Tíminn - 15.06.1939, Qupperneq 1
RITSTJÓRAR:
GÍSLI GUÐMUNDSSON (ábm.)
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON.
FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR:
JÓNAS JÓNSSON.
ÚTGEFANDI:
FRAMSÓKNARFLOKKURINN.
RITSTJÓRNARSKRIFSTOFUR:
EDDUHÚSI, Llndargötu ln.
SÍMAR: 4373 og 2353.
AFGREIDSLA, INNHEIMTA
OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA:
EDDUHÚSI, Lindargötu 1d.
Siml 2323.
PRENTSMUÐJAN EDDA h. í.
Simar 3948 og 3720.
23. árj$.
Reykjavík, fimmtudagmn 15. júní 1939
Búnaðarbankinn tíu ára
Hrein eign bankans hefir tvöfaldast frá
stofndegi
Hinn 14. júní 1929 öðluðust
lögin um Búnaðarbanka staö-
festingu, og átti bankinn því
tíu ára afmæli í gær.
Landsbankinn, elzti bankinn,
var stofnaður fyrir 54 árum, en
íslandsbanki um líkt leyti og
stjórn landsins fluttist heim frá
Danmörku 1904. En svo máttu
sín mikils hin auðugu fiskimið
og framfarir þær um veiðiskap,
sem taka mátti eftir erlendum
þjóðum, er hingað sóttu til veiða,
að heita mátti að atvinnuvegur
sá, sem haldið hafði þó lífinu í
þjóðinni í þúsund ár, væri hvergi
í húsum hæfur, þegar knúð var
á dyr peningabúðanna, allt
þangað til að Framsóknarflokk-
urinn tók að hafa áhrif.
Með skipun á manni í fram-
kvæmdarstjórn Landsbankans,
sem Sigurður Jónsson frá Yzta-
felli framkvæmdi árið 1917, varð
sú breyting á, að verzlunarfyr-
irtæki bænda, samvinnufélögin,
öðluðust rétt til viðskipta í
Landsbankanum, en þangað til
hafði nafn þeirra tæpast sézt í
bankabókum, að einu útibúi ís-
landsbanka undanteknu.
Fyrir áhrif Framsóknarmanna
var löggjöf sett um allsherjar
veðlánastofnun árið 1921, sem
aldrei kom til framkvæmda.
Þegar Framsóknarflokkurinn
kom til valda 1927, mun hann
hafa falið Böðvari Bjarkan að
undirbúa löggjöf um landbúnað-
arbanka, sem síðan var afgreitt
sem lög 1929, svo sem fyr er
greint. Aðal hvatamenn þessa
máls voru að sjálfsögðu þeir
Jónas Jónsson og Tryggvi Þór-
hallsson.
Verður hér á eftir greint frá
ýmsum atriðum, sem sýna starf-
semi bankans og vöxt hennar,
en næst sjálfu árferðinu um
tíðarfar og heilsufar búfjárins
á landbúnaðurinn mest undir
því, að eiga örugga og réttláta
bankastofnun að styðjast við.
Steíán Guðmundsson
og söngur hans í
Gamla Bíó
Stefán Guðmundsson söng í
Gamla Bíó sl. miðvikudag fyrir
troðfullu húsi. Hann hefir, eins
og mönnum mun kunnugt, sung-
ið að undanförnu við Kgl. leik-
húsið í Kaupmannahöfn, og er
ráðinn til að syngja þar höfuð
tenórhlutverk í ýmsum óperum
á komandi vetri. Hafa Kaup-
mannahafnarblöðin farið mjög
lofsamlegum orðum um söng
hans, og talið sjálfsagt, að ó-
peran tryggði sér krafta hans í
framtíðinni. Jafnskjótt og Stef-
án hafði lokið söng sínum í
Kaupmannahöín hélt hann
heim til átthaganna. Þar unir
hann sér bezt i tæra fjallaloft-
inu og þangað sækir hann þrótt
til nýrra átaka og sigra.
Söngur Stefáns í Gamla Bíó
sannfærði okkur um það enn á
ný, að Stefán er frábær lista-
maður, sem við getum vænzt
mikils frama af. Aldrei hefir
rödd hans hljómað fegur en nú,
enda ætlaði faðgnaðarlátum
aldrei að linna, • og þeir, sem
sendu honum blóm, voru álíka
margir og lögin á söngskránni.
Stefán á vonandi eftir að
syngja hér nokkrum sinnum
enn að þessu sinni, enda ekk-
ert húsnæði svo rúmgott hér að
rúmi nema hluta af þeirn mann-
fjölda, sem æskir á hann að
hlýða.
Hversu lengi söngvarinn dvel-
ur hér nú, mun ekki fastráðið.
En allir munu óska, að hann
komi heim svo oft sem kostur
er, og allir munu óska þess, að
framtíðin eigi eftir að færa
honum marga og stóra sigra.
Hilmar Stefánsson.
Aðalstarfsdeildir Búnaðar-
bankans eru fimm:
Sparisj óðs- og rekstrarlána-
deild, Byggingar- og landnáms-
sjóður, Ræktunarsj óður, Veð-
deild og Viðlagasjóður.
Auk þess annast bankinn
starfrækslu: Kreppulánasjóðs,
Kreppulánasjóðs bæja- og
sveitafélaga, Nýbýlasjóðs og
Loðdýralánadeildar.
Innstæðufé sparisjóðsdeildar
var í árslok:
1930 ........ 1.051 þús.
1938 ........ 4.593 —
Byggingar- og landnámssjóð-
ur hefir frá upphafi veitt 514
lán að fjárhæð samtals 3 milj.
91 þús. krónur. Veitt lán úr
sjóðnum voru fæst árið 1932, að-
eins 10 að tölu. En á síðasta ári
var tala veittra lána 104, og er
það langsamlega flest lán, sem
veitt hafa verið á einu ári, en
yfirleitt hefir sú stefnubreyting
orðið um starfsemi sjóðsins, að
lán eru nú lægri í hvern stað en
áður var. Enda eru byggingar nú
á sveitabýlum minni en fyr og
meir við hæfi. Skuldlaus eign
Byggingar- og landnámssjóðs
var í árslok 1938 kr. 1.700 þús-
und krónur.
Ræktunarsjóður: Honum er
stjórnað samkvæmt löggjöf frá
1925 og fer hér á eftir .yfirlit um
starfræksluna frá þeim tíma.
Tala lánanna er 2683.
Lánsfjárhæð samtals 7.162
þúsund krónur.
Þar af til ræktunar og áburð-
arhúsa ........... 3.131 þús.
Til húsabóta.... 3.183 —
Til rafstöðva .... 412 —
Til girðinga o. fl.. . 435 —
Veðdeild. Hún hefir aðeins
gefið út 1 flokk veðdeildarbréfa,
sem lánaður var þegar á fyrsta
starfsári bankans, og síðan hefir
þessi deild því aðeins verið
starfrækt sem innheimtudeild.
Líku máli gegnir um Viðlaga-
sjóð, sem afhentur var bankan-
um til eignar og umráða með
það fyrir augum, að hann yrði
til tryggingar skuldbindingum
Veðdeildar og Ræktunarsjóðs.
En eign Viðlagasjóðs var um
síðustu áramót 2.404 þús. kr.
Loðdýralánadeild. Hún tók til
starfa 1937 og hefir veitt 41 lán
að fjárhæð samtals 103 þús. kr.
Nýbýlasjóður. Hann tók til
starfa 1936.
Er hann hvorttveggja i senn
styrktarsjóður og lánsstofnun
undir sérstakri stjórn.
Styrkir úr sjóðnum hafa verið
veittir 195 að tölu, en að fjár-
hæð 432 þús. Lán 151 að tölu,
en að fjárhæð 407 þús. kr.
Með löggjöf frá 1937 var
heimilað að verja allt að 50 þús.
krónum á ári úr Byggingar- og
landnámssjóði til styrktar end-
urbyggingum á ibúðarhúsum í
sveit. En styrkurinn var á þing-
inu 1938 hækkaður í 125 þúsund
krónur á ári.
Veittir styrkir 158 að tölu, en
að fjárhæð 164 þús. kr.
Búnaðarbankinn stofnaði úti-
(Framh. á 4. siðu)
Ný flughöfn víd Oslo
Þann 1. júní síðastliðinn tók
hin nýja flughöfn Norðmanna
við Oslo til starfa. Flughöfnin er
frammi við fjörðinn, um 8 km.
frá borginni sjálfri. Vígsluhá-
tíð var engin haldin að vísu, og
mun það ekki gert að sinni, þar
eð flughöfnin er ekki fullgerð,
og mun ekki komin í það horf,
sem á að verða, fyr en eftir 2—3
ár. Til dæmis er eftir allmikið
starf við stækkun flugvallarins
sjálfs og byggingum hvergi
nærri lokið, þó nothæfar séu til
bráðabirgða.
Norðmenn hafa mjög látið
flugmál til sín taka, eins og sam-
göngumál yfirleitt. Þeir hafa
sent flugleiðangra til heim-
skautarannsókna bæði suður og
norður. Þeir hafa starfrækt
flugskóla og komið á allmiklum
flugsamgöngum innanlands. Það
er eftirtektarvert í þessu sam-
bandi, að sá maður, sem hefir
með höndum yfirstjórn flug-
málanna í Noregi er einmitt einn
af samstarfsmönnum og félögum
Roald Amundsen, Riiser-Larsen.
Hann er kunnur flugmaður og
hefir ferðast ákaflega víða.
Þrátt fyrir þetta hafa Norðmenn
haft lítið af farþegaflugi milli
landa að segja. Sjóflugvél hefir
að vísu flogið milli Osló og
Kaupmannahafnar, en slikt var
Norðmönnum hvergi nóg. Það er
því fyrst með þessari nýju flug-
höfn, Fornebu-flughöfninni, að
Noregur kemst i beint samband
við aðalæðar flugsamgangnanna
um Evrópu. Nægir hér að nefna
áætlunarflugferðirnar þrjár,
A.
Að bæ Guðmundar ríka.— Mýbit við Mývatn. — Laxaklak í ám við Eyjafjörð.
— Vorhátíð Frammsóknarmanna að Reykjaskóla. — Framræslan á Eyrar-
--------- bakka. --------
í fyrradag þágu allir fulltrúarnir á
aðalfundi Sambands ungra Framsókn-
armanna heimboð ungu hjónanna, sem
nú sitja bæ Guðmundar ríka, þeirra
Jóhanns Valdemarssonar og Helgu
Kristinsdóttur á Möðruvöllum í Eyja-
firði. Létu þau hjónin bifreið flytja
gesti sína, og að afstaðinni veizlu á
heimilinu, var ekið. með þá að Saurbæ
og Grund, áður en haldiö var aftur til
Akureyrar. Róma gestirnir rausn og
myndarskap húsbændanna, er þeir
nutu hér að. — Sláttur er nú byrjaður
á mörgum bæjum í Hrafnagils- og
Öngulsstaðahreppi og einnig á löndum
umhverfis Akureyri. Reykjaheiði var
mokuö í gær, og verður nú komizt í
bifreiðum til Austurlands hvað af
hverju, þegar nauðsynlegum vorvið-
gerðum á vegum hefir verið komið í
framkvæmd.
r r r
Við Mývatn koma að jafnaði tvö
mýbitstímabil á hverju sumri, í júní
og ágúst. En nú er mýið fyrr á ferðinni
en venja er til. Frá því í maí og allt
til þessa, hefir mýbit verið svo mikið,
að á ýmsum bæjum hefir orðið að gefa
kúm inni, og ám með lömbum ekki
sleppt fyrr en lömbin voru orðin viku-
gömul. í vikunni varð svo mikið mýbit,
að hestur blindaðist. Bitmýið er mest
við Laxá, þar sem hún fellur úr Mý-
vatni, en í vatninu sjálfu er aðallega
svonefnt rykmý, sem ekki veldur tjóni.
Andavarp i Mývatni stendur nú sem
hæst, og er það viku fyrr en venjulega.
Fer það stöðugt minnkandi, og er það
talið stafa af vaxandi fugladrápi er-
lendis, en endur þessar eru yfirleitt
farfuglar.
r r r
Ólafur á Hellulandi er að láta flytja
laxaseiði úr klakstöðinni við Grenjað-
arstað, og eru þarna fyrir hendi hálf
milljón laxaseiða. Verða þau flutt í
Ólafsfjarðará, Svarfaðardalsá, Eyja-
fjarðará, Fnjóská, Gljúfurá í Höfða-
hverfi, Djúpá í Ljósavatnsskarði og
Drangá í Köldukinn, auk þess sem sett
verður af klakseiðum í Reykjadalsá og
Laxá, árnar sem klaklaxinn er veidd-
ur í. —
r r r
Vorhátíð Framsóknarmanna úr
byggðarlögum umhverfis Reykjaskóla
við Hrútafjörð, stóð að Reykjaskóla sl.
sunnudag. Sóttu hana færri menn en
á fyira ári sakir influenzufaraldurs,
sem gengið hefir á þessum slóðum, eða
um 200 manns. Hófst samkoman með
guðsþjónustu séra Jóns Guðnasonar,
en síða* var setzt að sameiginlegri
kaffidrykkju, en þar fluttu ræður Skúli
Guðmundsson alþm., Hermann Jónas-
son forsætisráðherra, Bjarni Ásgeirson
alþm., Guðm. Gíslason skólastjóri og
Kristján Sigurðsson kennari. Þá fór
fram knattspyrnukappleikur, en að
lokum dans.
/ r r
Verið er að vinna að þurkun á land-
svæði ríkisins á Eyrarbakka. Voru
veittar til þess 5 þúsund krónur á fjár-
lögum í ár og mun unnið fyrir þær að
þessu sinni. Er það Magnús Oddsson,
sem hefir umsjón með framkvæmdum
eystra. — Landið er þarna ákaflega
flatt og frárennsli þessvegna slæmt.
Meðan Landsbankinn átti land þetta
voru aðalskurðir gerðir og holræsi frá
þeim fram í sjó. Þurkun á landinu var
þó mjög ábótavant, þar eð aðalskurðir
dugðu hvergi nærri sökum flatlendis.
Þær framkvæmdir, sem nú eru gerðar,
eru þessvegna áframhald og endur-
bætur á þurkun landsins. Unnið var
þarna í fyrra fyrir sömu fjárhæð. Sú
framkvæmd sýndi ágætan árangur,
þegar á þvi sumri. Þeir sem hennar
nutu, fengu 50—70 hestburði af hektara
á móti 30—40 hestburðum hjá þeim,
sem ekki nutu góðs af þurkuninni. Er
hér miðað við sama áburð í báðum
tilfellum. Pálmi Einarsson áætlaði
kostnað framræslunnar í heild 24 þús.
kr. Nær þurkunin alls til á annað
hundrað hektara lands.
sem hafa hafist, en þær eru
þessar: Oslo - Gautaborg -
Kaupmannahöfn - Hamborg,
Kaupmannahöfn - Álaborg -
Kristiansand og Oslo - Kristian-
sand - Amsterdam. Það er þessi
síðastnefnda flugleið, sem mesta
þýðingu hefir.
Nú er hægt að fara frá Oslo til
Amsterdam á rúmum fjórum
klukkustundum. Frá Amster-
dam eru mjög góðar flugsam-
göngur, svo að segja í allar átt-
ir, t. d. til nýlendna Hollendinga
í Austur Indíum og Ástralíu. Á
þessum leiðum eru m. a. þessir
viðkomustaðir: Leipzig, Buda-
pest, Aþena, Alexandria, Lydda,
Basra, Djask, Karachi, Jodhpur,
Allahabad, Kalkutta, Rangoon,
Bankok, Penang, Singapore,
Batavía og svo endastöðin Sid-
ney. Auk þessa eru beinar flug-
samgöngur frá Amsterdam til
Brussel, Parísar, Marseille,
Frankfurt, Milano, Róm og
London. Senn munu einnig hefj-
ast flugsamgöngur milli Amst-
erdam og Madrid og Lissabon.
Amsterdam er þannig einskon-
ar miðstöð fyrir flugsamgöngur
á langleiðum, bæði í og frá Evr-
ópu.
Þýðing flugleiðarinnar Oslo -
Amsterdam fyrir Noreg, mun þó
skýrar koma í ljós í framtíðinni.
Maður getur til dæmis gert sér
í hugarlund hvaða þýðingu það
hefir fyrir Noreg sem ferða-
mannaland, þegar hægt verður
að komast frá Suðurlöndum til
Noregs á einum degi. Norðmenn
hafa líka gert mikið til þess að
hagnýta þetta. Þeir hafa komið
á flugsamgöngum innanlands,
sem sérstaklega eru sniðnar fyr-
ir ferðamennina. Má þar nefna
flugleið norður eftir Noregi, yf-
ir háfjöllunum. Á þeirri leið er
dásamlegt útsýni í góðu skyggni.
Norðmenn, sérstaklega Oslo-
búar, hafa lagt mjög mikið á
sig til þess að koma upp Forne-
bu-flughöfninni. Framkvæmdin
hefir kostað mikla erfiðleika,
meðal annars vegna þess hve
erfitt var um stað fyrir flug-
höfnina. En þeir trúðu á þessa
framkvæmd og sögðu „ég skal“,
og hafa á sinn hátt sannað það,
að trúin flytji fjöll. Grjótið, sem
þeir hafa sprengt upp og notað
við bygginguna, er um 900 þús.
teningsmetrar, og sprengiefnið,
sem til þess var notað, um 500
smálestir. Áætlaður kostnaður
við byggingu flughafnarinnar
var 27 miljónir íslenzkra
króna. — Af þessu má nokkuð
ráða hvílíkt feikna verk þetta
er. En flughöfnin verður líka
góð, svo að nú hefir Oslo betri
skilyrði til móttöku flugvéla, af
hvaða stærð sem er, en flestar
aðrar borgir á Norðurlöndum að
minnsta kosti.
Hollendingar hafa löngum
verið lærimeistarar Norðmanna
í flugmálum, og gefið þeim það
ráð, að búa sem bezt í haginn
heima fyrir, áður en þeir færu
að hugsa um millilandaflug.
Þetta hafa Norðmenn látið sér
að kenningu verða, eins og fram-
kvæmdir þeirra í flugmálum
innanlands sýna.
Þeir annast sjálfir flugsam-
(Framh. á 4. síðu)
68. blað
Á víðavangi
Frændur okkar Norðmenn
eru nú að taka í notkun flug-
völl þann sem þeir hafa unnið
að með ærnum kostnaði undan-
farin ár. Sýnir það yfirburði
landflugsins, að fært skuli að
leggja í slíkan óhemju kostnað,
og það innst við hinn vogskorna
og langa Oslofjörð. Hlýtur þetta
að herða á öllum hugsandi
mönnum í okkar landi um að
koma því til vegar, að Reykja-
vík hefjist handa um aðgerðir
í sínu flugvallarmáli. Vilji menn
ekki fórna Vatnsmýrinni eða
þyki hún ekki kjörinn staður til
þess að verða framtiðar flug-
höfn, þá verður að leita uppi
og ákveða annan stað. Við eig-
um þegar eina farþegaflugvél,
sem væri þess albúin að fljúga
yfir land, spara sér helming
reksturskostnaðar. Við eigum
tilraunaflugvél, sem jafnframt
er notuð sem póstflugvél til af-
skekktasta landshlutans, við
eigum eina æfingaflugvél til þess
að halda við flugkunnáttu og
flugréttindum hinna útskrifuðu
og æfa aðra, a. m. k. undir
einkaflug. En landflug er orðið
svo fullkomið samgönguúrræði,
að við í okkar fátækt höfum
ekki ráð á til lengdar að geta
ekki tekið til þess, aðeins vegna
þess að ekki er jafnaður og
þurrkaður jafnlendur völlur í
Reykjavík!
* * *
Þegar Guðm. Björnson land-
læknir vígði fyrsta íþróttavöll-
inn í Reykjavík árið 1917, þá
flutti hann ræðu, sem vert væri
að endurprenta öðru hvoru. Þar
kom hann fram með hugmynd-
ina um „bæjarskóginn“. Hann
hafði fyrir átta árum komið í
Hallormsstaðaskóg, féll í stafi
og stóð eins og steini lostinn af
fögnuði og — skömmustu. Þá sá
hann hvað við höfðum gert, sá
hvernig landið var þegar það var
numið — og áður en farið var að
afnema það. Sem landlæknir fór
hann að hugsa um eldiviðar-
leysið, þessi skelfilegu bágindi,
öllum óholl, en allra verst fyrir
börnin, brumið á þjóðarstofnin-
um. Og þá kom honum til hugar:
Hvað skyldi þurfa stóran bæjar-
skóg á hverri bújörð til þess að
hann gæti staðist að leggja
heimilinu til nægan eldivið á
hverju ári? Hann bað sérfræð-
ing að athuga hvað stór skógur-
inn þyrfti að vera.
* * *
Og nú var hann nýbúinn að fá
vel athugað og vel rökstutt svar.
Bæjarskógur þyrfti að vera 30
hektarar. En hvað eru 30 hekt-
arar þegar hvert býli er að víð-
áttu eins og konungsríki. Yrði
plantað í landið, þyrfti ekki að
líða nema 20 ár, yrði sáð í það
þyrfti lengri tíma til þess að
fullnægt yrði eldsneytisþörfinni,
en yrði líka mun ódýrara, sagði
landlæknirinn.
* * *
Nú er það kannske ekki elds-
neytisskorturinn, sem líklegast-
ur er til þess að koma skógrækt-
armálunum til hjálpar, en „pen-
ingalyktin“, síðan litla og stóra
tréð urðu hlutfallslega jafnvíg
gagnvart hinni margvíslegu
tækni síðustu ára — peninga-
lyktin sem leggur frá skógum
nágrannalandanna og nýrækt
skóga í Englandi, sem farið hafði
að, eins og við, því skógurinn er,
auk hins mikla verðgildis,
fegurð og heilsa landanna, svo
mjög fegra þeir þau og bæta
loftslagið. Og sá sem ekki vildi
hjálpa til að láta að nýju tré
vaxa á íslandi, m. a. í tómstund-
um og þegnskaparvinnu, aðeins
ef þjóðfélagið sæi fyrir fræi,
plöntum og verkstjórn, hann
hugsar ekki hátt, og því síður
langt.
* * *
-----„Við höfum reyndar öll
talsverðan hug á að gera land-
inu eitthvað til góða og höldum
þá að það muni allt ganga greið-
ast með vélum og vísindum. En
þau góðu ráð koma ekki ávallt
(Frauih. á 4. síSu)