Tíminn - 17.08.1939, Side 1
RITSTJÓRAR:
GÍSLI GUÐMUNDSSON (ábm.)
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON.
FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR:
JÓNAS JÓNSSON.
ÚTGEFANDI:
FRAMSÓKN ARFLOKKURINN.
RITSTJÓRNARSKRIFSTOFUR:
EDDUHÚSI, Lindargötu 1 D.
SÍMAR: 4373 og 2353.
AFGREIÐSLA, INNHEIMTA
OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA:
EDDUHÚSI, Lindargötu 1 D.
Sími 2323.
PRENTSMIÐJAN EDDA h.f.
Simar 3948 og 3720.
23. ártf.
Reykjavík, fimmtudagiim 17. ágiist 1939
94. blað
Uppbótín á útflutningskjötið
á síðastliðnu árí
Ákvörðun kjötvcrdlagsnefndar
/ Tannenberg í Austur-Prússlandi hafa Þjóðverjar reist minnismerki um hinn mikla sigur, sem þeir unnu á
rússneskum her þar í ágústmánuði 1914. Var nokkuð skýrt frá þeim viðburðum í seinasta blaði. Til að auka helgi
minnisvaröans var Hindinburg jarðsettur þar. Árlega eru þar haldnar miklar herœfingar og má búast við, að þœr
verði mjög stórfelldar að þessu sinni. Á myndinni sést liðskönnun fyrir framan minnismerkið.
w
Ognaröldín á Spáni
Kjötverðlagsnefnd hefir
nýlega ráðstafað úr verð-
jöfnunarsjóði uppbót á út-
flutt saltkjöt og freðkjöt á
síðastl. ári.
Ákvað nefndin að greiða 2.5
aura í verðuppbót á hvert kg. á
saltkjöti og 7.5 aura á hvert kg.
af freðkjöti.
Meðalverð útflutts saltkjöts,
að frádregnum kostnaði, upp-
bót úr verðjöfnunarsjóði og
greitt verð fyrir saltkjöt til
bænda, hefir verið á undanförn-
um árum sem hér segir (verð á
kg. tilgreint í aurum):
Nettó- Verð- Verð
verð uppbót til bænda
1934 . 54.3 14.2 68.5
1935 . . 67.5 11.5 79.0
1936 . 69.0 10.0 79.0
1937 . 76.7 6.0 82.7
1938 . 80.5 2.5 83.0
Meðalverð útflutts freðkjöts
að frádregnum kostnaði, upp-
bót úr verðjöfnunarsjóði og
greitt verð fyrir freðkjöt til
bænda, hefir verið á undanförn-
um árum sem hér segir (verð á
kg. tilgreint í aurum):
Nettó- Verð- Verð
verð uppbót til bænd
1934 . . 71.4 9.5 80.9
1935 . 82.3 3.0 85.3
1936 . 83.1 5.0 88.1
1937 . 84.5 5.0 89.5
1938 . 81.2 7.5 88.7
Glæsílegt námsaírek
Zophónías Pálsson, sonur Páls
Zophóníassonar alþm., lauk
prófi i landbúnaðarmælinga-
fræði við landbúnaðarháskól-
ann í Kaupmannahöfn fyrir
nokkru síðan, með beztu eink-
unn, sem þar hefir verið veitt í
þessari námsgrein,
Félag danskra landbúnaðar-
mælingafræðinga hefir nú sæmt
Zophónías sérstökum heiðurs-
verðlaunum fyrir þetta námsaf-
rek.
Zophónías er fyrsti íslending-
urinn, sem lokið hefir háskóla-
prófi í þessari námsgrein, en
annar íslendingur, Kristján Pét-
ursson (Leifssonar ljósmyndara)
stundar nú nám í þessari fræði-
grein við landbúnaðarháskól-
ann í Kaupmannahöfn. Zophón-
ías réðist, að prófinu loknu, til
danska herforingjaráðsins og
mun starfa á vegum þess í eitt
ár. Hann er 24 ára gamall.
10 iiiiljónir manua
undir vopnum.
Meiri heræfingar fara nú fram
í öllum löndum Evrópu en nokk-
uru sinni fyrr á friðartímum.
Reiknast enska blaðinu „News
Chronicle" svo til, að allan á-
gústmánuð verði a. m. k. 10 milj.
manna undir vopnum í Evrópu.
Eins og sjá má á þessu hefir
verð á útflutningskjötinu, að
uppbótinni meðtalinni, orðið
mjög svipað síðastliðið ár og
það var 1937, freðkjötsverðið
aðeins lægra, en saltkjötsverðið
aðeins hærra. Hinsvegar hefir
saltkjötsverðið orðið 4 aurum
hærra á kg. en 1936 og freð-
kjötsverðið einnig lítið eitt
hærra en þá.
Að þessu sinni var ráðstafað
til uppbótarinnar úr verðjöfn-
unarsjóði tæpum 200 þús. kr.
Það mun láta nærri, að greidd
verði uppbót á 816 þús. kg. af
saltkjöti og 2.305 þús. kg. af
freðkjöti.
Kjötlögin komu til fram-
kvæmda síðara hluta sumars
1934 eða nokkru eftir að ráðu-
neyti Hermanns Jónassonar kom
til valda. Má vel marka af fram-
angreindum tölum, hvaða þýð-
ingu þau hafa haft til styrktar
útflutningsframleiðslu landbún-
aðarins.
Rafitækj aeínka-
sala ríkisíns
Fjármálaráðherra hefir á-
kveðið að leggja raftækjaeinka-
sölu ríkisins niður frá næstu
áramótum að telja.
Þegar þjóðstjórnin var mynd-
uð síðasliðið vor náðist m. a. um
það samkomulag milli flokk-
anna, að það yrði á valdi fjár-
málaráðherra, sem ætlað var að
yrði Sjálfstæðisflokksmaður,
hvort raftækjaeinkasalan yrði
starfrækt framvegis eða ekki.
Hefir hann nú ákveðið að nota
þessa heimild til að leggja hana
niður.
Samkomulag þetta náði ekki
til annarra verziana ríkisins og
verða þær því að sjálfsögðu
starfræktar áfram eins og áður.
Ýmsir Vestmannaeyingar hafa að
undanförnu haft uppi ráðagerðir um
kaup á flugvél til Eyja. Tíminn hefir
nýlega átt tal við Kristján Linnet bæj-
arfógeta, sem manna mest hefir borið
úrlausn þessara mál fyrir brjósti. Eyja-
menn hafa lengi óskað eftir því, að
gerðar yrðu athuganir á flugskilyrðum
í Vestmannaeyjum og hefir sú athugun
að nokkru farið fram nú nýlega. Kom
Björn Eiríksson flugmaður til Eyja og
leitaði fyrir sér um stað fyrir flugvöll.
Leizt honum bezt á flugvallarstæði
sunnanvert við Helgafell. Er það að
nokkru tún og að nokkru hálfræktað
land, hallalítið, og nægjanlega stórt.
Mun fást þar um 300 metra löng braut.
Landið er í umsjá tveggja manna, en
ríkiseign, eins og allt land í Eyjum.
Munu þeir, að minnsta kosti annar,
fúsir að leggja það til flugvallar, að
því leyti, sem það bagar þeim
ræktun þess. Þegar var hafin söfnun
fjár til þess að lagfæra völlinn og feng-
ust strax 700 krónur og mun það nægj.
anlegt fé. Að loknum nánari athugun-
um og tilraunaflugi er fyrirhugað að
stofna til félagsskapar, er taki flugmál
Eyjanna i sínar hendur og verður
reynt, ef allt gengur að vonum, að
festa kaup á fjögurra manna flugvél
næsta ár. Er þá í ráði, að hún fljúgi
milli lands og Eyja og hafi lendingar-
stað við Helluvað, rétt hjá Ægissíðu á
Rangárvöllum. Er það um fimmtán
mínútna flug. Yrði með þessu ráðin
mikil bót á illum samgönguskilyrðum
Eyjabúa á undanförnum árum.
Frá Spáni berast stöðugt
fregnir, er gefa ljóslega til
kynna, að enn muni langur tími
líða þangað til að fullur friður
hafi fengizt í landinu, þótt borg-
arastyrjöldinni sé að nafninu til
lokið.
Strax eftir að Franco hafði
náð öllu landinu á vald sitt hófst
,,hreinsunin“ svonefnda, en hún
var í því fólgin, að losa hinu
nýju valdhafa við alla þá stuðn-
ingsmenn lýðræðisstjórnarinn-
ar, sem líklegir voru til nokk-
urra áhrifa. Flestir forystumenn
kommúnista og sósíalista voru
flúnir úr landi og hefir „hreins-
unin“ ekki sízt náð til ýmsra
miðflokksmanna, sem taldir
voru lýðræðinu trúir. Fyrstu
dagana eftir sigur Francos fóru
fram fangelsanir í stórum stíl.
Frásagnir af þeim eru mjög mis-
Framsóknarfélag Akureyrar efndi
síðastliðinn sunnudag til skemmtiferð-
ar að Brúum við Laxá, þar sem verið
er að byggja hina miklu aflstöð Akur-
eyrarbæjar. Tóku þátt í þessari ferð
um 180 manns og er það sú langfjöl-
mennasta skemmtiför, sem nokkurt fé-
lag á Akureyri hefir stofnað til. Lagt
var af stað frá Akureyri klukkan 8 ár-
degis með bifreiðum frá Bifreiðastöð
Akureyrar. Þegar skoðuð höfðu verið
mannvirkin við Laxá, var haldið í
berjamó hjá Mýlaugsstöðum í AÖaldal.
Veður var ágætt fyrri hluta dagsins, en
rigndi ofurlítið seint um daginn. För-
inni stjórnaði Guðmundur Guðlaugs-
son, formaður Framsóknarfélags Ak-
ureyrar.
t t I
Eins og áður hefir verið getið um í
Tímanum hófst dilkaslátrun hér í bæn-
um 27. júlí. Hefir síðan verið slátrað
til daglegrar neyzlu hér í bænum eftir
þörfum, oftast 400—500 dilkum á viku.
Sláturdagar eru nú þrír í viku. Dilkar
þeir, sem slátrað hefir verið hingað til,
eru úr Árnessýslu. Að vænleika eru
lömbin fyllilega sambærileg við það er
venjulega gerist um þetta leyti sumars,
miðað við allar kringumstæður.
r r r
Hvergi sunnan lands hafa bændur
getað hirt hey í þessari viku og sums-
staðar eru einnig heyútifránæstliðinni
viku. Víða gátu bændur þó hirt síðast-
liðinn laugardag. Þeir, sem heyja þurfa
á harðslægum vallendisengjum, fagna
rekjunni. Margir bændur eru nú að slá
munandi, en það virðist víst að
tala pólitískra fangii á Spáni
skipti a. m. k. nokkrum tugum
þúsunda. Fjöldi manna hefir
verið dæmdur til dauða, einkum
í Kataloníu. Manchester Guar-
dian segir t. d. a, 1. maí hafi 83
menn verið teknir þar af lífi, 2.
maí 81 maður, 3. maí 35, 4. maí
24 menn, 5. maí 47 menn, 6. maí
31 maður. Þeir, sem hafa verið
dæmdir til dauða, skipta áreið-
anlega orðið mörgum hundruð-
um.
Þessar ofsóknir gegn hinum
sigruðu andstæðingum hafa sízt
orðið til þess að gera biturleik-
ann minni í garð hinna nýju
valdhafa.
En auk þessa hafa risið magn-
aðar deilur milli sigurvegaranna
sjálfra. Annarsvegar er kon-
ungssinnarnir, sem vilja endur-
há á túnum sínum og er hún alstaðar
sett í vothey, þar sem votheysgryfjur
eru til. Heyfengur manna er nú víða
orðinn jafnmikill og verið hefir í með-
alárum.
r r r
Laxveiðin hefir í heild reynzt með
minnsta móti í ár, víðast hvar. Staíar
þetta af því, að árnar hafa verið ó-
venjulega vatnslitlar, mikil kyrrð á
vatninu og veður oftast bjart og óhent-
ugt til veiðiskapar. Einkum hefir veið-
in brugðizt í hinum smærri ám, lax-
inn ekki gengið í þær nema að litlu
leyti móts við það, sem venja er til.
Svo er til dæmis í ýmsum hinum
smærri ám í Borgarfirði, þverám Hvít-
ár. í einstöku ám hefir laxveiðin hins
vegar verið engu síðri en venju og jafn-
vel betri. Er þess jafnvel dæmi um
smáár eins og Elliðaárnar við Reykja-
vík, þar sem laxgengd hefir verið
óvenjulega mikil í sumar, svo að hún
hefir aldrei meiri verið síðan rafveitan
var byggð þar.
r r r
Vatnavextirnir í Tungufljóti eru nú
sjatnaðir. Hefir flóðið valdið skemmd-
um á engjum, heyjum og samgöngu-
leiðum. Orsök hlaupsins var sú, að
Hagavatn sprengdi sér nýja framrás
undir jökli, svo að yfirborð vatnsins
lækkaði um marga metra. Gljúfrið, sem
myndaðist 1929, seinast þegar umbrot
urðu á þessum slóðum, er nú þurrt og
ekkert vatn, þar sem Leynifoss var
áður.
reisa konungsdæmið og fylgja
hinum fornu stjórnarháttum að
öðru leyti, óska eftir góðri sam-
búð við Breta og Frakka og vilja
að Spánn verði hlutlaus í næstu
heimsstyrjöld eins og í styrjöld-
inni 1914—18. Hinsvegar eru
falangistarnir eða hinir eigin-
legu fasistar, sem vilja i hvi-
vetna feta í fótspor ítalskra og
þýzkra fasista, óska eftir náinni
sambúð við ,,öxulríkin“ og vilja
helzt að Spánn fylgi þeim í
næstu styrjöld.
í flokki hinna fyrnefndu eru
m. a. taldir hershöfðingjarnir de
Llano, Yague, Solshaga og Ar-
anda. Þeir hafa fyrir nokkru
verið á ferð í Þýzkalandi og þrátt
fyrir glæsilegustu móttökur þar
er talið, að þeir hafi lagt mjög
eindregið til eftir heimkomuna,
að Spánn leitaði samvinnu við
Breta og Frakka og léti ekkert
ógert til að tryggja hlutleysi sitt
í næstu styrjöld.
Þessi flokkur óskar einnig eftir
því, að hinum gömlu andstæð-
ingum verði sýnd meiri vægð en
hingað til, svo áhrif borgara-
styrjaldarinnar gleymist fyrr en
ella. Það er m. a. talið, að Ar-
anda hafi lagt til, að duglegir
liðsforingjar úr lýðræðishern-
um fái uppgjöf saka og verði
teknir inn í herinn.
Afstaða Francos sjálfs virðist
mjög óviss. Hann virðist í
lengstu lög ætla sér að vera
einskonar sáttasemjari milli
þessara andstæðu arma sigur-
vegaranna. Margt bendir þó til
þess í seinni tíð, að hann hafi
frekar tekið hlut falangistanna,
þótt enn sé ekki endanlega úr
því skorið. Þjóðverjar og ítalir
hafa stutt þá mjög eindregið
og það þykir óyggjandi sönnun
um yfirráð þeirra á Spáni, ef
falangistarnir bera hærri hluta
í viðureigninni, því meðal þjóð-
arinnar eiga konungssinnar á-
reiðanlega langtum meiri ítök,
bæði meðal hinna gömlu and-
stæðinga lýðveldissinna og eins
meðal lýðveldissinna, sem telja
þá skárri af tvennu illu.
Fari svo, að falangistarnir beri
sigur úr býtum, þýðir það, að
ógnaröldin á Spáni heldur á-
fram a. m. k. fyrst um sinn. Þá
verður haldið áfram vægðar-
lausri útrýmingu allra grun-
aðra pólitískra mótstöðumanna
með aðstoð þýzkra og ítalskra
leynilögreglumanna eins og gert
hefir verið hingað til. Fyrst
verður haldið áfram meðal lýð-
veldissinna, en síðan kemur
röðin að konungssinnum.
Þessar deilur meðal sigurveg-
aranna í styrjöldinni hafa m. a.
(Framh. á 4. siðu)
w
A víðavangi
Æðarvarpið er eitt hinna
mörgu landsnytja hér. Það eru
einhver þau ánægjulegustu
hlunnindi, sem nokkurri jarð-
eign fylgja, ef um varplöndin er
annazt af nægri umhyggjusemi
og natni. Samkvæmt hlunn-
indaskýrslum hagstofunar til-
fallast hér á landi árlega 6000—
7000 pund af æðardúni og
sennilega er þó dúnmagnið mun
meira en hagskýrslurnar herma.
Útflutningsverðmæti æðardúns-
ins hefir á undanförnum árum
numið 80—150 þúsundum króna
árlega, eftir magni og verðlagi.
Þannig hefir æðardúnninn ver-
ið mun veigameiri liður í út-
flutningsvörum þjóðarinnar
heldur en til dæmis lax og sil-
ungur. Þessara hlunninda nýt-
ur í öllum sýslum landsins, að
tveim undanskildum.
* * *
ískyggilegt er, að margir
bændur kvarta undan því, að
æðarvarpið fari rýrnandi ár frá
ári. Margt er talið valda og er
varla vanzalaust, að ekki sé
reynt að hamla á móti þessum
straumhvörfum, að því leyti,
sem kynni að standa í mann-
legu valdi. Sumsstaðar munu
ránfuglar stórspilla varpinu,
annars staðar nýtur það ekki
nægrar umönnunar, ekki nóg
gert til þess að laða fuglinn að
tilteknum varpsvæðum, svo að
hann byggir hreiður sín út um
hvippinn og hvappinn og erfitt
verður um söfnun dúnsins og
umhirðu alla. Loks er fuglstofn-
inum víða stór hætta búin af
völdum skotmanna, sem jafnvel
leggja sig í líma um að granda
þessum nytjafugli öðrum sjó-
fuglum framar. Víða á þessi ó-
löglega ófriðun æðarfuglsins sér
stað allan ársins hring og er
ekki að furða, þótt nokkuð
skarði í fuglahópana, þar sem
nær daglega er um hann setið.
Einkum munu að þesu mikil
brögð í grennd við ýms kaup-
tún og fá varpeigendurnir sjálf-
ir lítt við þessa ásókn ráðið og
tíðast engar bætur rauna sinna.
* * *
Ein tegund afbrotamann-
anna, sem þarna eru að verki,
þykir sérstaklega djarftæk og
ósvífin í ránskap sínum. Það eru
menn, sem fara á hreyfilbátum
víða vegu frá heimkynnum sín-
um, með haglabyssur og rifla í
fórum sínum og drepa æðarfugl,
sýknt og heilagt, hvenær sem
þeir komast í færi. Þessir menn
svífast þess jafnvel ekki að
skjóta æðarfuglinn við varp-
löndin og í þeim um sjálfan
varptímann. Hér við Faxaflóa,
til dæmis, geta varpeigendur á-
vallt átt von á því að aðvífandi
ránskaparmenn, sem einkum eru
úr Reykjavík eða stærri sjávar-
þorpunum, komi aðvífandi í
varplöndin á hraðskreiðum
hreyfilbátum. Frá síðastliðnu
vori er þess dæmi, að slíkir ó-
þekktir óbótamenn héldu uppi
grimmri, langvinnri og lát-
lausri skothríð í æðarveri, að
viðstöddum sjálfum eigendun-
unum, er ekkert fengu aðgert
sínum réttindum til viðrétting-
ar. Þessir menn sluppu við alla
refsingu, enda þótt lögreglunni
í Reykjavík væri gert aðvart
símleiðis. Og þetta er alls ekki
eins dæmi. Þessir menn, og
aðrir skotvargar í véum varp-
landanna, drepa og særa mikið
af fugli, en fæla og flæma burtu
það, sem eftir lifir.
* * *
Það er sagt, að æðarfuglinn
sé seldur dýrum dómum í höfuð-
staðnum og ekki stórum meiri
erfiðleikum bundið að verða sér
úti um æðarfugla í steik heldur
en annað fuglaket.Svipaður orð-
rómur liggur á í fleíri kaup-
stöðum. Hér er hvorttveggja um
að ræða, ónógt og viðbragðslít-
ið eftirlit löggæzlumanna og
svefni haldið almenningsálit.
Vitanlega ætti það að vera sjálf-
sögð og siðferðileg skylda hvers
(Framh. á 4. siðu)
A KROSSGÖTTJM
Flugmálefni Vestmannaeyinga. — Fjölmennasta skemmtiför frá Akureyri. —
Dilkaslátrunin í Reykjavík. — Heyskapurinn. — Laxveiðin. — Hlaupið í
Tungufljóti.