Tíminn - 27.07.1939, Side 4

Tíminn - 27.07.1939, Side 4
344 TÍMINIV, fimmtndagiim 27. jjúlí 1939 86. blað Yfir landamærin 1. Kommúnistablaðið segir í dag: „Skjaldborgin (þ. e. Alþýðuflokkur- inn) telur sér ekki lengur fært að halda uppi flokki af eigin ramleik. Þegar henni er orðið þetta ljóst, skýtur hún máli sínu undir erlendan dóm- stól, óminnug þess, að íslendingar vilja engar utanstefnur hafa.“ Þetta virðist sannarlega nokkuð mannalega látið, þar sem það er vitanlegt að Kommún- istaflokkurinn er eini hérlendi flokk- urinn, sem stendur undir erlendri yf- irstjórn, foringjar hans hafa iðulega látið „stefna" sér til Moskva til að fá þar fyrirskipanir og það stendur prent- fest í blaði þeirra, að þeir hafa rekið menn úr flokk sínum eftir beinum fyrirskipunum þaðan. Kommúnistar hafa því hér bætt við sig nýju meti í falsi og hræsni. 2. Kommúnistablaðið er sífelt að tala um harðstjórnina á íslandi og frelsið í Rússlandi. Mætti biðja það að svara tveim fyrirspurnum: Hvað myndi Stal- in láta gera við blað, sem kallaði hann og félaga hans samvizkulausa glæpamenn og öðrum slíkum nöfnum? Myndi Stalin leyfa starfsemi flokks, sem gerði sitt ítrasta til að eyðileggja þær framkvæmdir, sem stjórn hans hefði á oddinum? 3. Morgunblaðið japlar upp í morg- un hinar gömlu slúðursögur sínar um undirbúningsleysi fyrv. ríkisstjórnar vegna yfirvofandi stríðshættu. Það er óþarft að elta einu sinni enn ólar við þessar Gróusögur blaðsins, enda nægi- legt að benda á það, að þær ráðstaf- anir, sem blaðið eignar núv. ríkis- stjórn, eru fyrst og fremst fyrv. ríkis- stjórn að þakka. X—Y. Stœrsta hús veraldar, Empire State Building í New York, ber sig ekki. Alls starfa nú í húsinu um 12000 manns daglega, en samt standa fjölmörg herbergi auö, einkum á efstu hœðunum. Þaö tekur talsverðan tíma aö fara þangað upp meö lyftunni og fólk segir, að því finnist það komið of langt frá borginni, þegar það er lcomið þangað. Þótt leigan sé há fyrir neðstu hœðirnar — t. d. er leigan fyrir neðstu hœðina 20 millj. kr. á ári — svarar það ekki nauðsynlegum vöxtum og eig- endurnir stórtapa. Slíkur ský- skafi verður því tœplega byggður fyrst um sinn. Empire State Building er 102 hœðir og hefir 8600 lierbergi. Það er 350 m. hátt og er bœði hœsta og stœrsta bygging ver- aldar. Það var byggt á 8 mánuð- um og er það talið met í bygg- ingum. * * * Andúðin gegn svertingjum er enn mjög sterk í Bandaríkjun- um. Fyrir ári síðan giftist ame- rísk milljónamœr, Laura Dees- Gould, bilstjóranum sínum, sem var svertingi. Hann var vel menntur, fríður sýnum og kurt- eis í framkomu. En vinir og vandamenn hennar gátu ekki þolað hann, vegna þess að hann var svertingi, og neituðu allri umgengni við Dees-Gould eftir giftinguna. Þau fóru síðan í ferðalag um Bandaríkin, en ?nörg helztu gistihúsin, er Dees- Gould hafði dvalið á áður, neit- uðu henni nú um gistingu, þar sem hún var í fylgd með svert- ingja. Dees-Gould tók þetta svo sárt, að hún framdi sjálfsmorð. tTR BÆTVUM Slátrunin. í dag hefst slátrun lamba hér í bænum og Borgarnesi, en á Siglufirði mun hún hafa byrjað fyrir 2—3 dögum. Slátrunin byrjar hér nær mánuði fyrr en í fyrra. Hjónaband. Síðastl. mánudag voru gefin saman á Siglufirði ungfrú Þóra Sigurðardótt- ir, Nýlendugötu 27 hér í bæ, og Júlíus Kemp sjómaður á Kötlu. 51. sundmet sitt setti Jónas Halldórsson sund- kappi í sundhöllinni í gær. Hann synti 50' m., frjáls aðferð, á 27,6 sek., en gamla metið, sem hann átti, var 27.8 sek. FerÖafélagið. Ferðafélag íslands efnir til hinnar árlegu Fjallabaksfarar sinnar um næstu helgi. Ferðalag þetta stendur í sjö daga. — Einnig efnir félagið um helgina til Borgarfjarðarfarar um Hvalfjörð, Surtshelli og Kaldadal. Lagt verður af stað kl. 4 á laugardaginn og komið hingað á sunnudagskvöld. Gist verður í Reykholti. Slys. Á fyrsta, kappleik íslandsmótsins, sem fór fram í gærkveldi milli K. R. op' Fram meiddist einn kappliðsmað- urinn, Jörgensen úr Fram, svo alvar- lega á höfði, að flytja varð hann á Landspítalann og liggur hann þar. Slysið vildi þannig til, að þrír kapp- liðsmenn hlupu saman og féll Jörgen- sen. Úrslit leiksins urðu þau að K. R. vann með 5:2. í kvöld fer fram á íþróttavellinum annar kappleikur íslandsmótsins milli Vík- ings og Vals. Frá Versölum til Miinchen. (Framh. af 1. síðu) afstöðu Norðurlanda. Þau myndu halda fast við hlutleysi sitt og láta ekki draga sig inn í deilur stórveldanna. Þar sem þjóða- bandalagið hefði sýnt sig einskis megnugt í þessum málum, hefðu Norðurlönd lýst því yfir, að þau álitu sig ekki lengur bundin af ákvæðum þjóðabandalagssátt- málans um refsiaðgerðir eða annað það, sem gæti dregið þau inn í deilur stórveldanna. Áheyrendur, sem voru margir, þökkuðu Mowinckel fyrir erind- ið með löngu lóíataki og að sein- ustu sagði Ólafur Thors atvinnu- málaráðherra nokkur orð og þakkaöi ræðumanninum í nafni áheyrendanna. Atlmgun á mjólkur- stöðinni i Reykjavík. (Framh. af 1. síðu) til útflutnings og aðejns 10% eru notuð heima fyrir.“ „Hvaða verð fá danskir bænd- ur fyrir mjóikurlítrann?" „Það má fullyrða,“ svarar pró- fessorinn, „að árið sem leið hafi þeir fengið sem næst 11—12 aura netto“. Blaðamaður lætur í ljósi þá skoðun, að lágt verð myndi það þykja hér á landi, og prófessor- inn svarar því til, að þetta sé lika lágt mjólkurverð og svari ekki kostnaði eins og sakir standa nú hjá dönskum bænd- um, ef þeir hefðu ekki annað við að styðjast jafnframt mjólk- urframleiðslunni, sem bætti það að nokkru upp, sem sé svína- ræktina. En hún er að lang- mestu leyti byggð á notkun undanrennunnar til fóðurs. í þessu sambandi getur pró- fessorinn þess, að útflutningur danskra landbúnaðarafurða nemi árlega yfir 700 milj. kr. Lætur blaðamaður það álit í ljósi, að það sé álitlegur skild- ingur, þegar jafnframt sé tekið tillit til þess fólksfjölda, sem að landbúnaðinum vinni. „Já“, svarar prófessorinn með áherzlu, og heldur áfram: „en danskir bændur trúa á jarð- ræktina, og danska moldin er eina hráefnið, sem þeir eiga og frjómagni hennar verða þeir að breyta í allskonar seljanlegar af- urðir svo sem smjör, ost, kjöt, egg o. fl.“ „Er um nokkrar sérstakar ný- ungar að ræða í mjólkuriðnaði yðar, er miði að bættri afkomu mjólkurframleiðslunnar?" „Já, þar er sérstaklega tvennt, sem vér erum að vinna að í þessu augnamiði. Annarsvegar sameiningu fleiri mjólkurbúa í eitt stórt, þar sem því verður við komlð, og lækka þannig reksturskostnaðinn við vinnsl- una, og hinsvegar að skipuleggja mjólkursöluna í bæjunum og draga þannig úr hinum óeðli- lega háa sölukostnaði, sem nú er. Vonum vér að eitthvað vinn- ist á í rétta átt með þessu.“ Um leið og blaðamaður kveð- ur próf. Kjærgard-Jensen varp- ar hann fram þeirri spurningu, hvernig honum lítist á sig hér á landi. „Ég hefi lesið og heyrt mikið um ísland áður,“ svarar hann, „en hér er sjón sögu ríkari, því allt sem ég hefi séð síðan ég kom til landsins hefir farið langt fram úr vonum minum og hugmyndum þeim, sem ég gerði mér um það. Mig langar til að sjá miklu meira af landinu en mér verður unnt á þessum stutta tíma, því að við förum héðan aftur á mánudag. Ég vona fastlega, að geta komið hingað aftur fljótlega, því að hér er allt, liggur mér við að segja, sem augað gleður. Það eina sem amar að, er það, að ég get aldrei komizt í rúmið á sæmilegum tíma fyrir kvöld- dýrðinni“. Blaðamaðurinn þakkar fyrir samtalið og lætur í ljós þá ósk, að þeir félagar megi sem fyrst aftur koma. — Þeir eru að öllu svo, að þeir munu hér jafnan aufúsugestir. X. Vtnnið ötullefia ft/rir Tímann. r Sígurður Olason & Egíll Sígurgeírsson Málflutningsskrifstofa Austurstræti 3. Sími 1712. Nú hlakka ég til að fá kaffi- sopa með Freyjukaffibætis- dufti, þvi þá veit ég að kaff- ið hressir mig Hafið þér athugað það, að Freyju-kaffibætisðuft inni- heldur ekkert vatn, og er því 15% ódýrara en kaffi- bætir í stöngum REYNIÐ FREYJU-DUFT M.s. Dronning Alexandríne fer mánudaginn 31. þ. m. kl. 6 síðdegis til Kaupmannahafnar (um Vestmannaeyjar og Thors- havn). Þar eð allt farþegarúm er upp- tekið með skipinu, verða þeir, sem fengið hafa loforð fyrir fari að sækja farseðla í dag og í síð- asta lagi fyrir hádegi á morgun. Annars verða farseðlarnir seldir öðrum. Skipaafgrelðsla Jes Zimsen Tryggvagötu. Sími 3025. 't0~°—0—1>~ NÝJA BÍÓ— /Ivfiiitýri bankastjórans. Fyndin og fjörug ensk gamanmynd frá LONDON FILM. Aðalhlutverkin leika bezti skopleikari Englands: JACK HULBERT og hin fagra PATRICA ELLIS. Aukamynd: ÚLFARNIR ÞRÍR OG GRÍSARNIR. Litmýnd eftir Walt Disney. Norræna félagið. K. F. U. M. Naiiittöng' heldur Karlakór K. F. U. M. frá Stokkhólmi (70 manns), föstu- daginn 4. ágúst kl. 19,30 stundvíslega, í Gamla Bíó. Aögöngumiðar í Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar. Félagsmenn Norræna félagsins og K. F. U. M. hafa for- gangsrétt um kaup á aðgöngumiðunum til 1. ágúst. SARATOGA. Afar spennandi og fram- úrskarandi skemmtileg amerísk talmynd, er gerist í öllum frægustu kapp- reiðabæjum Bandaríkj- anna, og þó sérstaklega þeim lang frægasta, SARA TOGA. — Aðalhlutv. leika: JEAN HARLOW CLARK GABLE, FRANK MORGAN og LYONEL BARRYMORE. Aukamynd: KAPPRÓÐUR Félagsmenn sömu félaga og karlakóranna hafa aðgang að samsætinu sem kórnum verður haldið á Hótel Borg á eftir sam- söngnum. Aðgöngumiðar að því á sama stað. VmOIMIA CIGAREXIUR ZU Slk Pákkínn Koslcir KR.I-50 ólfum verzfun um. Réyhíd t. S. I. K. R. R. Knattspyrnnitiót íslands í kvöld kl. 8,30 keppa VALUR og VlKINGUR. Líndemann dæmír. Sjáið alla Þýzkalandsfarana. 158 William McLeod Raine: í eldinum. Þið megið lifa og láta fyrir mér. Flannigan, fór'oft fram að dyrunum og eitt sinn sagði hann við húsbónda sinn: — Það eru þríx menn hérna niður með læknum og stefna hingað. Oakland stóð upp og gekk líka til dyranna. — Tveir menn með einn baggahest, leiðrétti hann. — Þeir virðast ætla hingað, sagði sá brúneygi. — Við ættum líklega að skjóta okkur undan, þar til þeir eru komnir hjá. — Það er regla þín, Ed, sagði Oak- land og glotti. Þú forðar þér ef þú ert í vafa. En ég er ekki á þeirri skoðun. Við urðum á undan hingað, og hér fer vel um okkur. Við skulum að minnsta kosti sjá hverjir þetta eru, áður en við forðum okkur. Hann gekk að hnakk sínum og tók sjónauka upp úr töskunni. Taylor hallaði sér aftur á bak í stóln- um. Hann hafði ekki einu sinni litið út um gluggann. — Ég get sagt ykkur hver annar þeirra er, sagði hann rólega. — Það er Steve Walsh, sýslumaður. Hann er að leita að fanga, sem hann týndi í gærkveldi og klappaði á kollinn á honum að skilnaði. Flóttamaðurinn frá Texas 159y 11 — Rétt, sagði Oakland, er hann hafði 5 um stund horft í sjónaukann. — Ég kannast ekki við hinn, það er ekki Prescott. Taylor stóð upp af stólnum: — Mér er líklega bezt að hypja mig, sagði hann fljótt. — Eg er ekki viss um það, sagði Oak- land lágt og lyngdi augunum. — Vertu rólegur Taylor, ef þú nefnir þig svo. Brjóttu ekki af þér tærnar, ekkert ligg- ur á. — Walsh verður kominn hingað eftir tuttugu mínútur. — Ef til vill og ef til vill ekki. Rödd Oaklands líktist urri og svipurinn var refslegur. — Það er rétt eins og ættli að líða yfir þig, lagsmaður. Kanntu sæmi- lega að fara með riffil? Taylor leit snöggt framan í Oakland, því að hann þurfti ekki að láta segja sér, hvað hann ætlaðist fyrir. Á heimili Prescotts hafði hann heyrt talað um hótanir Oaklands við sýslumanninn. Oakland ættlaði að nota hann til hefnd- anna. Hann átti að skjóta eftir skipun og bera svo sjálfur ábyrgðina. Hinir tveir myndu svo, ef nauðsyn krefði, segja fallega frá því, hvað þeir hefðu orðið undrandi yfir framferði fangans. Það gæti vel verið að þeir dræpu hann á eftir, svona af réttlætiskennd, og líka Ályktanir fulltrúa- fumlar norrænu félaganna. (Framh. af 1. siðu) vinna íslandi raunverulegt gagn. Fulltrúarnir fóru héðan með „Stavangerfjord" kl. 9 í gær- kvöldi. Fór skipið héðan til Ak- ureyrar. Er það væntanlegt þangað um fimmleyti og mun dvelja þar til miðnættis. Þá heldur það áleiðis til Oslo. Tillögurnar, sem samþykktar voru á fundinum, fara hér á eftir: Samvinna íslands og hinna norðurlandanna. Fulltrúafundurinn hefir rætt málið um samvinnu íslands og hinna Norðurlandanna og telur æskilegt að þessi samvinna verði aukin svo sem framast er unnt. Fundurinn, sem hefir með á- nægju veitt eftirtekt þeim á- huga fyrir norrænni samvinnu í menningarmálum, er kennslu- málaráðherrar Norðurlanda létu í ljós, fer þess á leit við stjórnir félaganna, að þær rannsaki, hvort tiltök munu á að stofna til árlegs námskeiðs í íslenzkri tungu og bókmenntum við há- skólann í Reykjavík og koma á fót kennaraembættum í sömu greinum i hinum norrænu lönd- unum, þar sem slík embætti hafa enn eigi verið stofnuð. Æskilegt er, að hafizt verði handa svo fljótt sem unnt er um öflun styrkja handa stúdentum, er stunda nám í norrænum mál- um, og öðrum æskumönnum til námsdvalar á íslandi, og til gagnkvæmra skipta á bók- menntum og fyrirlesurum. Ennfremur telur fulltrúa- fundurinn æskilegt, að aukin verði kynningarstarfsemi varð- andi ísland í blöðum, útvarpi og kvikmyndum og að meiri per- sónuleg kynni komist á milli ís- lands og hinna norrænu land- anna. Æskulýðsstarfsemi. Fulltrúafundurinn telur æski- legt, að félögin hefji einbeitta starfsemi í því skyni að fylkja æskunni um norræna samvinnu frekar en orðið er. Fulltrúafundurinn fer þess á leit við félögin, að þau hefjist handa um hagkvæma lausn á þessu máli svo fljótt sem auðið er, m. a. með því að leita sam- vinnu við þau æskulýðsfélög, sem nú eru starfandi. Fundur- inn leggur til, að hvert félag skipi sérstaka æskulýðsnefnd til að stjórna starfinu. Félögin skulu jafnan skýra hvert öðru frá starfsemi sinni á þessu sviði, ef til vill með því að halda sameiginlega fundi, þar sem rædd yrðu hin ýmsu sjón- armið varðandi framkvæmd málsins. Kennaraskipti. Fulltrúafundur norrænu fé- laganna mælir eindregið með tillögu þeirri, er fram kom og fékk góðar undirtektir á fundi kennslumálaráðherra Norður- landa í Kaupmannahöfn vetur- inn 1938, að auka með ríkis- styrk skipti á kennurum milli norrænu landanna til efíingar gagnkvæms náms kennaranna og sérstaklega til eflingar fræðslu í sögu og máli þeirra eigin þjóða í hinum norrænu löndunum. Umferðalistsýningar í skólum. Fulltrúafundurinn leggur til, að hvert félag kynni sér hvað gert hefir verið í hinum lönd- unum um umferðasýningar á listaverkum í skólunum, — í því skyni að efla til norrænnar samvinnu á1 þessu sviði.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.