Tíminn - 29.08.1939, Blaðsíða 1
RITSTJ ÓRAR:
GÍSLI GUÐMUNDSSON (ábm.)
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON.
FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR:
JÓNAS JÓNSSON.
ÚTGEFANDI:
FR AMSÓKN ARFLOKKURINN.
RITSTJ ÓRNARSKRIFSTOFUR:
EDDUHÚSI, Llndargötu 1 D.
SÍMAR: 4373 og 2353.
AFGREIÐSLA, INNHEIMTA
OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA:
EDDUHÚSI, Lindargötu 1 D.
Sími 2323.
PRENTSMIÐJAN EDDA h.f.
Símar 3948 og 3720.
23. ár£.
Reykjavík, þriðjudaginii 29. ágúst 1939
/ gœr, 28. ágúst, átti Sesselja Guðmundsdóttir frá Fossi nirœðisafmœli.
Hún er fœdd að Grafarbakka í Hrunamannahreppi, en ólst upp að Fossi í
sömu sveit. Hún giftist Jóni Jónssyni frá Hörgsholti og bjuggu þau á nokkr-
um bœjum þar í hreppnum. Eignuðust þau tíu börn og eru fimm þeirra á
lífi, þar á meðal Ingimar skólastjóri. Sesselja missti mann sinn um alda-
mótin og sá þá ein fyrir börnum sínum, sem ekki voru uppkomin, og var
þá oft fremur þröngt í búi. Hún er kona prýðilega gefin, slmnnandi og kjark-
mikil. Hún fylgist vel með öllum atburðum, sem gerast, innan lands og
utan, og oft situr hún við viðtœkið og hlustar, líkt og hér á myndinni. —
Sesselja býr nú í franska spítalanum hjá dóttur sinni.
Vígsla sundlaugannnar
í Varmahlíð í Skagaíírði
Míkíll áhugi fyrír héraðsskólamálínu
Uppdráttur, sem sýnir legu Danzig og hvernig „pólsku göngin“ skilja Aust-
ur-Prússland frá Þýzkalandi.
Friður helzt ennþá, en
ófriðarhorfurnar aukast
Þýzk-riissueski viiiáttusanminguriim er or-
sök þcss. ef styrjöld liefst nú.
Hin nýja sundlaug Skagfirð-
inga í Varmahlíð var vígð á
sunnudaginn, að viðstöddum á
tíunda hundrað manns, þar á
meðal margt Skagfirðinga, sem
búsettir eru utan héraðsins.
Veður var hið bezta.
Laugin hefir verið í smíðum í
sumar, en grunnur hennar var
steyptur í fyrríi,. Laugin er 33 y2
meter- að lengd og að öllu leyti
mjög vönduð. Teikningu að
sundlauginni gerði Sigurður
Guðmundsson húsameistari, en
um smíðið sá Hróbjartur Jónas-
son frá Hamri. Varmahlíðarfé-
lagið hefir staðið undir kostnað-
inum, en hann mun vera um 30
þúsundir króna.
Vígsluhátíðin hófst með pre-
dikun séra Tryggva Kvaran á
Mælifelli. Að henni lokinni
setti Árni Hafstað bóndi í Vík,
formaður Varmahlíðarfélagsins,
samkomuna. Síðan afhenti Gísli
Jónasson yfirkennari í Reykja-
vík kappsundsbikar fagran, er
Skagfirðingar í Reykjavík gefa
staðnum. Er hann nefndur
Grettisbikar og á hann mörkuð
útsýn yfir Skagafjörð, frá
Drangey til Reykj astrandar.
Pétur Hannesson á Sauðárkróki
lýsti lauginni og þeim áfanga,
er væri náð í starfsemi Varma-
hlíðarfélagsins. Pálmi Hannes-
son rektor talaði um drengskap-
arbrögð í Skagafirði og rök-
studdi með sögulegum tilvitnún-
um, Steingr. Steinþórsson talaði
um Hólaskóla og hinn fyrirhug-
aða Varmahlíðarskóla og kvað
þá mundu styðja hvern annan,
svo sem „hönd veitir hendi og
fótur fæti.“
Loks flutti Hermann Jónasson
forsætisráðherra vígsluræðuna.
Talaði hann meðal annars um
íþxóttirnar og þá þýðingu, sem
þær hefðu í lífsbaráttunni.
Minntist hann í því sambandi
atvika frá bernskuárum sínum,
er hann leitaði næturlangt að
týndum kvíaám langt fram til
fjalla og hvernig hann þá hefði
yfirunnið sjálfan sig.
Karlakór Sauðárkróks söng á
milli ræðanna.
Að loknum ræðuhöldum og
söng steypti Jónas Halldórsson
sundkappi sér í laugina og
sýndi þar ýmsra sundlistir. Varð
síðan mikill fjöldi fólks til þess
að synda í lauginni.
Um kvöldið var dansað á palli,
í tjaldbúð Skagfirðinga, sem
reist hafði verið skammt frá
lauginni.
í sambandi við vígsluhátíðina
sendi stjórn Varmahlíðarfélags-
ins Jónasi Jónssyni alþingis-
manni og Magnúsi Jónssyni
prófessor skeyti, þar sem þeim
var þökkuð margháttuð lið-
veizla við framkvæmd fyrsta á-
fangans í fyrirætlunum félags-
ins.
Mörg skeyti bárust þenna dag,
bæði frá einstaklingum og fé-
lögum, meðal annars svohljóð-
andi skeyti frá Hannesi Magn-
ússyni kennara á Akureyri:
„Megi æskan alla tíð
eiga, sumar, vetur,
við þitt hjarta, Varmahlíð,
voldugt menntasetur."
Með sundlauginni er náð
fyrsta áfanganum í byggingu
veglegs skólaseturs i Varma-
hlíð. Bar vígsluhátíðin vott um
mikinn áhuga Skagfirðinga fyr-
ir því máli og er fullvíst, að því
verður fylgt fast eftir.
Brennisteinsverksmiðjan við Náma-
skarð tekur til starfa þá og þegar.
Verksmiðjuhúsin voru reist í vor og í
sumar og var þeim valinn staður vest-
anvert við skarðið. Sjálft brenni-
steinsnámið fer aðallega fram i skarð-
inu og í fjallinu sunnan við það. Er
búið að fylla birgðaskemmur verk-
smiðjunnar af óunnum brennisteini.
Hefir þess verið biðið, að hinn steypti
vinnsluofn verksmiðjunnar þornaði til
full, að starfrækslan gæti hafizt.
Brennisteinn verður hreinsaður á þann
hátt, að honum er breytt í lofttegund-
ir, en síðan þéttaður aftur. Verður
hinn hreinsaði brennisteinn síðan
fluttur fullhreinsaður til hafnar í
Húsavík.
/ t t
Samkvæmt niðurstöðutölum Fiski-
félagsins var síðastliðið laugardags-
kvöld búið að salta 186.727 tunnur síld-
ar. Á hliðstæðum tíma í fyrra sumar
var búið að salta í 242.260 síldartunnur.
Til bræðslu hafa verið teknir í sumar
916.286 hektólítrar, en um sama leyti í
fyrra höfðu 1.416.654 hektólítrar verið
látnir í bræðslu. — Veiðiútlit er nú gott
nyrðra, veður gott og svartur sjór af
síld á stórum svæðum. Virðast síldar-
torfurnar vera mjög þykkar. Má því
gera ráð fyrir, að mikið af síld berist á
land á næstunni, enda mörg skip kom-
ið til hafnar síðasta sólarhringinn
með mikinn afla síldar. Tíu skip komu
til síldarverksmiðjanna í gærkvöldi,
auk þeirra, sem síðan hafa komið.
„S a m f y Ikíng ar“-
f undur á Sí gluf irdí
Kommúnístar opinbera
hug sinn til málirelsis
og jafnréttis
Skringilegur fundur var hald-
inn í Siglufirði síðastliðinn
sunnudag. Gengust fyrir honum
samfylking kommúnista og
jafnaðarmanna, sem enn er þar
á lífi, og nokkrir brotthlaups-
menn úr Sjálfstæðisflokknum.
Það vakti furðu, að sjómönn-
um og útgerðarmönnum, sem
eru aðkomandi á Siglufirði, var
meinuð fundarseta. Varðar þá
þó ekki minna um síldarverk-
smiðjumálin en Siglfirðinga.
Fundarefni var Rauðkumálið
svonefnda og var meirahluta
stjórnar síldarverksmiðja, þeim
Þormóði Eyjólfssyni, Þorsteini
M. Jónssyni og Sveini Bene-
diktssyni, boðið á fundinn.
Fundurinn hófst með því að
Erlendur Þorsteinsson flutti
ræðu í nær hálfa aðra klst. og
deildi hann í ræðu sinni fast á
meirahluta síldarverksmiðju-
stjórnarinnar. Þegar hann hafði
lokið máli sínu óskaði Þormóður
Eyjólfsson eftir ræðutíma til
andsvara, en þá var tilkynnt að
meirahluta síldarverksmiðju-
stjórnar væru ekki ætlaðar til
umráða nema 20 mínútur af
3i/2 klst. fundartíma og átti
hún ekki að fá þann ræðutima
fyrr en síðar á fundinum. Fengu
fundarboðendur fundarmenn til
að samþykkja þetta og mót-
mælti meirihluti síldarverk-
smiðjustjórnarinnar þessu of-
beldi með því að ganga af fundi
og fylgdi honum eftir allmargir
fundarmenn.
Það vakti athygli, að bæjar-
stjórinn, Áki Jakobsson, lét
mjög tryllingslega meðan þessu
fór fram og mun hann m. a.
hafa hvatt liðsmenn sína til
að fleygja Þormóði, Sveini og
Þorsteini á dyr.
Fundurinn hélt þó áfram eftir
þetta og voru samþykktar
nokkrar marklausar tillögur.
Það eina, sem gerir fund þenn-
an frásagnarverðan, er ofbeldi
það, sem fundarboðendur sýndu
(Framh. á 4. síðu)
Um þessar mundir er verið að vinna
að raflýsing Staðarfellsskóla. Verð-
um þar settur upp mótor til rafmagns-
framleiðslu, því að aðstaða til vatns-
virkjunar er ekki fyrir hendi. Þetta
verður mikilvæg umbót fyrir skólann
og er fyrirhugað að verkinu verði að
öllu leyti lokið áður en kennsla hefst í
haust.
r r r
í Skagafirði var í gær 17 stiga hiti,
hægur sunnanblær, sólfar mikið og
ágætur heyþerrir. Síðastliðna viku var
tíðarfar ysjótt, en nú gott útlit um
áframhaldandi blíðviðri. Heyskapur
bænda er nú orðinn bæði meiri og
betri heldur en hann hefir verið að
jafnaði og halda þó allir áfram að
heyja af kappi. Verður heyskap sinnt
fram í miðjan mánuðinn víðast í hér-
aðinu, ef tíðarfar verður sæmilegt. Út-
lit er fyrir að kartöfluuppskera verði
með afbrigðum góð. — Göngur hefjast
í Skagafirði sunnudaginn í 22. viku
sumars, bæði að austan og vestan, en
samt nokkru fyrr í þeim byggöarlögum,
sem upprekstur eiga á víðlendustu af-
rettina. Réttað verður í þeirri viku,
frá mánudegi til fimmtudags.
r r r
Á Suðurlandi hefir verið votviðra-
samt upp á síðkastið. Eftir því, sem
Tíminn hefir frétt, eiga bændur á
Suðurlandsundirlendi og á Suðvestur-
landi úti talsvert af heyi, allstaðar það
sem losað hefir verið síðastliðna viku
og víðast einnig nokkuð frá næstlið-
inni viku. Yfirleitt er heyfengur orðinn
Hinn mikli ófriðarundirbún-
ingur í nær öllum löndum Ev-
rópu seinustu dagana virðist
benda til þess, að menn geri sér
sama og enga von um að friður
muni haldast.
Það hefir aukið stríðsóttann
stórkostlega, að í orðsendingum,
sem farið hafa milli Hitlers og
Daladiers, hefir Hitler lýst því
yfir, að lágmarkskröfur sínar
væru, að Þýzkaland fengi Dan-
zig og „pólsku göngin“. Þessi yf-
irlýsing Hitlers er svo ákveðin,
að ómögulegt virðist fyrir hann
að falla frá henni öðruvisi en að
stofna vinsældum sínum innan-
lands í mikla hættu. Það er líka
víst, að meðal Þjóðverja, eink-
um Prússa, eru engar landa-
kröfur jafn vinsælar og þessar,
því Þjóðverjum þótti hálfu verra
að missa þetta land eftir heims-
styrjöldina en t. d. nýlendurnar.
Það særði þjóðarheiður Þjóð-
verja dýpra en nokkuð annað,
að landi þeirra skyldi vera skipt
í tvennt til að fullnægja þörfum
þjóðar, sem þeir álitu sér langt-
um óæðri og tæpast hefði rétt
mikill og góður, mun betri en venju-
lega og víða meiri að vöxtum. Gras-
spretta austan fjalls var þó ekki veru-
lega fram yfir meðallag, nema þá á
stöku stað.
r r r
Sauðfjárslátrun var hafin á Blöndu-
ósi hjá Sláturfélagi Húnvetninga hinn
22. ágúst. Var þá slátrað 115 dilkum
frá 9 bæjum. Meðalkroppþyngd þessara
lamba reyndist um 14 kílógrömm. Hjá
þeim bónda, sem átti vænstu lömbin,
var meðalþyngdin 16,5 kg. Þyngsti
skrokkurinn vóg 20,5 kg. Gærurnar af
lömbunum vógu til jafnaðar 3 kg. —
Kjötið af þessum dilkum var sent á
Reykjavíkurmarkað. — Óvíst er hvort
fleira fé verður slátrað á Blönduósi
fyrir réttir.
r r r
Úr Borgarfirði er blaðinu skrifað:
Kvenfélagið í Borgarhreppi á um
þessar mundir tuttugu ára starfsaf-
mæli og var þess minnst með sam-
komu í Svignaskarði 20. ágúst. Auk
félagskvenna var þar allmargt gesta,
meðal annars stjórn sambands borg-
firzkra kvenna. Ræður voru allmargar
fluttar, m. a. af Elínborgu Sigurðar-
dóttur á Hamri, Kristínu Ólafsdóttur
í Rauðanesi, séra Birni Magnússyni
á Borg, Sigurjóni Kristjánssyni bónda
í Krummshólum og Sigurbjörgu
Björnsdóttur í Deildartungu. Stóð hóf-
ið fram til kvölds við sameiginlegt
borðhald og kaffidrykkju, söng og spil.
til sjálfstæðis. Endurheimtun
þessa lands er því eitt helzta
metnaðarmál þýzku þjóðarinnar
og þess vegna getur Hitler
vænzt þess, að hafa þjóðina
sameinaða að baki sér, ef til
styrjaldar kemur. Hinsvegar er
endurheimtun þessa lands ekk-
ert sérstakt hagsmunamál
Þjóðverja og virðast það full-
komnar öfgar hjá Hitler í orð-
sendingunni tii Daladiers, að
telja Danzig eins nauðsynlega
fyrir Þýzkaland og Marseille
fyrir Frakkland. Hinsvegar er
Danzig enn þýðingarmeiri fyrir
Pólland, en Marseille fyrir
Frakkland. Þess vegna má telja
fullvíst, að Pólverjar muni
aldrei fallast sjálfviljugir á
þessar kröfur Hitlers.
Hinn vaxandi áróður þýzkra
blaða gegn Póllandi þykir líka
sanna, að Hitler sé fullkomin
alvara. Sögusagnir þýzkra blaða
um kúgun og illa meðferð Þjóð-
verja í Póllandi taka jafnvel
fram lýsingum á verstu píslum
miðaldanna. Tilgangurinn virð-
ist fyrst og fremst sá, að æsa
hugi þjóðarinnar gegn Pólverj-
um.
í Þýzkalandi, Póllandi, Frakk-
landi og Bretlandi má heita að
öllum hugsanlegum viðbúnaði
undir styrjöld sé lokið. Matar-
skömmtun hefir meira að segja
verið hafin í Þýzkalandi. Landa-
mærum Þýzkalands og Frakk-
lands hefir verið lokað. Að vísu
munu þessar ráðstafaniT ekki
aðeins gerðar, sökum þess að
stjórnirnar vænti stríðs, því að
allar vonast þær vafalaust eftir,
að eitthvað gerist á seinustu
stundu, sem afstýri ófriði. Þetta
eitthvaff, sem hver þjóðin um
sig vonast eftir, er að andstæð-
ingarnir láti undan, þegar þeir
sjái að mótaðilanum er það al-
vara að láta koma til styrjald-
ar. Sumar af þessum ráðstöfun-
um er því alveg eins mikið þátt-
ur í „taugastríðinu" eins og við-
búnaður undir styrjöld.
SEINUSTU FRIÐARVONIR.
Seinustu friðarvonir manna
eru nú tengdar við orðsendingar
þær, sem farið hafa milli Hit-
lers og ensku stjórnarinnar.
Eins og áður hefir verið skýrt
frá kvaddi Hitler Henderson,
sendiherra Breta í Berlín, á
fund sinn síðastliðinn föstudag
og ræddi við hann á aðra klst.
Afhenti hann honum jafnframt
orðsendingu til ensku stjórnar-
innar. Henderson flaug síðan til
London á laugardaginn og
hafði stjórnin orðsendingu Hit-
lert til athugunar á sunnudag-
inn og lauk svari sínu til Berlín
í gærkvöldi og ræddi við Hitler
alllengi eftir komu sína þangað.
Hitler kvaddi að því loknu
(Framh. á 4. síðu)
A KROSSGÖTUM
Brennisteinsverksmiðjan í Námaskarði. — Síldaraflinn. — Raflýsing Staðar-
fellsskóla. — Úr Skagafirði. — Heyskapur sunnan lands. — Sauðfjárslátrun .
á Blönduósi. — Kvenfélag Borgarhrepps.
99. hlað
m
A viðavangi
Heyskapartíð hefir verið með
hagstæðasta móti í sumar, og
býr heyjaforðinn nú yfir hlut-
fallslega meira fóðurgildi en oft-
ast áður. Er þetta mikil blessun.
Og vel mættu bændur reisa
þessu sjaldgæfa sumri minnis-
varða með þeim hætti, að brynja
sig gegn úrkomusumrum og ó-
þurrkum framtíðarinnar, en
það geta þeir gert með
því að taka enn almennara í
Jjónustu sína úrræðið um vot-
heysverkun! Daprar minningar
úr búskaparsögu þjóðarinnar
um harðrétti fólks og horfelli
búfénaðar á rót sína aö rekja
til þess, hve berskjalda menn
voru gegn áföllum af völdum
náttúrunnar, og þá meðal ann-
ars óþurrkatíðinni.
* sþ
En eins og nú er komið mætti
ietta vera á annan veg. Búskap-
arþekkingu hefir fleygt fram.
Nú vita menn hvernig á að
standa að því að rækta jörðina.
Nú vita menn að hagstæðara er
að eiga færri skepnur vel fóðr-
aðar, en fleiri vanfóðraðar. Nú
er tiltæk fræðsla um fóðurfræði
og fóðurgildi, og staðreyndirnar
um þetta blasa við einhversstað-
ar í hverju byggðarlagi. Bænd-
ur eiga nú eða gætu átt sér þá
„regnhlíf“, sem hlífði að nokkru
jafnvel í hinu mesta óþurrka-
sumri. En það er votheysgerðin.
* * *
Þegar dönsku blaðamennirnir
komu að Korpúlfsstöðum á dög-
unum, skýrði Lorentz Thors frá
því, að kúnum þar væru gefin 10
kg. af votheyi á dag, og kæmi
það fyrir, að votheyið entist ekki
allan gjafatímann, þá yrffi það
ekki bætt upp meff neinu kjarn-
fóffri. Svona er votheyið úr ís-
lenzkum túngrösum stórkostlegt
að fóðurgildi, sé það rétt verk-
að. Hitanum er ekki hleypt upp
fyrir 55 stig. Ætli hann hærra,
er nýju grasi af ljánum bætt í
gryfjuna, hún kúffyllt, en marg-
fylla þarf hverja gryfju sakir
þess, hve heyið sígur mikið við
hitann. En að lokum er grjót-
farg sett ofan á, til þess endan-
lega að kæfa hitann.
* * *
Votheysgerð er orðið svo
þrautreynt úrræði, að sjálfsagt
er að allir bændur, sem þess eru
með nokkuru móti umkomnir,
komi sér upp steyptri votheys-
tóft. Aðeins ein framkvæmd
mætti teljast jafn sjálfsögð, en
það er hin steypta safngryfja!
Er bágt til þess að vita, að svo
skuli aðgangsfrekjan um hið
vafasama bjargráð, að halda
uppi byggingaratvinnu fyrir
hina hlutfallslega fjölmennu
húsasmiðastétt í hinum þegar
yfirbyggða höfuðstað, að það
sem landið í gjaldeyrisfátækt
sinni ver til sementskaupa ár-
lega, skuli lenda í fleiri ný í-
búðarhús í Reykjavík en súr-
heysgryfjur og safnþrær til
samans úti um byggðir lands-
ins!
Síðsumarmót
við Þrastalund
Framsóknarmenn í Ár-
nessýslu og i Reykjavík eru
minntir á sameiginlega
samkomu viff Þrastalund á
sunnudaginn kemur. Jör-
undur Brynjólfsson, Þór-
arinn Þórarinsson og Guff-
brandur Magnússon flytja
þar ræffur. Síffdegis verffur
dansaff í Þrastalundi. Auk
þess verffur söngur, glíma
og fleiri skemmtiatriði.
Reykvíkingum, sem til-
kynna þátttöku sína í tæka
tíff, verður séff fyrir mjög
ódýru bílfari.
Framsóknarmenn beggja
megin Hellisheiffar! Fjöl-
menniff á síffsumarmótiff
á sunnudaginn.