Tíminn - 04.07.1939, Blaðsíða 3

Tíminn - 04.07.1939, Blaðsíða 3
76. blað TI3I1TVTV, þrigjndagmii 4. jiilí 1939 303 HEIMILIÐ ÍÞRÓTTIR júlímanuði Mjólk - skyr Græmneti IV. Spínat með steik. 125 gr. hveiti 3 egg J/2 1. sjóðandi mjólk saltí pipar og múskat 250 gr. soðið spínat 30 gr. smjör. Hveitið er sigtað, eggin hrærð saman við, eitt í einu. Sjóðandi mjólkinni smámsaman hært út í, og kryddið látið eftir smekk. Spínatinu, sem hefir hefir ver- ið soðið og saxað, hrært saman við. (Smjörið hefir áður verið brætt og söxuðu spínatinu hrært í það yfir eldinum í 5—10 mín.) Þessu öllu er nú hellt í smurt form eða á pönnu, og steikist í ofninum eins og pönnukaka. Skerist upp í fjórkanta eða odd- myndaða parta. Má leggja þetta kring um steikina á fatið, eða bera það á borð sérstaklega. Spínattoppur með hænsnakjöti. Vz kg. spínat 25 gr. smjör i/2 dsl. kjötsoð 1/2 hæna pipar 15 gr. hveiti 1 dsl. mjólk Smjörið er brætt. Hveitið hrært út í, þynnt út með mjólk- inni og látið sjóða. Spínatið, sem hefir verið hreinsað, soðið og saxað, er hrært út i pottinn á- samt salti, pipar og kjötsoði. Þá eru eggin og hænsnakjötið, sem hefir verið soðið og skorið í ræm- ur, sett saman við. Allt þetta er lagt toppmyndað upp á fat, stráð yfir það steyttu brauði, og ofurlitlu af smjöri. Steikist í heitum ofni í 20 mín- útur. Spínatsúpa. 180 gr. hreinsað spínat 30 gr. smjör 30 gr. hveiti 11/2 1- kjötsoð múskat, salt. Spínatið er sett ofan í sjóðandi vatn og soðið, síðan saxað smátt. Smjörið er brætt, hveitinu hrært saman við, þynnt út með soð- inu,sett spínatið út í,og lát sjóöa í 10 mín. Lát múskat og salt eftir smekk. í súpuna má hafa harðsoðin egg, kjötbollur eða kartöflu- snúða. J. S. L. Helmsókn Islington Corinthians. Enski knattspyrnuflokkurinn, Islington Corinthians, sem kom hingað á vegum K. R., fór heim- leiðis síðastl. fimmtudag eftir tæplega hálfsmánaðardvöl hér. Flokkurinn keppti hér alls í fimm kappleikjum og lauk þeim þannig: K. R. gerði jafntefli ... 1:1 Úrvalsliðið tapaði með . 1:0 Valur gerði jafntefli ... 2:2 Víkingur tapaði með . . 2:0 Úrvalsliðið tapið með . 3:2 Sést á þessu að úrvalslið, sem átti að vera skipað beztu mönn- um úr öllum félögum, — nema Fram, sem var í utanför — hefir náð verri árangri en K. R. og Valur. Má vafalaust rekja aðal- lega til þess þá ástæðu, að þetta lið var ekki látið æfa sig saman áður en það keppti og náði því ekki eins góðum samleik og kapplið K. R. og Vals. Ef því verður haldið áfram að láta slíkt lið keppa við erlenda flokka, sem hingað koma, verður að telja sjálfsagt að það sé látið hafa nokkrar samæfingar áður. Ensku knattspyrnumennirnir léku yfirleitt betur en íslending- ar. Þeir voru leiknari með knött- inn og sérstaklega báru þeir af í höfuðleik. Hinsvegar voru þeir ekki eins góðir og Þjóðverjarnir, sem komu hingað seinast, enda stendur félag þeirra ekki fram- arlega í Englandi. Af íslenzkum leikmönnum munu hafa verið einna beztir Björgvin Schram miðframvörður í K. R„ Frímann Helgasaon mið- framvörður í Val og Grímar Jónsson bakvörður í Val. Ellert Sölvason útframherji í Val, sem þótti einn bezti maðurinn á ís- landsmótinu, meiddist í fyrsta leiknum, sem hann keppti í, og gat því ekki keppt oftar. Víking vantaði bezta mann sinn, Brand Brynjólfsson miðframvörð, en fékk Björgvin Schram til að leika í stað hans. Fékk Fram Brand til að vera í liði sínu i Danmerkurförinni. Einn af beztu mönnum enska flokksins, Bradbury, varð eftir og verður þjálfari hjá K.R. tvo næstu mánuðina. Hin félögin hafa haft útlenda þjálfara í sumar, Valur enskan mann, en Fram og Víkingur þýzka menn. er hólfinu einnig lokað að baki þess, með heljarstórri vængja- hurð. Þá er miklu vatnsmagni hleypt inn í hólfið neðanvert úr þar til gerðum leiðslum. Þróin er vatnsþétt og hækkar nú brátt í henni, þannig, að skipinu er með þessum hætti lyft um röska 5 metra. Framgaflinn á þessari þró rís hátt yfir hliðarbrúnirn- ar, og er hann samtímis aftur- gafl á næsta hólfi fyrir ofan, sem er nú tæpast hálffyllt. Þeg- ar vatnið stendur jafnhátt í báð- um, er framhlið opnað, og skipið siglir inn í næstu þró. Þá er því lokað að nýju, sem nú er fyrir aftan skut skipsins og vatni hleypt í hólfið, þar til það hefir náð sömu hæð og í því næsta of- an við. Þá opnast framhurðin og er nú haldið inn í þriðja hólf- ið og þannig koll af kolli, þar til loks, að sigla má út úr efstu þrónni og þeirri sjöttu og fram á ána ofan við fossana. Á leið- inni gegnum landið þurfa skip- in að fara gegnum 74 svipaðar tröppur, þótt ekki séu neinar þeirra svo stórar sem þær við Trállháttan. En hvað er þá um fossinn sjálfan, þetta feiki vatnsmikla fall, sem talinn er vera 33 m. hár? Þegar maður kemur að honum, getur farið svo, að manni bregði illilega í brún. Fossinn eða fossarnir ei'u horfn- ir með öllu. Þessi vatnsmesta elfur lands- ins, sem getur fleytt fram allt að 900 rúmmetrum á sekúndu er þarna ekki lengur. Hennar sér hvergi stað. Farvegurinn er auð- ur, þurr, og hinn þungi vatns- niður heyrist ekki. Gljúfrið er autt og þögult. Maðurinn hefir beizlað þetta tröllelfda, fallandi fljót, lagt það í fjötra dutlunga sinna og athafna, flutt þennan tröllafoss af leið og breytt hams- lausu afli hans í margskyns auðsveipa orku og þægindi fyrir íbúa landsins — og til þess að iyfta skipum, stórum og smáum upp fyrir sína eigin hæð, til þess að yfirvinna sjálfan sig. Rétt ofan við efsta fossinn er áin stífluö og leidd eftir tveim megin leiðum. Eftir annari fer vatnið niður að aflstöðinni í sextán viðum pípum. Er ekkert fljót landsins, sem skilar jafn- miklu afli á ári til rafmagns- framleiðslu sem Gautaelfur. Stöðin stendur neðst í skógi- vöxnum hvammi við árgljúfrið, og þar sem vatnið brýzt undan byggingunni og vélunum, mynd- ast geysistór hylur, en úr hon- um fellur fljótið út í sinn forna farveg. Hin vatnsálman liggur niður til skipastiganna. Allt í kring er þétt net af gildum rafleiðslum, er liggur bæði til Gautaborgar og margra annara staða, innan lands og utan. Trállháttan er raunar margir fossar, 5 alls, er ná yfir 1500 metra svæði. Sá hæsti þeirra er um 13 m. hár, en aðrir að mestu brattar strengjaflúðir, og þegar áin leikur lausbeizluð um gilið, ómar loftið allt af dimmum drynjandi nið, þar sem straum- sveiparnir þjóta þungt og trylli- lega við bergsnasir og hamra- hleinar. Einhver ferlegur jötun- svipur er yfir öllu saman, ánni, gljúfrunum og mannvirkjunum allt í kring, sem stingur svo í stúf við hið flata, frjósama og svipmilda land. Þegar upp fyrir fossana kem- ur, er siglt góða stund upp ána, þar til komið er til Vánerns- borgar. En hún stendur við vatnið sunnanvert. Þetta vatn er í raun líkara hafi en stöðuvatni. Þar getur orðið stórsjór, allt að því eins mikill og i Eystrasalti eða Jót- landshafi, enda er ekki ótítt að sigling teppist þar, vegna óveð- urs. Sex kaupstaðir liggja við vatn- ið og þrjátíu ár, stórar og smá- ar falla í það. Það er hið þriðja stærsta vatn í álfunni. Þegar verður skrifstofa fasteij^namats- ins í Reykjavík opin klukkan 5—6 e. h. virka daga. — Sími 1143. Fasteifinamatsnefndin. ACCUMULATOREN-FABRIK, DR. TH. S0NNENCHEIN. §m(ör -- ostar „Engin önnur næring getur komið í stað mjólkur“, segir prófessor E. Langfeldt. Og hann segir ennfremur: „í mjólk eru öll næringarefni: Eggjalivítuefni, kolveini, fita, sölt og fjörefni. Mjólkurneyzla kemur í veg fyrir næringarsjúkdóma og tryggir hinni uppvaxandi kynslóð hreysti og heilbrigði." Yfirlæknir dr. med A. Tanberg segir m. a. „Það getur ekki leikið á tveim tungum, að rétt notkun mjólkur og mjólkurafurða í daglegri fæðu er eitt áhrifamesta ráðið til þess að auka hreysti og heilbrigði þjóðarinnar.“ Á sumrin er mjólkin næringarmeiri og VITAMÍN-AUÐUGRI en á öðrum tímum ársins. Fyrir því er nú rétti tíminn fyrir hvern og einn að auka mjólkurskammt sinn. Húðir og skinn. Til auglýsenda. Tíminn er gefinn út í fleiri eintökum en nokkurt annað blað á íslandi. Gildi almennra auglýsinga er í hlutfalli við þann fjölda manna, er les þœr. Tíminn er öruggasta boðleiðin til flestra neytend- anna í landinu. — Þeir, sem vilja kynna vörur sínar sem flestum, auglýsa þœr þess vegna í Tímanum. — Sígurður Olason & Egill Sigurgeírsson Málflutningsskrifstofa Austurstræti 3. — Simi 1712 Kopar IdlHfTT j ’r m rm T3 Hiíðin Ef bændur nota ekki til eigin þarfa allar HÉÐIR og' SKEVK, sem falla tll á lieimlluin þeirra, ættu þeir að Iiiðja KAEPFÉLAG sitt að koma þessum vörum í verð. — SAMRAJVD ÍSL. SAMVINOTFÉLAGA selur AAIJTGRIPA- HÉHIR, HROSSHÉÐIR, KÁLFSKIM, LAMR- SKIJ\I\ og SELSKEW til útlanda OG KAUPIR ÞESSAR VÖRUF TIL SÉTUIVAR. - ]\AUT- GRIPAHÉÐIR, HROSSHÉÐIR og KALFSKEW er bezt að salta, en gera verður það strax að lokinni slátrnn. Fláningu verður að vanda sem bezt og þvo óhreinindi og blóð af skinn- imum, bæði úr koldrosa og hári, áður en salt- að er. Góð og hreinleg mcðferð, á þessum vörum sem öðrum, borgar sig. keyptur í Landssmiðjunni. staðið er upp á Kinnahvolnum, er útsýnið stórfengleg yfir ó- endanlegan flöt þess og strandir. Víða er þéttur skerjagarður meðfram ströndunum, og þar eru miklar fiskiveiðar. Þegar komið er yfir það þvert og að austurströndinni miðri, opnast Gautaskurðurinn.er ligg- ur fyrst og fremst gegnum all- breitt landbelti, milli þessa vatns og næsta stórvatns: Vátterns. Gautaskurðurinn er yfir hundr- að ára gamall. Hann er sjálfur alls 185 km. langur, þar af hafa 90 km. verið sprengdir gegnum granítbergið. Hæst liggur skurð- urinn tæpa 100 metra yfir haf- flöt og er víðast nær 30 metrar á breidd við yfirborðið, en 14 metrar við botninn. Á þessari leið er siglingin fög- ur og einkennileg. Svo þröngur er skurðurinn, að fara verður hægt, og í hvert sinn og skip mætast verður annað þeirra að leggja inn að bakkanum, meðan hitt fer framhjá. Leiðin er víða í mörgum bugð- um, eftir því, hvernig lægstu drög landsins liggja. Hið gula, grugguga vatn, gjálfrar við leiriborna ströndina. Annars- staðar er það blátært og blik- andi. Það er þar, sem leiðin er sprengd gegnum granítbergið og bert „urberget" er bæði í botni og hliðum. Hingað og þangað eru smá skipastigar, og meðan farið er gegnum þá, geta farþegarnir farið í land, gengið i hægðum sínum eftir skurð- bakkanum, skoðað sig um og náð sér í laufgaða grein úr skógin- um, er nær víðast fram á vatns- bakkann. Sumstaðar þarf far- þeginn ekki annað en rétta út hendina yfir öldustokkinn til þess að ná limum trjánna, er vaxa fram yfir bakkann og strjúkast mjúklega við skipshlið- ina. Og standi maður á háþilj- um skipsins og horfi út til hlið- anna, sér hvergi til vatnsins. Ið- (Framh. á 4. síSu) austur. um land til Seyðisf j arðar miðvikudaginn 5. þ. m. kl. 9 síðd. Pantaðir farseðlar óskast sótt- ir og flutningi skilað í dag. Gula bandið Kaupendur Tímans eru vinsamlega beffnir aff láta afgreiffsluna vita um breytingar á heimilisföngum, til aff fyrir- byggja töf á blaffinu til þeirra. er bezta eg ódýrasta smjörlfkiS. 1 heildsöln bjá Samband í sl. samvinnuf élaga Sfmi 1686. Vinnið ötullega fyrir Tímann. ÚTBREIÐIÐ TÍMANN 120 William McLeod Raine: Prescott barði hnefanum í borðið svo að þáð danzaði. — Þú ert alltaf að skipta þér af því, sem þér kemur ekki við. Ef þú værir strákur, þá mundi ég lúberja þig. Þú hagar þér eins og þér væri ekki sjálfrátt. Áður en langt um líður verður farið að skrafa um þig um allt héraðið. Þú ert meira bölvað fíflið! Steve getur varpað þér í fangelsi ef hann kærir sig um. Hann hætti af því að hann vantaði orð til að lýsa tilfiningum sínum. — Ég er hætt núna, pabbi, sagði Molly lágt. — Nú geri ég eins og þú segir mér. Hún var svona bljúg vegna þess, sem hún hafði uppgötvað að húsabaki. Henni var ómögulegt að berjast lengur. — Já, eftir að þú hefir framið ódæð- ið. Veiztu ekki að þú verður innan skamms á allra vörum? Þú hefir séð fyr- ir því sjálf, að um þig verður þvaðrað miskunnarlaust. — Haltu við klárinn, Clint, sagði Walsh rólega. — Hver ætti að vita að Molly var með í spilinu, nema ef þú ætlar að fara að breiða það út? í fyrsta lagi veit enginn, nema við þrjú, að ég hafði tekið Barnett höndum. Menn geta því ekki vitaö hvernig hann hefir sloppið, nema þú segir frá þvi. Það er nú ekki svo ýkja mikill skaði skeður. — Ekki nema það, að þú hefir fengið FlóttamaSurínn /rá Texas 117 — Mér fannst réttast að ég spyrði hann ekki um það. — Hann tók byssuna mína með sér, sagði Steve og glotti. -r- Ég verð að fá lánaða byssu hjá Clint. Þetta er ann- ars slæmt fyrir vesalinginn mig, Molly. Myndin af hrausta og hugrakka lög- gæzlumanninum verður gölluð. — Ég hefði aldrei átt að segja það, sagði hún óþolinmóð. — Þú gerðir rétt, Steve, og ég vissi það. Þetta er órétt- látt gagnvart þér, þú missir af fangan- um og færð sár á höfuðið í þokkabót. Bíddu andartak, ég þarf að fara og sækja joð. Hún var ekki hálfa mínútu í burtu, en þegar hún kom aftur var faðir henn- ar í herberginu hjá Walsk. — Mér heyrðist ég heyra hávaða hér uppi, eins og einhver væri að stappa í gólfið, sagði hann um leið og hann leit í kring um sig. — Hvar er fanginn þinn, er hann undir rúminu? Clint hafði beigt sig og tekið upp vasahníf af gólfinu, lokað honum og stungið honum í vasa sinn áður en Walsk gat svarað. — Hann er á skemmtigöngu, Clint. Clint lagði saman tvo og tvo: Hand- klæði með blóðblettum, sundurskorinn kaðall, blautur vasaklútur, sem hafði verið notaður fyrir kefli.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.