist í tæka tíð. En mikið er undir því komið, að túngrös spretti ekki úr sér, við það tapast ómælt fóðurgildi. En þetta hefir alt of víða viljað við brenna. Þyrfti nú sem fyr að leggja ríkt kapp á fóðuröflun, svo fyrningum gæti orðið við haldið. Enginn veit hvenær „næstu harðindin" ber að hönd- um, né heldur hvaðan þau kunna að koma. ^ Við höfum lengi ekki átt við teljandi átroðning að etja af völdum elds og ísa. Hinsvegar höfum við ekki farið varhluta af annarskonar harðæri, sem stafar af markaðstapi, veiði- bresti og verðhruni. Hefir af manndómi verið reist rönd við, og betur til tekizt, en trúað hefði verið fyrirfram. Loks er ó- friðarhættan á einu leytinu, sem skapa mætti almenningi hverskonar fyrirhyggju, því ó- gætilegt væri að hugsa sér ann- að en að heimsstyrjöld mundi áður langt um liði fylgja full- komin siglingateppa, svo mjög sem vígbúnaðartækninni hefir fleygt fram. Og hætt er við, að hlutlausum löndum með mikl- um matvæla framleiðslumögu- leikum yrði ekki gleymt sem ó- verulegum aðilum, sem reynt yrði þá að halda hlutlausum, einnig um aðflutninga á fram- leiðslu sinni til hernaðárþjóða. * * * í þessu ljósi skulum við minnast þess, að kartöflur gætu orðið okkar eina korn. Héðan af verður ekki þetta árið rækt- að meir af þeim, en það sem þegar er komið í jörðina. En göngum út frá því þegar í haust, að við verðum að sjá okkur sjálfir fyrir útsæðinu næsta vor. Og ef svo færi, mundum við jafnframt ekki þurfa að eyða erlendum gjaldeyri til kaupa á áburði eða fóðurbæti. Er það þess vegna hin hyggilegasta for- sjálni, að leggja nú sem ríkasta áherzlu á heyskapinn og hvers- konar fóðuröflun og auka frem- ur fyrningar en farga þeim. * * * Glöggt dæmi um það hvað okkur er ósýnt um að vera sem víðast sjálfum okkur nógir, er það, að ekki skuli framleitt í landinu allt það gulrófnafræ, sem við þurfum á að halda. Ekki svo að skilja, að hér sé um ýkja stór verðmæti að ræða. En hitt kynni mönnum að bregða við, ef ekki yrði hægt að ná þessari nauðsynjavöru að sér. Þyrfti Búnaðarfélagið að beitast fyrir því, að tilraunastöðvarnar á Sámsstöðum og Akureyri rækt- uðu árlega nægilegt gulrófna- fræ, og athuguðu yfirleitt alla möguleika okkar um framleiðslu á matjurtafræi til eigin nota. Gæti hinn nýstofnaði garð- yrkjuskóli óefað einnig orðið hér að liði. bandamenn Rúmena. Ennfrem- ur hafa þeir gert Litlabanda- lagið að engu, en Rúmenar gerðu sér eitt sinn miklar vonir um varnargildi þess. Rúmenska stjórnin er samt vinsamleg gagnvart Þjóðverjum, vinnur með þeim á mörgum sviðum og veitir þeim margskonar fríðindi í viðskiptamálum. Ítalía er Rúmeníu sérstaklega hættuleg. Hún hvetur Ungverja ákaft til þess að gera landakröf- ur á hendur Rúmeníu, en þeir óska eindregið eftir því að Rúmenía hverfi úr sögunni í sinni núverandi mynd. ítalir gorta af eyöileggingu Litla- (Framh. & 4. siðuj A KROSSGÖTIJM Ræktun í Vestmannaeyjum. — Úr Skagafirði. — Þátttaka í Síldveiðunum. — Vormót eyfirzkra Framsóknarmanna. Pálmí Einarsson ráðunautur er ný- kominn frá Vestmannaeyjum. Fór hann þangað samkv. ósk atvinnumála- ráðuneytisins til að mæla upp lönd allra jarðabænda í Eyjum, vegna þess að ráðgert er að nokkrar þeirra verði byggðar samkvæmt erfðaábúðarlögun- um. Ennfremur var Búnaðarfélaginu falið að gera rannsókn á landbroti og öðrum landskemmdum, sem eiga sér stað á Heimaey. Síðan 1927 hafa rækt- unarframkvæmdir orðið mjög miklar í Eyjum. Voru þá 48 býli í ábúð bænda, sem höfðu þá umráð yfir öllu landi. Með samningi, sem þá var gerður við bændur að tilhlutun Búnaðarfélagsins, var ákveðið að 19 býlanna yrðu lögð niður og ákveðin landstærð hinna 29 úr öllu sameiginlegu landi jarðanna. Landi því, sem þannig losnaði úr ábúð, var skipt milli manna til ræktunar, og látið á erfðaleigu. Nú er málum svo komið, að öll þessi erfðaleigulönd munu mega heita fullræktuð. Hafa Vest- mannaeyingar unnið stórvirki með ræktun sinni á þessu tímabili. Hin mikla og eftirbreytnisverða ábyrgðar- hirðing Eyjaskeggja hefir hér átt sinn þátt. Steinsteyptar safngryfjur eru því nær á hverju ræktunarlandí, og þangað flutt allt sem til fellst af innlendum áburðarefnum. Er það aðallega sjávar- fang. Eftirspurn er enn mikil eftir ræktunarlöndum, en eigi annað land óræktað en nokkur hluti af löndum jarðabænda. Kemur nú til athugunar á ný, hvemig bezt yrði fyrirkomið hag- nýting þess lands sem enn er óræktað á Heimaey, og liggja þessi mál nú fyrir til úrlausnar, á grundvelli þeirra at- hugana, sem Pálmi Einarson hefir að unnið undanfarið. — Til varnar land- broti af völdum sjávargangs og upp- blæstri, bæði á byggingarlóðum og ræktuðum löndum, mun P. E. gera kostnaðaráætlun um varnargarð, er lagður yrði frá hafnargarðinum við Skansinn, að Urðavita, og er mest að- kallandi um fyrstu 300 metrana af þessum fyrirhugaða varnargarði. t t t Við bændaskólann á Hólum stunda 26 piltar verklegt nám í sumar. Þeir verða þar þó ekki allir um sláttinn, heldur fá sumir þeirra tveggja mánaða leyfi til að sinna heyskap á heimilum sínum. Fara þeir nú um mánaðamótin næstu og koma aftur um mánaðamótin ágúst—september. — Tíð hefir verið ágæt í Skagafirði til þessa, spretta mjög góð. Mun t. d. verða farið að slá á Hólum nú um næstu helgi. Frost hefir verið 3 nætur undanfarið og það svo að kartöflugras hefir látið á sjá. Skepnuhöld voru ágæt í héraðinu í vor. t r r Veiðiskipin eru nú sem óðast að bú- ast á síldveiðar, og sum þeirra, einkum hin smærri skip, þegar farin af stað til veiðisvæðanna. Búizt er við að af botnvörpuskipum muni 24—25 fara til síldveiða, og halda þau væntanlega úr höfn fyrir og um næstu helgi. Af línu- veiðiskipum munu um 30 taka þátt í síldveiðunum, og eru mörg þeirra þegar farin. Ekki er enn með vissu vitað um þátttöku smærri skipa, en frá því verð- ur nánar skýrt á næstunni, er skýrslur hafa borizt utan af landi. Síld hefir enn lítið veiðzt, en þó hafa nokkur skip orðið síldar vör. Reknetabátar frá Ól- afsfirði öfluðu allvel um siðastliðna helgi. t t r i sambandi við aðalfund Sambands ungra Framsóknarmanna, sem nú stendur yfir á Akureyri, var efnt til vormóts Framsóknarmanna í Eyjafirði að Hrafnagili síðastliðinn sunnudag, og sóttu mótið 12—15 hundruð manns, víðsvegar úr héraðinu, þar á meðal voru allmargir frá Siglufirði, en til- tölulega fáir rnenn úr Svarfaðardal, vegna sundmóts, sem þar var þennan dag. Veður var mjög gott og aðstæður þarna einkar góðar til slíkra skemmti- halda. Berndarð Stefánsson flutti setn- ingarræðu, Jónas Jónsson talaði um frelsið, Hólmgeir Þorsteinsson um landið, Árni Jóhannsson um Fram- sóknarflokkinn, Eysteinn Jónsson um stjórnmálaviðhorfið, Einar Árnason um unga Framsóknarmenn, en Jóhann Frímann flutti kvæði. Ingimar Eydal þakkaði J. J. og Eysteini fyrir komuna og störf þeirra á sviði þjóðmála, Egill Bjarnason mælti þakkarorð fyrir hönd (Framh. á 4. síðuj

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.