Tíminn - 04.07.1939, Blaðsíða 1

Tíminn - 04.07.1939, Blaðsíða 1
RITSTJÓRAR: GÍSLX GUÐMUNDSSON (ábm.) ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR: JÓNAS JÓNSSON. ÚTGEFANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. RITSTJÓRNARSKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI, Llndargötu 1d. SÍMAR: 4373 og 2353. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 1 d. Síml 2323. PRENTSM3ÐJAN EDDA h. f. Símar 3948 og 3720. 23. árg. Reykjavík, þriðjudagiim 4. júlí 1939 76. blað Fyrsti Vestmannadagurinn á Þingvöllum Hátíðahöldín sóttu hátt áíjórða þús.manns Miss Ameríka (Kristjana Pétursdóttir), Fjallkonan (Vigdís Steingríms- dóttir forsœtisráðherrafrú) og Miss Kanada (Gerður Jónasdóttir) í við- hafnarstúkunni Ávarp Fjallkonuimar Við höldum hátíð í dag — óvenjulega hátíð. Ég verð að játa fyrir ykkur, börnin mín, að ég hefi verið skammsýn eins og mæðrum hættir stundum til. En leyfið mér að flytja fram þá afsökun, að mér hefir geng- ið margt í mót. Það er ekki fyrr en á seinustu tímum, að ég hefi öðlazt skiln- ing á landnámi barna minna í Vesturheimi. Þegar þau létu frá landi, myndi ég hafa kosið að halda þeim hjá mér, og hlaut að trúa á batnandi hag. Mér hugkvæmdist ekki þá, að með þessu landnámi væru þau að ganga á vog með hinum mestu menningarþjóðum um andlegt og líkamlegt atgervi, og að þetta myndi verða mér og börnunum, sem heima voru, til vegs og brautargengis. Mér hugkvæmdist þá heldur ekki, að með þessu landnámi yrði skapaður tengiliður við gleymdan atburð, er Leifur sonur minn fann Vesturheim fyrstur Evrópumanna. Ég hugði ekki þá, að tryggð þeirra og ástríki myndi bera svo hátt í listum og þjóðlegum fræðaiðkunum, í orðum og athöfnum, sem öll reynsla fær um sannað. Allt er þetta tilefni hátíðarinnar, sem við höldum í dag. Ég flyt hugheilar kveðjur og þakklæti hinni miklu fóstru þessara barna minna, og treysti því, að þau reynist henni jafn skyldurækin eins og þau hafa verið mér ástúðleg. En þeim sjálfum vil ég leggja ríkt á hjarta, að þau varðveiti jafnan vegarnestið, móðurmálið og menningararfinn, sem mun verða þeim til gæfu og gengis hér eftir sem hingað til, en mér trygging fyrir áfram- haldandi barnaláni. Lifið heil. A KROSSG0TUM Loðdýraræktarfélag íslands. — Vatnafélag Rangæ- inga. — Atvinnulíf á Þingeyri. — Lax tekinn að gangaí ár í Dýrafirði. — Ernir við Breiðafjörð. — Hátíðahöld Vestmanna- dagsins á Þingvöllum síð- astl. sunnudag sóttu hátt á fjórða þúsund manns. Hefir meiri mannfjöldi ekki kom- ið saman á Þingvöllum síð- an Alþingishátíðin var haldin. Þátttaka í hátíðahöldunum hefði þó vafalaust orðið miklu meiri, ef veður hefði ekki verið óhagstætt um helgina. Var það bæði kalt og hvasst og hefir það áreiðanlega aftrað mörgum fxá því að fara að heiman. Nokkuð bætti það úr, að sólar naut við mestan hluta dagsins. Hátíðahöldin fóru fram í Hvannagjá, sem að flestra dómi mun hafa verið bezt til þeirra fallinn. Hafði verið reist þar við- hafnarstúka, skreytt íslenzkum, kanadiskum og bandarikskum fánum. í stúkuna höfðu verið fluttir forsetastóll og tveir ráð- herrastólar Alþingis. Framan við stúkuna var ræðustóll og hljóð- nemi. Heyrðust því ræðurnar vel um alla gjána. Góðan spöl aftan við viðhafnarstúkuna voru nokkur tjöld, þar sem forstöðu- nefndin hafði aðsetur sitt og seldar voru veitingar. Hátíðin hófst kl. 11 fyrir há- degi og hafði þá mikill mann- fjöldi safnazt saman á hátíð- arsvæðinu, en margir komu þó síðar, því flutningar úr bænum gengu treglega. Sigfús Halldóxs frá Höfnum, sem var forseti dagsins, setti hátíðina með snjallri ræðu. Bauð hann alla gesti velkomna og lýsti þeim til- gangi dagsins að skapa traust- ari vináttubönd milli íslendinga beggja megin hafsins. Þá skýrði hann frá því, að Vestur-íslend- ingar héldu þennan dag á Gimli fimmtugasta íslendingadag sinn i Canada. Hefði forstöðunefnd Vestmannadagsins sent þangað eftirfarandi skeyti, sem er á þessa leið í islenzkri þýðingu: „Fyrsti Vestmannadagur á fs- landi sendir öllum hátíðargest- um á Gimli og öðrum íslending- um vestanhafs hjartanlegar hamingjuóskir á 50 ára afmæli íslendingadagsins I Canada. Sigfús Halldórs frá Höfnum.“ Þegar Sigfús lauk máli sínu söng Karlakór Reykjavíkux Vest- mannasönginn eftir Jón Magn- ússon. Hefir Björgvin Guð- mundsson tónskáld samið mjög fallegt lag við kvæðið og hefir kórinn sungið það nokkrum sinnum fyr. Þar næst flutti Sigurgeir Sig- urðsson biskup guðsþjónustu og mæltist vel. Lýsti hann yfir því, að íslenzka kirkjan hefði mik- inn áhuga fyxir samvinnu við kirkjufélög íslendinga vestan hafs. Guðsþjónustunni lauk með því, að sunginn var sálmurinn: Faðir andanna. Við guðsþjónust- una aðstoðuðu Karlakór Reykja- vikur og Lúðrasveit Reykjavíkur. Þegar guðsþjónustunni var lokið gengu Fjallkonan, Miss Kanada og Miss Ameríka til sæta sinna. Var Fjallkonan í skautbúningi, en Miss Kanada og Miss Ameríka í hvítum silki- kyrtlum og með gullspengur um enni. í gullspöng Miss Kanada var grafið mösuxlauf, en það er Sigfús Halldórs frá Höfnum setur fyrsta Vestmannadaginn á Þing- völlum. í skjaldarmerki Kanada. Gull- spöng Miss Ameríku var sett stjörnum eins og er i fána Bandaríkjanna. í beltum beggja voru litir þjóðfánanna. Báðar höfðu bláa flauelsmötla yfir herðum. — Meðan þær tóku sæti lék lúðxasveitin nýtt lag eftir Sigurð Baldvinsson póst- meistara við kvæði Guttorms Guttormssonar: Sandy Bar, en A. Klahn hljómsveitarstjóri hafði raddsett lagið fyrir hljómsveit. Þá flutti Ólafur Thors, at- vinnumálaráðherra, ávarp ríkis- stjórnarinnar og Haraldur Guð- mundsson, forseti sameinaðs Alþingis, ávarp Alþingis. Minnt- ust þeir báðir dugnaðar Vestur- íslendinga í verklegum og and- legum efnum og þess aukna orðstíxs, sem þeir hefðu aflað íslenzka þjóðstofninum með framkomu sinni. Þegar þeir höfðu lokið ræðum sínum stóð Fjallkonan úr sæti sínu, gekk að ræðustólnum og flutti ávarp það, sem birt er hér á öðrum stað. Fórst henni það mjög vel og var þetta áxeiðan- lega áhxifaríkasta stund hátíða- haldanna. Þegar hún hafði lok- ið flutningi ávarpsins lék lúðra- sveitin íslenzka þjóðsönginn. Næst töluðu Jónas Jónsson alþm. fyrir minni Bandaríkj- anna og séra Friðrik Hallgríms- son fyrir minni Kanada. Minnt- ist Jónas Bandaríkjanna eink- um sem lands frelsisins, en séra Kveðjur til Vestmannadagsíns Vestmannadeginum á Þing- völlum baxst eftirfarandi sím- skeyti frá Þjóðræknisfélag ís- lendinga í Vesturheimi. „Formaður Vestmannadagsins, Þingvöllum. Beztu kveðjuóskir. Þakkir Vestur-íslendinga fyrsta Vest- mannadeginum á Þingvöllum. Þjóðræknisfélagið.“ Frá forsætisráðherra, sem heldur nú leiðarþing í kjördæmi sínu, barst svohljóðandi skeyti: „Vestmannadagurinn, Þing- völlum, Sigfús Halldórs frá Höfnum. Ég sendi fyrsta Vestmanna- degi á Þingvöllum innilega kveðju mína. Við íslendingar á íslandi minnumst í dag og þökk- um stórvirkin, sem íslendingar í Vesturheimi hafa unnið fyrir ísland, verk, sem eru ómetan- leg fyrir heiður íslands og menningu. Ég færi fram þær óskir, að Vestmanadagurinn á Þingvöllum nú og framvegis megi viðhalda bræðraböndum og efla þau milli íslendinga beggja megin hafsins. Hermann Jónasson.“ Frá aðalfundi Sambands ísl. samvinnufélaga í Reykholti barst eftirfarandi skeyti: „Vestmannadagurinn, Þing- völlum. Aðalfundur Sambands ísl. samvinnufélaga, sem stendur yf- ir í Reykholti, sendir Vest- mannadeginum á Þingvöllum kærar kveðjur og óskir að hann megi verða til þess, að hnýta fastar bræðraböndin milli ís- lendinga vestan hafs og austan.“ Frá Vökumönnum barst eftir- farandi skeyti: “Vestmannadagurinn, Þing- völlum. Vökumenn íslands hylla hug- sjón Vestmannadagsins. Traust séu og drengileg frænda-hand- tökin yfir haf. Guðmundur Gíslason, Reykjaskóla.“ Friðrik rakti það, sem væri sameiginlegt með íslandi og Kanada og gat þess sérstaklega, að báðar þjóðirnar væru frjáls- lyndar og framsæknar. Eftir ræðu hvors um sig lék lúðra- sveitin þjóðsöng hlutaðeigandi þjóðar. Þá talaði Jakob Kristinsson fræðslumálastjóri um vestur- ferðir íslendinga og lagði út af sögunni um Björn Breiðvíkinga- kappa, Guðmundur Finnboga- son talaði um Vestmenn og Sig- urður Nordal um mesta ljóð- skáld Vestux-íslendinga, Steph- (Framh. á 4. síðu) Aðalfundur Loðdýraræktarfélags ís- lands var haldinn hér í bænum 27. þ. m. Formaður félagsins, H. J. Hólm- járn, setti fundinn og minntist sér- staklega Þorbergs heitins Þorleifssonar alþm., er hafði verið einn af forvígis- mönnum loðdýraræktarinnar hér á landi. í skýrslu sinni skýröi formaður frá því, að samkvæmt talningu, er merkingamenn félagsins gerðu síðastl. haust, voru þá í landinu 4258 silfurrefir og 777 blárefir. Minkar voru ekki tald- ir, en láta mun nærri að þeir hafi verið um 1500. Loðdýraeigendur í landinu munu vera um 700. Heilsufar loðdýra hefir verið fremur gott, þó hefir orma- veiki og eyrnaormar gert nokkurn usla og á nokkrum búum hefir orðið talsvert tjón að kjöteitrun, er virðist koma frá frystu kjöti og stafa af sér- stakri gerlategund. Á fundinum var samþykkt að fela stjórninni að taka að sér sölu á grávöru fyrir félagsmenn og var henni heimilað að senda hæfan mann með skinnum þeim, er seld væru á aðaluppboðum utanlands. Ennfremur var samþykkt að hefja útgáfu á riti um loðdýrarækt, er komi út annan hvorn mánuð. í stjórn voru kosnir: H. J. Hólmjárn og Tryggvi Guðmunds- son á Kleppi, báðir endurkosnir. r r t Vatnafélag Rangæinga hélt aðalfund sinn á sunnudaginn var í samkomu- húsi Fljótshlíðinga. Voru á honum mættir um 25 fulltrúar úr austur- hreppum sýslunnar, auk nokkurra að- komumanna. Eins og áður hefir verið skýrt frá hér í blaðinu er nú í ár unn- ið að fyrirhleðslum þar eystra, bæði við svonefndan efri Álagarð, hjá Háa- múla í Fljótshlíð og auk þess sem styrktur er og tengdur gaínall varnar- garður austan fljótsins hjá Seljalandi. Áætlað er, að allar þær fyrirhleðslur, sem nú eru ógerðar og starfað hefir verið að í sumar, kosti rúmlega 500 þúsundir króna. Af þessari fjárupphæð ber ríkinu að leggja fram % hluta, samkvæmt lögum frá 1932, þó þannig að það beri allan kostnað við fyrir- hleðslu Ála, þar eð sú framkvæmd er talin heyra til brúun Markarfljóts. Á fundinum kom fram eindreginn vilji að ljúka þessum fyrirhleðslum á þrem næstu árum og var ráðið að leita eftir láni, sem tryggt væri með væntanleg- um ríkisstyrk, til þess að hraða verk- inu sem mest. Tvær eða þrjár jarðir við Markarfljót, sem eru taldar í nokk- urri hættu vegna þessara framkvæmda, hefir ríkið keypt, auk þess sem það hefir heimild til þess að kaupa jörðina Tjarnir í Austur-Landeyjum. t t t Á Þingeyri við Dýrafjörð er nú blómlegt atvinnulíf og hefir hver mað- ur þar atvinnu. Mikið er þurrkað af saltfiski í þorpinu, sumt af honum er aðkeypt frá ýmsum verstöðvum, meðal annars frá Akranesi. Þar er og frystur hvalur frá hvalveiðastöðinni í Tálkna- firði. Er hann síðan seldur til Noregs sem refafóður. — Þrjú línugufuskip eru gerð þaðan út á síldveiðar í sumar. í vor var keypt þangað vélskipið Sæ- hrímnir. Er það samvinnuútgerðarfé- lag, sem í eru nokkrir ungir menn úr Dýrafirði, og tveir úr Arnarfirði, sem það á og gerir út. Framkvæmdarstjóri félagsins er Eiríkur Þorsteinsson kaup- félagsstjóri, en skipstjóri á Sæhrímni Valdimar Kristinsson frá Núpi. t t f Um nokkurra ára skeið hefir laxa- seiðum verið sleppt í ár í Dýrafirði, Botnsá, Núpsá og Haukadalsá. Fyrir skömmu veiddust tveir laxar í net við Botnsárósa. Þykja það góð tíðindi, því að í mannaminnum hefir það eigi borið við, að lax hafi veiðzt i Dýrafirði, hvorki í ám né sjó. Hyggja menn gott til þess, að klakið muni bera æskilegan árangur. Kaupfélag Dýrfirðinga á innstu jarðirnar í firðinum og hafa (Framh. á 4. síðu) Frá hátíðahöldunum í Hvannagjá. Aðeins nokkur hluti mannfjöldans sést á myndinni. w A víðavangi Moxgunblaðið heldur áfram nöldri sínu um „luxusskip“ Eim- skipafélagsins. Eins og oft áður, fer blaðið með staðleysur. Það segir, að Skúli Guðmundsson fyrrv. atvinnumálaráðherra hafi lofað stuðningi við þetta skip og þess vegna hafi Eimskipafélagið ráðizt í framkvæmdirnar. Þetta er fullkomlega ósatt. Sá stuðn- ingur, sem fyrrv. ríkisstjórn hét Eimskipafélaginu, var ekki mið- aður við byggingu „luxusskips- ins“, og sendi fyrv. atvinnumála- ráðherra félagsstjórninni því skriflega synjun um stuðning við það í aprílmánuði síðastl. Mbl. vill jafnframt halda því fram, að hinir ráðherrarnir muni vera samþykkir Ól. Thors í þessu máli, því þeir hafi enga athugasemd gert opinberlega við framkomu hans. Blaðið heldur kannske að það sé heppilegt, að ráðherrarnir byrji samstarf sitt með því að fara að gagnrýna ráðstafanir hvers annars strax í blöðunum! Annars mun það sjást áður en málið er til lykta leitt, hvort Ólafur hefir gert þetta með samþykki með- ráðherra sinna eða ekki, og er Tíminn ekkert hræddur um, að þau úrslit afsanni það, sem hann hefir sagt um afgreiðslu málsins hjá ríkisstjórninni. * * * Mbl. er ennfremur að vitna í einhverj a áætlun, sem stjórn Eimskipafélagsins kvað hafa gert og ætlað er að sýna það, að flutningaskip geti ekki borið sig! Tíminn hefir ekki átt þess kost, að sjá þessa áætlun, en veit hins- vegar, að margir þeirra, sem eru þessum málavöxtum kunnugir, telja flutningaskip miklu lík- legra til að svara hagnaði en far- þegaskip, sem ekki hefir nóg að gera nema þrjá mánuði ársins. Mætti líka nefna mörg dæmi þessu til sönnunar og virðist því næsta hlálegt, að stjórn Eim- skipafélagsins skuli hafa þá skoðun, að flutningaskip geti ekki borið sig. Henni ætti þó að vera það kunnugt, að Eimskipa- félagið hefir mörgum sinnum meiri tekjur af vöruflutningum en farþegaflutningum, og hefir félagið þó hlutfallslega miklu meira af farþegaflutningum en vöruflutningum til landsins. * * * Á nýloknu Stórstúkuþingi var skorað á allar stúkur og reglufé- laga, að mynda sem víðtækust samtök um, að þola ekki að ölv- aðir menn séu fluttir með áætl- unarbílum. Er vel að templarar skuli hafa tekið þetta mál upp, því það er sannarlega óþolandi ósiður, að flytja ölvaða menn í áætlunarbílum og þekkist áreið- anlega hvergi, nema hér. í aug- um útlendinga, sem ferðast með áætlunarbílum, setur það hrein- an ómenningarstimpil á þjóðina, og getur líka valdið margvísleg- um óþægindum og leiðindum. Ætti beinlínis að gera það að reglugerðarákvæði, að ekki væri leyft að flytja ölvaða menn í á- ætlunarbílum. * * * Af öðrum samþykktum stór- stúkunnar má nefna áskorun til Alþingis um að setja lög um stofnun hælis fyrir drykkju- menn. Hefir Jón Pálsson fyxv. bankagjaldkeri og kona hans nýlega gefið mjög myndarlega gjöf til slíks hælis. Mun öllum koma saman um, að þetta sé hið mesta nauðsynjamál og ber því að vænta, að Alþingi veiti þessari málaleitan góðar undir- tektir. — Á stórstúkuþinginu kom það greinilega fram, að á- hugi fyrir bindindismálum fer vaxandi. Hafði stúkum fjölgað um 10 á síðastliðnu ári og reglu- félögum í undirstúkum um 1100 eða 29%.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.