Tíminn - 04.07.1939, Blaðsíða 4

Tíminn - 04.07.1939, Blaðsíða 4
304 TÍMINN, |>riðjiidagiiin 4. jtilí 1939 76. blað Vegleg gjöf til siád- entaskíptamíllíAme- ríku og Islands Steingrímur Arason kennari afhenti Háskóla íslands í gær 12,500 kr. sjóð, sem verja skal til að standa straum af stú- dentaskiptum milli Columbia- háskólans í Bandaríkjunum og háskólans hér. Gjöf þessa til- kynnti Steingrímur á Vest- mannadeginum á Þingvöllum og er sjóðurinn stofnaður í tilefni af honum. Steingrímur hefir sjálfur gefið 5000 kr. í sjóðinn, en 7500 kr. eru frá félaginu „fslendingur", sem stofnað var um 1920 til að vinna að nánari samvinnu íslendinga austan og vestan. hafs. í stjórn félagsins voru Einar H. Kvaran rithöfundur, Baldur Sveinsson blaðamaður og Garðar Gíslason kaupmaður. Félagið er hætt störfum fyrir alllöngu síðan. En Garðar Gíslason, sem var gjald- keri þess, hefir stöðugt ávaxtað fé félagsins, og hefir það orðið að ráði milli hans og Steingríms, að verja því í þessu skyni. Gjöf Steingríms er þannig til komin, að hann stundaði nám í fjögur ár við Columbiaháskóla og var honum gefið skólagjald í þrjú ár, en það er mjög hátt. Taldi hann sig því standa í þakkarskuld við skólann og vildi launa það á einhvern hátt. Columbiaháskólinn hefir fyrir alllöngu síðan komið á stúdenta- skíptum við háskóla á Norður- löndum og hefir háskólanum hér staðið það einnig til boða. Áleit Steingrímur að gjöf sín myndi bezt ná tilætluðum á- rangri með því að stofna sjóð, sem greiddi fyrir slíkum stúd- entaskiptum. LEIÐRÉTTING: í frásögn af aðalfundi S. í. S. í seinasta blaði hafði orðið meinleg prentvilla. Var sagt að tekjuafgangur S. í. S. á síðastl. ári hefði orðið 709 þús. kr. en átti að vera 409 þús. kr. Á krossgötnm. (Framh. af 1. síSu) forráðamenn þess fullan hug á að hlynna að laxagengd í Botnsá. Verður laxinn mikil hlunnindi þeim, er njóta, og erninum á Dröngum óvænt krás. t t t Við Breiðafjörð er mikið um erni og segja kunnugir, að þeim fjölgi sífellt og það allmikið. Víða sér fólk þar fleiri eða færri erni daglega og eru þeir yfir- leitt ekki vinsælir fuglar, enda eru þeir sumstaðar orðnir hreinasta plága. Einkum þykja þeir vargar véum í varplöndum og eru þess mörg dæmi, að þeir hafi stórspillt þeim. Fyrstl Vestmannadag- urinn á Þingvöllmn. (Framh. af 1. siðu) an G. Stephansson. Gat hann þess m. a. að ýmsir merkir fræði- menn í Vesturheimi, sem kynnst hefðu skáldskap Stephans, teldu hann mesta Ijóðskáld Vestur- heims. Stephan, sagði hann, væri einn glæsilegasti fulltrúi sjálfsmenntunar, sem jafnan hefði verið undirstaða íslenzkrar menningar, og ljóð hans væxi hin mikla samtenging milli ís- lendinga austan hafs og vestan. Hátíðahöldunum í gjánni lauk með upplestri Emilíu Borg á kvæði eftir Steingrím Arason. Síðar um daginn flutti Matthí- as Þórðarson þjóðminjavörður erindi á Lögbergi um sögustaði á Þingvöllum. Um kvöldið sungu Stefán Guðmundsson og Karla- kór Reykjavíkur í Valhöll og síðan var stiginn dans. Hátíðahöldin fóru í alla staði mjög prýðilega fram og voru forstöðunefndinni til hins mesta sóma, og þá ekki sízt forseta hennar, Sigfúsi Halldórs frá Höfnum, sem stjórnaði hátíðinni með smekkvísi og skörungs- skap. Sérstaka athygli og á- nægju vakti að tekin hafði ver- ið upp sá siður frá þjóðhátíðum Vestur-íslendinga, að minnast ættlandsins og fósturlandanna tveggja með því, að láta konur koma fram sem Fjallkonuna, Miss Ameríku og Miss Kanada. Má hiklaust fullyrða, að há- tíðahöldin hafa náð þeim tilgangi sínum, að auka samhug hér heima í garð Vestur-íslendinga. í forstöðunefnd dagsins áttu sæti: Sigfús Halldórs frá Höfn- um (formaður), frú Elisabet Jensen-Brand, frú Halldóra Sigurjónsson, Pétur Sigurðsson rithöfundur og Steingrímur Ara- son kennari. Þeim til aðstoðar starfaði fjölmenn starfsnefnd, og voru í framkvæmdastjórn hennar Ari K. Eyjólfsson, Egill Vilhjálmsson og Thor Jensen- Brand. Vökumenn hjálpuðu til að halda uppi reglu á hátíðinni og margir fleiri veittu aðstoð sína á ýmsan hátt. Hefir Tíminn verið beðinn að flytja þakkir forstöðunefndar til allra þeirra, sem veittu henni aðstoð. Skrlfstofa Framsóknarfloklísins í Reykjavík er á Lindargötu 1 D Framsóknarmenn utan af landi, sem koma til Reykja- víkur, ættu alltaf að koma á skrifstofuna, þegar þeir geta komið því við. Það er nauðsynlegt fyrir flokks- starfsemina, og skrifstof- unni er mjög mikils virði að hafa samband við sem flesta flokksmenn utan af landi. Allmargir menn hafa orðið til þess að skrifa Tímanum greina- góð bréf, og er þeim hér með þakkað fyrir. tR BÆNIJM Landsýning barnaskólanna. Þær ákvarðanir hafa verið teknar, vegna vaxandi aðsóknar og fjölda áskorana að hafa hana opna næstu daga frá 8—11 á kvöldin. Þórður Eyjólfsson hæstaréttardómari hefir verið kjör- inn forseti hæstaréttar fyrir timabilið frá 1. september 1939 til 1. september 1940. Á íþróttavellinum fer fram í kvöld knattspyrnuskeppni milli meistaraflokks K. R. og Tvöroyar Boldfélag, sem er hér í boði K. R. Er það fyrsti kappleikur Færeyinga hér. Leiðrétting. Skemmtiferð Hins íslenzkra garð- yrkjufélags um Akranes og Borgarfjörð verður farin dagana 8. og 9. þ. m., en ekkí 7. og 8. eins og auglýst var í síð- asta blaði. Christmas Möller, fyrverandi formaður íhaldsflokksins danska, kom hingað með Dronning Alexandrine í gærmorgun og fór áfram með skipinu til Akureyrar. Það- an mun hann fara til Mývatns og síð- an landleiðina hingað suður. í ferð með honum er frú hans og sonur. Christmas Möller er einn af þekktustu stjórnmálamönnum Dana og nýtur mikils álits. Prjónlessýningin í Iðnskólanum er opin frá 10—10. Kvikmyndahúsin. Nýja Bíó sýnir nú ameríska litmynd, sem nefnist Hetjur skóganna. Gerist hún meðal skógarhöe-o'smanna í Kana- da. Er hún hin æfintýraríkasta, lýsir vel hinu fagra landslagi þar og ýmsum starfsháttum skógarhöggsmanna. — Gamla Bíó sýnir þýzka mynd, Heim- þrá, og leikur hin þekkta sænska leik- kona, Sarah Leander, aðalhlutverkið. Nýung. Samkvæmt auglýsingu í blaðinu í dag, liefir Verzlunin Bristol hér í bæn- um tekið upp þá nýung, að senda gegn póstkröfu út um land, sitt viðurkennda skorna neftóbak, á lokuðum flöskum. Vatnaleiðin gegnum Svíþjóð (Framh. af 3. síðu) grænar greinar hávaxinna trjáa teygjast upp með báðum hlið- um. Það er engu líkara en að skipið renni um sjálfan skóg- inn, hljótt, hægt, en viðstöðu- laust. Á einum stað liggur skurð- urinn yfir alldjúpt gil eða vatna- farveg. Skipið siglir um langa stál- rennu eða stokk, sem gengur frá einum gilbarmi til annars. Á hlið að sjá, er þetta alveg eins og brú á vatnsfalli, enda er það svo. Það er einungis sá munur á henni og slíkum mannvirkjum, að um hana fara skip ein, enda eru sporðar hennar tengdir við skurðinn báðum megin. Ferðin yfir Váttern gengur fljótt. Vatnið er að vísu afar langt, en ekki meir en 30 km. á breidd. Og nú er siglt með fullri ferð. Fá vötn eru jafn tær og gegnsæ sem Váttern. Það er sennilega fátt, sem fs- lendingum finnst jafn heillandi við veru eða ferðalög erlendis sem skógarnir, a. m. k. meðan þeir hafa ekki átt kost á að kynnast þeim verulega. Og víst 118 William McLeod Raine: — Hann hefir slegið þig í klessu og stungið af, ha? — Jú, rétt, en klóraði sig úr pokanum fyrst, sagði Walsh, en bætti svo við til skýringar: — Molly heyrði hávaðann og varð fyrst á orustuvöllinn til aðstoðar. Clint leit á dóttur sína og svo á sýslu- manninn. — Það lítur út fyrir að þú hafir verið óaðgætinn, Steve? — Það var ég sannarlega, sagði Walsh með nokkrum ákafa. Það var eitthvað i þessu, sem Pres- cott skildi ekki, en ætlaði sér að kom- ast að. — Ég er hissa. Þetta er ekki líkt þér, Steve, að láta fangann fara svona með Þig- — Okkur verða öllum á skyssur. Ég hélt ég hefði bundið náungann nógu rammlega. Ég hafði jafnvel bundið um hann bandi, sem ég batt svo um fót mér, til þess að ég vaknaði ef hann hreyfði sig mikið. Prescott horfði á dóttur sína meðan hún bar joð á sárið. Er hún hafði bund^ ið um höfuðið, spurði hann hana allt í einu: — Hvernig stendur á því, að þú ert í samfesting og flúnelsskyrtu, Molly? — Ég býst við að það hafi verið næst hendi, svaraði hún. Flóttamaðurinn frá Texas 119 — Handhægara en morgunsloppur, spurði hann hranalega. — Ég var ekki háttuö, ég var að máta föt. ' — Hversvegna kallaðir þú ekki á mig, þegar þú heyrðir hávaðann hérna? — Hún hefir sennilega haldið að við værum bara að kasta af okkur stígvél- unum og ætluðum að fara að sofa, sagði Walsh. — Ég spurði þig ekki, Steve, heldur Molly. — Þetta þýðir ekki, Steve, sagði Molly lágt. — Við verðum að segja pabba allt af létta. — Ég er enginn bjáni, sagði Prescott. — Það væri líka meira en meðal asni, sem tæki þetta þvaður ykkar trú- anlegt. Ég vil fá að vita sannleikann. Molly rétti úr sér og leit á föður sinn. Hún fann að blóðið hljóp fram í kinn- arnar. — Ég gerði það, sagði hún. — Ég kom inn um gluggann og skar böndin af þessum Taylor. — Bölvaður villikötturinn þinn, hvæsti faðir hennar. — Ertu alveg bandvitlaus! — Ég sagði þér, að ég myndi hjálpa honum, ef þú gerðir það ekki, svaraði hún. Crodafoss fer á miðvikudagskvöld 5. júlí vestur og norður, Farseðlar ósk- ast sóttir fyrir hádegi sama dag. Skipið fer 13. júlí til Leith og Hamborgar. GllllfOSS fer á fimmtudagskvöld kl. 10 um Vestmannaeyjar til Leith og Kaupmannahafnar. ALLTAF S A M A TÓBAKIÐ í BRISTOL Bankastræti 6. - Sími: 4335. - REYKJAVÍK. Þetta þjóðfræga neftóbak, sem er selt á snyritlegum flöskum. er sent gegn póstkröfu um land allt. •GAMLA EÍÓ* eru þeir yndislegir og til ómetan- legrar fegurðar og gagns. En þó getur ferðamaðurinn fengið meir en nóg af þeim, einkum ís- lendingurinn, sem er svo vanur hinum víða sjóndeildarhring og tæru fjallalofti. Rúmlega hálf Svíþjóð er skógi vaxin, þ. e. svæði, sem er meir en tvöföld stærð íslands, eða sem næst 225,000 ferkm. Að ferðast um þessi afar víðlendu skógar- flæmi, t. d. með járnbraut, verð- ur þreytandi, þegar til lengdar lætur. Útsýnin er engin. Aðeins þéttar trjáraðir til beggja handa. Maður fer að þrá að komast út úr þessu endalausa og óyfirsjá- anlega skógarþykkni. Jafnvel hver háls, hvert hinna lægri fjalla t. d. um miðbik landsins, er klætt viði, ýmsra tegunda, þótt mest beri á björkinni með hinn hvíta stofn. Það er hún, sem er drottning sænsku skóg- anna, á sinn hátt eins og beykis- skógarnir einkenna Danmörku og linditré Þýzkland. En það er allt annað og ólíkt æfintýralegra að ferðast gegn- um víðáttur skóganna á skipi en járnbraut. Það er svo óvenjulegt, svo furðulega heillandi, líkara draumi en vöku. Þegar komið er þvert yfir Vattern, er aftur haldið inn í Gautaskurðinn, sem gengur hér beint til austurs, gegnum mörg smávötn og allt út í Eystrasalt. En norður úr honum er og enn skipaleið eftir sænsku sléttunni og út í þriðja stórvatnið, Löginn, og þann veg til Stokkhólms. Þetta ferðalag tekur upp undir vikutíma, er mun dýrara en með járnbraut, en aftur á móti ein- hver einkennilegasta leið og fegursta, sem hægt er að hugsa sér. Hægt og rólega hafa farþeg- arnir siglt gegnum þvert landið, séð einn fegursta hluta þess, siglt fram hjá og í gegnum frjó- sama akra, framhjá borgum, kaupstöðum og þorpum, fornum hallarrústum, snotrum bænda- býlum, stórum herrasetrum og margskonar risafengnum mann- virkjum. Nær hvarvetna hefir birkiskóg- urinn blasað við augum. Hvitir stofnar hávaxinna trjáa glitra í sólarbirtunni, hvert sem augu sjá, limamiklir, vasklegir full- trúar hinna víðlendu sænsku skóga. Hallgr. Jónasson. Heimþrá Framúrskarandi vel leikin ov efnismikil UFA-kvik- mynd, gerð samkvæmt hinu þekkta leikriti: „Heimat“ eftir Herman Su- dermann. Aðalhlutverkið leikur hin fagra sænska söng- og leik- kona ZARAH LEANDER. NÝJA BÍÓ- Ðetjnr skógaima. Amerísk stórmynd frá Warner Bros., samkvæmt hinni víðlesnu sögu, Gods- Country and the Woman, eftir James Oliver Curwood. Aðalhlutverkin leika: George Brent, Beverly Ro- berts, E1 Brendel o. fl. Myndin sýnir spennandi og æfintýraríka sögu, er gerist á meðal skógar- höggsmanna og öll tekin í eðlilegum litum í hinni töfrandi náttúrufegurð Kanada. Hjartans þakkir til allra hinna fjölmörgu, skyldra og vandalausra, sem veittu okkur margháttaða og ógleyman- lega gleði og sæmd í tilefni af gullbrúðkaupi okkar. Ingunn og Einar á Tóftum Vigdís og Þorvarður frá Meðalholtum Hraðferdír B. S. A. Alla daga nema mánudaga um Akranes og Borgarnes. — M.s. Laxfoss annast sjóleiðina. Afgreiðslan í Reykjavík á Bifreiðastöð íslands, sími 1540. Bifreiðastöð Akureyrar. GISTIHÚSIÐ VIÖ GEYSI tekur á móti ferðamönnum til lengri eða skemmri dvalar. Sundlaug til afnota. Hestar leigðir til ferðalaga. Allt selt sanngjörnu verði. --- Daglegar bílferðir frá Bifreiðastöðinni GEYSI. - Kaupiélög! Ifiafið s liySSiinuiii vörur, seus allir biðja um, ug þjóðfrægar eru fyrir gæði: FALOMA-haiulsápa FAVORI MlMI -”- MÁM A-stais gasápu TIF TOP þvottaduft FlX-þvottaduft LlOO-snyrtivörur REX-ræstiduft MÁXA-skóáburður, bóu og leður- feiti, vagnáburður, kristalssápa. Tökum góða tólg, kjöt, fisk, smjör, egg o. fl. íslenzkar afurðir. THE WORLD'S GOOD NEWS will come to your home every day through THE CHRISTIAN SCIENCE MONITOR An International Daily Newspaper It records for you the world’s clean, constructive doings. The Monitor does not exploit crime or sensation; neither does it ignore them, but deals correctively with them Features for busy men and all the family. including the Weekly Magazine Section. The Christian Science Publishing Society One, Norway Street. Eoston, Massachusetts Please enter my subscripMon to The Christian Science Monitor for a period of . 1 year $12 00 6 months $6.00 3 months $3.00 1 month $1.00 Wednesday issue. ’ncluding Magazine Section: 1 year $2.60. 6 issues 25c Name_______________ Saviple Copy on Recfuett Knattspyrnumeistarar Færeyja komnirtil Reykjavíkur Tvoroyap Boldfélag og K. R. keppa í kvöld kl. 8,30. Sjáid meistarana frá FæreyjumZ Sjáið K. R.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.