Tíminn - 27.06.1939, Qupperneq 1
RITSTJÓRAR:
GÍSLI GUÐMUNDSSON (ábm.)
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON.
FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR:
JÓNAS JÓNSSON.
ÚTGEFANDI:
FRAMSÓKNARFLOKKURINN.
RITSTJÓRNARSKRIFSTOFUR:
EDDUHÚSI, Lindargötu 1 d.
SÍMAR: 4373 og 2353.
AFGREIÐSLA, INNHEIMTA
OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA:
EDDUHÚSI, Lindargötu 1d.
Sími 2323.
PRENTSMEÐJAN EDDA h. í.
Símar 3948 og 3720.
23. árg.
Reykjavík, þrlðjudaginn 27. júní 1939
73. blað
Myndin er tekin af Hvanneyrarhátíðinni á sunnudaginn. Runólfur Sveins-
son skólastjóri er í rœðustólnum og sést aðeins nokkur hluti mannfjöld-
ans, sem hlustaði á rœðu hans
Hátíðahöldín á Hvanneyri
Um 1000 maims tókn þátt í þeim á sminu-
dagiim. Skólanum bárust margar góðar gjaíir.
g.
Þessi mynd er frá biskupsvígslunni á sunnudaginn. Fyrir altarmu siu/Ma:
Jón biskup Helgason fyrir miðju, Bjarni Jónsson vígslubiskup honum til
hœgri handar og Friðrik Rafnar vígslubiskup til vinstri. Framan við grát-
urnar stendur biskupse/ni, séra Sigurgeir Sigurðsson, og hjá honum vígslu-
vottarnir, vinstra megin á myndinni, séra Friðrik Hallgrímsson og séra Þor-
steinn Briem og hœgra megin séra Jósef Jónsson og bak við hann er séra
Ólafur Magnússon.
Samníngar Breta og Rússa
Yilja Sfússar frekar semja við Rjóðverja?
■ , .'V j&teu&J:-* jvsm
Biskups-
vígslan
Hátíðlejgasta kirkjuleg
athöfn, sem fram lief-
ir farið hér um langt
skeið.
Séra Sigurgeir Sigurðsson var
vígður til biskups yfir íslandi á
sunnudaginn með mikilli við-
höfn.
Vigsluathöfnin hófst klukkan
10 árdegis með því að um átta-
tíu prestar og kennimenn gengu
hempuklæddir í skrúðfylkingu
frá dyrum þinghússins að dóm-
kirkjunni, tveir og tveir saman.
f kirkjunni hófst athöfnin
með því, að séra Halldór Kol-
Sigurgeir Sigurðsson biskup.
beins flutti bæn. Messusöng
fluttu séra Garðar Þorsteinsson
og séra Jón Þorvarðsson. Séra
Priðrik Hallgrimsson lýsti vigslu
og las upp æfiágrip biskupsefnis.
Að lokinni vígslulýsingu var
sálmur sunginn. Meðan sálmur-
inn var sunginn gengu biskupar,
biskupsefni og vigsluvottar, pró-
fastarnir Þorsteinn Briem, Ólaf-
ur Magnússon.FriðrikHallgríms-
son og Jósef Jónsson, og tveir
ynstu prestarnir, séra Guð-
mundur Helgason og séra Sigur-
björn Einarsson, úr skrúðhúsi og
inn í kórinn. Gekk Jón biskup
Helgason fyrir altari, ásamt
vígslubiskupum báðum, en bisk-
upsefni og vígsluvottar krupu
fyrir framan altarisgráturnar.
Flutti biskup vígsiutón og vígslu-
ræðu, tók biskupseiðinn af
vígsluþega og lagði loks hendur
yfir hann með þessum orðum:
„Svo fel ég þér á hendur hið
heilaga biskupsembætti og vígi
þig til biskups í nafni guðs föð-
ur, sonar og heilags anda.“
Lögðu þá vígsluvottar einnig
hendur yfir hinn nýja biskup.
Að lokinni bænagerð og
sálmasöng steig Sigurgeir biskup
í stólinn og flutti ræðu.
í lok þessarar virðulegu at-
hafnar fór fram altarisganga;
gekk hinn nýi biskup, ásamt
prestum, til altaris. Þjónuðu þeir
séra Friðrik Friðriksson og séra
Friðrik Hallgrímsson við altarið.
Þessi athöfn mun lengi verða
minnisstæð öllum þeim, sem við
voru staddir eða á hlýddu, svo
virðuleg og fögur var hún.
Mikil hátíðahöld voru að
Hvanneyri um síðustu helgi
vegna fimmtíu ára starf-
semi bændaskólans þar, og
stóðu þau í tvo daga. Var
staðurinn fánum skreyttur
og tjaldbúð mikilli slegið á
túninu.
Á laugardaginn var þar haldið
nemendamót, er um 260 manns
sóttu. Sátu það meðal annarra
Björn Bjarnarson í Grafarholti,
sem er upphafsmaður skólans,
og tveir af þeim fimm nemend-
um, sem luku þaðan fyrstir prófi,
þeir Hjörtur Hansson bóndi á
Grjóteyri og Gísli Þorbjarnarson
úr Reykjavík. Einnig sóttu há-
tíðahöldin Ólafur Jónsson, sem
urn skeið var skólastjóri að
Hvanneyri, Ragnheiður Torfa-
dóttir, ekkja Hjartar skólastjóra
Snorrasonar, og Svava Þórhalls-
dóttir, ekkja Halldórs skóla-
stjórastjóra Vilhjálmssonar, á-
samt fimm börnum þeirra.
Frú Svafa og börn hennar af-
hentu skólanum fimm þúsund
króna sjóð til minningar um
Halldór Vilhjálmsson. Skal verja
fé úr honum til að styrkja
Hvanneyringa til framhalds-
náms. Nemendur veturinn 1917
•—18 færðu skólanum sjóð að
upphæð 720 krónur, er veita skal
fé úr í svipuðu skyni. í sam-
í garðyrkjustöðinni að Laugarvatni
eru nú í ár gerðar umfangsmestu til-
raunir með kartöfluafbrigði, sem fram-
kvæmdar hafa verið hér á landi. Barst
Ragnari ■ Ásgeirssyni garðyrkjuráðu-
naut nýlega sending af útsæði af
frostþolnum kartöfluafbrigðum frá
jurtakynbótastöðinni í Svalöf, alls 500
afbrigði. Var niðursetningu kartafln-
anna lokið í byrjun vikunnar siðustu.
Saga þessara svonefndu frostþolnu
kartöfluafbrigða er sú, að fyrir tíu
árum sendu Sviar grasafræðileiðangur
til Suður-Ameríku, til þess að safna
kartöflutegundum, sem vaxa þar villt-
ar í háfjöllunum. Fundu þeir af-
brigði, sem þola svo mikinn kulda
í sínum eiginlegu heimkynnum,
að blöð og stönglar skemmast ekki í
allt að 10—12 stiga frosti. Þessar teg-
undir hafa Svíar síðan kynbætt með
tilliti til annarra eiginleika. Fyrir
tveim árum lagði Ragnar Ásgeirsson
drög að því að fá þessi afbrigði til
reynslu hér á landi. Eðlilega fæst
ekki í ár nein reynsla um uppskeru,
sem þessi afbrigði gefa, þar eð út-
sæðið kom svo síðla á ákvörðunarstað,
en hins vegar ætti í haust að fást
nokkur reynsla um frostþolið. Er gert
ráð fyrir, að mörg þessara afbrigða
þoli 3—4 stiga frost, án þess að þau
saki. En þótt þessar tilraunir I sumar
gefi æskilegar niðurstöður, þarf al-
bandi viö umræður innan nem-
endafélagsins Hvanneyringur
um aukna smíðakennslu og full-
komið smíðaverkstæði að
Hvanneyri, kom Björn i Grafar-
holti af stað sjóðstofnun, er í
var safnað á þriðja hundrað
krónum með frjálsum samskot-
um. Fénu á að verja til kaupa á
áhöldum í fyrirhugaða smíða-
stofu og nefnist sjóðurinn
Steðjasjóður. Hét Búnaðarfélag
(Framh. á I. siðu)
Forsœtisráðherra flytur rœðu á
Hvanneyrarhátíðinni. Stendur liann í
hinum fagra rœðustól, sem Mýra- og
Borgarfjarðarsýsla gáfu skólanum.
mermingur ekki að vænta þess að fá
þessi afbrigði til ræktunar, fyrr en eftir
allmörg ár og ítarlega prófun þeirra.
t t t
í gærkvöldi komu hingaö til lands
40 þátttakendur í norræna fræðslu-
mótinu að Laugarvatni. Eru þeir lang-
flestir sænskir, en nokkrir finnskir,
norskir og danskir. Mótið hefst í dag
og mun Sigurður Nordal prófessor
setja það. í kvöld flytur Sigurður Nor-
dal fyrsta fyrirlestur mótsins um ís-
land og íslenzka menningu. Á morgun
verða þrír fyrirlestrar fluttir. Sigurður
Þórarinsson jarðfræðingur flytur er-
indi á sænsku um náttúru íslands, Árni
G. Eylands talar á norsku um íslenzk-
an landbúnað og Jónas Jónsson flytur
fyrirlestur á dönsku um útlönd frá
sjónarmiði íslendinga. Fyrirhugað er
að mótinu ljúki næstkomandi þriðju-
dag með samsæti í Reykjavík, þar sem
Wennerström landshöfðingi, sem þá
verður kominn hingað, heldur ræðu
um samvinnu Norðurlanda. Mestum
tímanum verður að mestu varið
til fyrirlestrahalds, en nokkru til
skemmtiferða. Á laugardag verður
skemmtisamkoma haldin að Laugar-
vatni og mun þá úrvalsflokkur kvenna
úr K. R., Danmerkurfaramir, sýna
fimleika undir stjórn Benedikts Ja-
kobssonar.
Rússneska stjórnin hefir
hafnað seinustu tillögum ensku
stjórnarinnar um bandalag
Englands, Frakklands og Rúss-
lands gegn ágengni fastistarikj-
anna. Talið er víst að Bretar
muni a. m. k. gera ein samkomu-
lagstilraun enn.
í heimsblöðunum er mjög um
það rætt, hvorum aðilanum megi
kenna um það, að samningar
hafa ekki tekizt. Féllu dómar
flestra á þá leið, að Rússar eigi
sökina. Telja sum, að fyrir þeim
vaki að komast hjá öllu banda-
lagi við Breta og Frakka og
reyna frekar að ná samkomulagi
við fastistaríkin. Önnur álíta
sennilegt, að þau vilji ganga í
bandalagið, en vilji nota sér
örðugleika Breta og Frakka til
að fá sem mest fyrir stuðning
sinn.
í sambandi við þessar umræð-
ur benda blöðin á það, að fram-
koma þessara ríkja í utanríkis-
Vatnsdal.
Dragnótaveiðarnar byrjuðu norðan
lands um miðjan þennan mánuð, en
hófust um miðjan maí sunnan og
vestan lands. Eru þær leyfilegar frá 15.
maí — 30. nóv. á svæðinu frá Horna-
firði til Straumness vestra, en frá 15.
júní — 30. nóv. á svæðinu frá Straum-
nesi til Hornafjarðar. Veiði hefir verið
góð nyrðra, en treg sunnan og vestan
lands. Er heildarveiðin miklu minni nú
en á sama tíma í fyrra. Nýlega er tek-
ið til starfa á Skagaströnd hraðfrysti-
hús, sem Kaupfélag Skagstrendinga
hefir látið reisa, og hefir því borizt
meiri afli en það hefir getað tekið á
móti. Veiðin hefir verið einna bezt á
Húnaflóa.
t t r
Grímur Gíslason í Saurbæ í Vatns-
dal skrifar Tímanum: Á heimilum hér
í sveit er nokkuð unnið að túnsléttun
og nýrækt. Bændur fá plægingamann,
sem fer um sveitina til þess að opna
landið, en annast herfingu sjálfir, enda
hafa nú flestir keypt sér herfi, einir
eða í félagi við nágranna sína. —
Sauðburður gekk vel eins og vænta
má, í svo hagstæðri tíð, sem var í vor.
Tvílembdar ær eru í flesta lagi og mun
það stafa af því, að meðferð fénaðar
er er mun betri en áður, síðan því
fækkaði af völdum mæðiveikinnar. Er
hugsunarháttur manna að færast í það
(Framh. á 4. síðu)
málum þann tíma, sem samn-
ingarnir hafa staðið yfir, sýni
glöggt að Bretum hljóti að vera
það meira alvörumál en Rússum.
Á þessum tima hafa Bretar
heitið Póllandi, Frakklandi,
Grikklandi og Rúmeníu hernað-
arlegri hjálp, ef á þau væri ráð-
izt og gert opinbert bandalag við
tvö fyrstnefndu rikin. Þeir áttu
upptökin að samningunum við
Rússa, sendu Halifax lávarð á
þjóðabandalagsfundinn í Genf í
þeirri von að hann gæti þar rætt
þessi mál við Molotoff eða Pot-
emkin, og nú hafa þei'r sent sér-
stakan sendimann, Strang, til
Moskva í þessum erindagerðum.
Jafnframt hafa þeir sýnt alvöru
sína í innanríkismálum með
stofnun sérstaks birgðaráðu-
neytis og undirbúningi almennr-
ar herskyldu.
Meðan Bretar hafa farið þessu
fram hafa Rússar m. a. gert
eftirfarandi: Þann 4. apríl mót-
mælti rússneska ríkisfréttastof-
an þeirri frétt, að Rússar hefðu
heitið Pólverjum að selja þeim
hergögn, en stöðva alla sölu á
hráefnum til Þýzkalands, ef til
styrjaldar kæmi milli Pólverja
og Þjóðverja. í lok aprílmánað-
ar ræðir Potemkin aðstoðarut-
anríkisráðherra við stjórnirnar í
Tyrklandi, Búlgaríu og Rúmen-
íu, án þess að nokkur árangur
komi i ljós. í byrjun maí verður
Litvinoff utanrkisráðherra, sem
barizt hefir flestum öfluglegar
fyrir bandalagi gegn einræðis-
ríkjunum, að láta af störfum.
Um miðjan maí láta Rússar
Maisky sendiherra sinn í Eng-
landi fara til Genf í stað þess
að senda þangað Moltoff eða
Potemkin, en Maisky gat Hali-
fax daglega hitt í London. Sein-
asta dag maímánaðar heldur
Molotoff ræðu um utanríkismál
í rússneska þinginu. Hann deildi
þar harðlega á Bretland og
Frakkland og endurtekur þau
ummæli Stalins „að Rússland
muni ekki láta teymast út í
styrjöld af stríðsæsingamönnum,
sem séu vanir að láta aðra skara
eld að köku sinni.“ Jafnframt
tekur hann það fram, að sam-
búðin milli Rússlands og Ítalíu
fari batnandi, og bráðlega verði
gerður verzlunarsamningur við
Þýzkaland.
Rússnesku blöðin hafa oft á
þessum tíma ráðizt mjög harð-
lega á Breta og Frakka og ásak-
að þá um alvöruleysi í samninga-
gerðinni. Virðist það furðulegt
í meira lagi að rússneska stjórn-
Á víðavangi
Vestur-íslendingar hafa enn
einu sinni sýnt hlýhug sinn til
íslands. Nokkru eftir áramótin
birtu vestanblöðin ávarp frá sjö
málsmetandi Vestur-íslending-
um, þar sem skorað er á landa
vestan hafs, að leggja fram
nægilegt fé til að reisa
fyrir myndastyttu af Leifi
Eiríkssyni, sem höfð væri á
íslandsdeild heimssýningarinnar
í New York í sumar, en yrði síðan
lcomið fyrir á heppilegum stað
í Ameríku. Var gert ráð fyrir, að
15 þús. kr. myndu nægja. Þetta
fé safnaðist á mjög stuttum
tíma. Kemur fram í þessu sá vel-
vilji og ræktarhugur, sem Aust-
ur-íslendingum er skylt að
minnast og endurgjalda. Þeir,
sem gengust fyrir fjársöfnun-
inni, voru séra Rögnvaldur Pét-
ursson, Ásmundur Jóhannsson,
Árni Eggertsson, B. J. Brandsson,
G. Grímsson, G. B. Björnsson og
Vilhjálmur Stefánsson.
* * *
Á fundi, sem fulltrúar frá
Sjúkrasamlögunum héldu ný-
lega, var skorað á heilbrigðis-
stjórnina að lækka lyfjataxtana.
Er það ljóst af hinum mikla
gróða lyfjabúðanna undanfarin
ár, að taxtarnir eru nú alltof há-
ir. Má í þessu sambandi geta
þess, að lyfjabúð Kaupfélags Ey-
firðinga hefir getað endurgreitt
viðskiptamönnum sínum 8% af
viðskiptum þeirra. Verður að
telja víst, að heilbrigðisstjórnin
bregðist vel við þessari áskorun
og láti þess ekki vera langt að
bíða, að fullkomin leiðrétting
verði fengin á þessum málum. Er
vissulega hart til þess að vita, að
veikindi fátæks fólks skuli vera
lyfsölunum jafn mikill gróða-
vegur og nú á sér stað.
* * ý
Á sama fundi var vakin at-
hygli á því, að læknar tíðka það
oi'ðið mjög mikið, að gefa fólki
svonefnd vitaminlyf, og virðist
þeirra þó lítil þörf í mörgum til-
fellum. í raun og veru ættu að
gera öll slík lyf óþörf með bættu
og breyttu mataræði, sem jafn-
framt rnyndi eiga meiri samleið
með framleiðslumöguleikum
landsins. Ættu læknarnir frekar
að beita sér fyrir því máli, en að
fjölga ávísunum á vitaminlyfin.
Verður þetta mál væntanlega
rætt á fundi þeirra, sem haldinn
verður í þessari viku. Á síðastl.
ári nam kostnaðurinn við vita-
minlyfin 10% af öllum lyfja-
kostnaði Sjúkrasamlags Reykja-
víkur og sést gleggst á því, hve
mikil tízka þessar lyfjagjafir eru
orðnar hjá Reykjavíkurlæknun-
um.
Kosníngín í Austur-
Skaftafellssýsiu
Aukakosningin í Austur-
Skaftafellssýslu fór fram síðastl.
sunnudag og voru atkvæði talin
í gær.
Úrslit urðu þau að Jón ívars-
son kaupfélagsstjóri, sem bauð
sig fram utan flokka, fékk 334
atkvæði, Páll Þorsteinsson kenn-
ari, sem var frambjóðandi Farm-
sóknarflokksins, fékk 227 at-
kvæði, Arnór Sigurjónsson fékk
45 atkvæði. Auðir voru 9 seðlar
og 3 ógildir.
in skuli leyfa slikar árásir með-
an samningarnir standa yfir og
ósýnt er um málalok. Hinsvegar
hafa þau sama og ekkert deilt á
Ítalíu og Þýzkaland.
Alt þetta virðist benda til að
lítill hugur fylgi málum hjá
Rússum í samningagerðinni og
að þeir vilji gjarnan komast hjá
nánu bandalagi við Breta.
Það hefir vakið mikla athygli,
að þýzk blöð hafa rætt mjög
hóflega um Rússa undanfarna
mánuði, en þeim mun meira
deilt á Breta. í ræðum sínum
hafa þýzkir stjórnmálamenn yf-
(Framh. á 4. síðu)
A KROSSGÖTTJM
Umfangsmiklar tilraunir í kartöflurækt. — Norræna fræðslumótið að Laug-
arvatni. — Dragnótaveiðarnar. — Úr