Tíminn - 15.08.1939, Blaðsíða 4

Tíminn - 15.08.1939, Blaðsíða 4
372 TÍMIM, þriðjudagiim 15. ágúst 1939 93. blað IMIOIjJLIR, Sennilegt þykir að samkomulag hafi náðst um það milli Hitlers og Mussolini, að þýzki og ítalski herinn skuli settir undir einn yfirhershöfðingja, ef til ófriðar komi. Líklegasti maður til aö hljóta þá stöðu er Walter von Brauchitch, for- maður þýzka herforíngjaráðsins. Walter von Brauchitsch er 58 ára gamall og er kominn af gömlum prúss- neskum herforingjaœttum. Faðir hans var hershöfðingi og hann lét son sinn í œsku á franskan skóla í Berlín. Hann talar því frönsku reiprennandi og er talinn mikill aðdáandi franska hers- ins, einkum liðsforingjanna, en hann telur Frakka hafa verið hœttulegustu andstœðinga Þjóðverja í heimsstyrj- öldinni. Brautchitsch var kominn til tals- verðra metorða 1914 og vann alla heimsstyrjöldina í þjónustu hers- höfðingjaráðsins. Þótti hann sýna mikil hyggindi í starfi sinu. Sökum dugnaðar síns og hygginda hefir hann stöðugt verið að hœkka í tigninni. Hann hefir aldrei verið yfirlýstur nazisti, en hinsvegar verið vinsamleg- ur hinni nýju stjórn. Hann er ekki talinn þeirrar skoðunar að Þjóðverjar geti unniö skyndisigur og traust hans á ítalska hernum er sagt lítið. Hann er því á margan hátt á annari „línu“, en ýmsir helztu foringjar nazista, en eigi að síður telja þeir sig ekki geta án hans verið, meðan þeir hafa ekki öðrum jafnhœfum og vinsœlum manni á að skipa í hans stað. * * * Tveir bræður í Ameriku hafa nýlega sett nýtt heimsmet í þolflugi. Héldu þeir flugvél sinni á flugi t 344 klst. án þess að lenda. Oamla heimsmetið var 218 klst. * * * Göbbels hefir nýlega lýst yfir því, að Þjóðverjar muni fljótlega byrja á framleiðslu fjarsýnistœkja, sem ekki munu kosta nema 650 mörk, en þau kosta nú frá 2000—3000 mörk. tJR BÆNUM Utanför rlr 25 árum knattspyrnumannanna. Knattspyrnuflokkur sá úr Val og Víking, sem ráðinn var til Þýzkalands- farar, fór utan með Goðafossi í gær. Keppa íslendingarnir líklega á fjórum stöðum og verður fyrsti kappleikurinn háður í Essen 25. ágúst. Jarðskjálftakippur fannst hér á sunnudaginn klukkan 6,15. Annars kipps varð vart á mánu- dagsmorguninn. Drengjamót Ármanns hófst í gærkvöldi. Var keppt á íþróttavellinum. Keppni fór fram í spretthlaupi, kúluvarpi og þrístökki. Drengjamótinu heldur áfram í dag. Hjónabönd. Nýlega voru gefin saman af séra Ragnari Benediktssyni ungfrú Ragn- heiður Jónsdóttir (prests Þorvaldsson- ar á Stað) og Ólafur Siggeirsson, stud. mag., Sjónarhóii í Reykjavík. Nýlega voru gefin saman í hjóna- band ungfrú Inga Erlendsdóttir, starf- andi hjá Tóbakseinkasölunni, og Borg- þór Björnsson, starfsmaður hjá S. í. S. Leiffrétting. í nokkrum hluta upplagsins af blað- inu i dag er prentvilla i fyrirsögn fyrstu greinarinnar á annari síðu. Stendur þar „Öfugstreymi fjárhagsins" í staðinn fyrir „Öfugstreymi fjár- magnsins". Frá heimssýmngunni (Framh. af 1. síðu) Lebanon og íslands væxu þær merkilegustu á heimssýning- unni, því þær bæru mestri anda- gift vitni. Þá minntist hann þess, að íslendingar hefðu fyrst- ir stofnað þing á lýðræðisgrund- velli, þeir væru sjálfstætt ríki, og afrek þeirra væru slík, að það mætti draga úr sjálfsþótta sumra hinna yngri þjóða. Þessi ræða La Guardia hefir birzt í helztu blöðum Banda- ríkjanna. Myndin hér að ofan var tekin í Berlin 2. ágúst 1914. Mikill mannfjöldi hafði þá safnazt saman við minnismerki Bismarcks til að heyra opinberar tilkynningar, sem voru lesnar þar upp, en daginn áður liöfðu Þjóðverjar sagt Rússum strið á hendur. Þótt undarlegt megi virðast hafði sú fregn vakið mikil fagnaðarlœti í Þýzkalandi, enda var traust þjóðarinnar á hern- um svo mikið, að menn bjuggust við fullnaðarsigri eftir fáar vikur. Heimilið (Framh. af 3. síðu) Kópavogsjátningin og Sveinn Björnsson Á víðavangi. (Framh. af 1. slðu) Auk þess er svo höfuðstaður- inn sjálfur. En eins og þessu er nú háttað, eru það bifreiðaeig- endur og benzínsalar, sem ein- oka á fólkinu með því að egna fyrir þ'að með Geysi og Gullfossi. Og þegar það kemur til baka, kysu víst flestir, að sér væri séð fyrir sjúkraflutningi, það sem eftir er leiðarinnar í þeirra eigin koju. Að það gái í búðarglugga, til þess er það orðið of þreytt! Hvað þá að það freistist til að kaupa nokkurn hlut, eftír slíka útreið. * * * Hvað rista hin stóru skip djúpt? Hvað þyrfti að dýpka höfnina mikið til þess að þau gætu lagzt hér að bryggju? Hvergi mundu þau fá betra vatn. Fisk og lax gætum við selt þeim og þá okkar ágæta blómkál og óefað enn fleiri hluti, þegar til kæmi. Hafnarvöldin ættu að at- huga þessa hlið málsins. Útbrelðtð Tí M ANN Ágústmánuður 1914 (Framh. af 3. siðu) inn milli sín og Þjóðverja í þeim Hitt er svo annað mál, að skipt- ing nýlendna, hráefna og mark- aða var með þeim hætti, að eðli- legt mátti telja, að Þjóðverjum fyndist þeir þurfa að rétta hlut sinn. Úr þessum ágalla var ekki bætt með Versalasamn- ingnum, nema síður væri. Það er ekki sízt vegna þess, að heimur- inn bíður nú í stöðugum ótta við það, að á næstu dögum hefjist svipaðir ógnaratburðir og i á- gústmánuði 1914. Þ. Þ. Austur að Laugarvatni alla þriðjudaga ki. 5 e. h. alla fimmtudaga kl. 5 e. h. alla laugardaga kl. 3 e. h. Frá Laugarvatni: alla sunnudaga kl. 7,30 e. h. alla miðvikudaga kl. 10 f. h. alla föstudaga kl. 10 f. h. Til Geysis í Haukadal alla virka daga. BIFREIÐASTÖÐIN GEYSIR Sími 1633. SiuúrasaluL Fröken Helga Thorlacius er þekkt kona fyrir tilraunir sínar um hagnýtingu og matreiðslu ýmissa íslenzkra jurta, sem al- menningur hefir ekki komizt upp á lag með að nota til mann- eldis. Nýlega hefir Helga búið til smárasalat, er bæði þykir ljúf fengt og er af fræðimönnum tal- ið hið hollasta. Fer hér á eftir uppskrif tin: 50 gr. smári, 50 gr. blaðbeðja, 50 gr. pípulaukur, nokkur heimanjóla eða hvannablöð, 2 eggjarauður, y2 teskeið salt, ldl. matarolía, 2 matskeiðar rjóma- skúm, 1 matskeið tómat-mauk, y2 matskeið sitrónsafi. — Eggja- rauðurnar hrærist með saltinu, olían sé látin i smátt og smátt, grænmetið á að skera í mjög smáar ræmur. Njólablöðin látist í hring á salatskálina, þar á hið smáttskorna grænmeti og yfir á að láta góða maíonnaise. — Skreyta á með tómat og fleiru. Vinnið ötullega fyrir Títnunn. 186 William McLeod Raine: — Hvað áttu við með því að segja nei, spurði Clint. — Þú myndir ekki trúa mér þó að ég segði þér það. — Ég býst þá við að þú hafir skotið þig sjálfur af slysum, sagði Bob. — Nei, Clem Oakland skaut mig. — Clem Oakland, át Clint undrandi eftir, en var jafnframt tortrygginn. — Hvenær hittir þú hann? — Morguninn eftir að ég slapp frá bænum. — Þú lentir bara svona í flasið á hon- um af hendingu, ha, spurði Prescott hæðnislega. — Já, svaraði Taylor blátt áfram. — Ég sagði þér undír eins að þú mundir ekki trúa mér. — Það er rétt hjá þér, ég trúi þér ekki, sagði Clint og hló hranalega. — Þetta er lagleg saga, að Clem hafi gert þetta. Ég býst þá við að hann hafi skotið Steve líka! Þú skalt bara halda frásögninni áfram. — Hann gerði það, svaraði Taylor jafn látlaust og áður, — en þú munt heldur ekki trúa þvi. — Heldur þú að ég sé einhver bein- asni, spurði Clint. — Hvað kemur til að þú talar svona mikið um Clem allt í einu? Þú sagðist ekki þekkja hann? — Ég þekkti hann ekki þá. Flóttamaðurinn frá Texas 187 — Saga þín er ekki einu sinni senni- leg. Dug Peters sá þig líka koma út úr kofanum með rjúkandi byssuna og hann sá þig skjóta og slá Steve af baki. — Hann sá mig þó ekki gera þetta síðasta. Walsh kastaði sér sjálfur af baki, til að látast vera særður. Það var ekki fyrr en seinna, að Oakland skaut hann. — Ég trúi ekki einu orði af því, sem þú segir, sagði Clint. — Ég er ekki alvit- laus. Það kann vel að vera, að þú þekkir Oakland og mér þætti líklegt að þið væruð vinir. En þú getur ekki komið þessu á hann. — Seg þú mér eitt, sagði Taylor. — Hvers vegna leitaði ég að Peters og sendi hann til bæjar eftir hjálp? Hvers vegna beið ég klukkustundum saman hjá Walsh, ef ég hefi skotið hann? Hvers vegna forðaði ég mér ekki undir eins? — Þú leitaðir ekki að Dug. Það er einmitt sennilegast að þú hafir verið að forða þér, þegar hann kom að þér. Síðan þvingaðir þú hann til að fara til bæjar, til þess að þú kæmist undan á meðan. Og úr því að þú spyrð mig, þá skal ég segja þér, að þú varst ekki eina einustu mínútu hjá Walsh eftir að Dug fór af stað. — Er Walsh mikið særður, spurði (Framh. af 2. siðu) byssunni að brjósti ferðamanns- ins og segir: ,,Peningana eða lífið“, hafi þar með eignazt ó- afturkræfan rétt til þeirra verð- mæta, sem hann kann að ná með þessum hætti. Ég efast ekki um hinn góða vilja Sveins Björnssonar sendi- herra til að vinna gagn þjóð sinni og góðu og eðlilegu sam- starfi Dana og íslendinga. En ég efast mjög mikið um, að hann sé á réttri leið í þessum efnum. Að minni hyggju er allt skraf og öll skrif um grundvöll Kópa- vogsjátninganna betur fallið til að fjarlægja íslendinga frá því samstarfi, sem þeir annars myndu fúsir til að hafa við dönsku þjóðina í framtíðinni. Eftir lausafregnum, sem bor- izt hafa frá Danmörku, er talið að Stauning hafi sagt við flokks- blað sitt í Kaupmannahöfn með nokkrum kuldagusti, að ég myndi vera einskonar undan- tekning meðal landa minna, að því leyti, að ég vildi ekki sætta mig við neitt minna en fullkom- ið frelsi þjóðinni til handa. Ég geri ráð fyrir, að orð Staunings séu ekki rétt eftir höfð í Mbl., en ef svo er, þá hefði hann þurft að dvelja hér nokkru lengur. Þá mundi hann komast að raun um, að hér á landi er ekki vitað að nokkur maður sé svo aumur og dáðlaus, að hann vilji sætta sig við minna en fullt frelsi. Og ég þykist mega fullyrða, að sendi- herra landsins mun á sínum tíma verða í fremstu röð þeirra manna, sem endurheimta þetta frelsi og að héðan af verður Kópavogsjátningin í huga hans eins og endurminning um ljótan og leiðinlegan draum, sem eng- inn man eftir, þegar sól hins fulla frelsis skín yfir fjöllum þess lands, sem gert hefir hann að sínum fyrsta trúnaðarmanni í öðrum löndum. J. J. Skrifstofa Framsóknarflokksins í Reykjavík er á Lindargötu 1D Framsóknarmenn utan af landi, sem koma til Reykja- víkur, ættu alltaf að koma á skrifstofuna, þegar þeir geta komið því við. Það er nauðsynlegt fyrir flokks- starfsemina, og skrifstof- unni er mjög mikils virði að hafa samband við sem flesta flokksmenn utan af landi. k.....-gamla BÍÓ-*°~°~°~ Bifreíða- stjórinn Fyrirtaks mynd. Aðalhlutverk leika: SPENCER TRACY, LUISE RAINER, sem allir muna eftir úr myndunum „Sjómannalíf" og „Gott land“. ——°—°~ NÝJA BÍÓ-~<-~«-~~ TVjósnariiin frá Snieniki mikilfengleg og spennandi stórmynd frá United Art- ists. — Gerð undir stjórn þýzka kvikmyndasnillings- ins G. W. PABST. Aðalhlutverkið leikur hin fagra þýzka leikkona DITA PARLO ásamt PIERRE BLANCHAR, LOUIS JOUVET o. fl._ Börn fá ekki aðgang. accumulatoren-fabrik; DR. TH. S0NNENCHEIN. íshúsid á Eyrarbakka er til sölu. Upplýsingar hjá Jóni Stefánssyni HoSi, Eyrarhakka. IJ nalsrifgerðir Jónasar Jónssonar Samband ungra Framsóknarmanna gefur á þessu ári út nýtt bindi af ritgerðasafni Jónasar Jónssonar og verð- ur það álíka stórt og það, er kom í fyrra vetur, Merkir samtíðarmenn. Verð þess verður og hið sama, fimm krón- ur óbundið, en 7.50 í snotru shirtingsbandi. Verður band- ið þrennskonar, brúnt, grænt og rautt. Eins og kunnugt er og áður hefir verið skýrt frá hér í blaðinu, verða í hinu nýja bindi greinar frá æskuárum Jónasar og birtust flestar þeirra í Skinfaxa, ungmenna- félagsblaðinu, á sínum tíma. Þessar greinar voru þá und- anfari almennrar æskulýðsvakningar í landinu og jafn- framt túlkun á þeim skoðunum, sem ungt fólk ól í brjósti, en ekki höfðu áður fallið í einn farveg. „Merkir samtíðamenn“ var gefin út í upplagi er nam 2100 eintökum og seldist þó með öllu á hálfu ári. Þótt upplag bindisins, sem kemur út í haust, verði nokkru stærra, má eiga það víst, að það selzt alveg upp á mjög skömmum tíma. Þess vegna þurfa menn að gerast áskrif- endur hið allra fyrsta. Útsölu á bókunum og áskriftasöfnun verður hagað á sama hátt og áður, þannig að bókaútgáfan hefir um- boðsmenn í öllum sveitum og kauptúnum, sem taka á móti áskriftum og áskriftagjaldi, ef borgað er fyrirfram. En ef menn óska þess geta þeir sent pöntun sína til Jóns Helgasonar, pósthólf 961, Reykjavík, eða hringt í síma 2353. Einnig munu áskriftarlistar liggja frammi á af- greiðslu Tímans í Reykjavík. Bókaútgáfa S. U. F. heitir jafnframt á umboðsmenn sína til dugnaðar í starfi fyrir sambandið og málefni þess og væntir þess, að áskriftalistarnir verði sendir út- gáfunni svo fljótt, sem tími og ástæður til áskriftasöfn- unarinnar leyfa. Innheimtumenn! Vinnið ötullega að innheimtu jg útbreiðslu Tímans í ykkar sveit. Svarið fljótt bréfum frá nnheimtu blaðsins í Reykjavík, )g gerið skil til hennar svo fljótt :em möguleikar leyfa. Tíminn er ódýrasta blaðið, sem gefið er út á íslandi. SMIPAUTCERÐ nn Trl Sildin vestur um fimmtudaginn 17. þ. m. kl. 9 síffdegis. f érðbréfabankinn W jAostwstr. ó simi 5652.Opið kl.11-l2o<|1.3^ Annast kaup og sölu verðbréfa. Flutningi veitt móttaka I dag og til hádegis á morgun. Pantaffir farsefflar óskast sótt- ir á morgun.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.