Tíminn - 01.07.1939, Blaðsíða 4
300
1'ÍMlM, langardaginn 1. júli 1939
75. blað
Ræða forsætísráð-
herra á afmælíshátíð
Hvanneyrarskólans
(Framh. af 3. síSu)
ar, sem eru að vaxa upp út frá
þessum skólum í þeirri eyði-
mörk, sem ánauð aldanna hefir
fært landinu, munu ef vel er að
staðið, verða samfelldar lendur
áður en langt líður. Og ég er ekki
í neinum vafa um það, að fólks-
fæðin í sveitinni verður minni
ef það tekst að byggja íslenzkt
sveitaheimili upp á þennan hátt.
Ræktun, húsbyggingar, slát-
urhúsbyggingar, mjólkurbú,
samgöngur og samvinnuverzlun
bændanna, var aldrei annað en
fyrsta sporið. Það var tekið, sem
var fljótvirkast og afkastamest
í einskonar skyndivörn. En nú
verður þetta starfssvið að
stækka, og í sveitunum verður
að byggja upp aftur gróna
menningu. Og við höfum nú
betri tæki til þessa heldur en
nokkru sinni fyrr, — skólana.
Við verðum að haga vinnuaö-
ferðum okkar þannig, að við
gerum okkur þess grein hvernig
við viljum byggja upp íslenzk
sveitvheimili framtíðarinnar. Ef
til vill verður það eitthvað í lík-
ingu við það, sem ég lýsti áðan,
og síðan eigum við að miða starf
bændaskólanna, húsmæðraskól-
anna og héraðsskólanna við
þetta hlutverk, og við það hlut-
verk eitt. Sú menntun, sem þeir
veita á öll að vera við það mið-
uð, að nemendurnir, sem þaðan
koma, séu færir um að byggja
upp og starfrækja slík heimili.
Til hvers eru héraðsskólar,
bændaskólar og húsmæðraskól-
ar, ef ekki einmitt til þessa? Þeir
eiga ekki að vera trappa upp í
æðri skóla. Við höfum nóg af
þeim. Það er þetta, sem við
verðum að gera ráð fyrir og
miða skólana við.
Við höfum skóla fyrir presta,
lækna, lögfræðinga og hvers-
konar sérgreinar, algerlega eft-
ir því hvaða starf nemandinn
ætlar sér í iífinu. Við verðum
einnig að læra það, að fyrir hið
vinnandi fólk, sem fæst við
framleiðsluna, verða að vera
skólar, sem miðaðir séu við þess
hæfi.
Ég get skýrt ykkur frá því, að
ég hefi stuttu áður en ég kom
hingað gert grein fyrir nauð-
synlegum breytingum, sem gera
þarf á barnafræðslunni, úr of
míklum innisetum og bóknámi
í meira verklegt nám. Mér var
það mikil ánægja að finna af
samtölum við barnakennarana,
að sama skoðun og viðhorf er
að skapast hjá þeim á þessum
málum. Nýlega hefir verið skip-
uð nefnd þriggja manna, til þess
að athuga þessi mál fyrir haust-
þingið. Þessi sama nefnd á einn-
ig að taka til endurskoðunar og
undirbúnings fyrir haustþingið
mikið verk, sem Ludvig Guð-
mundsson skólastjóri hefir af
hendi leyst, um þegnskyldu-
vinnu hér á landi.
í bændaskólunum er, eins og
ég áðan sagði, tekið upp verk-
legt nám, og það hefir lengi
verið í húsmæðraskólunum með
ágætum árangri. Nú hefir einn-
ig garðyrkjuskólinn á Reykjum
bæzt við. Fræðslumálastjórnin,
í satnráði við kunna skólamenn,
mun bráðlega boða skólastjóra
gagnfræða- og héraðsskólanna
á fund til þess að ræða um meira
verklegt nám í skólum.
Vinnan á að skipa öndvegið í
uppeldis- og skólakerfi okkar.
Við höfum engan auð og getum
ekki lifað af rentum. Vinnan er
okkar gjaldeyrir, og með virð-
ingu manna fyrir vinnunni fell-
ur og stendur landbúnaður bæði
hér og annarsstaðar. Ég veit það
mætavel, að hinir bölsýnu koma
með allskonar mótbárur. Ég
þekki allar þessar mótbárur. Ég
er eins og þið flest, sem á mig
hlustið, uppalinn í sveit og hefi
vanist því að gera mér grein
fyrir erfiðleikunum fyrirfram.
En ég hefi einnig átt þann eigin-
leika og á hann enn, að trúa því,
vera blátt áfram viss um það, að
erfiðleikarnir væru næstum ætíð
yfirstíganlegir. Ég sé líka mæta-
vel hvaða vopn þeir hafa í hönd-
um, sem vilja berjast fyrir þess-
um málstað. Ég vildi sjá þá
menn, sem rísa upp gegn því að
vinna, íþróttir og verklegt nám
verði ekki aðeins aukið heldur
stóraukið í skólum landsins. Ég
vildi sjá hvað yrði úr mótstöðu
þegar reynzlan hefir sýnt að
mikill hluti æskumanna er eyði-
lagður af iðjuleysi, meðan
sveitafólkið er ofþjakað af vinnu,
og verkefnin bíða hvarvetna ó-
leyst.
Vissulega veit ég að breyting
skólakerfisins er erfið í fram-
kvæmd, og vandi á höndum um
góða forystumenn. En ég hefi
séð menn hins nýja tíma, for-
stöðumenn og skólastjóra, ár-
risula fylgja verkamönnunum
til samstarfs og stjórnar. Ég
hefi séð þessa sömu menn prúð-
búna taka á móti góðum gest-
um. — En ég hefi einnig séð aðra
lufsast í náttslopp um hádegi,
þótt verkefnin biðu allt um-
hverfis. Þessir menn verða að
víkja úr vegi, því að þeir eiga
þarna ekki heima. Ég er heldur
ekki í vafa um hvor „tízkan“
muni sigra. Við höfum öll rök
heilbrigðrar skynsemi með okk-
ur og við höfum einnig það, sem
meira er um vert: Vakningin er
komin. Og það, sem mestu máli
skiptir er það, að hún er borin
uppi af miklum hluta æskunn-
ar sjálfrar í þessu landi, þeim
hluta hennar, sem er þróttmest-
ur og veit hvað hann vill. —
Þannig er viðhorf mitt, þannig
er trú mín á framtíðina, og fyr-
ir þessu mun verða barizt. Og
framtíð landbúnaðarins og
framleiðslunnar er undir því
komin, að það vinnist.
En nú verð ég að fara að tak-
marka mál mitt. Ég hefi við
þetta tækifæri minnst á skóla-
málin og hlutverk þeirra í upp-
byggingu sveitanna.
En að lokum vil ég segja þetta
í sambandi við fólksflutninga úr
sveit í kaupstað, að ég er ekk-
ert bölsýnn í því máli. Ég lít svo
á, að þar sé aðeins um visst
gelgjuskeið að ræða í lífi
þjóðarinnar, sem hún muni
komast yfir. Þegar menn hafa
fengið meiri yfirsýn yfir lífið í
þessu landi og það, sem landið
tlR BÆNUM
Prjónlessýning,
sem þær standa fyrlr, Anna Ás-
mundsdóttlr og Laufey Vilhjálmsdóttir,
verður opnuð í Iðnskólanum í dag kl.
1. Á sýningunni verður sýnt sérstaklega
mikið af íslenzku bandi, bæði í sauðar-
litum og jurtalitað, og þá jafnframt
jurtirnar, sem notaðar eru til litunar.
Knattspyrnukeppni
fór fram síðastl. fimmtudag milli
starfsmanna í Edduhúsinu og starfs-
manna S. í. S. Sigraði Edduliðið með
1 : 0. Leikurinn var skemmtilegur og
léku ýmsir þátttakendur allvel. Bezti
maður á vellinum að dómi áhorfenda
var Tryggve Thorstensen í Eddulið-
inu. z.
Færeyskir knattspyrnumenn
frá Tvöroy, alls 16, koma hingað með
Drottningunni næst í boði K. R. Pyrsti
kappleikur þeirra verður við úrvals-
flokk K. R. á þriðjudaginn.
Varpræningjar.
Lögreglan tók í fyrrakvöld höndum
fimm menn héðan úr bænum, er gerzt
höfðu sekir um eggjaþjófnað og dún-
þjófnað í Viðey. Voru það kríuegg, sem
þeir stálu.
Stórstúkuþinginu
var slitið í gærkvöldi. Að fundarlok-
um færðu ýmsir Friðrik Ásmundssyni
Brekkan, hinum fráfarandi stórtempl-
ar, þakkir fyrir vel unnin störf í mörg
ár. Stórtemplar var kosinn Helgi
Helgason verzlunarstjóri. Á þinginu
var meðal annars samþykkt tillaga
þess efnis, að skora á bindindismenn,
að skipta ekki við bílstjóra eða bíl-
stöðvar, sem talið væri að hefðu leyni-
vínsölu með höndum og líða ekki, að
drukknir menn fengju að ferðast með
áætlunarbifreiðum.
hefir að bjóða, þá mun þetta
breytast. Þá munu verða fleiri,
sem kjósa hlutskipti Gríms
Thomsens, að lifa í sveit. Ég
hafði mikla ánægju af þvi, síð-
astliðið sumar, að eiga tal við
Gunnar Gunnarsson skáld.
Hann sagði eitthvað á þá leið,
að eftir þá yfirsýn sem hann nú
hefði öðlast, þá findist sér*mest
um vert margt af því, sem hann
áður taldi minnst um vert, —
og nú flytur hann heim til ís-
lands til þess að setjast að í
sveit.
Þeim mun fjölga, sem kom-
ast að sömu niðurstöðum og ég
hefi viljað leggja áherzlu á i
dag, að við eigum að nota skól-
ana og uppeldískerfið ásamt
þegnskylduvinnu til þess að
hjálpa mönnum til þessa skiln-
ings.
Við skölum öll reyna að sam'-
einast um þetta átak, og þá mun
það lánast.
Við skulum lofa því um leið
og við færum fram þá ósk, að
Bændaskólinn á Hvanneyri
megi verða sterkur þáttur í því
starfi.
Innheimtumenn!
Vinnið ötullega að innheimtu
og útbreiðslu Tímans í ykkar
sveit. Svarið fljótt bréfum frá
innheimtu blaðsins í Reykjavík,
og gerið skil til hennar svo fljótt
sem möguleikar leyfa. Tíminn
er ódýrasta blaðið, sem gefið er
út á íslandi. Allir Framsóknar-
menn eiga að kaupa, lesa og
borga Tímann.
M.s. Dronníng
Alexandrine
fer mánudaginn 3. júlí kl. 6 síð-
degis til ísafjarðar, Siglufjarðar
og Akureyrar. Þaðan sömu leið
til baka.
Farþegar sæki pantaða far-
miða í dag eða fyrir hádegi á
mánudag; annars seldir öðrum.
Fylgibréf fyrir vörur komi fyr-
ir hádegi á mánudag.
Skipaafgreiðsla
Jes Zimsen
Tryffs~vaeötu. Sími 3025.
A krossgötnm.
(Framh. af 1. siðu)
arhús eru nú í smíðum í sveitinni og
hafa þá ný íbúðarhús verið reist á
öllum jörðum í sveitinni síðustu ellefu
árin, alls 25. Víða er verið að byggja
heyhlöður og sumstaðar fjárhús eða
önnur útihús. Enda þótt svo miklu fé
og vinnu sé varið til bygginga, þá hefir
verið miklð ræktað síðasta áratuginn
og eru tún víðast véltæk að meira eða
minna leyti og sumstaðar alveg. Efna-
hagur er góður, eftir því sem um er að
gera. Það, sem einkennir búskapinn
mest, er að bændur vinna að honum
með skylduliðl sínu eingöngu.
r r t
Einar Kristjánsson á Leysingjastöð.
um skrifar blaðinu: Garðrækt færist
víða í aukana í Dölum; hefir hinn al-
menni fjárfellir af völdum mæðiveik-
innar ýtt undir menn til slíkra fram-
kvæmda. Mjög víða stunda menn kart-
öfluræktina í sambandi við aðra ný-
rækt. Er kartöflum sáð í nýunnin flög,
sem seinna meir verður breytt í tún.
Virðist þetta spara vinnu, bæði við
vinnslu garðlandsins og umhirðu alla.
r r r
Fyrir fjórum árum fór Ámi G. Ey-
lands utan til þess að kynna sér
finnska aðferð við votheysverkun, svo-
nefnda A. I. V. votheysverkun. Aðferð
þessi er að því leyti frábrugðin venju-
legri votheysverkun, að vlð hana eru
notaðar sýrur, sem hellt er í heyið og
eiga að tryggja vissari og betri verkun.
Ólafur Jónsson tilraunastöðvarstjóri á
Akureyri, hefir síðan haft tilraunir 1
þessu efni með höndum nyrðra og
samkvæmt ályktun síðasta búnaðar-
þings, á í sumar að gera samskonar til-
raunir við bændaskólana, að Hólum og
á Hvanneyri.
Kennarapingíð
(Framh. af 1. síðu)
ursfélögum S. í. B., fyrir störf
þeirra í þágu kennara. Áður hafa
veriö kjörnir heiðursfélagar
Bjarni Bjarnason skólastjóri,
Þorsteinn M. Jónsson skólastjóri,
Haraldur Guðmundsson forstjóri
og Ásgeir Ásgeirsson bankastjóri.
í sambandi við kennaraþingið
var opnuð landssýning barna-
skólanna, sem áður hefir verið
getið um, og haldið svonefnt
uppeldismálaþing, þar sem
haldnir voru nokkrir fyrirlestrar
um uppeldismál.
Þinginu lauk með veglegu
samsæti á Hótel Borg síðastliðið
mánudagskvöld.
Kaupendur Tímans
eru vinsamlega beffnir að láta
afgreiffsluna vita um breytingar
á heimilisföngum, til aff fyrir-
byff&ja töf á blaðinu til þeirra.
114
William McLeod Raine:
Flóttamaðurinn frá Texas
115
Léttúðug! Já, léttúðug var einmitt
rétta orðið um hana. Hún hafði smán-
að sjálfa sig og fjölskyldu sína. Hún
hafði í ástríðuhita varpað sér í faðm
manns, sem hún vissi að var glæpa-
maður. Þetta kom henni á óvart, henni
hafði ekki dottið í hug, að hún væri
svona. Henni hafði ekki dottið í hug, að
bylgja slíkra augnablikstilfinninga gæti
slitið festar uppeldisíns og borið hana
burt með sér. Eitt var hún þó þakklát
fyrir, og það var að hún varð ekki vör
tilfinninga sinna fyr en eftir að þau
voru komin frá sjömílnakofanum.
Og þó hún álasaði sér fyrir asnaskap-
inn, þá fann hún, að hún gat ekki iðrast
þess að hafa bjargað honum. Hún myndi
ekki hika, þó hún þyrfti að gera það
aftur.
Hún gekk hljóðlega upp stigann og
þangað, sem sýslumaðurinn lá. Hann
barði hælunum í gólfið til þess að vekja
athygli á sér, en hætti þegar hún kom
inn.
Fyrst tók hún klútinn úr munni hans
og skar svo af honum böndin.
— Ertu mikið meiddur?
— Ég mun hafa höfuðverk nokkrar
stundir, það er allt og sumt. Ég býst
við að vinur okkar hafi forðað sér, er
ekki svo?
Hún fann að blóðið steig henni til
höfuðs.
— Er hann vinur þinn? Hann er að
minnsta kosti ekki vinur minn, sagði
hún.
Hann leit forvitnislega á hana.
— Ég vildi eiga þig að óvini ein-
hverntíma, sagði hann og hló við.
— Ég vona að ég sjái hann aldrei
aftur, sagði hún með ákefð.
— Ég vona, hinsvegar, að ég sjái hann
aftur, sagði Steve þurlega.
— Ef svo fer, mun ég ekki grípa
fram fyrir hendur þínar aftur.
— Ég mun líka sjá um að svo fari
ekki.
— Ég hefi jafnað reikninginn við
hann, sagði hún til skýringar, en svo
vék hún að öðru. — Á ég að athuga
höfuðið á þér, Steve?
— Já, því ekki það? En meðal ann-
ara orða, þú sagðir ekki hvað væri orðið
um Taylor, eða Barnett.
— Hann er farinn. Ég ætla að þvo
þetta upp, lauga það síðan úr einhverju
sótthreinsandi og binda svo um höfuð-
ið. Ég vona að þú getir sofið.
— Ég hefi aldrei getað sofið á hest-
baki, sagði hann hlæjandi.
— Getur þú ekki beðið til morguns,
Steve?
— Nei. Ég hefi líklega gleymt að
iGAMTiA eíó~°—*°—■**
Lifa, elska «g
læra.
Bráðsekmmtileg og afar
fjörug amerísk skemmti-
mynd frá Metro-Goldwin-
Mayer.
Aðalhlutverkin leika hin-
ir skemmtilegu og vinsælu
leikarar:
Robert Montgomery
og
Rosalind Russell
NÝJA BÍÓ—
Hetjur skóganna.
Amerísk stórmynd frá
Warner Bros., samkvæmt
hinni víðlesnu sögu, Gods-
Country and the Woman,
eftir James Oliver Curwood.
Aðalhlutverkin leika:
George Brent, Beverly Ro-
berts, EI Brendel o. fl.
Myndin sýnir spennandi
og æfintýraríka sögu, er
gerist á meðal skógar-
höggsmanna og öll tekin í
eðlilegum litum í hinni
töfrandi náttúrufegurð
Kanada.
VÍRGINIA CIGAREISUH
j'KJ Slk.
Pakkínn
I^oslcir
KR-1‘50
TPtbt>Ui
Fés i Z ói/um verz/un um.
Rcyhícf
HÖFUM FENGIÐ
sérlega gott úrval af
KARLNAMAFATAEFNLM,
KÁPLTALUM og
ÖRAGTAEFNLM.
Ennfremur nýjar
gerðir af
slmarskOm karlmama.
Verksmlðjuútsalan
Gefjun — Idunn
Aðalstræti.
Breyting á símskeyta- og
símtalsgjöldum til útlanda
Samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnarinnar hækka símskeyta-
gjöld til útlanda frá og með 1. júlí 1939 sem hér segir:
Belgía . 76 aur. orðið Ítalía ... 92 aur. orðið
Danmörk .. 60 — — Noregur . . . 71 — —
England . . 60 — — Pólland ... 98 — —
Finnland .. 94 — — Portúgal ... 99 — —
Frakkland .. 80 — — Rússland . .. . ... 129 _ _
Færeyjar .. 36 — — Spánn ... 88 — —
Gibraltar . . 93 — — Sviss ... 87 — —
Holland .. 80 — — Sviþjóff ... 71 — —
írland (frírík.) 67 Þýzkaland . .. ... 87 — —
Frá sama tíma hækka einnig talsímagjöld til útlanda sem
hér segir:
Norffurlönd og Stóra Bretland kr. 33.00 fyrir 3 mínútna viff-
talsbil.
Belgía, Frakkland og HoIIand kr. 47.25, Sviss kr. 61.50, Ítalía,
Pólland, Portúgal og Spánn kr. 75.75, Þýzkaland 1 gjaldsvæði kr.
42.75, 2. gjaldsvæði kr. 45.00, 3. gjaldsvæði kr. 51.30.
Póst- og símamálastjórnín, 30. júní 1939.
Til auglýsenda.
Tíminn er gefinn út í fleiri eintölcum
en nokkurt annað blað á íslandi. Gildi
almennra auglýsinga er í hlutfalli við
þann fjölda manna, er les þœr. Tíminn er
öruggasta boðleiðin til flestra neytend-
anna í landinu. — Þeir, sem vilja kynna
vörur sínar sem flestum, auglýsa þœr
þess vegna í Tímanum. —
I — n — —n —n —n —n — n —i —II-.u — u » u » n » . » n » L — u — u — y u»u —