Tíminn - 05.08.1939, Blaðsíða 3
90. blað
TÍMIM, langardaginn 5. ágást 1939
359
ÍÞRÓTTIR
íslandsmótið.
Víkingrur—Fram
Fjórði leikur íslandsmótsins
fór fram síðastliðinn miðviku-
dag og kepptu þá Fram og Vík-
ingur.
í fyrri hálfleik var leikurinn
nokkuð jafn, en knötturinn var
þó öllu oftar á vallarhelmingi
Fram. Hálfleiknum lauk með
sigri Víkings 1:0.
í seini hálfleik sóttu Framar-
ar sig og áttu þeir meira í leikn-
um þennan hálfleik. Var sam-
leikur þeirra oft góður og hraði
mikill. í þessum hálfleik settu
þeir tvö mörk, en Víkingur ekk-
ert. Leiknum lauk því með sigri
Fram 2:1.
Leikurinn var ekki harður og
allgóður með köflum. Báðum
félögunum hefir farið talsvert
fram í meðferð knattarins og
samleik síðan í fyrra. Framför
sína má Fram áreiðanlega
þakka utanförinni að verulegu
leyti, því bæði fékk liðið þá góða
aðstöðu til æfinga og sá marga
góða knattspyrnuleiki.
Valur—K. R.
Síðasti leikur íslandsmótsins
fór fram á fimmtudagskvöldið
og kepptu þá Valur og K. R. —
Nokkur vindur var og mun hann
hafa skemmt leikinn nokkuð,
enda var hann heldur ó-
skemmtilegur. Úrslit urðu þau,
að félögin urðu jöfn, 2:2. Skor-
aði K. R. seinna mark sitt úr
vítaspyrnu á seinustu mínútu
leiksins.
Úrslit mótsins hafa því orðið
þau, að Fram hefir fengið flest
stig og unnið með því sæmdar-
heitið „bezta knattspyrnufélag
íslands“. Stigafjöldi, unnin og
töpuð mörk, hefir orðið sem hér
segir:
Stig Mörk
+ ~^~
Fram ............... 4 5 6
K. R................ 3 7 5
Víkingur ........... 3 3 3
Valur .............. 2 3 4
Valur hefir því orðið lægstur,
en hann hefir verið íslands-
meistari nokkur undanfarin ár
og vann Reykj avíkurmótið í vor.
Þótt úrslitin hafi orðið þessi,
er vafasamt að telja eitt félagið
öðru betra eins og sakir standa.
Leikirnir virtust yfirleitt benda
til þess, að félögin séu mjög
jöfn. Valur og K. R. virðast hafa
staðið í stað, en þau hafa verið
beztu félögin undanfarið. Hins-
vegar eru Fram og Víkingur í
greinilegri framför og virðist
ekki ólíklega spáð, að Víkingur
verði Fram skæðastur í keppn-
inni um meistaratignina næst.
Þetta er í 9. sinn, sem Fram
vinnur íslandsmótið, auk þess,
sem félagið hefir hlotið hana
tvisvar, án keppni. Seinast vann
Fram íslandsmótið 1925. K. R.
hefir unnið mótið 9 sinnum,
Valur 6 sinnum og Víkingur
tvisvar.
Héraðsmótið
að Sælingstlalslaug.
Ungmennasamband Dala-
manna hélt sitt árlega héraðs-
mót að Sælingsdalslaug 23. júlí
s. 1.
Eins og undanfarin ár voru
ýmsir íþróttakappleikir stærsta
skemmtiatriði mótsins, og fara
úrslit þeirra hér á eftir:
1. í 100 m. sundi — frjálsri
aðferð — varð fyrstur EinaT
Kristjánsson frá U. m. f. „Unn-
ur djúpúðga“, á 1 mín. 19,6 sek.
Annar varð Ástvaldur Magnús-
son frá U. m. f. ,,Stjarnan“, á 1
mín. 31,9 sek. Þriðji varð Bene-
dikt Benediktsson frá sama fé-
lagi, á 1 mín. 32 sek.
2. í 1000 m. sundi — frjálri
aðferð — varð fyrstur Einar
Kristjánsson frá U. m. f. „Unn-
ur djúpúðga“, á 18 mín. 7.5 sek.
Annar varð Benedikt Benedikts-
son frá U. m. f. „Stjarnan“, á
19 mín. 4.7 sek. Þriðji varð Guð-
mundur Halldórsson frá sama
félagi, á 20 mín. 21 sek.
3. í 100 metra hlaupi varð
fyrstur Haraldur Þórðarson, á
12.1 sek. Hann er í U. m. f.
„Stjarnan“. Annar varð Ástvald-
ur Magnússon frá sama félagi,
á 12,4 sek., og þriðji maður í 100
m. hlaupi varð Ketilbjörn Magn-
ússon, frá U. m. f. „Stjarnan“, á
12.5 sek.
4. í 4 km. hlaupi varð fyrstur
A N N A L L
GuUbrúðkaup.
Anna Kristófersdóttir og Jón-
as Jónsson á Syðri-Reykjum í
Miðfirði áttu 50 ára hjúskapar-
afmæli fimmtudaginn 27. júlí
síðastliðinn. Þann dag fengu þau
heimsókn karla og kvenna frá
nálega öllum bæjum í Miðfirði
og allmargra úr nærsveitunum.
Var þar saman komið alls um 150
manns, og má af því marka vin-
sældir þessara merkishjóna. Eft-
ir að sóknarprestur hafði flutt
ræðu, voru veitingar fram born-
ar í samkomuhúsi sveitarinnar,
sem er á Reykjum. Undir borðum
voru margar ræður fluttar, en
18 manna karlakór undir stjórn
séra Jóhanns Briem, skemmti
með söng. Stóð mannfagnaður
þessi fram yfir miðnætti og
skemmti fólk sér hið bezta. —
Brúðhj ónunum bárust heilla-
skeyti og gjafir frá sveitungum
þeirra og afkomendum.
Þau hjón, Anna og Jónas,
bjuggu á ýmsum stöðum í Mið-
firði öll sín búskaparár, og eru
nú hjá syni sínum á Syðri-
Reykjum. Þau eru enn við all-
góða heilsu þrátt fyrir háan ald-
ur og mikla vinnu. Börn þeirra
eru:
Guðrún, húsfreyja á Haugi,
gift Halldóri Jóhannssyni.
Björn, bifreiðarstjóri á
Hvammstanga.
Jón, bóndi á Ytri-Reykjum.
Gunnar, bóndi á Syðri-Reykj-
um.
Elínborg, húsfreyja á Syðri-
Völlum, gift Steinbirni Jóns-
syni.
Þegar Jónas og Anna giftust,
27. júlí 1889, voru einnig gefin
saman í hjónaband Björn bróð-
ir Jónasar, og Ásgerður Bjarna-
dóttir. Þau hófu búskap í Núps-
dalstungu í Miðfirði. Björn and-
aðist í fyrravor, en ekkja hans,
Ásgerður, býr enn í Núpsdals-
tungu.
Haraldur Þórðarson frá U. m. f.
„Stjarnan", á 13 mín. 47.5 sek.
Annar varð Evart Sigurvinsson
frá sama félagi, á 13 mín. 53.9
sek. Þriðji maður varð Magnús
Sigurjónsson frá U. m. f. „Unn-
ur djúpúðga", á 14 mín. 8 sek.
5. í langstökki varð hlutskarp-
astur Ástvaldur Magnússon frá
U. m. f. „Stjarnan", stökklengd
5.51 m.
6. í hástökki stökk hæst Ást-
valdur Magnússon frá U. m. f.
„Stjarnan", stökkhæð 1.50 m.
Að öðru leyti fór samkoman
fram sem hér segir: Jón Emil
Guðjónsson kennari mælti fyr-
ir minni héraðsins, en Frið-
finnur Guðjónsson leikari
skemmti með fjörugum gaman-
sögum og upplestTi. Af hálfu
Breiðfirðingafélagsins í Reykja-
vík, sem heimsótti mótið, flutti
snjallt ávarp Guðmundur Jó-
hannsson, formaður félagsins.
Höfðu um fimmtíu manns úr
Breiðfirðingafélaginu í Reykja-
vík komið í þremur stórum bíl-
um, kvöldið áður en mótið hófst,
og gist í tjöldum um nóttina á
staðnum. Þótti heimsókn Breið-
firðinga bera vott um sterkan
hlýhug til héraðsins, enda mátti
segja að umhverfið og veður-
blíðan fagnaði komu þeirra, þar
sem var sólgylltur faðmur Sæl-
ingsdalsins.
Heimsókn þessara manna úr
Breiðfirðingafélaginu setti hinn
ánægjulegasta svip á samkom-
una, og veitti kunningjum og
vinum kærkomið tækifæri til að
eiga saman gleðiríka stund. —
Samkomuna sótti nokkuð á
fjórða hundrað manns, en vín-
nautnar varð alls ekki vart, enda
fram tekið í auglýsingum að á-
fengisnautn væri þar bönnuð.
Austur að Laugarvatni
alla þriðjudaga kl. 5 e. h.
alla fimmtudaga kl. 5 e. h.
alla laugardaga kl. 3 e. h.
Frá Laugarvatni:
alla sunnudaga kl. 7,30 e. h.
alla miðvikudaga kl. 10 f. h.
alla föstudaga kl. 10 f. h.
Til Geysis í Haukadal alla
virka daga.
BIFREIÐASTÖÐIN GEYSIR
Sími 1633.
IJ pvalspitgepðip
Jónasar Jónssonar
Samband ungra Framsóknarmanna gefur á þessu ári
út nýtt bindi af ritgerðasafni Jónasar Jónssonar og verð-
ur það álíka stórt og það, er kom í fyrra vetur, Merkir
Hraðferðír B. S. A.
Alla daga nema mánudaga um Akranes og Borgarnes. —
M.s. Laxfoss annast sjóleiðina. Afgreiffslan f Reykjavík á
Bifreiðastöð íslands, sími 1540.
Blfreiðastöð Akureyrar.
samtíðarmenn. Verð þess verður og hið sama, fimm krón-
ur óbundið, en 7.50 í snotru shirtingsbandi. Verður band-
ið þrennskonar, brúnt, grænt og rautt.
Eins og kunnugt er og áður hefir verið skýrt frá hér
í blaðinu, verða í hinu nýja bindi greinar frá æskuárum
Jónasar og birtust flestar þeirra í Skinfaxa, ungmenna-
félagsblaðinu, á sínum tíma. Þessar greinar voru þá und-
anfari almennrar æskulýðsvakningar í landinu og jafn-
framt túlkun á þeim skoðunum, sem ungt fólk ól í brjósti,
en ekki höfðu áður fallið í einn farveg.
Útsölu á bókunum og áskriftasöfnun verður hagað á
sama hátt og áður, þannig að bókaútgáfan hefir um-
boðsmenn í öllum sveitum og kauptúnum, sem taka á
móti áskriftum og áskriftagjaldi, ef borgað er fyrirfram.
En ef menn óska þess geta þeir sent pöntun sína til Jóns
Helgasonar, pósthólf 961, Reykjavík, eða hringt í síma
2353. Einnig munu áskriftarlistar liggja frammi á af-
greiðslu Tímans í Reykjavík.
„Merkir .samtíðamenn“ var gefin út í upplagi er nam
2100 eintökum og seldist þó með öllu á hálfu ári. Þótt
upplag bindisins, sem kemur út í haust, verði nokkru
stærra, má eiga það víst, að það selzt alveg upp á mjög
skömmum tíma. Þess vegna þurfa menn að gerast áskrif-
endur hið allra fyrsta.
Bókaútgáfa S. U. F. heitir jafnframt á umboðsmenn
sína til dugnaðar í starfi fyrir sambandið og málefni
þess og væntir þess, að áskriftalistarnir verði sendir út-
gáfunni svo fljótt, sem tími og ástæður til áskriftasöfn-
unarinnar leyfa.
5
S9
Mest
og bezt
fyrir krónuna,
með því að
nota
þvotta-
duftið
Perla
ACCUMULATOREN-FABRIK,
DR. TH. S0NNENCHEIN.
Bændur!
Munlð að hafa ávalt hln ágætu
Sjafnar-júg'ursmyrsl
við liendina.
Fást hjá kaupfélög’um og kaupmönnum
um land allt.
Byrgdír í Reykjavík hjá
Samband ísl. samvínnuíélaga
]\ý bók eftir Wodehouse
Ráð undír rifi hverju
Þýtt af Guðm. Finnhogasyni.
Skemmtileg bók og fyrsta bókin, sem þýdd hefir ver-
ið' á íslenzku eftir þennan heimsfræga höfund. —
Simi 1080.
Sigurður Olason &
Egíll Sigurgeirsson
Málflutningsskrifstofa
Austurstræti 3. Sími 1712.
Áætlunarferðir að
K ir k jubæja r klaustri:
Frá Reykjavík á þriðjudög-
um. — Til Reykjavíkur á föstu-
dögum.
Kostar heft kr. 4.00, ib. 6.50. —
— Fæst í öllum bókaverzlunum.
Kopar
keyptur í Landssmiðjunni.
Afgreiðsla í Reykjavík:
á B. S. í.
Innheimtumenn!
Vinnið ötullega að innheimtu
og útbreiðslu Tímans í ykkar
sveit. Svarið fljótt bréfum frá
nnheimtu blaðsins í Reykjavlk,
ig gerið skil til hennar svo fljótt
.iem möguleikar leyfa. Tíminn
er ódýrasta blaðið, sem gefið er
út á íslandi. Allir Framsóknar-
menn eiga að kaupa, lesa og
borga Tímann.
176 Wllliam McLeodRaine:
Walsh lá með lokuð augun og átti
erfitt um andardrátt. Það var ekki mik-
ið hægt að gera honum til hjálpar, en
Taylor gerði það, sem hægt var.
XVIII. KAFLI.
Myrkar hugsanir sóttu á Taylor, þar
sem hann beið með hestinn við hlið
þess særða. Hann baðaði andlit sýslu-
mannsins, en kleif þess í milli upp á
bakkann, til þess að ganga úr skugga
um, að Oakland væri ekki að læðast að
þeim til þess að fullkomna verk sitt.
Jafnframt gætti hann að því, hvort ekki
sæi til hjálparmannanna.
Hann var stöðugt að hugsa um hvað
hann ætti nú að taka til bragðs. Hann
fékk ýmsar hugmyndir og gerði áætl-
anir, en hætti við þær jafnharðan.
Einkum varð honum hugsað til Molly.
Það var eins og hnífstunga að hugsa
til þess, að nú væri hún glötuð honum
fyrir fullt og allt. Hún myndi halda að
hann hefði beðið í Sjömílnakofanum
eftir tækifæri til að drepa vin hennar.
Hún myndi hata hann af öllu hjarta.
Það yrði henni nauðsynleg hugsvölun,
þar sem hann hefði ennþá einu sinni
reynst þorpari.
Rökkrið var að byrja að síga yfir, er
hann kom auga á litla lest, sem nálg-
aðist Sjömilnakofann frá Quarter Circle
Flóttamaðurinn frá Texas 173
— Hlustaðu nú á mig, sagði Taylor
biðjandi. — Þú verður að ná í hest og
ríða til bæjar eftir hjálp, sem hraðast að
þú mátt. Hættu að hugsa um hver hafi
gert þetta. Ég verð hér hjá honum á
meðan, hitt verður þú að sjá um sjálfur.
Peters var tortrygginn, en hann sá
engin ráð vænni. Hann var sannfærður
um að fanginn ætlaði ekki neitt að gera
sýslumanninum meira.
— Hvers vegna getur þú ekki farið
sjálfur til bæjar eftir hjálp, spurði hann.
Taylor glotti háðslega.
— Menn halda að ég sé Webb Barnett,
kærður fyrir bankarán í Texas. Ég myndi
kunna illa við mig á bænum.
—Jæja þá, sagði Peters samþykkjandi.
— Ég skal sjá hvort ég næ í hest. En ef
þú gerir Steve nokkurt mein---------
— Vertu nú ekki flón. Hvers vegna
ætti ég að gera honum mein? Farðu bara
að koma þér af stað.
— Get ég nokkuð gert fyrir þig, Steve,
áður en ég fer, spurði kúrekinn blíðlega.
Walsh hristi höfuðið veiklulega.
Taylor stóð á lækjarbakkanum og
horfði á Peters ná hesti sínum og stíga á
bak. Hestarnir voru þarna allir saman á
lækjarbakkanum, svo sem hundrað
metra frá kofanum. Þegar Peters var
kominn af stað til bæjar, lötruðu hinir
hestarnir á eftir honum.