Tíminn - 15.08.1939, Blaðsíða 2

Tíminn - 15.08.1939, Blaðsíða 2
370 TÍMm, l>rlð judagiiiii 15. ágást 1939 93. Mað Kópavogsjátníngín og Sveinn Björnsson sendíherra F ramleiðsla n í Reykj avík 00 Orfáar athugasemdir við grein Sigurðar Þorsteinssonar í Vísí 2. p. m. ‘gímtnrt Þriðjudaginn 15. ágúst Ofug'streymi fjárhagslns í seinasta hefti Hagtíðind- anna birtist skýrsla um mann- f jölda á íslandi um seinustu ára- mót. Samkvæmt henni hefir mannfjöldinn á öllu landinu aukizt árið 1938 um 1196 manns. Meira en öll fjölgun hefir kom- ið í hlut Reykjavíkur eða um 1260 manns. í öðrum kaupstöð- um hefir mannfjöldinn aukizt um 416 manns, í kauptúnum hefir hann haldizt nær óbreytt- ur, en í sveitum hefir fækkað um 476 manns. Hvaða orsakir liggja til þess, að meira en öll fólksfjölgunin kemur í hlut Reykjavíkur, en fólkinu fækkar í sveitunum? Er það sökum þess, að atvinnuskil- yrði séu betri í Reykjavík og fólk sæki þess vegna þangað? Ástæðan er vissulega ekki sú. Undanfarin ár hefir stöðugt ríkt meira og minna atvinnuleysi í Reykjavík eins og sést á at- vinnuleysisskýrslunum og þó enn betur á framlögum til atvinnu- bótavinnunnar og fátækrafram- færslunnar. Litlar horfur eru fyrir því, að fram úr þessu ræt- ist á næstu árum, því tæpast er hægt að gera ráð fyrir verulegri aukningu útgerðarinnar, sem alltaf hlýtur að verða aðalat- vinnuvegur Reykjavíkur. Atvinnuskilyrðin geta því ekki dregið menn til Reykjavíkur. Þess ber líka að gæta, að um alllangt skeið hefir verið haldið uppi atvinnu í Reykjavík, auk atvinnubótavinnunnar, sem gef- ur algerlega ranga hugmynd um atvinnumöguleika í Reykjavík í framtíðinni. Það er byggingar- vinnan. í Reykjavík hefir verið byggt á undanförnum árum mikið af dýrum húsum, án þess að menn gerðu sér ljóst, hvort hér væru hin nauðsynlegu skil- yrði fyrir slíkar byggingar. Þessi skilyrði eru þau, að fólkið, sem ætlazt er til að búi í nýju hús- unum, hafi lífvænlega atvinnu hér í bænum. Siðan útgerðin fór að hrörna hafa þessi skilyrði ekki verið hér fyrir hendi og hinar miklu og dýru byggingar, er síðan hafa verið reistar, hafa því fjárhags- lega séð verið byggðar á sandi. Öllum hugsandi mönnum hlýt- ur að vera það ljóst,að miðað við atvinnuskilyrði er Reykjavík orð in alltof fjölmennur bær. Þess vegna er það orðin jafn mikil goðgá, að halda áfram bygg- ingarkapphlaupinu hér og að byggja mörg íbúðarhús á lítilli sveitajörð. Þessi sannindi hljóta að leiða til þess, að menn hætti að leggja fjármuní sína í bygg- ingar, en hafi þeir ekki fram- sýni til þess sjálfir, verður það opinbera að koma þeim til hjálp- ar og m. a. verða bankarnir að hætta þeirri heimskulegu starf- semi, að lána fé til slíkra fram- kvæmda á kostnað framleiðsl- unnar. Byggingar eins og ódýrir verkamannabústaðir eru þó undantekning í þessum efnum. Ýmsir kunna að halda, að stöðv- un byggingarkapphlaupsins í Reykjavík muni leiða til aukins húsaleiguokurs, en slíkt væri sjálfsagt að hindra með löggjöf, ef þörf krefði. Mennirnir, sem hafa byggt hús í Reykjavík í gróðaskyni, verða að gera sér ljóst, að þeir eru ekki rétthærri en framleiðendurnir, sem sýna meiri dyggð með því að leggja fjármuni sína í áhættu til að tryggja landsmönnum lifvæn- lega atvinnu. Ástæðan til þess, að fólkinu hefir fjölgað í Reykjavík á und- anförnum árum, er því ekki at- vinnuskilyrði, sem menn geta vænzt þar í framtíðinni. Ástæð- an er fyrst og fremst sú, að Reykjavík hefir sogað til sín meginhluta fjármagnsins í byggingar, atvinnubætur, fá- tækraframfæri o. s. frv. — fjár- magn, sem í raun réttri hefði átt að fara til annarra staða, sveita og sjávarþorpa, þar sem það gat skapað lífvænleg at- vinnuskilyrði. Þetta öfugstreymí fjármagns- Heimsókn hinna mörgu merku Dana hingað til lands sýnist hafa borið meiri árangur til framdráttar dönsku viðhorfi á íslandi, heldur en hinar mörgu harðsnúnu fræðigreinar, sem Knud Berlin skrifaði í sama til- gangi fyrir nokkrum árum. Mest ber þó á tveim mætum íslend- ingum í þessu nýja viðhorfi. Annars vegar er Barði Guð- mundsson skjalavörður. Hins vegar Sveinn Björnsson sendi- herra. Báðir hafa þeir komið fram með nýungar, hvor á sínu sviði. Barði Guðmundsson hefir far- ið til Kaupmannahafnar og til- kynnt Dönum, að íslendingar væru „peru-danskir“ að ætt og uppruna. Landnámsmennirnir íslenzku hafi að langmestu leyti verið danskir. Hann fullyrðir, að söguheimildir þær, sem íslend- ingar hafa hingað til litið á sem óhreyfanlegt hellubjarg, séu markleysa og ósannindi. Að vísu hefir skjalavörðurinn engar nýjar heimildir fram að færa og ekkert sem afsannar gildi hinna fornu íslenzku heim- ilda. En íslendingar eiga nú einu sinni að verða danskir, og um það hljóðar hin nýstárlega yfirlýsing. Sveinn Björnsson hefir nýlega lýst því yfir opinberlega, að ins á drýgstan þáttinn í því, hvernig komið er. Framsóknarflokkurinn hefir reynt að vinna gegn þessu öfug- streymi með því að reyna að veita fjármagninu meira til sveitanna og sjávarþorpanna. Sú barátta hefir borið mikinn árangur, en þó hvergi nærri fullnægjandi, sökum hinna margþættu mótstöðu. Fyrir þetta starf hafa Framsóknar- menn verið nefndir fjandmenn Reykjavíkur, en það mun sýna sig, ef harðnar í ári, að þeir, sem hafa viljað hrúga fólkinu hér saman, án tryggra lífsskilyrða, hafa unnið gegn raunverulegum hagsmunum Reykjavíkur, þegar þeir hafa veitzt gegn þessari stefnu Framsóknarmanna. Af reynslunni eiga menn að læra. Reynsla undanfarinna ára ætti að beina öllum ábyrgum stjórnmálamönnum inn á þá braut, að reyna að stöðva öfug- streymi fjármagnsins, hindra það eftir megni, að fólkið fari þangað, sem atvinnuleysið bíð- ur þess, heldur sé sköpuð bætt aðstaða til búsetu og atvinnu- rekstrar á þeim stöðum, þar sem lífvænleg atvinnuskilyrði eru fyrir hendi. Samkvæmt áætlun Fyrirætlanir Schlieffens var herstjórn- gert ráð fyrir, að anna. Þjóðverjar sendu ekki her að ráði til móts við Rússa fyrr en franski herinn hefði verið gerður skað- laus. Var ráðgert, að það myndi taka 6—7 vikur og á meðan var fámennum her ætlað að verja Austur-Prússland fyrir ásóknum Rússa. Fyrirætlanir austurrísku her- stjórnarinnar voru í aðalatrið- um þær, að brjótast inn í Rúss- land áður en hervæðingunni þar væri lokið, en gert var ráð fyrir, að hún tæki miklu lengri tíma hjá Rússum en Þjóðverjum og Austurríkismönnum. Átti aust- urríski herinn að ráðast á her- deildir Rússa áður en þeir hefðu myndað samstæða heild og kom- ið á föstu skipulagi og valda Rússum á þann hátt óbætanlegu tjóni. Til þess að þessi sókn kæmi þó að gagni til frambúð- ar, þurfti austuríski herinn að mega treysta á hjálp þýzka hersins innan skamms tíma, þar sem vonlaust mátti telja fyrir hann einan að standast gegn- miklu mannfleiri her Rússa. Fyrirætlanir Rússa voru hins- vegar þær, að brjótast fyrst inn í Austurríki og auka álit sitt meðal slafnesku þjóðanna með því, að láta austurríska herinn hann væri lögfræðingur, og að 19 ár séu liðin síðan hann varð sendimaður íslands utanlands. Þetta mun eiga að vera rök- stuðningur fyrir því, að hann hefir tveim sinnum á einu ári farið allt aðra braut heldur en tíðkast um stéttarbræður hans í öðrum löndum. Hann hefir í útvarpsræðu í Danmörku 1. desember síðastliðinn og í út- varpi hér í Reykjavík fyrir fá- um dögum byrjað að ræða á op- inberum vettvangi sum þau at- riði, sem sendimenn annarra þjóða ræða ekki, eða þá í fá- menni við aðra trúnaðarmenn þjóðar sinnar. Það skal ekki spáð neinu um það, hversu margir sagnfróðir menn fylgja Barða Guðmunds- syni um nýjung hans, eða hvort sendimenn annarra þjóða byrja að taka þátt í hinni almennu pólitísku baráttu með sam- löndum sínum. En að því er ís- land snertir mun lítil von um að „kennslustundir“ sendiherr- ans beri þann árangur, sem hann mun hafa vonazt eftir. í útvarpsræðu sinni, sem síð- ar var prentuð í Mbl., leitast sendiherrann við að sanna það, að ekkert ákvæði í sambands- sáttmálanum 1918 geri ráð fyrir, að íslenzka þjððin geti sagt upp konungssambandi við Dani. Sendiherrann heldur, að allir íslendingar muni vaða í villu og reyk um meginatriði þessa sáttmála. En sannleikurinn mun sá, að þeir íslendingar, sem fást við almenn mál, munu þekkja sáttmálann alveg jafn vel og Sveinn Björnson. Sú nýjung, sem Sveinn Björns- son vildi boða þjóð sinni, var að íslendingar gætu aðeins sagt upp málefnasamningi við Dani en ekki konungssambandin. Ef sendiherrann hefði litið á með- ferð Alþingis á undirbúningi sambandslaga uppsagnar, 1928 og 1937, þá hefði hann undir eins séð, að framsögumenn Framsóknarflokksins og Sjálf- stæðisflokksins, tala eingöngu um hin umsömdu málefni, og minnast ekki á aðstöðu konungs einu orði. — Eini maðurinn á Alþingi, sem í bæði skiptin tal- ar á þann veg, að skilja má svo að hann hafi ekki kunnað þau fræði, sem Sveinn Björnsson vill nú kenna íslendingum, var Héðinn Valdimarsson. Hann lýs- ir því, að hann vilji að konungs- sambandið sé líka rofið um 1943. Ef Sveinn Björnsson hefði unnið á hinum gamla grund- velli sendiherranna, að gefa sín góðu ráð í kyrþey, myndi hann bíða ósigur. Síðan átti röðin að koma að Þýzkalandi. Þessar áætlanir urðu fyrir verulegum breytingum í fram- kvæmdinni. Rússar urðu að koma Frökkum strax til hjálpar með því að ráðast á Austur- Prússland. Hervæðing Rússa gekk greiðar en austurríska her- stjórnin hafði ráðgert. Austur- ríska herstjórnin hafði einnig ætlað sér að vinna skyndisigur á Serbíu áður en snúizt væri al- farið gegn Rússum. Hún hafði því sent þangað fjölmennt her- lið, sem hún varð að senda von bráðara á móti Rússum, en þar myndi það hafa komið að miklu meira gagni, ef það hefði verið sent þangað fyrr. Um miðjan ágúst Viðskipti höfðu Austurríkis- Eússa og menn dregið sam- Austurríkis- an um 750 þús- manna. manna her við landamæri hins pólska hluta Rússlands. Hófu þeir sókn þaðan nokkru síðan. Sigruðu þeir Rússa í landamæra- orustunum og komust talsvert á- leiðis inn í landið. En um líkt leyti hófu Rússar sókn í Austur- Galizíu og brutust þar yfir landa- mærin. Jafnframt hófu þeir gagnsókn gegn austurríska hernum, sem brotizt hafði inn í Pólland. Stóðu orusturnar á þessum slóðum fram undir miðj - an september og lauk þannig, hafa snúið sér til Héðins Valdi- marssonar og bent honum á það, sem sendiherra taldi betur fara. Alveg sérstaklega átti þetta við 1937, þegar Haraldur Guð- mundsson, samherji Staunings og Héðins, fór með utanríkis- málin. En aldrei hefir um það heyrzt, að sendiherrann hafi skotið geiri lagaþekkingar sinn- ar þangað, sem telja mátti þess einhverja þörf. Eins atriðis munu menn minn- ast lengst úr útvarpserindi sendiherrans og það er sá fram- sláttur hans, að framtíðar skip- un íslenzkra mála og samband íslenzku þjóðarinnar við Dani eigi að grundvallast að mjög verulegu leyti á atburðunum í Kópavogi 1662. Það, sem gerðist í Kópavogi það ár, var það, að nokkrir af þáverandi áhrifamönnum á ís- landi voru lokkaðir þangað til fundar, örskammt frá bústað landstjórans danska á Bessa- stöðum. Á þennan fund var sent danskt skjal til undirskriftar, þar sem landsmenn áttu að af- henda Dönum sitt forna frelsi. Að því er fróðir menn telja, skildu allmargir af forráða- mönnunum ekki hinn danska texta. Til þess höfðu þeir villzt of langt frá hinum upprunalega danska landnámsstofni. En til að bæta úr vantandi málakunn- áttu, lét foringi Dana benda ís- lendingum á, að við hlið þeirra stæði vopnaður flokkur danskra hermanna. íslendingarnir voru vopnlausir. Danir voru vopn- aðir. íslendingar skrifuðu undir, einn sá helzti þeirra tárfellandi. Þessi „játning“ íslendinga í Kópavogi var hliðstæð við játn- ingu Þjóðverjanna í Versölum 1919 og við játningu Tékka í Prag nú í vetur, þegar þjóðin var varnarlaus lögð undir ein- ræðisstjórnina í Berlín. Ég man ekki til, að neinn merkur íslendingur hafi fyrr eða síðar, að undanteknum Sveini Björnssyni sendiherra, vitnað í Kópavogsjátninguna, sem fram- tíðargrundvöll dansk-íslenzkrar samvinnu. Og ég vona, að Sveinn Björnsson geri það ekki oftar. Enginn atburður í öllum hinum löngu skiptum Dana og íslendinga er jafn gersamlega óhæfur til að vera grundvöllur þess margháttaða andlega og viðskiptalega samstarfs, sem Dönum og íslendingum mætti vera gagn og sæmd að í fram- tíðinni. Sveinn Björnsson segist vera lögfræðingur. Telur hann þá undirskrift þýzku fulltrúanna tveggja í Versölum 1919 vera ör- uggan samningsgrundvöll. Tel- ur hann þegnskaparheit Tékk- anna til þýzku stjórnarinnar í vetur sem leið traustan fram- tíðargrundvöll? Telur hann að ræninginn, sem miðar skamm- (Framh. á 4. síðu) að Rússar höfðu hrakið austur- ríska herinn til baka og komizt talsvert áleiðis inn í austurrísku Galizíu. Austurríski herinn hafði fyrir þennan tíma átt von á liðsstyrk frá Þjóðverjum, en ósigur þeirra á Marne-vígstöðv- unum gerði það vonlaust, að þeir gætu veitt Austurríkismönnum skjóta hjálp. Rússar höfðu hinsvegar orðið fyrir svo miklu manntjóni og þrekraun í þess- um orustum, að þeir gátu ekki fylgt sigrinum eftir með áfram- haldandi sókn. Síðar um haust- ið gátu Þjóðverjar sent Austur- ríkismönnum nokkurt lið til hjálpar. Um áramótin var orðið fullreynt, að Rússum myndi ekki heppnast sóknin gegn Aust- urríki—Ungverj alandi. Austurríska her- Austurríki stjórnin hafði ætl- og Serbía. að sér að vinna skyndisigur á Ser- bíu. Um 12. ágúst var sókn aust- urríska hersins á serbnesku landamærunum hafin, en eftir nokkurra daga orustur höfðu Serbar unnið sigur, hrakið aust- urríska herinn til baka og sýnt að honum myndi ekki reynast eins auðvelt að sigra þá og austurríska herstjórnin hafði á- litið. Reynslan varð líka sú, að þrátt fyrir lélegan aðbúnað vörðust þeir langtum fjölmenn- ari árásarher á annað ár. Aust- urrískur hershöfðingi, sem tók þátt í orustunum við serbneska herinn, segir, að serbnesku her- mennirnir hafi verið nægju- samir, hugvitssamir, hugrakkir, knúðir fram af föðurlandsást og hatri til fjandmannanna, Eftir mánaðartíma birtir Sig- urður Þorsteinsson á Rauðará loks athugasemdir við svargrein mína til hans,um aðbúö mjólkur- skipulagsins að framleiðendum í Reykjavík. En fátt er þar nýtt, sem fram kemur, og því síður merkilegt til að upplýsa mál það, sem um er deilt. — Það eru að eins kvartanir yfir, að ég rangfæri eða snúi út úr orðum hans í fyrri grein, sem hann ritaði. — Og þó er hvergi bent á neitt dæmi þess að svo sé gert. — Aðeins eitt tilfærir hann, að ég hafi eftir honum, að aðbúð mjólkurskipulagsins, eða þess opinbera að Reykvíkingum, sé bæði „ill og ósanngjörn“. — En hann segist hafa ritað, að „að- búð hins opinbera sé sízt betri en bæjarins, svo ill og ósanngjörn sem hún sé“. — Ég játa hrein- skilnislega og ég skil ekki ís- lenzkt mál, ef þetta tvent er ekki nákvæmlega hið sama. Hitt er annað mál, að ég skil það vel, að Sigurði Þorsteinssyni finnst hið sama og mér, að það sé fjarstæða að segja slíkt svo berum orðum, um leið og hann játar að reykvískir framleiðend- ur fái rösklega V3 meira verð en aðrir framleiðendur flestir. Nú er aðeins það hálmstráið eftir, að framleiðslukostnaður í Reykjavík sé svo mikill, að jafn- vel þetta háa verð hrökkvi ekki til. — Því er til að svara, að ef hver framleiðandi ætti að fá það, sem hann telur sig þurfa, — á hvaða landi, sem hann er, þá hygg ég, að við Sigurður gætum orðið sammála um það, að mjólkin færi að verða nokk- uð dýr fyrir neytendurna í Reykjavík. — Ég hefi satt að segja fáa bændur hítt, hvar sem þeir eru búsettir, sem svipar ekki að því leyti til Sigurðar Þor- steinssonar, að þeir telja sig þurfa að fá meira fyrir afurðir sínar, — og flestir alltaf að tapa. Og það er víst ekki að efa, að erf- itt er hjá þeim flestum og þeir uppskera langtum of lítið af erf- iði sínu og árvekni samanborið við aðrar stéttir þjóðfélagsins. — En það hefi ég aldrei fengið skil- ið, þegar rætt er um þennan framleiðslukostnað, hversu þjóð- félag ætti að geta þrifizt, ef menn mættu setja sig niður til að framleiða þar sem þeim sýnd- ist og gera síðan reikning fyrir framleiðslukostnaðinum til ann- arra þegna þjóðfélagsins. — Ekki frekar en ég fæ skilið það, hversu þjóðfélag eða bæjar rísi undir því til lengdar, að menn setjast að þar, sem þeim líkar bezt að lifa, og heimti síðan atvinnu þar, hvert sem atvinnuskilyrði eru notið stjórnar ágætra foringja og því verið langtum hættulegri andstæðingar en Rússar, Rúm- enir og ítalir. Seinustu daga Frægasti ágústm. 1914 sigur var unninn styrjaldarinnar. einn frægasti sigur verald- arsögunnar, — sigur, sem gerði tvo menn, Hindenburg og Lud- endorf, að einskonar þjóðar- dýrðlingum í Þýzkalandi. Samkvæmt beiðni Frakka hófu Rússar um miðjan ágúst- mánuð árás á Austur-Prúss- land. Að norðan sótti um 200 þús. manna her, undir stjórn Rennenkampfs og að sunnan á- líka fjölmennur her undir stjórn Samsonovs. Til varnar höfðu Þjóðverjar 220 þús. manna her undir stjórn von Prittwitz. Landamæraorusturnar gengu Þjóðverjum í vil, en samt þótti von Prittwitz hyggilegra að hörfa undan og rússneskar her- sveitir fóru á tveimur stöðum inn í landið. Gerðu þær hvar- vetna hin mestu spellvirki, brenndu þorp til kaldra kola, eyðilögðu flest mannvirki o. s. frv. Þýzka herstjórnin komst fljótt á þá skoöun, að von Pritt- witz væri ekki þessu vandasama hlutverki vaxinn. Um 20. ágúst var hann leystur frá störfum, Hindenburg skipaður yfirmaður þýzka hersins á austurvígstöðv- unum og Ludendorf falið að verða nánasti og valdamesti samverkamaður hans. Hindenburg var þá hættur fyrir hendi eða ekki. — Þetta þætti mér vænt að fá útlistað hjá mér vitrari mönnum, því að það gæti vel hugazt, að ég og aðrir hefðu gott af því síðar, ef okkur skyldi langa til að lifa á einhverjum öðrum bletti í land- inu okkar. — Ef bændur hér á Suðurlands- undirlendinu fengu 30 aura fyrir hvern mjólkurlítir, þá efast ég ekki um að þeir færu að kaupa fóðurbæti og útlendan áburð á haga og tún í stórum stíl, til að framleiða sem mest í slíkan markað. En ég efa það, hversu þjóðfélaginu væri það hollt eins og sakir standa, og ég sé ekki að það eigi alveg sérstaklega að verðlauna slíkt ráðlag, hvorí; sem það er í Reykjavík eða fjær henni. — Erlendis veit ég ekki betur en svo að segja allstaðar sé slík framleiðsla skattlögð með allháum tolli á fóðurbæti, til að reyna að halda henni niðri. Og ég held, að gjaldeyrisástand okkar sé þannig, að okkur væri hollt að hlúa heldur að því, sem innlent er við framleiðsluna, — og svo veit ég líka að er um marga Reykvíkinga, sem stunda iðnað í bænum. Hvað viðvíkur sögum Sigurðar um að bændur í Borgarfirði og á Suðurlandsundirlendi hafi sagt honum, að þeir hefðu hagnaö af að framleiða nýmjólk, ef þeir fengju 20 aura verð fyrir hvem lítir, þá hefi ég líka þá sögu að segja honurn, að það eru til þeir framleiðendur í Reykjavík, og það ekki þeir greinaverstu, sem hafa látið þau orð falla, að þeir hafi aldrei haft eins góða að- stöðu með mjólkurframleiðslu sína eins og síðan mjólkur- skipulagið kom til sögunnar. — Deilan stendur aðeins um það hvort skipta eigi ágóðanum af því milli allra, sem markaðinn geta sótt með framleiðslu sína, eða hvort þaö eigi að vera sér- réttindi fyrir vissa menn. — Um þetta hefir verið deilt endalaust síðan skipulagið kom. — Qg það er varla að efa, hvernig þeirri deilu lýkur, hvað sem við Sig- urður Þorsteinsson segjum eða gerum í henni. Sem betur fer er þjóö vor komin á það menningarstig, andlega og efnalega, að hún sættir sig aldrei til lengdar við annað en það, að „brautin sé brotin til enda“, um jafnrétti manna, svo í verzlun sem öðru. — Um það getum við verið al- veg vissir. Og það, að segja, eins og Sigurður Þorsteinsson, að hann viti að menn „rækti sín ágætu lönd“ og búi að þeim, hernaðarstörfum fyrir þremur árum, sökum aldurs. Þann 22. ágúst hittust þeir Ludendorf í fyrsta sinn, báðir á leiðinni til Austur-Prússlands. Þeir báru ráð sín strax saman á ferðalag- inu og áður en þeir höfðu náð ákvörðunarstaðnum voru þeir búnir að ákveða, hvernig sókn Rússa skyldi mætt. Niðurstaða þeirra var sú, að Þjóðverjar skyldu fyrst beina öllu þvi liði, sem þeir mættu án vera annars staðar, gegn her Samsonovs. Var það alls um 166 þús. manna lið, en her Samson- ovs var um 200 þús. manns. Liðinu skiptu þeir þaning, að þeir völdu nokkrar úrvalssveitir til að taka sér stöðu fyrir fram- an aðalher Samsonovs, sem sótti til Tannenberg, og áttu þær að hindra framsókn hans. „Við völdum menn með stálslegnum vilja“, sagði Hindenburg síðar. „Menn, sem áttu heimili, konur börn og foreldra bak við herlín- una og fundu því vel, hvað var í húfi. í styrjöld misreikna menn sig, þegar þeir miða eingöngu við fjölda hermannanna og vopnanna. Það er hinn innri maður hermannsins — vilja- festan og skylduræknin —, sem ræður úrslitunum“. Aðalliðið var síðan látið sækja fram beggja megin við aðalher Samsonovs, og króa hann þann- ig inni. Þegar það hafði fengið hagkvæma aðstööu, átti að ráð- ast gegn her Samsonovs frá öll- um hliðum. Landslagið var mjög vel fall- ið til þess, að slíkt gæti heppn- ast, mikið af vötnum og mýrar- (Framh. á 3. sícu) Ágfústmánuður 1914 m. Á ansturvígstöðvunnm. NIÐURLAG

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.