Tíminn - 17.08.1939, Side 2

Tíminn - 17.08.1939, Side 2
374 TtMITViy, fimiiituclaaiim 17. ágúst 1939 94. blað Hamband l^lands og Danmerkur 5. Tppsögnin. STÆRSTU HLUNNINDI SAMBANDSLAGANNA. í undanförnum greinarköfl- um hafa verið raktir helztu á- gallar sambandslaganna og sýnt fram á, hver hætta væri fólgin í þeim fyrir frelsi og afkomu þjóðarinnar, ef Danir kysu að hagnýta sér þá. Það verða því að teljast stærstu og þýðingarmestu hlunnindi sambandslaganna, að eftir 25 ár var íslendingum í sjálfsvald sett, hvort þeir slíta algerlega öllu stjórnarfarslegu sambandi við Danmörku, tryggja ísland fyrir fslendinga og taka öll mál þjóðarinnar í sínar hendur. Því ber ekki að neita, að til þess að íslendingar gætu þann- ig gerzt alfrjálsir, voru sett mjög torveld skilyrði af Dana hálfu — skilyrði, sem margir þeirra hafa talið víst að íslendinga myndi skorta einingu og samhug til að fullnægja. Þessi skilyrði eru þau, að eftir árslok 1940 getur Alþing óskað eftir endurskoðun sambands- laganna og hafi ekki nýir samn- ingar náðst innan þriggja ára er hægt að fella lögin úr gildi með þjóðaratkvæðagreiðslu, ef 75% atkvæðisbærra manna taka þátt í henni og 75% þeirra, sem atkvæði greiða, samþykkja uppsögnina. Auk þess þurfa % þingmanna að hafa greitt henni atkvæði. Danir geta sagt samningun- um upp með sama hætti. Það er rangt, sem stundum er haldið fram, að við losnuðum við þjóðaratkvæðagreiðslu, ef svo furðulega atvikaðist, að meiri hluti þings léti sér nægja að semja um breytingu á sam- bandslögunum. Þær breytingar ná ekki staðfestingu, nema þeir séu samþykktar með þjóðarat- kvæðagreiðslu, en þá ræður meiri hluti úrslitum. UPPSÖGNIN. Ef íslendingar hagnýttu sér uppsagnarákvæði sambandslag- anna á þann hátt, sem væri í samræmi við fyrri sjálfstæðis- baráttu þeirra og sýndi fullan vilja þeirra til að vera sjálfstæð þjóð, myndi uppsögnin sennilega fara fram á þessa leið: Eftir árslok 1940 óskar Alþingi eftir endurskoðun laganna, ekki vegna þess að það vilji gera nýj- an sambandslagasamning, held- ur til að fullnægja þessu frum- skilyrði sambandslaganna. Svar Dana gæti orðið með tvennum hætti. Annaðhvort að þeir vildu ekki semja neitt eða lýstu sig fúsa til samninga. Velji Danir síðara kostinn eiga íslendingar ekki að slá hendi við því tilboði þeirra, því það bæri merki' um óréttmæta óvináttu. Svar íslendinga ætti að vera eitthvað á þessa leið: Við erum fúsir til að' semja, en ekki til að gera nýjan sambandslagasamn- ing, sem alltaf hlýtur að skoðast sem arfur frá þeim tíma, þegar íslendingar voru kúgaðir af Dönum. Við teljum það ekki heppilegan samningsgrundvöll, ef full og varanleg vinátta á að takast milli þjóðanna. Um höf- uðákvæði sambandslaganna, jafnréttið og utanríkismálin, er það líka að segja, að þau eru ekki lengur neitt samningsatriði af okkar hálfu. Við ætlum að nota okkur til fullnustu þá heimild sambandslaganna, að ísland verði framvegis fyrir ís- lendinga eina, og við teljum ut- anríkismálunum, sökum verzl- uninnar við aðrar þjóðir, bezt borgið í okkar eigin höndum. Um konungssambandið semjum við ekki heldur, því um það höf- um við aldrei samið við danska ríkið. Hinsvegar erum við fúsir til samninga við Dani um öll þau atriði, sem ekki ganga í berhögg við sjálfstæði okkar, og geta orð- ið til þess að auka vináttu og bróðurhug á milli þjóðanna. En slíkir samningar verða að byggj- ast á sama grundvelli og aðr- ir samningar, sem íslendingar gera við erlendar þjóðir, og bera því ekki merki um neitt nánara stjórnarfarslegt samband ís- lands við Danmörku en önnur ríki. í honum gætu falizt ýms gagnkvæm hlunnindi líkt og er t. d. í núgildandi samningum milli Noregs og íslands. Slíkur samningur, sem yrði eins og venjulegur vináttu- og viðskiptasamningur milli óháðra þjóða, hefði því engin áhrif á sambandslögin og gæti ekki komið í staðinn fyrir þau. Vilji Danir ekki semja á þessum grundvelli, sýna þeir að þeir vilja halda gamla undirlægju- stimplinum á okkur áfram, og sú vinátta, sem þeir láta okkur nú í té, byggist ekki á heilindum. Svo illt skal þeim þó ekki ætlað að óreyndu. Hver, sem afdrif þessarar samningagerðar yrðu, myndum við að þremur árum liðnum frá endurskoðunarkröfunni, eða 1944, láta þjóðaratkvæðagreiðsl- una um sambandslögin fara fram og fella þau endanlega úr gildi. ÞÁTTTAKAN. Sú skoðun heyrist stundum, að Danir hafi búið þannig um hnútana, að okkur muni erfitt að ná tilskildri þátttöku í at- kvæðagreiðslunni. Þessi kvíði byggist á misskiln- ing, vegna þess að menn halda að atkvæðagreiðslan þurfi að fara fram með svipuðum hætti og alþingiskosning. í umræðunum um sambands- lögin á síðara þinginu 1918 lýstu þeir Einar Arnórsson og Bjarni frá Vogi, sem báðir áttu sæti í sambandslaganefndinni, því yfir, að engin skilyrði væru fyrir því, hvernig atkvæðagreiðslan færi fram. Hún gæti því staðið í fleiri daga, gæti farið fram í heima- húsum og leggja mætti sektir á menn, ef þeir tækju ekki þátt í henni. Það ætti þvi aö vera hægt að hafa næg ráð til að ná til- skildri þátttöku. En þátttakan ein er ekki nóg. Til þess að sambandslögin falli úr gildi þurfa 75% þeirra, sem greíða atkvæði, að vera með upp- sögninni. Það liggur fyrir yfirlýsing allra stjórnmálaflokká um það, að þeir vilji nota uppsagnarákvæði sambandslaganna „eins fljótt og lög standa til“. En sú þögn, sem ríkt hefir í þessum málum und- anfarið virðist jafnvel geta gef- ið til kynna, að einhver bilbugur sé á ýmsum í þessum efnum. í seinni tíð hefir líka verið á reiki ýms orðasveimur um það, að sumir flokkar hafi ekki tekið af- stöðu í málinu, þótt fyrri yfir- lýsingar þeirra segi allt annað. AFSTAÐA UNGRA FRAMSÓKNARMANNA. Það var þessvegna, sem við ungir Framsóknarmenn ákváð- um á fundi okkar síðastl. vor að hefja sókn í þessu máli. Fyrir okkur vakir ekki að gera þetta mál að okkar máli á þann hátt, að það verði samtökum okkar til pólitísks ávinnings. Þær ásakanir eru algerlega ó- réttmætar. Við höfum áður lýst því yfir, að við álítum þetta mál hafið yfir erjur pólitísku flokk- anna. Við óskum einskis frekar en að þjóðin standi saman um það eins og einn maður. Við ósk- um þess að það valdi engum á- tökum og deilum innbyrðis. En fái einhver undanhalds- og afsláttarstefna að festa ræt- ur, er þessi nauðsynlegi friður, sem vera þarf um sambandsmál- ið, rofinn. Ef horfið verður að einhverju leyti af einhverjum frá fyrri yfirlýsingu flokkanna eða reynt verður að hártoga þær, er sam- bandsmálið illu heilli orðið bar- áttumál. Þess vegna vildum við hefja baráttu gegn afsláttar- Eínkenníleg stórhátíð Það er orðin tízka í kaupstöð- um og stærri kauptúnum hér á landi, að fólk, sem vinnur verzl- unarstörf, taki sér frí frá störf- um einn virkan dag í byrjun ágústmánaðar. í Reykjavík hef- ir verzlunarmannadagurinn ver- ið haldinn hátíðlegur með ýmsu móti af hálfu stéttarfé- lagsskapar verzlunarmanna. Um það út af fyrir sig er ekkert nema gott að segja. En síðustu árin hefir verzlunarstéttin eða ráðamenn hennar sett talsvert einkennilegan svip á þessa hátíð sína. Þeir hafa gert hana að einskonar flokkshátíð fyrir Sjálf- stæðisflokkinn og sérstaklega þann hluta hans, sem hneigist að innfluttum miðaldaaðferðum í stjórnmálum. í fyrra var hinn pólitíski svip- ur hátíðarinnar svo greinilegur, stefnunni í tíma og hindra það, að hún næði fótfestu. Ef til vill er þessi ótti okkar ástæðulaus og það væri langsamlega æski- legast. En það er alltaf bezt að vera undir allt búinn og það er heppilegra að forðast sjúkdóm- inn en að útrýma honum, þegar hann hefir fest rætur. Við höfum því ekki vakið umræður um sambandsmálið til að vekja um það deilur. Við höf- um hafið þær til að reyna að hindra um það deilur, sem hæglega geta skapazt, ef málinu er engin rækt sýnd og ýmsar rangar skoðanir ná að þróast. En við trúum því, ungir Fram- sóknarmenn, að hver íslenzkur maður, sem kynnir sér þetta mál, verði ekki í neinum vafa um það, að þjóðin eigi að nota sér uppsagnarákvæði sambandslag- anna til að tryggja sér fullt frelsi og ísland fyrir íslendinga. Við trúum því ekki, sem Halldór Kiljan Laxness lætur eina sögu- persónu sína segja, að íslend- ingar séu þjóð Ormars Örlygs- sonar, sem fyrirlíti sigurinn, þegar hann sé að nást. En það er okkur jafn ljóst, — og á það leggjum við líka meg- ináherzlu í ávarpi okkar til ís- lenzkrar æsku — að frelsisbar- áttu íslendinga er ekki lokið, þótt þessu marki sé náð. Það er aðeins einn áfanginn. Frelsis- baráttan varir jafnlengi og þjóð- in er til. Það er enn meiri vandi að gæta frelsisins en afla þess. Frelsisbaráttan er háð á fjöl- mörgum sviðum, með baráttu gegn söfnun eyðsluskulda er- lendis, erlendum öfgastefnum og hverskonar viðleitni útlend- inga til áhrifa hér á landi. Frelsisbaráttan er jafnframt í raun og veru fólgin í daglegri breytni og starfi hvers einasta (Framh. á 4. síðu) að félagsskapur verzlunarmanna auglýsti opinberlega, að hann og Sjálfstæðisflokkurinn í Reykja- vík héldu á verzlunarmannadag- inn sameiginlega samkomu á samkomustað Sjálfstæðismanna, Eiði, við Reykjavík. Áreiðanlega kom þetta mörgum mjög á ó- vart. Það er að vísu vitað, að' mikill meirihluti verzlunarstétt- arinnar fylgir Sjálfstæðisflokkn- um að málum og það af alveg eðlilegum ástæðum. En ýmsir starfsmenn verzlunarfyrirtækja fylgja þó auðvitað öðrum flokk- um að málum. Og þeir hafa á- reiðanlega litið svo á, að skemmtisamkoma stéttarinnar þyrfti ekki endilega að hafa á sér pólitískan blæ. En hér var gengið kröftuglega til verks, og það svo að umtal vakti um allt land. Knútur Arngrímsson flutti þar hina frægu ræðu sína, þar sem hann lofaði jöfnum hönd- um oghástöfumSjálfstæðisflokk- inn og nazismann og prédikaði gleðiboðskap tilfinninganna og hins „brennandi ofstækis“. Ræð- an var hneyksli fyrir Sjálf- stæðisflokkinn, enda þorði Mbl. ekki annað en að þvo hendur sínar af henni í öðru orðinu. En þvi meira hneyksli var að hún skyldi vera flutt á skemmtisam- komu félagsskapar, sem í eðli sínu ætti að vera ópólitískur. Forgöngumenn verzlunarstétt- arinnar verða þó auðvitað að ráða því, hversu þeir haga há- tíðahaldi sínu að þessu leyti. Þeir fara þar eftir sinni eigin smekkvísi og eiga um það við sína eigin stéttarfélaga. En nú í ár og hefir það gerzt af hálfu þessara manna, sem með engu móti verður látið viðgangast eftirleiðis. í tilefni hátíðisdags- ins var þeim lánað útvarp ríkis- ins til afnota. Það traust, sem þeim þar með var sýnt, mis- notuðu þeir herfilega í pólitísk- um tilgangi, til árása á fyrrver- andi ríkisstjórn og þann hluta verzlunarstarfseminnar í þessu landi,sem forráðamönnum verzl- unarmannasamtakanna virðist verða ógeðfelldur. Það er að vísu leiðinlegt, að verzlunarmenn skuli sakir póli- tísks ofstækis, ekki geta haldið skemmtisamkomu án þess að hneyksli sé að. En trúnaðarbrot þeirra í útvarpinu þarf að hindra eftirleiðis. Beinast liggur við, að hætt verði að láta sérstakt út- varp fara fram í tilefni þessa dags, enda sýnist þess ekki vera brýn þörf. En þyki stjórn út- varpsins ekki verða hjá því kom- ist, að erindi heildsalamálstað- arins sé rekið í útvarpinu þenn- an dag, verður að gera kröfu til þess að fulltrúar frá samvinnu- félögum landsins fái þar einnig ræðutíma. Fhntudaginn 17. ágúst Skrauthýsí eða kartöilur og smjör! Fyrir nokkru var birt tilkynn- ing þess efnis, að hætt yrði að blanda smjör í smjörlíki, sökum þess að smjör væri ekki fáanlegt til slíkrar blöndunar. Þótt undarlegt megi virðast hafa þessi tíðindi vakið frekar litla athygli. En þau gefa það glöggt til kynna, hversu fjarri fari því, að þjóðin fullnægi feit- metisþörf sinni, og árlega verði því að flytja inn erlent feitmeti fyrir nokkur hundruð þús. kr. Þegar litið er á hina miklu gj aldeyriserfiðleika þj óðarinnar og atvinnuskortinn í kaupstöð- unum hlýtur flestum að finnast þetta ískyggileg staðreynd. Með hæfilegri aukningu mjólkurframleiðslunnar og bættri nýtingu hennar, gæti þjóðin alveg sparað sér að eyða erlendum gjaldeyri á þennan hátt, tryggt sér hollara feitmeti og skapað aukna atvinnu í land- inu. Samkvæmt verzlunarskýrslum hefir innflutningur kartaflna siðastliðin 10 ár numið samtals 3 miljónum kr. eða 300 þús. kr. á ári til jafnaðar. Þrátt fyrir þennan innflutning er neyzla á kartöflum nær þrisvar sinnum minni hér en í Norður-Noregi, þar sem skilyrði eru á ýmsan hátt svipuð og á íslandi. Það er talið, að í Norður-Nor- egi sé árleg neyzla af kartöflum 150 kg. á mann. Þótt núverandi kartöfluframleiðsla okkar þre- faldist, þyrfti neyzlan ekki að verða nema 123 kg. á mann til þess að öll uppskeran seldist innanlands. Á þessu má marka, hversu aftarlega vér stöndum á þessu sviði. Þetta tvennt, sem hér hefir verið nefnt, sýnir mæta vel að enn er langt frá því, að allir möguleikar til aukins landbún- aðar hér hafi verið hagnýttir. Það mætti nefna margt fleira, sem sýnir, að verulega skortir á, að þjóðin noti eins mikið af framleiðslu landbúnaðarins til daglegra þarfa, bæði matar og fatnaðar, og allar aðstæður krefja. Þetta myndi okkur verða enn ljósara, ef afli brigðist verulega við sjávarsíðuna og við neydd- umst því til að draga verulega úr kaupum á erlendum varningi. Þessir ónumdu möguleikar landbúnaðarins hafa verið van- ræktir á undanförnum árum, því að þeir hafa ekki þótt eins arðvænlegir og húsabyggingar og annað þessháttar brask á möl- inni. Þess vegna hafa pening- arnir farið þangað, en ekki upp í sveitirnar. En það mun sýna sig, ef eitthvað kreppir að, að skrauthýsin í Reykjavík verða léleg brynja gegn erfiðleikunum og munu þá reynast okkur litlar sárabætur í staðinn fyrir kar- töflur og smjör! Það verður að vera eitt helzta verkefni næstu ára, að beina straum fjármagnsins inn á þá braut, að þessir möguleikar til aukins landbúnaðar í sveitum og við sjávarþorp, verði hag- nýttir til fulls. Sú vanræksla má ekki leiða til þess, að yfir þjóð- inni vofi hallæri, jafnskjótt og eitthvað ber út af með þorsk- og síldveiðarnar. Það verður að beina fjármagninu og fólkinu þangað, sem það getur skap- að sér lífvænleg atvtfnnuskil- yrði, en hætta að hrúga því sam- an, þar sem atvinnumöguleik- arnir eru þrotnir og atvinnu- bótavinna og fátækrafram- færsla eru ein helztu bjarg- ræðin. í stað þess að byggja rándýr skrauthýsi á slíkum stöðum verður að bæta skilyrðin til þess að fólk geti dvalið þar, sem viðunandi afkomumögu- leikar eru fyrir hendi. í fjármálalífi landsins þarf sú stefna að verða ráðandi, að það sé mikilvægara að framleiða kartöflur og smjör en að byggja skrauthýsi á mölinni, sem hvíla síðan eins og mara á athafnalífi landsmanna og standa þvi fyrir þrifum. Skuld Dana Sjálfstæðisbaráttu íslendinga á dögum Jóns Sigurðssonar má með eðlilegum hætti skipta í þrjá hluta: Stjórnarskrármálið, verzlunarmálið og fjárhagsmál- ið. Verzlunarmálinu var ráðið til lykta árið 1854, er verzlun á íslandi var gefin frjáls að fullu og öðrum þjóðum en Dönum gert mögulegt að reka viðskipti við íslendinga. Um stjórnarfar íslands var ákveðið til bráða- birgða í stjórnarskrá Kristjáns konungs níunda 1874, er Alþingi fékk löggjafarvald, og síðari breytingar á stjórnarfarinu og sambandinu við Dani eru al- almenningi kunnar í aðalatrið- um. Þriðji þáttur sjálfstæðis- baráttunnar mun hins vegar að verulegu leyti horfinn úr minni manna, enda verið fremur hljótt um hann á þessari öld. Þó er svo talið, að einnig þessi þáttur, fjárhagsmálið, hafi verið tekinn til meðferðar, er sambandslögin voru gerð 1918, og fengu þar af- greiðslu nokkra. En almenningi til fróðleiks og íhugunar skal nú rifjað upp í höfuðatriðum, hvers eðlis fjárhagsmál þetta var og hversu það var rekið af hálfu þess manns, er forystu hafði fyrir íslendingum. Þess er þá fyrst að geta, að um miðja 19. öld var það almenn skoðun hjá stjórnarvöldum Dana, að ísland væri fjárhags- lega byrði á hinu danska ríki. Samkvæmt niðurstöðum þeirra hrukku tekjur af landinu hvergi við ísland nærri fyrir útgjöldum og var tal- ið, að tekjuhallinn næmi 20—30 þúsund ríkisdölum á ári. En til þess að gera sér grein fyrir þeirri upphæð og öðrum, sem hér verða tilgreindar, verður að hafa það í huga, að 30 ríkisdalir í mynt þeirra tíma voru taldir jafngilda einu kýrverði. Sam- kvæmt því geta menn svo breytt upphæðunum í krónur vorra tíma. Um þetta leyti var ein- veldi konungs afnumið og lög- gjafarþing Dana fékk fjárveit- ingavaldið í sínar hendur. Fjár- veitingin vegna tekjuhalla ís- lands mæltist þar fljótt illa fyr- ir og þótti þingmönnum hart að greiða af hendi þetta gjald úr ríkissjóðnum og það því fremur, sem tekjuhallinn virtist fara vaxandi. Þetta ýtti undir dönsku stjórnina að skilja fjárhag ís- lands frá fjárhag Danmerkur og fá íslendingum fjármálastjórn- ina í hendur, gegn því að þeir létu landið bera sig framvegis. Var þetta ráð því vissulega fremur tekið af umhyggju fyrir ríkissjóði Dana en íslending- um. En á meðan verzlunin enn var ófrjáls, þótti stjórninni tæpast fært að koma þessari skipun á með því, að ekki væru tök á því fyrir íslendinga að afla tolltekna í landssjóð. í þessu sambandi er svo þess að geta, að Jón Sigurðsson hafði fljótlega eftir að hann hóf af- skipti sín af stjórnmálum (um 1840) gert all rækilegar at- hugasemdir við hinn umtalaða tekjuhalla á reikningum íslands. Komu þær athugasemdir fram í málgagni hans, Nýjum félags- ritum, og í ræðum hans á hinu endurreista Alþingi, er saman kom í fyrsta sinn^árið' 1845. Voru færð rök að því svo glögg, að ekki verður um villzt, að reikningarnir voru í meira lagi ógreinilegir. Kom það m. a. af því, að viðskipti íslands voru í tvennu lagi, bæði tekjur og gjöld. í Reykjavík var svokall- aður Jarðabókarsjóður undir umsjá landfógeta og var það aðal landssjóðurinn. En sumar tekjur af landinu fóru fram hjá þessum sjóði og beint í ríkissjóð Dana, en úr honum voru aftur á móti greidd sum gjöld vegna landsins og tekjuhalli sá, er á Jarðabókarsjóðnum varð. Kom það þá á daginn, að gjöldum vegna íslands var ruglað saman við önnur gjöld, svo að þeir, sem skil áttu að kunna á niður- stöðum, vissu hvorki upp né niður, og gefur þá að skilja, að ekki hafi verið mikið á umsögn- um þeirra að byggja. Árið 1835 er t. d. um 30 þús. rd. útgjalda- liður, sem nefndur er „til kristniboðs & Grænlandi og fiskveiða við ísland“ og næstu tvö árin er haldið áfram sömu færslunni „til kristniboðs og fiskveiða“ 21206 rd. í silfri og 7625 rd. 38 sk. í seðlum og „til fiskveiða og kristniboðs“ 16000 rd. í silfri og 1455 rd. í seðlum (Ný félagsrit 22. ár„ bls. 61—62). Það skal tekið fram, að styrkurinn „til fiskveiða“ voru verðlaun handa konungsskipum, sem voru á skaki hér, og ekki ástæða til að láta ísland bera kostnað af því. Höfuð athugasemd Jóns Sig- ur'ðssonar var þó sú, að vantald- ar væru tekjur íslands, þar sem því væru ekki reiknaðir vextir af innstæðum og sjóðum, sem væru réttmæt þjóðareign ís- lendinga, en í vörzlum konungs og síðar ríkissjóðs Dana. Og er þá komið að meginefni fjár- hagsmálsins og deilu þeirrar, sem um það varð milli Jóns Sig- urðssonar og forsvarsmanna danskra hagsmuna. Umræður og átök um það mál urðu aðal- lega á sjöunda tug aldarinnar, eða frá 1862—71. Stjórn Dana ákvað að lokum, nokkrum árum eftir að verzlun- in var orðin frjáls, að láta til skarar skríða um skilnað fjár- hagsins. Hinn 20. sept. 1861 skip- aði konungur fimm manna nefnd til að gera tillögur í mál- inu. í nefndinni voru Tscher- ning herforingi, sem var for- maður nefndarinnar, Bjerring prófessor, Nutzhorn skrifstofu- stjóri í innanríkisráðuneytinu, Oddgeir Stephensen forstöðu- maður íslenzku stjórnardeild- arinnar í Kaupmannahöfn og Jón Sigurðsson forseti hins ráðgefandi Alþingis íslendinga. Nefndin vann að verkefni sínu þangað til í júlímánuði árið eftir. Skilaði hún þá til konungs nefndaráliti í þrennu lagi. Jón Sigurðsson reri þar einn á bát. í nefndaráliti sínu lagði hann grundvöllinn að fjárhagskröfu íslendinga. Gerði hann áður en nefndarálitið var kunnugt, op- inberlega grein fyrir afstöðu sinni með ýtarlegri ritgerð í Nýjum félagsritum 1862. Er sú ritgerð til grundvallar því, sem hér er sagt. Þess verður að minnast nú og æfinlega í sambandi við sjálf- stæðisbaráttuna, að Jón Sig- urðsson var einn hinn ötulasti og skarpskyggnasti fræðimað'- ur, sem uppi hefir verið í nor- rænum bókmenntum og ís- lenzkri sögu. Kröfu sína um stjórnarfarslegt frelsi handa ís- lendingum byggði hann á sögu- legri þekkingu, sem hann hafði sjálfur aflað sér með rannsókn á sambandi íslendinga við hina norsku og dönsku konunga á ýmsum öldum. Krafa hans á hendur Dönum í því efni var ekki fyrst og fremst þjóðernis- krafa heldur réttarkrafa, að' lögum. Sömu leið fór hann í fjárhagsmálinu. Hann lagði fyr- ir sjálfan sig spurninguna: Hve mikil verðmæti hefir ísland látið af hendi til Danakonunga á umliðnum öldum, hvað hefir komið á móti, og hvernig standa þeir reikningar nú? Til þess að fá vitneskju um þetta þurfti mikla vinnu. Þessa vinnu hafði Jón innt af hendi smátt og smátt á 20 árum. Forn- ar jarðabækur, reikningar frá liðnum öldum í skjalasafni kon- ungs, ritgerðir fróðra manna á ýmsum tímum o. s. frv. gáfu honum svarið. Hann kom því ekki óviðbúinn að samninga- borðinu. Hann var við því búinn fyrir löngu að gera ákveðnar kröfur og rökstyðja þær með tölum.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.