Tíminn - 20.06.1939, Síða 3

Tíminn - 20.06.1939, Síða 3
70. hlat? TÍMIM, þrig jadagiim 20. jjiiiií 1939 279 A Bl N Á L L Afmæli. Valdimar Pálsson hreppstjóri á Möðruvöllum í Eyjafirði átti fimmtugsafmæli 11. júní. Heim- sóttu sveitungar og vinir Valdi- mars hann í tilefni af þessum tímamótum og voru honum ýms- ar gjafir færðar. Sátu um 100 manns veizlu að Möðruvöllum, er stóð langt fram á nótt. — Valdimar er giftur Guðrúnu Jónasdóttur.Byrjuðu þau búskap sinn að Möðruvöllum árið 1911 og keyptu jörðina litlu síðar. Valdimar gerðist brátt athafna- mikill í búskap sínum, reisti vönduð gripahús og hlöður og braut þrjátíu dagsláttur lands til nýræktar, er nú gefa árlega af sér um 500 hestburði af töðu. — Valdimar hefir gegnt fjöl- mörgum störfum í þágu sveit- ar sinnar og héraðs. Auk hrepp- stjórnar, sem hann hefir gegnt í rösklega tíu ár, er hann sýslu- nefndarmaður, deildarstjóri kaupfélagsins, endurskoðandi reikninga K. E. A„ formaður í samvinnubyggingarfélagi Eyja- fjarðar og vaT um skeið sveitar- stjórnaroddviti í Saurbæjar- hreppi. Fleiri trúnaðarstörfum gegnir hann í byggðarlagi sínu. Ávarp (Framh. af 2. síðu) ir Alþingi, begar það kemur saman á ný — og vonandi nær samþykki. En hér þarf meira en lög. Hér þarf samstillt átak og vilja al- þjóðar. Allir þurfa að sýna það í verki, að þeir hafi vilja til að leysa af hendi mannúðarskyldu og sýna bágstöddum meðbræðr- um kærleiksþel. — Eitt mikils- vert menningarmál hefir verið leyst þannig með samstilltu á- taki mannúðar og mannkær- leika. Það var þegar Ríkisspít- alinn var reistur. Nú þarf eitt slíkt átak til. Alþjóð er nú orðin kunn hin höfðinglega gjöf Jóns Pálsson- ar fyrv. bankagjaldkera, er hann hefir afhent ríkisstjórninni 20.000 kr. til stofnunar drykkju- mannahælis. Sá sjóður þarf að aukast til muna, til þess að hæl- ið geti orðið það, sem það þarf að vera. Þess vegna skal nú skorað á alla íslendinga að fylgja hinu fagra dæmi Jóns Pálssonar, sýna aðþrengdum olnbogabörn- um þjóðfélagsins drenglyndi og mannúð, leggja sinn skerf til — stóran eða lítinn eftir getu — og bjarga málinu í höfn. Við erum að vísu fáir og fá- tækir íslendingar. En við getum ÍÞRÓTTIR íþróttamótfð 17. jóní. Mót í frjálsum íþróttum var háð hér í bænum 17. júní síð- astliðinn eins og venja hefir verið undanfarin ár. Þátttaka í keppninni var' óvenjulega lítil og áhorfendur færri en nokk- uru sinni fyrr. Bendir það til þess að áhuginn fyrir frjálsum íþróttum sé að minnka, en í þess stað virðist áhugi fyrir knattspyrnu og leikfimissýning- um fara vaxandi. í hinum einstöku íþrótta- greinum urðu þessir menn fyrstir: 100 m. hlaup: Sveinn Ingvars- son, KR. 10,9 sek. Hástökk: Sig. Sigurðsson, IR, l, 75 m. Kringlukast: Kristján Vatt- nes, KR, 37.72 m. 1500 m. hlaup: Sigurg.. Ár- sælsson, Á, 4:19.6 m. Langstökk: Sig. Sigurðsson ÍR, 6.18 m. Spjótkast: Gísli Sigurðsson, FH, 40.06 m. 400 m. hlaup: Sveinn Ingvars- son, KR, 53,9 sek. Stangarstökk: Hallsteinn Hin- riksson, FH, 3.20 m. 5000 m. hlaup: Sv. Jóhannes- son, KR, 16:45.7. m. Kúluvarp: Kristján Vattnes, KR, 13.29 m. Þrístökk: Sig. Sigurðsson, ÍR, 13.50 m. Beztir eru árangrarnir í 100 m. hlaupi og kringlukasti. í hin- um íþróttagreinunum er hann yfirleitt slæmur, ef miðað er við íslenzkt met. mikið, ef kærleikurinn og mann- úðin fá að ráða. Öll blöðin hér í bænum hafa góðfúslega lofað að taka móti samskotum í þessu skyni. Og hér með er heitið á allar Góðtempl- arastúkur landsins, öll ung- mennafélög og kvenfélög að gera slíkt hið sama og beita sér fyrir málinu. Allir verða að hjálpast að með að vinna gott verk. Friðrik Ásmundsson Brekkan ráðun. ríkisins í áfengismálum. Kaupendur Tímans eru vinsamlega beðnir að láta afgreiðsluna vita um breytingar á heimilisföngum, til að fyrir- byggja töf á blaðinu til þeirra. Kopar keyptur i Landssmiðjunni. blaðinu af reyndum barna- kennara, Aöalsteini Sigmunds- syni. Er það vandinn með borgar- börnin. Uppeldið á borgarbörn- unum. Reynsluleysi okkar í þeim efnum og sljóleiki, og úr- kynjunarhættan, sem af þessu stafar. Við, sem nú erum miðaldra, höfum upplifað æfintýralegar umbætur og framfarir. Okkur hefir aukizt trú á okk- ar eigið land. Það er stórt. Lítt numið. Moldin hlutfallslega frjó. Loftslagið viðunandi. En mest hefir trúin verið á sjóinn! En hjá okkur hefir allt til þessa allt of mikið verið byggt á rányrkju til lands og sjávar. Ræktun er tiltölulega nýtt hugtak hér á landi. En ræktun verður að vera okkar heróp! Skógarnir eru að kalla horfn- ir. Þorskurinn er í hættu og fleiri nytjafiskar. Sjálfur þorskur- inn, sem skapað hefir megin- grundvöllinn að hinum miklu umbótum, sem komið hefir ver- ið í framkvæmd. Hætti sjórinn að gefa jafn- mikið í aðra hönd og verið hef- ir, verðum við að nema landið, rækta landið! Grasræktin er komin af stað. Sandgræðslan einnig. Garðræktin að færast í auk- ana. Fiskiklak í ár og vötn. En skógræktin er naumast hafin. Skógarnir eru ein stærsta auðlind nágrannaþjóðanna. Englendingar, sú ríka þjóð, telja sig ekki hafa ráð á öðru en að rækta skóg, en þeir höfðu eytt þá að mestu eins og við. Þeir hafa gjört sér nákvæmar starfsáætlanir um þá ræktun fyrir langa framtíð. Norðmenn, Svíar, Finnar og Danir leggja óhemju áherzlu á skógrækt. Einn af athafnamestu mönn- um í atvinnulífi Dana, sagði frá því á síðastliðnu sumri, að talið væri sannað, að víðáttumikil svæði i því frjósama landi, Dan- mörku, gætu ekki með nokkurri annarri ræktun gefið eins mik- ið í aðra hönd, eins og með skógrækt. Og nú hefir dregið saman með litla trénu og stóru eikinni. Með ýmiskonar tækni er nú auðvelt að gera litla tréð hlut- fallslega verðmætt hinum stóru. Við spyrjum ekki að því, hvort pappírinn, sem við skrifum á, sé unninn úr stóru tré eða smáu, ekki heldur hvort gervisilkið, sem við klæðumst í, sé komið úr hávöxnu tré eða lágvöxnu. En til skógræktar í skóglausu landi þarf að hugsa hátt og hugsa langt! Kannske er þetta líka það, sem okkur — rányrkjuþjóðina — fyrst og fremst vantar! Eftir 80 til 100 ár þyrftum við að vera búin að koma skógrækt- inni í gott horf. Og hvað eru 80 —100 ár í æfi þjóðar! En við verðum að byrja strax! Og gæti þetta ekki oröið hent- ugt viðfangsefni líka fyrir borg- arbörnin! Vísast þarf einhverskonar Aðalfundur H. F. EIMSKIPAFÉLAGS ISLAISDS verður haldinn laugardaginn 24. jiíní kl. 1 e. h. í Kaiipþingssalnum í luisi fé- lagsins. — Aðgönguniiðar og atkvæða- seðlar verða afhentir hluthöfum cðu uniboðsniöniuun jieirra á miðvikudag Hradlerðir B. S. A. Alla daga nema mánudaga um Akranes og Borgarnes. — M.s. Laxfoss annast sjóleiðina. Afgreiðslan í Reykjavík á Bifreiðastöð íslands, sími 1540. Bifrciðastöð Akureyrar. Húðir og skinn. 21. og fimmtudag 22. jiiní kl. 1—5 e. h. báða dagana. Stjórnín. Tílkynníng Undirritaður er FLUTTUR af Vestur- götu 39 á Laugaveg 63, og rekur þar framvegis verzlun og vinnustofu undir nafninu Ljós oghítí Sími: 5184. Jónas Magnússon. Ef bændnr nota ekki til eigin þarfa allar HÉÐIR og SKINN, sem falla til á heimilum þeirra, ættu þeir að biðja KAUPFÉLAG sitt að koma þessum vörum I vcrð. — SAMBAND ÍSL. SAMVINXUFÉLAGA selur NAUTGRIPA- HÉÐIR, EIROSSHÚDIR, KALFSKIM, LAMB- SKIAA og SELSKLVV til útlanda OG KAUPIR ÞESSAR VÖRUR TIL SÚTUNAR. - IVAUT- GRIPAHÚÐIR, HROSSHÚDIR og KÁLFSKINN er bezt að salta, en gera verður það strax að lokinni slátrun. Fláningu verður að vanda sem bezt og þvo óhreinindi og blóð af skinn- unum, bæði úr holdrosa og hári, áður en salt- að er. Góð og hreinleg meðferð, á þessum Sígurður Olason & Egíll Sígurgeírsson Málflutningsskriistola Austurstræti 3. — Sími 1712 Kaupfélög. Tryggið viðskiptavinum yðar góða nýtingu á rabbarbaranum með því að selja þeim BETA- MON til notkunar í sultu og vörum sem öðrum, borgar sig. saft. þegnskylduvinnu, ekki aðeins til aö afkasta þeim verkum, sem vinna þarf, heldur einnig til að fylla upp i það tóm, sem þvi miður nú er allt of algengt í lífi unglinga, aðeins fyrir skort á viðfangsefnum og líkamlegri á- reynslu. Við höfum að vísu lýst yfir ævarandi hlutleysi í ófriði. En þar með er ekki sagt, að okkar litla þjóðfélag hafi ráð á því, eða að því sé það hollt, að gera engar þegnskaparkröfur á hendur einstaklingunum, sem hliðstæðar séu herskylduþjón- ustu annarra landa. IV. Ég hefi bent á að allt til síð- ustu ára höfum við íslendingar fyrst og fremst lifað á rányrkju. Við höfum eytt skógana. Mikið af nytjalandi hefir blásið upp í höndunum á okkur. Líkur benda til að verið sé að eyða uppgripaafla ýmsra nytja- fiska við strendur landsins. Ameríkumenn urðu fyrstir til að hirða lúðuna. Norðmenn hvalinn. Fjölmargar þjóðir þyrpast nú um þorskinn og kolann, og jafnvel síldina. Kæliútbúnaður og önnur tækni kemur vatni í munninn á æ fleiri þjóðum og hvetur þær til þess að veiða fisk. Þjóðverjar, Portúgalar og ít- alir hyggjast munu stórauka togaraútgerð. Aðeins að þeir komi ekki of seint í víngarðinn! En allt þetta bendir okkur á eina leið. Við verður að treysta meira á náttúrugæðin í landinu en áður. Við verðum að rækta landið eins og aðrar þjóðir rækta sín lönd. Það er einasta leiðin til þess að við getum gert okkur vonir um að viðhalda hollustusamleg- um lifnaðarháttum og menn- ingarlífi. Við verðum að hyggja hátt og horfa langt, eigum við að geta lifað frjálsu menningarlífi. Við eigum fossa og jarðhita, en til þess að hafa ráð á því að virkja og nytja þessi náttúru- gæði, þá þurfum við ef til vill aö lúta því að brenna mó í stað kola, en um fram allt að snúa rányrkju í ræktun all- staðar þar, sem við verður kom- ið, og þá verður skógræktin góð- ur prófsteinn á hversu til tekst! Sérhver einstaklingur verður að rækta sína eigin hæfileika, virkja sína eigin orku. Til þess að það megi takast, þarf ef til Heildsölubirgðir. CHEMIA H.F. Kirhjusteætí 8 B. Sími 1977. vill meira lítillæti í úrræðum, en nú um sinn, — ef sjórinn bregst. Þarf ef til vill að brenna mó til þess að verða þess um- komin að virkja fossinn og jarð- hitann! En aldrei mættum við missa móðinn, tapa trúnni, hvað sem upp á kemur. Mörg þjóðlönd ná hvergi að sjó, eiga ekkert auð- ugt haf, engin aflauppgrip, og flest miklu minna af ónumdu lahdi en við. Meðan við eigum landið og þurfum ekki að leggja í annan ,,herkostnað“ en að snúa rán- yrkju í ræktun, þurfum við engu að kvíða, jafnvel þótt sjórinn brygðist. En hér gildir jafnt um ein- staklinginn og þjóðina: Ef endistu að plægja, þú akur- land fær, — ef uppgefst þú, nafnlausa gröf! G. M. Viltækjarafgeynaf. ACCUMUL AT 0REN-F ABRIK, DR. TH. S0NNENCHEIN. Gula bandið er bezta og ódýrasta smjörlikið. f heUdsöln hjá Samband Isl. samvinnuf élaga Slml IMM. 96 William McLeod Raine: ómögulegt að muna hvaðan, eða hvernig á því stóð. Það var vitanlega af mynd- inni, sem ég á heima i skrifstofunni. En ég vil segja, mér til málsbóta, að líking- in er ekki mikil. — Þú heldur fast við að ég sé Webb Barnett? — Ég ætla að ganga út frá því. — En hvað um C.O.-hestinn, sem ég reið? — Skoðun mín er sú, Barnett, að þér hafi verið fylgt fast eftir og hestur þinn orðið uppgefinn. Þú hefir sennilega verið niðri við girðingarnar, ef til vill í þorpi Cleus sjálfs, Sunnnit, handsamað næsta hest og forðað þér. Það vildi svo til að það var reiðhestur Clerus. Hvernig er þessi tilgáta? Taylor leit á Molly með háðsbrosi sínu. — Vinur þinn er á sama máli og þú um að ég sé hrossaþjófur, eins og hin nöfnin, sem þú nefndir mig, sagði hann. — Það er kominn háttatími, Molly, sagði, sagði Steve lágt. — Villtu ekki fara að bjóða góða nótt? Hann leit samt ekki af manninum, sem hann ætlaði að taka til fanga, þó hann talaði til hennar. — Hvað ætlið þið að gera, hrópaði Molly og leit af öðrum á hinn. Hún var orðin náföl og hjartað hamaðist í brjósti hennar. Hvers vegna vildi Steve að hún Flóttamaðurinn frá Texas 93 ir borgarar, og svo kom eitthvað fyrir þá. Ég get ekki komið almennilega orðum að því, en ef til vill getur Taylor það. Walsh brosti allt að því ósvífnu brosi, er hann bar fram þessa uppástungu. — Hver veit, sagöi Taylor og ypti öxl- um. — Slæmt uppeldi, skortur á stað- festu, sljór heili, drykkur, slæmir félag- ar, og einstöku sinnum meðfædd þrjóska. Það gæti vel verið, ef þú skyldir hitta Burney þennan -------- — Barnett heitir hann, leiðrétti Walsh. — Barnett þá. Ef þú hitt hann nokk- urn tíma, þá gæti vel verið að þú upp- götvaðir, að hann hefði ístööuleysislega höku, flóttaleg augu, eða annað það, sem gæfi til kynna ómennsku í einhverri mynd. — Ég held aftur á móti, sagði Walsh í eðlilegum róm, að okkur rnyndi finn- ast hann sterkur og vel hæfur til varna. — Hann er sem betur fer ekki í þínum verkahring, þar sem hann framdi glæp- inn ekki í þinni sýslu, sagði Molly við Walsh. Sýslumaðurinn leit ekki af Taylor og í augum hans sá Molly glampa, sem hún hafði aldrei séð áður. Steve hafði lengi verið vinur hennar, og henni fannst stundum, að hann gæti orðið henni ann- að og rneira einhverntíma. Henni hafði alltaf fundizt eitthvað mjög aðlaðandi í

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.