Tíminn - 05.08.1939, Blaðsíða 2
358
TlMUYiy, laiigardagmm 5. ágiist 1939
90. hlað
‘gtmirm
Lauyardaginn 5. ágúst
Innflutnmgurínn
og gjaldeyrísmálín
Þegar þjóöstjórnin var mynd-
uð síðastliðið vor varð, auk
annars, samkomulag um það
milli stuðningsflokka hennar,
að innflutningurinn skyldi vera
gefinn frjáls á nokkxum vöru-
tegundum eða kornvörum, kaffi,
sykri, kolum og salti.
í raun og veru var þetta ekki
nema formsatriði og engin
breyting frá því, sem áður var,
því að innflutningur hafði ekk-
ert verið takmarkaður að ráði á
þessum vörum, þar sem þær
voru taldir til brýnustu nauð-
synja. Pramsóknarflokkurinn
féllst á þessa formsbreytingu til
að sýna þá skoðun sína í verki,
að flokkurinn liti á innflutn-
ingshöftin sem neyðarráðstöfun
og teldi rétt, að þeim yrði ekki
beitt lengur en þörf krefði.
Fyrir nokkru síðan er búið að
gefa innflutning þessara vara
frjálsan, að undanskildu kaffi
og sykri. Ástæðan til þess, að
innflutningurinn á kaffi og
sykri hefir ekki verið gefinn
frjáls, er sú, að sökum sölu
sjávarafurðanna verður að
kaupa þessar vörur aðallega frá
tveim löndum, Brazilíu og Cuba,
og það verður tæpast tryggt
öðruvísi en með þeim móti, að
gjaldeyris- og innflutnings-
nefnd fylgist með innflutningn-
um. Innflutningur á þessum
vötum frá framangreindum
um löndum hefir hinsvegar
verið leyfður hindrunarlaust og
má því segja, að raunverulega
sé þar um frjálsan innflutning
að ræða.
Samkomulagi því, sem varð
um þetta atriði, þegar þjóð-
stjórnin var mynduð, hefir því
verið fullnægt og þurfa engin
klögumál að vera yfir efndum
þess. Hins vegar má vera, að
einhverjir hafi ekki áður gert
sér ljóst, að hér var raunveru-
lega ekki um annað en forms-
breytingu að ræða, þar sem inn-
flutningur þessara vara hafði
verið sama og frjáls áður og auk
þess fást flestar þessar vörur
ekki innfluttar, nema gegn yf-
irfærsluábyrgð bankanna og því
á þeirra valdi, að halda inn-
flutningi þeirra í skefjum, ef
þörf krefur.
Um gjaldeyrismálin í heild er
það að segja, að horfurnar hafa
sjaldan verið ískyggilegri, sökum
hinnar tregu síldveiðar norðan-
lands. Jafnvel þótt svo færi, að
sæmilega aflaðist úr þessu, er
tæpast hægt að gera sér von um
meira en meðalveiði, en það
mun hvergi nærri hrökkva til
þess að ná jafn hagstæðum
verzlunarjöfnuði og í fyrra. Fari
hinsvegar svo, að síldveiðin
bregðist að verulegu leyti, verð-
ur ástandið hið uggvænlegasta
í þessum efnum.
Það lýsir alveg ótrúlegu skiln-
ingsleysi og áhugaleysi fyrir
fjárhagslegri afkomu þjóðar-
innar, að heyrast skulu raddir
um það, þegar horfurnar eru
með slíkum tíætti, að gera eigi
nú frekari tilslakanir á inn-
flutningshöftunum og leyfa
aukinn innflutning.
Miklum meira hluta þjóðar-
innar er það áreiðanlega ljóst,
að fari svo, að síldveiðarnar
bregðist að meira eða minna
leyti, verður óhjákvæmilegt að
herða á höftunum og þjóðin sýni
þá fórnfýsi, að spara sér margt,
sem hún leyfir sér nú. Annars
er fjárhagslegt frelsi þjóðarinn-
ar í fullkomnum voða.
Það voru áreiðanlega vonir
manna í öllum helztu stjórn-
málaflokkum landsins, þegar
þjóðstjórnin var mynduð, að
hún yrði þess megnug að sam-
eina þjóðina til öflugri átaka
við erfiðleikana og gæti, ef þörf
krefði, framkvæmt ýmsar ráð-
stafanir í nauðvarnarskyni, sem
væru einum eða tveimur flokk-
um ofvaxnar. Takist henni ekki
að sanna þessa trú manna í
verki, ef t. d. síldveiðarnar
bregðast, hefir henni mistekizt
hlutverk sitt og verður hún þá
að taka afleiðingunum af því.
Þeir menn, sem heimta aukinn
innflutning á sama tíma og
Hamband Islaiiflls
og Danmerknr
3. Utanríklsmálin.
VANRÆKSLAN DÝRARI.
Það má segja, að afkoma
þjóðarinnar byggist einkum á
tvennu: Nægilega mikilli fram-
leiðslu og sölumöguleikum
fyrir hana erlendis.
Framleiðsla og náttúruauð-
æfi landsins eru það fábreytt, að
þjóðin þarfnast mikils innflutn-
ings til að halda uppi þróttmiklu
menningar- og athafnalífi.
Margar lífsnauðsynjar er ekki
hægt að framleiða hér og efni-
vörurnar til bygginga og ann-
arra verklegra framkvæmda eru
ekki 'til í landinu. Þessar vörur
verður því að kaupa erlendis.
En til þess að geta keypt þær
þurfum við að geta selt jafn-
mikið — og helzt meira — af
ísl. framleiðsluvörum erlendis.
Vegna þessarar aðstöðu hljóta
viðskiptamálin jafnan að vera
ein allra þýðingarmestu mál
þjóðarinnar. Afkoma okkar
byggist beinlínis á því, hvað
miklar vörur við getum selt til
útlanda, hversu hagkvæm sú
sala er fyrir okkur og hversu
hagkvæmum kaupum við náum
á þeim vörum, sem flytja þarf
til landsins.
Þegar menn gera sér fulla
grein fyrir þessum staðreyndum
hlýtur þeim að verða ljóst,
hversu þýðingarmikið það er,
að íslendingar annist utanrík-
ismál sín sjálfir, en láti þau
ekki vera háð vilja og geðþótta
annarrar þjóðar.
Hinir íslenzku sendimenn og
ræðismenn gætu unnið við-
skiptamálum þjóðarinnar ómet-
anlegt gagn og myndu líka á-
reiðanlega gera það. Með tölum
verður það ekki sannað, en það
er eigi að síður jafnvíst, að
þjóðin hefir tapað miklum fjár-
munum, sökum þess að hún hefir
ekki haft slíka fulltrúa á undan-
förnum árum. Þótt það eigi svo
að heita, að Danir annist utan-
ríkismál okkar, hafa þeir verið
fullkomlega gagnslausir fyrir
okkur á þessu sviði. Til þess hefir
þá skort þekkingu og áhuga, og
auk þess er utanríkismálaþjón-
usta þeirra með þeim hætti, að
henni er ekki ætlað — nema að
litlu leyti — að fást við viðskipta
mál. Við höfum því orðið að ann-
ast öll viðskiptamál okkar sjálfir
og gera alla viðskiptasamninga
við aðrar þjóðir á eigin spýtur.
Myndi það áreiðanlega hafa orð-
ið til margháttaðs styrks, ef not-
ið hefði aðstoðar okkar eigin
horfurnar i gjaldeyrismálum
verða ískyggilegri, stuðla vissu-
lega að því, að starf stjórnar-
innar mistakist.
sendi- og ræðismanna í þessum
málum.
Það er oft rætt um nauðsyn
þess, að afla íslenzkum vörum
markaðar erlendis. Við getum
áreiðanlega ekki tryggt okkur
betri aðstöðu til að afla okkur
markaða og hagkvæmari við-
skipta erlendis en þá, að taka
utanríkismálin í okkar eigin
hendur.
Verkefni sendimanna okkar
erlendis verður fyrst og fremst
í því fólgið, að vinna að aukinni
sölu íslenzkra afurða erlendis og
bættum viðskiptum okkar þar.
Slíkur erindisrekstur mun vitan-
lega kosta okkur nokkurt fé, en
þessi mál eru það þýðingarmikil
fyrir daglegt líf þjóðarinnar og
framfarabaráttu hennar, að
vanrækslan og hirffuleysið á
þessu sviffi myndi verffa okkur
langtum dýrara.
Fátt er okkur æskilegra og
gagnlegra, en bætt viðskiptaleg
aðstaða okkar við aðrar þjóðir.
Hinsvegar er fátt hættulegra
lífsafkomu og fjárhagslegu
sjálfstæði þjóðarinnay, en óhag-
stæð viðskipti við útlönd. Þetta
hefir okkur mátt vera ljóst á
undanförnum árum og ætti ekki
að vera það síður nú, ef menn
gera sér grein fyrir hinu ríkjandi
ástandi í viðskipta-og gjaldeyr-
ismálunum.
Það er alveg rétt, aff utanríkis-
málin munu kosta okkur nokkur
útgjöld, ef viff tökum þau í okk-
ar hendur. En hinu má jafn-
framt slá föstu, aff sú vanræksla
sem sambandslögin hafa neytt
okkur til aff sýna þessum málum
undanfarin ár, er og verffur okk-
ur langtum dýrari.
TRÚIN Á GETULEYSIÐ!
Þeirri mótbáru er stundum
hreyft, að við eigum ekki völ á
hæfum mönnum til þess að ann-
ast utanríkismálin fyrir okkur.
Sú mótbára er engin nýjung. í
hvert skipti, sem við höfum stig-
ið nýtt skref í sjálfstæðisbarátt-
unni og ætlað að taka ný mál í
okkar hendur, hafa afturhalds-
og kyrrstöðumennirnir sagt: Við
höfum ekki hæfa menn til að
gegna þessum málum! Þegar
þjóðin byrjaði að taka verzlun-
ina af Dönum var það algengt
viðkvæði: Við eigum ekki hæfa
verzlunarmenn! Þegar stjórnin
var flutt inn í landið, heyrðist
líka sagt: Við eigum ekki menn,
sem geta verið ráðherrar! Þann-
ig mættí lengi telja.
Framfarir þjóðarinnar á und-
anförnum árum hafa sýnt, að
þjóðin hefir jafnan átt hæfum
mönnum á að skipa á næstum
hvaða sviði, sem verið hefir.Ekk-
ert hefir borið glæsilegra merki
um hinn mikia lífsmátt hennar
og getu til þess að vera sjálfstæð
og fara ein með öll mál sín. Það
er beinlínis risið gegn reynslunni
og reynt að setja óverðskuldaðan
blett á manndóm þjóðarinnar,
þegar því er haldið fram, að hún
eigi ekki hæfa menn til að ann-
ast utanríkismálin.
Ekkert væri hættulegra fyrir
frelsi og sjálfstæði þjóðarinnar
en að sú falsskoðun festi rætur,
því færi þjóðin að trúa á getu-
leysi sitt í þessum efnum, væri
þess skammt að bíða, að hún
færi að telja sig getulausa á
fleiri sviðum, og þá er orðið
skammt til þess hugsunarháttar,
sem drepur kjarkinn og sjálf-
stæðishvötina.
Ef trúin á getuleysi þjóðar-
þegnanna til að annast vanda-
söm störf verður til þess að
tefja fyrir því, að íslendingar
taki utanríkismálin í sínar
hendur, munu þeir verða marg-
ir — innan lands og utan —,
sem fara að örvænta um sjálf-
stæði þjóðarinnar í framtíðinni.
Raunverulega er slík trú á getu-
leysið ekkert annað en trú á
það, að þjóðin geti ekki verið
sjálfstæð og farið með öll mál
sín.
Þess vegna verður umfram
allt, að kveða þessa trú á getu-
leysið niður. Hún er bæði hættu-
leg og í fullkominni mótsögn
við sögu þjóðarinnar siðustu
áratugina.
VERND DANA.
í sambandi við utanríkismálin
er því stundum haldið fram, að
sambandið við Dani muni veita
okkur nokkra vernd gegn yfir-
gangssemi stórveldanna.
Þessi fullyrðing heyrist sjaldn-
ast rökstudd. Eins og málum er
nú háttað í heiminum, virðast
stórveldin ekki líkleg til að taka
meira tillit til Danmerkur en
íslands. Á þeirra mælikvarða
eru Danir kotþjóð alveg eins og
við. Mótmæli Dana gegn yfir-
gangi stórveldanna á íslandi
myndu ekki hafa meiri þýðingu
en mótmæli okkar. Danir geta
ekki veitt okkur neina hernað-
arlega hjálp. Hvidbjörnen væri
aðeins öllu þægilegri skotspónn
fyrir herskip og flugvélar stór-
veldanna en litli Óðinn okkar!
Aðstöðu og legu Danmerkur er
hinsvegar þannig háttað, að hún
hefir öllu meiri líkur til að
dragast inn í deilur stórveld-
anna en ísland. Undir slíkum
kringumstæðum gæti náið
stjórnarfarslegt samband við
Danmörku orðið okkur til
margvíslegra óþæginda.
í viðskiptamálunum njótum
við heldur ekki neins teljandi
stuðnings Dana eða getum not-
ið. Það hefir reynslan sannað
okkur greinilega á undanförn-
um árum.
Sú fullyrðing, að okkur sé
vernd og styrkur að stjórnar-
farslegu sambandi við Dani og
því, að þeir fari með utanrík-
ismál okkar, virðist því alger-
lega sögð út í bláinn og ekki
hafa við neitt raunverulegt að
styðjast.
AÐ VERZLA
MEÐ FRELSIÐ.
Þær raddir, sem heyrast um
það, að við eigum að biðja Dani
að fara áfram með utanríkis-
mál okkar, gegn einhverjum
fríðindum hér á landi, eru í
fullkomnu ósamræmi við metn-
að og tilfinningu sjálfstæðra
þjóða.
Skoðun þessara manna bygg-
ist á því, að þetta gæti sparað
okkur nokkur útgjöld.
Hér að framan hafa verið
leidd rök að því, að sú van-
ræksla, sem hlytist af slíkum
sparnaði, myndi verða okkur
dýrari. En þótt alveg sé gengið
fram hjá þeirri staðreynd og því
slegið föstu, að um raunveru-
legan aukakostnað sé að ræða,
hljóta þeir, sem vilja að þjóðin
sé frjáls og sjálfstæð, að kom-
ast samt að þeirri sömu niður-
stöðu, að hún eigi að taka utan-
ríkismálin í sínar hendur.
Því er þannig varið, bæði með
frelsi einstaklinga og þjóða, að
því fylgja ekki aðeins hlunn-
indi, heldur jafnframt skyldur,
sem oft krefjast verulegra fórna.
Það er einkenni margra, að
vilja losna við þær skyldur, sem
frelsinu fylgja. Menn vilja njóta
hlunnindanna, en losna við erf-
iðleikana.
Reynslan er oftast sú, að losi
menn sig við skyldurnar og erf-
iðleikana, missa þeir hlunnind-
in fljótlega á eftir.
Það er verzlun, sem jafnan
hefnir sín, þegar einstaklingar
eða þjóðir kaupa sig undan ýms-
um þeim skyldum og erfiðleik-
um, sem frelsinu fylgja, gegn
því að afsala sér einhverju af
rétti sínum í staðinn.
Gamli sáttmáli fjallaði um
slíka verzlun. Hann ætti að vera
íslenzku þjóðinni nægilega lær-
dómsríkt dæmi.
Þegar þjóð er’byrjuð á slíkri
verzlun með frelsi sitt, jafnvel
þótt í litlum stíl sé, er þess sjald-
an langt að bíða, að þessi verzl-
un færist í aukana. Þjóðarþegn-
ar hugsa sem svo: Látum við
þetta og þetta af hendi, er raun-
ar skiptir okkur ekki miklu máli,
getum við losnað við þennan og
þennan kostnað. Þannig gengur
koll af kolli. Andvaraleysi þjóð-
arinnar fyrir sjálfstæðinu eykst
stöðugt og verzlun heldur áfram,
unz frelsið er selt til fullnustu.
Hver þjóð, sem vill vera sjálf-
stæð, forðast því eftir megni
alla verzlun með frelsi sitt, í
hversu smáum stíl, sem er. Hún
veit, að allt slíkt veikir dáð
hennar og frelsisvilja. Hún kýs
heldur erfiðleikana og kostnað-
inn, sem af frelsinu leiðir.
Fari svo, að íslendingar feli
0nnur athugasemd
í tilefni af athugasemd minni
hér í blaðinu 11. f. m„ um
skipakaup Eimskipafélagsins,
hafa formaður og ritari félags-
ins ritað langa grein í Morgun-
blaðið 19. f. m„ sem þeir nefna
svar til mín.
í framannefndri smágrein í
Tímanum 11. f. m. sýndi ég fram
á, að stjórn Eimskipafélagsins
hefði ekki uppfyllt það skilyrði,
sem sett var fyrir stuðningi
ráðuneytisins, í bréfi 3. nóv. f.
á. Stjórn félagsins hafði til-
kynnt ráðuneytinu að félagið
gæti fengið lán erlendis til
kaupa á skipinu, en aldrei gert
grein fyrir því á hvern hátt fé-
lagið ætlaffi aff yfirfæra vexti
og afborganir af þeim stóru
lánum. Ekki hefir stjórn félags-
ins heldur leitaff til gjaldeyris-
og innflutningsnefndar eftir
innflutnings- og gjaldeyrisleyfi
vegna skipakaupanna, sem þó
var um getið í margnefndu bréfi
ráðuneytisins frá 3. nóv„ að
þyrfti að gera, og sem stjórn fé-
lagsins var að lögum skylt að
gera áður en samið var um
kaup á skipinu.
' Þrátt fyrir þetta nýja langa
„svar“ formanns og ritara E. í.
í Morgunblaðinu 29. júlí, stend-
ur það óhaggað, að stjórn Eim-
skipafélagsins hefir enn ekki
fullnægt því skilyrði um gjald-
eyrishlið málsins, sem sett var
í ráðuneytisbréfinu 3. nóv. sl.
P. t. Reykjavík, 4. ágúst ý939.
Skúli Guffmundsson.
Dönum áfram utanríkismál sín,
verður það eingöngu sökum þess,
að þá vantar þennan skilning
sjálfstæðra þjóða. Þeir ættu
ekki viljann til að leggja á sig
byrðar fyrir frelsið — þennan
vilja, sem er langtum betrri vörn
gegn þeim hættum, er að sjálf-
stæði þjóðarinnar steðjar, en
mikið góðæri. Þeir gerðu sér ekki
nægilega ljósa þá hættu, sem
felst 1 verzluninni með frelsið,
og gleymdu þeirri reynslu sinni
og annarra, að slík verzlun leið-
ir oftast til ósjálfstæðis og und-
irokunar.
Framh. Þ. Þ.
Skrifstofa
Framsóknarflokksins
í Reykjavík
er á Lindargötu 1D
Framsóknarmenn utan af landi, sem
koma til Reykjavíkur, ættu alltaf að
koma á skrifstofuna, þegar þeir geta
komið því við. Það er nauðsynlegt
fyrir flokksstarfsemina, og skrifstof-
unni er mjög mikils virði að hafa
samband við sem flesta flokksmenn
utan af landi.
Úr sögu knattspyrnunnar
Enginn íþrótt nýtur jafnmik-
illa vinsælda í heiminum og
safnar jafn mörgum áhorfend-
um og knattspyrnan.
íslendingar eru engir eftirbát-
ar í þeim efnum. Dag eftir dag
þyrpast þúsundir Reykvíkinga
út á íþróttavöll til að horfa á
knattspyrnuleiki þar. í flestum
kaupstöðum og kauptúnum
landsins og þéttbýlli sveitum er
knattspyrnan iðkuð. Hún er tví-
mælalaust útbreiddasta og vin-
sælasta íþróttin hér á landi.
YFIRVÖLDIN Knattleikir háfa
andvíg verið iðkaðir hjá
KNATTLEIKiUM.fjestum þj5gum frá
alda öðli, en með mjög ólíkum
hætti. Það er getið um þá hjá
Grikkjum og Rómverjum. En
Bretland virðist þó hafa verið
móðurland þeirra um langt
skeið. Þeir voru fyrr á öldum
mjög ólíkir knattspyrnunni nú
og höfðu oft alvarleg meiðsli og
dauðsföll í för með sér. Ýmsir
Bretakonungar bönnuðu því
leikina og margir forystumenn
kirkjunnar unnu gegn þeim, þar
sem þeir drægju úr kirkjusókn.
í Skotlandi féllu leikirnir þó al-
drei niður og meðal almennings
í Bretlandi voru þeir alltaf iðk-
aðir talsvert, þrátt fyrir öll bönn.
Leikirnir taka líka smám saman
á sig mildara form og 1583 eru
settar fyrstu knattspyrnuregl-
urnar, sem kunnugt er um. Sam-
kvæmt þeim má ekki taka knött-
inn með höndum, rangstæður
maður má ekki skora mark, og
dómararnir skulu vera þrír.
FORGANGA Það er ekki fyrr en
SKÓLANS á 19. öld, sem
I ETON blómatíð knatt-
spyrnunnar hefst í Englandi.
Hún er þá tekin upp á her-
manna- og menntaskólanum.
Sérstaklega hefir hinn frægi
Etonskóli forystuna í þessum
efnum. Skólinn í Rugby hélt hins
vegar uppi einskonar samkeppni
með því að iðka aðra tegund
knattleiks, þar sem leyfilegt var
að nota jafnt hendur og fætur.
Þessi knattleikur er enn iðkaður
vlða, en hefir þó algerlega lotið
í lægra haldi fyrir knattspyrn-
unni.
Árið 1871 voru settar í Eng-
landi reglur um knattspyrnu,
sem gilda að mestu leyti enn
þann dag í dag. Þar var m. a.
slegið föstu, að leikmenn skyldu
vera ellefu. Næsta ár fór fram
fyrsta knattspyrnukeppnin milli
landsliða Breta og Skota og lauk
henni með 0:0 mörkum. Sama ár
byrjaði hin fræga „cup“-keppni,
er haldizt hefir til þessa og
þykir merkilegasti íþróttavið-
burður ársins í Bretlandi.
Til gamans má geta þess, að í
fyrstu keppninni milli landsliða
Englendinga og Skota, skiptu
Englendingar liðinu þannig: 7
framherjar, einn framvörður,
tveir bakverðir, einn markvörð-
ur. Skotar skiptu liði sinu þann-
ig: Framherjar sex, framverðir
tveir, bakverðir tveir, markvörð-
ur einn.
KNATTSPYRNANVinsældir knatt-
VERÐUR AT- spyrnunnar urðu
VINNU6REIN fijótlega, svo mikl-
ar, að menn fóru að stunda hana
sem atvinnu. Árið 1885 var stofn-
að fyrsta atvinnufélagið í Eng-
landi. Öll helztu knattspyrnufé-
lög Englands stunda nú knatt-
spyrnuna sem atvinnugrein. -
Beztu mennirnir ganga kaupum
og sölum og þekkjast þess dæmi,
að knattspyrnumaður hafi verið
keyptur fyrir 200 þús. kr. Sjálfir
fá knattspyrnumennirnir ekki
nema lítinn hluta kaupverðsins,
meginhlutinn fer til félagsins, er
selur hann. Atvinnuknatt-
spyrnumenn verða að leggja á
sig ótrúlega þjálfun og fyrr meir
máttu kjör þeirra teljast hin
bágbornustu, því fæstir höfðu að
neinu föstu að hverfa, þegar ald-
urinn færðist yfir þá, og félagið
hafði orðið betri mönnum á að
skipa í þeirra stað. Nú gera fé-
lögin orðið mikið til þess að
tryggja þeim viðunandi störf,
þegar þeir hætta keppninni. Auk
atvinnufélaganna er vitanlega
til fjöldi knattspyrnufélaga í
Englandi, því meginþorri ungra
manna þar iðkar knattspyrnu að
meira eða minna leyti. Sérstak-
lega er hún mikið stunduð í
skólum.
Frá Englandi breiddist knatt-
spyrnan fljótt til mgeinlandsins
og hefir farið tvo seinustu
mannsaldrana sigurför um allan
heiminn. Einkum náði hún fljótt
útbreiðslu í Mið-Evrópu og á
Norðurlöndum. Um talsvert
langt skeið áttu Danír einna
bezta knattspyrnumenn á meg-
inlandinu.
í allmörgum löndum hefir
knattspyrnan verið stunduð sem
atvinnugrein á síðari árum.
Næst ensku félögunum hafa
austurrísku atvinnufélögin hlot-
ið mikla frægð.
líkamleg 0G Knattspyrna bygg-
ANDLEG ist ekki á líkams-
IÞR0TT hreysti, nema að
hálfu leyti. Rökrétt og hröð
hugsun hefir kannske ennþá
meira að segja. Umfram allt
verður að gæta þess að hafa
gott samstarf við samherj-
ana. Þess vegna er knatt-
spyrna engu síður talin andleg
iþrótt en líkamleg íþrótt og vin-
sældir hennar byggjast ekki sízt
á því, að hún er talin hafa betri
uppeldisleg áhrif en flestar aðr-
ar íþróttir.
Það þykir talsvert fara eftir
skapgerð þjóðanna, hversu góð-
um árangri þær ná í knattspyrn-
unni. Reynslan þykir hafa sýnt,
að knattspyrnan sé vel við hæfi
Mið-Evrópuþjóðanna, Suður-
Ameríkumanna og Skota.
N0KKRAR Um alllangt skeið
KNATTSPYRNU-hefir starfað Al-
REGLUR þjöðasamb. knatt-
spyrnumanna með aðsetri 1 Pa-
rís. Samkvæmt reglum þess, skal
lengd knattspyrnuvallarins vera
frá 90—120 m. og breidd frá 45—
90 m. Þyngd knattarins skal vera
frá 370—430 gr. og ummál 69—
71 cm. Markið skal vera 7.32 m.
langt og 2.44 m. hátt.
Tvær reglur þykja einkum
hafa sett svip sinn á knattspyrn-
una. Önnur er sú, að enginn leik-
maður má taka knöttinn hönd-
um, nema markmaður innan
vítateigs. Hin er sú, að rangstæð-
ur leikmaður má ekki skora
mark. Hefir hún tvímælalaust
þau áhrif, að meiri áherzla er
lögð á samleik en ella, því annars
myndi meiri áherzla vera lögð
á „löng skot“.
í flestum löndum er óleyfilegt
að láta varamann koma í stað-
inn fyrir leikmann, sem meiðist.
í millilandakeppni má þó vara-
maður koma í staðinn fyrir
meiddan markvörð.
Knattspyrnan er iðkuð með
mjög mismunandi móti. Sumir
leggja áherzlu á „löng skot“,
aðrir á „stutt skot“; sumir leggja
áherzlu á að láta knöttinn fylgja
sem mest vellinum, en aðrir að
halda honum sem mest í loftinu.
Er tæpast hægt að segja að nein
ákveðin tízka sé ráðandi í þess-
um efnum, heldur fer þetta að-
allega eftir vilja knattspyrnu-
mannanna sjálfra, og þó sér-
staklega þjálfaranna. Ab.