Tíminn - 18.07.1939, Síða 4

Tíminn - 18.07.1939, Síða 4
328 TÍMIM, þriðjndagijin 18. júlí 1939 82. blað 'GAMLA EÍÓ* 7 löðrungar Ljómandi skemmtileg og fyndin UFA-gamanmynd, er gerist i London. Aðalhlutverk leika hinir frægu og vinsælu leikarar: LILIAN HARVEY og WILLY FRITSCH. NÝJA BÍÓ- „Yvette“ Þýzk mynd, gerð sam- kvæmt heimsfrægri, sam- . nefndri sögu eftir Guy de Maupassant. Aðalhlutv. leika: KÁTHE DORSCH, RUTH HELLEBERG, JOHANNES REIMANN. Aukamynd: FARFUGLAR. Gístihúsíð Reykjaskóli í Hrúíaiírðí tekur á móti dvalargestum. Þar er yfirbyggð sundlaug og gufubað. Ólöf Guðimmdsdóttir. Vegna jarðarfarar verður skrifstofum vorum lokað frá fiádegi á miðvikudaginn 19. þ. m. Sölusamband ísl. fískframleíðenda. Takið eftir! KRAFTBRAUÐIN verða framvegis seld á eftirtöldum stöðum: Verzlunin Nova, Barónsstíg 27. — Drífandi, Laufásvegi 58. — Varmá, Rverfisgötu 84. — As, Laugavegi 160. — Vegur, Vesturgötu 52. — Brekka, Ásvallagötu 1. Sveinabakariið Vesturgötu 14. Simi 5239. Nmjörlíki e k k a ð í verði. tJtsöluverð á smjörlíki okkar er frá og með deginum í dag 1.52 kg'. í Reykjavík og Hafnarfirði. Annarsstaðar hærra sem neinur flutningskostnaði. Óleyfilegt er að selja við öðru verði. Smjörlíkisgerðin ,,Ljómí“ H.f. Smjörlíkisgerðin H.f. Svanur H.f. Ásgarður. ACCUMULATOREN-FABRIK, DR. TH. SONNENCHEIN. Innheimtumenn! Yfír landamærín 1. Kommúnistablaðið er að brigsla Alþýðuflokknum um, að hann sé háður bönkum. Þetta gefur ástæður til að minna á það, að kommúnistablaðið hefir ekki í mörg ár sagt eitt einasta hnjóðsyrði um aðalbankastjóra Út- vegsbankans. 2. Morgunblaðið skrifar langa grein um verkamannabústaðina sl. sunnu- dag og verður ekki annað skilið en að blaðið hafi haft eldlegan áhuga fyrir þeim frá fyrstu tíð. Harmar það sáran að Sjálfstæðismenn skuli ekki fyrr hafa fengið að hafa hönd í bagga með framkvæmd þéssa máls. Blaðið gleymir hér þeirri -sögulegu staðreynd, að for- vígismenn Sjálfstæðisflokksins börðust gegn verkamannabústöðum í fjölmörg ár og sýndu þeim allan hugsanlegan fjandskap. Þeir voru þá að reka erindi reykvískra húsabraskara. Framsóknar- menn geta játað það með góðri sam- vizku, að þeim kom ekki til hugar að láta Sjálfstæðisflokkinn koma nærri framkvæmd málsins, meðan hann var því fjandsamlegur. Slíkt var til eink- ls líklegra en að gera málinu bölvun. Nú virðist Sjálfstæðisflokkurinn hafa tekið upp heillavænlegri skoðun, enda eru verkamannabústaðirnir búnir að vinna almenna viðurkenningu. Það virðist því áhættuminna að láta Sjálf- stæðismenn fá hlutdeild í framkvæmd þessa máls nú, enda þótt niðurlagsorð Morgunblaðsgreinarinnar á sunnudag- inn vekji um það nokkurn vafa, hvort sumir Sjálfstæðismenn hafi raunveru- lega skipt um skoðun. 3. Sem dæmi um rithátt kommún- istablaðsins má nefna það, að í sunnu- dagsblaðinu voru þeir Hermann Jónas- son og Stefán Jóhann kallaðir „sam- vizkusnauð lítilmenni", og Jónas Jóns- son og Ólafur Thors „auðvirðilegir glæframenn". 4. Mbl. gengur orðið svo langt í mála- hnupli, að það er að eigna íhalds- flokknum byggingu síldarverksmiðja rikisins. Sannleikurinn er sá, að á þingi 1928, þegar Magnús Kristjánsson fékk shdarverksmiðjulögin samþykkt, gerðu íhaldsmenn allt til að hindra framgang þeirra, þótt þeir þyrðu ekki í fyrstu að veita þeim beina mótstöðu, en færu krókaleiðir. í fyrstu ræðu sinni sagði Ól. Thors m. a., að þær síldarverk- smiðjur, sem væru í landinu, „nægðu fyllilega þörfum landsmanna". Samt sagðist hann og flokkur hans geta stutt frv., ef samþykkt væri tillaga, sem þýddi raunar sama og það væri drepið. Var hún þess efnis, að samtök síldar- útgerðarmanna ættu að byggja verk- smiðjuna, en vitanlegt var, að ekki var hægt að mynda slík samtök. Þegar í- haldsmönnum tókst ekki að drepa frv. með þessum hætti, snerust þeir allir gegn því við lokaumræðuna í neðri deild, nema Jón heitinn Ólafsson. Ætti Morgunblaðið að kynna sér þingtíðind- ín áður en það heldur áfram að eigna íhaldinu fleiri mál, sem það hefir bar- izt hatramlegast á móti. 5. Kommúnistablaöið skammar stjórn Byggingarsjóðs verkamannabústaða fyrir að brjóta ekki landslög og lána félagi Héðins til bygginga. Samkvæmt landslögum má ekki lána öðru félagi úr sjóðnum, heldur en því, sem hefur fengið viðurkenningu ráðuneytisins. Byggingarfélagi alþýðu hafði verið synjað um slika viðurkenningu af fé- lagsmálaráðuneytinu og hefði það því verið skýlaust lagabrot af stjóm sjóðs- ins, að veita félaginu lán úr sjóðnum. Byggingarfélag alþýðu hafði einnig neitað að uppfylla þau skilyrði, sem ráðuneytið hafði sett því, til þess að geta öðlazt viðurkenningu. Annað lá því ekki fyrir en að lána hinu nýstofn- aða Byggingarfélagi verkamanna, sem hafði fengið viðurkenningu stjómar- ráðsins og var því löglegt, eða lána ekkert úr sjóðnum og stöðva þar með byggingu nýrra verkamannabústaða. Stjórn sjóðsins taldi sér bera skyldu til þess að stuðla að því að nýir verka- mannabústaðir yrðu reistir og þess vegna ákvað hún að veita hinu nýja byggingarfélagi lán. x+y. ÚtbreiMð TlMANN tTR BÆNUM Lúðrasveit Reykjavíkur kom á laugardaginn úr ferð sinni um Austurland og Norðurland. Lék lúðrasveitin, er var tuttugu manns, alls á þrettán stöðum. En alls tóku þátt í förinni nær 40 manns. Fararstjóri var Sigurður Baldvinsson póstmeistari, en stjórnandi hljómsveitarinnar Albert Klahn. Lúðrasveitin lék á þessum stöð- um: Höfn í Hornafirði, Fáskrúðsfirði, Eskifirði, Neskaupstað í Norðfirði, Seyðisfirði, Hallormsstaðaskógi, Kópa- skeri, Húsavík, Laugaskóla í Reykja- dal, Akureyri, Sauðárkróki og Hvamms- tanga. — Lúðrasveit Reykjavíkur leik- ur I kvöld fyrir framan hina svonefndu bindindishöll við Fríkirkjuveg. Hafnarfjarðarbátarnir tveir, sem byggðir eru með styrk frá Fiskimálanefnd og í smíðum hafa ver- ið, verða settir á flot í dag. Flugpróf. Tveir piltar luku í fyrradag svo- kölluðu A-prófi í flugi. Voru það þeir Björn Pálsson bifreiðarstjóri á Kleppi og Kjartan Guðbrandsson, Magnússon- ar forstjóra. Hafa þeir með þessu prófi öðlazt rétt til þess að fljúga í venju- legum flugvélum, án þess að kennari sé í för með þeim. Að aflokinni þrjátíu stunda æfingu í flugi, hafa þeir leyfi til að fljúga með póst og farþega og hafa öðlazt fullkomin flugréttindi. Faxaflóanefndin. Fjórir af mönnum þeim, sem valdir voru í nefnd Alþjóðahafrannsókna- ráðsins, er vinna skal að undirbúningi að ’friðun Faxaflóa og rannsóknum, er gera verður áður en að því ráði verður horfið, koma hingað til bæjarins um næstu helgi, þar á meðal formaður hennar. Ritari nefndarinnar er Árni Friðriksson fiskifræðingur, en alls eiga í henni sæti níu menn. Þeir fimm nefndarmenn, sem hér verða, munu halda með sér fundi og fara í athug- unarleiðangur um flóann. Danmerkurfararnir úr Fram kepptu í kærkvöldi við úrvalslið úr hinum þremur knattspyrnufélögum bæjarins. Úrslitin urðu þau, að úrvals- liðið vann með 6 : 3. Voru í fyrri hálf- leik sett 3 : 0, en í hinum síðari 3 : 3. Dönsku menntaskólanemendurnir, sem verið hafa hér á ferðalagi að undanförnu, fara utan með Brúarfossi á fimmtudaginn. Verða þá í för með þeim, eins og til stóð, íslenzkir mennta- skólanemendur, er njóta skulu gagn- kvæmrar gestrisni í Danmörku. Til anglýsenda! Tíminn er gefinn út i fleiri eintökum en nokk- urt annað blað á íslandi. Glldi almennra auglýs- inga er í hlutfalli við þann fjölda manna er les þær. Tíminn er öruggasta boðleiðin til flestra neyt- endanna í landinu. — Þeir, sem vilja kynna vör- ur sínar sem flestum auglýsa þær þessvegna f Tímanum — Sígurður Ólason & Egill Sigurgeírsson Málflutningsskrifstofa Austurstræti 3. Sími 1712. Kopar Ríkisj ar ðirnar í Ölfusiitu. (Framh. af 3. síSuJ var fyrst fullbyggt nú f vor og kemur fyrst í ljós í vetur hver not verða að því. Rektor mun hugsa sér að hafa þar við og við heila bekki í einu, vikulangt eða hálfan mánuð og kennara eft- ir því, sem með þarf. Mun nem- endur lifa þar.hollu og einföldu lífi, líkt og forðum í Skálholts- skóla, og auk þess iðka íþróttir og holla vinnu. Að sjálfsögðu verður „selið“ auk þess fjölsótt af nemendum um helgar allan veturinn, ekki sízt, þegar „snjó- lausi“ vegurinn tryggir sam- göngurnar austur. Pálmi Hann- esson er margt í einu. Hann er einn hinn mesti ferðamaður meðal sinnar þjóðar, ef fara skal um fjöll og firnindi. Hann er náttúrufræðingur og ritfær í bezta lagi. En innst inni í rekt- or, eins og flestum íslendingum, býr bóndinn, þar sem þúsund ára erfð er mönnum í blóð bor- in. Eins og Gunnar skáld Gunn- arsson gerir skáldadrauma sinna eigin ritverka að veru- leika með búskap sínum á Skriðuklaustri, þannig fullnægir Pálma rektor ekki.minna en að menntaskólinn hafi myndarlegt bú í „selinu“ í Ölfusi. Allar lík- ur benda til að Magnús Krist- jánsson vilji innan skamms hefja nýtt landnám og selja rík- inu hin góðu gróðurhús sín og myndarlegt nýbýli. Fellur sú eign þá væntanlega í hendur Pálma rektors og getur hann þá hafið myndarlegan þátt í bú- skap skólans. Munu óskir margra manna fylgja rektor í viðleitni hans að láta lifskraft sveitanna og hinna frumlegu starfa gegn- sýra elztu menntastofnun lands- ins, sem hann veitir forstöðu. Framh. J. J. Rændaför Biinaðar- sambands Dala- og Snæfellsnessýslu. (Framh. af 2. síðu) mín, og segist verða að „koma mér til“: Breiðdal yrkir býsna vel, ber af skálda hirðum, upp hann reisir á sér stél hjá austanvera firðum. Ég svara bráðlega: Á Jóni fáir hafa hald hér í óðar éli, því okkar stóra yfirvald er með litlu stéli. Jón þó ekki yrki vel, eitthvað lagast getur; yxi honum stærra stél stæði hann sig betur. í vesturleið var svo Mjólkurbú Flóamanna skoðað. Síðan farið að Þrastalundi og gist þar. Var kvöldverður framreiddur af Kaupfélagi Árnesinga. Bættust nú enn við margir Árnesingar. Undir borðum voru margar ræð- ur fluttar. Leið okkur afbragðs- vel, sem fyrr, meðal Sunnlend- inga. Framh. Stauníng kemur „Hvern skrambann er hann að vilja hingað?" Svo varð manni að orði, er nóg hefir þótt um dáleika þá hina miklu, er nú eru milli ýmsra Góðdana og Mörlandanna, þeirra er lægst þykja fljúga. Var auðfundið að hann bjóst ekki við neinu góðu, því að í þeim svifum minntist hann vísuorðsins í kvæði Þor- steins Erlingssonar, þess er mestu hneykslinu olli 1887. Var honum þá bent á, að ekk- ert fremur en það kvæði mætti færa oss sanninn um, að sú ó- gæfa, sem lengst af hefir hvílt yfir viðskiptalífi sambands- þjóðanna, stafaði fyrst og fremst af fávísi Dana og skilningsleysi á þjóðlífi voru og þjóðhögum og því til stuðnings rakið nokkuð, að nóg dæmi væru þess, að því glöggari sem þekking Dana hefði verið á högum vorum, því auð- veldari hafi þeir reynzt í vorn garð. Fyrr á árum, er samgöng- ur bægðu ferðum Dana hingað, hafi það komið fram á þann hátt að því merkari og þrótt- meiri þeir menn voru, sem vorrar handar túlkuðu málin fyrir þeim, því frekar hefðu þeir sinnt vorum högum, svo sem er þeir Jón Eiríksson og Skúli fógeti voru fram á fyrir oss, að ógleymdum forsetanum. En síðar, er ferðir hingað urðu greiðari og ráðamenn þeirra kynntust landi og þjóð, svo sem í konungsförinni 1906, hafi þeim opnazt sýn og vaxið þekking og skilningur á málunum, er leiddi til sáttmálans 1918. En þótt meingallar séu á þeím sáttmála, megi þá fullt eins vel rekja til í- stöðuleysis vorra fulltrúa og sinnuleysis um að skýra vorn málstað til þrautar, svo sem t. d. fjárskiptin. Það sé því síður en svo ástæða til að amast við heimsóknum þeirra. Yrði þær oss til óþurftar mættum vér sjálfum oss um kenna og vesal- mennsku vorri og færi það þá að sköpuðu. En þessi maður skildist mér mætti fremur öðr- um löndum sínum verða oss au- fúsugestur og bæri margt til þess. Maðurinn er stórvitur með margháttaðri lífsreynslu, sjálf- menntaður og laus við allan lær- dómshroka, en það kemur vel við hér hjá oss, sem erum allra þjóða alþýðlegastir. Auk þess er hann manna voldugastur þar 1 landi, og munar það stórum, svo að um hann má segja, að það er framkvæmd sem hans vilji er til. En slíkum mönnum einum er treystandi til að kveða niður allar þær grýlur, sem i milli standa og eiga rót sína að rekja til þjóðdrambs þess, er svo nefndir fræðimenn Dana um ís- landsmál hafa alið með þeim nú um langan aldur. Og hvað sem öðru líður, er það trúa mín, að takist eigi að mýkja málin meðan hans nýtur við, muni langur uppi þangað til þau verði sett niður svo að sæmilegt sé og ánægjanlegt þjóðunum báð- um, því víst má flestum vera í mun, að ekki þurfi að reyna á harkann í þeim deilum. Því ber oss að taka honum með allri al- úð og veit ég að nokkuð gott muni leiða af hans komu. m. Á krossgötum. (Framh. af 1. síðu) 18425 þúsundum. Hinir helztu útflutn- ingsliðir á þessu ári eru óverkaður salt- fiskur fyrir 4200 þús., lýsi fyrir 4140 þús., síldarolía fyrir 1855 þús., verkað- ur saltfiskur fyrir 1515 þús., ísfiskur fyrlr 1430 þús., freðkjöt fyrir 965 þús., síld fyrir 805 þús. og fiskmjöl fyrir 800 þús. Innflutningurinn á þessu ári nam í lok júnímánaðar alls 30055 þúsundum og er það miklum mun meira en verið hefir undanfarin ár. í fyrra nam inn- flutningurinn 26625 þúsundum króna fyrri helming ársins. Fiskbirgðir í land- inu og fískafli i salti var allmiklu meirl nú en á sama tima undanfarin ár. Fiskbirgðir námu i júnílok í ár 25773 þurrum smálestum, í fyrra 17024 smá- lestum, og fiskafli í salti nam 33886 smálestum, miðað við þurrkaðan fisk, en 31301 smálest í fyrrasumar. t t t Jóhannes Björnsson frá Hofsstöðum ætlar í sumar að gera tilraun til að fá tvær uppskerur af kartöflum úr litlum garði, er hann hefir við hús sitt í Þing- holtsstræti. Hann setti niður í garðinn I maíbyrjun og er nú að taka upp. Hefir hann tilbúnar spíraðar kart- öflur, er hann setur niður jafnharðan. Ef tíðarfar verður hagstætt fram eftir haustinu, væntir hann þess að fá þá aftur álíka góða uppskeru og nú. Vinnið ötullega að innheimtu og útbreiðslu Tímans í ykkar sveit. Svarið fljótt bréfum frá ínnheimtu blaðsins í Reykjavík, ig gerið skil til hennar svo fljótt íem möguleikar leyfa. Tíminn er ódýrasta blaðið, sem gefið er út á íslandi. Allir Framsóknar- menn eiga að kaupa, lesa og borga Tímann. keyptur í Landssmiðjunni. 142 William McLeod Raine: Flóttamaðurinn frá Texas 143 þeim föður sínum og sýslumanninum, er þeir fóru að leita að slóð flúna fang- ans. Þeir héldu í áttina til þjóðvegar- íns og hurfu á bak við hæð. Tvær stund- ir liðu áður en hún sá þá aftur. Þeir námu staðar á hlaðinu og töluðu sam- an. Síðan kom faðir hennar inn, en Walsh fór niður að læknum. Sýslumað- urinn stöðvaði hest sinn á slóðinni til Sjömílnakofans. Hann stökk af baki til að athuga eitthvað, sem hafði vakið eftirtekt hans. Molly horfði á hann og fann þrengja að hjarta sér. Hún vissi að hann var að komast á slóðina. Walsh fór hægt eftir slóðinni til lækj- arins, yfir hann, reið upp brekkuna hinumegin og hvarf síðan niður af hæð- inni. Hálfri stundu sífcar sá hún hann aftur. Þá kom hann á hraðri ferð eftir veginum, heim að búgarðinum. Prescott hafði farið eitthvað að líta eftir fénaði. Molly fór niður, því að hún þóttist vita, að Walsh vildi tala við hana. Það reyndist og rétt. — Við skulum koma til skrifstofu föður þíns, þar getum við verið ein, sagði hann. Molly gekk á undan. Steve læsti dyr- unum, er þau voru komin inn, og snéri sér að henni. Bros hans var i senn háðs- legt og aðdáandi. — Þú ert svei mér góð, sagði hann. — Já, er ég það ekki, eins og þeir segja i ensku skáldsögunum? — Ekki nógu góð, samt. — Ætlarðu að láta setja mig í járn, spurði hún óskammfeilin. — Clint sagði mér að þú hefðir farið út með honum í gærkvöldi, en orðið þreytt. — Já, það var rétt. — Já. Þú hefir áreiðanlega verið orð- in þreytt áður en þú komst heim. Hann glotti, en glott hans var ekki fjandsam- legt. — Ég skil þig ekki, stúlka mín. Þú sagðir föður þínum i gærkvöldi, að þú værir hætt að hjálpa þessum náunga og þú sagðist skyldi gera eins og hann segði þér upp frá því. En svo fórstu út með honum aðeins til þess að gabba hann og það til að hjálpa þessum ná- unga enn betur. Uppgerðarsvipurinn hvarf af andliti Molly. — Já, sagði hún dapurt. — Hversvegna? — Hversvegna, hvað? — Hversvegna gerðir þú það? Ég hefi þekkt Molly Prescott síðan hún var lítil telpa. Þetta líkist ekki þeirri Molly, sem ég hefi þekkt. Þú hafðir hjálpað þessum

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.