Tíminn - 17.08.1939, Page 3

Tíminn - 17.08.1939, Page 3
94. blað TÍMIM, fimmtudagiim 17. ágúst 1939 375 H E I M I L I Ð B Æ K U R Hátföisdagar og hvíldarviknr. Það er ekki ósjaldan, sem þess verður vart, að eigi allfáir óttast að ýmsar góðar dyggðir með þjóðinni séu að fjara út og ný og óheillavænlegri sjónar- mið að ryðja sér til rúms. Marg- ir telja, að sjálfsbjargarvið- leitni, eljusemi og vinnuhneigð fari yfirleitt þverrandi. Það mun þó hið sanna, að þetta á sér ekki stað, að þvi er tekur til verulegs hluta þjóðarinnar. Ég á við sveitafólkið. Hvar í sveit sem er, er atorkusemi og elju- semi mikilsvirtar dyggðir, sem þorri fólks ástundar. En hitt á sér stað, og er afleiðing fólks- vöntunar, að sveitabúarnir eru of hlaðnir störfum, eiga fá eða engin tækifæri til þess að létta sér örlítið upp frá daglegum önn um. Þetta á einkum við hús- freyjurnar. Á seinustu árum hafa verið gerðar lítilsháttar til- raunir til að ráða bót á þessu. Það hefir verið reynt að efna til svokallaðrar hvíldarviku fyr- ir húsmæður í að minnsta kosti einum héraðsskóla landsins og sum kaupfélögin, einkum þó Kaupfélag Norður-Þingeyinga og Kaupfélag Borgfirðinga, hafa á myndarlegan hátt gert konum á félagssvæðum sínum kost á skemmtiferðalögum, sem höfðu ekki nein fjárútlát í för með sér fyrir þátttakendurna. Nokk- uð í sömu átt miðaði sú tillaga, sem borin var upp og samþykkt á aðalfundi stjórnar Sambands ungra Framsóknarmanna á Ak- ureyri í vor, að skora á Búnað- arfélag íslands að gangast fyrir því, að efnt yrði til almenns hátíðardags um Jónsmessuleytið ár hvert, er nefndur yrði bænda- dagur. Bak við þessa tillögu virðist hafa búið sú tilfinning, að þótt mikið sé um skemmt- anir, hvar sem er á landinu, þá skorti í rauninni hátiðisdaga og samkomur, sem hið eldra fólk geti fellt sig við, sótt, notið og haft sanna ánægju af. Öll þessi viðleitni er góð og þakkarverð og allar þessar leiðir á að fara til þes að skapa einn- ig hinu eldra og vinnulúnara fólki upplyftingu og tilbreyt- ingu. En ennbá er þessi háttur of fátíður og strjáll til þess að vera fastur og árlegur liður í lífi fólks. Ég þykist vita, að kaupfélög þau, er haft hafa forystuna í því að bjóða húsfreyjunum, sem annars eiga tíðum lítinn kost skemmtiferðalaga, að kynn- ast nálægum héruðum, muni fylgja uppteknum hætti og mörg önnur muni fylgja gefnu fordæmi með sama myndarskap Freyr. Ágústhefti búnaðarblaðsins Freys er nýkomið út. Eru í því tilkynnt ritstj óraskipti, er orðið hafa við Frey, þannig, að Matu- salem Stefánsson lætur af rit- stjórninni, en við tekur Árni G. Eylands. Fyrst um sinn mun Metúsalem þó gegna starfi þessu áfram,þar eö Árni er nú erlendis. í þessu hefti eru helztar grein- ar um búnaðarfræðsluna eftir Ragnar Ásgeirsson garðyrkju- ráðunaut, og er það fyrri hluti erindis, er hann flutti á búnað- arþinginu í vetur; um fóður- tryggingu og kjarnfóður eftir ís- lenzkan námsmann í Kaup- mannahöfn, Gísla Kristjánsson, og fylgja grein þessari fræðileg- ar upplýsingar um heyverkun og fóðurgildi heys; um nautið Her- rauð á Ytri-Tjörnum eftir Jónas Pétursson á Hranastöðum; um nýmjólk og mjólkuriðnað eftir Sigurð Pétursson gerlafræðing; að lokum ítarlegar skýrslur og frásögn um refasýningarnar haustið 1938. Meðal annars er þar skrá um alla silfurrefi, er fyrstu verðlaun hlutu á þessum sýningum, og alla verðlaunaða blárefi. En sýndir silfurrefir voru alls 651, þar af fyrstu verðlauna dýr 169, og blárefir alls 75, þar af alls verðlaunaðir 53. Hér eru aðeins taldar upp hinar helztu greinar í ritinu. Um margar þeirra væri ástæða til að fara fleiri orðum og vekja nánari athygli á þeim. En þó er því sleppt, þar sem ætla má að ritið sjálft komi fyrir augu meg- inþorxans af bændum og búand- fólki. og sömu umhyggju fyrir sínu fólki. Ég þykist og vita, að hugmynd hinna ungu Framsóknarmanna um bændadag muni, með til- styrk búnaðarsamtakanna, víða um land skapa árlega hátíð, þegar hið eldra fólk, sérstaklega sem annars sækir litt skemmt- anir, getur látið hversdagsann- irnar niður falla og gefið eðli- legri gleðiþörf lausan taum einn dag á ári. Ég þykist loks sjá, að hug- myndin um hvíldarviku fyrir húsmæður í sveit í hinum mörgu og góðu sveitaskólum landsins, sé hin bezta. Og um þessa hug- mynd vildi ég ræða nokkuð ít- arlegar. Það mun öllum liggja í augum uppi, að slíkar hvíldar- vikur gætu og ættu að hafa bæði gagn og gleði í för með sér. Þær væru í senn hvíld frá annríki heimilis og búgæzlu og regluleg- ur námstími, sem gæfi hús- mæðrunum kost á að kynna sér (Framh. á 4. siðu) í stuttu máli sagt varð það niðurstaða Jóns, að ísland gæti með sanngirni talið sig eiga inni hjá ríkissjóði Dana sem svaraði 3 miljónum ríkisdala auk tveggja stórra sjóða, kollektu- sjóðs og mjölbótasjóðs, sem stofnaðir höfðu verið handa ís- landi, og nokkurra minni sjóða, sem of langt er að telja. Þessar 3 miljónir voru andvirði seldra konungsjarða og jarðeigna bisk- upsstólanna íslenzku, peningar og gripir, sem konungur hafði hirða látið fyrr á öldum frá ís- lenzku dómkirkjunum og hluti af verzlunarágóða Dana á ís- landi á 17., 18. og 19. öld. Hinar svokölluðu konungs- jarðir urðu flestar á sínum tíma konungseign á þann hátt, að konungur tók undir sig eignir íslenzku klaustranna um siða- skiptin á 16. öld. Margar jarðir fékk konungur líka í sektarfé frá mönnum, sem dæmdir voru fyrir brot gegn lögum eða kon- ungsboði. Bæði hjá kirkju- og konungsmönnum var það, eins og kunnugt er, stórfellt hags- munamál öldum saman, að koma fram kærum á hendur mönnum, einkum þeim, er efn- aðir voru, enda minnir hið gamla sektamat á tegundum af- brota, t. d. skírlífisbrota, meira á verðlagsskrá en hegningarlög. En nóg um það. Seint á 17. öld seldi konungur einum höfuðs- manna sinna hér, Henrik Bjelke, allmikið af jarðeignum sínum og síðar hélt sala konungsjarð- anna áfram öðru hverju unz það, sem eftir var, var gert að íslenzkum þjóðjörðum á 19. öld. Biskupsstólarnir á Hólum og í Skálholti áttu og feikna mikl- ar járðeignir, og skyldi eftir- gjaldi þeirra varið til skóla- halds, biskupslauna og annarra þarfa stólanna. En um aldamót- in 1800 tók konungur stólsjarð- irnar undir sig og seldi mestan hluta þeirra. í gömlum jarðabókum aflaði Jón sér vitneskju um, hversu hátt afgjald jarðanna hafði ver- ið fyrr á tímum, talið í landaur- um. í nýjustu gögnum sá hann, hvað eftirgjald konungs- og stólseignanna var á þeim tíma, sem hann lauk rannsókn sinni. Reikningsaðferð hans var þessi: Hann taldi saman heildarupp- hæð eftirgjalds konungsjarð- anna á 16. öld, í landaurum, og dró frá því heildarupphæð eft- irgjalds konungseignanna, sem eftir voru 1862, sömuleiðis í landaurum, og fann þannig út, hve mikið landskuldarverð þess- ara jarðeigna hafði minnkað frá því á 16. öld. Á sama hátt taldi hann saman eftir jarða- bókum eftirgjald stólsjarðeign- anna í landaurum um það leyti, sem konungur tók þær jarðir. Landauraverði hinna töpuðu eftirgjalda breytti hann síðan í peningaverð, árið 1862, þar sem kýrverð eða hundrað á lands- vísu var metið til 30 ríkisdala*). Töldust þá hin töpuðu eftir- gjöld konungsjarðanna 34755 rd. 40 sk. og stólsjarðanna 31769 *) Til samanburðar um breyt- ingu verðlags og myntar er það að kýrverð er á 16. öld 4 gamlir dalir. rd. 52 sk. Taldi Jón, að upphæð- ir þessar ætti Danir að greiða íslendingum árlega sem vexti af tapaðri innstæðu eða inn- stæðuna sjálfa ella. Gripir þeir, er teknir voru úr kiTkjum um siðaskiptin telur Jón að nemi um 50 þús. rd. samkvæmt kvittunum frá þeim tíma og peningar um 10 þús. rd. Er þar innstæða, sem svarar 2400 rd. í vexti með 4% á ári, ef höfuðstóllinn er ekki greidd- ur. Þá kom Jón að tekjum Dana af verzluninni við ísland í þau 254 ár, sem hún hafði verið bundin með lögum til hagsmuna fyrir konung og hina dönsku kaupmenn. Aðferð hans var þar sú, að áætla sem næst ár- legan hagnað af verzluninni fyrr og síðar. Studdist hann þar við reikninga og álit frá ýmsum tímum og komst að þeirri nið- urstöðu, að áTlegur hagnaður myndi að jafnaði hafa verið um 200 þús. rd. allt tímabilið. Af þessu vildi hann ætla í hlut ís- lendinga hlutfallslega við fólks- fjölda þess móts við fólksfjölda alls Danaveldis 1862 eða +40. En það voru þá 5000 rd. á ári eða 1270000 rd. allan tímann. 4% ársvextir af þeirri upphæð er 50800 rd. Samkvæmt því, sem nú hefir verið talið, hélt Jón því fram, að ísland ætti að „eiga heimting á, þegar fjárhagur þess verður að- skilinn frá Danmörku, að fá af Danmörk“ annaðhvort ársvexti, sem svaraði nálega 120 þús.ríkis- dölum (34755+31769+2400+ 50800 rd.) eða 3 miljónir ríkis- dala í eitt skipti fyrir öll. En auk þess vildi hann láta skila mjölbótasjóði, kollektusjóði og nokkrum smærri sjóðum. Mjölbótasjóðurinn var stofn- aður á 18. öld af sektarfé, sem einokunarkaupmönnum var gert að greiða fyrir að hafa flutt skemmda kornvöru til íslands, og skyldi upphaflega vetja hon- um til styrktar íslenzkum at- vinnuvegum. Árið 1844 taldist sjóður þessi 7500 rd., en þá lét konungur eyða honum. í kollektusjóðnum átti að vera mikið fé. Hann var myndaður af samskotum, sem fram fóru, í Danmörku og Noregi til hjálpar íslendingum vegna Skaftáreld- anna. Af þessu fé var aldrei nema lítill hluti greiddur hinu bágstadda fólki, en meginhlut- ann skyldi geyma og ávaxta til hjálpar í neyð á íslandi. Síðar var þessu fé varið á ýmsa vegu. En Jóni Sigurðssyni taldist svo til, að sjóðurinn hefði árið 1862 átt að vera orðinn upp undir 600 þús. ríkisdala með vöxtum og vaxtavöxtum. Yfirleitt ætlaðist Jón þó svo sem sjá má hér að framan ekki til þess að áfallnir vextir eða vaxtavextir yrðu reiknaðir af verðmæti því, er gengið hefði frá íslendingum til Dana fyr á öld- um. Enda hefði þá orðið um gíf- urlegar fjárhæðir að ræða. En til fróðleiks reiknaði hann út, að andvirði þeirra jarða einna, sem Bjelke voru seldar á 17. öld, ætti árið 1862 að vera orðið um 40 miljónir ríkisdala! í rannsóknum Jóns Sigurðs- sonar var, eins og gefur að skilja, maTgt annað um fjárhagsleg viðskipti Danakonunga við ís- land á fyrri tímum. En mjög eru þau viðskipti á einn veg alla tíð og konungi í hag, enda var sjaldnast neinu sem heitir varið til útgjalda hér á landi. Helzt má þar telja framlög konungs til ullarverksmiðjanna íslenzku á 18. öld fyrir atbeina Skúla Magnússonar. Jón Sigurðsson færir að því gild rök, að jafnvel þótt eigi séu taldar tekjur af jarðeignum né verzluninni, hafi konungur þar fyrir utan haft allverulegar tekjur af landinu fram yfir útgjöld. Um tekjur konungs af íslandi á 16. og 17. öld, er mjög fróðlegt erindi I riti dr. Páls E. Ólasonar: Menn og menntir III. bindi. En í þann tíma tíðkaðist það mjög, að höfuðsmönnum væri leigðar landstekjurnar „upp á hlut“, þannig, að þeir guldu ákveðna upphæð, til konungs, en hirtu sjálfir afganginn. í áðurnefndri ritgerð J. S. í Nýjum félagsritum er m. a. skrá um tekjur þær, er konungur sjálfur hafði af einokunarverzl- uninni frá 1602, er hann seldi hana fyrst á leigu, fram til 1786, er verzlunin var gefin „frjáls öllum þegnum Danakonungs“. Er skýrsla þessi byggð á kon- ungs Teikningum, sem J. S. rannsakaði. Hæst var verzlunar- leigan á árunum 1706—-1720 eða 151425 ríkisdalir á ári, og var það laglegur skildingur. En lægst var leigan 7 þús. rd., á árunum 1764—1773. Sjálfur Tak konung- ur verzlunina í 16 ár á síðara hluta 18. aldar og áætlar J. S. hagnað hans þau ár jafnan hinni lægstu leigu (7 þús. rd.). En niðurstaðan er sú, að sam- tals hafi verzlunarleigan í 185 ár (1602—1786) numið 8.481.655 ríkisdala, án þess að vextir séu reiknaðir. En ekki byggði J. S. kröfuna um endurgreiðslu verzlunarhagnaðar á þessari upphæð, heldur reiknaði hann hana út á annan hátt eins og áður hefir verið frá sagt. Eins og áður er sagt féllust meðnefndarmenn Jóns ekki á stefnu hans í þessu máli. Þeir viðurkenndu ekki (nema þá í öðru orðinu), að ísland ætti réttarkröfu til endurgjalds. Hins vegar byggðu þeir (og síðar stjórnin danska) tillögur sínar á svokallaðri „ástandskröfu“, m. ö. o. vildu ákveða árgreiðslur úr ríkissjóði til íslands eftir því sem þáverandi fjárhags-„á- stand“ landsins heimtaði til að ráða bót á tekjuhallanum. Og sú upphæð var að þeirra dómi miklu lægri. Milli þessara tveggja ólíku sjónarmiða stóð barátta*) þang- að til 1871, að konungur gaf út stöðulögin og ákvað tillagið til íslands með tilliti til „ástands“- kröfunnar 30 þús. rd. á ári um allan ókominn tíma og nokkurt aukatillag um takmarkaðan tíma. Enginn vafi er á þvi, að rök- semdir J. S. höfðu áhrif á hina endanlegu ákvörðun tillagsins. En opinberlega viðurkenndi stjórnin ekki réttargrundvöll þann, er hann hafði byggt á. Hún leit á tillagið, sem styrk en ekki endurgreiðslu og ákvað það mikið lægra en J. S. taldi sann- gjarnt. Eftir að Jón Sigurðsson féll frá varð miklu hljóðara en áður um fjárhagsmálið. Þessum þætti baráttu hans var ekki haldið á- fram með sömu orku og bar- áttunni fyrir frjálsu stjórnar- fari. Síðan sambandslögin 1918 fengu gildi, hafa Danir ekkert árgjald innt af hendi, en leifar þess eru hinn svokallaði sátt- málasjóður, að upphæð 2 milj- ónir króna, og er önnur miljón- in í vörzlu háskólans í Reykja- vík en hin í vörzlu háskólans í Kaupmannahöfn. G. G Hraðferðir B. S. A. Alla daga nema mánudaga um Akranes og Borgames. — M.s. Laxfoss annast sjóleiðina. Afgreiðslan í Reykjavík á Bifreiðastöð íslands, sími 1540. líiíreiðastöð Akoreyrar. TIl auglýsenda! Tíminn er gefinn út í fleiri eintökum en nokk- urt annað blað á íslandi. Gildi almennra auglýs- inga er í hlutfalli við þann fjölda manna er les þær. Tíminn er öruggasta boðleiðin til flestra neyt- endanna í landinu. — Þeir, sem vilja kynna vör- ur sínar sem flestum auglýsa þær þessvegna í Tímanum -ra *) Frá meðferð þessa máls á Alþingi og annars staðar, ef ít- arlega sagt í hinu mikla riti dr. P. E. Ó. um Jón Sigurðsson, IV. og V. bindi. Innheimtumenn! Vinnið ötullega að innheimtu og útbreiðslu Timans í ykkar sveit. Svarið fljótt bréfum frá mnheimtu blaðsins í Reykjavík, )g gerið skil til hennar svo fljótt íem möguleikar leyfa. Tíminn er ódýrasta blaðið, sem gefið er út á íslandi. Orðsending til Tímamanna. Tíminn biður Tímamenn, hvar sem er á landinu, að senda við og við fréttabréf úr byggðarlög- um sínum. Ekki hvað sízt væri kært að fá slík bréf úr byggð- arlögum, sem annars er sjaldan getið um i fréttaflutningi blaða og_ útvarps. í öllum slíkum bréfum verður að skýra greinilega og ítarlega frá hverju einu, sem um er rit- að, og vanda alla frásögu, svo að hvergi skeiki þar réttu máli né um misskilning geti orðiö að ræða, og ókunnugir geti gert sér það skýrt í hugarlund, sem ver- ið er að lýsa. Loks er mjög þýð- ingarmikið, að allar fréttir, sem bréfin herma frá, séu sem allra nýjastar. Hið sama gildir um dánarfregnir og afmælisfregnir, sem eru blaðinu sendar. Minni háttar fréttir, t. d. um samkomur og fundi, félagsaf- mæli og fleira, er lítils virði, þegar er um langt liðið, þótt fréttnæmt sé um það leyti, sem það gerist. í slíkum fréttabréfum getur verið gott að miða frásögnina við það, sem gæti orðið öðrum héruðum til fyrirmyndar og eftirbreytni. Nú hlakka ég tU að fá kaffi- sopa með Freyjukaffibætis- dufti, því þá veit ég aff kaff- iff hressir mig Hafiff þér athugaff þaff, aff Freyju-kaffibætisduft inni- heldur ekkert vatn, og er því 15% ódýrara en kaffi- bætir í stöngum REYNIÐ FREYJU-DUFT 192 William McLeod Raine: Flóttamaðurinn frá Texas 189 rætt fyrirætlanir sínar við þig. Þetta er laust við að vera skynsamlegt. — Þá er útrætt um það, sagði Taylor með sinni venjulegu hæðni. — Hvers vegna ættir þú að hafa ver- ið að bíða og líta eftir Steve, eins og þú segist hafa gert, þar sem hann var að elta þig og þú gazt hraðað þér á burt? — Það virðist ekki sennilegt, eða hvað, spurði Taylor. — Það væri samt eðlilegt af mér að bíða í Sjömílnakof- anum frá því um miðnætti og þangað til klukkan þrjú eða fjögur daginn eft- ir, til þess að bíða eftir tækifæri til að drepa Walsh, eftir að mér hafði tekizt að flýja? Verjandi minn ætti að fá mig sýknaðan á þeim grundvelli að ég væri ruglaður, ef ég hefði gert það, eða finnst ykkur það ekki? — Annaðhvort beiðst þú þar eða komst aftur. Hvorugt virðist þó senni- legt. — Nema ég hefði komið þangað aft- ur gagnstætt vilja mínum. — Þú varst þó frjáls maður, eða var ekki svo? — Ekki fremur en ég er núna. Clint Prescott var jafn undrandi og sonur hans. Hann vissi að Taylor laug þessu ekki upp frá rótum. Það var að minnsta kosti sannleiksþráður , frá- sögn hans. Hann hafði hitt Clem Oak- legt hvernig hægt var að hlaða einu at- riðinu ofan á annað og byggja úr þeim eina geysistóra lygi. Feðgarnir skiftust á um að vaka yfir fanganum þessa nótt. Þeir létu fyrir- berast undir berum himni og skrjáfið í furutrjánum ómaði í eyrum þeirra. Við morgunverðinn losuðu þeir hend- ur fangans sem snöggvast, svo hann gæti etið, en annarhvor þeirra hafði stöðugt vakandi auga með honum. — Þekkið þið mann, sem heitir Ed Flannigan, spurði Taylor, er þeir sátu og reyktu vindlinga, áður en þeir lögðu af stað eftir morgunverðinn. — Ég ætti nú að.kannast við hann, svaraði Prescott. — Hann vann einu sinni hjá mér, en stal frá mér fénaði. Svo lenti hann í fangelsi fyrir að ræna póstvagn. — Hann var með Oakland. — Það er ekkert nýtt, hann gekk í félag við Clem undir eins og hann var laus úr steininum. — Þeir minntust á annan náunga, sem þeir kölluðu Dean. Hann sá ég ekki, en mér skildist að hann væri upp við Featherlandsstífluna á rannsókn- arferð. Það leit svo út, sem Clint Vildi endi- lega horfa í gegn um Taylor. — Svo-o, sagði hann.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.