Tíminn - 10.08.1939, Blaðsíða 4

Tíminn - 10.08.1939, Blaðsíða 4
364 TÍMIM, fiiiimtwdagiim 10. ágást 1939 91. blað Yfir landamærin 1. Mbl. segir á sunnudaginn „að al- menningur vilj i fyrst og fremst að rétt og satt sé skýrt frá.“ I sömu grein- inni skýrir blaðið frá því, að það sé mikill munur á því, þótt innflutningur nauðsynjavara sé ekki takmarkaður, hvort þær séu á „frílista" eða ekki! Það sé miklu betra að hafa þær á frílista, því þá „notist betur viðleitni manna til að kaupa vörurnar inn í landið fyrir sem hagkvæmast verð“. Blaðið getur hinsvegar ekki skýrt það, hversvegna þessi viðleitni notist bet- ur, enda er það ekki hægt, því að að- staðan til innkaupa er hin sama í báðum tilfellum. Þessi ummæli blaðs- ins eru því hreinasta blekking og sýnir hve lítið það virðir þann vilja almennings í verki, „að skýra rétt og satt frá“. 2. Árni frá Múla er að barma sér yfir því í Vísi í gær, að Eysteinn Jóns- son hafi skýrt frá því í á Hrafnagils- hátíðinni í vor, að kommúnistar hafi reynt að semja við lakari hluta íhalds- ins í vetur og orðið nokkuð ágengt. Ef Árna finnst ástæða til að skammast sín fyrir slíka samvinnu á hann að beina gremju sinni til sjálfs sín og nokkurra flokksmanna sinna, en ekki til Eysteins Jónssonar. En að þræta fyrir þetta ætti hann að gera sízt af öllu. Bæjarstjórnarkosningin í Nes- kaupstað, brottreksturinn og ólöglega verkfallið í Hafnarfirði í vetur og hvatning Mbl. og Vísis til Sjálfstæðis- verkamanna um að greiða atkvæði með kommúnistum í Dagsbrúnaratkvæða- greiðslunni síðastliðið haust er í svo fersku minni að öll mótmæli eru þýð- ingarlaus. 3. Halldór Kiljan Laxness skrifar skrítna grein í kommúnistablaðið á sunnudaginn. Hann segir að íslending- ar ættu að fagna yfir þegnréttindum í Danmörku, vegna þess að Danir séu ríkari og stærri þjóð en við. Finnst honum, að ástæða væri til fyrir Dani að fagna yfir þegnrétti í Þýzkalandi, ef Þjóðverjar nytu gagnkvæmra rétt- inda í Danmörku? 4. Kiljan heimskar sig jafnframt á því, að éta upp dylgjur kommúnista- blaðsins um þýzku kafbátana og Stauning. Sé hægt að segja, að „varg- ar dansk-íslenzkrar samvinnu hafi verið að verki“ þá eru það Halldór Kiljan og sá ritstjóri kommúnista- blaðsins, sem reyndi að koma þessari Gróusögu á loft. x+y. Verzlunarjofnuður- ínn óhagstæður um 11,1 míllj. kr. Samkvæmt bráðabirgðayfir- liti Hagstofunar nam innflutn- ingur orðið í lok seinasta mán- aðar 36.6 milj. kr., en útflutn- ingur 25.1 milj. kr. Verzlunar- jöfnuðurinn hefir því verið ó- hagstæður um 11.1 milj. kr. um mánaðamótin. Á sama tíma í fyrra nam inn- flutningurinn 30.9 milj. kr. og útflutningurinn 22.7 milj. Verzl- unarjöfnuðurinn hefir þá verið óhagstæður um 8.2 milj. kr. Skrifstofa Framsóknarflokksins I Reykjavík er á Lindargötu 1 D Framsóknarmenn utan af landi, sem koma til Reykjavíkur, ættu alltaf að koma á skrifstofuna, þegar þeir geta komið þvi við. Það er nauðsynlegt fyrir flokksstarfsemina, og skrifstof- unni er mjög mikils virði að hafa samband við sem flesta flokksmenn utan af landi. tJR BÆNIJM Knattspyrnufélagið Valur heldur kveðjusamsæti fyrir hinn enska þjálfara sinn, J. Divine, í Odd- fellow-húsinu á laugardaginn. Sam- sætið hefst klukkan 9 síðdegis. Landsmót fyrsta flokks knattspyrnumanna hélt áfram í gærkvöldi. Kepptu Víkingur og K. R. og Fram og Valur. Sigraði K. R. Víking með 4:0 og Valur Fram með 7:0. Isfirðingarnir, sem þátt tóku I mótinu, hafa þar með sigrað og unnið bikar þann, er um var keppt. Knattspyrnukappleikur verður háður í kvöld milli meistara- flokka Vals og K. R. Hefst hann klukk- an 8,30. Hauki Einarssyni, er síðastliðinn sunnudag synti Drangeyjarsund, sömu leið og ætla má að Grettir hafi synt forðum, svo sem skýrt er frá á öðrum stað í blaðinu, var haldið kaffisamsæti í K.R.-húsinu í gærkvöldi. Voru þar ræður fluttar og honum fagnað hið bezta og þökkuð sundraun þessi. — Haukur er prentari og vinnur í prentsmiðjunni Eddu h.f., þrjátíu ára að aldri. Happdrætti háskólans. í dag verður dregið í sjötta flokki happdrættisins. Vinningarnir eru alls 350 og er hinn hæsti þeirra 15 þús. kr. að upphæð. Úr íslenzk-danska sáttmálasjóðnum verða í ár veittir styrkir, er nema 20 þúsundum króna. Umsóknir um styrkinn á að senda stjórn sjóðsins i síðasta iagi fyrir lok ágústmánaðar. í frásögn af íþróttamótinu við Meðalfellsvatn í Kjós síðastliðinn sunnudag hefir í nokkrum hluta upplagsins misprent- azt tími Sigurjóns Jónssonar á Hvíta- nesi, en hann var sigurvegari í 3200 metra þolhlaupinu. Hann rann þessa vegalengd á 10 mín. 40 sek. (ekki 10 mín. 54 sek. eins og misprentazt hefir). Ýmsar íréttir. (Framh. af 1. síðu) ar og hermenn voru nýlega flutt- ir frá Póllandi til Frakklands. Flýðu þeir til Póllands, þegar Þjóðverjar réðust inn í Tékkó- slóvakíu. Margir tékkneskir her- menn og liðsforingjar hafa áður farið til Frakklands. Er ætlunin að Tékkar myndi sérstaka herdeild í franska hernum. Slík- ar herdeildir mynduðu Tékkar í Rússlandi og Frakklandi á styrjaldarárunum og voru þeir undirstaða tékkneska hersins, þegar Tékkar fengu sjálfstæðið. Daily Telegraph skýrir nýlega frá því, að tveir tékkneskir her- menn hafi fyrir nokkru verið með þýzkum hermönnum í æfingum, sem fóru fram við pólsku landa- mærin. Áttu þeir að leiðbeina við notkun tékkneskra vélbyssa. Þýzka liðsforingjanum mislík- aði þá eitthvað við annan tékk- neska hermanninn, barði hann í andlitið og skaut hann síðan, þegar hann snérist til varnar. Hinn tékkneski hermaðurinn komst þá að einni vélbyssunni og beindi henni gegn þýzku her- mönnunum. Hafði hann drepið 27 þýzka hermenn áður en hann var stöðvaður. Reynt hefir verið að halda þessum atburði leynd- um.. l in innhelmtu Tímans. (Framh. af 2. siðu) blað, sem selt er í sveitum lands- ins, en þó ódýr. Vegna þessa ættu að minnsta kosti allir Framsóknarmenn að kaupa blaðið og borga það skilvíslega. Á næsta nýári endar annar á- fanginn í innheimtustarfinu. Það veltur mikið á innheimtu- mönnum glaðsins í sveitunum, og jafnframt öllum Framsókn- armönnum, hvort árangurinn af innheimtunni í ár verður eins góður og helzt yrði á kosið. Að því eiga allir Tímamenn að vinna sameiginlega. E. B. Héraðsskólinn að Reykjum í Hrútafirði starlar Irá veturnóttum til sumarmála. — Dvalarkostnaður kr. 350,00 -400,00 yíir skólatímann. Dagfæði pilta sl. vetur var kr. 1,37, stúlkna kr. 1,23. — Skólinn hefst 28. október. — IJmsóknir sendist undirrituðum fyrir 25. september. Reykjaskóla, 10. ágúst 1939. (iillðlIllllHÍlll' CMlSlaSOll, skólastjóri. Svifflugiiámskeið. (Framh. a) 2. síðu) framt á þriggja vikna svifflug- námskeiði. Umsögn sinni um samanburð á svifflugíþróttinni og öðrum í- þróttum, lauk Fritz Schauerte með þessum orðum: „Enginn maður kemst í jafn náin kynni við náttúruöflin og svifflugmaðurinn.“ Á krossgötum. (Framli. af 1. síðu) ir vélbátar með 2—4 manna bátshöfn, og höfðu af því góðar tekjur. í sumar stunda allmargir bátar kolaveiðar í firðinum og' eru þeir bæði frá Flat- eyri og úr sveitinni. Afli er yfirleitt lakari en í fyrra. Kolinn er flakaður og frystur í hraðfrystihúsinu á Flat- eyri. Vegna vaxandi fyrirspurna um hvort endurtekið verði tilboð mitt um fjölbreytt heimilisbókasafn fyrir 10 kr., að viðbættu einnar krónu burðargjaldi, vil ég enn gefa mönnum kost á slíkum kjörum: Steingrímur Thorsteinsson: Ljóöaþ. I. með mynd (208 bls.) og Ljóðaþ. II. með mynd (58). Sawitri II. útg. með mynd (64). Sagan af Kalaf og keisara- dótturinni kínversku (64). Eftir Axel Thorsteinsson: Börn dalannal.—//.(198), / leikslok, sögur úr heimstyrjöldinni 1.—2. útg. (148). / leikslok II. b. (58), Heim er haustar, og nokkrar smásögur aörar (96). Dokað við í Hrunamannahreppi og Hannibal og Dúna (76). Greifinn frá Monte Christo I. b. (128), II. b. (164, III. (192), IV. (176), — ftalskar smásögur I. (120). ítalskar smásögur II. (80 Ævintýri og smásögur með myndum (64). — Einstœðingur, hin ágæta saga Margaret Pedler (504 bls.) og Ástarþrá, eftir sama höf. (354), líka falleg og skemmtileg saga. Loks: Árgangur af Rökkri (heilir árg.) um 700 bls. — Hefir nokkur boðið yður betri kjör? Hér er einstakt tækifæri til þess að eignast fyrir lítið verð margar skemmtilegar bækur, sem hlotið hafa vinsældir almenn- ings í landinu. (Athugið, að margar af þeim bókum, sem ég hefi auglýst í til- boðum mínum undanfarin ár, eru nú uppseldar. Notið því tækifærið fyrr en seinna. Bækurnar eru þess verðar, að eiga og geyma og meðal þeirra eru engin rit hálffull af auglýsingum. Flestar bækurnar eru settar með drjúgu letri og flestar í sama broti og Eimreiðin og Iðunn og gefur blaðsíðufjöldinn, þótt mikili sé, ekki fulla hugmynd um hvert kostaboð hér er um að ræða. Rit Stgr. Th. eru sígild listaverk. — Pantendur sendi meðf. auglýsingu og 11 kr. (ein króna má vera í frímerkjum) í ábyrgðarbréfi (sendið ekki peninga í almennu bréfi) — eða póstávísun og nægir að skrifa aftan á afklippinginn: Sendið mér bækurnar samkv. tilb. Tímans þ. 10 ágúst 1939. Það er ódýrast að senda peninga þannig og tryggt, en biðjið ávallt um kvittun fyrir póstávísun og ábyrgðarbréf, til þess að fá leiðrétingu, ef nokkur vanskil verða. Virðingarfyllst. AXEL THORSTEINSSON. Sími 4558 Sellandstíg 1, niðri. Heima 7—9 síðd. “—~~GAMLA BÍÓ Samkeppni siálsmidjarana Afar spennandi mynd um ægilega samkeppni milli verksmiðja vestan hafs. — Myndin er gerð eftir sög- unni „BIG“, eftir Oven Francis. Aðalhlutv. leikur: VICTOR MCLAGLEN. Myndin bönnuð börn- um innan 14 ára. nýja bíó—— Gull og jörð Söguleg stórmynd frá Warner Bros, gerð eftir hinni frægu sögu Clements Ripley. Aðalhlutv. leika: GEORGE BRENT, OLIVA DE HAVILLAND, f CLAUDE RAINS o. fl. , Börn fá ekki aðgang. I Auglýsing um takmörkun umferðar og umferðarmerki í Reykjavík. Samkvæmt ályktun bæjarstjórnar Reykjavíkur, er akstur hvers kyns ökutækja, svo sem bifreiða, reiðhjóla og hestvagna bannaður um Austurstræti frá vestri til austurs. Þá er og einnig samkvæmt ákvörðun bæjarstjórnar auk þess, sem áður hefir verið ákveðið, bannaður allur akstur bifreiða (þar á meðal bifhjóla) um Veltusund milli Hafnarstrætis og Austurstrætis, um Bjarkargötu NB. — Notið þetta óvenjulega tækifæri fyrr en seinna, því að upplög bókanna í^á Tjörninni í attina að SkothÚSVegÍ, Og Um LÍljugÖtu „Börn dalanna" og „Einstæðingur" þrjóta fyrirsjáanlega á yfirstandandi ári. Laufásvegi í áttina að Hringbraut. Til leígu eru 6 herbergi auk eldhúss og baðherbergis frá 1. okt. n. k. í Túngötu 5, til íbúðar eða fyrir skrifstofur. Magnús Mattliíasson. Símar 3532 og 2724. Fiiuleikaflokkai* Ármanns. (Framh. af 1. síðu) fyrir mikla fjölbreytni í stað- æfingum, meiri æfingar á slá og stökk en aðrir fimleikaflokkar, mjúkan stil og ákveðinn. Taka sum blöð í föðurlandi hins fræga Bukhs svo djúpt í árina, að karlaflokkur Ármanns hafi í Tivoli gert sumar æfingar fallegar og betur en flokkar Bukhs sjálfs. Er ánægjulegt til þess að vita Á Suðurlandsbraut innan við Tungu, og Hafnar- fjarðarveg sunnan Laufásvegar eru sett merki með áletruninni 25 km., öðrum megin gegnt umferð í bæ- inn, og 45 km. hinum megin (gegnt umferð úr bænum), og er þýðing þessara merkja sú, að á nefndum vegum gilda reglur lögreglusamþykktarinnar um hámarkshraða innan merkjanna, en utan þeirra (fjær bænum) gilda reglur bifreiðalaganna um hámarkshraða. Hefir þetta verið ákveðið með hliðsjón af 94. gr. lögreglusamþykktar Reykjavíkur, og gildir regla þessi fyrst um sinn, unz öðruvísi verður ákveðið. 178 William McLeod Raine: Flóttamaðurinn frá Texas að íslenzk líkamsmennt skuli sækja slíka dóma til föðurlanda 179 Lings og Bukhs. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 3. ágúst 1939. Hann kveikti eld, sauð mat og át. Það var þó ekki af þvi að hann hefði löngun í mat, heldur af því að hann þurfti að halda við kröftum sínum. Sárið á hand- leggnum olli honum mikils sársauka, nema þegar hann festi blund, en það var aðeins öðru hvoru. Er dagur rann bjó hann aftur um sárið og gætti þess vel að umbúðirnar væru ekki of fastar. Hann drakk kaffi, át dálítið af brauði og fleski og hélt síðan af stað. Hann hélt áfram allan daginn, án þess að sjá nokkurn mann. Og hann var enn frjáls, er myrkrið skall á. Nú tjóðraði hann klárinn í góðu hag- lendi, kveikti eld og hitaði sér flesk og baunir á pönnunni. Hann verkjaði ennþá í sárið á handleggnum. Þreytan eftir erfiði dagsins gerði hann gram- an. En nú svaf hann vel og hafði góða matarlyst, þegar hann vaknaði. Snemma dags rakst hann allt í einu á rétt, þar sem þrír menn voru að starfi sínu við stóra nautahjörð. Einn mann- anna kom auga á hann áður en hann gat falíð sig. Hann hélt því til þeirra og sagði þeim sögu um bróður, sem hann ætti í Meagher-héraðinu. Langleytur náungi, með döpur augu, þurrkaði svitann framan úr sér með skyrtuerminni áður en hann spurði: — Hvað heitir bróöir þinn? Taylor leit sakleysislega á hann og enginn óróleiki sást í skeggjuðu and- litinu. — Brown, Jack Brown, svaraði hann. — Ég man ekkert eftir honum og þó vann ég nú í Magher-héraðinu í fyrra. Hvar á hann að eiga heima? — Ég man ekki nafnið, enda er ég ó- kunnugur hér. Póststöðin er Cottonwood. — Ég hefi aldrei heyrt það nafn. Á það að vera við járnbrautina? — Nei. Jack er enginn skriffinnur og ég hefi ekki nema einu sinni haft fréttir af honum á þremur árum. Þeir reyktu vindlinga í makindum og svo hélt Tallor leiðar sinnar, eftir að honum höfðu enn einu sinni verið gefn- ar leiðbeiningar, sem hann gat ekki not- fært sér. Menn héldu auðvitað að hann vildi fara eftir byggð, þar sem almanna- leiðir lágu. Hann hafði farið frá réttinni án þess að vekja minnsta grun, en koma hans þar átti samt eftir að hafa afdrifaríkar afleiðingar. Tíu mínútum eftir að hann var farinn, komu tveir aðrir reiðmenn og stönzuðu hjá réttinni, til þess að hafa tal af kúrekunum. Annar þeirra var strákur, enn á gelgjuskeiði. Hinn var hátt á fimmtugsaldri, stór, svíradigur, veður- barinn, loðbrýndur og hvasseygur. Hann »Brúarfoss« Jónafan Hallvardsson settur. ( (^rðbréfabankin <^;A-cisttJY\stir. á sirni Á652.0pi6 M.11-12oq4 J 9 SELUR fer vestur og norður föstu- dag þ. 11. þ. m. Aukahafn- ir á norðurleið Skagaströnd og suðurleið Flateyri, Bíldu- dalur og Stykkishólmur. Farseðlar sækist fyrir há- degi á föstudag. Kreppulánasjóðsliréf bænda Bæjar- og sveitarfélaga Kreppubréf. Veðdeildarbréf. Skuldabréf Reykjavíkurbæjar. VILL KAUPA: Hlutabréf Eimskipafélags íslands h.f. — Hlutabréf Útvegsbanka íslands. — Ennfremur vel tryggð skuldabréf. — Annast allskonar verðbréfaviðskipti. »Selfoss« fer héðan föstudagsmorgun norður- og austur um land til Rotterdam og Ant- werpen. • ÚTBREIÐIÐ TÍMANN • T í M I N N er víðlesnasta anglýsingablaðið!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.