Tíminn - 17.06.1939, Blaðsíða 3

Tíminn - 17.06.1939, Blaðsíða 3
69. blað TÍMIM, langardaginn 17. júní 1939 275 B Æ K U R Ég skírskota til allra. ísafoldarprentsmiðja hefir nú fyrir skemmstu gefið út bókina: Ég skírskota til allra, eftir sænska auðmanninn Axel L. Wenner-Gren. Ræðir hann ýms þjóðfélagsvandamál í bókinni. Margir munu kannast við höf- undinn, en árið 1937 gaf hann 30 miljónir sænskra króna til vísindalegra rannsókna og efl- ingar viðskiptalegrar samvinnu Norðurlanda. Hann er ákafur talsmaður aukinnar viðskipta- legrar samvinnu milli Norður- landa. Nokkru hefir verið sleppt úr í þýðingunni, þ. e. a. s. því, sem eingöngu var talið eiga við Svíþjóð. Dvöl. Annað hefti af sjöunda ár- gangi Dvalar er fyrir nokkru komið út. Flytur Dvöl að vanda margar smásögur, bæði eftir er- lenda og innlenda höfunda. Má þar til dæmis nefna sögu eftir Nobels-verðlaunahöfundinn Pe- arl S. Buck. í ritinu eru og all- mörg kvæði, bæði þýdd og frum- samin. Einnig eru í ritinu grein- ar um ýmislegt efni, bókafregn- ir, kýmnisögur o| fleira. Ægir. Maíhefti timaritsins Ægis er fyrir nokkru komið út. Flytur það margar greinar um sjávar- útvegsmál. Má þar t. d. nefna grein um hlutarútgerðarfélög eftir Skúla Guðmundsson al- þingismann. Ægir flytur og all- margar skýrslur viðkomandi sjávarútveginum, svo sem skýrslur um fiskafla á öllu land- inu 15. maí, útfluttar sjávaraf- urðir í apríl og fleiri. Einnig eru í ritinu fréttakaflar, bæði er- lendir og innlendir, þó einkum frá hinum ýmsu verstöðvum. Frjsíls vcrzlun. (Framh. af 2. síðu) eru að miklu leyti sveitamenn, hafa sumpart viljandi dregið úr kaupum á þessum vörum og nota auk þess minna af þessum vörum en fólk í bæjum, sem verður að kaupa alla mjólk. Þær tölur eru þess vegna í fullu samræmi við skýrsluna um inn- flutning kornvörunnar. Sam- kvæmt þessu má telja sannað, að samkvæmt höfðatöluregl- unni ætti um helmingur alls innflutnings af vörum til dag- legra heimilisþarfa að vera í höndum Sambandsins. Og að svo er ekki, má þakka eða kenna alveg sérstakri varasemi frá hálfu innflutningsnefndar, sem vafalaust hefir líka orðið fyrir miklu meiri einhliða áróðri frá hálfu hinnar margmennu verzl- að réttri hugsun ekki heima í almennum umferðalögum. Auk þess sem það er þannig ekki hugsanarétt, að blanda lögum þessum saman, þá er það og að sumu leyti ekki heppilegt. Hin almennu lög um réttindi og skyldur vegfarenda gagnvart annari umferð, skipta máli 'fyr- ir hvern einasta þjóðfélagsborg- ara. Allir verða að þekkja grundvallarreglur slíkra laga. Slík lög þurfa því að vera mjög ítarleg, og þannig úr garði gerð, að þau séu aðgengileg og auð- skilin öllum almenningi, enda yrðu aðalatriði þeirra væntan- lega kennd þegar í barnaskól- um. Bifreiðalögin eru hinsveg- ar sérlög, sem skipta allan al- menning minna máli, og þess vegna ekki ástæða til að taka þau upp sem lið í hinni almennu umferðafræðslu. Hitt er auðvitað sjálfsagt, að semja lög þessi bæði samtímis og með hliðsjón innbyrðis, og að því er umferðalögin snertir, sem mest eftir þeim erlendum fyrirmyndum, sem eru að vinna alþjóðahefð (alþjóðlegar um- ferðareglur). Því hefir verið hreyft, i sam- bandi við setning umferðalaga, að ísland ætti nú þegar að taka upp hægri handar akstur, í stað þess að við höfum nú vinstri- handar akstur. Það er nú að vísu svo, að hægri handar akstur hefir nú verið lögleiddur í flest- um löndum heims, þ. á. m. á öllu meginlandi Evrópu, nema Sviþjóð, en þar er einnig um það rætt, að taka upp hægri akstur, og verður efalaust gert, REIMILIÐ Ilimi aukni Iiraði. Bætt lífsskilyrði, aukið hrein- læti, minni fátækt, meiri lækn- ishjálp hafa lengt mannsaldur- inn til mikilla muna. En þessa í stað er kominn til sögunnar nýr óvinur, sem fylgir í spor menn- ingarframfaranna, en það er hraðinn með öllum sínum hjálp- artækjum. Og verst verður þetta fyrst i stað, meðan hið nýja um- hverfi hefir ekki gefið lífinu tækifæri til þess að setjast til, skapa sig að hinum nýju að- stæðum — skapa menningu. Heimilin eru á valdi hraðans. Síminn, bíllinn, reiðhjólið og þá ekki sízt útvarpið, allt hefir þetta fyrst í stað tilhneygingu til upplausnar á hollu og frið- sömu heimilislífi. Hurðarskellir og opingáttir eru í ætt við menningarframfarirnar. Laus- legur lestur blaðafregna i sím- skeyta stíl, þar sem stundum verður látið sitja við fyrirsagn- irnar einar, þrengir að þung- meltara lestri blaða og tímarita, og bókalestur vex ekki í hlut- falli við aukinn bókakost. En afleiðing alls þessa er ó- kyrrð, órói, svekktar taugar og ótimabært slit, sem er að verða áþján margra manna, og áger- ist því meir, þeim mun seinna sem menn gera sér grein fyrir orsökinni. Þessvegna, góðir borgarar, einkum í bæjunum, og þá fyrst og fremst í höfuðstaðnum, hafið vakandi auga á hinum aukna hraða hverskonar svonefndra menningartækja. Gerið yður grein fyrir, að þér eruð komnir upp á ólman hest. Missið ekki á honum taumhaldið, því ef svo fer, setur hann yður ofan áður komið er á leiðarenda. Leggið áherzlu á að skapa heimilisvenj- ur, sem virkja framfarirnar á þann hátt, að leiði til hollustu- hátta og sannrar menningar. Á+B. unarstéttar, sem að vonum hefir barizt harðlega fyrir lífs- afkomu sinni, án þess að líta á það, að viðskiptamönnum' í frjálsu landi ber að hafa ákvörð- unarrétt um, hvar þeir hafa verzlunarskipti sín. Þegar litið er á skýrslu III verður lesendum ljóst, hve langt er enn í land með að samvinnumönnum sé sýnt rétt- læti í vöruskiptingunni. Árið 1938 fá sambandsfélögin um 22% af vefnaðarvörunni, 25% af búsahöldum og rúmlega 26% af byggingarvörum. Kaupmenn utan Reykjavíkur fá einir sér meiri innflutning á vefnaðar- vörum heldur en öll sambands- félögin. En í ofanálag á það fær kaupmannastétt Reykjavíkur nálega 39% af þessum eftir- sótta innflutningi. Á þessu ári byrjar „Kron“ að hafa veru- legan innflutning á vefnaðar- vöru, en um það var hörð bar- átta við hina eldri innflytjend- ur. En sú byrjun á verzlunar- frelsi til handa höfuðstaðarbú- um fékkst eingöngu í skjóli höfðatölureglunnar. Eftir á mun því tæplega verða neitað, að sá þriðj ungur landsmanna, sem býr í Reykjavík, megi þó tæplega vera gersviptur þeim ákvörðun- arrétti, að kaupa sjálfur þau fataefni, sem eiga að verja lik- ama hans fyrir hörku veður- farsins. Síðasta skýrslan, sem að framan er birt, snertir saman- burð á innflutningsleyfum 1938 til kaupmanna og sambands- kaupfélaga að viðbættum inn- flutningsleyfum til iðnaðar. Eru þar teknar tvær greinar, vefn- aðarvörur og byggingarvörur. Þar kemur í ljós, að sambands- félögin hafa orðið enn meira afskift um innflutningsleyfi, ef tekið er tillit til iðnþróunar- innar. Af skýrslu IV sést, að ef vörur til iðnaðar eru teknar með, fær Sambandið aðeins rúmlega 14% af vefnaðarvöruinnflutningi. — Kaupmenn og iðnaðarmenn ut- an Reykjavíkur fá rúmlega 20%, en kaupmenn og iðnaðarmenn í Reykjavík 61%. Kron fær 4% og hækka þannig bein áhrif Rvík- ur, sem fær með þessum hætti % af öllum innflutningnum. Sama ár fær Sambandið ekki alveg 20% af byggingarvörum og iðnvörum til bygginga. Kaup- menn utan Reykjavíkur fá ofur- lítið meira, eða 24%, en kaup- menn og iðnaðarmenn í Reykja- vík 56%. í þessari síðustu tölu, er fólginn sá beizki sannleikur, að þriðjungur þjóðarinnar, sem býr í Reykjavík, byggir fyrir meira en helming af þar til heyrandi innflutningi. Samhliða þessari þróun hefir aðalatvinnu- vegur bæjarins, útvegurinn, dregizt stórlega saman, þannig, að hinn hraðvaxandi bær fær með ári hverju meira og meira af fallegum, járnbentum, stein- húsum, og minni og minni at- vinnu, nema þá, sem byggð er á framleiðslu fólksins í dreifbýl- inu og við ströndina, þangað, sem innflutningur iðnvöru og byggingarefnis á svo erfitt með að ná. Þessi þróun hefir þau á- hrif, að höfuðstaðurinn svífur meir og meir í lausu lofti með fjárhagslega framtið. Þvi að sá staður, sem missir meir og meir sjálfstæða framleiðslu, en tekur á móti hraðvaxandi innflytj- endastraum, er sannarlega ekki vel staddur, þó að nóg sé byggt af dýrum húsum. Fyrsta úthlutun til Sambands- ins 1939 hækkar lítið eitt, en þó hvergi nærri í samræmi við höfðatöluregluna. Það bíður ó- kominna mánaða og missira, að unna þjóðinni fullkomins rétt- lætis í þessum efnum. En rök- studdar umræður um þetta mál munu þó leiða í ljós, að í barátt- unni við dýrtíðina og baráttunni fyrir að láta framleiðsluna við sjóinn bera sig, mun það verða óhj ákvæmilegt frumskilyrði, að borgarar landsins fái leyfi til aö annast sína verzlun sjálfir, ef þeir óska þess. Framh. J. J. Hraðferðir B. S. A. Alla daga nema mánudaga um Akranes og Borgarnes. — M.s. Laxfoss annast sjóleiðina. Afgreiðslan í Reykjavík á Bifreiðastöð íslands, sími 1540. Bifrciðastöfl Akoreyrar. áður en langt um líður, enda þótt tillaga um það hafi að vísu verið felld nú nýskeð á ríkis- þingi Svía. Hinsvegar hafa Eng- lendingar vinstri akstur, og má telja líklegast, að þeir breyti aldrei til í því efni. Það er eðli- legt, að lönd sem liggja sam- an, og hafa þaraf leiðandi gegn- umgangandi umferð, taki upp samskonar reglur um þetta, en um eylönd, eins og England og ísland, kemur það sjónarmið síður til greina. Eins og vðiskipt- um okkar og samgöngum við England er nú háttað, þá get ég ekki séð, að nein sérstök ástæða sé fyrir okkur að breyta til og taka upp hægri akstur, eins og sakir standa. Það kemur að sjálfsögðu til athugunar, hvort ekki er ástæða til að lögbjóða skyldutryggingar reiðhjóla gegn umferðaslysum, svo og almennar umferðatrygg- ingar. Um þau mál er mikið rætt erelndis, og að sumu leyti þegar hrundið í framkvæmd í einstökum löndum. Ég hefi bent á, að við epdur- skoðun bifreiðalaganna, sé rétt að taka út úr þeim hin almennu ákvæði um umferð. En jafn- framt ætti að taka upp þau hin helztu atriði, sem nú er að finna í reglugerðum, sem settar hafa verið samkvæmt bifreiðalögun- um. Að því leyti, sem hér er um atriði að ræða, sem hafa varan- lega þýðingu, og ekki eru sér- staklega breytingum háð, þá er ástæðulaust annað en að taka þau beint upp í lögin. Slíkt væri til mikilla þæginda fyrir alla hlutaðeigendur. Það er yfirleitt óheppilegt, og í þessu tilfelli ó- þarft, að kljúfa lagaákvæði um sama efni niður þannig, að taka sum upp i lögin, en ekki önnur í reglugerðir. Þessu þarf að breyta við endurskoðun bifreiða- laganna, en það er ekki gert í frumvarpi því, sem lagt var fyr- ir Alþingi, svo sem síðar greinir. Það er auðvitað rétt, að sníða hin nýju bifreiðalög sem mest eftir erlendum fyrirmyndum, að því er samrýma má íslenzkum staðháttum. Þetta á t. d. við um allt, sem lýtur að gerð og öryggi í útbúnaði bifreiða,en einkum þó að því er snertir skaðabóta- ákvæðin. Skaðabótaákvæðin eru, lögfræðilega séð, mjög erfið við- fangs. Menn eru að vísu sam- mála um, að leggja ríkari skaða- bótaskyldu á bifreiðar, en vera myndi samkvæmt almennum reglum. En um það, hve langt skuli ganga í þeim efnum, kem- ur mönnum ekki saman. Mörg lönd, t. d. Norðurlönd, hafa tek- ið upp slysatrygging bifreiða gegn slysum, en skaðabótaá- byrgðin er að öðru leyti mis- jafnlega rík í þessum löndum, t. d. ganga norsk lög þar miklu lengra en dönsk og sænsk (og íslenzk). Er nú unnið að því, m. a. vegna endurtrygginganna, að samræma skaðabótareglur hinna ýmsu landa, t. d. Norður- landaríkjanna. Verða þau mál rædd á ráðstefnunni í Stokk- hólmi, sem áður getur, og sömu- leiðis á hinu norræna lögræð- ingamóti sem haldið verður á íslandi næsta sumar. í frumvarpi því til ■ bifreiða- (Fravih. á 4. síðu) Franitíð byggingar- samvinnufélaga. (Framh. af 2. slðu) upp, er þörfinni fyrir slika bú- staði vitanlega ekki fullnægt. í Byggingarsamvinnufélagi Rvík- ur einu eru nú 283 félagsmenn, en af þeim hafa ekki nema 43 fengið íbúð. Það er því gefið mál, að mikil þörf er á að félagið geti haldið áfram að starfa. Byggingarfélög alþýðu njóta mikils styrks frá því opinbera, sem þeim er tryggður með lög- um, þannig, að bæjarfélög og ríki leggja árlega 4 krónur fyrir hvern íbúa bæjanna, í bygging- arsjóð, sem síðan er lánaður út til bygginga verkamannabú- staða. Auk þessa hefir ríkis- stjórnin nú beitt sér fyrir því að útvega allmikil lán (300 þús. kr.) frá sjóðum, sem ríkið ræður yfir, til byggingarfélaga alþýðu. En hverrar aðstoðar mega bygg- ingarsamvinnufélögin vænta, sem jafnmikinn rétt ættu að eiga á aðstoð ríkisstjórnarinn- ar? Á þessum tímum gjaldeyris- örðugleikanna er það eðlilegt og sjálfsagt, að beina gjaldeyr- inum þangað, sem hann verður að mestum notum. Það er gefið mál, að árlega þarf að flytja nokkuð inn af erlendu bygging- arefni, en það efni þarf að nota þannig “að það komi sem flest um landsmönnum að notum. Með því að beina byggingarefn- inu í verkamanna- og sam- vinnubústaði, er mest trygging fyrir því, að sá gjaldeyrir, sem til byggingarefnis er ætlaður, verði flestum að gagni. Með því móti verður byggt yfir flestar fjölskyldur og fyrir minnst fé. Ráðið til þess að nota sem bezt þann gjaldeyri, sem þarf að nota fyrir erlent byggingarefni er því að stuðla að því, að bygg- ingarfélög verkamanna og sam- vinnumanna geti haldið áfram að starfa. Það virðist ekki ó- sanngjarnt, eða til of mikils ætlazt þótt ríkisstjórnin vildi nota heimildina um ríkisábyrgð fyrir byggingarsamvinnufélögin og stuðla að lánveitingu úr ein hverjum af þeim sjóðum, sem ríkið ræður yfir. Ef ríkisstjórnin vill ekkert slíkt gera fyrir bygg- ingarsamvinnufélögin, er bein- línis brugðið fæti fyrir þau og lögin um byggingarsamvinnufé- lög gerð að dauðum bókstaf og gjörsamlega þýðingarlaus. — Þannig má ekki eyðileggja á- gæta hugmynd og nauðsynlegan og þýðingarmikinn félagsskap. Guðl. Rósinkranz. Baulu-mjólk Samkvæmt ákvörðun Mjólkursölunefndar tekur Mjólk- ursamsalan í Reykjavík að sér heildsölu á „Baulu-mjólk“ frá 15. þ. m. Frá sama tíma fellur niður umboð Sambands ísl. sam- vinnufélaga og Ó. Johnson & Kaaber h. f. fyrir þessari vöru. Verzlamr og utgerðarmeim! Athugið, að hér eftir verða heildsölubirgðir „Baulu- mjólkur“ hjá Mjólkursamsölunni, Reykjavík. Kaupfélag Borgflrðinga. Mest og fyrir krónuna með því nota . þvotta- duftið Perla 8MJOB frá Mjólkursamlagi EySírdínga fyrirligyjandi í *|2 kg. pökkum Samband ísl. samvínnuíélaga Sími 1080. 92 William McLeod Raine: Flóttamaðurinn frá Texas 89 spurði Macmillan hreinskilnislega. — Hann hlýtur að vera velgefinn maður, eftir lýsingunna að dæma, og myndi áreiðanlega ganga vel í einhverju heið- arlegu starfi. Ég skil, að skríll úr borg- unum, sem ekki er alinn upp í neinu vel- sæmi, geti framið slíka hluti, en ef þessi Barnett er líkur lýsingunni, sem gefin var á honum-------- — Það er óvíst að hann sé það, sagði Taylor og brosti háðslega, eins og hann var vanur. — Við verðum nú að reikna með ýkjum. Maðurinn, sem við hlustuð- um áðan á, er áreiðanlega hrifinn af að heyra sína eigin rödd. — Ég á mynd af Barnett á skrifstofu minni, sagði Walsh og horfði fast á Taylor. Það er að vísu ekki góð mynd, en þó nógu góð til þess, að ég hef séð að hann er snotur maður. Hann minnir mig á þig Taylor, þó að þetta séu nú tvíræð hrósyrði. — Þá skil ég ekki hversvegna slíkur maður varpar frá sér öllum tækifærum og fremur annað eins og þetta, sagði Jane undrandi. — Það er alltaf gaman að athuga af hvaða ástæðum menn gerast glæpamenn, sagði sýslumaðurinn. — Við höfum átt fjölda glæpamanna hér vesturfrá, sem virðast hafa orðið það af eintómri þver- úð. Þeir höfðu svipaða hæfileika og góð- varð undarlega við, hver taug í líkama hans þandist og hver vöðvi varð stæltur. Hann gætti sín samt svo vel að á honum varð ekki séð og hann leit ekki upp úr bókinni, sem hann var að lesa. Röddin í útvarpinu hélt áfram: — Foringi ræningjanna, Webb Bar- nett, særðist í árásinni við bankann. Hann var eltur um þrjú fylki, en slapp undan lögreglumönnunum, með því að villa þeim sýn hvað eftir annað. Þegar síðast sást til hans, var hann í Wyoming og hélt hratt í áttina til landamæranna. Menn halda að hann muni nú vera kom- inn yfir landamæri Canada. Það var ekki lengur aðeins einn i dag- stofunni, sem fylgdist með því, sem sagt var, nú voru þau orðin þrjú, sem hlust- uðu með athygli. Steve Walsh sat hreif- ingarlaus við borðið og hélt ennþá á spili í hendinni. Molly starði með opn- um munni, og undarlegar tilfinningar gerðu vart við sig hjá henni. Webb Bar- nett! Stafirnir í hattinum voru W. B. Hún hlustaði aftur eftir röddinni í útvarpinu: -------lýsa honum, vegna löggæzlu- manna þar norður frá, er kynnu að hlusta. Þessi illræmdi ræningi, Webb Barnett, er 28 ára gamall, og vegur um hundrað sjötíu og fimm pund. Hann er mjög sterkur og vel skapaður, sem grískt

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.