Tíminn - 20.06.1939, Síða 4
280
TÓIIMV. |>rigj«dagiim 20. jjúní 1939
70. blatS
Sýning’ sjómanna.
Þar sem það er nú ákveðið að sýningin verði einn mánuð
ennþá og hún mikið aukin með hliðsjón til erlendra ferða-
manna, biður sýningarnefndin alla þá, sem eiga líkön af skipum,
gamla muni, myndir og aðra sýningarhæfa muni úr atvinnu-
lífi sjómanna og sjávarútvegs fyr og síðar, sem þeir vilja lána
á sýninguna, að gefa sig fram í síma 2630, 4192 og 5143 eða
bréflega adressa: Sjómannadagurinn, Box 425, Reykjavík.
Sýningarnefndm.
1ÆCD1L,J^R
í þessari víku verða mikil há-
tíðahöld í París í tilefni af því,
að liðin eru 50 ár frá vígslu Eif-
felturnsins.
Eiffelturninn var byggður í
sambandi við heimssýningu, sem
haldin var í Paris 1889. Hann var
um langt skeið hæsta mannvirk-
ið i heimi, en nú hafa verið
byggðar. tvœr byggingar í New
York, sem eru hærri, Empire
State og Chrysler.
Hœð Eiffelturnsíns er um 300
m. Hann er gerður úr járni og
er þyngd hans talín vera um
7500 smál. Pallar eru í turnin-
um á þremur stöðum, á 58 m.,
116 m. og 276 m. hœð. Er sá
fyrsti 4200 ferm., annar 1400
ferm. og þriðji 350 ferm. Má
nokkuð marka á því, hvernig
turninn mjókkar að ofan. Úr
turninum er mjög gott útsýni
yfir París og nágrenni hennar,
og kemur tœpast sá ferðalangur
þangað, sem ekki fer upp í Eíf-
fel-turninn.
* * *
/ Tottenham skeði sá atburður
nú fyrir skemmstu, að hróp
tveggja ára barns sameinaði
foreldrana aftur, en þau höfðu
verið skilin i sex mánuði. Frú
Rowley steig í vitnastúkuna,
með Katrlnu dóttur sína á
handleggnum, en hún er tveggja
ára. Frúin sakaði mann sinn um
að hann hefði ekki gert skyldu
sína gagnvart henni og ekki lagt
fram nœgilegt fé til heimilisins.
Allt i einu kom Katrin litla auga
á föður sinn og hrópaði: „Þarna
er pabbi minn!“ Hún sleit sig
lausa af mömmu sinni, stökk
upp um hálsinn á pabba sínum
og kyssti hann. Hjónin komust
bœði svo við, að þau táruðust.
Þá sagðí dómarinn: „Henni
virðist þykja vœnt um bœði.“
Foreldrarnir kinnkuðu bœði
kolli. „Gœtuð þið ekki orðið vin-
ir aftur?“ spurði dómarinn. „Ég
vildi það gjarna," snökti maður-
inn. Konan kinnkaði aðeins
kolli. Hjónin yfirgáfu réttarsal-
inn saman og leiddu Katrinu
litlu á milli sín. Dómarinn, Mar-
ia Smellie, horfði lengi á eftir
þeim. Svo brosti hún og — and-
varpaði. Hún var ógift.
Fréttabréf til Tímans.
Tímanum er mjög kærkomið
að menn úti á landi skrifi blað-
inu fréttabréf öðru hvoru, þar
sem skilmerkilega er sagt frá
ýmsum nýmælum, framförum
og umbótum, einkum því er
varðar atvinnulifið. Allar upp-
lýsingar þurfa að vera sem
fyllstar og gleggstar, svo að ó-
kunnugir geti fyllilega áttað sig
á atburðum, fyrirtækjum og
staðháttum, sem lýst er.
Mörgum mun ef til vill finn-
ast fátt til frásagnar úr fá-
mennum og strjálum byggðum.
En þó mun mála sannast, að i
hverju byggðarlagi gerist nokk-
uð það, sem tíðindum sæti, sé
vel að gætt.
<JR BÆMJM
Samband ísl. barnakennara
efnir til hátíðahalda um næstu helgi,
vegna fimmtíu ára starfsafmælis síns.
Hefjast þau á föstudag, en þá verður
sett uppeldismálaþing. Á sunnudag
verða almenn hátíðahöld og verður þá
opnuð skólasýning í Austurbæjarskól-
anum. Fulltrúafundur kennarasam-
bandsins hófst I gær. Sitja hann um
50 fulltrúar víðsvegar að af landinu.
Meulenberg biskup
í Landakoti átti 40 ára prestsskapar-
afmæli sunnudaginn 18. júní. Var í
tilefni af því haldin mjög hátíðleg
guðsþjónusta í Landakotskirkju. Meu-
lenberg biskup kom hingað til lands
árið 1903 og var fyrsti útlendingur, sem
fékk íslenzkan ríkisborgararétt eftir
að ísland hlaut fullveldisviðurkenning-
una 1918.
Mæffrastyrksnefndin
biður konur þær, sem hafa í hyggju
að fá dvöl fyrir sig og böm sín að
Reykholti í Biskupstungum, að sækja
umsóknareyðublöð í Þingholtsstræti 18
kl. 5—7 í dag og á morgun.
Prjónlessýning.
Anna Ásmundsdóttir og Laufey Vil-
hjálmsdóttir hafa ákveðið að opna
prónlessýningu í Iðnskólanum 1. júlí
næstkomandi. Munu þær taka á móti
munum úr íslenzkri ull á sýninguna
í Iðnskólanum kl. 4—6 daglega.
Stefán Guðmundsson
heldur söngskemmtun 1 Gamla Bíó
í kvöld kl. 7.15. Ámi Kristjánsson leik-
ur undir. Þetta er síðasta söngskemmt-
un Stefáns að þessu sinni.
Sjómannasýningin
í Markaðsskálanum verður opin um
mánaðarskeið enn. Mun hún verða
aukin talsvert, sérstaklega með tilliti
til útlendra ferðamanna, er sækja
hana.
Gestir í bænum:
Egill Þorláksson kennari á Húsavik
og frú hans, Jón Kr. Kristjánsson,
kennari á Viðivöllum í Fnjóskadal og
frú hans, Kristján Sigurðsson kennari
á Akureyri, Friðrik Hjartar skólastjóri
á Siglufirði, Magnús Guðmundsson
bóndi á Tindi við Steingrímsfjörð,
Daníel Ágústínusson kennari í Stykkis-
hólmi, Runólfur Sveinsson skólastjóri
á Hvanneyri, Bjarni G. Magnússon í
Vestmannaeyjum, Brynjólfur Þor-
varðsson verzlunarmaður á Reyðar-
firði.
Vokkrar ályktanir
aðalfnndar stjórnar
S. IJ. F.
(Framh. af 1. síOu)
t. d. meff verfflaunum effa styrkj-
um.
Lokun iðngreina.
Fundurinn leggur fram ein-
dregin mótmæli sín gegn því, að
ungu fólki sé meinaff nám í fjöl-
mörgum iffnaffargreinum, þótt
þar sé nýrra starfsmanna þörf,
og gerir þá kröfu til löggjafar-
valdsins aff ráða bót á þessu.
Áfenfiismál.
Affalfundur stjómar S. U. F.
skorar á ríkisstjómina aff hafa
ekki vínveitingar í þeim veizl-
um, sem hún heldur og hlutast
til um, að áfengi sé ekki veitt
fyrir opinbert fé.
Gestrisni þökkuð.
Affalfundur stjórnar S. U. F.r
haldinn á Akureyri dagana 11.—
Leiiðrétfmg
í 61. tbl. Tímans 30. f. m. eru
nokkrar hugleiðingar um notk-
un jarðhita og þá sérstaklega í
Biskupstungum. Sagt er þar frá
gjöf Jóns Halldórssonar frá
Stóra-Fljóti og í því sambandi
komizt svo að orði: „Hrepps-
nefndin mun tæplega hafa ver-
ið búin að taka formlega á móti
eigninni, þegar hún seldi manni
gjöfina fyrir rúmlega eins árs
útsvar í hreppnum“.
Þessi frásögn og hugleiðingar
eru teknar úr bréfi austan úr
Árnessýslu. Bréfritarinn virðist
ekki hafa verið nógu kunnugur
málavöxtum og ekki hirt um að
kynna sér þá, sem þó hefði átt
að vera honum innan handar,
þvi að þessi frásögn er röng í
aðalatriðum og villandi. Virðist
talsvert kapp lagt á að ófrægja
hreppsnefndina fyrir skamm-
sýni og fyrirhyggjuleysi, en það
eru sakir, sem, í þessu tilfelli,
eru ranglega bornar á hrepps-
nefndina, því að hún átti engan
minnsta þátt í sölu Stóra-
Fljóts. Jón Halldórsson gaf
hreppnum jörðina eftir sinn dag
með vissum skilyrðum, sem til
eru tekin í gjafabréfinu. Þau
skilyrði eru meðal annara, að
hann hafi umráðarétt jarðar-
innar (þó takmarkaðan) með-
an hann lifir og afgjald jarðar-
innar sér til framfærslu. Hins-
vegar er það tekið fram, að
hreppurinn megi aldrei selja eða
veðsetja jörðina, svo að á þann
hátt var loku skotið fyrir það,
að hreppsnefndin gæti selt, þó
að hún hefði haft hug á því.
En svo er það gefandinn eða
fjárráðamaður hans, sem selur,
og án þess að leitað væri álits
nefndarinnar, enda talið, að hún
ætti engan tillögurétt í þessu
máli. En jafnvel þó að hrepps-
nefndin hefði átt atkv. um þessa
sölu, tel ég meiri líkur til, að
hún hefði ekki samþykkt hana,
og sýnt þar meiri framsýni og
fyrirhyggju, heldur en hinn
háttvirti ókunni bréfritari ætl-
ar henni. Hitt er annað mál, að
það, sem e. t. v. væri ástæða til
að ræða og athuga, er það, hvort
að gefandinn hafi haft heimild
til að selja, hvort að hann með
sölunni hafi ekki brotið viss á-
kvæði í gjafabréfinu. Sumir
17. júní 1939, tjáir Akureyring-
um og Eyfirffingum beztu og al-
úðarfyllstu þakkir fyrir frábær-
ar móttækur og mikla gestrisni.
Fundurinn árnar bænum og hér-
affinu heilla og hagsældar og
væntir þess, aff hér megi starf
Framsóknarmanna ávallt bera
góðan ávöxt.
Aðalfundur stjórnar
S. IJ. F. á Akureyri.
(Framh. af 1. siðu)
þessi mál: Stjórnmálaviðhorfið
og ávarp til íslenzkrar æsku um
þau mál, menningarmál, launa-
mál, þegnskylduvinna, störf S.
U. F. og störf F. U. F. Voru
haldnar all ítarlegar framsögu-
ræður um þessi mál og fóru
fram stuttar umræður á eftir.
Síðan var þeim vísað til nefnd-
ar og fóru aðalumræðurnar
fram, þegar málin komu úr
nefndum. Var gengið frá ávarpi
til íslenzkrar æsku og gerðar
margar ályktanir, bæði varð-
andi sérmál S. U. F. og almenn
mál.
Fundarstörf féllu niður á
fimmtudaginn, en þá fóru fund-
armenn til Mývatnssveitar. Var
m. a. komið í Vaglaskóg, að
Goðafossi, í Slútnes, Stórugjá
og Námaskarð. Á þriðjudaginn
var þeim boðið að Möðruvöllum
í Eyjafirði, en þar býr Jóhann
Valdimarsson, sem er fulltrúi
Eyjafjarðarsýslu í stjórn S. U.
F. Fyrir hádegi á föstudag skoð-
uðu þeir verksmiðju KEA og SÍS
á Akureyri og bauð KEA þeim
síðan til hádegisverðar. Flokks-
hátíð Fi'amsóknarmanna að
Hrafnagili fyrra sunnudag sóttu
þeir í boði Framsóknarfélag-
anna á Akureyri og í Eyjafirði.
Róma fundarmenn mjög
rausn og gestrisni Framsóknar-
manna á Akureyri og í Eyja-
firði, sem greiddu fyrir þeim á
allan hátt. M. a. þurftu þeir
ekki að greiða neinn dvalar-
kostnað á Akureyri, því Fram-
sóknarmenn þar veittu þeim ó-
keypis vist á heimilum sínum.
Stjórnmálaávarpið, sem fund-
urinn samþykkti, er birt á öðr-
um stað í blaðinu, og einnig
nokkrar helztu samþykktir hans
um almenn mál. Mun Tíminn
ræða nánar síðar um störf og
stefnu fundarins, sem tvímæla-
laust mun bera þess vitni, að S.
U. F. er nú þróttmesti pólitíski
æskulýösfélagsskapurinn í land-
inu.
ætla að svo muni vera, en senni-
lega þarf þar lögfræðilegrar um-
sagnar og skal ég ekki fullyrða
neitt um það að svo stöddu.
Það eru sjálfsagt margir sam-
mála um það, að illt sé til þess
að vita, að þessi miklu gæði
jarðar, jarðhitinn, lendi í braski
og komi á þann hátt ekki al-
menningi til nota eins og skyldi.
Skal ég síður en svo áfella þá
menn, sem hafa opin augu fyrir
þessu, benda á hættuna og á-
telja það, sem miður hefir farið
í þessu efni, þegar slíkt er gert
af sanngirni og samvizkusemi.
En hinu kann ég illa, þegar
ranglega og villandi er skýrt frá
málavöxtum og einstaklingar
teknir út úr og atyrtir, en þagað
yfir hliðstæðum dæmum ann-
arsstaðar. Ég skal ekki fjölyrða
um stofnun hlutafél. Garður á
Syðri Reykjum eða þátttöku
hinna launaháu reykvízku
lækna í því fyrirtæki. En það er
varla hægt annað en benda á
það, að síðastliðinn vetur seldi
Búnaðarbankinn jörðina Gröf í
Hrunamannahreppi með öllum
jarðhitaréttindum, þessum sömu
læknum, sem bréfritarinn telur
varga í véum á Syðri-Reykjum,
og fyrir sem sagt sama „smán-
arverð“ og Stóra-Fljótið var selt.
Það mætti þó ætla, að opinberar
stofnanir, sem eru í umsjá ríkis-
valdsins, gættu í þessu efni
meiri fyrirhyggju og framsýni
en hægt er að krefjast af öllum
almenningi. En á þetta dæmi er
bent, til að sýna að víðar er
pottur brotinn í þessu efni en í
Biskupstungum og mætti þó
nefna nokkur fleiri dæmi úr
öðrum áttum, sem þó skal sleppt
að þessu sinni, enda e. t. v. á þau
bent af öðrum. En það mun
gleðja bæði mig og aðra, þegar
Alþingi hefir búið svo um þessa
hnúta, að þeir verða ekki leystir
nema á þann eina hátt: til hags-
bóta og heilla alþjóð.
Þorsteinn Sigurðsson.
94 William McLeod Raine:
fari þessa laglega, unga manns. Hann
var eini maðurinn, sem hún hafði séð
brosa eins blítt og konu, án þess að karl-
mennskan hyrfi um leið úr andlitinu.
Gott viðmót hans gerði hann að ein-
hverjum vinsælasta manni í héraðinu og
hugrekki hans kom mönnum til að dáðst
að honum.
Nú hafði hann engan tíma til að vera
vingjarnlegur. Hugur hans snerist ekki
um annað en það, sem hann átti fyrir
höndum. Molly sá það, og varð óttasleg-
in. Hann ómakaði sig ekki einu sinni til
að svara heimskulegri athugasemd
hennar.
Hún skildi ekki sjálf hvernig á því
gæti staðið, en henni fannst rödd sín
hafa titrað, er hún talaði, eða hversvegna
gat henni orðið svo um þetta? Það var
bjánalegt að hrífast af hinni sorglegu
hlið þessa viðburðar og það var bjána-
legt, að vera svona eins og á nálum. Steve
gat séð fótum sínum forráð. Hann var
jafnvel jafningi þessa harðgerða villi-
manns, sem virti mannslíf einskis, þessa
lögbrjóts, sem sennilega hafði gengið
glæpabrautina árum saman og nú var að
leggja upp í gang sinn, um síðustu mílu
þeirrar brautar.
Hversvegna var hún svona trufluð,
hvað átti þessi örvæntingarótti að þýða?
Jane frænka vafði saman prjóna sína
Flóttamaðurinn frá Texas 95
og bjóst til að fara. Hún hafði ekki hug-
mynd um að í dagstofunni var þegar
byrjað einvígi, sem sennilega mundi enda
með ósköpum.
— Verður þú samferða, Molly, spurði
hún.
— Ekki — ekki alveg strax, svaraði
Molly.
— Góða nótt þá, og sofið vel.
Er dyrnar luktust á eftir henni, tók
Walsh til máls. Hann hækkaði ekki rödd-
ina, en Molly fannst stálhljómur í henni.
— Nú er bezt að við tölum í alvöru,
herra Webb Barnett. Hefir þú skilið að
nú ert þú fangi minn?
— Mér hefir skilist að þú héldir það,
svaraði hinn maðurinn kuldalega.
Molly flaug í hug setning, sem þulur-
inn hafði sagt: „Ósennilegt að hann láti
taka sig án þess að berjast fyrir frelsi
sínu til hins ýtrasta."
— Þarftu endilega að gera þetta, Steve,
spurði hún í ofboði.
— Ég verð að gera það, Molly, svaraði
vinur hennar, en tók ekki augun af
manninum, sem átti hattinn merktan
stöfunum W. B.
— Montana væntir þess, að hver ein-
asti sýslumaður geri skyldu sína, ungfrú
Prescott, sagði Taylor háðslega.
— Ég hefi verið blindur, sagði Walsh.
— Mér fannst ég þekkja þig, en mér var
“~“GAMLA Eíó—
María Walewska.
Heimsfræg Metro Goldwyn
Mayer stórmynd, er gerist
á árunum 1807—1812 og
segir frá ástum pólsku
greifafrúarinnar Maríu
Walewsku og Napoleons
keisara.
Aðalhlutv. leika tveir á-
gætustu og frægustu kvik-
myndaleikarar heimsins:
GRETA GARBO
og
CHARLES BOYER.
°*NÝJA bÍÓ“~^°—"
„Jezebel“.
(Flagff undir fögru skinni)
Tilkomumikil amerísk
stórmynd frá Wamer Bros,
er gerist í New Orleans ár-
ið 1850. —
Aðalhlutv. leikur fræg-
asta „Karakter“-leikkona
nútímana:
BETTE DAVIS
Óoq rn f
HENRY FONDA og
GEORGE BRENT.
Börn fá ekki affgang.
IAlúðarpakkir til allra þeirra, er sýndu mér |í:
| velvild og hugulsemi á 40 ára prestskapar af- $
| mœli mínu. ii:
| Meulenberg |
| biskup. |
« íi
Óperusöngvari
Stefán Guðmundsson
syugur í Gainla Ríó í kvöld kl. 7.15
með aðstoð Árna Kristjánssonar pianóleikara.
Aðgöngumiðar seldir í Bókaverzlun S. Eymundssonar og
Hljóðfæraverzlun Sigríðar Helgadóttur.
SÍÐASTA SIIVIV.
Graiið grær —
Gleymið ekki að tryggja
ykkur góða sláttuljái
í tæka tíð.
Eylandsljáirnir írá Brusletto
reynast bezt.
Þeir eru handslegnir
og hertir í viðarkolum.
Samband ísl. samvinnuiélaga
Símí 1080.
THE WORLD'S GOOD NEWS
will come to your home every day through
THE CHRISTIAN SCIENCE MONITOR
An Xnternational Daily Newspaper
It records íor you the world’s clean, constructive doings. The Monltor
does not exploit crime or sensation; neither does it lgnore them,
but deals correctively with them Features for busy men and alí the
family, including the Weekly Magazine Section.
The Christian Science Publlshing Society
One, Norway Street. Boston. Massachusetts
Please enter my subscripMon to The Christian Science Monitor for
a period of
1 year $12.00 6 months $6.00 3 months $3.00 1 month $1.00
Wednesday issue, including Magazine Section: 1 year $2.60. 6 issues 25o
Name_____________
Address „
Samþle Coþv on Requeft
§nðiD
fer austur um til Siglufjarðar
fimmtudaginn 22. þ. m. kl. 9
síðdegis.
Pantaffir farsefflar óskast
sóttir og flutningi skilaff á miff-
vikudag.
Vinnið ötullega fyrir
Tímann.
Dregiff var í
happdrætti
Lestrarfélags Skeiffahrepps
30. maí 1939, á skrfistofu sýslu-
manns Árnessýslu. — Vinninga
hlutu eftirtalin númer: 184,
708, 512 og 23.
STJÓRNIN.
Innheimtumenn!
Vinnið ötullega að innheimtu
og útbreiðslu Tímans í ykkar
sveit. Svarið fljótt bréfum frá
innheimtu blaðsins í Reykjavík,
og gerið skil til hennar svo fljótt
sem möguleikar leyfa. Tíminn
er ódýrasta blaðið, sem gefið er
út á íslandi. Allir Framsóknar-
menn eiga að kaupa, lesa og
borga Tímann.