Tíminn - 20.06.1939, Blaðsíða 2
278
TfMEViy, |>rið juclaginii 20. jiiní 1939
70. blað
Frjáli verzlnn
NIÐXJRLAG.
XIII.
Vel má vera að einhverjum
lesendum þyki það furðu sæta
að þörf kaupfélaganna til inn-
flutnings skuli stöðugt aukast.
Ber þar á tvennt að líta. Ann-
arsvegar þær takmarkanir, sem
sambandsfélögin gerðu á inn-
flutningi 1931 og fyrstu kreppu-
árin þar á eftir, og á hinn bóg-
inn sú eftirsókn, sem hlýtur að
myndast undir skörpum inn-
flutningstakmörkunum, sem ó-
hjákvæmilega leiða af sér ó-
eðlilega hátt vöruverð hjá
mörgum einstökum kaupmönn-
um.
Eins og fyrr er á drepið, vann
stjórn Sambandsins og á-
hrifamenn í sambandsdeild-
unum að því að bjarga fjárhag
félagsmanna með stórfelldum
sparnaði, þegar verðhrunið
skall á 1931. Ef til vill hafa sum-
ir kaupmenn gert þetta líka, þó
að ég viti ekki til þess. Hitt mun
þó hafa verið almenna reglan,
að kaupmenn töldu sér nauð-
synlegt, vegna lífsafkomu sinn-
ar að flytja vörur til landsins,
án tillits til þess, hvort lands-
þurfa skólarnir að koma til
hjálpar. í barnaskólunum þarf
að vinna að hugarfarsbreyting-
unni, auka og sníða vinnu-
kennslu i samræmi við hinn
nýja sið. Unglingaskólarnir
hafa þegar stigið spor í rétta
átt, en allir skólar þurfa að
leggjast á eitt. Fjárveitinga-
nefnd hefir þegar hugsað sér að
búa svo um, að stúdentar ræsti
sjálfir hina veglegu nýju há-
skólabyggingu. Það mundi spara
ríkinu 15—20 þús. í peningum
árlega, en það mundi þó verða
enn verðmætara sem áhrifarík
fyrirmynd þess sem koma skal,
um verkaskipting karla og
kvenna.
Loks er í þessu efni mikils að
vænta af hitaveitunni. Hún
verður mikill léttir fyrir heim-
ilisstörfin í höfuðstaðnum, en
hún verður dýr fyrst í stað. En
hvorutveggja á að hjálpa til að
draga úr hinni óbilgjörnu sam-
keppni um vinunafl heimasæt-
unnar úr sveitinni. Einnig
mættu menn hugsa til þeirrar
hliðar á þessu vandamáli, sem
snýr að mannfjölgun framtíð-
arinnar, þegar konur eru orðnar
þrem þúsundum fleiri en karl-
menn á giftingarmarkaðinum í
litlum bæ.
Og loks hafa svo hjálpartækin
sem þegar eru fyrir hendi og
hið kostnaðarsama þjónustu-
kvennahald kaupstaðahúsfreyj-
unnar svift hana tækifærinu —
að geta kennt dóttur sinni að
vinna! G. M.
menn höfðu greiðslumögu-
leika til að lúka þeim skuldum.
Á þessum árum hrapaði verðið á
fiski og kjöti erlendis niður úr
öllu valdi. Innieignir bankanna
þrutu á svipstundu og stórskuld-
ir komu í staðinn. Mikið af þeim
erlendu viðskiptaskuldum, er
þá mynduðust, lentu síðan á
ríkinu í föstu láni, sem hvílir á
seinni kynslóðum.
Eftir að samvinnumenn höfðu
sýnt í verki, að þeir vildu miða
innkaup frá útlöndum við
greiðslumöguleikana, en sáu að
kaupmannastéttin breytti ekki
um verzlunarmáta, lögðu for-
ráðamenn Sambandsins lóð á
vogarskálina með forráðamönn-
um þjóðbankans og kom á inn-
flutningstakmörkunum haustið
1931 og hafa þær staðið síðan.
Forsvarsmenn kaupmanna
töldu, að úr því byrjað væri að
takmarka innflutninginn, þá
yrði að leggja til grundvallar
innflutning undangenginna
missira. En það var einmitt sá
tími, þegar kaupfélögin höfðu
með miklum manndómi, lagt á
sig og sína menn stórkostlegan
sparnað til að mæta sameigin-
legri þörf landsmanna um gæti-
leg innkaup erlendis.. Ég játa
að vísu, að það var eðlilegt her-
bragð frá hálfu málsvara kaup-
manna, að beita þessari mál-
færslumanns röksemd. En í eðli
sínu var óréttur sá, sem sam-
vinnufélögunum var ger því til-
finnanlegri. Það átti að hegna
samvinnumönnum fyrir auð-
sýndan þegnskap þegar þjóðin
var í miklum vanda. Og það átti
að verðlauna varanlega þá inn-
flytjendur þjóðarinnar, sem
metið höfðu augnabliks afkomu
sína meira en velferð þjóðar-
innar. Það átti að verðlauna þá
menn, sem myndað höfðu, vegna
sinna þarfa, lausaskuldir er-
lendis, sem síðar urðu að var-
anlegum ríkisskuldum.
En niðurstaðan af þessum á-
tökum varð samt sú, fyrstu árin
eftir að innflutningshöftin voru
lögð á, að kaupfélögin voru mjög
afskipt um innflutning á vefn-
aðarvörum, búsáhöldum og
byggingarefni.
Ef málsvarar kaupmanna
hefðu fengið vilja sínum fram-
gengt, myndi vöruskiptingin
hafa verið fastsett með kín-
verskum óheiðarleika á grund-
velli þeirra missira, fyrst í
kreppunni, þegar innflutningur
kaupfélaganna var allra lægst-
ur. Eftir það hefði engin breyt-
ing verið möguleg meðan krepp-
an stóð. Unga fólkið, sem óx
upp í landinu, gat ekki byrjað
að taka þátt í verzlun til eigin
þarfa. Verzlunin var þá bundin
með nokkrum hætti, eins og þeg-
ar danska stjórnin leigði til-
teknum mönnum hafnir íslands
og alla verzlun fólksins í næstu
héruðum.
Undir þessum skorðum hefðu
kaupfélögin tapað nálega öllu
gildi til að hafa hemil á almennu
verðlagi í landinu. Utan við fé-
lögin hefði dýrtíðin aukizt, en
sjálf félögin búið að sínu eins og
nokkurskonar höfuðerfingjar
hins síðasta verzlunarfrelsis í
landinu.
Kenningin um höfðatöluregl-
una var svar samvinnumanna
við hinni ósanngjörnu kröfu um
að þau skyldu jafnan búa við
innflutning hins sjálfskapaða
öldudals fyrstu kreppuáranna.
Höfðatölureglan tryggði hinum
eldri samvinnumönnum réttlæti
um innflutning í framtíðinni, þó
að þeir hefðu eitt sinn á örðug-
um tíma framkvæmt óvenju-
legar neyðarráðstafanir til
sparnaðar. Og auk þess gerði
höfðatölureglan, ef hún var
framkvæmd réttlátlega, kleift
fyrir félögin að hafa almenn á-
hrif á verðlagninguna í landinu.
5ftir að Kron hafði fengið all-
mikla félagsmannatölu og mikla
verzlun með matvöru, og nokkra
verzlun með vefnaðarvöru og
búsáhöld, lækkuðu kaupmenn í
Reykjavík verðlag á venjuleg-
um nauðsynjavörum. Þessi verð-
lækkun var eingöngu að þakka
byrjunarnotkun höfðatöluregl-
unnar. í hinni sívaxandi, al-
mennu dýrtíð 1 Reykjavík er
þessi verðlækkun eins og gras-
ey í miðri sandeyðimörkinni.
Atvinnurekendur bæj arins
fengu þar þann eina létti utan
frá, sem þeim hefir verið veittur
í mörg ár.
Það er fullkomlega eðlilegt og
mannlegt, að hin geysifjölmenna
kaupmannastétt vilji í lengstu
lög halda í alla þá atvinnu, sem
unnt er að hafa af milliliða-
starfseminni. En mitt í sjálfs-
vörn þeirra í málinu, mega þeir
ekki gleyma því, að allir at-
vinnurekendur landsins, og allir
launþegar hafa líka hagsmuna
að gæta, fyrir sig og sína. Og
sú landamerkjalína, sem örugg-
ust er og réttlátust í þessu máli
er sú, að borgarar landsins séu
frjálsir að ráða fram úr því,
hvort þeir vilja verzla við kaup-
menn eða kaupfélög. En til að
ná því takmarki, verður að fylgja
höfðatölureglunni, ekki aðeins
sem hugsjón heldur í verki.
XIV.
Fyrir nokkrum mánuðum
byrjuðu nokkrir verzlunarmenn
að gefa út snoturt tímarit, sem
þeir kalla „Frjáls verzlun", án
þess að sjáanlegt sé að þeim sé
ljóst, hvert er hið eina svið
frjálsrar verzlunar, eins og nú
er háttað atvinnulífi lands-
manna. Þeir sem skrifa í þetta
blað, sýnast ekki gera sér Ijóst,
að ísland seldi 1920 vörur til
Spánar fyrir 20 miljónir króna
Guðbrandur Magnússon:
^ímmn
Þrt&judaginn 20. jnttt.
Skólalaus þjóð
í þúsund ár
Að vonum hlaut það að koma
upplýstum aðkomumönnum
spanskt fyrir á öldinni sem leið,
að rekast á þúsund ára gamla
menningarþjóð á einangraðri
eyju norður undir íshafi, sem
lifað hafði við einhæfa atvinnu-
háttu, um aldaraðir undirokuð
og fjárhagslega mergsogin og að
kalla skólalausa í þokkabót.
Skýringin á þessu einkenni-
lega fyrirbrigði hefir verið þökk-
uð vel mönnuðum landnáms-
mönnum, merkilegum bók-
menntum á móðurmáli þjóðar-
innar þegar frá fyrstu öldum
hennar, og svo uppeldisáhrifum
aðalatvinnunnar, sem stunduð
var. í einu orði hefir þetta
verið kölluð íslenzk heimilis-
menning.
En mundi það hafa verið at-
hugað sem skyldi, hvern þátt
konan hefir átt í þessari andlegu
afkomu þjóðarinnar.
Sveitakonan var allt í senn
móðir, húsmóðir, hjúkrunar-
kona og kennari. Hún ól börn-
in, sagði fyrir verkum og oft
einnig utanhúss, þegar bóndinn
var fjarvistum, réði matargerð
og kenndi hana, stóð fyrir tó-
skap, saumum, vefnaði og öðrum
hannyrðum, og kenndi þeim sem
yngri voru. Bæri sjúkdóm að
höndum, kom Jöngum til hennar
kasta og loks mun fyrst og
fremst hún hafa orðið að sjá
barnafræðslunni borgið.
Glöggir menn, sem ferðast um
byggðirnar, þykjast enn í dag
sjá mun á því, hve sveitakonan
yfirleitt beri hærra uppi sinn
verkahring en sveitabóndinn.
Þegar komið er á bæinn, er hlið-
grind oft í lamasessi, blautar
traðir, óhreinar stéttar, sléttu-
vélin úti undir berum himni,
þótt hún það árið sé löngu hætt
að gera sitt gagn, svo nefnd séu
dæmi. En þegar í bæinn er geng-
ið, skiptir um. Þá verður lang-
oftast ekki að fundið, miðað við
aðstæður og oft mæta mönnum
þá híbýlahættir, sem spegla
mikinn manndóm og menning-
arbrag. Aðalkennari þjóðarinnar
í þúsund ár, er enn á bænum,
— en vantar aðeins nemend-
urna! Hún er nú einyrki, og býr
við hlutskipti, sem dóttur henn-
ar hugnast ekki, miðað við úr-
ræði, sem hún á völ.
Ef til vill mundu menn sætta
sig við það sem orðið er i þessum
efnum, og treysta á hinar mörgu
nýju skólastofnanir, ef þetta
ekki jafnframt leiddi til auðnar
fyrir landbúnaðinn sem at-
vinnuveg. En hvorttveggja er,
að hlutskipti sveitakonunnar er
orðið slíkt ok, að hún fær ekki
til lengdar undir risið, og þjóð-
félagið allt á henni þá þakkar-
skuld að gjalda, að hér verður
að snúast hart við.
Þegar í stað þarf að breyta
verkaskiptingu þeirri, sem hér
er með konum og körlum, og þá
bæði í byggðum og í borgum.
Karlmenn í sveitum verða að
taka á sig meira af heimilis-
störfum, þeir verða að mjólka,
bera inn allan eldivið, og hjálpa
til við þvotta og ræstingu, svo
sem föng eru á.
En karlmenn í bæjum verða
einnig að taka á sig það mikið
af störfum sinnar húsfreyju,
að ekki þurfi aðkeypta þjón-
ustustúlku á þeirra heimili. Og
er þetta ef til vill sú aðgerðin,
sem mest er aðkallandi. Síðar
geta kaupstaðahjónin varið
vinnukonukaupinu í aðkaup á
hjálpartækjum, á borð við það
sem bezt tíðkast í öðrum lönd-
um. Kæmi til athugunar, að
þjóðfélagið setti upp einskonar
viðtækjaverzlun, það er heim-
ilaði gjaldeyri handa því fólki,
sem skuldbindi sig til að skipta
á þjónustustúlku og t. d. þvotta-
vél, ryksugu eða hrærivél, og
yrðu tækin þá útveguð með
kostnaðarverði, og yrðu þá með
því móti ódýrari en í öðrum
löndum, líkt og viðtækin.
En Róm var ekki byggð á
einni nóttu. Til þess að koma á
þeirri lífsvenjubreytingu, sem
hér er um að ræða, þá þarf
fyrst og fremst almennar um-
ræður um málið, í blöðum, i út-
varpi og á mannfundum. Síðan
Rányrkjuþjóð
i.
ísland var viði vaxið milli
fjalls og fjöru í byrjun land-
námsaldar.
Hvernig er þetta í dag?
Landið er svo nakið og bert,
að jafnvel Ari fróði, faðir ís-
lenzkrar sagnaritunar, hefir af
íslendingum 20. aldarinnar ver-
ið grunaður um að segja þetta
ósatt.
En bæði er það, að Ari fróði
þykir góð heimild, og eins hitt,
að náttúrufræðingar efast ekki
um að hann hafi haft rétt fyrir
sér um þetta atriði, og þá m. a.
fyrir það, að enn í dag þrífst
þroskavænlegur skógur enn
norðar á hnettinum, og við með-
alhita sem sízt er hærri en hér
á landi.
Orsakir skógeyðingarinnar eru
hinsvegar margar og skiljan-
legar.
Skógurinn var fyrir mönnum.
Menn þurftu að ryðja merkur
til þess að rækta tún og akra.
Eldsneytisþörfin kom niður á
skóginum, en þó hefir búfénað-
urinn leikið hann verst. Loks
var enginn skilningur á því,
hversu hann mildaði loftslag og
hver verndarvættur hann var
gegn uppblæstri. Loks var skóg-
ur sá, sem fyrir tilviljun hafði
numið hér land, viðarminni, þ.
e. grennri og lágvaxnari en
skógar nágrannalandanna, og
ræktunarþjóð
minna virði fyrir það.
Enda mátti heita, að skógur-
inn væri að verða hér aldauða,
þegar erlendir fræðimenn vöktu
athygli okkar á hvers virði skóg-
gróðurinn væri, litlu fyrir síð-
ustu aldamót.
Hinar margháttuðu umbætur,
sem orðið hafa hér á landi síðan
tekið var að endurheimta frelsi
þjóðarinnar, hafa skapað okkur
mikla bjartsýni. Þær hafa auk-
ið trú okkar á kynstofninn, sem
landið byggir, á landið sjálft og
náttúrugæði þess.
Og svo hraðstígar hafa þess-
ar framfarir verið, að æfintýr-
inu um hina litlu, afskekktu,
þúsund ára gömlu þjóð, sem fór
vel af stað, glataði frelsi sínu,
en endurheimti það síðan, er
veitt vaxandi athygli með öðrum
þjóðum.
II.
Um aldaraðir hafa verið
stundaðar þorskveiðar hér við
land. En að því er bezt er vitað,
eingöngu á handfæri langt fram
á 19. öld. Hins vegar var veiðin
stunduð af mörgum þjóðum.
Seint á 19. öld kemur lóðin til
sögunnar. Fyrst stutt, en fiskur
á hverju járni, síðar lengri og
lengri.
Síðan koma þorskanetin, fyrst
fá á hverju skipi, síðan fleiri og
fleiri.
Árið 1935 sagði einn merkasti
útgerðarmaðurinn í Vestmanna-
eyjum: „Nú trúum við því,
Eyja-menn, að við höfum feng-
ið svo fullkomin veiðitæki, að
við hljótum alltaf að ná ein-
hversstaðar í fisk.“
Síðan hafa Vestmannaeyingar
orðið að stækka bátana, fjölga
hestöflum gangvélanna, lengja
línuna, fjölga netunum, og af-
koman þó oftast engu betri en
áður.
Botnvörpuveiðarnar hefjast
lrér við land nokkru fyrir síð-
ustu aldamót. En það er ekki
fyrr en 1907, að íslendingar
eignast togara.
Ef til vill hefir það verið til-
viljun, að nokkuð var farið að
gæta aflatregðu þegar fyrir
stríð.
En svo fengu fiskimiðin hina
mikiu hvíld stríðsárgmna, þegar
að mestu tók fyrir veiði erlendra
skipa hér við land.
Enda fór þá aftur að ganga
fiskur í firði og flóa, þar sem
lítt hafði orðið fiskivart um
mörg ár.
Árið 1924 uppgötvuðu togar-
arnir Djúpálsrifið, eða Halann,
með hinni ótrúlegustu fiski-
mergð. Halinn er all-víðáttu-
mikil hallandi flatneskja vest-
ur af norðanverðum Vestfjörð-
um, þar sem landgrunnið tak-
markast af álnum, sem skilur ís-
land og Grænland.
Sjómenn hafa lýst aðkom-
unni þarna á þann hátt, að efst
vatni. var ufsinn, í miðri brekk-
unni var þorskurinn og neðst
eða dýpst var karfinn.
Þegar togararnir tóku að
veiða þarna, kom það fyrir, að
í frjálsum gjaldeyri, og að þessi
markaður er að mestu horfinn.
Ekki sýnast þeir heldur hafa
séð, hve mikið „kvotar“ á Ítalíu,
Noregi og Englandi hafa þrengst
að söluskilyrðum íslenzkrar
framleiðslu. Það er heldur ekki
vitað af greinum þessara manna,
að þeim sé það ljóst, með hve
miklum erfiðleikum í verðlagi
innflutningur allur til Portugal
er nú bundinn.
Með því að loka augum fyrir
þessum staðreyndum, tala höf-
undar þeir, sem skrifa í þetta
rit, um það eins og sjálfsagðan
hlut, að hér gætu allar vörur
verið á frílista, og allir menn
ættu að geta yfirfært til út-
landa allar þær fjárhæðir, sem
þeir vilja.
Mönnum finnst það undarlegt,
hvernig greindir og vel metnir
menn, geta lifað í slíkum
draumheimi. Sumir þeirra hafa
þó nokkra kynningu af einu
veglegasta stórveldi heimsins,
sem oft á tíðum, leyfir ekki
þegnum sínum að eyða nema
fáeinum krónum, ef þeir bregða
sér til útlanda. Og í því landi,
getur legið við missir fjörs og
griða, að nota gjaldeyri utan
lands á annan veg, en yfirvöld-
in heimila. Svo mikinn svip hef-
ir gj aldeyrisskortur þessarar
miklu þjóðar sett á lífið í mesta
herveldi heimsins. En hinir
nýju áhugamenn á sviði verzl-
unarmálanna, álíta að við ís-
lendingar þurfum ekki að taka
nein tillit til heimserfiðleikanna
í viðskiptamálum, þó að hin
stærstu ríki neyðist til að leggja
á þegna sína miklu meira ófrelsi
í viðskiptamálum, heldur en ís-
lendingar hafa nokkru sinni
þekkst.
Eftir því sem séð verður af
tímaritinu frjáls verzlun, telja
forgöngumenn þessa rits ís-
lenzku verzlunarstéttina, og þó
einkum stórkaupmennina, hafa
orðið fyrir herfilegum búsifjum
í fjárhagsefnum. Stundum er
þessari stétt líkt við Jón Ara-
son og syni hans á höggstokkn-
um, eða við Gunnlaug orms-
tungu með sitt fræga sullaveik-
ismein. Einn kaupmaðurinn læt-
ur alveg nýlega í ljósi djúpa
undrun yfir því, að Rvík skuli
vanta byggingarefni, en sum-
staðar út á smáhöfnum sé enn
til borðviður og sement. En
sannleikurinn er sá, að í skjóli
haftanna hefir skapast hjá inn-
flytjendastéttum mikill og al-
veg óvenjulegur gróði. Verð-
hækkun á erlendum varningi og
miklu af hinum svokallaða inn-
lenda iðnaði, hefir verið stór-
felld. Það er alveg stælt van-
þakklæti frá hálfu mikils hluta
verzlunarstéttarinnar, að van-
þakka „höftin". Hvort sem litið
er á „villur“ innflytjenda,
bankabækur þeirra, eða útsvör,
þá ber allt að sama brunni. Hið
háa verðlag, sem skapast hefir
alveg óvenjulegt slit varð á
„höfuðlínu" botnvörpunnar, þ.
e. línunni í efra opi vörpunnar.
Töldu sjómenn þetta mundu
stafa af stórgerðum gróðri eða
öðrum misjöfnum á sjávarbotni.
En — þegar tók fyrix þetta
slit, — þá voru aðal-uppgripin
búin!
Ein var þó sú fiskislóð, sem
menn treystu að aldrei mundi
bregðast á vetrarvertíð. Það var
Selvogsbanki. Hvorttveggja er,
að hann er óvenju víðáttumikill,
og hluti af honum var lengst af
friðaður fyrir botnvörpunni, en
það voru hraunflákar, þar sem
botnvörpunni varð ekki komið
við. En svo kunnugir voru sjó-
menn lifnaðarháttum fiskjar-
ins og staðháttum öllum þarna
á sjávarbotni, að reyndustu
togaraskipstjórarnir gátu þrætt
hraunröndina með botnvörp-
unni, og vissu nákvæmlega um
hvert leyti sólarhringsins fisk-
urinn kom eins og í straumum
ofan af hraununum.
En svo var fundið upp á því
að fleyta botnvörpunni yfir ó-
jöfnur hraunanna, og nú hafa
ekki verið uppgrip á Selvogs-
banka í fjögur ár, og aldrei hef-
ir hann brugðizt mönunm eins
og á þessu ári.
Vissulega fellst maður á kenn-
ingár fræðimanna um mismun-
andi klakár, — að það velti á
sólskini yfir hafinu, þar sem
klak fer fram, hvort kísilþörung-
arnir „vakni“ úr vetrardvala í
tæka tíð, áður en klakseiðin
hafa lokið nesti sínu, og þurfi
þess vegna ekki að deyja hung-
urdauða.
Ávarp tíl allra
Síðan útsala sterkra áfengra
drykkja hófst á ný hér á landi
1935, hefir það komið æ betur
og; betur í ljós, að þörfin fyrir
drykkjumannahæli væri svo
brýn og; aðkallandi, að öllu
lengur yrði ekki daufheyrst við
þeirri menningar og mannúðar-
skyldu að koma slíku hæli á
stofn.
Þegar við lítillega athugun,
sem gerð var um það leyti á
málinu, kom það í Ijós, að í
næstum því öllum kaupstöðum
landsins, og þó einkum í Reykja-
vik, væru allmargir menn, sem
lögreglustjórar álitu að nauð-
synlega þyrftu hælisvistar með.
Síðan hefir þetta aukist og
margfaldast, eins og öllum nú
er ljóst. Enda er það mála sann-
ast, að naumast er nokkur krafa,
sem hefir fengið jafn einróma
undirtektir manna, eins og kraf-
an um drykkjumannahælið.
Hafa m. a. margir læknar tekið
undir hana, og geðveikralækn-
irinn dr. Helgi Tómasson rök-
stutt hana opinberlega.
Þegar frá Guðrún sál. Lárus-
dóttir flutti frumvarp sitt um
drykkjumannahæli, undirritaði
fjöldi mætra manna hér í
Reykjavík — og þar á meðal
margir læknar — áskorun til Al-
þingis um að setja lög um
drykkjumannahæli. Þetta allt
bendir til, að allir séu á einu
máli um nauðsyn á framkvæmd-
um. — Nú er enn á ný tilbúið
frumvarp til laga í þessu máli,
sem væntanlega verður lagt fyr-
(Framh. á 3. síðu)
við takmarkaðan innflutning,
hefir skapað óeðlilega fjársöfn-
un hjá allmörgum innflytjend-
um, en óeðlilega fátækt hjá
framleiðendum, bæði til lands og
sjávar. Og við þann kaupmann,
sem undrast að skortur sé á
byggingarefni í höfuðstaðnum,
en nokkur forði til á ýmsum hin-
um minni höfnum, þá nægir að
benda honum á skýrslur þær,
sem birtar eru hér að framan.
Reykjavík fær, miðað við fólks-
fjölda, langsamlega mest bygg-
ingarefni, en leggur að sama
skapi til minna en aðrir lands-
hlutar af útflutningsfarmleiðslu.
Ef þessi kaupmaður vildi athuga
gaumgæfilega, hið þjóðhagslega
gagn, sem hægt er að hafa af
70—100 þús. kr. íbúð í Rvík, í
samanburði við þau not, sem
bændur og sjómenn hafa af á-
líka fjárhæð við framleiðsluna,
eða i skýli yfir höfuð sin, þá
myndi þessi maður áreiðanlega
óska, að færri dýrar villur væru
byggðar í höfuðstaðnum, og því
meira fjármagn lagt í hagnýta
framleiðslu.
Framh. J. J.
Og sennilegt er, að áramunur
að sjávarhita grípi einnig hér
inn í.
En allt um það, sjómenn, út-
gerðarmenn og leikmenn, sem
um þetta hugsa, þykjast sjá
blikur á lofti, þeir óttast að
botnvarpan og þá einnig drag-
nótin, spilli veiðiföngum vegna
þess, að þessi veiðarfæri eyða
meira en þau afla, og spilli
einnig skilyrðum, sem þorskin-
um þykja æskileg, þar sem þau
gnauða á til langframa.
Gáfaður útgerðarmaður hefir
nýlega líkt vinnuaðferðum
þessara veiðitækja við það, að
settur væri traktor á afréttina,
áður en sauðféð væri rekið
þangað!
í sjálfu sér hafa íslendingar
ekki um að sakast við sjálfa
sig, þótt sú sé raunin á, að
botnvörpuveiðar spilli veiði.
Meginið af togarafjöldanum,
sem veiðar stunda hér við land,
eru útlend veiðiskip. Og þótt við
hefðum aldrei hafizt handa um
botnvörpuveiðar, þá mundi allt
hafa orðið á eina leið.
Við höfum eytt skógunum.
Það er staðreynd.
Margt bendir til að við meg-
um ekki gera ráð fyrir jafn-
imklum afla-uppgripum hér
eftri sem hingað til við þorsk-
veiðar.
Hvorutveggja veldur rán-
yrkja!
III.
Loks erum við í nokkurum
vanda staddir með sjálfan kyn-
stofninn út af breyttum at-
vinnuháttum, svo sem greini-
lega hefir nýlega verið lýst í