Tíminn - 17.08.1939, Blaðsíða 4

Tíminn - 17.08.1939, Blaðsíða 4
376 TtMBVIV, fímmtndaglnm 17. ágiist 1939 94. blað Yfir landamærin 1. Árni frá Múla lætur mikið af úr- ræðum Sjálfstæðisflokksins í atvinnu- og fjármálum. Árni ætti ekki að gera sig og flokkinn hlægilegan með slíku raupi. Allir vita, að Sjálfstæðisflokkur- inn hefir ekki bent á nein fær úrræði i þeim efnum á undanförnum árum. Til þess liggur m. a. sú einfalda ástæða, að forystumenn flokksins hafa ekki getað komið sér saman um neina ákveðna stefnu í þeim málum, sökum hagsmunaágreinings framleiðenda og kaupmannna í flokknum, eins og greinilega kom fram í vetur, þegar Árni og sjö kaupmannaliðar aðrir greiddu atkvæði á móti gengislækkun- inni. 2. Er hægt að komast öllu lengra I falsí en þegar Árni frá Múla segir, að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki barizt fyrir auknum fólksfjölda í Reykjavík. Hverjir hafa heimtað aukið fjármagn þangað? Spekúlantarnir í Sjálfstæðis- flokknum. Hverjir hafa beitzt fyrir hin- um miklu húsbyggingum þar og heimt- að til þess aukinn innflutning? Sömu msnn. Hverjir hafa talað í bæjar- stjórninni gegn tillögu J. J. um byggða- leyfi? Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks- ins. Hverjir hafa heimtað helmingi meira atvinnubótafé úr ríkissjóði? Reykjavíkurþingmenn Sjálfstæðis- flokksins. Þannig mætti telja nær ó- endanlega. _______ _____ 3. Mbl. segir í gærmorgun um sam- bandsmálið: „Öll tortryggni gagnvart flokknum eða einstaklingum veikir og sundrar og getur haft illar afleiðingar". Höfundur þessarar Mbl.-greinar hefir sennilega ekki lesið grein, sem Sigurður Kristjánsson alþm. skrifaði um þetta mál í Þjóðina í vetur, en þar eru Framsóknarflokknum bornar hinar ómaklegustu getgátur. Sú grein getur verið til viðvörunar um það, hvernig ekki eigi að skrifa um sambandsmálið, ef það er ekki beinlínis tilætlunin að vekja um málið deilur og rifrildi. x—y. Á tlmum franska skáldsins Voltaire var hinn mesti fjandskapur milli Breta og Frakka. Einu sinni var Vol- taire á gangi á fjölfarinni götu í London og varð þá fyrir aðsúg manna, sem voru sérstaklega fjandsamlegir Frökkum og létu sumir sér þau orð um munn fara, að réttast vceri að stytta honum aldur. Voltaire lét sem ekkert vœri, en þegar honum fundust samt horfurnar orðnar mjög ískyggi- legar snéri hann sér að mönnunum, sem veittu honum eftirför og voru þá orðnir mjög fjölmennir, og hrópaði: „Heiðursmenn! Þið viljið hengja mig, sökum þess að ég er franskur. En hafa ekki örlögin refsað mér nógu mikið með því að láta mig ekki vera Eng- lending." Þessi fyndni Voltaire hafði svo góð áhrif að hann slapp óskaddaður og munaði minnstu að hann yrði ekki borinn burt á gullstól. * * * Sá atburður gerðist nýlega á veit- ingahúsi í Paris að kœrustupör ein veðjuðu um það, að þau gætu kysst hvort annaö 10 þús. kossa á 10 klst. Þessi athöfn fór fram nokkrum dögum síðar að viðstöddum tilheyrandi vott- um. Fyrsta klukkutimann kysstust þau yflr 2000 kossa, annan 1150, þriðja 775 og á fjórða tímanum gáfust þau upp. Stúlkunni lá við yfirliði og pilturinn hafði fengið varakrampa. * * * Það hefir munað minnstu að mað- ur nokkur í Budapest, John Kolvec að nafni, hafi ekki verið kviksettur þrisvar sinnum. Tvívegis hefir hann verið kistulagður en vaknaði aftur til tTR BÆMCTI Skemmtiför. Félag ungra Framsóknarmanna í Reykjavík efnir til skemmtiferðar í Þjórsárdal um næstu helgi, ef veður leyfir. Verður lagt af stað á laugar- dag. Eystra verða meöal annars skoð- aðar bæjarrústirnar, sem grafnar hafa verið úr jörðu. Þátttöku þarf að til- kynna sem fyrst í síma 2353. Gjöf til Alþingis. Frá Wilhelm Jörgensen, úrsmiði í Kaupmannahöfn, sem fæddur er hér í Reykjavík og dvaldi hér sín bernskuár, hefir Alþingi borizt stundaklukka að gjöf, dýrgripur hinn mesti, sem vottur þess hlýleika, er Jörgensen ber til landsins, þar sem hann fæddist. Klukka þessi er tæpur metri á hæð og svipuð á breidd, úr rauðum marmara og prýdd logagylltum bronsemyndum. Hún er talin vera frá 18. öld, og er smíðuð í Frakklandi. Mun hún áður hafa verið í höllinni Chambord. Þess- ari klukku verður nú komið fyrir í salarkynnum Alþingis, og mun hún þar sóma sér hið bezta. Páll ísólfsson, tónskáld, hefir verið ráðinn orgel- leikari í dómkirkjunni. Íþróttahátíð hefir íþróttaráð Reykjavíkur ákveðið að halda síðasta sunnudag í þessum mánuði, hinn 27. ágúst. Munu stjórn- ir íþróttafélaganna í bænum og íþróttamenn, sem komnir eru yfir fer- tugt keppa í boðhlaupi, þenna dag. Keppa félagsstjórnirnar um nýstárlega bók með útskornum kápusDjöldum úr tré, er stórstúkan hefir gefið til þess. Eru í henni hundrað blöð, á að skrá- setja í hana sigurvegarana meðan bók- in endist, en að hundrað árum liðnum fellur hún í eign þjóðminjasafnsins. Gömlu íþróttamennirnir keppa á sama hátt um stóran útskorinn skjöld, sem síðan á að festa á minni skildi með nöfnum sigurvegaranna, en að hundrað árum liðnum verður hann fullsettur op- gengur þá til þjóðminjasafnsins. Báða gripina hefir Marteinn Guð- mundsson listamaður skorið út. Arandorra Star, enskt skemmtiferðaskip var hér í gær. Voru með því hátt á þriðja hundrað farþegar, flest Englendingar. Fóru sumir þeirra austur yfir fjall, að Þingvöllum, Grýtu, Gullfossi og Geysi. Skipið fór héðan til Noregs. Meistaramót í. S. í. hefst að lokinni íþróttahátíðinni og j stendur yfir dagana 28.—31. ágúst. Að venju verður keppt í öllum hinum helztu íþróttagreinum. Kristinn Ármannsson menntaskólakennari var fulltrúi ís- lands á alþjóðafundi menntaskóla- kennara, er háður var í Kaupmanna- höfn nýlega. Slíkir fundir eru árlega haldnir og eitt árið í hverju landi. Fundur þessi var háður í Kristjáns- borgarhöll. Aðalviðfangsefni hans og umræðuefni var áhrif kennslu og námsgreina á hugarfar nemendanna. Lúffrasveit Reykjavíkur lék á Austurvelli í gærkvöldi nokkur lög undir stjórn A. Klahn. Jón Magnússon, cand. fil, hefir verið löggiltur skjala- þýðandi og dómtúikur úr sænsku. lífsins á seinustu stundu. f þriðja sinn, þegar hann var talinn dáinn, var hann til vonar og vara látinn liggja i rúmi sínu í þrjú dœgur, og sagan endurtók sig: Hann vaknaði til lífsins aftur á þriðja dœgri. * * * Nýlega hefir ítalskur fugla/rœðingur látið rannsaka flughraða svölunnar m. a. með þeim hœtti, að flytja eina ungamóðir 126 km. frá hreiðrinu. Hún flaug þessa vegalengd á 43 % mínútu eða sem svarar 174 km. á klukkutíma. Á víðavangi. (Framh. af 1. síðu) borgara, sem veit um afbrot eða yfirtroðslur af þessu tagi, að kæra slíkt, alveg eins og hvern annan þjófnað og lögbrot. Og hart er það fyrir lögregluna, þar sem hún er starfandi, að láta svona látlaus og síendurtekin lagabrot eiga sér stað. * * * * Sjálfsagt er athugandi, og eftirlitið trúlega mjög erfitt án þess, hvort ekki sé rétt að banna eða takmarka rétt manna til að skjóta sjófugla. Fáum færir það verulegar tekjur, að minsta kosti þeim, sem ekki fara út fyrir ramma laganna. Og sjálfsagt gætu flestir fundið sér arðvæn- legri starfa um vor- og sumar- tímann heldur en að elta fugla á bátum í fjörðum inni og með ströndum fram. í þessu sam- bandi rifjast upp sú slysahætta, sem þessu fylgir, og er skemmst að minnast, að fjórir menn drukknuðu eða fórust á annan hátt við fuglaveiðar á sjó úti 'síðastliðið ár. Samband fslands o«' IBaiiinorkiii*. (Framh. af 2. síðu) manns. Maðurinn, sem ekki vinnur, og maðurinn, sem í skjóli rangra þjóðskipulags- hátta vill njóta hárra launa til persónulegrar eyðslu, eru að grafa undan frelsi þjóðarinnar. Iðjuleysið og eyðslan eru verstu tálsnörur frelsisins, og þessu hvorutveggju fylgir líka marg- vísleg siðferðileg spilling. Þess vegna verður fátæk þjóð eins og íslendingar að gera strangar kröfur til allra þegna sinna um vinnusemi og sparnað. í þeim efnum hefir skapazt geigvænlegt ástand seinustu áratugina og það er sannarlega hryggilegt að heyra um það raddir, að við höf- um ekki efni á því að fara sjálfir með utanríkismálin, meðan lítill hluti þjóðarinnar eyðir marg- faldri þeirri upphæð til alls óþarfrar — og iðulega siðspill- andi — persónulegrar eyðslu. Þ. Þ. Ógnaröldin á Spáni (Framh. af 1. síðu) orsakað það, að viðreisnin á at- vinnulífi og fjárhagi landsins eftir eyðileggingu borgarastyrj- aldarinnar, hefir orðið að setja á hakanum og er því fullkomið vandræðaástand ríkjandi í þeim efnum. Skrif stof a Framsóknarflokksins í Reykjavík , er á Lindargötu ID Framsóknarmenn utan af landi, sem koma til Reykjavíkur, ættu alltaf að koma á skrifstofuna, þegar þeir geta komið því við. Það er nauðsynlegt fyrir flokksstarfsemina, og skrifstof- unni er mjög mikils virði að hafa samband við sem flesta flokksmenn utan af landi. Heimilið. (Framh. af 3. síöu) og hagnýta ýmsa nýbreytni á starfssviði sínu, ef vel væri á haldið. Til þess, að vel mætti takast, þyrftu þessar hvíldarvik- ur að fara fram á skipulegan hátt, ná til húsmæðranna al- mennt og vera árlegur þáttur í lífi þeirra. Um fyrirkomulag þeirra mætti ef til vill hafa nokkra hliðsjón af bændanám- skeiðum. En þótt ekki bresti samtök og stjórn um þessi mál, mun einn erfiður þröskuldur í vegi: Hvaða líkur eru til þess, að þorri húsmæðra, eldri og yngri, geti hagnýtt árlega náms- og skemmtidvöl í vikutíma á skólasetrum landsins, jafnvel þótt kostnaðarlaus væri? Eiga þær yfirleitt heimangengt, þótt ekki sé til lengri fjarvistar en þetta? Því miður mun það miklum vafa undirorpið, að húsmæður gætu hagnýtt slíka dvöl sem þessa, og í mörgum tilfellum raunar vitað, að þær gætu það alls ekki, ef þeim er á enga lund séð fyrir aðstoð, sem erfiðast eiga um heimanför. Ef frá er tekin eðlileg samhjálp ná- grannafólks innan sveitar, sé ég eina leið til úrlausnar i þessu efni. Hvort hún er framkvæm- anleg, eða aðeins svííandi draumsjón, veltur að öllu leyti á því, hverjir eru sterkastir eðlis- þættir í fari íslendinga. í kaup- stöðum landsins er allmikið af myndarlegum stúlkum, sem af einum eða öðrum ástæðum eru, að minnsta kosti vissa tíma árs, engum störfum bundnar. Margt þessara stúlkna eru dætur vel efnaðs fólks og sinna sumar, kannske flestar, skólanámi að vetrinum. Og nú vil ég varpa þessari spurningu fram: Væri óhugsandi, að einhver góður og þróttmikill félagsskap- ur, sem hefði atorkuríku for- ystufólki á að skipa, til dæmis samband kvenfélaganna, því væri málið nákomnast, gæti komið af stað hreyfingu um það meðal þessara ungu stúlkna að rétta sveitakonunum hjálpar- hönd, svo að þær gætu einstöku sinnum fengið einhver frí frá sinni vinnu á borð við það, sem svo ótal margir aðrir fá, er þess hafa þó minni þörf? Og væri þetta ekki ein hin áhrifamesta leið til þess að eyða fávíslegum kala og togstreitu milli sveita og kaupstaða? Yrði þetta hinum ungu stúlkum sjálfum ekki reglulegt æfintýri, gæfi það þeim ekki nýja gleði, nýja þekk- ingu á öðrum stéttum þjóðfé- lagsins, jafnvel nýja lífsskoðun? Ef leggja má til grundvallar erlenda reynslu, er líklegast, að hér megi vel takast, ef einu sinni er unnt að koma af stað hreyfingu í þessa átt. Hér er ekki rúm til að bera fram mörg rök því áliti til stuðnings. Við hitt verður látið sitja að benda á, að þess eru mýmörg dæmi er- lendis, þar sem svipuð hreyfing hefir rutt sér til rúms og hér hefir verið drepið á, að ungar stúlkur, oft dætur stóriðjuhölda, embættismanna og ríkisbubba, hafa beinlínis strokið að heim- an til þess að gerast um stund svínahirðar, hænsnahirðar eða eldastúlkur einhvers staðar úti á landsbyggðinni, ef foreldrarn- ir hafa litið á þetta sem niður- lægingu og óhæfu og viljað banna þeim frelsi og sjálfræði í þessum efnum. Annar þröskuldur yrði senni- lega í vegi þessarar fram- kvæmdar. Þeir, sem ættu að verða hjálparinnar aðnjótandi, myndu sumir hverjir vantreysta ókunnugum og lítt lífsreyndum stúlkum til beirra verka, sem þær þyrftu að leysa af hendi. Á því myndi áreiðanlega bera fyrst í stað. En hitt þykist ég þó gerla sjá, að mikill þorri stúlkna, sem á annað borð gæfu sig fram til slíks, sem hér hefir verið rætt um, muni búa yfir þeim þrótti, þeirri atorku, líkamlegri oj and- legri, sem þyrfti til að yfirstíga þau vandkvæði, sem þær yrðu vissulega að glíma við. Jóh. Tónlístarskólínn tekur til starfa 15. sept. n. k. og á sama tíma hefst I. Blocflautu- námskeiff skólans. Umsóknir sendist fyrir 1. sept. til Páls ísólfssonar skólastjóra, sem veitir allar nánari upplýs- ingar. TÓNLISTARFÉLAGIÐ. 100 William McLeod Raine: Flóttamaðurinn frá Texas 191 — En þér er annars kannske alveg sama um þetta. — Ég hlusta. — Þú trúir aðeins því, sem þú villt trúa. Þú ert þrjózkur kjáni. En einu ættir þá þó að trúa: Clem var ekki á skemmtiferðalagi til Sjömílnakofans, hann átti brýnt erindi. — Hvað var það? — Hann sagði það ekki berum orðum, en hann er einn af þeim mönnum, sem eiga erfitt með að halda nokkru fylli- lega leyndu. Hann eirir ekki nema hann sé að gorta. Hann sagðist ekki hafa i hyggju að bíða eftir því að lögin ynnu á þér, heldur gæti endirinn kom- ið þegar minnát vonum varði. — Hvað hefir hann í hyggju, spurði Glint hranalega. — Ég gizka aðeins á það, en ég skal segja þér hvað hann sagði, svo þú getir sjálfur leitt getum að því. Hann sagði að þú myndir halda að Missouri-áin hefði flætt yfir land þitt. Taylor vissi að skeyti hans hafði hæft og Prescott svall móður að baki þessum grimmilegu en ákveðnu augum og hörðu, veðurbörðu andlitinu. Það var sonur hans, sem kvað upp úr með óttann. — Guð komi til! Ef hann sprengdi stífluna! Hann hefir ef til vill þegar gert það, bætti hann við og bar ótt á. Stráknum datt það sama í hug og föður hans, að hver sá, sem staddur væri fyrir neðan Vox-gljúfrin, er það bæri að höndum, myndi drukkna. — Nei, sagði Taylor. — Nei? Við hvað átt þú, spurði Clint. — Ég á við, að hann hafi ekki gert það ennþá. Hann hefir fyrst þurft að fara heim til að hyggja að sárinu. — Hvaða sári? Særði Steve hann? — Nei, sagði Taylor og brosti sínu bitra brosi. — Það er ein sagan enn, sem þú munt ekki trúa. Ég skaut á hann. — Þú? Hvers vegna? — Við skulum alveg sleppa því, það þýðir hvort sem er ekkert að tala um það. Ég er þegar orðinn nógu mikill lygari, eftir því sem þú heldúr. En hvaða bellibrögð, sem Oakland svo hefir haft í huga, þá er þeim frestað. Þú getur treyst því, ef þessi Dean hefir ekki tekið til framkvæmda upp á eigin reikning, en það virtíst ekki vera meiningin. — Þetta er það flóknasta, sem ég hefi heyrt á æfi minni, sagði Bob og gretti sig, — nema þetta sé allt saman þvað- ur úr þér. Clem skýtur á þig og Steve, síðan skýtur þú á Clem, en áður hafið þið verið mestu mátar, og hann hefir “GAMLA BÍÓ—”***11—” ireíða- stjórínn Fyrirtaks mynd. Aðalhlutverk leika: SPENCER TRACY, LUISE RAINER, sem allir muna eftir úr myndunum ,,Sjómannalíf“ og „Gott land“. “0‘*.°-*0— NÝJA BÍÓ— MILJÓÁ í BOÐI (I’ll give a million!) Bráðsmellin a m e r í s k skemmtimynd frá Fox, er sýnir á frumlega fyndinn hátt sögu um miljónamær- ing, sem leiddist auðæfin go gerðist flakkari. Aðalhlutv. leika: WARMER BAXTER, MARJORIE WEAVER og PETER LORRE. Bændur! Munið að hafa ávalt itin ágætu Sjaf nar- júgursmyrsl við Iiendina. Fást hjá haupfélögum og' kanpmöniinni uin land allt. Byrgðír í Reykjavík hjá Samband ísl. samvínnuíélaga Sími 1080. Gula bandið er bezta og ódýrasta smjörlíkið. f heildsölu hjá Samband f si. sam vinnuf élaga Sími 1080. rrr.— - COMMAIN vmoiNU aoAHEmia^ fDER / 20 Slk. fiigf f Pakkínn f ffj 1 Ivþstar '|yKR.|*50^^ [TmgM Á‘&ÍÍJ)j' 1/ ÍJl Fást / ölfum ver. WfttXmKkm — rr „Dettifoss(< fer á laugardagskvöld 19. ágúst vestur og norffur. Aukahöfn: Húsavík. c ftusiorsir. ó simi 5552.Opió J Annast kaup og sölu verffbréfa. ÞÉR ættuff að reyna kolin og koksið frá M.s. Dronning Alexandrine fer mánudaginn 21. þ. m. kl. 6 síffd. til Kaupmannahafnar (um Vestmannaeyjar og Thorshavn). Þar eff allt farþegarúm er upp- tekiff meff skipinu, verffa þeir, sem fengiff hafa loforð fyrir fari, aff sækja farseffla í dag og í síff- asta lagi fyrir hádegi á morgun. Annars verffa farseðlamir seldir öffrum. Skipaafgreiðsla Jes Zimsen Tryggvagötu. Sími 3025. Kolaverzlnn Sigurðar Olafssonar. Símar 1360 og 1933. Vinni& ötullega fyrir Títnann.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.