Tíminn - 10.08.1939, Blaðsíða 2

Tíminn - 10.08.1939, Blaðsíða 2
TÍMEVIV, fimmtudagfmi 10. ágúst 1939 91. blað Ssinilistml Islsin«ls og Danmerknr 4. Ráðg|afarnefudin og konunguriiui. RÁÐGJAFARNEFNDIN. Samkvæmt sambandslögunum hefir dansk-íslenzka ráðgjafar- nefndin mjög víðtækt starfssvið, þar sem henni er m. a. ætlað að athuga öll lagafrumvörp um sérmál annarshvors ríkisins, er jafnframt snerta hitt ríkið og stöðu og réttindi þegna þess. Einnig skal nefndin undirbúa samning lagafrumvarpa, er miða að samvinnu milli ríkjanna og auknu samræmi í löggjöf þeirra. Ef þessum ákvæðum hefði verið stranglega framfylgt myndi það tvímælalaust hafa valdið okkur miklum óþægind- um. Samkvæmt þeim geta Dan- ir haft afskipti af nær því hverju einasta lagafrumvarpi, sem kemur fyrir Alþingi íslend- inga, því vegna jafnréttisákvæð- isins má segja, að öll íslenzk lög snerti daríska þegna. Ákvæðið um aukið samræmi í löggjöf landanna er vitanlega sett til þess, að Danir hefðu aðstöðu til að láta íslenzku löggjöfina mót- ast af lagasetningu Dana. Mun líka víst, að Danir hafa ætlazt til, að ráðgjafarnefndin kæmi í stað þeirrar íhlutunar, sem þeir gátu áður haft um ís- lenzka lagasetningu, og bætti það tap þeirra að nokkru. Þetta hefir þó ekki orðið í framkvæmd og má segja, að ráðgjafarnefndin hafi raun- verulega aldrei orðið annað en formsatriði. Þeir menn, sem völdin hafa haft í Danmörku, hafa ekki kosið að hagnýta þessa möguleika. En meðan þessi ákvæði sambandslaganna haldast, hafa Danir, ef þeir óska þess, áhrifamikinn rétt til af- skipta af íslenzkum málum — afskipta, sem ekki er samboðin fullvalda þjóð og geta valdið verulegum erfiðleikum. Það eru kaupa vörurnar miklu dýrara verði en nokkur þörf krefur og þannig auka kröfurnar til at- vinnuveganna um kaupgjald, ef kaupmennirnir, sem eru ör- uggasta fjárhagslega stoð blaöanna, græða. Það er vissulega hollt fyrir smærri og stærri atvinnurek- endur að gera sér vel ljósa þessa afstöðu íhaldsblaðanna og at- huga þá jafnframt, hvoxt þeir eiga samleið með flokki, sem berst gegn öllum þeim ráðstöf- unum, sem lækka dýrtíðina og draga þannig úr kröfunum til atvinnuveganna. engin rök, að þessi ákvæði sam- bandslaganna geti ekki oxðið okkur til skapraunar og óþæg- inda, þótt þau hafi ekki verið það síðastliðin tuttugu ár. Það er ekki hin minnsta trygging fyrir því, að afstaða Dana verði hin sama í þessum efnum í framtíðinni og hún hefir verið á þessu tímabili. Sú mótbára, að við höfum gagnkvæman rétt, ex lítilvæg, þax sem Danir hafa langtum sterkari samningsaðstöðu en við. Frá sjónarmiði íslendinga hlýtur það að vera kappsmál, að þessi nefnd sé lögð niður, jafnvel þótt til boða stæði að breyta starfsgrundvelli hennar. Það er engin þöxf að hafa frek- ar þessa nefnd en t. d. nefnd til að athuga samband íslands og Noregs eða íslands og Svíþjóðar. Þessi nefnd verður alltaf til að minna okkur á gamalt ófrelsi. Vinsamleg sambúð og viðskipti íslands og Danmerkur verður að byggjast á öðrum grundvelli en þeim, sem heyrix foxtíðinni til. KONUNGURINN. Samkvæmt fyrstu grein sam- bandslaganna er ákveðið að ís- land og Danmörk skuli hafa einn og sama konung. Að vísu mun ekki litið á þetta ákvæði, sem eitt atriði sambandslaga- samningsins, heldur annað grundvallaratriðið, sem samn- ingarnir byggðust á, en hitt at- riðið er það, að bæði löndin séu frjáls og fullvalda ríki. En það þýðir vitanlega, að það væri sama og að brjóta sambandslög- in, að velja hér annan þjóð- höfðingja en Danakonung, því með því væri grundvölluxinn, sem lögin byggjast á, riftað. Þeirrar skoðunar gætir stund- um, vegna þessa ákvæðis sam- bandslaganna, að stjórn Dana- konungs sé lokið á íslandi sam- tímis og lögin eru felld úr gildi. Þetta er misskilningur. Dana- konungur heldur áfram að vera konungur íslands, þótt sam- bandslögin falli úr gildi, nema jafnhliða sé gerð sú breyting á stjórnskipulagi landsins, er nemur konungsvaldið úr gildi, eða konungur afsali sér og ætt sinni tilkalli til konungsdóms á íslandi. Konungsvaldið er ákveðið í stjórnarskrá landsins og bygg- ist auk þess á gömlum samning- um milli íslendinga og Dana- konunga. í raun og veru hafa þessir samningar — eins og t. d. Kópavogssáttmáli — ekki neitt siðferðilegt gildi í augum nútíðarmanna, enda munu ís- lendingax ekki telja sig bundna af þeim. Það, sem gert verður í þessum efnum, fer þess vegna alveg eftir því, sem meixihluti þings og þjóðar álítur hag- kvæmast. Fari svo, að einhverjar breytingar verði gerðar, er al- gerlega óréttmætt að kalla þær stjórnarbyltingu eða öðrum á- líka tortryggilegum nöfnum, ef þær eru gerðax á fullkomlegá þingræðislegan og lýðræðisleg- an hátt. Það væri álíka mikil firra að kalla slíkt stjórnar- byltingu og ef það hefði verið kölluð stjórnarbylting, þegar ráðuneyti Jóns Þorlákssonar fór frá völdum 1927, sökum þess að það hafi misst fylgi meira- hluta þings og þjóðar. í þessu sambandi má geta þess, að fyrir nokkrum árum sögðu írar skilið við Bretakonung og kusu sér foxseta. Þessi atburður var nær undantekningarlaust e k k i nefndur stjórnarbylting. Hins- vegar myndi að réttu lagi hafa mátt tala um stjórnarbylting, ef enski konungurinn hefði látið beita íra kúgun til að búa við annað stjórnarfyrirkomulag en þeir voru búnir að samþykkja á þingræðislegan og lýðræðis- legan hátt. Þvi er stundum haldið fram, að ekki væri hægt að afnema konungsvaldið á lagalegan hátt, ef konungur neitaði að staðfesta slík lög frá þinginu. En með slíkri synjun bxyti konungur al- gerlega gegn anda stjórnskipu- lagsins, þótt hann hefði til þessa formlegan rétt, og tæki sér raunverulega einræðisvald. Slíkt athæfi konungs mætti nefna stjórnarbyltingu. í fimmtu grein stjórnarskrár- innar segir: „Konungur getur ekki verið þjóðhöfðingi í öðru landi, án samþykkis Alþingis.“ Meðan sambandslögin haldast getux Alþingi ekki beitt þessu á- kvæði stjórnarskráxinnar á þann veg, að neita t. d. konungi um samþykki til að vera þjóðhöfð- ingi í Danmörku, nema með því að brjóta í bág við þau. Hér skal ekki um það rætt, hvort íslendingum muni hollara að hafa konung eða forseta. Það atriði skiptir ekki máli í sambandi við sambandslögin. Það, sem við þurfum að gera í þessum efnum í sambandi við þau, er að tryggja okkur ský- lausan rétt til að ráða því einir, hvort hér skuli vera konungs- stjórn eða lýðveldi. Meðan sá réttur takmarkast af sambands- lögunum getum við ekki talið okkur fullkomlega sjálfráða, þar sem þetta undirstöðuatriði stjórnskipulagsins er háð fyrir- mælum þeixra. Niðurl. næst. Þ. Þ. Agústmánuður 1914 363 ^Jímmn Fitntudaginn 10. ágúst Árásirnar á Kaup Sélag Reykja- víkur Blöð íhaldsmanna hafa sein- ustu dagana haldið uppi illvíg- um árásum á Framsóknarflokk- inn fyxir stuðning hans við Kaupfélag Reykjavíkur, sem þau nefna „vopnasmiðju kom- múnista" og öðrum þvílíkum nöfnum. Þessi skrif blaðanna eru at- hyglisverð á tvennan hátt. Þau sýna vel hinn óskammfeilna málflutning þeirra og afstöðu þeirra til dýrtíðarinnar í bæn- um. Blöðunum er fullkunnugt um það, að Kaupfélag Reykjavíkur er ópólitískt félag — félag, sem stendur öllum opið, veitir öllum félagsmönnum sínum jöfn rétt- indi, og hefir pólitískt hlutleysi á stefnuskrá sinni. í þeim efn- um hvílir það á sama grund- velli og önnur kaupfélög lands- ins — grundvelli, sem er viður- kenndur af kaupfélögum í öllum löndum, þar sem þau hafa ekki verið svipt sjálfsforræði af rík- isvaldinu. Það ex hinsvegar rétt, að nokkuð hefir borið á því, að viss- ir kommúnistaforingjar hafa reynt að ná félaginu undir á- hrifavald sitt og gera það að pólitísku tæki fyrir flokk sinn. En þessar tilraunir hafa sætt sameinaðri mótstöðu félags- stjórnar, kaupfélagsstjóra og áreiðanlega mikils meira hluta félagsmanna og hafa því engan árangur borið og ekki í neinu haggað framangreindum starfs- grundvelli félagsins. Telja má þó víst, að þetta brölt kommúnista hafi talsvert spillt fyrir félag- inu, þar sem íhaldsblöðin hafa reynt að nota það sem sönnun þess, að félagið væri kommúnist- iskt. íhaldsblöðin geta því verið þess fullviss, að Framsóknar- menn verða ekki neitt skelfdir með því, að þeir séu að styðja „vopnasmiðju kommúnista“ með því að hafa stutt og eflt Kaup- félag Reykjavíkur. Þeir áttu frumkvæðið að stofnun eldra félagsins, sem var önnur rót Kron hér i bænum. Þeir unnu eftir megni að sameiningu fé- laganna til þess að kaupfélags- starfsemin yrði áhrifameiri í bænum, og þeir hafa síðan reynt að tryggja félaginu heilbrigð starfsskilyrði. Þeim hefix líka orðið að trú sinni, því að Kron hefir tekizt að lækka verðlag margra nauðsynj avara hér í bænum og væri félagið ekki starfandi nú, myndi dýrtiðin vera hér miklu meiri. Framsókn- armenn telja það beina skyldu sina, þar sem baráttan gegn dýrtíðinni er eitt helzta stefnu- mál þeirra, að styðja kaupfélag- ið eftir megni í þessari starf- semi og hjálpa því til að ná til- ætluðum árangri. Þeir munu því áreiðanlega gera sitt tíl, að verja það jafnt árásum kaup- mannanna, sem vilja það feigt, brölti kommúnista, sem vilja gera það að flokkstæki sínu og þar með þýðingarlaust í barátt- unni gegn dýrtíðinni, og öðrum þeim torfærum, sem geta orðið þvl að falll. Hinsvegar er það alxangt, að Framsóknarflokkuxinn hafi á nokkurn hátt misbeitt valdaað- stöðu sinni til að efla kaupfé- lagíð ranglega á kostnað ann- arra verzlunarfyrirtækja. Það er hinn gamli rakalausi xógur í- haldsblaðanna um misbeitingu innflutningshaftanna kaupfé- lögunum i vil, sem birtist hér í nýrri mynd. Annars sýna þessi skrif í- haldsblaðanna mjög glöggt af- stöðu íhaldsblaðanna til dýr- tíðarinnar í bænum. Ofsóknin gegn Kaupfélagi Reykj avíkur stafar fyrst og fremst af því, sem félaginu hefir oxðið á- gengt til að lækka dýrtíðina í bænum. Það dregur úr gróða þeirra vildarvina og stuðnings- manna blaðanna, sem græða á dýrtíðinni. Þess vegna vilja í- haldsblöðin félagið feigt. Þeim finnst það ekki skipta neinu máli, þótt almenningur verði að Ágústmánuður 1914 hefir stundum verið nefndur atburða- ríkasti mánuðurinn í sögu Evr- ópu. Þar sem 25 ár eru nú liðin síðan að þeir gerðust og miklar ófriðarblikur hvíla nú yfir Evr- ópu og benda til þess að ekki sé ósennilegt, að hliðstæðir atburð- ir séu aftur í vændum, er að ýmsu leyti fróðlegt að rifja þá upp í aðaldxáttum. Morðþx í Sera- Aðdragandi jevo hafa jafn- styrjaldarinnar. an verið talin orsök heims- styrjaldarinnar 1914, en í raun veru átti hún miklu dýpri ræt- ur og þau voru aðeins til þess að koma skriðunni af stað. Undanfarna áratugi hafði ver- ið stöðugt kapphlaup milli stór- veldanna í Evrópu um að ná löndum i öðrum heimsálfum undir vald sitt til að tryggja sér hráefni þeixra og markað fyrir heimaframleiðsluna. Fram til 1880 höfðu Bretar og Frakkar verið helztu keppinautarnir og oft verið grunnt á því góða milli þeirra út af þessum málum. Um 1880 byrjuðu Þjóðvexjar fyrir al- vöru að koma til skjalanna. Bretar og Frakkar voru þá orðnir nokkurnveginn mettir og óttinn við hinn nýja keppinaut þjapp- aði þeim smátt og smátt saman. Um aldamótin hófu Þjóðverjar að koma sér upp miklum her- skipaflota og héldu því áfram fram til 1914. Þetta gerði Breta enn tortryggnari í garð Þjóð- verja. Þeir leituðu þvi hófanna um samvinnu við Frakka. Sér- staklega var Edvard Bretakon- ungux henni meðmæltur og er för hans til Parísar 1907 talin mjög þýðingarmikil. Frakkar, sem óttuðust vaxandi herveldi Þjóðverja á meginlandinu, voru fúsir til samvinnunnar. Margir brezkir stjórnmálamenn voru þó tregir til að hverfa alveg frá gömlu einangrunarstefnunni og formlegt bandalag hafði því ekki veriö gert milli Breta og Frakka áður en heimsstyrjöldin hófst. Milli Þjóðvexja og Frakka hafði rikt fullur fjandskapur síðan í stríðinu 1871, þótt allt væri rólegt á yfirborðinu. Ótt- inn við nýjan yfirgang Þjóðverja hafði neytt Frakka til að gera hernaðarbandalag við Rússa, enda þótt lýðveldissinnarnir, sem völdin höfðu í Frakklandi, hefðu megnustu andúð á harð- ræði og kúgun rússnesku keis- arastjórnarinnar. Milli Rússlands og Austurrík- is—Ungverjalands ríkti einnig mikill fjandskapur. Bæði lönd- in reyndu eftir megni að auka yfirráð sín á Balkanskaganum. Rússar studdu áróður slafnesku þjóðanna, sem lágu undir aust- urríska keisaradæmið, fyrir sjálfstæðiskröfum þeirra. Þessi áróður var á góðum vegi með að lima austurríska keisara- dæmið í sundur og forystu- mönnum þess var ljóst, að ekk- ert nema róttækar ráðstafanir gætu bjargað því frá hruni. Þessi mikla hagsmunastreita milli stórveldanna hafði um all- langt skeið valdið mönnum miklum áhyggjum og þótt benda til þess, að styrjöld yrði ekki umflúin. í mörg ár höfðu stór- veldin á meginlan'dinu vígbú ist af kappi og menn töluðu um fátt meira en hið yfirvofandi stríð. Ástandið var á margan hátt mjög keimlikt því, sem ríkjandi er um þessax mundir. Seinustu á r i n Samtök f y r i r heims- stórveldanna. styrjöldina urðu til hernaðarsam- tök milli stórveldanna í Evrópu, er á ýmsan hátt minna á sam- tök þeixra nú. Annarsvegar var Triple- bandalagið svonefnda. í því voru Þýzkaland, Austurríki— Ungverjaland og Ítalía. Þýzka- land náði þá yfir nokkurn hluta Póllands, Elsass—Lothringen og Suður Jótland, auk þess lands, sem það hélt eftir styrjöldina. Austurxíki—Ungverjaland náði yfir núverandi Austurríki, Ung- verjaland, Tékkóslóvakíu og talsverðan hluta af Júgóslav- íu og Rúmeníu. Landamæri ít- alíu voru næstum hin sömu og nú, þegar Suður-Tyrol er undan- skilið. Það sýndi sig strax, að ítalir ætluðu ekki að halda skuldbindingar sínar og nokkr- um mápuðum eftir að heims- styrjöldin hófst, gengu þeir í lið með Bretum og Frökkum. Á- stæðan til þess að ítalir gengu upphaflega í Triplebandalagið, var sú, að Frakkar hertóku Tu- Um ínnheimtu Tímans Síðastliðið ár var fyrsta árið, sem unnið var skipulega að inn- heimtu Tímans um allt land. í nær öllum hreppum og öllum kaupstöðum landsins hefir blað- ið haft einn trúnaðarmann og snúið sér til hans með allt, sem innheimtu og útbreiðslu snerti. Árangurinn af þessu starfi varð góður á síðasta ári, en þó mis- jafn. Bæði hafa menn misjafna aðstöðu til þess að gegna inn- heimtustörfum og svo er aðstað- an mjög ólík eftir því hvar á landinu er. Nær allir þeir menn, sem leit- að hefir verið til í þessu efni, hafa unnið að innheimtu og út- breiðslu blaðsins af áhuga og dugnaði og eytt í það miklum tíma, þrátt fyrir margháttaðar annir við hin daglegu störf. í sumum sýslum landsins boxguðu aðeins 5—20% kaupenda, en nú hefir þetta batnað svo, að í fyrra greiddu 20—80% af kaup- endum blaðsins. Þessi breyting til hins betra er að þakka hinni skipulögðu starfsemi inn- heimtu’manna blaðsins. í sumar er enn unnið af full- um krafti að því, að nálgast enn meir það mark, sem keppt er að, sem er, að allir kaupendur blaðs- ins — 100% — greiði það skil- víslega ár hvert. Það er ekki við því að búast að slíkur árangur náist í öllum hreppum landsins, en sem víðast þyrfti hann að nást. Innheimtumenn Tímans þurfa að nota hvert tækifæri, sem gefst, til þess að vinna fyrir blaðið. Séxstaklega ex haustið hentugur tími til þess að hitta menn að máli, í réttum, á sam- komum og öðrum mannfundum. Innheimtumenn Tímans eru ekki aðeins, með starfi sínu, að vinna blaðinu og flokknum í heild fjárhagslegt gagn, heldur eru þeir jafnframt framherjar í þeirri baxáttu, sem hafin hefir verið gegn gjafablöðum og land- lægri óskilvísi blaðakaupenda, og sem hægt er að uppræta með áframhaldandi starfi Tíma- manna við innheimtu blaðsins. Þegar búið er að ganga frá því í hverjum hreppi hverjir vilja vexa skilvísir kaupendur og hverjir ekki, á að taka fyrir út- sendingu á blaðinu til annarra en þeirra, sem árlega greiða blaðið skilvíslega. Þetta þarf að gera um nýár í vetur og þess vegna er það mjög áríðandi, að trúnaðarmenn blaðsins gangi hreint frá öllum málum varð- andi greiðslur til blaðsins, nú í haust. Tíminn nýtur almennra vin- sælda í hinum nýja búningi sínum. Hann er lika fjölbreytt- ari og stærri en nokkurt annað (Framh. á 4. síðu) nis, en ítalir töldu sig hafa til- kall til þess. Tyrkir og Búlgarax stóðu i mjög nánu sambandi við Triplebandalagið, enda gengu þeir siðar í lið með Þjóðverjum. Hinsvegar voru svo Frakkland og Rússland, sem voru í opin- beru hernaðarbandalagi. Rúss- land náði yfir Finnland, Eystra- saltslöndin þrjú og mestan hluta Póllands, auk þess lands, sem það hélt að stríðinu loknu. Eng- land fylgdi þessum ríkjum að málum, sérstaklega Frakklandi, en lítil vinátta var milli þess og Rússlands, þvi sambúðin var þá mjög góð milli Breta og Jap- ana, sem nýlega höfðu sigrað Rússa á eftirminnilegan hátt. England hafði þó ekkert opin- bert bandalag við FraÉkland og varð það þess valdandi, að Þjóð- verjar gerðu sér fram á sein- ustu stundu vonir um hlutleysi Breta. Serbía fylgdi Rússum að málum, enda átti hún þaðan helzt trausts að vænta, og Rúmenía og Grikkir kusu að lokum að vera í þessu bandalagi eftir að fullkunnugt var um af- stöðu Englands. Vegna vinátt- unnar við England gengu Jap- anir líka fljótlega í lið með þessum þjóðum. Þjóðverjar, Rússar og Frakk- ar höfðu mjög aukið landher sinn siðustu árin. Þýzki herinn var tvímælalaust langbezt skipulagður og vopnum búinn og þýzku liðsforingjarnir ein- valalið. Sigurvissa hersins var einnig mjög mikil. — Austurríski herinn var hinsvegar illa búinn vopnum, í honum voru menn af Svííflugnámskeíð á Sandskeíðínu Svifflugfélag íslands hefir undanfarið gengizt fyrir nám- skeiði í svifflugi. Námskeiðinu veitti forstöðu þýzkur flugkenn- ari, Fritz Schauerte. Hitti tíð- indamaður blaðsins Schau- erte að máli og fara hér á eftir helztu atriði þess, er hann skýrði frá. Námskeiðið stóð yfir í 17 daga. Þátttakendur voru 25, þax af þríx piltar- frá Svifflugfélagi Akureyrar. Hinn áþreifanlegi árangur að því leyti, sem hann lýsir sér í prófraunum, var sá, að 7 nem- endur náðu A-prófi, hinn elzti 31 árs, en hinn yngsti 15 ára. Aðrir 7 B-prófi, en 4 piltar fengu fullkomna æfingu í því að stjórna svifflugu, sem dregin er á loft af vélflugu. Sérstök áherzla var lögð á kennslu fyxir væntanlega kenn- ara Svifflugfélagsins og fengu þeir fleiri æfingaflug en aðrir nemendanna. Og loks var lögð áherzla á endurbætur og við- gerðir allra tækja. Loks fengu allir nemendurnir flug með kennaranum í TF. Sux, vélflug- unni, sem Flugmálafélagið lán- aði til afnota lengst af meðan á námskeiðinu stóð. Hafði kennarinn orð á því, hve áhugasamir nemendurnir hefðu verið, ósérhlífnir og sam- heldni þeirra góð. Spáir hann þessari gagnlegu iþrótt góðrar framtíðar hér á landi sakir landshátta og þess áhuga, sem hann taldi sig hafa orðið var- an við, ekki aðeins hjá nem- endunum, heldur einnig hjá al- ménningi fyrir flugíþróttinni almennt, svo sem glöggt mætti marka af þátttökunni í flugdeg- inum. Til þess að íslendingar gætu orðið einfærir um að sjá fxam- tíð svifflugsins borgið, taldi Schauerte hyggilegt að Svif- flugfélagið sendi tvo hinna efni- legu ungu félaga sinna til Þýzkalands, annan á þriggja vikna námskeið fyrir verkstjóra við smíði svifflugvéla, og hinn á ámóta . námskeið til þess að læra meðferð á fallhlífum og fallhlífastökk. Fallhlífar væru jafn sjálfsagðax í hverju flug- tæki eins og bjarghringar á skipi, einhverntíma kæmi að því að til þeirra þyrfti að taka, og þá þyrfti að vera til maður eða menn, sem kynnu að fara með þetta hjálpartæki, m. a. að brjóta það saman, svo notað yrði að nýju. Loks taldi hann æskilegt, ef annar þessaxa pilta væri einn af kennaraefnum fé- lagsins, að hann þá yrði jafn- (Framh. á 4. síðu) mörgum þjóðílokkum og varð hann því sundurleitari en ella. — Rússneski herinn var lang- samlega fjölmennastux og hafði tekið miklum fxamförum síð- ustu árin, en foringjaliðið var langtum lélegra en hjá Þjóð- verjum og Austurríkismönnum. — Franski herinn var orðinn mjög öflugur og vel búinn vopn- um, hermennirnir orðlagðir fyrir þrautseigju og góða greind og yfirforingjarnir höfðu notið góðs undirbúnings og þjálfunar fyrir atbeina Fochs hershöfð- ingja, sem verið hafði forstöðu- maður herforingjaskólans. Með- al hersins ríkti sterk föðurlands- ást, og ósk um að bæta-fyrir ó- sigurinn 1871. — Af herjum smáríkjanna var serbneski hex- inn beztux eins og líka kom síð- ax á daginn. — Enski landher- inn var mjög lítill og hafði ver- ið frekar vanræktur. Um áramótin 1914 Styrjöldin var forráðamönnum hefst. austurríska keisara- dæmisins orðið ljóst, að vaxandi sjálfstæðishreyfing- ar slafnesku þjóðanna myndi fyrr en síðar sprengja hina veiku ríkisheild, ef þær yrðu ekki stöðvaðar í tíma. Sérstak- lega þótti þá nauðsynlegt að takmarka sjálfræði Serbíu, en þar höfðu þessar sjálfstæðis- hreyfingar aðalrætur sínar. For- ráðamönnum Austurríkis var það því í aðra röndina kærkom- ið tilefni, þegar austurríski rík- iserfinginn, Ferdinand erkiher- togi, og kona hans voru myrt á götu í Serajevo 24. júní. Morð-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.