Tíminn - 27.06.1939, Qupperneq 4
292
Tjmgngs jirlðjndaglim 27. jání 1939
73. blað
tR B/EIVUM
Félag ungra Framsóknarmanna
í Reykjavík efndi til skemmtiferðar
að Kleifarvatni og í Krísuvík um helg-
ina. Var farið úr Reykjavík á laugar-
dagskvöld og slegið tjöldum við Kleif-
arvatn sunnan vert. Á sunnudag voru
hverirnir skoðaðir og gengið niður á
Krísuvíkurberg. Þátttakendur voru 24.
Forsætisráðherra
efndi til samsætis í Oddfellowhús-
inu á' sunnudagskvöld í tilefni af bisk-
upsvígslunni. Sátu það um 200 manns,
þar á meðal dr. Jón biskup Helgason,
Sigurgeir biskup Sigurðsson, prestar,
sem í bænum eru staddur, og marglr
fleiri. Voru margar ræður fluttar í
hófinu.
Stórstúkuþingið
var sett hér i bænum í dag. Hófst
það með guðsþjónustu í dómkirkjunni
kl. 1%. Séra Magnús Guðmundsson í
Ólafsvík predikaði, en séra Friðrik A.
Friðriksson í Húsavík þjónaði fyrir alt-
ari. Að messu lokinni var þingið sett
í Góðtemplarahúsinu. Búizt er við, að
þingið standi fram yfir hádegi á föstu-
dag, en þá er fyrirhugað að slíta því.
Á þinginu verður samin starfsáætlun
og fjárhagsáætlun fyrir næsta ár,
kosnir embættismenn stúkunnar og
gerðar ályktanir varðandi áfengismál.
Þingið sækja að þessu sinni á annað
hundrað manns. Hefir stúkumeðlimum
fjölgað afar mikið seinustu árin og
tala þeirra meira en tvöfaldazt síðan
1935. Eru nú fleiri menn í stúkum hér
á landi heldur en nokkru sinni fyrr, að
fráteknum árunum 1927—28, eða nokk-
uð á tíunda þúsund manns. í barna-
og unglingastúkum munu nú vera um
4550 meðlimum, en nær 4900 manns í
hinum stúkunum.
Prófessor H. Nilsson-Ehle,
fyrverandi forstjóri fyrir tilrauna-
stöðínni í Svalöf í Svíþjóð, flytur
nokkra fyrirlestra á vegum Háskóla
íslands og verður þeim háttað sem hér
segir: 1. Sænskar jurtakynbætur í
þágu landbúnaðarins. Vinnuaðferðir og
árangur. Nýja Bíó, þriðjudaginn 27. þ.
m. kl. 17.—19. — 2. Kynbætur á skóg-
artrjám, einkum fyrir aukningu á litn-
ingafjölda. Nýja Bíó, miðvikudaginn
28. þ. m. kl. 19. — 3. Rannsóknir við-
víkjandi röntgenkynbrigðum í kornteg-
undum. Rannsóknastofa háskólans við
Barónsstíg, fimmtudaginn 29. þ. m. kl.
11 f. h. — Aðgangur að fyrirlestrum
þessum er ókeypis og heimill öllum.
Það skal tekið fram, að tveir fyrstu
fyrirlestrarnir eiga einkum erindi til
almennings, en þriðji fyrirlesturinn er
um sérstakar rannsóknir, sem eiga að-
allega erindi til lífeðlisfræðinga og sér-
fræðinga í ræktunartilraunum.
Engeyjarsund
var þreytt síðastliðinn laugardag og
voru þátttakendur þrír, Haukur Ein-
arsson, Pétur Eiríksson og Vigfús Sig-
urjónsson. Lagt var af stað frá Engey
kl. 6 og synt að steinbryggjunni.
Vegalengdin er 2600 metrar. Pétur Ei-
riksson tók forystuna strax, en Haukur
var aldrei yfir 10 metra á eftir honum,
þegar lengst var, og stundum því nær
samsíða. Synti Pétur skriðsund, en
Haukur bringusund. Náðu þeir báðir
miklu betri árangri heldur en nokkru
sinni hefir náðst, í Engeyjarsundi.
Afrek Hauks, sem synti bringusund alla
leið, er sérlega gott. Varð Pétur 53,35
mín., Haukur 53,46 mín. og Vigfús 67
mín. Er timi Vigfúsar einnig mjög góð-
ur, þegar tekið er tillit til þess, að
hann er aðeins 18 ára. Áður hefir Pétur
náð beztum tíma af þeim, er Engeyjar-
sund hafa þreytt, 63 mín. árið 1937.
Gestir í bænum.
Árni Jóhannsson gjaldkeri á Akur-
eyri og frú hans, Eiríkur Brynjóifsson
ráðsmaður í Kristneshæli og frú hans,
Jónas Kristjánsson mjólkursamlags-
stjóri á Akureyri, Björn Magnússon
prófastur á Borg, Björn O. Björnsson
prestur á Höskuldsstöðum, Eiríkur J.
Eiríksson prestur að Núpi í Dýrafirði,
Friðrik A. Friðriksson prestur í Húsa-
vík, Einar Guðnason prestur i Reyk-
holti, Gunnar Árnason prestur að
Æsustöðum í Langadal, Sigurjón Guð-
jónsson prestur í Saurbæ á Hvalfjarð-
arströnd, Valgeir Helgason prestur að
Ásum í Skaftártungu, Gísli Skúlason
prestur að Stóra-Hrauni í Árnessýslu.
Hátiðaliöldin
á Hvanneyri.
(Framh. a/ 1. síðu)
íslands 1000 krónum til smíða-
verkstæðisins og Hvanneyring-
ur 500 krónum.
Búnaðarsamband Borgar-
fjarðar, og hlutaðeigandi sýslu-
félög bæði, gáfu skólanum út-
skorinn ræðustól úr eik.
Gamlir nemendur og kennar-
ar gáfu málmsteypu af brjóst-
líkneski, sem Ríkarður Jónsson
hefir gert af Halldóri Vilhjálms-
syni.
Á sunnudaginn hófst almenn
samkoma að Hvanneyri og var
mjög fjölsótt, enda hið ágætasta
veður. Var mikill fjöldi fólks úr
héraðinu öllu og auk þess víða
vegu að af landinu. Er talið, að
þar hafi verið saman komið nær
eitt þúsund manns.
Klukkan 11 árdegis hófst
guðsþjónusta og prédikaði séra
Eiríkur Albertsson á Hesti. Að
guðsþjónustunni lokinni var
matarhlé, en eftir hádegi hóf-
ust ræðuhöld, söngur og fim-
leikasýning. Fluttu ræður Run-
ólfur Sveinsson skólastjóri,
Bjarni Ásgeirsson alþingismað-
ur, Pétur Ottesen alþingismaður,
Guðmundur Jónsson frá Torfa-
læk, Jón Hannesson bóndi í
Deildartungu, Pálmi Einarsson
ráðunautur, Steingrímur Stein-
þórsson búnaðarmálastjóri og
Hermann Jónasson forsætisráð-
herra. Á milli ræðanna söng
karlakórinn Fóstbræður undir
stjórn Jóns Halldórssonar.
Helgi Hjörvar las upp kvæði,
sem Jón Magnússon hefir ort í
tilefni af afmæli bændaskólans,
en við það kvæði hefir Sigurður
Þórðarson samið lag.
Að loknum ræðuhöldum söng
karlakórinn enn allmörg lög.
Þessu næst sýndi úrvalsflokk-
ur karla úr Glímufélaginu Ár-
mann leikfimi undir stjórn Jóns
Þorsteinssonar.
Klukkan 6 hófst dans og var
hann stiginn til klukkan 1 um
nóttina.
Brezk-rássneski
samnlngurinn.
(Framh. af 1. síðu)
irleitt forðast að minnast á
Rússa, en farið þeim mun harð-
ari orðum um stefnu Breta í al-
þjóðamálum.
í Póllandi er almennur ótti
við það, að samningar Breta og
Rússa mistakist, og niðurstaðan
verði samkomulag milli Rússa og
Þjóðverja, sem ef til vill kunni
m. a. að fjalla um sundurlimun
Póllands milli þessara rikja. En
Rússar hafa til skamms tíma
talið sig eiga tilkall til nokkurs
hluta Póllands.
Rússar hafa aðallega látið í
veðri vaka, að samningar þeirra
og Breta hafi hingað til strand-
að á afstöðunni til Finnlands og
Eystrasaltsríkjanna svonefndu.
Rússar vilja heita þeim í samn-
ingunum samskonar stuðningi
og Póllandi, en þau hafa ein-
dregið óskað þess, að slíkt yrði
ekki gert, því það væri brot á
hlutleysi þeirra og drægi þau
inn í átök stórveldanna. Einkum
Prestastefnan
Hin árlega prestastefna hófst
í gær kl. 1 e. hád. með guðsþjón-
ustu í dómkirkjunni. Séra Jakob
Einarsson prófastur þjónaði fyr-
ir altari, en séra Benjamín
Kristjánsson prédikaði.
Kl. 4 e. h. komu prestar aftur
saman í hátíðasal menntaskól-
ans og flutti hinn nýi biskup þar
setningarræðuna. Lét hann m. a.
svo ummælt:
„Ég vil gera allt, sem í mínu
valdi stendur til þess, að gera
skyldu mína og vera kirkjunni
og guði trúr. Um leið og ég
þakka próföstum og prestum
landsins fyrir það traust, sem
þeir sýndu mér, vil ég leggja á-
herzlu á, að við stöndum fast
saman. Framtíðarstarfið krefst
sameiginlegra sterkra átaka.
Það er trú mín, að prestastétt-
in standi fast um mál sín, og sú
trú var það, sem kom mér til að
taka að mér þetta vandasama
starf. Vér hefjum nýtt starfs-
tímabil í kirkju íslands, hefjum
það í nafni drottins Jesú Krists
og biðjum guð föður að vera í
verki með oss.“-----
Biskup minntist tveggja
presta, sem látist höfðu síðan
seinasta prestastefna var hald-
in, séra Bjarna Þorsteinssonar á
Siglufirði og séra Jóns Þorvalds-
sonar að Stað, ennfremur Sig-
fúsar Einarssonar tónskálds og
þriggja prestsekkna.
Tveir prestar voru vígðir á ár-
inu: Guðmundur Helgason að
Staðastað og Sigurbjörn Einars-
son að Breiðabólstað á Skógar-
strönd. Prófastar voru skipaðir:
Guðbrandur Björnsson í Skaga-
fjarðarpófastsdæmi, Þorsteinn
Jóhannsson í N.-ísafjarðarpró-
fastsdæmi, Björn Magnússon í
Mýraprófastsdæmi og Jón Þor-
varðarson í Skaftafellsprófasts-
dæmi.
Þá gat biskup ýmsra annara
kirkjulegra tíðinda, svo sem
Hraungerðismótsins, kirkjubygg-
inga, lausnarbeiðni Jóns Helga-
sonar biskups o. s. frv. Hann gat
þess, að nú væru 12 prestaköll
óveitt og væri það áhyggjuefni
að ekki skyldu fást menn í þau.
Þegar biskup hafði lokið ræðu
sinni, flutti Friðrik prófastur
Hallgrímsson erindi um fram-
tíðarstarf kirkjunnar fyrir æsku-
lýðinn. Verður það aðalviðfangs-
efni prestastefnunnar.
Um kvöldið voru flutt tvö er-
indi. Séra Gunnar Árnason flutti
erindi í dómkirkjunni kl. 8.15
um Krist og daglega lífið og séra
Sigurjón Guðjónsson flutti er-
indi í' fríkirkjunni kl. 9.15 um
finnsku kirkjuna.
Prestastefnan heldur áfram í
dag og á morgun og lýkur með
samverustund presta í Oddfell-
owhöllinni annað kvöld.
hefi'r finnska stjórnin andmælt
þessu kröftuglega. Bretar hafa
hinsvegar ekki viljað hafa þessi
ákvæði í samningum, án sam-
þykkis hlutaðeigandi ríkja, en
lýst sig fúsa til að hjálpa þeim,
ef þau þyrftu á aðsto'ð að halda
og óskuðu hennar. Þetta atriði
virðist því þannig vaxið, að ó-
þarft sé að láta stranda á því.
E.s. Mjyra
fer héðan fimtudaginn 29. júní
kl. 7 s. d. til Bergen um Vest-
mannaeyjar og Thorshavn.
Flutningi veitt móttaka til há-
degis á fimtudag. Farseðlar sæk-
ist fyrir kl. 6 á miðvikudag,
annars seldir öðrum.
P. SMITH & CO.
»Gull£oss«
fer á miðvikudagskvöld 28. júní
til Vestfjarða og Breiðafjarðar.
Farseðlar óskast sóttir fyrir
hádegi sama dag.
"~°**,"GAMLA EÍó**0-0-*0*"**
Skólastiilka
giftist
Hrífandi þýzk skemmti- I
mynd, er gerist í Wien.
Aðalhlutverkin leika:
Gusti Huber, Hans Moser
o. fl.
Aukamynd:
BJÖRGUN
ÚR SJÁVARHÁSKA.
o—0—°* NÝJA BÍÓ>°~°~°-“I>
Síðasti maður
um borð
Stórfengleg og afar spenn-
andi amerísk kvikmynd, er
lýsir hinu viðburðaríka og
hættulega starfi manna í
strandgæzluflota Banda-
ríkjanna.
Aðalhlutverkin leika:
Victor McLaglen,
Preston Foster og
Ida Lupino.
I. O. G. T. I. O. G. T.
Storstiikuþingið
hefst þriffjudaginn 27. júní með messu í dómkirkjunni kl. 1% e. h.
Fulltrúar og aðrir templarar mæti í Templarahúsinu kl. 1 og verð-
ur þaðan gengið í kirkju.
Ræðu flytur síra Magnús Guðmundsson frá Ólafsvík, en fyrir
altari þjónar séra Friðrik A. Friðriksson frá Húsavík.
»Dctti£oss«
fer á fimtudagskvöld 29. júní um
Vestmannaeyjar til Grimsby og
Hamborgar.
Farseðlar óskast sóttir fyrir
hádegi sama dag.
Að lokinni messu verður þingið sett, kjörbréf rannsökuð og
stig veitt. Félagar, sem ætla að fá stórstúkustig, hafi með sér skír-
teini frá stúku sinni um rétt þeirra til stigsins.
Unglingaregluþmgið
verður sett viðvikudaginn 28. júní klukkan 10 árdegis.
Jónas Kristjánsson læknir flytur erindi. Söngfélag I.O.G.T. syng-
ALLTAF "
S A M A
TÓBAKIÐ
í BRISTOL
Bankastræti 6.
- Sími: 4335. -
REYKJAVÍK.
Þetta þjóðíræga neftóbak, sem
er selt á snyritlegum flöskum,
er sent gegn póstkröfu um
land allt.
ur — Allir templarar velkomnir.
Fulltrúar beðnir að afhenda kjörbréf sín til skrifstofu stórstúk-
unnar, sem fyrst.
Skrifstofu Stórstúku íslands, 25. júní 1939.
Friðrik A. Brekkan. Steindór Björnsson.
Jóh. Ögm. Oddson.
Skríistofur vorar
verða lokaðar á morgun (miðvikudag).
Sölusamband íslenzkra
0
Sígurður Olason &
fiskfiramleidenda.
Egíll Sígurgeírsson
Máliluiningsskrifstofa
Austurstræti 3. — Sími 1712
Estneska stjórnarblaðið „Paee-
vale“ hefir líka látið svo um-
mælt, að tæpast sé hægt að líta
öðruvísi á þetta en „sem tylli-
ástæðu Rússa til að komast hjá
nánu bandalagi við Breta og
Frakka".
2O°|0 3O°|0 45°|0
S T A R
Mjólkursamlagi Eyfirdinga
alltaf fyrirlíggfjandi
Á krossgötum.
í heildsölu.
(Framh. af 1. síðu)
horf, að láta hvern einstakling færa
sem mestan arö, í stað þess að áður
var lögð áherzla á að hafa fjöldann
sem mestan. — Elztu menn hér um
Samband ísl.samvínnufélaga
Sími 1080.
106 William McLeod Raine:
ræninginn hefði gefist svo fljótt upp.
Ef hann léti fara með sig til Texas aft-
ur, væri úti um hann. Hún hafði í-
myndað sér, að hann mundi heldur
berjast, en sætta sig við slík örlög. En
þetta kom ekki málinu við þessa stund-
ina, hún varð að berjast fyrir hann, úr
því að hann hafði ekki barist sjálfur.
Steve gekk um gólf í næsta herbergi
og var að búa allt undir nóttina. Hún
heyrði óminn af samtali. Nú var glugg-
inn opnaður og hún heyrði braka í
rúminu, er sýslumaðurinn lagðist út af.
Eftir það var allt hljótt.
Molly afklæddi sig hljóðlega, fór í
samfesting og flúnelskyrtu og dróg
flókaskó á fætur sér.
Hún dróg upp beittan vasahníf, úr
skúffu í dragkistu sinni. Síðan leit hún
órólega á armbandsúrið sitt. Hún varð
að bíða unz allir væru gengnir til náða.
Hálfri stundu síðar læddist hún út úr
herbergi sínu og niður stigann. Hún
opnaði útidyrnar og gekk yfir til hest-
hússins. Buck Timmings myndi sofa
uppi á hesthúsloftinu, en það var ó-
sennilegt að hún vekti hann, því að
hann var frægur fyrir hvað hann svaf
fast.
Blesótti klárinn var á þriðja bás og
beizli hans hékk á veggnum fyrir aftan
hann. Molly þorði ekki að kveikja á
Flóttamaðurinn frá Texas 107
Ijóskeri og lagði því við hann í myrkr-
inu. Því næst þreifaði hún uppi ábreiðu
og hnakk. Hún var oft búin að stanza,
til þess að hlusta eftir, hvort Buck væri
ekki vaknaður, áður en hún var búin
að leggja við hestinn.
Þegar hún teymdi klárinn að runn-
unum að húsabaki, brakaði svo mikið í
snjónum undir hófum hans, að hún
skalf af ótta. Hún sá engin ljós, hvorki
í skálanum né íbúðarhúsinu, en henni
fannst að skuggarnir í kring hreyfðust
og horft væri á hana þaðan. Hún batt
klárinn með rennihnút við grænt tré.
Síðan læddist hún að trénu, undir
glugganum á herbergi Bobs. Nú voru
liðin mörg ár, síðan hún hafði klifið
það, en í fyrri daga hafði hún oft not-
að tréð sem stiga, að glugganum. Síðan
höfðu verið höggnar greinar af trénu,
en hún hélt samt að sér mundi takast
að ná gluggakistunni.
Tréð var bolstutt og limmikið. Hún
varpaði kaðli yfir lægstu greinina og
las sig upp hann með handafli og síðan
hljóðlega grein af grein. Loks skreið
hún eftir grein, sem lá í áttina til
gluggans. Hún rétti varlega fram hnéð
og aðra hendina eftir gluggakistunni.
Andartaki síðar sat hún þar saman-
hnipruð og hélt niðri í sér andanum,
hlustandi, gegn um opinn gluggann.
slóðir muna ekki annað vor jafngott
og þetta, nema ef vera kynni árin 1879
eða 1880. Talið er að gróður sé að
minnsta kosti þrem vikum fyrr á ferð-
inni en venjulega. Á einum bæ hér í
sveitinni, Hofi, var sáðslétta slegin 30.
maí og mun slíkt með öllu eins dæmi á
Norðurlandi, að tún séu slegin í sjöttu
viku sumars. í garða var sett á tíma-
bilinu 14.—20. maí. Er um mikla aukn-
ingu á garðlöndum að ræða í ár og sér-
staklega færist kartöflurækt í aukana.
Kopar
keyptur í Landssmiðjunni.
Til anglýsenda!
Timinn er gefinn út i
fleiri eintökum en nokk-
urt annað blað á íslandi.
Gildi almennra auglýs-
inga er í hlutfalli við
þann fjölda manna er les
þær. Timinn er öruggasta
boðleiðin til flestra neyt-
endanna í landlnu. —
Þeir, sem vilja kynna vör-
ur sinar sem flestum
auglýsa þær þessvegna í
Timanum —
keppa annað kvöld kl 8,30 stundvíslega
Nota landarnír síðasta tækífærid
til að sigra?
Allir verða að sjá
0 nrslitaleikiiiu! 0