Tíminn - 20.06.1939, Blaðsíða 1

Tíminn - 20.06.1939, Blaðsíða 1
RITSTJÓRAR: GÍSLI GUÐMUNDSSON (ábm.) ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR: JÓNAS JÓNSSON. ÚTOEFANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. RITSTJÓRNARSKRIFSTOFUR : EDDUHÚSI, Llndargötu 1D. SÍMAR: 4373 og 2353. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 1 d. Slmi 2323. PRENTSMIÐJAN EDDA h. í. Símar 3948 og 3720. 23. árg. Reykjavík, þriðjudaginn 20. jání 1939 70. blað Ávarp til íslenzkrar æsku írá aðalfundi stjórnar S.U.F. á Akureyri 11.—17. júní 1939 íslenzka þjóðin hefir alltaf unnað frelsi og mannrétt- indum. Það gerðu fyrstu landnemarnir og síðan beztu menn vorir. Allur frami og allir sigrar íslendinga hafa líka fyrst og fremst verið tengdir þessu tvennu. Nú blasir við sérstakt viðhorf í sjálfstæðisbaráttu þjóðar vorrar. Á næstu árum höfum vér aðstöðu til að ná síðasta áfanganum í hinni stjórnarfarslegu sjálf- stæðisbaráttu vorri. Þar eigum vér að keppa að því að vinna oss fullan rétt, í samræmi við sögulega reynslu vora og baráttuna fyrir sjálfstæði íslands. Kunnugt er, að ýmsir eru þeirrar skoðunar, að réttast sé að vera í sambandinu við Dani áfram. Að vorri hyggju kemur slíkt eigi til mála. Vegna viðskipta vorra við aðrar þjóðir, er það tvímælalaust tjón, að hafa ekki öll utan- ríkismálin í vorum höndum. Jafnréttisákvæði sambands- laganna eru ekki aðeins fullkomlega óviðunandi fyrir þjóð, sem telur sig sjálfstæða, heldur beinlínis hættuleg. Af þessum ástæðum og mörgum fleiri teljum vér að nota beri uppsagnarákvæði sambandslaganna og hafa ekki í framtíðinni nánara stjórnarfarslegt samband við Danmörku heldur en önnur ríki. Áhugaleysi hefir ríkt undanfarið um lausn sam- bandsmálsins. Virðist ekki seinna vænna að hefjast handa, þar sem mikill meirihluti þjóðarinnar verður að greiða atkvæði með sambandsslitum og vafasamt hvort slíkur árangur næst, ef ekki er vakinn áhugi og fullur skilningur á málinu. Vér teljum það skyldu æskunn- ar, að gera sitt ítrasta til þess, að farsællega takist sókn- in að þessu langþráða marki hinnar stjórnarfarslegu sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. Jafnframt því, sem unnið er að þessari lausn sam- bandsmálisins, álítum vér engu síður þýðingarmikið að tryggja sjálfstæði íslands í framtíðinni. Verður slíkt bezt gert með því að skapa þróttmikla menningu og at- hafnalíf í landinu, forðast söfnun eyðsluskulda erlendis og verjast öfgastefnum, sem að meira eða minna leyti vilja koma þjóðinni undir útlend yfirráð. Er nauðsyn- iegt, að allir þegnar þjóðfélagsins — og þó sérstaklega yngri kynslóðin — geri sér ljóst, hver skylda hvílir á þeim í þessum efnum. Sérhver vinnufær maður verður að vinna, framleiðslustörfin eiga að skipa öndvegi í atvinnu- lífi þjóðarinnar og ríka áherzlu ber að leggja á aukið sjálfsnám og eflingu heimilismenningarinnar. Eins og frelsið reynist þjóðunum bezt til vaxtar og þroska, þannig gegnir hinu sama um einstaklinga þjóð- félagsins. Fyrir því viljum vér vernda og efla þingræðið í landinu, auka samvinnu í atvinnurekstri og verzlun og skapa möguleika til þess, að allir geti verið bjargálna. Með þessu teljum vér bezt að því unnið, að einstakling- arnir hafi skilyrði til menningarlegs þroska og fjárhags- legs sjálfstæðis, án þess að gengið sé á hlut annarra. Vér teljum meginverkefni íslenzkrar æsku að berjast fyrir framkvæmd þessara hugsjóna. Hún á ekki aðeins að standa vel á verði gegn byltinga- og afturhaldsöflum, til þess að vernda það, sem unnizt hefir. Hún þarf að halda baráttunni áfram, stíga til fulls síðasta skrefið í stjórnarfarslegri sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar, treysta og efla fullveldi hennar og auka frelsi og réttindi þegn- anna í landinu. Vér skorum á íslenzka æsku, að reynast trú hugsjón frelsisins og vinna ótrautt í þágu hennar. Vér vitum, að það leggur henni auknar skyldur og erfiði á herðar, en erum jafn sannfærðir um það, að árangurinn muni koma fram í glæsilegum verkum, bættum lífskjörum og auknum manndómi þjóðarinnar á komandi tímum. Afsfaða íundaríns tíl þjóðstjórnarínnar Aðalfundur stjórnar S. U. F., haldinn á Akureyri dagana 11.—17. júní, telur að rétt hafi verið af miðstjórn og þingmönn- um Framsóknarflokksins, að gangast fyrir myndun þjóðstjórnar á síðastliðnu vori, sökum ýmissa aðkallandi vandamála, sem lík- ur eru til að flokkarnir geti leyst í sameiningu og þannig kom- izt hjá óþörfum deilum um lausn þeirra. Einnig var nauðsynlegt að draga úr innanlandsdeilum, sökum yfirvofandi stríðshættu. Væntir fundurinn, að stjórninni megi vel takast að leysa þau verkefni, sem henni eru ætluð, og leggur sérstaka áherzlu á, að hún beiti sér fyrir undirbúningi að þeirri lausn sambandsmáls- ins, sem gerð er grein fyrir í ávarpi fundarins. Framsóknarrnenn við Eyjafjörð héldu héraðsmót að Hrafnagili sunnudaginn 11. júní. Héraðsmótið var afar fjöl- mennt. Auk Eyfirðinga og Akureyringa, sótti það fólk af Siglufirði, úr Þingeyjarsýslum og víðar að. Hér á mynd- inni sést Eysteinn Jónsson viðskiptamálaráðherra halda rœðu yfir 1200—1400 manns. Bak við rœðustólinn og mannfjöldann er trjáreitur, sem Ungmennafélag Hrafnagilshrepps hefir komið upp. f baksýn eru fjöllin aústan Eyjafjarðarbyggðarinnar, gegnt Hrafnagili. Fulltrúum á aðalfundi S. U. F. var boðið á mótið. Aðalfundur stjórnar S. U. F. á Akureyrí Fundurínn samþykktí ávarp til íslenzkrar æsku og margar ályktanír, bæði um sér- mál S. U. F. og almenn mál Aðalfundur stjórnar Sam- bands ungra Framsóknar- manna var haldinn að Ak- ureyri dagana 11.—17. þ. m. Stjórn S. U. F. er þannig skipuð, að í henni eiga sæti einn maður úr hverri sýslu og kaup- stað, þar sem starfandi eru sam- tök ungra Framsóknarmanna, auk fimm manna aðalstjórnar í Reykjavík. í stjórninni eiga því sæti nú 28 manns alls. Vara- menn eru jafnmargir. í lögum S. U. F. er svo fyrir mælt, að aðalfur.d stjórnar skuli halda einu sinni á ári. Tekur hann allar meiriháttar ákvarðanir um störf og stefnu S. U. F. milli þinga, sem haldin eru með fárra ára fresti. Á milli aðalfunda annast aðalstjórnin í Reykjavík framkvæmdir S. U. F. Á fundinum á Akureyri voru 20 stjórnarmenn mættir og voru nokkrir þeirra varamenn, því aðalmenn gátu ekki mætt. Fara nöfn þeirra stjórnarmanna, er sátu þingið, hér á eftir: Haukur Jörundsson, Hvann- eyri, Borgarfjarðarsýslu. Leifur Finnbogason, Hitar- dal, Mýrasýslu. Daníel Ágústinusson, Stykkis- hólmi, Snæfellsnessýslu. Jón Emil Guðjónsson, Kýr- unnarstöðum, Dalasýslu. Grímur Arnórsson, Tindum, Barðastrandarsýslu. Jakob Frímannsson kaupfélagsstjóri mœlir fyrir minni Eyjafjarðarhéraðs á vormóti Framsóknarmanna að Hrafnagíli. Ásgeir Höskuldsson, Tungu, Norður-ísaf j arðarsýslu. Ingólfur Jónsson, Prests- bakka, Strandasýslu. Magnús Gíslason, Eyhildar- holti, Skagafjarðarsýslu. Þorsteinn H. Hannesson, Siglufirði. Jóhann Valdimarsson, Möðru- völlum, Eyjafjarðarsýslu. Ásgeir H. Ásgeirs, Akureyri. Kristján Karlsson, Húsavík, Suður-Þingeyjarsýslu. Sigurður Björnsson, Grjót- nesi, Norður-Þingeyjarsýslu. Bjarni G. Magnússon, Vest- mannaeyjum. Snæfellingar og Dalamenn, sem þátt taka í bændaförinnl, gistu að Laugar- vatni í fyrrinótt. Var í gær haldið um Ámess- og Rangárvallasýslur og meðal annars skoðuð kornyrkjan að Sáms- stoðum og haldið niður í Safamýri og Þykkvabæ. Búnaðarfélags íslands bauð til hádegisverðar að Múlakoti, Búnaðarsamband íslands veitti kaffi að Þjórsárbrú og Kaupfélag Árnesinga gaf kvöldverð að Þrastalundl. Var gist þar í nótt. í dag er siðasti dagur bændafararinnar. Átti að skoða Flóa- áveituna árdegis og garðyrkjuskólann í Ölfusi. Kvenfélögin í Árnessýslu veita kaffi í Tryggvaskála. Síðdegis í dag verður haldið heim. t t t 26 Vatnsdælingar heimsóttu bændur í Reykholtsdal og Hálsasveit um næstsíðustu helgi í boði sunnanmanna. Voru það gangnamenn og bændur, sem upprekstrarland eiga í Grimstungu- heiði, og konur þeirra. Smala gangna- menn úr þessum byggðum Fljótsdrög og Arnarvatnsheiði saman á hverju hausti og rétta við Réttarvatn og draga þar sundur féð. Borgflrðingar komu til móts við Vatnsdæli að Kláffoss- brú á laugardag og fóru með gesti sína fram að Húsafelli. Á sunnudag var efnt til gildis í ungmennafélags- húsi Reykdæla. Er norðanmenn héldu heim á leið, fylgdu Borgfirðingar þeim að sýslumörkum, Hvitá hjá Kláffoss- brú. í fyrra heimsóttu nokkrir Borg- firðingar Vatnsdæll. Ingimar Sigurðsson, Fagra- hvammi, Árnessýslu. Egill Bjarnason, Reykjavík. Guðmundur Hjálmarsson, Reykjavík. Jón Helgason, Reykjavík. Valdimar Jóhannsson, Reykja- vík. Þórarinn Þórarinsson, Reykja- vík. í fjarvistum Ingimars Sigurðs- sonar gegndi Stefán Jasonarson, Vorsabæ í Flóa nefndarstörfum i hans stað. Um 20 ungir menn úr Skaga- firði, Eyjafirði og Þingeyj- arsýslum, sóttu fundinn sem gestir, auk allmargra félags- manna F. U. F. á Akureyri. Jónas Jónsson og Eysteinn Jónsson komu á fundinn og flutu sína ræðuna hvor. Aðalverkefni fundarins voru (Framli. á 4. síðu) Sýslunefndarfundur Austur-Barð- strendinga var haldinn 30.apríl til 2. maí. Meðal annars voru lögð fyrir fundinn bréf frá formanni skólanefnd- ar í Reykhólasveit og formanni Ung- mennasambands Norður-Breiðfirð- inga. Var í bréfum þessum farið þess á leit við sýslunefndina, að hún legði að mörkum þúsund krónur í skóla- sjóð, er ungmennasambandið hefir stofnað. Er hugmyndin sú, að þessum sjóði verði fyrst og fremst varið til þess að byggja héraðsskóla að Reyk- hólum. Yrði hann með nokkuð öðru fyrirkomulagi en hinir alþýðuskól- arnlr og fyrst og fremst vinnuskóli. Sýslunefndarfundurinn samþykkti að fresta ákvörðunum um þetta mál. Skal undirbúa það betur fyrir næsta fund og taka það þá fyrir að nýju. t t t Jónas Þór, verksmiðjustjóri á Akur- eyri, hefir um þriggja ára skeið feng- izt dálítið við býflugnarækt. Mun hann eini maðurinn hér á landi, sem lagt hefir stund á slíkt. Jónas hefir komið þremur kössum, sem hann hefir bý- flugurnar i, fyrir í skrúðgarði við hús sitt. Sem stendur eru býflugur aðeins í einum kassanum, 30.000—40.000 tals- ins. Að sumrinu safna býflugurnar hunangi. Fljúga þær víða vegu, jafn- vel marga kílómetra, í hunangsleit. Geta flugurnar alls til samans, safnað um tveim kílógrömmum hunangs á dag, þegar bezt gegnir. Að stærð eru býflugurnar ámóta og maðkaflugur, þó heldur minni, og gulbrúnar að lit. Nokkrar ályktanír aðalfundar stjórnar S. U. F.1939 Þefinshylduvinna. ASalfundur stjórnar S. U. F. haldinn á Akureyri dagana 11.— 17. júní, telur að athuga beri hið fyrsta, hvort ekki sé rétt að lög- leiöa almenna þegnskylduvinnu, sem hagað yrði í .aðalatriðum á þessa leið: Að allir vinnufærir karlmenn á aldrinum 16—20 ára ynnu minnst 1—2 mánuði endur- gjaldslaust að undirbúningi að ræktun Iandsins, skógrækt, vegagerð, hafnargerð, íþrótta- vallagerð, leikvallagerð og öðr- um þjóðnýtum störfum. Þeim, sem þegnskylduvinnu inna af hendi, yrði séð fyrir fæði, verk- færum og e. t. v. fleiri nauðsynj- um meðan vinnan stendur yfir. Launamál. Aðalfundur stjórnar S. U. F., haldinn á Akureyri dagana 11.— 17. júní 1939, lítur svo á, að nauðsyn beri til þess að ný launalög verði samin hið bráð- asta. Lög þessi nái til starfs- manna ríkisins, allra ríkisstofn- ana, bankanna og fyrirtækja, sem njóta ríkisstyrks. Fundurinn telur að í launa- málum beri að leggja áherzlu á eftirfarandi: Að koma á því fyrirkomulagi í launagreiðslum, að öll laun verði færð til fyllsta samræmis við kjör framleiðslustéttanna og taki breytingum eftir því, sem framleiðsluvörurnar hækka og lækka í verði. Telur fundurinn, að á þennan hátt verði fundinn réttlátur og eðlilegur grundvöll- ur fyrir launagreiðslum. Að setja ákvæði um það, að maður, sem hefir full laun hjá því opinbera, megi ekki hafa launuð aukastörf, er ætla mætti að kæmi í bága við aðalstarf hans. Að gætt verði fyllsta sparnað- ar í launagreiðslum og lögð áherzla á, að útrýma óhæfilega háum launum, ekki eingöngu hjá því opinbera, heldur einnig í einkarekstri landsmanna með sköttum á háum launum og öðr- um hliðstæðum ráðstöfunum. Að unnið verði eftir megni að fækkun starfsmanna hjá ríkinu og stofnunum þess og að yfirleitt verði hætt að skipa launaðar nefndir. Að ákveðið verði, að ráðherra- launin verði hæstu launin, sem greidd eru af ríkinu og þeim fyrirtækjum, sem launalög ná til. Bœndadagur. Aðalfundur stjórnar S. U. F. 1939 telur æskilegt, að komið verði á almennum bændadegi í sveitum. Verði það 24. júní (jónsmessudagur) og skulu haldin bændamót í öllum hér- uðum landsins þann dag ár hvert. Felur fundurinn aðal- stjóm sambandsins að skrifa um málið til Búnaðarfélags íslands, þar sem heppilegast mun að það beitist fyrir framkvæmd þess. Kaupfélöfiin. Aðalfundur stjórnar S. U. F. 1939 hvetur alla unga Fram- sóknarmenn til að fylkja sér um kaupfélögin og vinna ötullega að útbreiðslu þeirra. Shófirwkt. Aðalfundur stjórnar S. U. F. 1939 skorar á öll félög sam- bandsins að styðja af alefli að skógræktarstarfi á félagssvæð- unum. Jafnframt skorar fundur- inn á þingflokk Framsóknar- manna að beitast fyrir því, að sett verði löggjöf um aukna skógræktarstarfsemi í landinu. Meðal annars verði í þeirri löggjöf ákvæði, sem ýta undir trjáræktun við hús og býli, (Framh. á 4. síðu) A KKOSSG0TUM Bændaför Snæfellinga og Dalamanna. — Heim- sóknir gangnamanna. — Skólamál Austur-Barð- strendinga. — Býflugnarækt. -

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.