Tíminn - 15.08.1939, Blaðsíða 1

Tíminn - 15.08.1939, Blaðsíða 1
RITSTJÓRAR: GÍSLI GUÐMUNDSSON (ábm.) ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR: JÓNAS JÓNSSON. ÚTGEFANDI: FRAMSÓKN ARFLOKKURINN. RITSTJ ÓRN ARSKRIFS TOFUR: EDDUHÚSI, Llndargötu 1 D. SÍMAR: 4373 og 2353. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 1 D. Sími 2323. PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. Símar 3948 og 3720. 23. árg. Rcykjavik, þriðjudaginn 15. ágúst 1939 93. blað V erzlnnar |öf nuð- uriun til júlíloka Innflutníngur á útgerdarvörum og mótorbátum er mun meiri en í fyrra Samkvæmt bráðabirgða- tölum hagstofunnar var verzlunarjöfnuður óhag- stæður um 11.5 millj. kr. og er það talsvert meira en á sama tíma undanfarin ár. Samkvæmt upplýsingum, sem Tíminn hefir aflað sér, stafar verulegur hluti aukningarinnar í krónutali af gengislækkuninni. Sé reiknað með sama gengi og var áður, yrði samanburðurinn á út- og innflutningi 1. jan. 31. júlí árin 1921—39 eins og hér segir (talið í þús. kr.): Innfl. 1937 28.222 1938 30.913 1939 30.870 Útfl. Halli 20.456 7.766 22.720 8.193 21.425 9.445 Vegna gengisbreytingarinnar nam innflutningurinn 31. júlí síðastliðinn hins vegar orðið 26.6 miljónum króna. Framangreindar tölur sýna, að sé reiknað með sama gengi og síðastl. ár, er innflutningurinn mjög svipaður og þá, útflutning- urinn hinsvegar 1.3 millj. kr. lægri og verzlunarjöfnuðurinn því raunverulega óhagstæður um þá upphæð. í lok júní-mánaðar var inn- flutningurinn á útgerðarvörum orðinn 1,5 milljón krónum hærri en á sama tíma s. 1. ár og á skip- um og mótorum um kr. 600 þús- und hærri. Nokkrir vöru- flokkar voru lægri en s. 1. ár, aðrir svipaðir og nokkrir lítils- háttar hærri. Hvort hlutföllin milli hinna einstöku vöruflokka hafa nokkuð verulega breytzt í júlí-mánuði er ekki hægt að Síldveiðin Saltsíldin þrisvar slnn- um iiiiniii en á sama tíma 1938 og 1937. Samkvæmt skýrslu Fiskifélags íslands var bræðslusíldaraflinn síðastl. laugardag orðinn 815 þús. hl. og saltsíldaraflinn 50.189 tn. Á sama tíma í fyrra var bræðslusíldaraflinn orðinn 1.093 þús. hl. og saltsíldaraflinn 145 þús. tn. Á sama tíma 1937 var bræðslusíldaraflinn 1.569 þús. og saltsíldaraflinn 145.456 tn. Saltsildaraflinn var því þrisvar sinnum minni í vikulokin en hann hefir verið á þessum tíma tvö undanfarin ár, bræðslusíld- araflinn mun minni en í fyrra og næstum helmingi minni en 1937. Síðan á laugardag hefir verið gott veiðiveður nyrðra og afli sæmilegur, síld hefir sézt vaða á ýmsum stöðvum. Til samanburðar má geta þess, að eftir 13. ágúst í fyrra jókst bræðslusíldaraflinn um 440 þús. hl. og saltsíldaraflinn um 250 þús. tn. Eftir 14. ágúst 1937 jókst bræðslusíldaraflinn um 630 þús. hl. og saltsíldaraflinn um 65 þús. tn. Drukknun Síðastliðinn föstudag drukkn- aði Kristrún Ágústsdóttir frá Gnýsstöðum í Vopnafirði í Jök- ulsá á Dal. Féll hún í ána, er ferjukláfur bilaði. Slysið bar að undan Teigaseli. Kristrún starf- aði á saumastofu Andrésar And- réssonar, hér í Reykjavík, en var í sumarleyfi eystra. segja til um, þar sem athugun á því hefir enn ekki farið fram af hagstofunni, en tæpast mun það vera svo nokkru nemi. Hinn aukni innflutningur á útgerðarvörur starfar aðallega af því að viðbúnaður útgerðar- manna fyrir síldveiðivertíðina var óvenju mikill og að ráðstaf- anir voru gerðar til að hraða innkaupum á ýmsum útgerðar- vörum, vegna stríðshættunnar. Að því er ,,frílistann“ snertir má geta þess, að ekkert hefir enn komið fram, sem bendir til þess að innflutningur á kornvörum hafi aukizt svo máli skipti, þótt þær hafi verið settar á „frílista“, enda innflutningur á þeim áður leyfður að mestu eftir þörfum. Hins vegar hefir innflutningur á útgerðarvörum aukizt, eins og að framan greinir. Sömuleiðis mun innflutningur á bókum eitthvað hafa aukizt, en þær eru á „frí- lista“ sem kunnugt er. Yfirleitt mun mega segja, að „frílistinn“ hafi ekki aukið innflutning þess- ara vara, enda var innflutnings- takmörkunum áður mjög lítið eða ekki beitt gegn þeim vörum, er hér um ræðir og fyrstar voru settar á „frílista". Um hitt skal engu spáð, að þessu sinni, hvern- ig reynslan verður að því er snertir þær vörur, er bætzt hafa á „frílistann“ nú síðustu daga. Þrátt fyrir þetta, verður því ekki neitað, að útlitið með að ná greiðslujöfnuði við útlönd á þessu ári, er mjög ískyggilegt. Fisksalan gengur illa.Síldin hef- ir mjög brugðizt vonum manna. Gert var ráð fyrir, miðað við stærð síldveiðiflotans, gengis- lækkun og verðhækkun á síld og síldarafurðum, að útflutnings- verðmæti síldar og síldarafurða gæti, ef lánið væri með, orðið allt að 30 milljónum kr. á þessu ári. Nú er kominn miður ágústmán- uður, en eigi meiri síld á land en sem svarar 7,7 miljónum að út- flutningsverðmæti. Dönsku blaðamennirnlr, sem komnir eru hingað í boði Blaðamannafélags íslands. í efri röð eru, talið frá vinstri: K. Burmölle, Olf Buss- mann, K. Bögholm, Elin Hansen, H. Hansen og Carl Th. Jensen. í neðri röð, talið frá vinstri: Gunnar Nielsen, Martin Nielsen, Peder Tabor. Heiinsókn danskra blaðamanna Með „Dronning Alexandrine" í gærmorgun komu hingað níu danskir blaðamenn, sem eru boðnir til landsins af Blaða- mannafélagi íslands. Eru þeir frá helztu dagblöðunum í Kaup- mannahöfn og fréttastofum stærstu stjórnmálaflokkanna, nema fréttastofu jafnaðar- manna, en fulltrúi hennar varð að hætta við förina á seinustu stundu. Blaðamennirnir, sem komu, eru þessir: G. K. Burmölle ritstjóri verzl- unartíðindanna í „Nationaltid- ende“ i Kaupmannahöfn. Hann er 29 ára gamall og hefir unnið við ýms blöð síðastliðin 12 ár, m. a. verið þingfréttaritari „Jyl- landspostens" í Árósum, sem er eitt þekktasta blaðið utan Kaup- mannahafnar. Olf Bussmann blaðamaður við „Kristeligt Dagblad" í Kaup- mannahöfn. Hann hefir verið blaðamaður síðastliðin 10 ár. Hann skrifar einkum um ferða- mál, samgöngumál og landkynn- ingu. Hann hefir ferðazt víða, bæði um Suður-Evrópu og Ame- riku. K. Bögholm starfsmaður við aðalfréttastofu íhaldsflokksins í Kaupmannahöfn. Hann er um fertugur að aldri. Hann ritar að- allega um utanríkismál og birt- ast greinar hans í mörgum blöð- um og timaritum, bæði í og ut- an Danmerkur. Elin Hansen ritstjóri „Skive Folkeblad". Hann er rúinlega fertugur. Hann hefir verið blaðamaður í tuttugu ár og varð aðalritstjóri „Skive Folkeblads" í fyrra. Hann kemur hingað sem fulltrúi fyrir fréttastofu radi- kala flokksins. H. Hansen er forstöðumaður fréttastofu vinstra flokksins. Hann er fæddur 1892 og hefir verið blaðamaður síðan 1914, og forstöðumaður fréttastofunnar siðan 1927. Árið 1922—27 var hann í miðstjórn landsambands æskulýðsfélaga meðal vinstri manna. Cari Th. Jensen ritstjórnar- ritari við ,Berlingske Aftenavis1. Hann er 48 ára gamall og hefir verið blaðamaður síðan 1912. Hann var aðalritstjóri hádegis- blaðsins B. T. frá 1926—’'27, er hann tók við núverandi starfi sínu. Hann hefir verið formaður blaðamannafélagsins í Khöfn siðastliðin 9 ár. Hann kom hing- að síðastliðið vor og hefir síðan skrifað mikið um íslenzk mál í Iblað sitt. A. J arðræktartilraunirnar 1 Tungufljóti. að Laugarvatni. — Sundlaug Siglfirðinga. — Vöxtur — Úr Fljótum. — Vegamál Stíflumanna. — Eins og áður hefir verið sagt frá hér, var gerð tilraun í ár með ræktun soja- bauna í garðyrkjustöð Ragnars Ás- geirssonar að Laugarvatni. Var sáð tíu afbrigðum, tíu sinnum, bæði x heitan og kaldan jarðveg. Það, sem sett var í kaldan jarðveg, hefir ekki dafnað vel, en í heita jarðveginum virðast soja- baunirnar ætla að ná eðlilegum þroska. Einstöku afbrigði hafa þegar blómgazt, en blómin eru aðeins tæpir 2 milli- metrar að stærð og sjást því illa með berum augum. Nú eru plönturnar milli 15—20 cm. háar. Þegar blómin hafa frjóvgast og belgir fara að myndast, fer jurtin að vaxa og verður þá rúm- lega helmingi hærri. — Taldi Áskell Löve, sem var á ferð um Suðui'lands- undirlendið fyrir fáum dögum og kom að Laugarvatni, að sojabaunirnar í heitu moldinni þar væru jafnvel á veg komnar og í tilraúnastöðinni í Svalöf. Taldi hann einnig hamp og hör, tvö afbrigði, sem sáð var til í vor, vera mjög þroskvænleg. Frostþolnu kart- öfluafbrigðin, sem sett voru niður seint í júní, hafa einnig dafnað vel og eru sum komin að blómgun. En hætt er við að undirvöxtur verði lítill sökum þess, hve seint útsæðið kom. f t t Fyrir nokkru síðan, um mánaða- mótin síðastliðin, var vígð hin nýja sundlaug, sem verið hefir í byggingu í Siglufirði að undanförnu. Sundlaug þessi er 10 x 25 metrar að stærð, 3,5 metrar að dýpt í öðrum enda laugar- stæðisins, en 0,9 m. hinu megin. Til laugarinnar er notað afrennslisvatn frá vélum rafstöðvarinnar, rösklega tuttugu stiga heitt. Þegar fram í sæk- ir og fjárhagur leyfir, er fyrirhugað að framkvæma nauðsynlegar umbætur í sambandi við laugina, til þess að hægt sé að dæla í hana sjó. Verður sjórinn hitaður og honum haldið hlýj- um með rafhita. Jafnframt verður sjór- inn blandaður vatni, svo að ekki þurfi að óttast óþægindi af sjávarseltunni vegna uppgufunar. Einnig er fyrir- hugað að reisa sólbaðsskýli og síðar meir á að koma upp gufubaðstofu að finnskri fyrirmynd í sambandi við laugina. Mikil aðsókn hefir verið að sundlauginni síðan hún var opnuð, stundum hafa jafnvel um 500 manns farið í laugina á einum degi. Mikils vaxtar gætti í Tungufljóti ný- lega og sömulelðis í Hvítá og Ölfusá. Samkvæmt fregnum að austan hefir Tungufljót flætt yfir engjalönd, skolað burtu heyi og spillt slægjum. Vatna- vextir þessir eru álitnir stafa af jökul- hlaupi, er eigi líklega upptök sín víð Hagavatn. t t t Úr Fljótum er blaðinu skrifað á þessa leið: Hér var tíðarfar í vor með afbrigð- um gott. Snjóa leysti að fullu laust úr sumarmálum með hægviðri og hlýju, svo að gras spratt ört í maí og fram um miðjan júní, en þá gerði kaldari tíð og mikla þurka, svo að grasvexti fór lítið fram á tímabili, enda gerði þá þrjár frostnætur. Féll þá kartöflugras í sumum görðum. Sláttur byijaði al- mennt rétt fyrir mánaðamótln júní og júlí og var þá spretta ekki góð, nema í mýrlendi og á flæðiengjum. Skepnu- höld voru ágæt, lambadauði sama og enginn, en ær rnargar tvílembdar. Fé var rúið óvanalega snemma með góðri fyldingu. Garðar líta vel út, bæði kartöflur og grænmeti. Á byggakri í Stórholti skreið byggið 10. júlí. f t f Talsvert var unnið í vor að vega- vinnu í Fljótum og var það mest mal- burður á vegi, sem áður var búið að leggja, einkum í Stífluvegi, og er nú hægt að fara á bifreiðum fram að Stífluhólum úr Haganesvík. Einn bif- reiðarstjóri, Níels Hermannsson í Yzta- Mói í Fljótum, hefir farið að Melbreið í Stíflu með mikið hlass á bíl og gekk sæmilega. Annars kemst Stíflan í full- komið vegasamband, ef gerðir yrðu góðir sneiðingar upp á Stífluhóla að norðan og sunnan, því að hólarnir sjálfir eru sæmilega bílfærir. Væri þetta stór þægindi fyrir Stíflumenn og þyrfti helzt að gerast í haust eða seint í sumar. Gunnar Nielsen stjórnmála- ritstjóri við „Politiken“. Hann er um fimmtugt. Hann byrjaði blaðamennsku 1920 og var aðal- ritstjóri „Fyns Venstreblad" 1927—’29, er hann tók við nú- verandi starfi sínu. Hann hefir lengi átt sæti í stjórn danska blaðamannasambandsins og er formaður þess nú. Hann hefir komið hingað til lands einu sinni áður. Martin Nielsen stj órnmálarit- stjóri við „Arbejderbladet“. Hann hefir gegnt þeirri stöðu síðan 1934. í vor var hann kos- inn á þing sem fulltrúi kom- múnista. Peter Tabor meðritstjóri við „Social-Demokraten". Hann er fæddur 1891 og hefir verið blaða- maður síðan 1907. Um skeið var hann fréttaritari erlendis, síðan ritstjóri við blöð j afnaðarmanna í Jótlandi. Hann varð ritstjóri sunnudagsblaðs „Social-Demo- kratens“ 1930 og meðritstjóri blaðins síðan 1934. Siðan 1933 hefir hann skrifað mánaðarlegar yfirlitsgreinar um innlend stjórnmál. Hann hefir skrifað nokkrar smásögur og bók um józka málaralist. Blaðamennirnir munu dvelja hér á landi i 12 daga. í gær voru þeir í boði bæjarstjórnar og rík- isstjórnar. í dag lögðu þeir af stað til Norðurlandsins og munu fara til Blönduóss í dag. Á morg un fara þeir til Akureyrar og munu þeir m. a. skoða verk- smiðjur S. í. S. þar. Á fimmtudag verður farið til Mývatnssveitar og til Sigluf j arðar á föstudaginn. Þar munu þeir dvelja á vegum stjórnar síldarverksmiðja ríkis ins. Á laugardaginn verður farið frá Siglufirði til Reykholts og þaðan til Þrastalundar á sunnu daginn með viðkomu á Þingvöll- um. Á mánudaginn verður farið til Gullfoss og Geysis og komið til Reykjavíkur um kvöldið. Heimleiðis fara þeir á fimmtu- dagskvöld með Lyru til Bergen. í norðurförinni eru með þeim fulltrúar frá íslenzkum blöðum og er Guðbrandur Magnússon forstjóri fulltrúi Tímans. Það er full ástæða til að vænta góðs árangurs af þessari heim sókn dönsku blaðamannanna og sýnir val þeirra glöggt, að Danir hafa talið þetta ferðalag þýðing- armikið. Með því er stigið tals- vert spor til að auka vinsamleg kynni og sambúð landanna og frá íslendinga hálfu sýnir það, að jafnhliða því, sem þeir búa sig undir að ná markinu í sjálf- stæðisbaráttunni, vilja þeir greiða fyrir auknum vinsamleg um skiptum íslendinga og Dana. Frá heimssýningunm Um mánaðamótin hafði um ein miljón manna skoðað ís landsdeildina á heimssýning- unni í New York. Talsverða athygli hefir það vakið, að. La Guardia, borgar- stjóri í New York, sem er heims- frægur maður, lét svo ummælt í ræðu fýrir nokkru, að sýningar (Framh. á 4. síöu) A viðavangi Danir telja, að hin stóru skemmtiferðaskip, sem koma til Kaupmannahafnar, skilji eftir sem svarar 60 þús. krónum hvert um sig, eða öll 52 skipin, sem þangað komu í fyrra, samtals 3 milljónir. Hvað skilja skipin eftir hér? Því ætti ferðaskrifstofan að svara. í Danmörku kaupa skipin allmikið, svo sem vatn, kjöt, fisk, egg og smjör og kynst- ur af nýju brauði. Einnig kol og olíu, enda geta skipin þar lagzt að bryggju. Hafnargjöldin í Kaupmannahöfn eru sem svarar 12y2 eyri fyrir „register“-smál. Og loks eru hin mörgu símtöl, sem aökomumennirnir eiga við útlönd talin til hlunninda við ferðamannastrauminn. Loks kaupir aðkomufólkið talsvert í Danmörku, en það er einkum hinn prýðilegi listiðnaður Dana, postulín og silfurborðbúnaður, sem freistar. Eru þessar gersem- ar m. a. ósjaldan valdar í brúð- argjafir af efnafólki í öðrum heimsálfum. * * * Fyrst framan af, þegar þessi miklu, fljótandi hótel komu til Kaupmannahafnar, fór ferða- fólkið lítið í land og voru þá jafnvel dæmi þess, að borgarbú- ar keyptu sér heimild til þess að mega skoða þessi ríkmannlegu furðuverk og öll þægindin, sem farþegarnir áttu við að búa. * * * Síðan þjóðirnar uppgötvuðu skemmtiferðalög sem tekjulind, hefir verið unnið skipulega í öll- um löndum að því að auka að- sókn ferðamanna. í Danmörku eru það fyrirmyndarbúin og hinar „hreinu svínastíur“, sem vekja forvitni fólks, einkum frá þeim Töndum, sem skapa aðal- markað fyrir danskar landbún- aðvörur, gröf Hamlets, konungs- sonarins brezka, sem Shakes- peare hefir gert frægan með einu hinna heimskunna leikrita sinna og líkamsleifar Bothwells, sem geymdar eru undir gleri í kirkjugólfi danskrar kirkju, eru mikið heimsóttar, en Bothwell var um tíma giftur Maríu Stuart Skotadrottningu. Loks þykja hinar miklu brýr, sem byggðar hafa verið í Danmörku verðar þess, að menn leggi lykkju á leið sína. En eitt af því, sem útlend- ingum þykir afbrigðilegt við Kaupmannahöfn, eru hinar miklu hjólreiðar. Þúsundirnar, sem ferðast á reiðhjólum um götur Kaupmannah'afnar, t.d. til og frá vinnu, teljast til hins ný- stárlegasta, jafnvel fyrir fólk frá stórveldum vélamenningarinnar. Þetta mætti verða okkur bend- ing um að nota íslenzka hestinn meir í þágu erlendra ferða- manna en gert hefir verið. * * * Ferðaskrifstofan þarf að skipuleggja skemmri og lengri ferðalög á hestbaki fyrir erlenda ferðamenn, auglýsa erlendis hvað er að sjá á hverri leið, hverskonar ferðaföt séu hentug og hvað hver ferð kostar. Þá eru hellar líklegir til að skapa at- hygli, engu síður en hverir. Við höfum Raufarhólshelli sunnar- lega á Hellisheiði og verður bráðlega ekki nema steinsnar í hann af bílvegi, eftir því sem Suðurlandsbrautin úr Ölfusinu færist vestur með fjallinu. En þessi hellir er allt að því eins mikill og Surtshellir, a. m. k. 600 faðma langur. Þá eru „Papahell- arnir“ á Ægissíðu ekki ólíklegir til þess að geta vakið athygli og forvitni ferðafólks. Gullfoss og Geysi á ekki að sýna fólki, sem aðeins stendur hér við einn dag. Hafnarfjarðarhraun, Kaldársel, Elliðavatn, Rauðhólar, Kleifar- vatn, Krísuvíkurhver, Krísuvík- urbjarg og aðgengilegur útbún- aður til að síga í bergið. Jarð- hitaræktin í Mosfellssveit, Tröllafoss, Þingvöllur, Grýta, Raufarhólshellir eru nægilegt úrval fyrir fólk, sem stendur við einn dag. (Framh. á 4. síðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.