Tíminn - 22.07.1939, Qupperneq 2

Tíminn - 22.07.1939, Qupperneq 2
334 TÍMIM, langardagmn 22» jiilí 1939 84. blað Bókaiafn á hverju lieimili Bændaför Búnaðarsambands Dala- og Snæfellsnessýslu í dag birtist í þeim fjórum blöðum 1 höfuðstaðnum, sem starfa með núverandi ríkis- stjórn, yfirlýsing um merkilega bókaútgáfu, sem á að hefjast upp úr næstu áramótum. Þessi auglýsing er undirrituð af fimm fulltrúum þriggja þingflokk- anna í landinu, sem hafa nú og hafa um mörg undanfarin ár haft úrslitavald um málefni þjóðarinnar. í þessari yfirlýsingu gerir menntamálaráð íslands ráð fyr- ir því að byrja skipulega og stór- fellda bókaútgáfu um næstu áramót og með þeim hætti, að það verði á valdi hvers einasta manns í landinu að eignast margar góðar bækur árlega fyr- ir lágt árgjald. Tilgangur menntamálaráðs er að gera hverju einasta heimili á land- inu fært að eignast safn af góðum bókum. Þetta er vitaskuld ekki ný hugmynd. Fyrsta og einna þýð- ingarmesta sporið var stigið um aldamótin síðustu, þegar Oddur flokksins er líka í hreinni mót- setningu við launaskrif íhalds- blaðanna. í fjármálaráðherra- tíð Jóns Þorlákssonar voru ýms- ar launagreiðslur t. d. forstjóra- laun hjá ríkinu, helmingi hærri en nú. Launagreiðslur ríkisins námu þá um 5.5 milj. kr. á ári, að frádregnum verkamanna- launum. Það munaði því minnstu, að þær væru þá helm- ingur ríkisgjaldanna. Sjálfstæð- isflokkurinn hefir aldrei bent á neinar leiðir til lækkunar á launagreiðslum ríkissjóðs, nema niðurlagningu ríkisfyrirtækja, sem hefði orsakað stórfelldan tekjumissi fyrir ríkissjóð. Hins- vegar hefir hann staðið gegn ýmsum sparnaðarráðstöfunum og í hvert sinn, sem átt hefir að lækka háu launin með sköttum, hefir hann barizt gegn því með öllum mögulegum vopnum. Meðan flokkurinn sýnir engin sinnaskipti í þessum málum með stjórn sinni á Reykjavíkurbæ, Eimskipafélaginu og Fisksölu- samlaginu og öðrum fyrirtækj- um, sem flokksmenn hans ráða yfir, mega íhaldsblöðin vera þess fullviss, að árásir þeirra á launagreiðslur hjá ríkinu munu ekki afla flokknum mikilla vin- sælda. Hvert heilvita manns- barn sér á meðan að slík skrif þeirra eru ekkert annað en hræsni og að þau hafa enn ekki lært hið holla ráð, að þeir, sem búi í glerhúsi, eigi ekki að kasta grjóti. Björnsson byrjaði að gefa út „Bókasafn alþýðu“. Oddur Björnsson var þá prentari í Kaupmannahöfn. Hann gaf út nokkrar ágætar bækur, í alveg óvenjulega vandaðri og smekk- legri útgáfu, að því er snerti pappír, prentun og band. Odd- ur safnaði föstum áskrifendum í þessu skyni. Útgáfa hans var vinsæl, en hann hafði engan stuðning frá neinni stofnun eða öðrum mönnum til að standa undir þessari byrði, og eftir nokkra stund varð hann að hætta útgáfunni. En hann hafði sýnt íslendingum hvar vegur- inn lá, ef koma átti til leiðar bókasafnsmyndun á heimil- unum. Ég hafði allt af verið hrifinn af bókasafnshugmynd Odds Björnssonar og óskaði að hún gæti verið tekin upp í nýrri mynd. Og á Alþingi 1928 var samþykkt frumvarp, sem ég bar fram, um að ríkið heimilaði nokkurt fé til slíkrar útgáfu. Nefnd þriggja manna, íslenzku- kennara Háskóla íslands, ís- lenzkukennara kennaraskólans og prófessornum í íslenzkri sögu við háskólann var með lögunum falin yfirumsjón með útgáfunni. Gekk svo í nokkur ár. Menn- ingarsjóður gaf út allmargar bækur, sumar góðar og aðrar lélegar. En fyrirtækið gekk ekki vel. Forstöðumennirnir höfðu ekki fylgt leið Odds Björnssonar nógu trúlega. Þeir söfnuðu ekki föstum áskrifendum og þeir létu meira undan bænum höf- unda, sem vildu selja handrit sín, heldur en gott var fyrir út- gáfuna. Eftir nokkur ár var út- gáfan komin í strand. Mikil skuld við ríkisprentsmiðjuna, allmiklar birgðir af misjafnlega útgengilegum bókum og lítil trú hjá bókamönnum í landinu á því að fyrirtækið næði tilgangi sínum. Eftir að ég kom í menntamálaráðið eftir kosning- arnar 1934 byrjaði ég aftur að leita fyrir mér að leiðum til að afla menningarsjóði nokk- urs öryggis um tekj ur, svo að það gæti starfaö að sínum uppruna- lega tilgangi, að láta rannsaka náttúru landsins vísindalega, kaupa íslenzk listaverk þjóðinni til handa og að gefa út gagnleg- ar og skemmtilegar bækur í að- gengilegri útgáfu. Menntamála- ráð byrjaði nú að glíma við hið gamla verkefni að nýju. Það hafði hina mestu stoð í Stein- grími Guðmundssyni prent- smiðjustjóra við allan fjárrekst- ur. Hann tók að sér að koma í verð hinum gömlu bókaleyfum, eftir því sem unnt var, og reyna með þeim hætti að ljúka gömlu skuldinni. Jafnhliða þessu spar- aði menntamálaráð missirum saman sínar nýju bókatekjur til að geta hafið útgáfustarfsemi í stórum stíl í ársbyrjun 1940. Hefir menntamálaráð í þessu skyni tryggt sér samstarf við góða höfunda, bæði um frum- samin rit og þýðingar. Meðan menningarsjóður var að rétta sig við eftir tapútgáfu á Esperantó-bók Þorbergs Þórð- arsonar, doktorsritgerð Einars Sveinssonar og fleiri bókum af sama tagi, byrjuðu kommúnistar með stuðningi frá útlendum að- ilum allumsvifamikla bókaút- gáfu. Fóru þeir alveg í slóð Odds Björnssonar um skipulag og form. Þeir söfnuðu föstum á- skrifendum, og létu í stað þess ákveðna tölu bóka. En að öðru leyti er útgáfa kommúnistanna býsna ólík bókaskrá Odds Björnssonar. í stað þess, að hann hugsaði um land sitt og þjóð og annað ekki í sambandi við út- gáfu sína, þá var útgáfa komm- únista einn ákveðnasti liður í undirróðri þeirra og niðurrifs- starfsemi. En til að grímuklæða áform sín, sóttust þeir eftir að fá einstaka ritfæra menn, sem andvígir eru byltingu, til að skrifa í rit sitt „Rauða penna“, og semja og þýða einstöku bæk- ur. Framan af gáfu menn ekki gaum að þessu athæfi, en eftir því sem kommúnistar urðu frek- ari í aðgerðum sínum, bæði al- mennum undirróðri um allt land í þá átt að torvelda framleiðsl- una bæði til lands og sjávar, en á hinn bóginn sóttu kommún- istar æ fastar róðurinn að ná fleiri og fleiri friðsömum borg- urum á sitt vald til ritstarfa. Er talið, að þeir þykist geta greitt þreföld laun fyrir eftirsóknar- verða andlega vinnu. Síðan nota þeir nöfn hinna „borgaralegu" höfunda sér til framdráttar. Því að eins og bylting er takmark kommúnismans, þannig er sí- felldur neikvæður undirróður lífshugsjón hvers einasta bylt- ingarsinna. Fram að þessu hafa ýmsir rit- færir menn getað sagt: Komm- únistar bjóða mér há ritlaun. Þeir gefa út einstaka bækur, er almenningur vill lesa, og þeir leggja talsverða vinnu í að koma bókum út. Að því leyti, sem þeir reka byltingarundirróður og leit- ast við að sundra mannfélaginu, þá er það þeirra mál en ekki mitt. En um leið og Menntamálaráð tekur aftur upp útgáfustarfsemi sína, á grundvelli Odds Björns- sonar, þá hverfur þessi afsökun fyrir hina svokölluðu hlutlausu eða ópólitísku menn. Þá verða tvær andstæðar útgáfur í land- inu. Annarsvegar hin íslenzka útgáfa Menntamálaráðs. Að henni mun standa allur þorri NIÐURLAG Eftir að við höfðum skoðað skólann og sundlaugina var haldið af stað á Kambabrún. Var þar stanzað, því nú kvöddum við loks þá, er með okkur voru allan tímann eins og fyr getur, og aðra, er nú voru með. Voru þar ræður fluttar að skilnaði og söngvar sungnir undir stjórn séra Ólafs. Loks las' Bjarni Ás- geirsson alþingismaður upp okk- ar síðasta óð til Sunnlendinga, er ég setti saman: Við sendum kveðjur Sunn- lendingum og syngjum allir vestanmenn. Óskum heitt að búsæld búum blessist langa framtíð enn. Við hyllum bæði halogsvanna, er hafa rétt oss vinamund. Biðjum öll, að guð þeim gefi glaða hverja æfistund. stuðningsmanna núverandi rík- isstjórnar. Sú útgáfa hefir nú yfir allmiklu fé að ráða. Hún styðst við stærstu prentsmiðju landsins og hefir fyrir ráðunaut hinn ágæta forstöðumann þeirr- ar prentsmiðju. Strax á næsta ári mun Menntamálaráð gefa út meira af góðum bókum, heldur en nokkurt annað útgáfufélag á landinu, með beinum skiptum við hvern einasta bókhneigðan íslending. Um þessa útgáfu mun ekki leika á tveim tungum um heimildir. Hún verður alíslenzkt fyrirtæki íslenzkra manna og ís- lenzkrar menningar. Hin útgáfan verður fyrirtæki kommúnista. Tímaritið „Rauðir pennar“ mun með nafni og inni- haldi sýna stefnuna. Þar munu verða, eins og hingað til, erlend- ar hugsjónir, erlend yfirráð. Þar mun hið fasta takmark verða að leysa sundur hið íslenzka þjóðfé- Iag og afhenda „arf“ þjóðarinn- ar í hendur rangra erfingja. Eftir því sem málavextir skýr- ast, mun þáð fólk, sem hingað til hefir villzt inn í herbúðir bylt- ingarmanna, finna að þaðan liggja greiðar útgöngudyr. Þá mun sá hluti þjóðarinnar, sem aðhyllist lífsskoðun sovét- valdhafanna, hafa fyrir sig og sína menn útgáfustarfsemi, sem heitir „Mál og mennig“ og bylt- ingarsinnað timarit, sem heitir „Rauðir pennar“. En hinn hluti þjóðarinnar mun sætta sig við bókakost, sem gefinn er út af íslendingum, fyrir íslendinga og án nokkurs stuðnings frá valda- mönnum í framandi löndum. Menntamálaráðið mun að því er bókaútgáfu snertir, eins og í öðr- um efnum, skipa sér í sveit, þar sem er sókn ’og vörn til verndar málstað fslendinga. Nú var haldið beint til Reykja- víkur og gist þar. Boð lágu fyrir frá Helga Bergs forstjóra, að hann óskaði að við kæmum við hjá Sláturfélagi Suðurlands, enda beið hann okkar þar, glað- ur og glæsilegur, og bauð okkur velkomin og leiddi okkur um öll hin miklu völundarhús og út- skýrði hvað eina fyrir okkur. Að endingu leiddi hann okkur í sal mikinn, voru þar langborö dúkuð, vistum hlaðin, hin gómsæta, fagurrauða pylsa, brauð og öl. Þar ávarpaði Heigi Bergs okkur að nýju, bað menn vel njóta og árnaði öllum heilla. Þetta var sannkölluð kóngamáltíð, enda snæddu allir standandi. Frá Reykjavík var svo lagt af stað eftir kl. 1 dag- inn eftir. Fararstjóri, Stein- grímur Steinþórsson, og fleiri fylgdu okkur úr hlaði. Var stað- næmzt í fagurri brekku undir Esju skammt fyrir utan Mó- gilsá. Að skilnaði veitti Stein- grímur öllum öl. Voru nú skála- ræður haldnar. Þá gerði ég þessa bragarbót til Steingríms: Ef að ég hvergi undan dreg, eins og fyrr í svörum, hefir þú leitt oss langan veg og liðlega stjórnað förum. Var svo Steingrímur farar- stjóri kvaddur, ásamt þeim, er fylgt höfðu. Nú var ekið fyrir Hvalfjörð og framan undir Hafnarfjalli, og loks drukkið skilnaðarkaffi Dalamanna í skálanum við Hvítá. Kvöddum við Dalamenn þar, því nú var samleið senn á enda. Til sýslu- manns Þorsteins Þorsteinssonar kvað ég, og Dalamanna, að skilnaði: Við munum skilja sátt um sinn og saman tvinna okkar vonum, enda þó að Þorsteinn minn þjóni sínum Dalakonum. Að lokum vil ég svo segja þetta: Förin var í alla staði hin ákjósanlegasta og að öllu fróð- leg og skemmtileg. Lánið lék við okkur á alla lund. Veður blítt og sólríkt alla dagana. Ekkert óhapp henti. Og fyrir öllu svo vel séð, þegar í upphafi af þeim Steingrími og Þorsteini sýslumanni, að hvergi skeikaði. Gestrisni, myndarskapur, vin- semd og alúð var okkur hvar- vetna sýnt í svo ríkum mæli, að okkur fannst, sem við ættum varla orð yfir þær þakkir, sem við vildum gjarna í té láta. Verður enda aldrei fullþakkað með orðum einum saman. Steingrímur reyndist hinn ör- uggasti fararstjóri, karlmann- legur og hvers rnanns hugljúfi. (Framli. á 4. síöu) Þjóðverjar og Rússar á norðurleíðum ^íminn Laugardagtnn 22. júlí Glerhallarbúar Það heilræði er stundum gef- ið óhyggnum mönnum, að þeir, sem búi í glerhúsi, eigi ekki að kasta grjóti. íhaldsblöðunum hefir oft ver- ið gefið þetta heilræði. Það hef- ir ekki veriö gert að ástæðu- lausu. En þeim hefir samt enn ekki tekizt að haga vinnubrögð- um sínum samkvæmt því. Það sýna bezt skrif þeirra seinustu dagana um launa- greiðslur ríkisins. Þau hafa ekki haft nógu sterk orð til að lýsa því, hversu launa- greiðslur ríkisins væri orðnar ó- hóflega miklar, þær væru orðn- ar þriðjungur ríkisútgjaldanna o. s. frv. Sjálfstæðisflokkurinn hefði alltaf barizt gegn óhófs- launum og eyðslusemi, en þetta væri eins og flest annað illt Framsóknarflokknum að kenna! í sömu andránni lýsa íhalds- blöðin stuðningi sínum við þjóð- stjórnina með mörgum fögrum orðum, en þessi hlýlega kveðja til Framsóknarflokksins mun eiga að vera stuðningur þeirra við stjórnina í verki! Þótt íhaldsblöðin séu í þessum skrifum sínum að narta í Fram- sóknarflokkinn finnst Tímanum naumast ástæða til að svara því sérstaklega, því þær ásakanir hafa oft verið hraktar og af- staða flokksins til launamál- anna rakin. Hinsvegar virðist nauðsynlegt að vekja athygli í- haldsblaðanna á því einu sinni enn, að þeir, sem búa í glerhúsi, eigi ekki að kasta grjóti. Reykj avíkurbæ hef ir verið stjórnað af Sjálfstæðisflokknum í fjölmörg ár. Launagreiðslur hjá honum eru langtum hærri en hjá ríkinu. Hafnarstjóri og rafmagnsstjóri munu hafa sem svarar næstum tvöföldum for- stjóralaunum hjá ríkinu. Munur á öðrum launum mun kannske ekki eins mikill, en er þó mjög verulegur. Starfsmannafjöldinn hefir aukizt ár frá ári, án þess að hægt hafi verið að sjá sýni- lega þörf fyrir slíka fjölgun. Eimskipafélag íslands hefir lotið stjórn Sjálfstæðismanna frá upphafi. Forstjórinn þar mun hafa sem svarar 2% for- stjóralaun hjá ríkinu. Önnur laun eru einnig mun hærri hjá Eimskipafélaginu en hliðstæð- um ríkisstofnunum. Sölusamband íslenzkra fisk- framleiðenda hefir einnig notið stjórnar Sjálfstæðismanna frá stofnun þess. Þar eru þrír for- stjórar og hefir hver þeirra sem svarar tveimur forstjóralaunum hjá ríkinu. Önnur störf þar eru einnig mun betur launuð en hjá sambærilegum ríkisstofnunum. Ferðakostnaður erindreka þess er mjög ríflegur, og eru dæmi þess, að ferðakostnaður eins þeirra hafi til jafnaðar skipt nokkrum hundruðum króna á dag. Hér eru aðeins nefndar nokkr- ar opinberar eða hálfopinberar stofnanir, sem eru undir stjórn Sjálfstæðismanna. í mörgum einkafyrirtækjum, sem Sjálf- stæðismenn ráða, þekkjast dæmi þess, að launagreiðslur séu mun hærri en hjá þessum stofnunum.þó að ekki sé reiknað með þeim tekjum, sem eigend- ur fyrirtækjanna draga í sinn vasa. íhaldsblöðin ættu þess vegna ekki að deila á aðra fyrir óhóf í launagreiðslum. Flokksforingjar þeirra hafa gengið á undan í þeim efnum og beinlínis neytt ríkið til kauphækkunar. íhalds- blöðin minnast heldur aldrei á nauðsyn launalækkunar hjá Reykjavíkurbæ, Eimskipafélag- inu og Fisksölusamlaginu, enda þótt launin þar séu langtum hærri. Það býr því ekki nein einlægni að baki þessum launa- lækkunarskrifum þeirra. Þau stafa fyrst og fremst af hræsni og vondri samvizku. Þeim er ætl- aður sá tilgangur, að blekkja almenning til að trúa því, að Sjálfstæðisflokkurinn sé andvíg- ur miklum launagreiðslum, og dylja þann sannleika, að á- standið er hvergi verra í þeim efnum en þar sem Sjálfstæðis- flokkurinn hefir einsamall völdin. Öll þingsaga Sjálfstæðis- Höfundur þessarar greinar er þýzkættaður blaðamaður, sem verið hefir langdvölum á Norðurlöndum og skrifað fréttagreinar þaðan i ýms amerísk blöð. Eftirfarandi grein, sem er lauslega þýdd, birtist f ameríska" vikuritinu „The Nation“ 24. júní síðastl. í heimsstyrjöldinni höfðu Norðurlönd litla hernaðarlega þýðingu, en nú eru þau orðin brennipunktur hernaðarlegra hagsmuna. Hver og einn, sem fylgzt hefir með baktjaldaá- tökum Þjóðverja og Rússa á Norðurlöndum hin siðari ár, veit, að þar eru að skapast höf- uðstöðvar fyrir framtlðarbar- áttu milli kommúnismans og nazismans. Það er einkum tvennt, sem hefir valdið þessari breytingu. Annað er margfölduö þörf Þjóð- verja fyrir framleiðslu Norður- landa á ófriðartímum, einkum fæðu frá Danmörku og járn- stein frá Svíþjóð. Hitt er hin feikilega útþensla Sovétveldis- ins á norðurhveli, bæði stjórn- málalega og fjárhagslega séð. Kommúnistar verða engan- veginn sakaðir um tilhneigingu til undanláts. Öflugum árásar- ríkjum hefir oft og ótvírætt ver- ið gefið til kynna, að rauði her- inn sé tilbúinn, ef ráðizt er á lönd Sovétveldisins. Barátta gegn þýzkri árás yrði einkum fólgin í því að varna Þjóðverj- um aðfengins forða. Það má þess vegna telja fullvíst, ef til ófriðar kemur, að yfirvöldin í Moskva reyni að koma í veg fyr- ir flutning járnsteins frá Sví- þjóð til Þýzkalands, annaðhvort með stjórnmálalegum samning- um eða hervaldi. Fyrir heimsstyrjöldina fengu Þjóðverjar meira en helming þess járns innan lands, sem þýzki iðnaðurinn þarfnaðist. Eftir að Þjóðverjar urðu af Lothringen og fleiri námasvæð- um, verða þeir að fullnægja járnsteinsþörf iðnaðarins með innflutningi að fimm sjöttu hlutum. 1913 fluttu Þjóðverjar inn 11,4 milj. smálesta af járn- steini, en framleiddu sjálfir 28,6 miljónir smálesta. 1937 var inn- flutningur þeirra 20,6 milj. smá- lesta, en eigin framleiðsla 9,6 miljónir smálesta. Við þetta bætist, að innflutti járnsteinn- inn hefir sem næst tvöfalt járn- magn á við þann innlenda. Sví- þjóð er það landið, sem mestan járnstein flytur til Þýzkalands og 1937 komu þaðan 9,4 milj. smálesta af þeim 20,6, sem inn- fluttar voru. Vegna þess, hve sænskur járnsteinn er járnmik- ill, fá Þjóðverjar úr honum 58% þess járns, sem inn er flutt og 46% þess, sem notað er. Þessar tölur sýna hvílíkt feikna tjón það væri Þjóðverj- um,ef þeir væru firrtir innflutn- ingi á sænskum járnsteini. Ráðist Þjóðverjar á rússneskt land má telja það fullvíst, að Rússar krefjist þess, að sænska stjórnin banni útflutning á járnsteini til Þýzkalands, sam- kvæmt ákvæðum Þjóðabanda- lagssáttmálans. Svíar hafa séð þetta fyrir og það jafnframt, að það leiddi til ófriðar við Þýzka- land. Þeir lýstu því þess vegna yfir í fyrra i Genf, að þeir teldu sig ekki lengur háða 16. kafla sáttmálans. Sandler utanrikis- ráðherra Svía sagði á fundi Þjóðabandalagsins í september, að refsiaðgerðir gætu ekki talizt bindandi lengur, heldur væru hverri þjóð í sjálfsvald settar framvegis. Vegna þessa má full- yrða, að Svíar lýstu yfir algerðu hlutleysi, ef Þjóðverjar og Rúss- ar hæfu stríð sín í milli, og teldu sig hafa fullan rétt til frjálsrar verzlunar við báða aðila eins og 1914—18. Ekki er heldur erfitt að geta þess, hvað á eftir komi. Viðbún- aður Rússa er skýrmáll þar um. Neiti Sviar að hætta járnsteins- flutningi til Þýzkalands, má bú- ast við, að yfirvöld Sovétveldis- ins krefjist þess, að viðlagðri innrás, að þeir hætti slíkum flutningum. Sitji Svíar við sinn keip munu Rússar sjálfir stöðva j árnsteinsú tf lutninginn. Þarna er einmitt komið að einni höfuðbreytingunni á að- stöðu Norðurlanda hernaðarlega séð. Framþróun lofthexnaðarins hefir séð svo um, að Svíþjóð er ekki lengur afskekkt fremur en Bretland. Rússar hafa, á síðustu árum, byggt upp nýtízku her- styrk þarna norður frá, og geta, að heita má fyrirvaralaust, hellt eyðileggingu og ógnum yfir nám- ur, hafnir, járnbrautir, aflstöðv- ar og skip Svía. Má í þessu sam- bandi má nefna Kiruna og Gálli- vara, höfuðstöðvar járnsteins- námanna í Lapplandi, Narvik (sem er í Noregi) og Luleá, út- flutningshafnarinnar til Þýzka- lands, Porjus, hina risavöxnu aflstöð, sem framleiðir rafmagn fyrir námurnar og járnbrautirn- ar, og síðast, en ekki sízt, járn- steins-járnbrautina sjálfa, sem tengir saman námabæina og út- flutningshafnirnar. Rússar geta á tveim stundum flogið til þess- ara staða frá lofthersstöðvum sinum í Austur-Karelía og á Kóla-skaganum. Auk þessa yrðu rússnesk herskip á sveimi úti fyrir Narvik og Luleá og með- fram allri siglingaleiðinni til þýzku strandarinnar. Fyrir Svía er engin leið sjáan- leg til þess að verja námarekstur sinn eða flutninga fyrir Rússum, hvorki á sjó né í lofti. Sænska hervirkinu Boden hefir að vísu, á seinni árum, verið séð fyrir nokkrum styrk herflugvéla. En Rússar eiga a. m. k. tuttugu (Þjóðverjar segja 43) þekktar loftherstöðvar milli Leningrad og íshafsins. Þær þýðingar- mestu, svo sem Uhtua, Paajarvi, Kantalaks og tvær skammt frá Murmansk, eiga feiknastór flug- skýii. Fullyrt er, að eigi færri en þúsund herflugvélar séu reiðu- búnar meðfram finnsku landa- mærunum, svo að segja aðeins armslengd frá sænska Lapp- landi. Auk þessa eru flestar nám- anna mjög auðsóttar úr lofti. Járnsteinninn er að litlu leyti unninn úr djúpum námagöng- um, heldur tekinn mestmegnis úr fjallahliðunum utanverðum og látinn beint á flutningavagn- ana. Eftir járnsteinsjárnbraut- inni far daglega um tuttugu vagnalestir til Narvik og fjórar eða fimm til Luleá. Brautartein- arnir liggja um jarðgöng, á há- um stöplum, yfir brýr og fram- hjá risavöxnum snjógirðingum. Má því geta nærri hversu auð- velt er að eyðileggja brautina með loftárás. Annað er og eftirtektarvert í þessu sambandi, sem og fær meiri og meiri þýðingu hernað- arlega. Rússar hafa allra þjóða mest æft það að flytja fótgöngu- liðssveitir loftleiðis og senda þær niður í fallhlífum. Þetta er til- tölulega ný hernaðaraðferð og getur verið þýðingarmikil í ó- friði. Fá landsvæði eru betur fallin til slíks, en hin strjálbýlu héruð á norðanverðum Skandin- avíuskaganum. Má búast við þvi, að rússnesk- um hermönnum rigni niður yfir námahéruðin og hafnarborgirn- ar í Svíþjóð, ef stríð brýzt út milli Rússa og Þjóðverja? Hern-

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.