Tíminn - 29.08.1939, Blaðsíða 3

Tíminn - 29.08.1939, Blaðsíða 3
99. blatS TfMEVN, |»rigjadaginn 39. ágiist 1939 395 A N X A L L ÍÞRÓTTIR Útsvör — Dráttarvextír. Hraðferðír B. S. A. Dánardægur. Þorsteinn Gíslason fxá Sól- bakka í Garði andaðist í Lands- spítalanum 25. ágúst af afleið- ingum brunasárs, er hann hlaut í Hveragerði um næstliðna helgi. Jón Guðmundsson á Huldu- hóli í Húsavík lézt síðastliðinn laugardag, 26. ágúst. Hann var rúmlega 101 árs gamall, fædd- ur 2. júlí 1838, og talinn elzti maður landsins. Friðþór Steinholt, kaupmaður í Reykjavík, andaðist 22. ágúst síðastliðinn, rösklega fimmtug- ur að aldri. Hann var Seyðfirð- ingur að uppruna og rak um skeið gistihús á Seyðisfirði og sinnti jafnhliða nokkuð útgerð og verzlun. Eftir það var hann um nokkurra ára skeið í Nor- egi við ýms verzlunarstörf. Eftir heimkomu sína settist hann fyrst að á Akureyri, en hvarf nokkrum tíma síðar til Reykja- víkur. Friðþór var giftur norskri konu, Lovise Skaug, er lifir mann sinn. Afmæli. Sigurjón Markússon stjórnar- ráðsfulltrúi átti sextugsafmæli 27. ágúst. Hann er sonur Mark- úsar skólastjóra Bjarnasonar og Bjaxgar Jónsdóttur, konu hans. Hann nam lögfræði við Kaup- mannahafnai'háskóla, að af- loknu stúdentsnámi hér heima. Gegndi um skeið fulltrúastörf- um hjá bæjarfógetanum í Reykjavík og sýslumannsem- bætti í Snæfellsness- og Hnappadalssýslu, Suður-Múla- sýslu og Skaftafellssýslum. Nú hefir hann lengi verið fulltrúi í fjármálaráðuneytinu. Steingrímur Arason kennari are átti sextugsafmæli 26. ágúst. Steingrímur er Eyfirðingur að ætt og ólst upp nyrðra. Hann fór ungur til náms í Möðruvalla- skóla. Áratug síðar, nær þrítug- ur að aldri, hóf hann kennara- nám í Flensborgarskóla í Hafn- arfirði, en hvarf aftur norður i Eyjafjörð til kennslustarfa, að loknu því námi. Litlu síðar gerð- ist hann kennai'i við barnaskól- ann í Reykjavík. Snemma á stríðsárunum fór Steingrímur til Vesturheims til framhalds- náms og var þar nær fimm ár, vann fyrir sér á sumrin, en sinnti námi á vetrum. Vorið 1919 lauk hann prófi við Columbia- háskólann og snéri að því búnu heim. Hefir hann síðan verið kennari við kennaraskólann hér í Reykjavík. Einu sinni hefir þó Steingrímur farið til Vestur- heims á því tímabili til árs Aðalritstjóri ,,Rauðra penna“ og framkvæmdastjóri í þessari rússnesku útgáfu heitir Krist- inn Andrésson. Það er sæmilega gefinn maður að eðlisfari. Hann nam íslenzk fræði í háskólan- um í Reykjavík og fékk þaðan námsstyrk til Þýzkalandsfarar. Þar var honum falið að skrifa ritgerð nokkra um gullaldarbók- menntir Þjóðverja. Sökum hæfi- leika og almenns undirbúnings átti hann að geta gert þvílíka ritgerð, en ekki varð þó úr því, af ástæðum sem siðar ‘ verður greint frá. í Þýzkalandi tók hann trú bolsevíka og útbreiddi hana með þýzkum ritlingum í Hvítárbakkaskólanum, þar sem hann var um stund kennari hjá Lúðvig Guðmundssyni. Var þetta trúboð K. A. svo öflugt, að áhrifin bárust með eldri deildar nemendum frá Hvítárbakka að Reykholti, og ollu þar leiðindum í nokkur missiri. Kristinn Andrésson var svo sannfærður um réttmæti bolse- vismans, að hann vildi ekki sinna öðrum störfum en þessu trúboði. Með því að hann taldi sig bæði bókfróðan og ritfæran, auk hins ótvíræða áhuga, varð hann skjótt aðalforráðamaður í því starfi að útbreiða byltingar- kenningar á íslandi með því að fela þær innan um nokkur hlut- laus fræði, eins og þegar rýting- ur er geymdur í blómvendi. IV. Kristinn Andrésson fylgdi „Rauðum pennum“ úr hlaði með einskonar formála um bók- menntir og sást þá glöggt hvert Meistaramótið. Meistaramót íþróttasambands íslands hófst á íþróttavellinum á sunnudaginn. En áður en meistarakeppnin hófst fór fram nýstárleg keppni í 5X80 metra boðhlaupi, er gamlir íþrótta- menn og stjórnir íþróttafélag- anna þreyttu. Af íþróttafélags- stjórnunum sigraði stjórn Fim- leikafélags Hafnarfjarðar á 48,2 sek., K. R. á 50,3 sek. og í. R. 50,5 sek. í boðhlaupi „öldunganna" urðu sveitir Ármanns og K. R. jafnar, 57,2 sek., en sveit í. R. 57,7 sek. Meistaramótið hófst á 100 metra hlaupi. Sigraði Sveinn Ingvarsson (K. R.) á 11,6 sek., annar varð Jóhann Bernard (K. R.) á 11,7 sek., þriðji Jóhannes Einarsson (F. H.) á 12 sek. Kúluvarpi lyktaði með sigri Sigurðar Finnssonar (K. R.), hann kastaði 13,14 m., Kristján Vattnes (K. R.) kastaði 13,05 m., Jens Magnússon (Á.) 12,79. Stangarstökk: Hallsteinn Hin- riksson (F. H.) 3,20 m. Þorsteinn Magnússon (K. R.) 3,20 m. Sig- urður Steinsson (í. R.) 3,10 m. í 1500 metra hlaupi varð fyrstur Sigurgeir Ársælsson Á.) á 4 mín. 11,1 sek., annar Ól- afur Símonarson (Á.) á 4 mín. 15.1 sek. og þriðji Indi'iði Jóns- son (K. R.) á 4 mín. 26,9 sek. ís- lenzkt met í 1500 metra hlaupi er 4 mín. 11 sek., sett af Geir Gígja 1927. 1000 m. boðhlaup: K. R. 2,09,7 mín. Ármann 2,09,8 min. F. H. 2.15.1 mín. Sleggjukast: Vilhjálmur Guð- mundsson (K. R.) 41,24 m. (nýtt ísl. met). Helgi Guðmundsson (K. R.) 32,26. Gísli Sigurðsson (F. H.) 29,19 m. 10000 m. hlaup: Indriði Jóns- son (K. R.) 35,45,7 mín. Magnús Guöbjörnsson (K. R.) 38,38,0 mín. Jón H. Jónsson (K. R.) 41,01,7 mín. námsdvalar þar. Hann hefir á marga lund verið þýðingarmik- ill frumkvöðull að ýmsu í kennsluháttum og uppeldismál- um hér á landi. Auk kennslu- starfa sinna hefir Steingrímur sinnt margháttaðum málefnum. Er hann einn helztur forystu- maður Barnavinafélagsins Sum- argjöf. Hann hefir og sinnt rit- störfum, samið kennslubækur, barnabækur, bindindisrit og þýtt nokkuð úr erlendum málum. Hann gaf og út um skeið barna- blaðið Unga ísland. — Stein- grímur er giftur Hansínu Páls- dóttur. stefndi. í augum hans eru bók- menntir þær, sem til voru í heiminum fyrir 1917, næsta au- virðilegar. En með rússnesku byltingunni byrjaði nýtt og dýrðlegt tímabil, sem tók öllu fram sem áður þekktist. Um þetta upphaf hins nýja þúsunda ára ríkis, farast K. A. svo orð: „Byltingar fóru jafnvel fram í nokkrum löndum. Þó tókst að draga úr mætti þessara áhrifa og villa nokkrum hluta alþýð- unnar sýn“. Um einn byltingar- mann, sem lent hafði í lifshættu, en var ekki drepinn, segir K. A.: „Langt inn í raðir borgarastétt- arinnar var litið á Dimitroff sem glæsilegasta fulltrúa hins nýja tíma“. Nú kemur K. A. að hinum mestu bolsevikaskáldum, sem eru stjörnux á hinum nýja bók- menntahimni. Um endurfæð- ingu þeirra segir hann: „Skáldin hafa haldið dóms- dag yfir sjálfum sér og gamla heiminum. Líf þeirra er undir- búið fyrir hinar fagnaðarríkari staðreyndir tímanna“. Um franskan rithöfund, sem gerðist kommúnisti um stund, en snérist aftur til borgaralegra skoðana, eftir að hafa heimsótt sovétríkin, segir K. A.: „Stórkostlega æsing vakti það meðal borgarastéttarinnar frönsku, þegar hið aldraða og vinsæla skáld, André Gide, gekk yfir til kommúnismans“. Samhliða því að Kristinn Andrésson býr tU þessa blóm- vendi íslenzkxar tungu, nefnir hann mikinn fjölda rithöfunda í Rússlandi, og mörgum öðrum Nm um næstn niánaðamót falla (lráttar- vextir á 2. liluta útsvara til bæjarsjóðs Reykjavíkur 1939. Þeir, sem greiða út- svarið að fullu um mánaðamótin, verða ekki krafnir um dráttarvexti, sem þegar kunna að vera á fallnir. Borg’arriiarínn. Míðbæjarskólínn. Börn í Miðbæjarskólahverfi, sem stunda eiga nám í skólan- um, komi í skólann eins og hér greinir: Fimmtudaginn 31. ágúst, klukkan 9 árdegis, komi 10 ára börn, fædd 1929; klukkan 10 9 ára börn, fædd 1930; klukkan 1 síðdegis 8 ára börn, fædd 1931 og klukkan 3 komi 7 ára börn, fædd 1932. Héraðslæknir skoðar börnin föstudag 1. september. Koma 10 ára drengir klukkan 8 að morgni í skólahúsið; stúlkur á sama aldri klukkan 9; 8 ára drengir klukkan 10 og stúlkur á sama aldri klukkan 11. Klukkan iy2 eftir hádegi komi 7 ára drengir, stúlkur á sama aldri klukkan 3; 9 ára drengir klukkan 5 og 9 ára stúlkur klukkan 6. Undirritaður sinnir viðtölum í skólahúsinu klukkan 11 til 12 f. h. og 5 til 6 síðdegis, sími 4862. Kennarafundur verður 1. september, klukkan 5 síðdegis. Hallgrímur Jóussou. skólastjóri. Alla daga nema mánudaga um Akranes og Borgarnes. — M.s. Laxfoss annast sjóleiðina. Afgreiðslan í Reykjavík á Bifreiðastöð íslands, sími 1540. Bifreiðastöð Aknreyrar. Húðir og skinn. Ef bændnr nota ekki tU eigin þarfa allar nilDIR og SKIXX, sem falla til á heimUum þeirra, ættu þeir að biðja KAUPFÉLAG sitt að koma þessnm vörum í verð. — SAMBAXD ÍSL. SAMVINNUFÉLAGA selur IVAUTGRIPA- HÚÐIR. HROSSHÚDIR, KÁLFSKINJV, LAMH- SKIX\ og SELSKEVN til útlanda OG KAUPIR ÞESSAR VÖRUP TIL SÚTUJVAR. - IVAUT- GRIPAHÚÐIR, HROSSHÚÐIR og KÁLFSKUVN er bezt að salta, en gera verðnr það strax að lokinni slátrun. Fláningu verður að vanda sem bezt og þvo óhreinindi og blóð af skinn- uiium, bæði úr lioldrosa og hári, áður en salt- að er. Góð og hreinleg meðferð, á þessum vörum sem öðrum, borgar sig. fjarlægum löndum, sem séu byltingarmenn og stórskáld. Síðan hermir hann frá því, að á 10 ára afmæli byltingarinnar rússnesku hafi þessir menn stofnað alþjóðasamband bylt- ingasinnaðra rithöfunda. Þá þykir honum það miklu skipta, að þessir menn hafa fundi um mál sin og stofni undirdeildir víða um heim til að standa fyr- ir byltingaráróðri. Eins og vænta mátti lýkur K. A. við þessa hugvekju sína með áhrifamiklum niðurlagsorðum, sem hljóða á þessa leið: „Máttugra og glæsilegra tíma- bil en nokkru sinni hefir áður þekkzt, er að rísa í bókmennta- sögu heimsins“. í grein þeirri, sem hér hefir verið skýrt frá, snýr K. A. sér auðsýnilega aðallega að erlend- um skáldum. En í annari grein, sem síðan hefir birzt í „Rauðum pennum“, lætur K. A. lesendur sína finna, að skilningur hans á íslenzkum skáldskap sé bæði djúpur og markviss. í ritgerð um Matthías Jochumsson kemst hann að þeirri niðurstöðu, að Matthías hafi orðið að vera guðstrúarmaður, af því að hann hafi ekki þekkt kommúnism- ann. K. A. afsakar þessi þýðing- armiklu mistök séra Matthíasar með eftirfarandi orðum: „Því að vitanlega gerði hann (þ. e. Matthías) sér ekki grein fyrir framtíðarskipulagi sosial- ismans“. Aðrar ritgerðir í þessu ársritl eru á sömu bók lærðar. Þar er þýzkt kvæði í íslenzkri þýðingu um „Hetjur byltingarinnar“. Þar eru ýmsar greinar um hve lítilf j örleg og jafnvel and- styggileg séu hin eldri borgara- legu skáld og rithöfundar. Einn háskólagenginn kommúnisti lýs- ir skólabræðrum sínum með nafni, dregur dár að þeim, og leggur stund á að útskýra hvers- vegna þeir hafi annaðhvort orð- ið þýðingarlitlir menn eða auðnuleysingjar. í fyrsta árgangi „Rauðra penna“ er ritgerð eftir ungan bónda, einn af þeim fáu úr þeirri stétt, sem hallast að trúarbrögðum Einars Olgeirs- sonar. Bóndi þessi er fullur hug- arvíls og minnimáttarkenndar. í hans augum er sveitalíf á ís- landi einskært böl án byltingar. Hann segir, að í lestrarfélög sveitanna sé aðahega keyptir úrhraks reyfarar. Á héxaðsskól- unum læra menn léttúð og dans. Kaupfélögin eru að dómi þessa manns auðvirðilegar kúgunar- stofnanir. Hann segir að félags- menn hati og fyrirlíti kaupfé- lögin eins og viðskiptamenn dönsku selstöðuverzlananna hafi gert við kaupmenn þeirrar tíðar. Þannig er tilveran öll í augum þessa kommúnista. Framhald. r Sígurður Olason & Egíll Sígurgeirsson Málflutningsskrifstofa Austurstræti 3. Sími 1712. C Áusttfrstr. í> simi 5652.Opið hl.11-12oq1.sJ Annast kaup og sölu verðbréfa. ACCUMULATOREN-FABRIK, DR. TH. S0NNENCHEIN. Gula bandið er bezta og ódýrasta smjörlíkið. t heRdsölu hjá Satnband ísl.samvínnufélaga Sími 1080. 212 William. McLeod Raine: — Barnett kvað hafa verið særður, er hann komst undan í Texas, og ég er sannfærður um, að þessi náungi er Bar- nett. — Sé hann Barnett, þá er hann mann- drápari og þorpari. Með því erum við komnir hringinn, stöndum í sömu spor- um og er við lögðum af stað og erum engu nær. — En hversvegna notaði hann ekki riffilinn á okkur Bob, þegar við gripum hann, eins og hann gerði við Steve? Ef til vill er hann bleyða, en getur það átt sér stað? Ef ég hefði ekki séð hann gefast upp, þá hefði ég talið hann manna ólík- legastan til þess. Clint barði hnefanum í borðið. — Við gætum haldið svona áfram í alla nótt og yrðum þó engu nær. En við fáum bráðum að vita þetta allt sam- an. Að svo mæltu stóð Clint upp og þeir slitu samtalinu. 23. KAFLI. Molly var að lesa í blaði, þegar Peters læddist inn í dagstofuna. Hann stað- næmdist á miðju gólfi og ríghélt í hatt sinn, með báðum höndum, eins og hann væri björgunarhTingur. — Sestu niður, Dug, sagði Clint. — Herra Martin langar til að spyrja þig nokkurra spurninga. Flóttamaðurinn frá Texas 209 — Hann sagði mér þetta undir eins, sagði Peters. Hann heldur svei mér fast við þetta þvaður. Eins og ég sagði ykkur, strákar, þá sá ég hann skjóta á Steve og sá hann detta af baki. Annað kemur ekki til mála, hvað sem hann segir. — Hvernig komst Clem inn í þetta mál? spurði Buck. Ert þú kannske einn af piltum hans. — Við þekkjumst aðeins sem skyttur. — Hvernig á þá að standa á því, að Clem var í Sjömílnakofanum? — Eg er orðinn þreyttur á því að svara spurningum, sem ekki leiöa til neins, sagði Taylor fyrirlitlega. — Haf þú það eins og þér sýnist, ég er þegar orðinn slátrari, bleyða og lygari, eftir því sem þið segiö. Látið ykkur það nægja. Eftir kvöldverðinn kallaði Wagner læknir á Prescott afsíðis. Það er dálítið við þetta, sem ég skil ekki, Clint. Barnett var skotinn aftan frá. Peters segir að hann hafi alltaf snúið að sér. Prescott gekk á undan til skrifstofu sinnar. Hann rétti vindiakassa yfir borð- ið, til gestsins, tók einn sjálfur og kveikti í. Síðan hallaði hann stólnum aftur á bak og lagði fæturna upp á borðið. — Margt sem ég skil ekki, læknir. Ertu viss um að Barnett hafi verið skotinn aftan frá?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.